SKÁLDSÖGUR JÓNS THORODDSENS
Orðstöðulykill

Hjálparskrá


Um orðstöðulykilinn

Orðstöðulykillinn sem hér birtist nær yfir skáldsögurnar Piltur og stúlka og Maður og kona eftir Jón Thoroddsen (1818-1868).

Lykillinn sýnir hverja orðmynd sem fyrir kemur í sögunum ásamt næstu orðum á undan og eftir en auk þess er hægt að fletta upp í meðfylgjandi texta og skoða þannig stærra samhengi. Þessi orðstöðulykill er ekki lemmaður, þ.e. mismunandi beygingarmyndir eru ekki sameinaðar undir einu uppflettiorði eins og gert er í orðabókum, heldur er hver orðmynd sjálfstæð færsla.


Notkun lykilsins

Gluggi vefsjárinnar skiptist í fjóra afmarkaða ramma. Hægt er að breyta stærð allra rammanna; ef bendillinn er færður á mörkin milli þeirra breytist útlit hans og þá er hægt að færa mörkin að vild með músinni.

Auðvelt er að nota leitarskipun vefsjárinnar (Ctrl+F) til að finna orðmyndir sem koma fyrir í textanum. Leitin verkar á þann ramma sem síðast var smellt á. Einfaldast er að velja „allur listinn“ í orðmyndalistanum og láta forritið leita þar, þaðan er síðan greið leið að orðstöðulyklinum og textanum.


Texti sagnanna er fenginn frá Netútgáfunni en blaðsíðutöl í tilvísunum miðast við útgáfu Steingríms J. Þorsteinssonar: Skáldsögur Jóns Thoroddsens. Helgafellsútgáfan. Reykjavík 1942.

Orðstöðulykill: © Orðabók Háskólans.
Ábendingar og athugasemdir má senda til Aðalsteins.


Smellið á orðmynd í listanum til vinstri til að fá orðstöðulykilinn aftur.