Texti      


HID NYA TESTAMENT


ODDUR GOTTSKÁLKSSON
útlagði á norrænuFormáli


Það væri nú réttast og tilheyrilegast það þessi bók útgengi án nokkurs formála
eða undir nokkru annarlegu nafni, en færði heldur sitt heiti og eiginlega
orðræðu. Því að fyrir margháttaðar útskýringar og ýmislegar fortölur eru
kristinna manna hugskot nú þangað dreifð að nálegana vita menn eigi lengur
hvað evangelion eða lögmál, nýtt eður gamalt testamentum kallast. Af því
krefur nauðsyn til að samsetja einn formála og undirvísan á að gjöra, hvar með
það hinn einfaldi mann mætti undirvísan fá og frá leiðast sínum fornum óvana á
réttan stig og hvað hann skal halda af þessari bók, svo að hann leitaði þar
öngra boðorða né lögmáls er hann skyldi leita evangelia og Guðs fyrirheita.

Þá er í fyrstu það vel vitanlegt að sá vani eður meining er af takandi að eigi
sé utan fjögur evangelia og fjórir guðsspjallamenn, en það er með öllu
fyrirbjóðanda að nokkrir skipti nýja testaments bókum í legales, historiales,
prophetales og sapientiales, það er í lagabækur, sögubækur, í spádóms og
vísinda bækur, meina þar meður (eg veit eigi að hverninn) að samlíkja hið nýja
hinu gamla testamento. Heldur er það fastlega haldandi að líka svo sem hið
gamla testament er ein bók, hvar Guðs lögmál og boðorð og einninn þeir
gjörningar, bæði þeir sem þeir héldu og eigi héldu, eru innskrifaðir, líka svo
er hið nýja testament ein bók, þar eð evangelium og Guðs fyrirheit og einninn
þeirra gjörningar, sem þar á trúa og eigi trúa, eru innskrifaðir, svo að vér
séum nú og fullvísir í að þar er eigi meir en eitt evangelion líka svo sem að
þar er eigi meir en ein bók hins nýja testamentis, ein trúa og einn sá
Guð sem fyrirheitið til segir.

Því að evangelium er eitt girskt orð og þýðist á norrænu gleðilegur boðskapur,
góður gróði, ný ljúfleg tíðindi, eitt æskilegt siguróp, um hvert að vér ættum
að syngja, segja og fagna, líka svo sem þá er Davíð yfirvann hinn mikla
Golíant, kom eitt æskilegt siguróp og ný huggunartíðindi á meðal Íraels sona
af því að þeirra hinn ógurlegi fjandmann varð yfirstiginn, en þeir til frelsis
og fagnaðar leystir og skikkaðir, af hverju þeir sungu, dönsuðu og næsta
fegnir urðu. Líka svo er nú þetta Guðs evangelion og nýja testament einn góður
gróði og siguróp, hvert er fyrir postulanna framburð hljóðar um allan heim af
einum réttferðugum Davíð, sá er við syndir, dauða og djöfulinn barðist og
yfirvann, sá sem að þar með hefir alla þá, sem í syndum voru herteknir, með
dauðanum plagaðir og af djöflinum yfirbugaðir (án þeirra verðleiks),
endurleyst, réttlætt, lífgað og farsællega gjört, svo og til friðar skikkað og
Guði heimfært, hvar fyrir þeir syngja og Guði þakkir gjöra, fagna og að eilífu
lofa, ef þeir trúa annars örugglega og staðfastir blífa í trúnni. Þvílíkt
siguróp og huggunargróði eða evangelísk og guðleg ný tíðindi kallast og eitt
nýtt testamentum af því að líka svo sem eitt testament er það, nær að banvænn
maður tilgreinir sitt góss það sem eftir hans dauða skal af tileinkuðum örfum
útskiptast, líka svo hefir Kristur fyrir sitt líflát bífalað og tilgreint
slíkt evangelium eftir sinn dauða út að kalla um allan heim og þar meður öllum
þeim er trúa til eignar gefið allt sitt góss, það er sitt líf, með hverju hann
dauðanum mýgði, sitt réttlæti, hvar meður hann syndirnar afmáði, og sína
farsælu, þar hann eilífa fyrirdæming með yfirvann. Nú fær sá hinn volaði
maður, sem í syndum, dauða og helvíti er reyrður, ekkert ljúflegar heyrt en
slíkan dýrlegan huggunarboðskap af Kristi. Því má hans hjarta af innstu rót
fagna og við gleðjast ef hann trúir annars að það sé sannindi.

Nú hefir Guð slíkri trú til styrktar þetta sitt evangelium og nýja testament
margfaldlega fyrirheitið í hinu gamla testamento fyrir munn sinna
spámanna eftir því sem Páll postuli segir, Róm. i. kap.: Eg em útlesinn til að
predika Guðs evangelium, hverju hann hefir áður fyrirheitið fyrir sína spámenn
í heilagri skrift, af sínum syni sem fæddur er af Davíðs sæði og etc. Og það
vér útskýrum nokkrar þær greinir og hann hafði í fyrstu fyrirheitið eftir því
sem hann sagði til höggormsins, Gen. iii. kap.: Eg mun fjandskap setja milli
þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar sæðis, það sama skal þitt höfuð í
sundur merja, og þú munt þess hælbeini umsát veita. Kristur er það sæði
þessarar konu, sá er djöfulsins höfuð (það er syndin, dauðinn, helvíti og
allan hans kraft) hefir sundur marið. Því að án þessa sæðis fær enginn manna
syndina, dauðann né helvíti forðast. Item Gen. xxii., sagði hann til Abrahams:
Í þínu sæði skulu allar kynkvíslir á jörðu blessaðar verða. Kristur er það
Abrahams sæði, segir Páll postuli, Galatas iii., hver eð blessað hefur allan
heim meður þessu evangelio. Því hvar sem Kristur er eigi, þar er enn sú bölvan
sem féll yfir Adam og öll börn hans þá er hann hafði syndgast því að allir
hljóta síðan syndum, dauða og helvíti eiginlegir og sekir að vera. En í gegn
þessari bölvan blessar nú þetta hið dýrmæta evangelium alla veröld með því að
það opinbarlega kallar: Hver hann trúir á þetta Abrahams sæði, sá skal
blessaður vera, það er af syndum, dauða og helvíti kvittaður, blífandi svo
eilíflega réttlátur, sæll og lifandi svo sem sjálfur Kristur segir, Jóhannes
xi.: Hver hann trúir á mig, sá mun aldregi deyja.

Item svo sagði hann það Davíð til, ii. Regum xii. þá er hann sagði: Eg mun upp
vekja þitt sæði eftir þig, það skal mér upp byggja eitt hús, og eg mun að
eilífu hans ríki staðfesta. Eg vil hans faðir vera, en hann skal minn sonur
vera etc. Það er nú það ríki Krists sem þetta evangelion af segir, hvert að er
eitt eilíft ríki, eitt ríki réttlætisins, sáluhjálparinnar og lífsins. Þangað
koma og (úr hertekju syndarinnar og dauðans) allir þeir er rétt trúa. Þvílík
fyrirheit og Guðs evangelion finnast enn víðara hjá spámönnum svo sem
Míkeas v. kap. segir: Og þú Betlehem ert eigi hin minnsta bland þúsundir Júda.
Út af þér skal mér koma einn hertogi míns lýðs Íraels. Item, Hósee xiii.: Eg
vil þá leysa úr dauðans hendi, frá dauðanum vil eg þá frelsa. Af því megu vær
nú sjá að þar er eigi meir en eitt evangelion, líka svo sem að eigi er meir en
einn Kristur. Fyrir því er evangelium eigi annað, né vera kann, en ein
predikan af Kristi, Guðs og Davíðs syni, sem er sannur Guð og mann, sá er
fyrir oss hefur með sínum dauða og upprisu allra manna syndir, dauða og
helvíti yfirstigið, þeirra sem á hann trúa, nú þó að evangelium kunni að vera
stutt eður löng orðræða eða kunni einn að skrifa langort, en annar fáort. Sá
skrifar langort sem orð Krists og margar gjörðir útskrifar, svo sem að gjöra
fjórir guðsspjallamenn. En sá skrifar það stutt og fáort sem ekki talar um
verkin eða gjörðir Krists, heldur stuttlegana tilteiknandi hverninn að hann
hefur fyrir sinn dauða og upprisu, syndir, dauða og helvíti yfirunnið fyrir þá
sem á hann trúa svo sem postularnir Pétur og Páll útskýra.

Af því athuga það vandlega að þú gjör eigi Krist að Moysen, né af evangelio
eina lögmáls eður setninga bók, sem hingað til skeð hefur og enn heyrist í
nokkrum formálum hins helga Jeronimi. Því að evangelium krefur eiginlega eigi
vorra verka það vér verðum þar fyrir frómir og farsælir, heldur fordæmir það
slík vor verk, en krefur réttrar trúar á Kristum, að hann sjálfur hafi fyrir
oss syndir, dauða og helvíti yfirunnið og hefur svo (eigi fyrir vorra verka
sakir, heldur fyrir sínar eignar gjörðir sem er dauði og pína) gjört oss
fróma, lifandi og farsæla svo að vér megum oss tilreikna hans dauða og
sigursæld, líka sem að það væri vor eiginn tilverknaður.

En þó að Kristur í evangelio, líka og einninn þeir Pétur og Páll, gefi mörg
boðorð og kenningar, útleggjandi svo lögmálið, þá skulu vær það þó að jöfnu
reikna öllum öðrum verkum og velgjörðum Krists. Og líka sem það er að vita
hans verk og gjörðir, er enn eigi að vita hið rétta evangelion því að þar
með veist þú enn eigi að hann hafi synd, dauða og djöfulinn yfirunnið.
Svo er og enn eigi réttlega skilið það evangelion þótt þú vitir þvílík boðorð
og kenningar fyrr en röddin kemur, sú er segir að Kristur sé þinn eiginn meður
sínu líferni, lærdómi, verkum, lífláti, upprisu og allt það hann er, hefir,
gjörir og formá.

Svo sjáu vér nú að eigi þrengir hann, heldur hýrlega til sín laðar þar hann
segir: Sælir eru þér volaðir. En postularnir tíðka og þessi orð: Eg áminni, eg
bið og beiði yður, það er fyrir guðs sakir eður nokkurs konar annars að biðja.
Það megu vær alls staðar vel sjá að evangelion er engin lögmálsbók, heldur ein
eiginleg predikan af Krists velgerningum, sú oss kunngerist og til eignar er
gefin ef vér trúum. En Moyses í sínum bókum þjár, þrengir, slær, skelfir og
ógurlega straffar því að hann er lögmálsskrifari og þjáningarmaður. Þaðan
kemur og það að réttferðugum er ekkert lögmál sett eftir því sem Páll postuli
segir (í Tímóti) af því að hann er fyrir trúna réttlættur, lífgaður og farsæll
gjörður, þurfi eigi annars við en að auglýsa slíka trú með nytsamlegum verkum.
Nú hvar eð slík trúa er, þá fær hún sig eigi fólgið, heldur auglýsir hún sig,
út sprettandi með góðum verkum, játar og viðurkennir þetta evangelion fyrir
alþýðu, hættandi sínu lífi þar út fyrir. Og allt hvað hann stundar eður
gjörir, þá sveigir hann allt til náungsins nytsemdar og honum til hjálpar,
eigi einasta í því að koma honum til þvílíkrar náðar, heldur jafnvel
styrkjandi hann meður góss, líf og æru, líka sem að hann sér að Kristur hefir
viður sig gjört, eftirfylgjandi svo dæmum Krists. Það var og Krists meining
þann tíð hann gaf oss í skilnað ekkert annað boðorð en kærleikann, hvar af að
vér skyldum þekkja hverjir hans lærisveinar og rétttrúaðir væri. Því að þar
sem verkin og kærleikurinn út fljóta eigi, þá er þar engin rétt trúa, þar
hremmir og evangelion enn ei, þar er og Kristur enn eigi réttlega játaður. Því
sjá nú til að þú haga þér svo í þessum nýja testaments bókum að þú kunnir þær
að lesa á þennan hátt.


Hverjar eð eru hinar réttustu og
dýrmætustu bækur hins nýja testamentis


Af þessu öllu þá kannt þú (á meðal allra bóka) rétt að órskurða og eina grein
af að taka hverjar að bestar eru, því einkanlega eru Jóhannis evangelia og s.
Páls pistlar (sérdeilis sá sem er til Rómverja og hinn fyrri Péturs pistill)
réttur kjarni og takmark á meðal allra annarra bóka, hverjar með réttu ættu
fyrstar að standa. Því væri hverjum kristnum manni það ráð upp takanda að hann
læsi þær sömu bækur yfir sem fyrst og tíðast, gerandi sér þær fyrir daglegan
lesning svo alkunnar sem sitt annað daglegt brauð. Því að í þeim finnur þú
eigi mörg verk né jarteiknagjörðir Krists upp skráðar, heldur finnur þú í þeim
næsta meistarlegana útbreitt það að trúa á Kristum yfirvinni synd, dauða og
helvíti og gefi oss líf, réttlæti og farsæld, hver að er hin sanna art Guðs
evangelia, sem þú hefir áður heyrt.

Því ef að eg skyldi annars hvors við missa, verka Krists eður predikunar, þá
vildi eg ljúfar verkanna á miss fara en predikunarinnar. Því að verkin stoða
eigi, en hans orð gefa mér eilíft líf eftir því sem sjálfur hann segir. Og af
því að Jóhannes skrifar fátt af Krists verkum, en margt um hans predikan, en
hinir þrír evangelistar skrifa margt hans verka, en fátt hans orða, því er
Jóhannis evangelion þau einka og skæru, réttu höfuðguðsspjöll sem langt yfir
þá aðra þrjá eru fram takandi, stundandi og hærra upp hefjandi. Líka svo ganga
og s. Páls og Péturs pistlar langt fram og upp yfir þau þrjú evangelia sem
Matteus, Markús og Lúkas skrifa.

En alls þá eru s. Jóhannis evangelion og hans hinn fyrsti pistill og s.
Páls pistlar, einkanlega sá er til Rómverja og til Galatos og Efesiomanna, svo
og s. Péturs pistill hinn fyrri, þær bækur sem þér vísa á Kristum og kenna
allt það er þér er farsæld og þörf á að vita þó að þú sæir aldri aðrar bækur
né heyrðir aðrar kenningar en þeirra. Af því er s. Jakobs pistill einn
staurgresis pistill hjá þeim því að hann hefur nær öngva evangelíska art meður
sér sem síðar mun greint verða í öðrum formála.Þessar eru bækur hins nýja testamenti

 1. S. Matteus guðsspjöll
 2. S. Markús guðsspjöll
 3. S. Lúkas guðsspjöll
 4. S. Jóhannis guðsspjöll
 5. Postulagjörningar skrifaðir af s. Lúkas
 6. S. Páls pistill til Rómverja
 7. Hinn fyrri s. Páls pistill til Korintios
 8. Annar s. Páls pistill til Korintios
 9. S. Páls pistill til Galatas
 10. S. Páls pistill til Efesios
 11. S. Páls pistill til Filippensis
 12. S. Páls pistill til Kolossenses
 13. Hinn fyrri s. Páls pistill til Þessalonikenses
 14. Annar pistill s. Páls til Þessalonia
 15. Hinn fyrri s. Páls pistill til Tímóteo
 16. Annar s. Páls pistill til Tímóteo
 17. S. Páls pistill til Títum
 18. S. Páls pistill til Fílemonem
 19. Pistillinn til Ebreos
 20. S. Jakobs pistill
 21. Hinn fyrri pistill s. Petrus
 22. Annar pistill s. Petrus
 23. Hinn fyrsti s. Jóhannis pistill
 24. Annar s. Jóhannis pistill
 25. Þriðji s. Jóhannis pistill
 26. Pistill hins heilaga Júde
 27. Opinberingar sankti Jóhannis.S. Matteus

Fyrsti kapítuli

Þessi er fæðingarbók Jesú Kristi, sonar Davíðs, sonar Abrahams. Abraham gat
Ísak, Ísak gat Jakob, Jakob gat Júdam og bræður hans, Júdas gat Farem og Saran
af Tamar, Fares gat Esron, Esron gat Ram, Ram gat Amínadab, Amínadab gat
Nahasson, Nahasson gat Salma, Salma gat Bóas af Rahab, Bóas gat Óbeð af Rhat,
Óbeð gat Jesse, Jesse gat kónginn Davíð. En Davíð kóngur gat Salamon af þeirri
sem var húsfrú Úríe, Salamon gat Róbóam, Róbóas gat Abía, Abía gat Assa, Assa
gat Jósafat, Jósafat gat Jóram, Jóram gat Ósía, Ósía gat Jótam, Jótam gat
Akas, Akas gat Esekía, Esekía gat Manasses, Manasses gat Amon, Amon gat Jósía,
Jósía gat Jekonía og bræður hans um babyloneskan herleiðingartíma, og eftir
babyloneska herleiðing gat Jekonía Sealtíel, Sealtíel gat Sóróbabel, Sóróbabel
gat Abíúd, Abíúd gat Eliakím, Eliakím gat Asór, Asór gat Sódók, Sódók gat
Akín, Akín gat Elíúd, Elíúd gat Eleasar, Eleasar gat Matan, Matan gat Jakob,
Jakob gat Jósef, mann Maríu, af hverri eð fæddur er Jesús sá er kallast
Kristur.*

Allir ættliðir frá Abraham allt að Davíð eru fjórtán liðir og frá Davíð allt
til babyloneskrar herleiðingar eru fjórtán liðir, og frá babyloneskri
herleiðing allt til Kristum eru fjórtán liðir. En Krists hingaðburður var svo.
Nær eð María hans móðir var föstnuð Jósef, og áður en þau skyldu saman koma,
fannst hún ólétt af heilögum anda, en Jósef maður hennar var réttvís, vildi
því eigi ófrægja hana, en þenkti sér þó leynilega að forláta hana. En
sem hann hugsaði þetta: Sjá, þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og
sagði: Jósef, sonur Davíðs, þú skalt eigi óttast að taka Mariam, þína
festarkvon, til þín því að hvað með henni alið er, það er af helgum anda, og
hún mun son fæða, og hans nafn skaltu Jesús kalla því að hann mun frelsa sitt
fólk af þeirra syndum.* En allt þetta skeði svo að uppfylltist hvað sagt er af
Drottni fyrir spámanninn, svo segjanda: Sjáið, að mey mun þunguð verða og son
fæða, og hans nafn skal kallast Emanúel, hvað er þýðist: Guð með oss.

En þá Jósef vaknaði af svefni, gjörði hann svo sem engill Drottins hafði honum
boðið og tók sína festarkvon til sín og kenndi hennar eigi %þar til hún fæddi son sinn
frumgetinn og kallaði hans nafn Jesús.


Annar kapítuli

Nær Jesús var fæddur til Betlehem í Gyðingalandi á dögum Heródis kóngs, sjá,
þá komu vitringar af Austurríki til Jerúsalem og sögðu: Hvar er sá nýfæddi
kóngur Gyðinga, því vér höfum séð hans stjörnu í Austurríki og erum komnir að
tilbiðja hann.

En er Heródes kóngur heyrði það, hryggðist hann og öll Jerúsalem með honum og
lét saman safna öllum kennimannahöfðingjum og skriftlærðum lýðsins og
forheyrði af þeim hvar Kristur skyldi fæðast. En þeir sögðu honum: Til
Betlehem í Júdea. Því að svo er skrifað fyrir spámanninn: Og þú Betlehem á
Júdalandi ert öngvaneginn hin minnsta á meðal höfðingjum Júda því að af þér
mun koma hertogi sá er stjórna skal yfir fólk mitt Írael. Þá kallaði Heródes
vitringana leynilega til sín og hugarlátlegana að spurði þá, á hverjum tíma að
stjarnan hefði birst þeim og vísaði þeim til Betlehem og sagði: Fari þér og
spyrjið innilega að sveininum, og nær þér finnið hann, þá kunngjörið mér aftur
svo eg komi einninn að tilbiðja hann.

Sem þeir höfðu nú kónginum heyrt, fóru þeir af stað. Og sjá, að stjarnan, sem
þeir séð höfðu í Austurríki, gekk fram fyrir þeim, allt þar til hún
kom og stóð þar upp yfir hvar sveinninn var. En er þeir sáu stjörnuna,
glöddust þeir af næsta miklum fagnaði og gengu í húsið inn og fundu þar
sveininn með Maríu móður sinni, féllu og fram og tilbáðu hann. Og að opnuðum
sínum fjársjóðum offruðu þeir honum gjafir, gull, reykilsi og mirru og féngu
þá ávísan í svefni að þeir gæfi sig eigi aftur til Heródem og fóru svo annan
veg aftur í sitt land.*

En þá þeir voru í burt farnir, sjá, að engill Drottins vitraðist Jósef í
draumi og sagði: Statt upp og tak sveininn og móður hans til þín og flý í
Egyptaland og vert þar, allt þangað til eg segi þér því að það er eftirkomanda
að Heródes mun leita sveinsins að fyrirfara honum. En hann stóð upp og tók
sveininn og móður hans til sín um nátt og fór í Egyptaland og var þar allt
fram yfir líflát Heródis. Svo það uppfylltist hvað sagt er af Drottni fyrir
spámanninn eð segir: Af Egyptalandi kallaði eg son minn.

Þá Heródes sá nú það hann var gabbaður af vitringunum, var hann afar reiður og
sendi út og lét drepa öll sveinbörn til Betlehem og í öllum hennar endimörkum,
tvævetur og þaðan af minni eftir þeim tíma sem hann hafði út spurt af
vitringunum. Þá uppfylltist hvað sagt er fyrir Jeremía spámann sem segir: Á
hæðum hefir heyrst kall mikillar kveinunar, óps og ýlfranar, að Rakel æpti
sonu sína og vildi eigi huggast láta því að það var með þeim úti.* En þá
Heródes var látinn, sjá, að engill Drottins birtist Jósef í draumi á
Egyptalandi og sagði: Statt upp og tak sveininn og móður hans til þín og far
til Íraelsjarðar því þeir eru í helju sem leituðu að lífi sveinsins. Hann stóð
upp og tók sveininn og móður hans til sín og kom til Íraelsjarðar. En þá hann
heyrði það Arkilaus ríkti í Júdea í staðinn föður síns Heródis, óttaðist hann
þangað að fara, og í draumi fékk hann undirvísan af Guði og fór í álfur
Galílealands, kom og byggði í þeirri borg sem hét Naðaret svo það uppfylltist
hvað sagt er fyrir spámennina að hann skyldi naðverskur kallast.*


Þriðji kapítuli

En á þeim dögum kom Jón baptista og predikaði í eyðimörk Júdealands og sagði:
Gjörið iðran því að Guðs ríki tekur að nálgast. Hann er og einninn sá af þeim
að sagt er fyrir Esaiam spámann sem segir: Hrópandi rödd í eyðimörku: Reiðið
til götu Drottins og gjörið hans stigu rétta.

