Orðstöðulyklar |
|||||||
Ritstjóri Aðalsteinn Eyþórsson |
Orðstöðulykill er skrá yfir orðmyndir sem koma fyrir í tilteknum texta eða textum, ásamt upplýsingum um nánasta samhengi þeirra. Algengastir eru svonefndir KWIC-lyklar (e. Key Word In Context) þar sem hvert dæmi um lykilorðið stendur í miðri línu ásamt orðum sem standa næst á undan því og eftir í textanum. Jafnframt fylgir hverju dæmi tilvísun sem sýnir hvar í textanum það er að finna. Úr orðstöðulyklum má jafnan lesa margvíslegan fróðleik um viðkomandi texta, hvort sem áhuginn beinist að orðaforða, orðasamböndum, setningaskipan, stíl eða efnistökum. | ||||||
|