SKÁLDSÖGUR JÓNS THORODDSENS
Orðstöðulykill
Hjálparskrá
Um orðstöðulykilinn
Orðstöðulykillinn sem hér birtist nær yfir skáldsögurnar Piltur og stúlka
og Maður og kona eftir Jón Thoroddsen (1818-1868).
Lykillinn sýnir hverja orðmynd sem fyrir kemur í sögunum
ásamt næstu orðum á undan og eftir en auk þess er hægt að fletta upp í
meðfylgjandi texta og skoða þannig stærra samhengi. Þessi orðstöðulykill er
ekki lemmaður, þ.e. mismunandi beygingarmyndir eru ekki sameinaðar undir einu
uppflettiorði eins og gert er í orðabókum, heldur er hver orðmynd sjálfstæð
færsla.
Notkun lykilsins
Gluggi vefsjárinnar skiptist í fjóra afmarkaða ramma.
Hægt er að breyta stærð allra rammanna; ef bendillinn er færður á mörkin milli
þeirra breytist útlit hans og þá er hægt að færa mörkin að vild með músinni.
-
Í neðri rammanum hægra megin birtist texti sagnanna í heild, hægt er að
skoða hann að vild frá upphafi til enda með því að nota skrunröndina eða lyklaborðið (örvahnappa, Page Up, Page Down).
-
Í efri rammanum til hægri (þar sem þessi hjálpartexti birtist núna) er sjálfur
orðstöðulykillinn. Efst í hverri færslu er tilgreint hversu oft viðkomandi
orðmynd kemur fyrir í sögunum, þar fyrir neðan eru sýnd öll dæmin um orðmyndina
ásamt 12 orða samhengi (6 orð á undan og 6 á eftir). Línunum er raðað í stafrófsröð eftir
orðunum sem fara á eftir lykilorðinu. Aftan við hverja línu er tilvísun. Þar kemur fram
úr hvorri sögunni viðkomandi dæmi er (P&S = Piltur og stúlka;
M&K = Maður og kona),
við dæmi úr Manni og konu er einnig tilgreindur hluti (I eða II) og kapítuli og loks er sýnt blaðsíðutal við dæmi úr báðum sögunum.
Ef smellt er á tilvísunina færist textinn í rammanum fyrir neðan sjálfkrafa, þannig að
viðeigandi staður birtist efst í rammanum. Einungis hluti orðstöðulykilsins er opinn hverju sinni
en efst og neðst í hverjum hluta eru hnappar sem nota má til að fletta fram og til baka.
-
Í rammanum til vinstri er listi í stafrófsröð yfir orðmyndir sem koma fyrir í
textanum. Þegar smellt er á einhverja orðmynd færist orðstöðulykillinn
sjálfkrafa þannig að línur með þessari orðmynd birtast. Hægt er að velja milli
þess að hafa allan orðmyndalistann frá A-Ö opinn í einu eða einungis hluta hans.
-
Í efsta rammanum birtist stafrófið. Þegar smellt er á einhvern bókstaf færist
orðmyndalistinn sjálfkrafa þannig að orðmyndir sem byrja á
viðkomandi staf birtast.
Auðvelt er að nota leitarskipun vefsjárinnar (Ctrl+F)
til að finna orðmyndir sem koma fyrir í textanum. Leitin verkar á þann ramma sem síðast
var smellt á. Einfaldast er að velja allur listinn í orðmyndalistanum og láta forritið leita þar, þaðan er síðan greið leið að orðstöðulyklinum og textanum.
Texti sagnanna er fenginn frá
Netútgáfunni en blaðsíðutöl í tilvísunum miðast við
útgáfu Steingríms J. Þorsteinssonar: Skáldsögur Jóns Thoroddsens. Helgafellsútgáfan. Reykjavík 1942.
Orðstöðulykill: © Orðabók Háskólans.
Ábendingar og athugasemdir má senda til
Aðalsteins.
Smellið á orðmynd í listanum til vinstri til að fá orðstöðulykilinn aftur.