En Jóhannes hafði klæðnað af úlfbaldshárum og ólarbelti um sínar lendar, hans
matur voru engisprettur og skógarhunang. Þá gekk og út til hans lýður
Jerúsalemborgar og allt Júdealand og öll umliggjandi héruð Jórdanar og
skírðust af honum í Jórdan, játandi sínar syndir.*

En þá hann sá marga faríseis og saddúkeos koma til sinnar skírnar, sagði hann
til þeirra: Þér nöðru kyn, hver kenndi yður að flýja fyrir tilkomandi reiði?
Af því gjörið verðugan ávöxt iðranarinnar og verið ei þess hugar, það þér
segið með sjálfum yður að Abraham höfu vær fyrir föður. Því að eg segi yður að
máttugur er Guð upp að vekja Abrahams sonu af steinum þessum. Af því að nú er
öxin sett til rótar viðanna, því mun hvert það tré, sem eigi gjörir góðan
ávöxt, af sníðast og í eld kastast.

Eg skíri yður í vatni til iðranar, en sá eftir mig kemur, er mér sterkari,
hvers skóklæði að eg er eigi verðugur að bera. Hann mun skíra yður með
heilögum anda og eldi, hvers vindskupla er í hans hendi, og hann mun hreinsa
sinn láfa og hveitinu safna í sína kornhlöðu, en agninnar brenna í eldi
óslökkvanlegum.

Í þann tíma kom Jesús af Galílea að Jórdan til Jóhannis, að hann skírðist af
honum. En Jóhannes varnaði honum þess og sagði: Mér er þörf að eg skírist af
þér, og þú kemur til mín. En Jesús svaraði og sagði: Lát nú svo vera því að
svo hæfir oss allt réttlæti upp að fylla. Og þá lét hann það eftir honum. En
er Jesús var skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og sjá, að
himnarnir lukust upp yfir honum, og Jóhannes sá Guðs anda ofan stíga sem dúfu
og yfir hann koma, og sjá, að röddin af himni sagði: Þessi er sonur minn
elskulegur, að hverjum mér vel þókknast.*


Fjórði kapítuli

Þá var Jesús teygður af anda á eyðimörk upp á það hann freistaður yrði af
djöflinum. Og þá hann hafði fastað í fjörutíu daga og fjörutíu nátta, hungraði
hann. Og freistarinn gekk til hans og sagði: Ef þú ert sonur Guðs, seg að
steinar þessir verði að brauðum. Hann svaraði og sagði: Skrifað er að maðurinn
lifir eigi af einu saman brauði, heldur af sérhverju orði sem fram gengur af
Guðs munni.

Þá tók djöfullinn hann með sér í borgina helgu og setti hann upp á burst
musterisins og sagði til hans: Ef þú ert Guðs sonur, fleyg þér hér ofan því að
skrifað er að hann mun bjóða sínum englum um þig, að á höndum bæri þeir þig
svo að þú steyttir eigi fót þinn við steini. Jesús sagði aftur til hans:
Skrifað er að eigi skaltu freista Drottin Guð þinn. Og enn aftur flutti
djöfullinn hann með sér upp á ofur hátt fjall og sýndi honum öll ríki veraldar
og þeirra dýrð og sagði til hans: Allt þetta man eg gefa þér ef þú fellur fram
og tilbiður mig. Þá sagði Jesús til hans: Far burt, þú andskoti. Því að
skrifað er: Drottin Guð þinn skaltu tilbiðja og honum einum þjóna.

Þá forlét djöfullinn hann, og sjá, að englar komu til hans og þjónuðu honum.*
En er Jesús heyrði það Jóhannes var gripinn, fór hann til Galílealands og
forlét borgina Naðaret, kom og byggði í borginni Kapernaum, hver eð liggur við
sjávarsíðu í endimörku Sabúlons og Neftalíns svo að það uppfylltist hvað sagt
er fyrir Esaiam spámann sem segir: Landið Sabúlon, landið Neftalím við
sjávargötu hinumegin Jórdanar og Galílea hinnar heiðnu þjóðar. Lýður sá er sat
í myrkrunum, hann sá ljós mikið. Og þeir sem sátu í þeirri byggð og
dauðans skugga, þeim er nú ljós upprunnið. Þaðan í frá tók Jesús til að
predika og segja: Gjörið iðran því að himnaríki tekur að nálgast.

En er Jesús gekk með sjónum í Galílea, leit hann tvo bræður, Símon sá er
kallaðist Petrus og Andream bróður hans, hverjir eð voru að varpa neti í
sjóinn því að þeir voru fiskimenn. Og hann sagði til þeirra: Fylgið mér eftir,
og mun eg gjöra yður að fiskurum manna. En þeir forlétu jafnsnart netin og
fylgdu honum eftir.*

Og er hann gekk fram lengra burt þaðan, sá hann tvo aðra bræður, Jakob son
Sebedei og Jóhannem bróður hans, vera á skipi með feður sínum Sebedeo net sín
að bæta. Og hann kallaði þá, en þeir forlétu strax skipið og föður sinn og
fylgdu honum eftir.

Jesús fór og um allt Galíleam kennandi í þeirra samkunduhúsum og predikaði
evangelium ríkisins og læknaði öll sóttarferli og öll krankdæmi með fólkinu.
Og hans rykti barst út um allt Sýriam, og þeir færðu honum alla þá sem
krenktir voru af margvíslegum sóttarferlum og í ýmislegum píslum höndlaðir og
þá er djöful höfðu, tunglamein eða iktsjúkir voru. Og hann læknaði þá alla. Og
margt fólk fylgdi honum eftir úr Galílea og úr þeim tíu borgum og af Jerúsalem
og Júdea og af þeim héruðum er voru hinumegin Jórdanar.


Fimmti kapítuli.

En er Jesús sá fólkið, gekk hann upp á fjallið. Og þá hann setti sig niður,
gengu hans lærisveinar til hans. Hann lauk sinn munn upp og tók að kenna þeim
og sagði: Sælir eru þeir sem andlega eru volaðir því að þeirra er himnaríki.
Sælir eru þeir sem harma því að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru hógværir
því að þeir munu jarðríki erfa. Sælir eru þeir sem hungra og þyrsta eftir
réttlætinu því að þeir skulu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir því að þeir
munu miskunn hljóta. Sælir eru hreinhjartaðir því að þeir munu Guð sjá.
Sælir eru þeir sem friðinn gjöra því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða.
Sælir eru þeir sem fyrir réttlætisins sakir ofsóktir verða því að þeirra er
himnaríki. Sælir eru þér nær eð lýðurinn formælir yður og ofsókn veitir og
talar í gegn yður alla vonsku, fyrir mínar sakir þá ljúgandi. Fagni þér og
verið glaðir því að yðar verðkaup eru mikil á himnum. Því að svo hafa þeir
ofsókt spámennina þá er fyrir yður voru.*

Þér eruð salt jarðar. Nú ef saltið deyfist, í hverju verður þá saltað? Þá
dugir það til einskis meir nema að það verður út snarað svo það sé fóttroðið
af mönnum. Þér eruð ljós veraldar. Sú borg, sem á fjallinu er sett, fær eigi
fólgist. Og eigi tendra þeir ljósið og setji það undir mæliask, heldur yfir
ljóshaldinn svo að það lýsi öllum þeim sem í húsinu eru. Líka skal yðvart ljós
lýsa fyrir mönnum svo að þeir sjái yðar góðverk og dýrki föður yðvarn á
himnum.

Þér skuluð eigi meina að eg sé kominn lögmálið eður spámennina upp að leysa.
Eg em eigi kominn að leysa, heldur upp að fylla. Því að eg segi yður fyrir
sann: Þangað til himinn og jörð forgengur, mun eigi hinn minnsti bókstafur
eður titil af lögmálinu forganga og þar til að allt þetta skeður.

Því hver hann uppleysir eitt af þessum minnstu boðorðum og kennir það lýðnum
svo, sá mun kallast minnstur í himnaríki, en hver það gjörir og kennir, hann
mun mikill kallast í himnaríki.

Því að eg segi yður: Nema svo sé að yðvart réttlæti sé betra en hinna
skriftlærðu og faríseis, þá munu þér eigi inn ganga í himnaríki.

Þér hafið heyrt hvað sagt er til inna gömlu: Þú skalt eigi mann vega. En hver
eð mann vegur, hann verður dóms sekur, en eg segi yður: Hver eð reiðist bróður
sínum, að hann verður dóms sekur. En hver sem til bróður síns segir:
%Racha, - hann verður ráðs sekur, en hver eð segir: Þú afglapi,
- hann verður sekur helvítis elds. Fyrir því, nær þú opprar þína gáfu á
altarið og þér kemur þar til hugar það bróðir þinn hafi nokkuð á móti þér, þá
láttu þar þína gáfu fyrir altarinu, og gakk áður að sætta þig við
bróður þinn, og kom þá að oppra þína gáfu.*

Vertu snarlega samþykkur þínum mótstöðumanni á meðan þú ert enn á vegi með
honum svo að eigi selji þig þinn mótstöðumaður dómaranum og dómarinn selji þig
þénaranum og verðir þú í dýplissu kastaður. Að sönnu segi eg þér að þú munt
eigi þaðan út fara þar til þú borgar hinn síðasta pening. Þér hafið og heyrt,
það sagt er til hinna gömlu: Þú skalt eigi hórdóm drýgja. En eg segi yður að
hver hann lítur konu til að girnast hennar, sá hefir þegar drýgt hór með henni
í sínu hjarta.

Því ef þitt hægra auga hneykslar þig, þá %kipp því út, og rek það frá þér. Því að skárra er þér að einn
þinna lima farist, heldur en allur þinn líkami kastist í helvískan eld. Og ef
þín hægra hönd hún hneykslar þig, þá sníð hana af og rek frá þér. Því að
skárra er þér að einn þinna lima tortýnist en að allur líkami þinn fari í
helvískan eld.

Svo er og enn sagt að hver hann skilur sig við sína eiginkonu, sá skuli gefa
henni skilnaðarskrá. En eg segi yður: Hver hann forlætur sína eiginkonu (að
undantekinni hórunar sök), sá gjörir það að hún verður hórdómskona. Og hver eð
fastnar þá sem frá manni er skilin, sá drýgir hór.

Þér hafið enn framar heyrt hvað sagt er til hinna gömlu að eigi skulir þú
rangt sverja, og þú skalt Guði þín særi lúka. En eg segi yður að þér skuluð
öldungis ekki sverja, hvorki við himin því að hann er Guðs sæti, eigi heldur
við jörð því að hún er skör hans fóta, eigi við Jerúsalem því að hún er borg
hins mikla konungs. Þú skalt og eigi sverja við höfuð þitt því að þú formátt
eigi að gjöra eitt hár hvítt eður svart. Því sé yðar ræða já, já; nei, nei. En
hvað fram yfir það er, þá er af hinu vonda.

Þér hafið og heyrt hvað sagt er: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. En eg segi
yður að þér skuluð eigi brjótast í gegn illu, heldur ef nokkur slær þig á þína
hægri kinn, þá bjóð honum hina aðra. Og þeim sem við þig vill lög þreyta og
þinn kyrtil af þér hafa, þá lát honum og þinn möttul lausan. Og hver
þig neyðir um mílu eina, þá gakk með honum og tvær aðrar. Gef og þeim er þig
biður, og vert eigi afundinn þeim er af þér vill lán taka.

Þér hafið heyrt að sagt er: Elska skaltu náunga þinn og óvin þinn að hatri
hafa. En eg segi yður: Elski þér óvini yðra, blessið þá er yður bölva, gjörið
þeim gott sem yður hata, og biðjið fyrir þeim er yður lasta og ofsókn veita
svo að þér séuð synir föðurs yðvars þess á himnum er, hver sína sól lætur upp
ganga yfir vonda og yfir góða og rigna lætur yfir réttláta og rangláta. Því ef
þér elskið þá sem yður elska, hvert verðkaup hafi þér fyrir það? Gjöra það
eigi líka tollheimtumenn? Og þó þér látið kært aðeins við bræður yðra, hvað
gjöri þér þeim meira? Gjöra þetta og eigi líka hinir heiðnu? Fyrir því verið
algjörðir svo sem yðar himneskur faðir er algjörður.


Sétti kapítuli

Gætið að, það eigi gjöri þér yðrar ölmusur fyrir mönnum svo að þér sjáist af
þeim, annars hafi þér ekkert verðkaup hjá yðrum föður sem á himnum er. Því nær
þú gefur ölmusu, skalt þú eigi lúður þeyta láta fyrir þér svo sem hræsnarar
gjöra í ráðhúsum og á strætum svo að þeir heiðrist af mönnum. Sannlega segi eg
yður að þeir hafa sín laun út tekin. En nær þú gefur ölmusu, þá lát þína
vinstri hönd eigi vita hvað hin hægri gjörir svo að þín ölmusa sé í leyni og
faðir þinn sá er í leynum sér, gjaldi þér opinskárt aftur.

Og nær þú biður, skalt þú eigi vera svo sem hræsnarar, hverjum kært er að
standa og biðjast fyrir í samkunduhúsum og á gatnahornum svo að þeir sjáist af
mönnum. Sannlega segi eg yður að þeir hafa sín laun út tekin. En nær þú biðst
fyrir, gakk inn í þinn svefnkofa, og að luktum þínum dyrum bið þú föður þinn
sem í leynum er. Og faðir þinn, sá í leyni sér, mun þér það opinskárlega aftur
gjalda.

Og nær þér biðjið, skulu þér eigi fjölmálugir vera svo sem heiðingjar
gjöra. Því að þeir meina að af sinni fjölmælgi munu þeir heyrðir verða. Fyrir
það skulu þér eigi þeim líkjast. Því að faðir yðar veit hvers yður er þörf
áður en þér biðjið hann. Af því skulu þér svo biðja:

Faðir vor, sá þú ert á himnum. Helgist nafn þitt, til komi þitt ríki, verði
þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð og
fyrirlát oss vorar skuldir svo sem vér fyrirlátum vorum skuldunautum. Og inn
leið oss eigi í freistni, heldur frelsa þú oss af illu. Því að þitt er ríkið,
máttur og dýrð um aldir alda, amen. Því að ef þér fyrirlátið mönnum sínar
afgjörðir, þá mun yðar himneskur faðir fyrirláta yður og yðar brot. En ef þér
fyrirlátið eigi mönnum sínar misgjörðir, þá mun yðar faðir og eigi fyrirgefa
yður yðrar syndir.

Nær þér fastið, skulu þér eigi vera svo sem kámleitir hræsnarar. Því að þeir
syrta sína ásjánu svo að skíni fyrir mönnum það þeir fasti. Sannlega segi eg
yður að þeir hafa út tekið sín laun. En nær þú fastar, smyr höfuð þitt og þvo
þitt andlit svo að eigi skíni fyrir mönnum það þú fastir, heldur fyrir föður
þínum sem er í leyni. Og faðir þinn, sá er í leynum sér, hann mun þér það
opinskárt aftur gjalda.

Eigi skulu þér fjársjóðum safna á jörðu, hvar þeim má mölur og ryð granda og
hvar eð þjófar megu eftir grafa og stela, heldur safnið yður fjársjóðum á
himni, hvar eð hvorki má mölur né ryð granda og hvar þjófar fá eigi stolið né
eftir grafið. Því að hvar yðar sjóður er, þar er yðvart hjarta.*

Ljós þíns líkama er þitt auga; og ef auga þitt er einfalt, þá er allur líkami
þinn skær. En ef auga þitt er skálkur, þá er allur líkami þinn myrkur. Því ef
það ljós, sem að er í þér, er myrkur, hve mikil munu þá myrkrin sjálf?

Enginn kann tveimur herrum í senn að þjóna. Annaðhvort hann afrækir þann eina
eða elskar hinn annan, elligar hann þýðist þann eina og forlítur hinn annan.
Þér getið eigi Guði þjónað og hinum Mammon. Fyrir því segi eg yður: Verið eigi
hryggvir fyrir yðru lífi hvað þér skuluð eta eður drekka og eigi fyrir
yðrum líkama hverju hann skal klæðast. Er eigi lífið meir en fæðan og líkaminn
meir en klæðin? Sjáið fugla himins, þeir eð hvorki sá né upp skera, og eigi
safna þeir í kornhlöður, og yðar himneskur faðir hann fæðir þá. Eru þér eigi
miklu framar en þeir? Eða hver yðar getur aukið með sinni áhyggju alin eina að
lengd sinni?

Og hvar fyrir eru þér hugsjúkir fyrir klæðnaðinum? Hyggið að akursins
liljugrösum, hverninn þau vaxa. Þau vinna hvorki né spinna. En eg segi yður
það Salómon í allri sinni dýrð var eigi svo skrýddur svo sem eitt af þeim. Því
að ef Guð skrýðir svo grasið það í dag er á akri og á morgun verður í ofn
kastað, skyldi hann eigi miklu framar við yður gjöra, ó þér lítiltrúaðir?

Fyrir því skulu þér ekki hryggvir vera og segja: Hvað munu vær eta? Eða: Hvað
munu vér drekka? Eða: Hverju munu vér klæðast? Því að eftir þessu öllu sækir
heiðin þjóð, og yðar himneskur faðir veit að þér þurfið alls þessa við. Fyrir
því leitið fyrst Guðs ríkis og hans réttlætis, og mun yður allt þetta til
leggjast. Og fyrir því skulu þér eigi önn ala annars morguns af því að
morgundagur mun kvíða fyrir sjálfum sér bera. Hverjum degi nægir sín óværð.


Sjöundi kapítuli

Eigi skulu þér dæma svo að þér verðið eigi dæmdir. Því að með hverjum dómi þér
dæmið, munu þér dæmdir verða, og með hverri mælingu þér mælið, mun yður
endurmælt verða. En hvað sér þú ögn í auga bróður þíns, og að þeim vagli, sem
er í sjálfs þíns auga, gáir þú ekki? Eða hverninn dirfist þú að segja bróður
þínum: Bróðir, leyf að eg dragi út ögnina af auga þínu? Og sjá, að vagl er þó
í sjálfs þíns auga. Þú hræsnari, drag fyrst út vaglinn af þínu auga, og gef þá
gætur að, að þú fáir út dregið ögnina af þíns bróðurs auga. Eigi skulu
þér gefa hundum hvað heilagt er, og varpið eigi heldur perlum yðar fyrir svín
svo að eigi troði þau þær með fótum sér og að snúist þau og yður í sundur
slíti.

Biðjið, og mun yður gefast, leitið, og munu þér finna, knýið á, og mun fyrir
yður upplokið. Því að hver eð biður, hann öðlast, hver eð leitar, hann finnur,
og fyrir þeim, eð á knýr, mun upplokið. Eða hver er þann mann af yður, sá, ef
sonurinn biður hann um brauð, að hann bjóði honum stein? Elligar, ef hann
biður um fisk, að hann bjóði honum þá höggorm. Því ef þér, sem þó eru vondir,
kunnið að gefa góðar gjafir sonum yðar, miklu meir mun yðar faðir, sá á himnum
er, gefa þeim gott er hann biðja. Því allt hvað þér viljið mennirnir gjöri
yður, það skulu þér og þeim gjöra. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir.

Gangið inn um hið þröngva hlið. Því að það hlið er vítt, og sá vegur er
breiður sem leiðir til fortöpunar, og þeir eru margir sem á honum reika. Og
það port er þröngt, og sá vegur er mjór sem til lífs leiðir, og þeir eru fáir
er hann rata.

Vaktið yður fyrir falsspámönnum sem til yðar koma í klæðum sauðanna, en innra
eru þeir glefsandi vargar. Af ávöxtum þeirra megi þér þá kenna. Verða nokkuð
vínber saman lesin af þyrnum elligar fíkjur af þistlum? Svo man hvert gott tré
gjöra góðan ávöxt, en hvert vont tré vondan ávöxt. Gott tré getur eigi fært
vondan ávöxt, og eigi heldur getur vont tré fært góðan ávöxt. Og hvert það
tré, sem eigi færir góðan ávöxt, mun afhöggvið verða og í eld kastast. Fyrir
því megi þér af þeirra ávöxtum þá kenna.

Þeir munu eigi allir, sem til mín segja: Herra, herra, - innganga í Guðs ríki,
heldur þeir sem gjöra vilja míns himneska föðurs. Margir munu til mín segja á
þeim degi: Herra, herra, höfum vér eigi spáð í þínu nafni, höfu vær og eigi í
þínu nafni djöfla út rekið? Og í þínu nafni gjörðu vær mörg kraftaverk. Og eg
mun þá játa þeim að aldri þekkta eg yður. Farið frá mér allir illgjörðarmenn.*

Fyrir því, hver hann heyrir þessi mín orð og gjörir þau, þann mun eg
líkja þeim vitrum manni sem byggði upp sitt hús yfir hellustein. Og er
hríðviðri gjörði og vatsflóðið kom og vindar blésu og dundu að húsinu, og
húsið féll eigi að heldur því að það var grundvallað yfir helluna. Og hver
hann heyrir þessi mín orð og gjörir þau eigi, hann er líkur þeim fávísa manni
sem upp byggði sitt hús á sandi. Og er þeysidögg gjörði og vatsflóð kom og
vindar blésu og dundu að því húsi, og það hrapaði, og þess hrapan varð mikil.

Og það skeði þá Jesús hafði lyktað þessa sína ræðu að fólkinu ægði hans
kenning því að hans predikan var voldug og eigi líka sem hinna skriftlærðra og
faríseis.


[Áttandi] kapítuli

En er Jesús gekk ofan af fjallinu, fylgdi honum margt fólk eftir. Og sjá, að
líkþrár maður kom, tilbað hann og sagði: Herra, ef þú vilt, getur þú mig
hreinsað. Og Jesús útrétti höndina, snart hann og sagði: Eg vil, vert hreinn.
Og jafnsnart varð hans líkþrá hrein. Og Jesús sagði til hans: Sjá til að þú
segir það eigi neinum, heldur far þú og sýn þig kennimanninum og oppra þína
gáfu, þá er Móses bauð, til vitnisburðar yfir þeim.*

En þá Jesús gekk inn í Kapernaum, kom til hans hundraðshöfðingi nokkur,
biðjandi hann og sagði: Herra, þjón minn liggur kveisusjúkur heima og kvelst
þunglega. Jesús sagði til hans: Eg vil koma og lækna hann. Höfðinginn svaraði
og sagði: Lávarður, eg em eigi verðugur að þú gangir inn undir mitt þak,
heldur seg þú eitt orð, og mun minn þjón heilbrigður verða. Því að eg em maður
höfðingjaskapnum undirgefinn, hafandi undir mér hernaðarsveina, og nær eg segi
þessum: Far, fer hann, og öðrum: Kom þú, og hann kemur, og þræli mínum: Gjör
þetta, og hann gjörir það. En þá Jesús heyrði það, undraðist hann og sagði til
þeirra er honum eftir fylgdu: Sannlega segi eg yður að slíka trú hefi
eg eigi fundið í Írael. En eg segi yður það margir munu koma af austri og af
vestri og sitja með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki, en ríkisins synir
verða út reknir í yðstu myrkur þar sem vera mun óp og tannagnístran. Og Jesús
sagði til höfðingjans: Gakk héðan, verði þér eftir því þú trúðir. Og hans þjón
varð heill á þeirri sömu stundu.*

Og þá Jesús kom í hús Péturs, leit hann að móðir konu hans lá haldin í köldu.
Hann tók um hönd hennar, og kaldan forlét hana. Hún stóð upp og þjónaði honum.

