NÝJA TESTAMENTI ODDS GOTTSKÁLKSSONAR

- ORÐSTÖÐULYKILL -

Hjálparskrá


Um orðstöðulykilinn

Orðstöðulykillinn sem hér birtist nær yfir þýðingu Odds Gottskálkssonar (1514?-1556) á Nýja testamentinu. Þýðing Odds, sem prentuð var í Hróarskeldu 1540, var fyrsta bók á íslensku sem prentuð var og er þessi þýðing og útgáfa hennar jafnan talin til merkisatburða í íslenskri málsögu.

Lykillinn sýnir hverja orðmynd sem fyrir kemur í Nýja testamenti Odds ásamt næstu orðum á undan og eftir en auk þess er hægt að fletta upp í meðfylgjandi texta og skoða þannig stærra samhengi. Þessi orðstöðulykill er ekki lemmaður, þ.e. mismunandi beygingarmyndir eru ekki sameinaðar undir einu uppflettiorði eins og gert er í orðabókum, heldur er hver orðmynd sjálfstæð færsla.


Notkun lykilsins

Gluggi vefsjárinnar skiptist í fjóra afmarkaða ramma. Hægt er að breyta stærð allra rammanna; ef bendillinn er færður á mörkin milli þeirra breytist útlit hans og þá er hægt að færa mörkin að vild með músinni.

Auðvelt er að nota leitarskipun vefsjárinnar (Ctrl+F) til að finna orðmyndir sem koma fyrir í textanum. Leitin verkar á þann ramma sem síðast var smellt á. Einfaldast er að velja „allur listinn“ í orðmyndalistanum og láta forritið leita þar, þaðan er síðan greið leið að orðstöðulyklinum og textanum.


Texti Nýja testamentisins sem hér birtist er tekinn eftir útgáfu Guðrúnar Kvaran, Gunnlaugs Ingólfssonar og Jóns Aðalsteins Jónssonar (Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Lögberg, Reykjavík 1988). Þar er stafsetning færð til nútímahorfs en ýmsum beygingar- og orðmyndum haldið óbreyttum frá upphaflegu útgáfunni (sjá formála útgáfunnar 1988, bls. XXIX-XXXII). Formálar þýðandans, bæði fyrir verkinu öllu og einstökum ritum, sem og eftirmáli hans, eru hér teknir með en konungsbréfi (bls. 3) og registri (bls. 560-565) sleppt. Þá er spássíugreinum sleppt.

Orðstöðulykill: © Orðabók Háskólans.
Ábendingar og athugasemdir má senda til Aðalsteins.


Smellið á orðmynd í listanum til vinstri til að fá orðstöðulykilinn aftur.