ÍSLENSK HÓMILÍUBÓK
Orðstöðulykill

Hjálparskrá


Um orðstöðulykilinn

Orðstöðulykillinn sem hér birtist nær yfir texta Íslensku hómilíubókarinnar, skinnhandrits frá því um 1200 sem hefur að geyma stólræður, fræðslugreinar og bænir ætlaðar prestum. Þessi texti er eitthvert elsta lesmál sem til er á íslensku og Hómilíubókin er elsta íslenska skinnbók sem varðveist hefur í heilu lagi. Hér er notaður texti sem Guðrún Kvaran og Gunnlaugur Ingólfsson bjuggu til prentunar og gefinn var út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags 1993. Stafsetning er færð til nútímahorfs en fornri beygingu og orðmyndum haldið.

Lykillinn sýnir hverja orðmynd sem fyrir kemur í textanum ásamt næstu orðum á undan og eftir en auk þess er hægt að fletta upp í meðfylgjandi texta og skoða þannig stærra samhengi. Þessi orðstöðulykill er ekki lemmaður, þ.e. mismunandi beygingarmyndir eru ekki sameinaðar undir einu uppflettiorði eins og gert er í orðabókum, heldur er hver orðmynd sjálfstæð færsla.


Notkun lykilsins

Gluggi vefsjárinnar skiptist í fjóra afmarkaða ramma. Hægt er að breyta stærð allra rammanna; ef bendillinn er færður á mörkin milli þeirra breytist útlit hans og þá er hægt að færa mörkin að vild með músinni.

Auðvelt er að nota leitarskipun vefsjárinnar (Ctrl+F) til að finna orðmyndir sem koma fyrir í textanum. Leitin verkar á þann ramma sem síðast var smellt á. Einfaldast er að velja „allur listinn“ í orðmyndalistanum og láta forritið leita þar, þaðan er síðan greið leið að orðstöðulyklinum og textanum.


Textinn sem hér birtist er sá sami og prentaður var í:
Íslensk hómilíubók. Fornar stólræður. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík 1993.
Um frágang textans skal vísað til inngangs Guðrúnar Kvaran og Gunnlaugs Ingólfssonar í þeirri bók (Um þessa útgáfu, bls. XVIII-XX).
Þeim sem vilja skoða textann eins og hann stendur í handritinu er bent á útgáfu sem Andrea de Leeuw van Weenen sá um og hefur að geyma stafréttan texta og ljósmyndir af handritinu, auk ítarlegs formála:
The Icelandic Homily Book: Perg. 15 4° in the Royal Library, Stockholm. Íslensk handrit, series in quarto vol. 3. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Reykjavík 1993.

Orðstöðulykill: © Orðabók Háskólans.
Ábendingar og athugasemdir má senda til Aðalsteins.


Smellið á orðmynd í listanum til vinstri til að fá orðstöðulykilinn aftur.