En er kvelda tók, færðu þeir marga djöfulóða til hans, og hann rak andana út
með orðinu og læknaði þá alla er krankir voru svo að uppfylltist hvað sagt er
fyrir Esaiam spámann: Hann hefir vor meinlæti upp á sig tekið, og vorar sóttir
hefir hann borið.*

En Jesús leit margt fólk kringum sig; bauð hann sínum lærisveinum að þeir færi
yfir um hinumegin þess sjávar. Sé, og einn skrif lærður gekk að og sagði til
hans: Meistari, eg vil fylgja þér hvert þú fer. Jesús sagði til hans: Refar
hafa holur og fuglar loftsins hreiður, en mannsins son hefir eigi hvar hann
sitt höfuð að hneigi. En annar af hans lærisveinum sagði til hans: Lávarður,
lofa mér fyrst að fara og greftra föður minn. Jesús sagði til hans: Fylg þú
mér eftir, og lát þá dauðu greftra sína hina dauðu.

Og er hann sté á skip, fylgdu hans lærisveinar honum eftir. Og sjá, að mikill
ókyrrleiki gjörðist í sjónum svo að skipið huldist bylgjum. En hann svaf. Og
hans lærisveinar gengu að honum og vöktu hann upp og sögðu: Herra, hjálpa þú
oss, vær forgöngum. Hvað hræðist þér, lítiltrúaðir? Hann reis þá upp og
hastaði á vindinn og sjóinn, og þá varð logn mikið. En mennirnir undruðust og
sögðu: Hvílíkur er þessi? Því að vindur og sjór eru honum hlýðnir.*

Og er Jesús kom yfir um sjóinn í byggðir Gergesenimanna, hlupu tveir
djöfulóðir í móti honum, komandi úr leiðum framliðinna, þeir eð mjög voru
ólmir svo að enginn mátti um þann veg fara. Og sjá, að þeir kölluðu og sögðu:
Hvað höfu vær með þig, þú Jesús Guðs sonur? Komtu hingað að kvelja oss
áður tími er til? En þar var langt í burt frá þeim hjörð margra svína í gæslu.
Djöflarnir báðu hann og sögðu: Ef þú rekur oss út héðan, þá leyf oss að fara í
svínahjörðina. Og hann sagði til þeirra: Fari þér. En þeir fóru út og hlupu í
svínin, og sjá, að öll svínahjörðin fleygði sér með ös mikilli í sjóinn, og
þau drekktust í vatninu. En hirðarnir flýðu og komu í borgina, kunngjörðu allt
þetta og hvað þeim djöfulóðum hafði veist. Og sjá, að allur borgarmúgur gekk
út í mót Jesú, og er þeir sáu hann, báðu þeir hann burt fara af sínum
landamerkjum.


Níundi kapítuli

Og er Jesús sté á skip, fór hann yfir um aftur og kom í sína borg. Og sjá, að
þeir færðu til hans iktsjúkan mann, sá er í sæng lá. En sem Jesús leit þeirra
trú, sagði hann til hins iktsjúka: Þínar syndir eru þér fyrirgefnar. Og sjá,
að nokkrir af skriftlærðum sögðu með sjálfum sér: Þessi guðlastar. Og sem
Jesús sá þeirra hugsanir, sagði hann: Hvar fyrir hugsi þér svo vont í yðrum
hjörtum? Hvort er auðveldara að segja: Þér eru þínar syndir fyrirgefnar, eða
að segja: Statt upp og gakk? En svo að þér vitið það er mannsins son hefir
makt á jörðu syndir að fyrirgefa, - þá sagði hann til hins iktsjúka: Statt
upp, tak ílegu þína og gakk í þitt hús. Og hann stóð upp og fór í sitt hús. En
þá fólkið sá þetta, undraðist það og prísaði Guð, sá er þvílíka makt hafði
mönnum gefið.*

Og er Jesús gekk þaðan, sá hann mann sitja í tollbúðinni, Matteum að nafni, og
sagði til hans: Fylg þú mér. Og hann stóð upp og fylgdi honum eftir. Og það
skeði er hann sat til borðs í húsinu, sjá, að margir tollheimtumenn og
bersyndarar komu og settu sig til borðs með Jesú og hans lærisveinum. Og er
farísei sáu það, sögðu þeir til hans lærisveina: Því etur yðar meistari með
tollheimturum og glæpamönnum? En þá Jesús heyrði það, sagði hann til þeirra:
Megendur hafa eigi læknarans þörf, heldur þeir sem vanmegna eru. En
fari þér og nemið hvað það er (að miskunn hefi eg þókknan og eigi að offri).
Því að eigi kom eg að kalla réttláta, heldur synduga til iðranar.*

Þá gengu Jóhannis lærisveinar til hans og sögðu: Hvar fyrir föstu vér og
farísei svo tíðum, en þínir lærisveinar fasta eigi? Jesús sagði til þeirra:
Eigi mega brúðgumabörnin þvingan líða svo lengi sem brúðguminn er með þeim En
þeir dagar munu koma eð brúðguminn mun frá þeim takast, og þá munu þeir fasta.
Enginn setur bót af nýju klæði á gamalt fat því að bótin gliðnar frá fatinu
aftur, og verða svo slitin verri. Og eigi láta þeir nýtt vín í forna
leðurbelgi, annars sprengjast belgirnir, og vínið spillist, og belgirnir
fordjarfast, heldur láta þeir nýtt vín í nýja belgi, og verði svo bæði samt
forvarað.

Og sem hann var þetta að tala við þá, sjá, að foringi nokkur gekk að og kraup
fyrir honum niður og sagði: Herra, dóttir mín er ný sáluð; því kom og legg
þína hönd yfir hana, og mun hún lifna. Jesús stóð upp og fylgdi honum eftir og
svo hans lærisveinar. Og sjá, að kona, hver eð í tólf ár hafði blóðfall haft,
gekk á bak til við hann og snerti fald hans klæða. Því að hún sagði með
sjálfri sér: Ef eg mætta aðeins snerta hans klæðnað, munda eg heil verða. En
Jesús snerist við, leit á hana og sagði: Vert glöð dóttir, þín trúa gjörði þig
hólpna. Og konan varð heil á þeirri sömu stundu.

Og er Jesús kom í foringjans hús og sá spilmennina og ys fólksins, sagði hann
til þeirra: Farið frá. Því að stúlkan er eigi dauð, heldur sefur hún. Og þeir
dáruðu hann. En er fólkið var út drifið, gekk hann þar inn og greip um hönd
hennar, og stúlkan stóð upp. Og þetta rykti barst út um allt það sama land.*

Og er Jesús gekk burt þaðan, fylgdu honum eftir tveir menn blindir, þeir eð
kölluðu og sögðu: Ó, þú sonur Davíðs, miskunna oss. En er hann kom inn í
húsið, gengu hinir blindu til hans. Jesús sagði til þeirra: Trúi þér að eg
kunni að gjöra yður þetta? Þeir sögðu til hans: Að vísu, lávarður. Þá snart
hann þeirra augu og sagði: Verði yður eftir trú ykkari. Og þeirra augu
lukust upp. Og Jesús ógnaði þeim og sagði: Sjáið til að það viti eigi nokkur.
En er þeir gengu burt þaðan, báru þeir hans rykti út um allt það land.

En þá þessir voru út gengnir, sjá, höfðu þeir til hans þann mann sem dumbi var
og djöfulóði. Og að út reknum djöflinum talaði hinn mállausi. Og fólkið
undraðist það og sagði: Aldri hefir slíkt séð verið í Írael. En farísei tóku
að segja það hann ræki djöful út fyrir djöflahöfðingjann.

Og Jesús gekk um kring í öllum borgum og kauptúnum, kennandi í þeirra og [sic]
samkunduhúsum, predikaði evangelium ríkisins og læknaði allar sóttir og öll
krankdæmi með fólkinu. Og er hann leit fólkið, sá hann aumur á því, því að
þeir voru hungurmorða vorðnir og tvístraðir sem þeir sauðir er öngvan hirði
hafa. Hann sagði þá til sinna lærisveina: Að sönnu er kornskeran mikil, en
verkmennirnir fáir. Fyrir því biðjið herrann kornskerunnar að hann sendi
verkmenn í sína kornskeru.


Tíundi kapítuli

Og hann kallaði tólf sína lærisveina til sín og gaf þeim makt yfir óhreina
anda að þeir ræki þá út og að þeir læknuðu alls kyns sóttir og öll meinlæti.

En þeirra tólf postulanna nöfn eru þessi: Fyrstur er Símon, sá er kallaðist
Pétur, og Andrés bróðir hans, Jakob, son Sebedei, og Jóhannes hans bróðir,
Filippus, Bartólómeus, Tómas og Matteus tollheimtari og Jakob Alfeison,
%Lebbeus er að viðurnefni hét Taddeus, Símon Kananeus og Júdas Skariot sá er
forréð hann.

Þessa tólf út sendi Jesús, bjóðandi þeim og sagði: Farið eigi á götu heiðinnar
þjóðar og gangið eigi inn í borgir samverskra manna, heldur gangið til þeirra
fortapaðra sauða af húsi Íraels. En farið út, predikið og segið það himnaríki
tekur að nálgast. Læknið sjúka, hreinsið líkþráa, uppvekið dauða, út
rekið djöfla. Fyrir ekkert hafi þér það fengið, gefið það og út fyrir ekkert.
Þér skuluð eigi eignast gull eður silfur né peninga hafa í lindum yðar né
tösku til vegar og eigi tvo kyrtla, engin skóklæði, öngvan staf. Því að verður
er verkmaðurinn sinnar fæðu.

En í hverja borg eður kauptún þér inn gangið, spyrjið að hver í henni verðugur
sé, og þar hjá þeim sama blífið þar til þér farið burtu þaðan.

En nær þér inn gangið í húsið, heilsið því, og ef það sama hús er þess
verðugt, mun yðar friður koma yfir það, en ef það er þess eigi verðugt, mun
yðar friður til yðar aftur hverfa.

Og hver hann meðtekur yður eigi og eigi heyrir yðvarri ræðu, gangið út af því
húsi eða borg og hristið duftið af fötum yðrum. Sannlega segi eg yður að
bærilegra mun verða landinu Sódóme og Gómorre á dómsdegi, heldur en þeirri
sömu borg.

Sjáið, eg sendi yður svo sem sauði í millum varga. Fyrir því verið forsjálir
svo sem höggormar og einfaldir sem dúfur. En varið yður við þeim mönnum; því
að þeir munu ofurselja yður fyrir sín ráðhús, og í sínum samkunduhúsum munu
þeir yður strýkja. Þér munuð leiddir verða fyrir kónga og landshöfðingja til
vitnis yfir þá og fyrir heiðinn lýð.

En nær eð þeir framselja yður, verið eigi hugsjúkir fyrir hverninn eða hvað
þér skuluð tala; því að það mun yður á þeirri stundu gefið verða hvað þér
eigið að tala. Því að þér eruð eigi þeir sem tala, heldur andi yðvars föðurs
sá er talar fyrir yður.

En bróðir mun selja bróður í dauða og faðir soninn. Og niðjarnir munu upp rísa
í móti foreldrunum og þeim fjörræði veita. Og þér verðið að hatri hafðir af
öllum mönnum fyrir míns nafns sakir. En hver hann er staðfastur allt til enda,
sá mun hólpinn verða.*

En nær þeir ofsækja yður í þeirri borg, flýið í aðra. Sannlega segi eg yður að
þér munuð eigi fullkomnað geta borgirnar í Írael þar til að mannsins sonur
hann kemur. Eigi er lærisveinninn yfir meistaranum og ekki þjóninn yfir
sínum herra. Nægist lærisveininum að hann sé svo sem hans meistari og þjóninum
sem hans herra. Ef þeir hafa húsföðurinn Beelsebúb kallað, hve miklum mun meir
munu þeir þá hans heimamenn svo kalla? Af því óttist þá eigi.

Því að ekkert er svo hulið að eigi verði augljóst og eigi svo leynt að ei
vitist. Hvað eg segi yður í myrkri, það talið í ljósi, og hvað þér heyrið í
eyra, það predikið á ræfrum.

Hræðist eigi þá sem líkamann aflífa og sálina geta eigi líflátið, heldur
hræðist þann framar sem sálu og líkama getur tortýnt til helvítis. Kaupast
eigi tveir skógarþrestir fyrir pening? Og eigi fellur einn af þeim á jörð án
yðvars föðurs vild. Svo eru einninn öll yðar höfuðhár talin. Fyrir því óttist
eigi, þér eruð mörgum skógarþröstum betri.

Fyrir því hver hann meðkennir mig fyrir mönnum, þann mun eg meðkenna fyrir
mínum föður sem á himnum er. En hver hann afneitar mig fyrir mönnum, þeim mun
eg afneita fyrir mínum föður sem á himnum er.

Þér skuluð eigi meina að eg sé kominn frið að senda á jörðina. Eigi kom eg
frið að senda heldur sverð. Því að eg em kominn að ýfa manninn í móti föður
sínum og dótturina í gegn móður sinni og sonarkonuna í gegn móður manns síns.
Og mannsins óvinir eru hans eigin hjú.

Hver hann elskar föður og móður meir en mig, sá er mín eigi verðugur, og hver
hann elskar son eður dóttir yfir mig, sá er mín eigi verðugur. Og hver hann
tekur eigi sinn kross á sig og fylgi mér eftir, sá er mín eigi verðugur. Hver
eð finnur sitt líf, sá mun týna því, og hver sínu lífi týnir minna vegna, hann
mun það finna.

Hver hann meðtekur yður, sá meðtekur mig, og hver mig meðtekur, hann meðtekur
þann sem mig sendi. Hver hann meðtekur spámann í spámanns nafni, sá fær
spámanns laun, og hver hann meðtekur réttlátan í réttláts nafni, sá fær
réttláts laun. Og hver hann gefur einum af þessum vesalingum kaldan vatsbikar
að drekka í lærisveins nafni, sannlega segi eg yður að eigi missir
hann sín verðlaun.


Ellifti kapítuli

Og það skeði er Jesús hafði lyktað þessar boðanir til sinna tólf lærisveina,
gekk hann þaðan að kenna og predika í þeirra borgum.

En þá Jóhannes heyrði í fjötrunum verk Krists, sendi hann tvo af sínum
lærisveinum og lét segja honum: Ertu sá sem koma mun eða eigu vér annars að
bíða? Jesús svaraði og sagði til þeirra: Fari þér og kunngjörið Jóhanni aftur
hvað þér sjáið og heyrið: Blindir sjá, haltir ganga, líkþráir hreinsast,
daufir heyra, dauðir upprísa, og fátækum verða guðsspjöllin boðuð. Og sæll er
sá sem eigi hneykslar sig á mér.

En að þeim burtgengnum hóf Jesús að segja til fólksins af Jóhanni: Hvað fóruð
þér á eyðimörk að sjá? Vildu þér sjá reyr vindi skekinn? Eða hvað fóru þér út
að sjá? Vildu þér sjá mjúkklæddan? Sjáið, þeir eð mjúkan klæðnað bera, eru í
kóngahúsum. Eða hvað fóru þér út að sjá? Vildu þér spámann sjá? Eg segi yður
fyrir sann, þann meiri er en nokkur spámann, því að þessi er, af hverjum
skrifað er: Sjá, eg sendi minn engil fyrir þínu augliti, sá er þinn veg skal
tilreiða fyrir þér.*

Sannlega segi eg yður. Á meðal þeirra, sem af konum eru fæddir, er eigi annar
upp um kominn sá meiri sé en Jón baptista. En hann, sem minnstur er í
himnaríki, er honum meiri. En í frá dögum Jóhannis baptista allt til þess nú
er komið, þolir himnaríki ofurefli, og þeir sem ofureflið gjöra, hrifsa það
til sín. Því að allir spámenn og lögmálið spáðu til Jóhannis. Ef þér viljið
það meðtaka, þá er hann Elías sá er koma skal. Hver eyru hefir að heyra, hann
heyri.*

En hverju skal eg þessari kynslóð forlíkja? Lík er hún þeim börnum sem sátu á
torgi, hver eð kölluðu til sinna líka og sögðu: Vær höfum yður í pípur blásið,
og þér vilduð eigi dansa, vær þuldum yður vorar raunir, og þér grétuð
eigi. Jóhannes er kominn, át eigi og drakk eigi, og þeir segja hann hafi
djöful. Mannsins son er kominn, át og drakk, og þeir segja: Sjáið ofátsmanninn
og vínsvelgjarann, vininn tollheimtumanna og syndugra. Og spekin hlýtur svo að
réttlætast láta af sínum niðjum.

Þá tók hann að formæla borgunum, í hverjum gjörð voru flest hans kraftaverk og
höfðu þó eigi betrað sig. Vei þér, Korasin. Vei þér, Betsaida. Því að ef í
Týro og Sídon hefði gjörst þau kraftaverk sem í yður hafa gjörst, hefði þeir
forðum í sekk og ösku iðran gjört. En þó segi eg yður að Týro og Sídon mun
bærilegra vera á dómsdegi heldur en yður. Og þú Kapernaum, sem allt til himins
ert upp hafin, munt niður þrykkjast allt til helvítis. Því að ef í Sódóma
hefði þau kraftaverk gjörst sem í þér hafa gjörð verin, kann vera að þær hefði
staðið allt til þessa dags. En þó segi eg yður það að bærilegra mun vera landi
Sódómu á dómadegi en þér.*

Á þeim sama tíma andsvaraði Jesús og sagði: Eg prísa þig faðir, herra himins
og jarðar, að þú duldir þetta fyrir spekingum og forvitringum og opinberaðir
það smælingjum. Að sönnu, faðir, því að svo var það þekkt fyrir þér. Allir
hlutir eru mér ofurgefnir af mínum föður, og enginn kennir soninn nema
faðirinn, og enginn kennir föðurinn nema sonurinn, og hverjum eð sonurinn vill
það opinbera.

Komið til mín allir þér sem erfiði drýgið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun
endurnæra yður. Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að eg em hógvær og af
hjarta lítillátur, og munu þér hvíld finna sálum yðrum. Því að mitt ok er sætt
og minn þungi er léttur.*


Tólfti kapítuli

Á þeim tíma gekk Jesús um kornsæði á þvottdegi. Og hans lærisveinar voru
hungraðir, tóku að tína axin af og að eta. En er farísei sáu það, sögðu þeir
til hans: Sjá, þínir lærisveinar gjöra hvað þeim leyfist eigi á
þvottdögum að gjöra. En hann sagði til þeirra: Hafi þér eigi lesið hvað Davíð
gjörði nær hann og þá, er með honum voru, hungraði, hverninn eð hann gekk inn
í Guðs hús og át þau fórnunarbrauð, hver honum leyfðust eigi að eta né heldur
þeim sem með honum voru nema einum saman kennimönnum? Eða hafi þér eigi lesið
það kennimennirnir á þvottdögum í musterinu brjóta þvottdaginn og eru þó án
sakar? En eg segi yður að sá er hér sem musterinu er meiri. En ef þér vissuð
hvað það væri (að miskunn hefi eg þókknan og eigi að offri), hefði þér aldrei
saklausa fordæmt. Því mannsins son er herra, einninn þvottdagsins.*

Og er hann gekk burt þaðan, kom hann í þeirra samkunduhús. Og sjá, að maður
var þar sá er hafði visnaða hönd. Og þeir spurðu hann að og sögðu: Er eigi
leyfilegt að lækna á þvottdögum? -svo að þeir gætu áklagað hann. En hann sagði
til þeirra: Hver maður er sá af yður sem hefir einn sauð, og ef hann fellur á
þvottdögum í gryfju, grípur hann eigi hann og upp dregur? Hve miklu meir er
maðurinn sauðnum betri? Fyrir því leyfist á þvottdögum gott að gjöra. Þá sagði
hann til mannsins: Rétt út hönd þína. Og hann rétti hana út, og hún varð heil
sem hin önnur.*

En farísei gengu út og tóku að hafa ráðagjörðir í móti honum hverninn þeir
mættu honum helst fyrirfara. En er Jesús fornam það, veik hann þaðan. Honum
fylgdi og margt fólk eftir, og þá alla læknaði hann og bannaði þeim að þeir
gjörði hann eigi opinskáran svo það uppfylltist hvað sagt er fyrir Esaiam
spámann er segir: Sjáið þjón minn, hvern eg útvalda og minn elskulegan, á
hverjum sála mín hefir þókknan. Yfir hann mun eg anda minn setja, og sá skal
heiðnum dóminn kunngjöra. Eigi mun hann kífa né kalla, og eigi man nokkur
heyra hans kall á strætum. Marinn reyr man hann eigi sundur mylja og reykjandi
hör eigi út slökkva þar til hann út drífur dóm til sigranar. Og heiðnir munu á
hans nafn vona.*

Þá varð til hans hafður djöfulóða maður sá er blindur var og mállaus. Og þann
læknaði hann svo að hinn dumbi og blindi talaði og sá. Allt fólkið
óttaðist og sagði: Er þessi eigi sonur Davíðs? En er farísei heyrðu það, sögðu
þeir: Eigi rekur þessi djöfla út nema fyrir Beelsebúb djöflahöfðingja.

En Jesús fornam þeirra hugsanir og sagði til þeirra: Hvert ríki í sjálfu sér
sundurþykkt man eyðast, og hver borg eður hús, sem misþykk er í sjálfri sér,
fær eigi staðið. Og ef andskotinn rekur andskotann út, þá er hann sundurþykkur
í móti sjálfum sér. Hverninn fær hans ríki þá staðið? Og ef eg út rek djöfla
fyrir Beelsebúb, fyrir hvern verða þeir þá af yðrum sonum útreknir? Af því
verða þeir yðrir dómendur. En ef eg út rek djöfla með Guðs anda, þá er þó Guðs
ríki til yðar komið.

Eða hverninn fær nokkur inn gengið í öflugs hús og hans borðbúnað í burt
gripið nema hann bindi áður hinn öfluga og ræni þá hans hús? Hver hann er eigi
með mér, sá er í móti mér, og hver eigi með mér safnar, sá sundur dreifir.
Fyrir því segi eg yður: Öll synd og lastanir verða mönnum fyrirgefnar, en
löstun í mót andanum fyrirgefst eigi. Og hver hann talar nokkurt orð í móti
mannsins syni, honum mun fyrirgefast, en hver eð talar nokkurt orð í móti
helgum anda, honum mun hvorki fyrirgefast í þessum heimi né öðrum.

Annaðhvort setjið gott tré, og mun ávöxturinn góður, elligar setjið vont tré,
og mun ávöxturinn vondur. Því að af ávextinum þekkist tréið. Þér nöðru kyn,
hverninn megi þér gott mæla á meðan þér eruð sjálfir vondir? Því að munnur
mælir af gnægð hjartans. Góður maður fram flytur gott af góðum sjóð síns
hjarta, en vondur maður af vondum sjóð síns hjarta fram flytur vont. En eg
segi yður að af hverju því fáfengu orði, það sem mennirnir tala, munu þeir
reikningsskap af gjalda á dómsdegi. Því að af þínum orðum muntu réttlætast, og
af þínum orðum muntu fordæmast.*

Þá svöruðu honum nokkrir út af skriftlærðum og faríseis og sögðu: Meistari,
vér vildum teikn af þér sjá. Hann svaraði og sagði til þeirra: Þetta vonda
og hórunarslekti leitar teikns, og því mun eigi teikn gefast nema teikn
Jóna spámanns. Svo sem Jónas var í kviði hvalsins þrjá daga og þrjár nætur,
svo mun mannsins son vera í fylgsni jarðar þrjá daga og þrjár nætur. Menn
Níníveborgar munu upp rísa á efsta dómi með þessari kynslóð og munu hana
fordæma því að þeir gjörðu iðran eftir predikan Jónas, og sjá, hér er meir en
Jónas. Drottningin af suðri mun upprísa á efsta dómi með þessari kynslóð og
mun hana fordæma því hún kom af endimörkum jarðar að heyra speki Salamonis, og
sjá, hér er meir en Salamon.

En nær óhreinn andi fer út af manninum, reikar hann um þurrlendur, leitandi
hvíldar og finnur eigi. Þá segir hann: Aftur mun eg snúa í mitt hús, þaðan eg
fór út. Og nær hann kemur, finnur hann það tómt, sóplimum hreinsað og fágað.
Þá fer hann og tekur sjö aðra anda með sér, þeir eð verri eru en sjálfur hann.
Og nær þeir eru inn komnir, byggja þeir þar, og verður þá þess manns hið
síðara verra hinu fyrra. Svo mun og ske þessa vondu kynslóð.

Sem hann var enn þetta að tala til fólksins, sjá, að móðir hans og bræður
stóðu þar fyrir utan og sóktu að tala við hann. En nokkur sagði til hans: Sjá,
að móðir þín og bræður þínir standa úti og vilja þig finna. En hann svaraði og
sagði til þess sem til hans talaði: Hver er mín móðir og hverjir eru mínir
bræður? Og hann rétti út sína hönd yfir sína lærisveina og sagði: Sjáið, mína
móður og mína bræður. Því að hver hann gjörir míns föðurs vilja, þess á himnum
er, sá sami er minn bróðir, systir og móðir.


Þrettándi kapítuli

Á þeim sama degi gekk Jesús út af húsinu og sat við sjóinn. Og margt fólk
safnaðist að honum svo hann sté á skip, setti sig, og allt fólkið stóð í
fjörunni. Og hann talaði margt til þeirra í eftirlíkingum og sagði: Sá er
sáði, gekk út að sá sínu sæði, og þá hann sáði, féll sumt við veginn,
og fuglar komu og átu það. En sumt féll í grýtta jörð hvar það hafði eigi
mikla jörð og rann fljótlega upp því að það hafði eigi jarðardýpi. En sem
sólin rann upp, skrældist það, og af því að það hafði eigi rót neina visnaði
það. En sumt féll á millum þyrna, og þyrnarnir spruttu upp og kæfðu það. En
sumt féll í góða jörð og færðu ávöxt, sumt hundraðfaldan, sumt sextugfaldan,
sumt þrítugfaldan. Hver eyru hefir að heyra, sá heyri.

Og lærisveinarnir gengu til hans og sögðu: Fyrir hví talar þú til þeirra í
eftirlíkingum? Hann svaraði og sagði: Yður er unnt að vita leynda dóma
himnaríkis, en þeim er það eigi veitt. Því að hver eð hefur, honum mun gefast
svo hann gnóg hafi, en sá er eigi hefur, af honum mun og takast það hann
hefir. Fyrir því tala eg til þeirra í eftirlíkingum að með sjáanda augum sjái
þeir eigi og heyranda eyrum heyri þeir eigi því að þeir skilja það eigi. Svo
að á þeim uppfylltist spádómur Esaia er hann segir: Eyrunum munu þér heyra, og
þó munu þér það eigi skilja, og með sjáandi augum munu þér sjá og eigi skynjað
geta. Því að þessa fólks hjarta er forharðnað, og þeirra eyru eru þungheyrð og
augu þeirra saman lukt svo að þeir eigi með augum sjái og eyrum heyri né með
hjartanu skilji til að leiðrétta sig svo að eg lækni þá.

En sæl eru yðar augu það er þau sjá og yðar eyru það er þau heyra. Sannlega
segi eg yður það margir spámenn og réttlátir fýstust að sjá hvað þér sjáið og
hafa það eigi séð og að heyra hvað þér heyrið og hafa það eigi heyrt. Af því
heyrið þessa eftirlíking sæðarans: Þá er nokkur heyrir orðið ríkisins og
undirstendur eigi, kemur hinn vondi og hrifsar burt hvað sáð er í hans hjarta.
Þetta er það hvað við veginn er sáð. En sá sem í grýtta jörð er sáður, er sá,
hver orðið heyrir og fljótlega af fagnaði meðtekur það, en hann hefir eigi rót
í sér, heldur er hann fráhverfur. Nær eð hrellingar og ofsóknir hefjast fyrir
orðsins sakir, skammfyllist hann jafnskjótt. En hann á millum þyrna er sáður,
er hann sem heyrir orðið, og áhyggja þessarar veraldar og fláttskapur
fédráttar kefur orðið og verður svo án ávaxtar. En sá í góða jörð er
sáður, er hann sem heyrir orðið og undirstendur það og færir ávöxt, sumir
hundraðfaldan, sumir sextugfaldan, sumir þrítugfaldan.

Aðra eftirlíking lagði hann þeim fyrir og sagði: Himnaríki er líkt þeim manni,
sá er sáði góðu sæði í akur sinn. En þá menn sváfu, kom hans óvin og sáði
illgresi með í bland hveitið og fór í burt. En er grasið spratt upp og bar
ávöxt, þá auglýstist og illgresið. En þénararnir gengu til húsföðursins og
sögðu: Lávarður, sáðir þú eigi góðu sæði í akur þinn? Hvaðan kemur honum þá
illgresið? Og hann sagði til þeirra: Það hefir fjandmaður gjört. Þjónarnir
sögðu þá: Viltu að vær förum og útlesum það? Hann sagði: Nei, svo að þér
upprætið eigi hveitið undir eins. Nær þér útlesið illgresið, látið
hvorttveggja vaxa allt til kornskurðar. Og á kornskerutíma skal eg segja til
kornskurðarmanna: Lesið fyrst illgresið saman og bindið það í smá byndini til
brennslu, en hveitinu saman safnið í mína kornhlöðu.*

Aðra eftirlíking lagði hann enn fram fyrir þá og sagði: Himnaríki er líkt
mustarðskorni, það maður tók og sáði í akur sinn, hvað eð minnst er allra
sæða. En nær það sprettur upp, er það stærst allra kálgrasa og verður það tré
að fuglar loftsins koma og byggja undir þess kvistum.

Enn aðra eftirlíking talaði hann til þeirra: Líkt er himnaríki súrdeigi, það
kona tók og faldi í þrimur mælum mjöls þar til að það sýrðist allt til sama.

Þetta allt talaði Jesús í eftirlíkingum til fólksins, og fyrir utan
eftirlíkingar talaði hann eigi til þeirra svo að uppfylltist hvað sagt er
fyrir spámanninn, þann er segir: Munn minn mun eg upplúka í eftirlíkingum, og
leyndan dóm mun eg útmæla af upphafi veraldar.

Þá lét Jesús fólkið frá sér og kom inn í húsið. Og hans lærisveinar gengu til
hans og sögðu: Kenn þú oss líkingina illgresisakursins. Jesús svaraði og sagði
til þeirra: Hann sem sár góðu sæði er mannsins sonur, en akurinn er heimurinn,
góða sæðið eru þeir ríkisins synir, en illgresið eru illskunnar synir.
En óvinurinn, sá er sáði því, er djöfullinn. En kornskerutíminn er ending
þessarar veraldar, kornskurðarmennirnir eru englarnir. Því líka sem nú verður
illgresið útlesið og eldi brennt, svo man og ske í enda þessarar veraldar. Því
að mannsins son mun út senda sína engla, og þeir munu saman lesa af hans ríki
öll hneyksli og þeim er rangindi gjöra, og þeir munu svo kasta þeim í eldsins
ofn. Þar man vera grátur og tannagnístran. En þá munu réttlátir ljóma sem sól
í ríki föðurs þeirra. Hver eyru hefir að heyra, hann heyri.

Og enn þá er himnaríki líkt fólgnum fjársjóð á akri, hvern eð maður fann og
faldi hann. Og af þeim fagnaði, er hann hafði yfir honum, gekk hann burt og
seldi allt hvað hann hafði og keypti þann sama akur.

Og enn aftur er himnaríki líkt þeim kaupmanni er góðrar perlu leitaði. Og þá
hann fann eina forkostulega perlu, fór hann til og seldi allt hvað hann hafði
og keypti þá sömu. Og enn aftur er himnaríki líkt neti því sem í sjó er kastað
og með hverju af öllu fiska kyni dregið verður. En nær það er fullt, draga
þeir það að landi, sitja síðan og saman lesa hina góðu í keröld, en vondum
snara þeir út. Svo man og ske í enda veraldar að englar munu út fara og hina
vondu mitt frá réttlátum skilja, og þeim munu þeir kasta í eldsins ofn, hvar
vera man óp og tannagnístran.

Og Jesús sagði til þeirra: Hafi þér allt þetta undirstaðið? Þeir sögðu:
Einninn herra. Þá sagði hann: Fyrir því, hver sá skriftlærður sem til
himnaríkis menntaður er, hann líkist þeim húsföður sem framber af sínum
thesaur %nýtt og gamalt.*

Og það skeði þá Jesús hafði lyktað þessar eftirlíkingar að hann gekk þaðan og
kom til sinnar fósturjarðar og kenndi þeim í þeirra samkunduhúsum svo að þeim
grúaði og sögðu: Hvaðan kemur þessum slík speki og kraftar? Er þessi eigi
timbursmiðsins son? Heitir hans móðir ekki María og bræður hans Jakob og
Jósef, Símon og Júda? Og eru hans systur eigi hér hjá oss? Hvaðan kemur þessum
allt þetta? Og svo skammfylltust þeir við hann. En Jesús svaraði og
sagði til þeirra: Spámaður er eigi án vegsemda nema á sinni fósturjörð og í
sínu húsi. Og eigi gjörði hann þar mörg kraftaverk fyrir sakir vantrúar
þeirra.


Fjórtándi kapítuli

Á þeim tíma heyrði Heródes tetrarkas ryktið af Jesú. Og hann sagði til sinna
hirðsveina: Þessi er Jón baptista, hver af dauða er upp aftur risinn, og því
gjörast þessi kraftaverk af honum. Því að Heródes hafði fanga látið Jóhannem,
bundið og í varðhöld sett fyrir sakir Heródíadis, húsfreyju Filippi bróður
hans. Því að Jóhannes hafði til hans sagt: Eigi hæfir þér hana að hafa. Og því
vildi hann hafa líflátið hann, en þorði þó eigi fyrir fólkinu því að það hélt
hann fyrir spámann.

En að ártíðardegi Heródis dansaði dóttir Heródíadis mitt frammi fyrir honum og
það hagaði Heródes ofur vel. Af því lofaði hann með eiði að gefa henni, hvers
hún æskti af honum. Og eftir því hún var áður til eggjuð af móður sinni, sagði
hún: Gef mér hér á diski höfuð Jóns baptista. Og konungurinn varð hryggur, en
þó fyrir eiðsins sakir og þeirra er með honum til borðs sátu, bauð hann að það
gefist henni, sendi út og lét afhöfða Jóhannem í myrkvastofu, og var höfuð
hans borið á diski og gefið stúlkunni, og hún færði móður sinni. Þá fóru
lærisveinar hans og tóku hans líkama og grófu, komu síðan og kunngjörðu það
Jesú.

En er Jesús heyrði það, fór hann þaðan á skipi alleina til eyðimerkur. Og þá
fólkið heyrði það úr stöðunum, fylgdi það honum eftir á fæti. Og Jesús gekk
fram undan og leit þann mikla múg og sá aumur á þeim og læknaði þá af þeim sem
krankir voru. En að kveldi gengu hans lærisveinar til hans og sögðu: Þessi
staður er í eyði, tíminn tekur að líða. Lát fólkið frá þér að það gangi í
kauptúnin og kaupi sér þar fæðu. En Jesús sagði til þeirra: Þeir hafa
þess eigi þörf að þeir gangi í burt, gefi þér þeim að eta. Þeir sögðu: Vær
höfum ekki hér nema fimm brauð og tvo fiska. Hann sagði: Færið mér þau hingað.
Og hann bauð fólkinu niður að setjast á grasið og tók þau fimm brauð og tvo
fiska, leit til himins, blessaði og braut þau og gaf sínum lærisveinum
brauðin, en lærisveinarnir gáfu þau fólkinu. Og þeir snæddu allir og urðu
saddir og tóku upp þær leifar er af gengu, tólf karfir fullar. En þeir eð etið
höfðu, voru tals fimm þúsund manna undanteknum konum og börnum.

Og jafnsnart kom Jesús sínum lærisveinum til að þeir gengi á skip og færu
fyrir honum yfir um sjáinn þar til hann léti fólkið frá sér. Og er hann hafði
fólkið frá sér látið, gekk hann einn saman upp á fjallið að biðjast fyrir. Og
um kveldið var hann þar alleina. En skipið var þá mitt á sjánum og hraktist í
bylgjunum því að vindurinn var þvert í móti. En um fjórðu eykt nætur kom Jesús
til þeirra gangandi á sjánum. En er lærisveinarnir sáu hann á sjánum ganga,
hræddust þeir og sögðu að það væri skrímsl og kölluðu upp af hræðslu. En Jesús
talaði strax til þeirra og sagði: Verið stöðugir, eg em hann, óttist eigi.

En Pétur svaraði honum og sagði: Ef þú ert það, herra, þá bjóð mér að koma til
þín á vatninu. Og hann sagði: Kom. Og Pétur sté af skipinu og gekk á vatninu
að hann kæmi til Jesú. En er hann leit megnan vind, óaði honum og tók að
sökkva, kallaði og sagði: Herra, hjálpa þú mér. En Jesús rétti jafnsnart
höndina út og greip hann og sagði til hans: Þú lítiltrúaður, fyrir hví efaðir
þú? Og er þeir voru á skipið komnir, kyrrði vindinn. En þeir sem á skipinu
voru, komu og féllu fram fyrir honum og sögðu: Sannlega ertu Guðs sonur. Og
þeir fóru yfir um og komu til Genesaretsjarðar. Og er hann þekktu
þarsveitarmenn, sendu þeir út um allt það byggðarlag og færðu til hans alla
vanfæra menn og báðu hann um að þeir mættu aðeins snerta föll hans fata. Og
svo margir sem að hann snertu, urðu allir heilbrigðir.Fimmtándi kapítuli

Þá gengu til hans skriftlærðir og farísei af Jerúsalem og sögðu: Fyrir því
ofurtroða þínir lærisveinar öldunganna uppsetninga með því þeir þvo eigi sínar
hendur er þeir brauð eta? Hann svaraði og sagði til þeirra: Fyrir hví
ofurtroði þér Guðs boðorð fyrir yðvarn uppsetning? Því Guð sagði: Heiðra skalt
þú föður þinn og móður, - og: Hver hann bölvar föður eður móður, sá skal dauða
deyja. En þér segið að hver skuli segja til föður eða til móður: Það er Guði
gefið, hvar með eg skylda þér hjálpa. Af því sker það að nær enginn heiðrar
föður sinn né móður og hafið svo ónýt gjört Guðs boðorð fyrir yðvars
uppsetnings sakir. Þér hræsnarar, vel hefir Esaias spáð af yður er hann segir:
Þessi lýður nálægist mig með sínum munni og heiðrar mig með vörum sínum, en
þeirra hjörtu eru langt frá mér. Að öngu dýrka þeir mig á meðan þeir kenna þær
kenningar sem ekki eru annað en boðorð manna.

Og hann kallaði fólkið til sín og sagði til þeirra: Heyrið þér og undirstandið
það hvað er inn gengur í munninn, það saurgar eigi manninn, heldur hvað er
fram af munninum gengur, það saurgar manninn.

Þá gengu hans lærisveinar að honum og sögðu: Veist þú að þá er þeir farísei
heyrðu það orð, skammfylltust þeir? En hann svaraði og sagði: Öll plantan,
hverja minn himneskur faðir plantar eigi, mun upprætast. Látið þá fara. Þeir
eru blindir og blindra leiðtogarar. Því ef blindur leiðir blindan, þá falla
þeir báðir í gröfina.

Þá svaraði Pétur og sagði til hans: Þýð oss þessa eftirlíking. Jesús sagði til
þeirra: Eru þér enn svo skilningslausir? Skynjið þér eigi að allt hvað í
munninn gengur, það hverfur í magann og verður fyrir eðlilega rás útskúfað. En
hvað af munninum fram gengur, það kemur út af hjartanu. Því að út af hjartanu
koma vondar hugsanir, manndráp, hórdómur, frillulífi, þjófnaður, ljúgvitnan,
lastanir. Þetta er það hvað manninn saurgar. En með óþvegnum höndum að
eta saurgar eigi manninn.*

Jesús gekk burt þaðan og fór í landsálfur Týro og Sídonis. Og sjá, að kanversk
kona gekk út af þeim sömum takmörkum, kallaði og sagði: Ó herra, sonur Davíðs,
miskunna þú mér. Mín dóttir kvelst illa af djöflinum. Lát hana fara af því hún
kallar eftir oss. En hann svaraði og sagði: Eg em eigi sendur nema til
fortapaðra sauða af húsi Írael. En hún kom og féll niður fyrir honum og sagði:
Hjálpa þú mér, herra. En hann svaraði henni og sagði: Það er eigi térlegt að
taka brauðið, það barnanna er og kasta því fyrir hundana. En hún sagði: Satt
er það, herra, en þó eta hundar af molum þeim sem detta af borðum drottna
þeirra. Þá svaraði Jesús og sagði til hennar: Þú kona, mikil er trúa þín.
Verði þér svo sem þú vilt. Og á þeirri sömu stundu varð hennar dóttir
heilbrigð.*

Og er Jesús gekk þaðan, kom hann að sjánum í Galílea, gekk upp á fjallið,
setti sig þar, og margt fólk dreif til hans, hafandi með sér halta, blinda,
mállausa, vanaða og marga aðra og snörpuðu þeim fram fyrir fætur Jesú. Og hann
læknaði þá svo að fólkið undraðist er það sá mállausa mæla og vanaða heila,
halta ganga, blinda sjáandi og vegsömuðu Guð Íraels.

Og Jesús kallaði sína lærisveina til sín og sagði: Mig aumkar fólksins. Því að
þeir hafa þrjá daga hjá mér verið og hafa ekki til matar. Og fastandi vil eg
þá eigi frá mér fara láta svo að eigi verði þeir hungurmorða á veginum.
Lærisveinarnir sögðu til hans: Hvaðan töku vær svo mörg brauð hér á eyðimörku
að vér seðjum með jafnmargt fólk? Jesús sagði til þeirra: Hversu mörg brauð
hafi þér? Þeir sögðu: (vii) og fá fiskakorn. Og hann bauð fólkinu að það
settist niður á jörðina og tók þau sjö brauðin og fiskana. Og er hann hafði
þakkir gjört, braut hann þau og gaf lærisveinunum. Hans lærisveinar gáfu þau
fólkinu, og þeir átu allir og urðu saddir og tóku upp það sem yfir var molanna
(vii) karfir fullar. En þeir sem matast höfðu, voru fjórar þúsundir
manna fyrir utan konur og börn. Og er hann hafði fólkið frá sér látið, sté
hann á skip og kom í endurmerkur Magdalalands.


Sextándi kapítuli

Þá gengu farísei og saddúkei til hans freistandi hans og báðu hann að sýna sér
teikn af himni. En hann svaraði þeim og sagði: Á kveldin segi þér: Það verður
fínt veður því að himinroði er. Og á morgna segi þér: Í dag verður hreggviðri
því að himinninn er rauður og dimmur. Þér hræsnarar, himinsins ásján kunni þér
að dæma, en að vita teikn þessara tíma kunni þér eigi. Þessi vonda hórdóms
kynslóð æskir teikns, og henni skal ekkert teikn gefið verða nema teikn Jóna
spámanns. Og hann forlét þá og gekk í burt.

Og er ha Jesús sagði til þeirra: Sjáið til og vaktið yður við súrdeigi þeirra
faríseis og saddúkeis. Þá þenktu þeir með sér og sögðu: Það mun vera það vær
höfum eigi brauð með oss tekið. En er Jesús fornam það, sagði hann til þeirra:
Þér lítiltrúaðir, hvar fyrir hugsi þér um það þó þér hafið eigi brauðin með
yður haft? Skiljið þér enn ekki? Minnist þér eigi á þau fimm brauð á meðal
fimm þúsunda eða hversu margar karfir að þér tókuð þá upp? Og eigi enn á þau
vii brauð á meðal fjögra þúsunda og hversu margar karfir eð þér tókuð þá upp?
Hvar fyrir skilji þér eigi að eg sagða yður ekki af brauðinu, en eg segi:
Vaktið yður við súrdeigi þeirra faríseis og saddúkeis. Þá undirstóðu þeir að
hann hafði eigi sagt þeim það þeir skyldi vara sig við súrdeigi brauðsins,
heldur við lærdómi þeirra faríseis og saddúkeis.

Þá kom Jesús í landsálfur borgarinnar Sesaree Filippi og spurði sína
lærisveina að og sagði: Hvað segja menn til hver mannsins sonur sé? Þeir
sögðu: Sumir segja þú sért Jóhannes baptista, en aðrir þú sért Elías, sumir að
þú sért Jeremías eður einn af spámönnum. Jesús sagði til þeirra: Hvern segi
þér mig vera? Þá svaraði Símon Petrus og sagði: Þú ert Kristur, sonur
Guðs lifanda. En Jesús svaraði og sagði til hans: Sæll ertu, Símon Jónasson.
Því að hold og blóð birti þér það eigi, heldur minn himneskur faðir. Eg segi
þér og að þú ert Petrus, og yfir þennan hellustein mun eg uppábyggja mína
samkund, og hliðin helvítanna skulu eigi magn hafa í gegn henni. Og þér mun eg
gefa lykla himnaríkis, og allt hvað þú bindur á jörðu, skal á himnum bundið
vera, og allt hvað þú leysir á jörðu, skal á himnum leyst vera.

Þá fyrirbauð hann sínum lærisveinum að þeir segði það öngum að hann væri sá
Jesús Kristur. Þaðan í frá tók Jesús til að auglýsa fyrir sínum lærisveinum
það honum byrjaði að ganga til Jerúsalem og margt að líða af öldungum,
skriftlærðum og kennimannahöfðingjum og líflátinn verða og á þriðja degi upp
að rísa. En Pétur tók hann út af, átaldi hann og sagði: Herra, þyrm sjálfum
þér að eigi hendi þig þetta. En hann snerist við og sagði til Péturs: Far frá
mér, andskoti, þú ert mér hneykslanlegur því að þú skilur eigi hvað Guðs,
heldur hvað mannanna er.

Jesús sagði þá til sinna lærisveina: Ef nokkur vill mér eftir fylgja, þá
afneiti hann sjálfum sér og taki sinn kross á sig og fylgi mér eftir. Því að
hver hann vill sitt líf forvara, sá man því týna, en hver sínu lífi týnir
fyrir mínar sakir, sá mun það finna. Því hvað stoðar það manninum þó hann
hreppti allan heiminn, en gjörði tjón sinnar sálu? Eður hvað mun maðurinn fá
gefið, það hann sálu sína með endurleysi? Því að það man ske að mannsins son
mun koma í dýrð síns föðurs með sínum englum, og þá mun hann gjalda hverjum
sem einum eftir sínum verkum. Sannlega segi eg yður að nokkrir standa þeir hér
sem dauðann munu eigi smakka þar til að þeir sjá mannsins son komanda í sínu
ríki.Seytjándi kapítuli

Og sex dögum þar eftir tók Jesús með sér Petrum og Jakobum og Jóhannem bróður
hans og hafði þá afsíðis upp á hátt fjall og auglýstist fyrir þeim. Og hans
ásján skein sem sól, en hans klæði urðu svo björt sem ljós. Og sjá, að honum
birtust þeir Moyses og Elías og töluðu við hann. En Pétur ansaði og sagði til
Jesú: Herra, hér er oss gott að vera. Ef þú vilt, þá vilju vær gjöra hér þrjár
tjaldbúðir, þér eina, Moyse eina, Elíe eina. Og þá er hann var þetta að tala,
sjá, að bjart ský umskyggði þá, og sjá, að röddin úr skýinu sagði: Þessi er
sonur minn elskulegur, að hverjum mér vel þókknast. Heyrið honum. Og er
lærisveinarnir heyrðu það, féllu þeir fram á sínar ásjánir og urðu mjög
hræddir. En Jesús gekk til þeirra, tók á þeim og sagði: Standið upp og verið
eigi hræddir. En er þeir litu upp, sáu þeir öngvan nema Jesúm einn saman.

Og er þeir gengu ofan af fjallinu, bauð Jesús þeim og sagði: Þér skulu öngum
þessa sjón segja þar til að mannsins son er upp aftur risinn af dauða.* Og
hans lærisveinar spurðu hann að og sögðu: Hvar fyrir segja hinir skriftlærðu
þá það Elías hljóti áður að koma? Jesús svaraði og sagði til þeirra: Elías á
að sönnu áður að koma og alla hluti að lagfæra. En eg segi yður það Elías er
nú kominn, og þeir kenndu hann eigi, heldur gjörðu þeir við hann hvað helst
þeim líkaði. Svo man og mannsins son verða af þeim að líða. Þá undirstóðu
lærisveinarnir það hann hafði sagt af Jóhanni baptista.

Og er þeir komu til fólksins, gekk maður til hans, féll og á knéin fyrir honum
og sagði: Herra, miskunna þú syni mínum. Því að hann er tunglsjúkur og er
herfilega pyngaður því oft fellur hann á eld og þráttsinnis í vatn. Eg hafða
hann og til þinna lærisveina, og þeir gátu hann eigi læknað. En Jesús svaraði
og sagði: Ó, þú vantrúuð og rangsnúin kynslóð, hversu lengi skal eg hjá
yður vera? Hversu lengi á eg yður að líða? Hafið hann hingað til mín. Og Jesús
hastaði á hann, og djöfullinn fór út af honum. Og sveinninn varð heilbrigður á
samri stundu.

Þá gengu lærisveinarnir heimulega til Jesú og sögðu: Fyrir því gátu vær eigi
rekið hann út? Jesús svaraði og sagði til þeirra: Fyrir yðvarrar vantrúar
sakir. Því eg segi yður fyrir sann: Ef þér hefðuð trú svo sem mustarðskorn,
mætti þér segja fjalli þessu: Far þú héðan og þangað, og mundi það fara. Og
ekkert mundi yður ómáttugt vera. En þetta kyn rekst eigi út nema fyrir bæn og
föstu.

En sem þeir sýsluðust um í Galílea, sagði Jesús til þeirra: Eftirkomandi er
það mannsins sonur man ofurseldur verða í manna hendur og líflátinn verða, og
á þriðja degi mun hann upp rísa. Og við það urðu þeir næsta hryggvir.

Og er þeir komu til Kapernaum, gengu þeir að Pétri sem skattgjaldið upp báru
og sögðu: Yðar meistari, geldur hann eigi skattpeninginn? Hann sagði: Já. Og
er hann gekk inn í húsið, kom Jesús fram að honum og sagði: Hvað líst þér
Símon, af hvorum taka jarðlegir konungar toll eður skattpening? Af sínum sonum
eður af annarlegum? Pétur sagði: Af annarlegum. Jesús sagði til hans: Þá eru
synirnir frí. En svo að vér séum þeim eigi að hneykslan, þá far til sjávar og
varpa út önglinum og þann fisk, sem fyrstur kemur upp, tak þú. Og er þú opnar
hans gin, muntu finna eina %stateram. Þá sömu tak og gef honum fyrir mig og
þig.


Átjándi kapítuli

Í þann sama tíma gengu lærisveinarnir til Jesú og sögðu: Hver er mestur í
himnaríki? Jesús kallaði barn til sín og setti það mitt á millum þeirra og
sagði: Sannlega segi eg yður: Nema þér snúist og verðið svo sem smábörn, munu
þér eigi inn ganga í himnaríki. Hver sjálfur sig lækkar svo sem
ungberni þetta, sá er mestur í himnaríki. Og hver sem meðtekur eitt þvílíkt
ungmenni í mínu nafni, sá meðtekur mig. En hver hann hneykslar einn af þeim
vesalingum sem á mig trúa, þarfara væri honum að mylnusteinn hengdist á háls
honum og væri í sjávardjúp sökktur.

Ve sé heiminum fyrir hneykslanir. Þar hljóta hneykslanir að koma, en þó ve sé
þeim manni, fyrir hvern eð hneykslunin kemur. En ef þín hönd eður þinn fótur
hneykslar þig, sníð hann af og snara honum frá þér. Betra er þér inn að ganga
til lífsins, haltur og handarvani en það þú hafir tvær hendur og tvo fætur og
verðir í eilífan eld kastaður. Og ef að auga þitt hneykslar þig, þá slít það
út og snara því frá þér. Betra er þér eineygðum inn að ganga til lífsins en
það þú hafir tvö augu og verðir í helvískan eld kastaður. Sjáið til að þér
forsmáið ekki einn af þessum vesalingum. Því að eg segi yður að þeirra englar
á himnum sjá jafnan míns föðurs auglit á himnum.* Því að mannsins son kom að
frelsa, hvað fortapað er. Hvað virðist yður að ef einn hver hefði hundrað
sauða og villist einn af þeim, skilst hann eigi við þá níu og níutigi á
fjöllum uppi og fer að leita hans sem villtist? Og ef svo sker að hann finnur
þann, sannlega segi eg yður að hann fagnar meir yfir þeim en yfir hinum níu og
níutigum sem eigi villtust. Svo er eigi vilji fyrir föður yðrum sem á himnum
er að einn af þessum vesalingum farist.

En ef bróðir þinn brýtur við þig, far þú og straffa hann milli þín og hans
eins samans. Ef hann heyrir þig, þá hefur þú þinn bróður unnið. En ef hann
heyrir þig eigi, þá tak enn einn eður tvo til þín svo að í munni tveggja eður
þriggja vitna standi öll orð. Nú ef hann heyrir eigi þeim, þá seg það
samkundunni, en ef hann heyrir eigi samkundunni, þá halt hann sem annan
heiðingja og tollheimtumann. Sannlega segi eg yður: Hvað helst þér bindið á
jörðu, skal og á himnum bundið vera, og hvað helst þér leysið á jörðu, skal
leyst vera á himni. Og enn segi eg yður það, hvað ef tveir af yður
samtaka á jörðu um hvern hlut sem það er, eð þeir vilja biðja, skal þeim veitt
vera af mínum föður sem á himnum er. Því að hvar tveir eður þrír samansafnaðir
eru í mínu nafni, þar em eg mitt í millum þeirra.

Þá gekk Pétur til hans og sagði: Herra, hversu oft hlýt eg mínum bróður, þeim
sem við mig brýtur, að fyrirgefa? Er það nóg sjö sinnum? Jesús sagði til hans:
Eg segi þér: Eigi sjö sinnum, heldur sjötigi sinnum sjö sinnum.* Fyrir því er
himnaríki líkt þeim konungi sem reikna vildi við þjóna sína. Og er hann tók
til að reikna, kom einn fyrir hann, sá er honum var skyldugur tíu þúsund
punda. En þá hann hafði eigi til hvað hann skyldi gjalda, bauð herrann að
selja hann og hans húsfreyju, svo og börnin og allt hvað hann átti og borga
með. En sá þjón féll fram, tilbað hann og sagði: Herra, haf þolinmæði við mig,
allt skal eg þér gjalda. En herrann sá aumur þess þjóns og lét hann lausan og
gaf honum upp skuldina.

Þá gekk sá sami þjón út og fann einn af sínum samlagsþjónum. Sá var honum
hundrað peninga skyldugur. Þann greip hann og tók fyrir kverkar honum og
sagði: Gjalt hvað þú ert mér skuldugur. Þá féll hans samlagsþjón fram, bað
hann og sagði: Haf þolinmæði við mig, það allt skal eg þér gjalda. En hann
vildi eigi, heldur fór hann til og lét hann í dýplissu þar til hann hefði
borgað sína skuld. En er hans samþjónar sáu hvað skeði, urðu þeir mjög
hryggvir við, komu og undirvísuðu sínum herra allt hvað gjörst hafði. Þá
kallaði hans herra á hann og sagði til hans: Þú hinn strafflegi þjón, alla
þessa skuld gaf eg þér til með því þú baðst mig. Byrjaði þér eigi miskunnsamur
að vera við þinn samlagsþjón líka sem eg var þér miskunnsamur? Og hans herra
varð reiður og ofurseldi hann kvölurunum þangað til að hann hefði borgað allt
hvað hann var honum skuldugur. Svo mun minn himneskur faðir gjöra yður ef þér
fyrirgefið eigi af yðrum hjörtum hver einn sínum bróður misgjörðir sínar.*Nítjándi kapítuli

Og það skeði sem Jesús hafði lyktað þessa ræðu að hann fór af Galílea og kom í
endimerkur Gyðingalands öðrumegin Jórdanar. Og margt fólk fylgdi honum eftir,
og þar læknaði hann

Þá gengu farísei til hans, freistuðu hans og sögðu: Leyfist nokkuð manninum að
forláta sína eiginkonu fyrir hverja sem eina sök? En hann svaraði og sagði til
þeirra: Hafi þér eigi lesið að sá er í upphafi skapaði manninn, hann gjörði
það að vera skyldi maður og kona og sagði: Fyrir því mun maðurinn forláta
föður og móður og viðtengjast eiginkonu sinni, og þau tvö munu eitt hold vera.
Svo eru þau nú eigi tvö, heldur eitt hold. Því hvað Guð hefir saman tengt, það
skal maðurinn eigi í sundur skilja.

Þá sögðu þeir: Fyrir hví bauð Moyses þá að gefast skyldi skilnaðarskrá og hana
að forláta? Hann sagði til þeirra: Moyses hefir fyrir harðúð yðvars hjarta
leyft yður að forláta húsfreyjur yðrar, en af upphafi var það eigi svo. En eg
segi yður það hver sína eiginkonu forlætur (nema það sé fyrir hórunarsök) og
giftist annarri, sá drýgir hór, og hver sem fráskilinni giftist, sá drýgir og
hór.

Þá sögðu lærisveinarnir til hans: Ef svo er háttað mannsins málefnum við
eignarkonuna, þá er eigi gagn í að giftast. En hann sagði til þeirra: Þetta
orð fá eigi allir höndlað, heldur þeir, hverjum það er gefið. Því að þar eru
þeir geldingar sem svo verða af móðurkviði fæddir, og þeir geldingar eru,
hverjir af mönnum eru geldir, og þar eru líka þeir geldingar sem sjálfa sig
hafa gelt fyrir himnaríkis sakir. Sá gripið getur, hann grípi það.

Þá voru smábörn til hans höfð svo að hann legði hendur yfir þau og hann bæðist
fyrir, en lærisveinarnir ávítuðu þá. Jesús sagði til þeirra: Látið börnin
kyrr, fyrirbjóðið þeim eigi til mín að koma því að slíkra er sjá, að einn gekk
að honum og sagði til hans: Góði meistari, hvað skal eg þess gott gjöra að eg
hafi eilíft líf? Hverjum hann svaraði: Hvað kallar þú mig góðan? Enginn er
góður nema einn sannarlegur Guð. En ef þú vilt til lífsins inn ganga, svo
varðveit þú boðorðin. Hann sagði þá til hans: Hver helst? En Jesús sagði: Eigi
skalt þú mann vega, eigi skalt þú hórdóm drýgja, eigi skalt þú annan stela,
eigi skalt þú ljúgvitni mæla, heiðra skalt þú föður þinn og móður, og elska
skalt þú náunga þinn svo sem sjálfan þig. Þá sagði ungi maðurinn til hans:
Þetta allt hefi eg varðveitt í frá barnæsku minni. Hvað brestur mig þá? Jesús
sagði til hans: Ef þú vilt algjörður vera, far burt og sel allt hvað þú hefir
og gef fátækum, og munt þú þá sjóð hafa á himni. Kom þá og fylg mér svo eftir.
Og er hinn ungi maður heyrði það orð, gekk hann hryggur í burt því að hann
hafði miklar eigur.

En Jesús sagði til sinna lærisveina: Sannlega segi eg yður að torvelt er ríkum
inn að ganga í himnaríki. Og enn segi eg yður það auðveldara er úlfbaldanum að
smjúga í gegnum nálarauga en ríkum inn að ganga í Guðs ríki. Og er
lærisveinarnir heyrðu það, urðu þeir mjög óttaslegnir og sögðu: Hver fær þá
hjálpast? En Jesús leit við þeim og sagði til þeirra: Hjá mönnum er það
ómögulegt, en hjá Guði er allt mögulegt.

Þá svaraði Pétur og sagði til hans: Sjáðu, að vér forlétum allt og fylgjunt
þér eftir. Hvað sker oss þar fyrir? En Jesús sagði til þeirra: Sannlega segi
eg yður að þér, hverjir mér hafið eftir fylgt í endurfæðingunni, þá er
mannsins son situr á stóli sinnar tignar, munu þér og sitja á tólf stólum,
dæmandi tólf kynkvíslir Íraels. Og hver hann forlætur hús eður bræður, systur,
föður eða móður eður eiginkonu eða börn eða akra fyrir míns nafns sakir, sá
mun hundraðfalt í staðinn taka og erfa eilíft líf. En margir þeir sem eru
fyrstir, verða síðastir og þeir sem síðastir eru, verða hinir fyrstu.*xx. kapítuli

Himnaríki er líkt þeim húsföður sem út gekk snemma morguns verkmenn að leiga í
víngarð sinn. En að gjörðum samningi við verkmennina af daglegu peningsgjaldi
sendi hann þá í sinn víngarð. Og nær þriðju stund gekk hann út og leit aðra
iðjulausa standa á torginu og sagði til þeirra: Fari þér í minn víngarð, og
hvað réttvíst er, mun eg gefa yður. Þeir gengu og þangað. Og enn gekk hann út
aftur um séttu og níundu stund og gjörði svo líka. En um elliftu stund gekk
hann út og fann enn aðra standa iðjulausa og sagði til þeirra: Hvar fyrir
standi þér hér allan dag iðjulausir? Þeir sögðu til hans: Því að enginn hefir
leigt oss. Hann sagði til þeirra: Fari þér og í minn víngarð, og hvað réttvíst
er, skulu þér fá.

En þá kveld var komið, sagði herrann víngarðsins til síns ráðamanns: Kallaðu
verkmennina og gjalt þeim verðkaupið. Og hann tók til í frá enum seinasta og
allt til hins fyrsta. Þá komu þeir sem um elliftu stund leigðir voru, og hver
þeirra meðtók sinn pening. En er hinir fyrstu komu, meintu þeir það þeir mundu
fá meira, og hver þeirra meðtók sinn pening. Og þá er þeir höfðu hann
meðtekið, mögluðu þeir í móti húsföðurnum og sögðu: Þessir seinustu hafa eina
stund erfiðað, og þú gjörðir þá oss jafna, vér sem borið höfum þunga og hita
dagsins.

En hann svaraði og sagði til eins þeirra: Vinur, eigi gjöri eg þér órétt. Ertu
ekki ásáttur vorðinn við mig um peninginn? Tak hvað þitt er og far burt. En
þessum seinasta vil eg gefa svo sem þér. Eða lofast mér ekki að gjöra af mínu
hvað eg vil? Eða ertu um það rangeygður þó að eg sé góðgjarn? Svo verða nú
síðastir hinir fyrstu og fyrstir hinir síðustu. Því að margir eru kallaðir, en
fáir útvaldir.

Og hann ferðaðist upp til Jerúsalem og tók þá tólf lærisveina heimuglega til
sín á veginum og sagði til þeirra: Sjáið, vér reisum nú upp til Jerúsalem. Og
mannsins son mun ofurseljast kennimannahöfðingjum og skriftlærðum. Og
þeir munu hann fordæma til dauða og ofurselja hann heiðingjum til spottunar og
húðstrokunar og til krossfestunar. Og á þriðja degi mun hann upp aftur rísa.*

Þá gekk móðir sona Sebedei til hans meður syni sína, fallandi fyrir hann fram
og bað nokkurs af honum. Og hann sagði til hennar: Hvað vilt þú? Hún sagði til
hans: Lát þessa mína tvo sonu sitja í ríki þínu, þann eina til þinnar hægri
handar og annan til þinnar vinstri handar. En Jesús svaraði og sagði: Þér
vitið eigi hvað þér biðjið. Geti þér þann kalek drukkið, hvern að eg mun
drekka, og þeirri skírn skírast látið, hverri eg mun skírast? Þeir sögðu til
hans: Það getu við. Og hann sagði til þeirra: Minn kalek munu þér að sönnu
drekka og þeirri skírn, hverri eg skírunst, munu þér skírast. En það að sitja
til minnar hægri og vinstri handar er eigi mín að gefa yður, heldur þeim,
hverjum það er fyrir búið af mínum föður.

Og er þeir tíu heyrðu það, þykktust þeir þeim tveimur bræðrum. En Jesús
kallaði þá til sín og sagði: Þér vitið að veraldarmanna höfðingjar drottna
yfir þeim, og þeir eð voldugir eru, hafa yfirvöld. Svo skal eigi vera yðar á
milli, heldur hver hann vill yðar á milli voldugur vera, sé sá yðar þénari. Og
hver yðar sem fremstur vill vera, veri sá yðar þjón, svo sem mannsins son kom
eigi að hann léti sér þjóna, heldur upp á það hann þjónaði og gæfi sitt líf út
til endurlausnar fyrir marga.

Og þá er þeir gengu út af Jeríkó, fylgdi honum margt fólk eftir. Og sjáið, að
tveir blindir sátu við veginn. Og þá þeir heyrðu það að Jesús gekk þar fram
hjá, kölluðu þeir og sögðu: Ó, herra, sonur Davíðs, miskunna þú oss. En fólkið
hastaði á þá að þeir þegði, en þeir kölluðu því meir og sögðu: Ó, herra, sonur
Davíðs, miskunna þú oss. Og Jesús staðnæmdist, kallaði á þá og sagði: Hvað
vilji þið að eg skuli gjöra yður? Þeir sögðu til hans: Herra, það að okkar
augu upplúkist. En Jesús sá aumur á þeim, snart augu þeirra, og þeir sáu
jafnskjótt og fylgdu honum eftir.xxi. kapítuli

Og er þeir tóku að nálgast Jerúsalem og komu til Betfage við fjallið Oliveti,
sendi Jesús út tvo sína lærisveina og sagði til þeirra: Fari þér í það kauptún
sem fyrir yður er, og strax þá munu þér finna ösnu bundna og fola hjá henni.
Leysið hana og leiðið til mín. Og ef einnhver segir nokkuð til yðar, þá segið
það herrann hafi þeirra þörf, og jafnsnart mun hann láta þau laus. En það
skeði svo að uppfylltist hvað sagt er fyrir spámanninn er segir: Segið
dótturinni Síon: Sjá, þinn konungur kemur til þín hógvær, sitjandi á ösnu og á
fola klyfbærilegrar ösnu. En lærisveinarnir gengu burt og gjörðu svo sem Jesús
hafði boðið þeim og leiddu með sér ösnuna og folann og lögðu yfir þau sín
klæði og settu hann þar upp á. En margt fólk breiddu sín klæði á veginn og
aðrir hjuggu kvistu af trjánum og dreifðu þeim á veginn. En það fólkið, sem
fyrir gekk og eftir fylgdi, kallaði og sagði: Hósíanna syni Davíðs. Blessaður
sé sá sem kemur í nafni Drottins. %Hósíanna í hæstum hæðum.

Og er hann fór inn í Jerúsalem, var öll borgin á riðuskjálfi og sagði: Hver er
þessi? En fólkið sagði: Þetta er Jesús, spámaðurinn af Nasaret úr Galílea. Og
Jesús gekk inn í Guðs mustéri og rak út alla seljendur og kaupendur í
mustérinu, og borðum verslunarmanna og stólum þeirra, er dúfur seldu, hratt
hann um og sagði til þeirra: Skrifað er: Mitt hús skal bænahús kallast, en þér
hafið gjört það að spillvirkjainni. Og til hans gengu blindir og haltir í
musterið, og hann læknaði þá.

En er kennimannahöfðingjar og skriftlærðir sáu þær undranir sem hann gjörði og
það börnin kölluðu í mustérinu og sögðu: Hósíanna þeim syni Davíðs, reiddust
þeir og sögðu til hans: Heyrir þú hvað þessir segja? Jesús sagði til þeirra:
Já, viti menn, hafi þér aldri lesið það, af munni ungbarna og brjóstmylkinga
hafðir þú lofið tilreitt? Og hann forlét þá og gekk út af borginni til Betania
og bleif þar.* En að morgni er hann gekk aftur til borgarinnar,
hungraði hann. Og sem hann sá eitt fíkjutré við veginn, gekk hann þangað að og
fann ekkert á því nema einasta blöðin og sagði til þess: Héðan í frá vaxi
aldregi ávöxtur af þér að eilífu. Og það fíkjutré visnaði upp jafnsnart. Og er
lærisveinarnir sáu það, undruðust þeir og sögðu: Hverninn er fíkjutréið svo
snart upp þornað? En Jesús svaraði og sagði til þeirra: Sannlega segi eg yður:
Ef þér hafið trúna og efið eigi, munu þér eigi einasta gjöra þetta við
fíkjutréið, heldur og ef þér segðuð þessu fjalli: Tak þig upp og fleyg þér í
sjóinn, þá mundi það ske. Og allt hvað þér biðjið í bæninni, ef þér trúið því,
þá munu þér það öðlast.

Og sem hann kom í musterið, gengu til hans (sem hann var að kenna)
prestahöfðingjar og öldungar lýðsins og sögðu: Út af hvaða makt gjörir þú
þetta? Og hver gaf þér þessa makt? En Jesús svaraði og sagði til þeirra: Eg
man spyrja yður og að einu orði. Ef þér segið mér það, mun eg og segja yður út
af hvað makt eg gjöri þetta. Skírn Jóhannis, hvaðan var hún? Hvort af himni
eður af mönnum? En þeir hugsuðu með sér: Ef vér segjum af himni, segir hann
til vor: Fyrir því trúðu þér honum eigi? En ef vér segjum af mönnum, þá megu
vær óttast fólkið því að allir héldu Jóhannem fyrir spámann. Og þeir svöruðu
Jesú og sögðu: Vér vitum eigi. Hann sagði þá til þeirra: Svo segi eg yður eigi
heldur út af hvað makt eg gjöri þetta.

En hvað líst yður? Maður nokkur hafði tvo sonu og gekk til ens fyrsta og
sagði: Sonur, far þú í dag að verka í víngarði mínum. En hann svaraði og
sagði: Eigi vil eg. Eftir á iðraði hann þessa og gekk burt. En hann gekk og
til hins annars og sagði slíkt hið sama. En hann svaraði og sagði: Fara skal
eg, - og fór ekki. Hvor af þeim tveimur gjörði föðursins vilja? Þeir sögðu til
hans: Hinn fyrsti. Jesús sagði til þeirra: Sannlega segi eg yður að
tollheimtarar og pútur munu fyrri komast í Guðs ríki en þér. Því að Jóhannes
kom til yðar og lærði yður réttlætisgötu, og eigi trúðu þér honum, en
tollheimtumenn og pútur trúðu honum. En þó að þér lituð þetta, gjörðu
þér öngva yfirbót svo að eftir á hefði þér honum trúað.

Heyrið enn aðra eftirlíking: Húsfaðir nokkur var þar, sá er plantaði víngarð
og girti í kringum hann og gróf í honum vínþrúgu og upp byggði turn og leigði
hann víngarðsmönnum og ferðaðist síðan langt burt. En þá er frjóvgunartími tók
að nálgast, sendi hann sína þjóna til víngarðsmannanna að þeir meðtækju hans
ávöxtu. Þá tóku víngarðsmennirnir hans þjóna, þann eina strýktu þeir, annan
aflífuðu þeir, hinn þriðja grýttu þeir. Og í annað sinn sendi hann aðra þjóna
út sem meiri voru hinum fyrstum, og þeim gjörðu þeir slíkt hið sama. En síðast
sendi hann son sinn til þeirra og sagði: Má vera að þeir feili sér fyrir syni
mínum. En er víngarðsmennirnir sáu soninn, sögðu þeir með sér: Þessi er
erfinginn. Komi þér og aflífu vær hann og leggjum svo undir oss hans arfleifð.
Og þeir gripu hann og ráku hann út af víngarðinum og aflífuðu hann. En nær
herrann víngarðsins kemur, hvað man hann gjöra við þessa víngarðsmenn? Þeir
sögðu til hans: Þeim vondum mun hann vondslega fyrirfara og sinn víngarð
byggja öðrum víngarðsmönnum, þeir eð honum ávöxt gjalda í réttan tíma.

Jesús sagði til þeirra: Hafi þér aldri lesið í ritningunum, að þann stein sem
byggjendur höfðu út kastað, hann er nú vorðinn að höfði hyrningar? Af Drottni
er það gjört og er undarlegt fyrir vorum augum. Fyrir því segi eg yður að Guðs
ríki mun frá yður takast og heiðnum gefið verða, þeim sem þess ávöxt færa. En
hver yfir þennan stein fellur, hann mun sundur myljast, en yfir hvern hann
fellur, þann man hann sundur merja. Og þá er kennimannahöfðingjar og farísei
heyrðu hans eftirlíkingar, formerktu þeir það hann sagði af þeim og sóktu að
grípa hann, en óttuðust þó fólkið því að það hélt hann fyrir spámann.*xxii. kapítuli

Og Jesús svaraði og talaði í annað sinn í eftirlíkingum til þeirra og sagði:
Himnaríki er líkt þeim konungi sem brúðkaup gjörði syni sínum og sendi út sína
þjóna að kalla boðsmennina til brúðkaupsins, og þeir vildu eigi koma. Í annað
sinn sendi hann aðra þjóna út og sagði: Segið boðsmönnunum: Sjáið, mína máltíð
hefi eg til búið, mínir uxar og alið fé eru slátraðir og allt er reiðubúið,
komið til brúðkaupsins. En þeir forsmáðu það og gengu í burt, einn á sinn
bústað, en annar til sinnar sýslunar, en sumir gripu hans þjóna, dáruðu þá og
drápu. En þá konungurinn heyrði það, varð hann reiður og sendi út sinn her og
fyrirfór þessum morðingjum og brenndi upp borg þeirra.

Þá sagði hann til sinna þjóna: Brullaupið er að sönnu reiðubúið, en þeim sem
boðið var, voru þess eigi verðugir. Fyrir því farið út á strætin og bjóðið til
brúðkaupsins hverjum sem þér finnið. Og hans þjónar gengu út á strætin og
saman söfnuðu öllum þeim þeir fundu, vondum og góðum, og brúðlaupið varð
alskipað af mönnum. Þá gekk konungurinn inn að sjá gestina. Og hann sá þar
mann, eigi klæddan með brullaupsklæðum, og sagði til hans: Vinur, hverninn
gekktu inn hingað, hafandi eigi brúðlaupsklæði? En hann þagði. Konungurinn
sagði þá til sinna þénara: Bindið hans hendur og fætur og varpið honum í yðstu
myrkur. Þar man vera óp og tannagnístran. Því að margir eru kallaðir, fáir
útvaldir.*

Þá gengu farísei burt og settu ráð saman að þeir gætu veitt hann í orðum og
sendu til hans sína lærisveina með Heródis þénurum og sögðu: Meistari, vær
vitum að þú ert sannsögull og kennir Guðs götu í sannleika, skeytir eigi
nokkrum því að þú fer eigi að yfirlitum manna. Fyrir því seg oss hvað þér
líst. Hvort leyfist að gefa keisaranum skatt eður eigi? En Jesús formerkti
þeirra fláttskap, sagði hann: Hvað freisti þér mín hræsnarar? Sýnið mér
myntina peningsins. Og þeir fengu honum peninginn. Jesús sagði til
þeirra: Hvers er þessi mynt og yfirskrift? Þeir sögðu honum: Keisarans. Þá
sagði hann til þeirra: Gefið keisaranum hvað keisarans er og það Guði hvað
Guðs er. Og er þeir heyrðu það, undruðust þeir, forlétu hann og gengu í burt.*

Á þeim sama degi gengu saddúkei til hans, hverjir eð segja upprisuna eigi
vera, spurðu hann að og sögðu: Meistari Moyses hefir sagt að ef nokkur
andaðist og hefði eigi barn eftir, þá skyldi bróðir hans eiga hans eiginkonu
og uppvekja sínum bróður sæði. En hjá oss voru (vii) bræður. Hinn fyrsti
fastnaði sér konu, og hann andaðist. Og af því hann hafði ekkert sáð, lét hann
bróður sínum eftir eiginkonu sína, líka sá annar og hinn þriðji, allt til hins
sjöunda. En síðast allra andaðist og konan. Hvers þeirra sjö verður hún nú
eignarkona í upprisunni? Því að allir þeir hafa hana haft. En Jesús svaraði og
sagði til þeirra: Þér villist og vitið eigi ritningarnar né heldur Guðs kraft.
Því að í upprisunni munu þeir hvorki kvænast né sig kvænast láta, heldur eru
þeir sem englar Guðs á himni.

En hafi þér eigi lesið hvað af Guði er sagt af upprisu framliðinna er hann
segir: Eg em Guð Abrahams og Guð Ísaks og Guð Jakobs. Því Guð er eigi Guð
dauðra, heldur lifandra manna. Og er fólkið heyrði þetta, undraðist það hans
kenning.

En er farísei heyrðu það hann hefði þaggað saddúkeis, söfnuðust þeir saman í
eitt. Og einn lögvitringur af þeim spurði hann að, freistandi hans: Meistari,
hvert er hið mesta boðorð í lögmálinu? En Jesús sagði til hans: Elska skalt þú
Drottin Guð þinn af öllu þínu hjarta og af allri önd þinni og af öllu þínu
hugskoti. Þetta er hið fyrsta og mesta boðorð. En annað er þessu líkt: Elska
skalt þú náunga þinn svo sem sjálfan þig. Í þessum tveimur boðorðum hengur
allt lögmál og spámenn.

En þá farísei voru til samans komnir, spurði Jesús þá að og sagði: Hvað
virðist yður af Kristi, hvers son eð hann sé? Þeir sögðu honum: Davíðs. Hann
sagði til þeirra: Hverninn kallar Davíð hann þá í andanum herra er hann
segir: Drottinn sagði mínum drottni: Sit þú til minnar hægri handar þar til eg
set óvini þína til skarar þinna fóta. Nú ef Davíð kallar hann herra, hverninn
er hann hans sonur? Og enginn gat honum orði svarað, og eigi dirfðist nokkur
upp frá þeim degi hann framar að spyrja.*


xxiii. kapítuli

Þá talaði Jesús til fólksins og til sinna lærisveina og sagði: Á Moyses stóli
sitja skriftlærðir og farísei. Allt hvað þeir segja yður þér skulið halda, það
haldið og gjörið, en eftir þeirra verkum skulu þér eigi gjöra því að þeir
segja það og gjöra eigi. Því þeir samanbinda þungar byrðir og óbærilegar, og
leggja þær mönnum á herðar, en sjálfir þeir vilja eigi áhræra þær fingri
sínum. Því öll sín verk gjöra þeir að þeir sjáist af mönnum. Sín minningarblöð
útþenja þeir, og fald sinna klæða mikla þeir. Kær hafa þeir hin fremstu sæti
að kveldverðum, æðstu sessa í samkunduhúsum og kveðjur á torgum og af mönnum
rabbí kallaðir verða.

En þér skuluð eigi rabbí kallast því að einn er yðar meistari, Kristur, en þér
allir eruð bræður, og öngvan skulu þér yðar föður kalla á jörðu því einn er
yðar faðir, sá sem á himnum er. Og þér skuluð eigi meistarar kallast því einn
er yðar meistari, Kristur. Sá sem að mestur er yðar, sé hann yðar þénari. Því
að hver sig upphefur, sá man niðurlægjast, og hver sjálfan sig niðurlægir,
hann man upphafinn verða.*

Vei yður skriftlærðum og faríseis, þér hræsnarar, hverjir himnaríkið aftur
lokið fyrir mönnum. Því að eigi gangi þér þar inn, og þeim er inn vilja ganga
í það, þá lofi þér eigi.

Vei yður skriftlærðum og faríseis, þér hræsnarar, hverjir ekknahúsin upp etið
með yfirhylmingu langra bæna. Fyrir það munu þér þess meiri fordæming öðlast.

Vei yður skriftlærðum og faríseis, þér hræsnarar, hverjir um kring
farið sjó og lönd svo að þér gjörið einn að samlendingsgyðingi, og nær hann er
það vorðinn, gjöri þér hann að helvískum syni, tvefalt meir en þér eruð.

Vei yður blindum leiðtogurum, þér sem segið: Hver hann sver við musterið, það
sé ekkert, en hver sver við gullið musterisins, sá er sekur. Þér fífl og
forblindaðir, hvort er meira gullið eða musterið, það er gullið helgar? Og
hver eð sver við altarið, sé ekkert, en hver hann sver við það offur sem á því
er, sá sé sekur. Þér heimskir og blindir, hvort er meira offrið eða altarið
það sem offrið helgar? Fyrir því hver hann sver við altarið, sá sver við það
og við allt hvað þar er upp á. Og hver hann sver við musterið, sá sver við það
og við þann sem þar byggir inni. Og hver sver við himininn, sá sver við Guðs
sæti og við þann sem þar upp á situr.

Vei yður skriftlærðum og faríseis, þér hræsnarar, hverjir tíundið myntu,
aneth, ciminum og yfirgefið það hvað þyngst er í lögmálinu, einkum dóminn,
miskunnsemd og trúna. Þetta byrjaði að gjöra og hitt eigi eftir að skilja. Þér
blindir leiðtogarar sem síið mýfluguna, en gleypið úlfbaldann.

Vei yður skriftlærðum og faríseis, þér hræsnarar, sem hreinsið hið ytra bikara
og diska, en innan eru þér fullir ráns og óhreininda. Þú blindur faríseari,
hreinsa fyrst ið innra á bikurum og diskum svo að ið ytra verði og hreint.

Vei yður skriftlærðum og faríseis, þér hræsnarar, hverjir líkir eruð
forfáguðum leiðum framliðinna, hver eð utan sýnast mönnum fögur, en innan eru
þau full af dauðra manna beinum og allri óþekkt. Svo og þér skínið að sönnu
utan fyrir mönnum réttlátir, en fyrir innan eru þér fullir hræsni og ranginda.

Vei yður skriftlærðum og faríseis, þér hræsnarar, hverjir uppbyggið
spámannaleiðin og prýðið grafir réttlátra manna og segið: Ef vér hefðum verið
á dögum feðra vorra, skyldu vær eigi verið hafa samlagsmenn þeirra í blóði
spámannanna? Því svo beri þér yður sjálfum vitni að þér eruð synir þeirra sem
spámennina aflífuðu, og svo uppfylli þér mæling feðra yðvarra. Þér
eiturormar og nöðru kyn, hverninn umflýi þér helvíska fyrirdæming?

Fyrir því sjáið: Eg sendi til yðar spámenn, spekinga og skriftlærða menn. Og
nokkra af þeim munu þér aflífa og krossfesta, og suma munu þér húðstrýkja í
samkunduhúsum yðar. Og af annarri borg í aðra munu þér þá ofsækja svo að yfir
yður komi allt réttlátt blóð sem á jörðina út er hellt í frá blóði Abels
réttláta allt til blóðs Sakaríe, sonar Barakía, hvern þér drápuð á millum
musteris og altarisins. Sannlega segi eg yður að allt þetta man koma yfir
þessa kynslóð. Jerúsalem, Jerúsalem, þú sem aflífar spámennina og grýtir þá er
til þín eru sendir. Hversu oft hefi eg viljað saman safna sonum þínum líka eð
hæna safnar ungum sínum undir vængi sér, og þér hafið eigi viljað. Sjáið,
yðvart hús skal yður í eyði látið verða. Því að eg segi yður að þér munuð eigi
sjá mig upp frá þessu þar til þér segið: Blessaður sé sá sem kemur í nafni
Drottins.*


xxiv. kapítuli

Og sem Jesús gekk út af musterinu, þá gengu hans lærisveinar til hans að þeir
sýndu honum bygging musterisins. En Jesús sagði til þeirra: Sjái þér ekki allt
þetta? Sannlega segi eg yður að hér mun eigi eftir látast steinn yfir steini,
sá er eigi man niðurbrotinn verða.

En sem hann sat í fjallinu Oliveti, gengu hans lærisveinar að honum heimuglega
og sögðu: Seg þú oss hvenar þetta mun ske og hvert teikn er þinnar tilkomu og
veraldarinnar enda. En Jesús svaraði og sagði til þeirra: Sjáið til að enginn
villi yður. Því að margir munu koma undir mínu nafni og segja: Eg em Kristur,
-og þeir munu marga villa.

Því þér munuð heyra bardaga og hernaðartíðindi. Sjáið til að þér skelfist
ekki. Því að allt þetta hlýtur að ske. Þó er þá enn eigi endirinn kominn. Þar
man og ein þjóð hefja sig upp í mót annarri og ríki í mót ríki,
drepsóttir og hungur og jarðskjálftar munu þar verða í sumum hverjum stöðum.
En allt þetta eru upphöf harmkvælanna.

Þá munu þeir ofurselja yður í harðkvæli, og yður munu þeir lífi firra, og þér
verðið hataðir af öllum þjóðum fyrir míns nafns sakir. Og þá munu margir
hneykslum fyllast og innbyrðis hver annan tæla og hver annan að hatri hafa. Og
margir falsspámenn munu sig upphefja og margan afvegaleiða. Og af því að
ranglætið man yfirgnæfa, mun kærleikurinn margra útkólna. En hver eð
staðfastur blífur allt til enda, sá mun hólpinn verða. Og þetta evangelium
ríkisins mun predikað verða um allan heim til vitnisburðar yfir allar þjóðir.
Og þá mun endirinn koma.

Því nær þér sjáið svívirðing eyðslunnar, af hverri eð sagt er fyrir spámanninn
Daníel þá er hann stóð í helgum stað - hver það les, hann hyggi þar að -
hverjir þá eru á Gyðingalandi, flýi þeir á fjöll. Og hver hann er á ræfri,
fari sá eigi ofan nokkuð að taka úr sínu húsi. Og sá sem á akri er, snúi hann
eigi aftur að taka upp kyrtil sinn. En vei þunguðum og brjóstmylkingum á þeim
dögum. Af því biðjið að yðar flótti ske eigi %um vetur eður á þvottdegi. Því að
þá man verða svo stór hörmung, hvílík að eigi var í frá upphafi veraldar allt
til þessarar stundar og eigi heldur verða mun. Og nema það að þessir dagar sé
styttir, verður ekkert hold hólpið. En fyrir útvaldra sakir þá eru þessir
dagar forstyttir.

En ef nokkur segir þá til yðar: Sjáið, hér er Kristur, eður þar, - skulu þér
eigi því trúa. Því að upp munu rísa falskristar og falsspámenn, og þeir munu
gjöra stór tákn og undur svo að í villu munu leiðast (ef ske mætti) einninn
útvaldir. Sjáið, eg sagði yður það fyrir. Nú ef þeir segja til yðar: Sjáið,
hann er á eyðimörk, - þá gangið eigi út. Sjáið, hann er í launkofum, - þá
trúið eigi. Því að svo sem elding út gengur af uppgöngu og skín allt til
niðurgöngu, líka svo man vera tilkoma mannsins sonar. Því hvar helst að hræið
er, þangað munu ernir og safnast. En strax eftir hörmung þessara daga
man sólin sortna og tunglið eigi sitt ljós gefa og stjörnur af himni hrapa, og
kraftar himnanna munu hrærast. Og þá mun skína teikn mannsins sonar á himni,
og munu sér þá kveina allar kynkvíslir jarðar. Og þeir munu sjá mannsins son
komanda í skýjum himins með krafti miklum og tignarveldi. Og sína engla man
hann útsenda með lúðraþeytingu mikilli. Og hans útvöldum munu þeir saman safna
af fjórum vindum frá yðstu álfum himnanna og allt til þeirra endimarka.

Af fíkjutrénu lærið eftirlíking. Nær eð þess kvistur gjörist frjór og laufin
út spretta, þá viti þér það sumarið er í nánd. Líka svo nær þér sjáið allt
þetta, þá vitið að það er nærri fyrir dyrum. Sannlega segi eg yður að þessi
kynslóð mun eigi forganga þar til að allt þetta sker. Him[i]ninn og jörð munu
forganga, en mín orð munu eigi forganga. En af þeim degi eður stundu veit
enginn og ekki englar af himnum nema minn faðir einnsaman.

En líka sem var um daga Nohe, svo mun og verða í tilkomu mannsins sonar. Því
svo sem þeir voru á þeim dögum fyrir flóðið að þeir átu, þeir drukku, þeir
giftust og létu sig giftast allt til þess dags, á hverjum Nohe gekk í örkina.
Og þeir sættu því ekki þar til að flóðið kom og tók þá alla í burt. Svo man og
vera í tilkomu mannsins sonar. Munu þá tveir á akri vera og man einn
meðtekinn, en annar forlátinn verða. Og tvær munu í kvernhúsi malandi vera, og
mun ein meðtekin og önnur forlátin verða.

Fyrir því vakið því að þér vitið eigi á hverri stundu yðar herra muni koma. En
það skulu þér vita að ef húsfaðirinn vissi á hverri stundu eð þjófurinn kæmi,
mundi hann vaka og láta eigi sitt hús í sundur grafa. Fyrir því verið þér og
reiðubúnir, því að mannsins son mun koma á þeirri stundu þér meinið ekki. En
hver hann er trúr þjón og forsjáll sem herrann hefir sett yfir sín heimahjú að
hann gæfi þeim fæði í réttan tíma, sæll er sá þjón nær hans herra kemur og
finnur hann svo gjöranda. Sannlega segi eg yður að hann mun þann setja yfir
öll sín auðæfi. En ef sá vondi þjón segir í sínu hjarta: Minn herra
gjörir dvöl á að koma, - og tekur að slá sína samlagsþjóna, etur og drekkur
með drykkjurúturum, en herra þess þjóns mun koma á þeim degi sem hann vonar
eigi og á þeirri stundu er hann grunar eigi og í sundur partar hann og setur
hans hlutskipti með hræsnurum. Þar man vera óp og tannagnístran.


xxv. kapítuli

Þá man himnaríki líkt vera tíu meyjum, hverjar eð tóku sína lampa og gengu út
í móti brúðgumanum. En fimm af þeim voru fávísar og fimm forsjálar. Þær sem
fávísar voru, tóku sína lampa, en tóku þó ekkert viðsmjör með sér, en hinar
forsjálu tóku í sínum kerum viðsmjör með lömpunum. Og er brúðguminn gjörði
dvöl á að koma, syfjaði þær allar og sofnuðu. En um miðnætti kom kall: Sjáið,
brúðguminn kemur, gangi þér út í móti honum. Þá stóðu upp allar þessar meyjar
og prýddu sína lampa. En þær fávísu sögðu til hinna forsjálu: Gefið oss af
viðsmjöri yðru því að vorir lampar slokkna út. Hinar forsjálu svöruðu og
sögðu: Má vera að eigi sé nóg fyrir oss og svo yður. Fari þér heldur til
sölumanna og kaupið yður. En er þær gengu að kaupa, kom brúðguminn, og þær sem
reiðubúnar voru, gengu með honum inn til brullaupsins, og hurðinni var aftur
lokað. En að síðustu komu og hinar aðrar meyjar og sögðu: Herra, herra, lúk þú
upp fyrir oss. En hann svaraði og sagði til þeirra: Sannlega segi eg yður að
eg þekki yður eigi. Fyrir því vakið að þér vitið eigi þann dag né stund, á
hverri mannsins son mun koma.*

Líka sem sá maður er ferðaðist langt burt, kallaði sína þjóna og fékk þeim
sitt góss. Og einum fékk hann fimm pund, en öðrum tvö, hinum þriðja eitt,
hverjum einum eftir sínum formætti, og ferðaðist strax af stað. Þá gekk sá til
sem fimm pund hafði meðtekið og verkaði með þeim sömum og vann þar á önnur
fimm pund. Líka einninn sá sem tvö pund hafði meðtekið, vann og á tvö
önnur. En sá er eitt hafði meðtekið, fór burt, gróf í jörð og faldi þar síns
herra fé. En eftir langan tíma liðinn kom herrann þessara þjóna og hélt
reikningsskap við þá. Og sá gekk til sem fimm pund hafði meðtekið og færði
honum önnur fimm pund og sagði: Herra, fimm pund fékkstu mér, sjá, önnur fimm
hefi eg áunnið. Hans herra sagði honum: Ey, þú hinn góði og trúlyndi þjón. Af
því þú vart trúr yfir litlu, þá man eg setja þig yfir mikið. Gakk inn í þíns
herra fögnuð. Þá gekk og sá að sem tvö pund hafði meðtekið og sagði: Herra,
tvö pund fékkstu mér, sjá, önnur tvö pund hefi eg áunnið. Hans herra sagði til
hans: Ey, þú hinn góði þjón og trúlyndi. Því að þú vart trúr yfir fáu, mun eg
setja þig yfir mikið. Gakk inn í þíns herra fögnuð.

Þá gekk sá að sem eitt pund hafði meðtekið og sagði: Herra, eg veit að þú ert
harður mann, uppsker hvar þú sáðir eigi og saman safnar hvar þú dreifðir eigi.
Og óttasleginn fór eg burt og faldi pund þitt í jörðu. Sjá, þar hefir þú það
hvað þitt er. En hans herra svaraði og sagði til hans: Þú vondur þjón og
latur, vissir þú að eg sker upp hvar eg sáði eigi og saman safna hvar eg
dreifða eigi. Því byrjaði þér að fá minn pening verslunarmönnum, og nær eg
kæma, hefða eg hvað mitt er til mín tekið með ábata. Fyrir því takið af honum
það pund og gefið honum sem tíu pund hefur. Því að hverjum sem hefur, honum
mun gefið verða, og mun hann nægð hafa, en hver eð eigi hefur, frá þeim mun
tekið verða og það hann sýnist hafa. Og þeim ónýta þjón kasti þér í hin yðstu
myrkur. Þar mun vera óp og tannagnístran.

En þá mannsins son mun koma í sínu tignarveldi og allir helgir englar með
honum, hann mun þá sitja í sæti síns veldis. Og allar þjóðir munu saman
safnast fyrir honum, og hann mun þá sundur skilja hvora frá öðrum svo sem
hirðir sundur greinir sauði frá kiðum. Og sauðina mun hann skipa til sinnar
hægri handar, en kiðin til vinstri. Þá mun konungurinn segja til þeirra sem á
hans hægri hönd eru: Komi þér, blessaðir föður míns, og eignist það ríki sem
yður var til búið frá upphafi veraldar. Því að hungraður var eg, og þér
gáfuð mér að eta, þyrstur var eg, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var eg,
og þér hýstuð mig, nakinn var eg, og þér klædduð mig, sjúkur var eg, og þér
vitjuðuð mín, í myrkvastofu var eg, og þér komuð til mín.

Þá munu hinir réttlátu svara honum og segja: Herra, hvenar sáu vær þig
hungraðan og söddum þig eða þyrstan svo vér gáfum þér [að] drekka? Eða hvenar
sáu vær þig gest kominn og hýstum þig eða nakinn og klæddum þig? Eða hvenar
sáu vær þig sjúkan eða í myrkvastofu og komum til þín? Og konungurinn mun
svara og segja til þeirra: Sannlega segi eg yður: Hvað þér gjörðuð einum af
þessum mínum minnstum bræðrum, það gjörðu þér mér.

Þá mun hann og segja til þeirra sem til vinstri handar eru: Farið burt frá
mér, þér bölvaðir, í eilífan eld, þann sem fyrirbúinn er fjandanum og hans
árum. Því að hungraður var eg, og þér gáfuð mér eigi að eta, þyrstur var eg,
og þér gáfuð mér eigi að drekka, gestur var eg, og þér hýstuð mig eigi, nakinn
var eg, og þér klædduð mig eigi, sjúkur og í myrkvastofu var eg, og þér
vitjuðuð mín eigi.

Þá munu þeir svara og segja: Herra, hvenar sáu vær þig hungraðan eður þyrstan,
gest eða nakinn, sjúkan eða í myrkvastofu og höfum þér eigi þjónað? Þá mun
hann svara þeim og segja: Sannlega segi eg yður: Hvað þér gjörðuð eigi einum
af þessum inum minnstum, það gjörðuð þér mér eigi. Og munu þeir þá ganga í
eilífar píslir, en réttlátir í eilíft líf.*


xxvi. kapítuli

Og það gjörðist þá Jesús hafði lyktað öll þessi orð, sagði hann til sinna
lærisveina: Þér vitið að eftir tvo daga verða páskar og mannsins son mun
ofurseljast að hann krossfestur verði. Þá saman söfnuðust
kennimannahöfðingjar, skriftlærðir og öldungar lýðsins í forbyrgi
kennimannahöfðingjans, þess er Kaífas hét, og samsettu ráð hverninn
þeir gæti með slægð gripið Jesúm og líflátið. En þeir sögðu: Eigi á
hátíðardeginum svo að eigi verði upphlaup með fólkinu.

En þá Jesús var nú í Betanía í húsi Símonar vanheila, gekk kona að honum
hafandi buðk dýrlegs smyrslavats, og hún hellti því yfir höfuð honum er hann
sat við borðið. En er það sáu hans lærisveinar, þykktust þeir og sögðu: Til
hvers er þessi spilling? Því það hefði mátt seljast fyrir mikið og gefist
fátækum. En er Jesús fornam það, sagði hann til þeirra: Hvað eruð þér ýfnir
við þessa konu? Því gott verk gjörði hún á mér. Fátæka hafi þér jafnan hjá
yður, en mig hafi þér eigi alla tíma. Það hún hellti þessu smyrslavatni yfir
minn líkama, það gjörði hún mér til greftrunar. Sannlega segi eg yður: Hvar
helst þetta evangelium predikað verður í öllum heimi, mun sagt verða: Í hennar
minning, hvað hún hefir gjört.

Þá gekk burt einn af tólf, sá er Júdas Skariot hét, til kennimannahöfðingja og
sagði til þeirra: Hvað vilji þér gefa mér, og mun eg selja yður hann? En þeir
buðu honum þrjátigi silfurpeninga, og þaðan í frá leitaði hann lægis það hann
sviki hann.

En á fyrsta sætubrauðsdegi gengu lærisveinarnir til Jesú og sögðu til hans:
Hvar viltu að vér tilreiðum þér páskalambið að eta? En Jesús sagði: Farið þér
í borgina til nokkurs og segið honum: Meistarinn lét segja þér: Minn tími er í
nánd, hjá þér vil eg páska halda með lærisveinum mínum. Og lærisveinarnir
gjörðu svo sem Jesús hafði þeim boðið og reiddu til páskalambið.

En að kveldi komnu setti hann sig til borðs með sínum tólf lærisveinum. Og er
þeir átu, sagði hann: Sannlega segi eg yður að einn yðar mun svíkja mig. Þeir
hryggðust mjög við það og tóku allir til að segja: Er eg það nokkuð, herra? En
hann svaraði og sagði: Sá er hendinni drepur í fatið með mér, hann mun mig
forráða. Mannsins son mun að sönnu fara svo sem skrifað er af honum, en vei
þeim manni, fyrir hvern mannsins son mun forráðinn verða. Betra væri honum
að sá sami maður hefði aldri fæddur verið. En Júdas svaraði, sá er
forréð hann, og sagði: Er eg það nokkuð, rabbí? Hann sagði til hans: Þú sagðir
það.

En þá þeir neyttu, tók Jesús brauðið, blessaði og braut það, gaf sínum
lærisveinum og sagði: Takið og etið, þetta er mitt hold. Hann tók og kalekinn,
gjörði þakkir, gaf hann þeim og sagði: Drekkið allir hér út af. Því að það er
mitt blóð, ens nýja testaments, hvert eð úthellist fyrir marga til syndanna
fyrirgefningar. En eg segi yður að eg mun eigi héðan í frá drekka af þessum
vínviðarins ávexti allt til þess dags er eg mun drekka það nýtt með yður í
míns föðurs ríki. Og að lofsöngnum sögðum gengu þeir út í fjallið Oliveti.

Þá sagði Jesús til þeirra: Á þessari nótt munu þér allir hneykslan líða á mér,
því að skrifað er: Hirðirinn mun eg slá, og sauðir hjarðarinnar munu í sundur
tvístrast. En eftir það eð eg er upprisinn, mun eg ganga fyrir yður í
Galíleam. Pétur svaraði og sagði til hans: Og þó allir skammfyllist við þig,
þá skal eg þó aldri skammfyllast þér. Jesús sagði til hans: Sannlega segi eg
þér að á þessari nótt, áður en haninn gelur, muntu afneita mig þrysvar. Pétur
sagði til hans: Einninn þó mér byrjaði með þér að deyja, skylda eg eigi neita
þér. Slíkt hið sama sögðu og allir lærisveinarnir.

Jesús kom þá með þeim í það gerðistún sem kallaðist Getsemani og sagði til
sinna lærisveina: Sitjið hér á meðan eg fer þangað og bið, - og tók með sér
Petrum og tvo sonu Sebedei, tók síðan til að hryggvast og harmþrunginn að
verða. Hann sagði þá til þeirra: Hrygg er sála mín allt til dauða. Blífið hér
og vakið með mér. Hann gekk litlu eina fram lengra, féll fram á sína ásjónu,
biðjandi og sagði: Faðir minn, ef mögulegt er, þá líði af mér kalekur þessi,
en eigi þó sem eg vil, heldur svo sem þú vilt. Og hann kom til sinna
lærisveina og fann þá sofandi og sagði til Péturs: Máttir þú ekki eina stund
vaka með mér? Vakið þér og biðjið svo að þér fallið eigi í freistni. Andinn er
að sönnu reiðubúinn, en holdið er breyskt.

Í annað sinn gekk hann enn burt og bað, segjandi: Faðir minn, ef þessi kalekur
má eigi af mér líða utan eg drekki hann, þá verði þinn vilji. Og hann
kom aftur og fann þá sofandi, og þeirra augu voru þrungin. Og hann lét þá
kyrra og gekk í burt aftur og bað í þriðja sinn, segjandi in sömu orð. Þá kom
hann til sinna lærisveina og sagði til þeirra: Ó, já, vilji þér nú sofa og
hvílast? Sjáið, sú stund tekur að nálgast eð mannsins son mun ofurseljast í
syndugra hendur. Standið upp, föru vær. Sjáið, hann tekur að nálgast, sá er
mig forræður.

Og sem hann var þetta að tala, sjá, að Júdas, einn af tólf, kom og með honum
flokkur mikill með sverðum og stöngum, út sendir af kennimannahöfðingjum og
öldungum lýðsins. En sá er hann forréð, gaf þeim teikn til og sagði: Hvern
helst eð eg kyssi, sá er það. Haldið honum. Og jafnsnart gekk hann að Jesú og
sagði: Heill sért þú, rabbí. Og hann kyssti hann. En Jesús sagði til hans:
Minn vin, hvar til komt þú hingað? Þá gengu þeir þangað að og lögðu hendur á
Jesúm og gripu hann.

Og sjá, að einn út af þeim sem með Jesú voru, rétti höndina, rykkti sínu
sverði og sló þjón kennimannahöfðingjans og hjó af hans eyra. Þá sagði Jesús
til hans: Snú þú sverði þínu aftur í sína slíður. Því að hverjir sem sverðið
taka, þeir munu fyrir sverði farast. Eður meinar þú að eg kunni eigi að biðja
föður minn að hann skikkaði mér meir en tólf %legion engla? Eða hverninn
uppfyllast þá ritningarnar svo byrjar að ske skuli?

Á þeim tíma sagði Jesús til flokksins: Þér eruð út gengnir líka sem til annars
spillvirkja með sverðum og stöngum að höndla mig. Daglega hefi eg þó hjá yður
setið og kennt í musterinu, og þér hafið mig eigi gripið. En allt þetta er
skeð svo að uppfylltust ritningar spámannanna. Þá forlétu hann allir
lærisveinarnir og flýðu. En þeir sem Jesúm höfðu gripið, leiddu hann til
Kaífas kennimannahöfðingja, hvar eð skriftlærðir og öldungar voru saman
komnir. En Pétur fylgdi honum eftir langt í burt frá allt í forbyrgi
kennimannahöfðingjans og gekk inn, setti sig hjá þénurunum svo að hann sæi
hver endir á yrði. En kennimannahöfðingjar og allt ráðið leituðu
ljúgvitna í gegn Jesú svo að þeir gætu selt hann í dauða og fundu engin. Og þó
að mörg falsvitni gengu fram að, þá fundu þeir engin. En að síðustu gengu
tveir falsvottar til og sögðu: Þessi sagði: Eg get niður brotið musteri Guðs
og eftir þrjá daga það upp aftur byggt.

Kennimannahöfðinginn stóð upp og sagði til hans: Svarar þú öngu til þessa sem
þeir vitna í móti þér? En Jesús þagði. Kennimannahöfðinginn ansaði og sagði
til hans: Eg særi þig fyrir lifanda Guð að þú segir oss ef þú ert Kristur,
sonur Guðs. Jesús sagði: Þú sagðir það. En þó segi eg yður: Hér eftir man það
ske að þér munuð sjá mannsins son sitja til hægri handar Guðs kraftar og
komandi í skýjum himins.

Þá reif kennimannahöfðinginn sín klæði og sagði: Hann guðlastaði, hvað þurfu
vær vitnanna við? Sjá, þér heyrðuð nú sjálfir hans guðlastan. Hvað virðist
yður? Þeir svöruðu og sögðu: Hann er dauðans sekur. Þá spýttu þeir í hans
ásján og börðu hann með hnefum, en aðrir gáfu pústra í hans andlit og sögðu:
Spá þú oss, Kristur, hver sá er sem þig sló?

En Pétur sat úti í fordyrinu. Og ambátt ein gekk að honum og sagði: Og þú vart
með hinum Jesú af Galílea. En hann neitaði fyrir öllum og sagði: Eg veit eigi
hvað þú segir. En sem hann gekk út um dyrnar, leit hann ein önnur og sagði til
þeirra sem þar voru: Þessi var og með Jesú af Nasaret. Og í annað sinn neitaði
hann með eiði, að - eigi þekkti eg þann mann. Og innan skamms gengu þeir að
sem þar stóðu og sögðu til Petro: Að sönnu ertu og af þeim því að þitt mál
opinberar þig. Þá tók hann að formæla sér og sverja að eigi þekkti hann þann
mann. Og jafnsnart gól haninn. Og þá minntist hann orða Jesú er hann sagði til
hans: Áður en haninn gelur, neitar þú mér þrysvar, - gekk út og grét
beisklega.xxvii. kapítuli

En að morgni gengu allir kennimannahöfðingjar og öldungar lýðsins saman í ráð
móti Jesú svo að þeir gætu hann líflátið. Þeir bundu hann og leiddu í burt og
ofurseldu hann pontverskum Pílato landsdómara.

Þá er Júdas, sá er forréð hann, leit það að hann var til dauða dæmdur,
iðraðist hann þess og færði aftur kennimannahöfðingjum og öldungum lýðsins þá
xxx silfurpeninga og sagði: Misgjörða eg, það eg forréð saklaust blóð. En þeir
sögðu: Hvað kemur það við oss? Sjá þú þar fyrir. Og hann snaraði þeim
silfurpeningum í mustérið, fór þaðan, gekk í burt og hengdi sjálfan sig í
snöru.

En kennimannahöfðingjar tóku silfurpeningana og sögðu: Eigi hæfir að vér látum
þá í guðskistuna því að það er blóðsöluverð. En að samteknu ráði keyptu þeir
meður þeim leirkerarans akur vegförundum til greftrunar. Fyrir það er sá akur
kallaður Blóðakur allt til þessa dags. Þá er nú uppfyllt hvað sagt er fyrir
Jeremíam spámann, segjanda: Og þeir tóku þá xxx silfurpeninga er hinn seldi
með bítalaður varð, hvern þeir keyptu af sonum Íraels og hafa gefið þá fyrir
leirkerarans akur eftir því sem Drottinn hafði mér umboðið.

En Jesús stóð fram fyrir landsdómaranum. Og landsdómarinn spurði hann að og
sagði: Ertu konungur Gyðinga? En Jesús sagði til hans: Þú segir það. Og sem
hann klagaðist af kennimannahöfðingjum og öldungum, svaraði hann öngu. Þá
sagði Pílatus til hans: Heyrir þú ekki hve mörg vitni þeir segja í móti þér?
Og eigi svaraði hann honum til nokkurs orðs svo að dómarinn undraðist það
næsta.

En á hátíðardeginum var landsdómarinn vanur fólkinu lausan að láta einn
bandingja, hvern helst þeir vildu. En þá hafði hann einn formætan bandingja,
sá er Barrabas hét. Sem þeir voru til samans komnir, sagði Pílatus til þeirra:
Hvorn vilji þér að eg láti yður lausan, Barrabam eða Jesúm, sá er kallast
Kristur? Því að hann vissi vel að þeir höfðu fyrir öfundar sakir ofurselt
hann.

Og sem hann sat á dómstólinum, sendi hans húsfrú til hans, segjandi: Haf þú
ekkert með þennan réttláta því að margt hefi eg liðið í dag í svefni fyrir
hann.

Kennimannahöfðingjar og öldungar réðu fólkinu að það skyldi biðja um Barrabam,
en Jesú skyldu þeir fyrirfara. Landsdómarinn svaraði og sagði til þeirra:
Hvorn af þessum tveimur vilji þér að eg láti yður lausan? Þeir sögðu:
Barrabam. Pílatus sagði til þeirra: Hvað skal eg þá gjöra af Jesúm, hver eð
Kristur kallast? Þeir sögðu honum allir: Krossfestist hann. En landsdómarinn
sagði: Hvað hefir hann þess illt gjört? En þeir kölluðu því meir, segjandi:
Krossfestist hann.

Og er Pílatus sá það hann fékk ekki að gjört, heldur það að þar yrði enn meira
upphlaup af, tók hann vatn, þvó hendurnar fyrir fólkinu og sagði: Saklaus em
eg af blóði þessa ins réttláta. Sjái þér til. Allur lýðurinn svaraði og sagði:
Hans blóð komi yfir oss og yfir sonu vora. Þá lét hann þeim Barrabam lausan,
en húðstrýktan Jesúm gaf hann þeim ofur að hann krossfestist.

Þá höfðu stríðssveinar landsdómandans Jesúm meður sér inn í þinghúsið. Þeir
söfnuðu saman að honum allt liðið og afklæddu hann. Þeir lögðu yfir hann
purpuramöttul og fléttuðu kórónu af þyrnum og settu upp á hans höfuð og reyr í
hans hægri hönd og beygðu knéin fyrir honum, spéuðu hann og sögðu: Heill sért
þú konungur Gyðinga, - og hræktu á hann, tóku reyrvöndinn, og börðu um höfuð
honum.

Og eftir það þeir höfðu spottað hann, færðu þeir hann úr möttlinum og færðu
hann aftur í sinn klæðnað og leiddu hann út að þeir krossfestu hann. En er
þeir gengu út, fundu þeir mann af Kýrenia, Símonem að nafni. Honum þrengdu
þeir til að hann bæri hans kross. Og er þeir komu í þann stað sem kallaðist
Golgata, hvað er þýðist aftökustaður, gáfu þeir honum edik að drekka galli
blandað. Og er hann smakkaði það, vildi hann eigi drekka. En sem þeir
höfðu krossfest hann, skiptu þeir klæðum hans, kastandi þar um þrautkesti, svo
að uppfylltist hvað sagt er fyrir spámanninn er hann segir: Þeir skiptu sér
klæðum mínum, og yfir mínu fati köstuðu þeir hlutkesti. Og þar sátu þeir og
varðveittu hann. Og upp yfir hans höfuð settu þeir hans sök skrifaða: Þessi er
Jesús, konungur Gyðinga. Þá voru og krossfestir með honum tveir spillvirkjar,
einn til hægri handar og einn til hinnar vinstri.

Og þeir sem þar gengu hjá, hæddu hann, skakandi höfuð sín og sögðu: Þú sá sem
niður brýtur musterið og uppbyggir það aftur á þrimur dögum, frelsa þú sjálfan
þig. Ef þú ert Guðs sonur, þá stíg þú ofan af krossinum. Líka einninn spottuðu
hann kennimannahöfðingjar með skriftlærðum og öldungum og sögðu: Aðra frelsaði
hann, sig sjálfan getur hann eigi frelsað. Ef hann er konungur Íraels, stígi
hann nú af krossinum, og munu vér trúa honum. Hann trúði á Guð. Hann frelsi
hann nú ef hann vill. Því að hann sagði: Eg em Guðs sonur. Og um það sama
hæddu hann og spillvirkjarnir, þeir með honum voru krossfestir.

En í frá séttu stund gjörðist myrkur yfir allt til níundu stundar. Og nærri
níundu stund kallaði Jesús hárri röddu og sagði: Elí, Elí, lama asabthani. Það
er: Guð minn, Guð minn, hvar fyrir forlést þú mig? En nokkrir af þeim sem
stóðu þar og heyrðu það sögðu: Þessi kallar Elíam. Og jafnsnart hljóp einn af
þeim til, tók njarðarvött, fyllti af ediki og setti hann ofan á reyrlegg og
gaf honum að drekka. En aðrir sögðu: Vert kyrr, sjáum hvort Elías kemur að
frelsa hann. Jesús kallaði enn upp í annað sinn hárri röddu og gaf upp andann.

Og sjáið, að tjaldið musterisins er í sundur rifnað í tvo parta frá ofanverðu
og allt niður í gegnum, og jörðin skalf og hellurnar klofnuðu, og grafir
framliðinna lukust upp, og margir líkamar heilagra risu upp, þeir eð sváfu og
gengu út eftir hans upprisu úr gröfunum, komu og í hina heilögu borg og
auglýstust þar mörgum.

En höfuðsmaðurinn og þeir sem með honum voru að varðveita Jesúm, þá
þeir sáu jarðskjálftann og það hvað þar skeði, urðu þeir mjög óttaslegnir,
sögðu: Sannlega var þessi Guðs sonur. Þar voru og margar konur langt í frá sem
sáu á það, hverjar Jesú höfðu eftir fylgt af Galílea og honum þjónað, meðal
hverra var María Magdalena og María móðir Jakobs og Jósef og móðir þeirra
Sebedei sona.

En að kveldi kom nokkur mann ríkur af Arimaþia, Jósef að nafni, hver eð
sjálfur var og lærisveinn Jesú. Hann gekk til Pílato og beiddi hann um líkama
Jesú. Þá skipaði Pílatus að honum skyldi fást líkið. Og er Jósef hafði tekið
við líkinu, sveipaði hann það í hreinu lérefti og lagði það í sitt eigið nýtt
leiði, hvert hann hafði út höggva látið í hellusteini og velti að dyrum
leiðisins stórum steini og gekk í burt. Þar var María Magdalena og önnur
María, sitjandi gegnt yfir frá gröfinni.

En annan dag, þann sem eftir aðfangadaginn er, söfnuðust saman
kennimannahöfðingjar og farísei til Pílato og sögðu: Herra, vær minnunst á það
að þessi falsari sagði þá er hann lifði: Eftir þrjá daga mun eg upp rísa. Af
því skipa þú að forvara gröfina allt til hins þriðja dags svo að eigi komi
hans lærisveinar og steli honum í burt og segi fólkinu að hann sé upp risinn
af dauða, og verði svo hin síðari villan argari inni fyrri. Pílatus sagði til
þeirra: Þar hafi þér varðmennina, farið og forvarið sem þér kunnið. En þeir
gengu í burt og forvöruðu gröfina meður varðmönnunum og mörkuðu steininn.


xxviii. kapítuli

En að aftni þvottdagsins, sá er hefst að morgni hins fyrsta dags þvottdaganna,
kom María Magdalena og hin önnur María að sjá gröfina.

Og sjá, þar varð jarðskjálfti mikill því að engill Drottins sté af himni, gekk
til og velti steininum frá dyrunum og sat á honum. En hans ásján var sem elding
og hans klæði hvít sem snjár. En fyrir ógninni, er af honum var,
urðu varðhaldsmennirnir sem væri þeir dauðir.

En engillinn svaraði og sagði til kvennanna: Eigi skulu þér óttast því að eg
veit að þér spyrjið að Jesú sem krossfestur er. Ei er hann hér. Upp er hann
risinn svo sem hann sagði. Komi þér hér og sjáið þann stað hvar herrann var
lagður. Gangið skyndilega og segið það hans lærisveinum að hann sé upp risinn
af dauða. Og sjá, að hann gengur fyrir yður í Galíleam. Þar munu þér sjá hann.
Sjá nú, eg sagða yður það.*

Og þær gengu skyndilega frá gröfinni meður ótta og fagnaði miklum og hlupu svo
að þær undirvísuðu það hans lærisveinum. En meðan þær gengu að kunngjöra það
hans lærisveinum, sé, þá mætti þeim Jesús og sagði: Heilar séu þér. En þær
gengu til hans og héldu hans fötum og krupu fyrir honum. Þá sagði Jesús til
þeirra: Eigi skulu þér óttast, farið og kunngjörið mínum bræðrum að þeir gangi
í Galíleam. Og þar skulu þeir mig sjá.

En meðan þær gengu á burt, sjá, þá komu nokkrir af varðhaldsmönnunum í borgina
og undirvísuðu kennimannahöfðingjum allt hvað til hafði borið. Og þeir
söfnuðust saman með öldungunum, haldandi ráðstefnu og gáfu stríðsmönnunum ærna
peninga og sögðu: Segið að hans lærisveinar kæmu um nótt og stæli honum á
meðan vér sváfum. Og ef það kann að heyrast fyrir dómaranum, skulu vér stilla
hann og gjöra að þér séuð traustir. Og þeir tóku peningana og gjörðu svo sem
þeim var kennt. Og þessi orðrómur er víðfrægur orðinn meðal Gyðinga allt til
þessa dags.

En þeir ellifu lærisveinar gengu burt í Galíleam á eitt fjall þar eð Jesús
hafði þeim fyrirskipað. Og er þeir sáu hann, hnékrupu þeir honum. En nokkrir
efuðu það. Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér
gefið á himnum og á jörðu. Fyrir því gangi þér út og lærið allar þjóðir og
skírið þær í nafni föður og sonar og heilags anda. Kennið þeim og að
geyma allt hvað eg bauð yður. Og sjáið, að eg em með yður alla daga allt til
enda veraldar.

Hér er endi S. Matteus guðsspjalla.
S. Markús

Fyrsti kapítuli

Þetta er upphaf evangelia Jesú Kristi, Guðs sonar, svo sem skrifað er af Esaia
spámanni: Eg sendi minn engil fyrir þínu augliti, sá er tilreiðir þinn veg
fyrir þér. Ein hrópandi rödd í eyðimörku: Greiði þér vegu Drottins og gjörið
hans stigu rétta. Jóhannes var í eyðimörku, skírði og predikaði iðrunarskírn
til syndanna fyrirgefningar, og þar gengu út til hans allar Júðasveitir og
aðrir fleiri af Jerúsalem að þeir skírðust af honum í Jórdanarflóði, játandi
sínar syndir.

En Jóhannes var klæddur með úlfbaldshárum, og eitt ólarbelti var um hans
lendar, en hann át engisprettur og skógarhunang. Hann predikaði og sagði: Sá
kemur eftir mig sem mér er styrkri, hvers að eg em eigi verðugur framfallandi
upp að leysa þvengi hans skófata. Eg skírða yður með vatni, en hann mun skíra
yður með helgum anda.

Það varð og á þeim dögum að Jesús af Nasaret úr Galílea kom og skírðist af
Jóhanni í Jórdan. Og strax þá hann sté upp úr vatninu, sá hann himnana opna og
helgan anda í dúfulíki ofan stígandi yfir hann. Þá varð og rödd af himnum: Þú
ert sonur minn elskulegur, að hverjum mér vel þókknast.

Og þá strax dreif andinn hann á eyðimörk. Þar var hann í fjörutigi daga og xl
nátta og freistaðist. Hann var þar og með villudýrum, og englar þjónuðu honum þar.

En eftir það er Jóhannes var gripinn, kom Jesús í Galíleam og predikaði
evangelium af Guðs ríki, svo segjandi: Sá tími er nú uppfylltur að Guðs
ríki nálgast. Iðrist þér og trúið evangelio.

En er hann gekk með sjónum í Galílea, sá hann Símonem og Andream bróður hans
látandi sín net í sjóinn því að þeir voru fiskarar. Jesús sagði til þeirra:
Fylgið mér eftir, og eg mun gjöra það að þér verðið fiskendur manna. Strax
forlétu þeir sín net og fylgdu honum eftir.

Og þá hann var skammt í burt þaðan genginn, sá hann Jakob, son Sebedei, og
Jóhannem bróður hans, og þeir voru á skipi, bæta að neti. Og strax þá kallaði
hann á þá, og þeir forlétu sinn föður Sebedeum í skipinu eftir hjá
leiguliðunum og fylgdu honum eftir.

Þeir gengu þá til Kapernaum. Og strax um þvottdaginn gekk hann inn í
samkunduhúsið, lærði þá og þeim ægði hans kenning því að hann kenndi þeim sem
af valdi, en eigi svo sem hinir skriftlærðu.

Einn maður var þar í þeirra samkunduhúsi haldinn af óhreinum anda, sá kallaði
og sagði: Hei, hei, hvað höfu vær með þig, Jesús af Nasaret. Komt þú að glata
oss? Eg veit að þú ert hinn heilagi Guðs. Jesús straffaði hann og sagði: Þegi
þú, og far út af manninum. Og sá hinn óhreini andi hreif hann og kallaði upp
hárri röddu og fór út frá honum. Þeir undruðust allir svo að þeir spurðu að
sín á millum, svo segjandi: Hvað er þetta? Eða hver er þessi hin nýja kenning?
Því að af valdi skipar hann óhreinum öndum og þeir hlýða honum. Og hans rykti
gekk strax út um öll Galíleahéröð.

Þá gengu þeir strax út af samkunduhúsinu og komu til húsa Símonar og Andree
með Jakobo og Jóhanni. En móðir húspreyju Péturs lá þar krönk í köldu, og
strax þá sögðu þeir honum til hennar. Hann gekk þá til, reisti hana upp og
hélt um hönd hennar. Og strax þá missti hún köldunnar og þjónaði þeim.

En að kveldi komnu, þá sól sett var, fluttu þeir alls kyns sjúka menn og
djöfulóða til hans, og allur borgarmúgur safnaðist fyrir dyrunum. Og hann
læknaði marga sem kvöldust af ýmissum sóttum. Hann rak og út marga
djöfla, og eigi leyfði hann þeim að mæla því að þeir þekktu hann.

En að morgni fyrir dögun stóð hann upp, gekk út og fór burt í einn eyðistað og
baðst þar fyrir. En Petrus og þeir, er með honum v sögðu þeir honum: Allir
leita að þér. Hann sagði þá til þeirra: Göngu vær í hinar næstu borgir og
byggðarlög svo að eg prediki og þar því til þess kom eg. Hann predikaði og í
þeirra samkunduhúsum um allt Galíleahérað og rak út djöfla.

Og einn líkþrár mann kom til hans, biðjandi hann með hneigðu kné og sagði: Ef
þú vilt, þá fær þú mig hreinsað. En Jesús vorkynnti honum, rétti út sína hönd,
áhrærði hann og sagði honum: Eg vil, vert þú hreinn. Og þá hann sagði svo,
hvarf strax líkþráin af honum, en hann varð hreinn. Jesús hastaði á hann og
lét hann strax frá sér og sagði honum: Sjá nú til að þú seg það öngum, heldur
far þú og sýn þig prestahöfðingjanum og fórna fyrir þinni hreinsun sem Móses
bauð til vitnisbyrðar yfir þá. En þá hann kom út, hóf hann upp og kunngjörði
margt þar út af og víðfrægði þessi orð svo að hann mátti eigi opinberlega
innganga í borgina, heldur var hann þar fyrir utan í eyðistöðum. Og margir
komu til hans úr ýmsum álfum.


Annar kapítuli

Og enn eftir fá daga þá gekk hann aftur til Kapernaum. Og er það heyrðist að
hann var í húsinu, söfnuðust margir saman svo að þeir höfðu ekki rúm og
einninn fyrir utan dyrnar. Og hann talaði orðið fyrir þeim. Þar komu nokkrir
til hans, færandi einn iktsjúkan, hver eð borinn var af fjórum. Og þá er þeir
fengu eigi fyrir fólkinu fært honum hann, opnuðu þeir þekjuna upp yfir honum
og grófu þar í gegnum, létu svo sængina niður síga sem hinn sjúki lá í. En
er Jesús sá þeirra trú, sagði hann til hins iktsjúka: Son minn, þínar
syndir eru þér fyrirgefnar.

En þar voru nokkrir skriftlærðir sem sátu þar og hugsuðu í sínum hjörtum:
Hverninn talar þessi slíka guðlastan? Hver mái syndirnar fyrirgefa nema Guð
einn? Jesús fann strax í sínum anda að þeir þenktu svo með sér, sagði hann til
þeirra: Því þenki þér þetta í yðrum hjörtum? Hvort er auðveldara að segja til
hins iktsjúka: Þér eru þínar syndir fyrirlátnar, eða að segja: Statt upp, tak
sæng þína og gakk héðan? Og að þér vitið það mannsins sonur hefur vald til á
jörðu að fyrirgefa syndirnar, þá sagði hann til hins iktsjúka: Eg segi þér:
Statt upp, tak sæng þína og gakk í þitt hús. Og strax þá stóð hann upp, tók
sæng sína og gekk burt þaðan í allra augsýn svo að allir undruðust og heiðruðu
Guð, svo segjandi, að aldrei höfu vær fyrr slíkt séð.

Hann gekk enn út aftur að sjánum, og allt fólk kom til hans, og hann lærði
það. En þá er Jesús gekk fram hjá, leit hann Leví, son Alfei, sitjanda í
tollbúðinni og sagði til hans: Fylg þú mér eftir. Hann stóð upp og fylgdi
honum eftir. Það gjörðist þá er hann sat til borðs í hans húsi að margir
tolltektarar og bersyndugir settust til borðs með Jesú og hans lærisveinum því
að þeir voru margir sem honum fylgdu eftir. Og er hinir skriftlærðu og farísei
sáu það að hann át með tollurum og bersyndugum, sögðu þeir til hans
lærisveina: Því etur og drekkur yðar meistari með bersyndugum og
tollheimturum? Þá er Jesús heyrði það, sagði hann til þeirra: Þeir sem
heilbrigðir eru, þurfa eigi læknarans, heldur þeir sem sjúkir eru. Því eigi
kom eg að kalla réttláta, heldur synduga.

Þar voru Jóhannes og faríseis lærisveinar, hverjir eð föstuðu mikið. Þeir komu
og sögðu til hans: Því fasta Jóhannes og faríseis lærisveinar, en þínir
lærisveinar fasta eigi? Jesús sagði til þeirra: Hverninn mega brúðlaupsbörnin
fasta á meðan brúðguminn er hjá þeim? Því svo lengi mega þeir eigi fasta sem
þeir hafa brúðgumann hjá sér. En þeir dagar munu koma að brúðguminn
verður frá þeim tekinn, og á þeim dögum þá munu þeir fasta.

Enginn saumar nýja klæðisbót á gamalt fat því að hin nýja bótin gliðnar frá
hinu forna, og eru slitin þá verri. Og enginn lætur nýtt vín í forna
leðurbelgi, annars sprengir vínið belgina svo að vínið spillist, en belgirnir
skemmast, heldur skal nýtt vín látast í nýja belgi.

Það skeði enn aftur að Jesús gekk um þvottdag yfir kornekrur, og hans
lærisveinar tóku til og gjörðu sér veg þar í gegnum og tíndu axin af korninu.
En farísei sögðu til hans: Sjá, hvað þínir lærisveinar gjöra á þvottdegi, það
er eigi hæfir. Hann sagði þá til þeirra: Hafi þér ekki lesið hvað Davíð gjörði
þá hann þurfti við, nær hann hungraði sjálfan og þá er með honum voru,
hverninn að hann gekk inn í Guðs húsið á dögum Abíatars prestahöfðingja og át
þau %fórnarbrauð sem eigi leyfðust að eta nema kennimönnum einum, og hann gaf
þau þeim sem með honum voru? Hann sagði og þá til þeirra: Þvottdagurinn er
fyrir mannsins sakir gjörður, en ei maðurinn fyrir þvottdagsins sakir. Því er
mannsins sonur einn herra og einninn þvottdagsins.


Þriðji kapítuli

Hann gekk og inn í samkunduhúsið aftur. Og þar var einn sá maður er hafði
visnaða hönd, og þeir geymdu að hvort hann læknaði á þvottdögum svo að þeir
mættu áklaga hann. Og hann sagði til mannsins, þess sem visnaða hafði höndina:
Statt upp hér í miðið. Hann sagði og þá til þeirra: Hvort hæfir á þvottdögum
vel að gjöra eður illa, lífinu til frelsis að gjöra eður því að tortýna? En
þeir þögðu allir. Hann leit þá til þeirra með reiðisvip og angraðist viður
þeirra hjartans blindleik og segir svo til mannsins: Réttu út þína hönd. Og
hann rétti hana út, en hans hönd varð heil líka sem hin önnur. En
farísei gengu út og gjörðu strax sín ráð með Heródes þénurum í móti honum
hverninn helst að þeir fengu tortýnt honum. En Jesús veik þaðan til sjávar með
sína lærisveina, og margt fólk af Galílea og úr Júdea þá fylgdi honum eftir og
þeir sem voru af Jerúsalem og úr Ídúmea og þeir hinu megin Jórdanar og þeir
sem byggðu kringum Týro og Sídonem, mikill mannfjöldi sem heyrðu hvað hann
gjörði og komu til hans.

Hann sagði til sinna lærisveina að þeir skyldu leiga honum skip fyrir fólksins
sakir að það þrengdi honum eigi. Því að hann læknaði margan, en þeir tráðu að
honum öllum þeim er plagaðir voru að þeir mættu fá að snerta hann. Og nær eð
óhreinir andar sáu hann, féllu þeir niður fyrir honum og kölluðu upp, svo
segjandi: Þú ert Guðs sonur. En hann straffaði þá harðlega svo að þeir
opinberuðu hann eigi.

Hann gekk og upp á fjallið og kallaði til sín þá er hann vildi sjálfur, og
þeir komu til hans. En hann hagaði svo til að þeir tólf voru hjá honum, og
hann sendi þá út að predika og gaf þeim vald til sóttir að lækna og djöfla út
að reka. Og á Símonem setti hann Péturs nafn og á Jakobum son Sebedei og
Jóhannem bróður Jakobs, þeim gaf hann nafnið %Bnehargen, hvað að þýðist
reiðarþrumusynir, og Andream, Filippum, Bartólómeum, Matteum og Tómam og
Jakobum son Alfei og Taddeum og Símon af Kananea og Júdas Skariot, sá er sveik
hann.

Og þá er þeir komu til herbergis, kom fólkið enn saman aftur svo að þeir gátu
eigi matast fyrir því. Og þá er þeir heyrðu það sem með honum voru, gengu þeir
út og vildu hamla honum því að þeir sögðu að hann mundi ganga af vitinu. En
hinir skriftlærðir, sem ofan frá Jerúsalem voru farnir, sögðu: Hann hefir
Beelsebúb og fyrir djöflahöfðingja þá rekur hann fjandur út. Og að þeim
samankölluðum sagði hann í eftirlíkingum til þeirra:

Hverninn fær andskotinn annan andskotann útrekið? Því ef ríkið skiptist í
sjálfu sér, þá fær það ríki eigi staðið. Og ef eitt hús tvístrast í
sjálfu sér, þá fær það hús eigi staðið. Og ef andskotinn rís upp í móti
sjálfum sér, þá er hann tvístraður og fær eigi staðið, heldur hefur hann þá
ein endalok. Enginn fær og inngengið í hús hins öfluga og burtgripið hans
húsbúnað nema að hann bindi áður hinn öfluga, og megi hann þá svo ræna hans
hús.

Sannlega segi eg yður að allar syndir fyrirgefast mannanna sonum og einninn
guðlastanir, þar þeir lasta Guð með, en sá er lastar helgan anda, hann hefir
eigi fyrirgefning að eilífu, heldur verður hann sekur eilífrar skammar. Því að
þeir sögðu: Hann hefur óhreinan anda.

Þar komu þá móðir hans og bræður, stóðu þar úti fyrir og sendu til hans,
kallandi á hann. En það fólk, sem sat kringum hann, sagði til hans: Sjá, móðir
þín og bræður þínir eru þar úti og spyrja að þér. Hann svaraði þeim og sagði:
Hver er mín móðir og mínir bræður? Þá leit hann og um sig til lærisveinanna,
er sátu í kringum hann, og sagði svo: Sjáið, það er mín móðir og minn bróðir.
Því að hver er gjörir Guðs vilja, sá er minn bróðir, mín systir og móðir.


Fjórði kapítuli

Hann tók enn aftur til að kenna þeim við sjóinn. Þar safnaðist saman og margt
fólk til hans svo að hann varð að stíga á skip og sat svo á sjánum. Og allt
það fólk stóð þar á landi við sjóinn, og hann kenndi því margt í eftirlíkingum
og í sinni predikan. Þá sagði hann til þeirra: Heyri þér, sjáið, einn
sáðsæðari gekk út að sá. Það varð þá hann sáði að sumt féll utan hjá veginum,
og þar komu fuglar loftsins og átu það upp. En sumt féll í grýtt akurlendi þar
það hafði eigi mikla jörð og rann fljótlega upp því að það hafði öngva
jarðardýpt. Og þá er sólin gekk upp, skrældist það, og af því að það hafði
öngva rót, þá visnaði það. Og sumt féll í bland þyrna, en þyrnarnir vóxu upp
yfir og kæfðu það svo það færði öngvan ávöxt. Og sumt féll í góða jörð
og færði ávöxt, hver eð upp vóx og frjóvgaðist, og sumt færði þrítugfaldan og
annað sextugfaldan og sumt hundraðfaldan ávöxt. Og hann sagði til þeirra: Hver
hann hefir eyru til að heyra, sá heyri.

Og þá hann var einn saman, spurðu þeir, sem hjá honum voru (meður þeim tólf),
hann að þessari eftirlíkingu. Og hann sagði til þeirra: Yður er það gefið að
vita leynda dóma Guðs ríkis, en til þeirra, sem þar eru fyrir utan, þá sker
það allt í eftirlíkingum að þeir með sjáandi augum sjái, en skynji þó eigi og
meður heyrandi eyrum heyri og undirstandi þó eigi svo þeir snúist ekki það
þeirra syndir mættu fyrirgefast. Og hann sagði til þeirra: Kunni þér ekki að
skilja þessa eftirlíking, hverninn munu þér þá kunna að skilja allar hinar?

Sáðsæðarinn sáir orðinu. En þeir eru það sem utan hjá veginum er, hvar orðið
verður sáð. Og þá þeir hafa heyrt það, kemur andskotinn skjótt og nemur burt
orðið, það sáð var í þeirra hjörtu. Líka svo eru þeir einninn sem sáðust í
grýtta jörð. Því nær þeir hafa heyrt orðið, þá meðtaka þeir það strax með
fagnaði og hafa þó öngva rót í sér, heldur eru þeir fráhverfir, nær sér
hreyfir mótgangur og ofsókn fyrir orðsins sakir, þá blygðast þeir strax. Og
hinir, er í bland þyrnanna sá undirhyggja flás fédráttar og aðrar fleiri
girndir ganga inn og kefja orðið svo það blífur án ávaxtar. Og þeir eru það,
sem í góða jörð eru sáðir, er heyra orðið, meðtaka það og færa ávöxt, einn
þrítugfaldan, annar sextugfaldan, og sumir hundraðfaldan.

Og hann sagði til þeirra: Kveikist og ljósið til þess að það setjist undir
borð eður sængastaði, heldur að það setjist upp á einn kertahald? Því að þar
er ekkert svo hulið að það opinberist eigi, og þar er ekkert svo leynt að það
kunngjörist eigi. Hver hann hefir eyru að heyra, sá heyri. Og hann sagði til
þeirra: Gætið að hvað þér heyrið. Með þeim mæli, er þér mælið út, þá
mælist yður inn, og yður, sem á heyrið, skal við aukast. Því að hver hann
hefur, þeim skal gefast, og hver hann hefir eigi, frá honum mun takast og
einninn það hann hefur.

Og hann sagði: Guðs ríki er líka svo sem nær eð maðurinn kastar fræi í jörðina
og sofnar síðan. Og hann stendur upp nótt og dag, en fræið grær og vex upp svo
að hann veit eigi. Því að jörðin færir ávöxt af sér sjálfri, í fyrstu grasið,
þar næst axið og svo þar næst fullt hveiti í axin. Og er það hefir framleitt
ávöxtinn, þá sendir hann strax kornsigðinn því að kornskurðartími er kominn.

Og hann sagði: Að hverju skulu vér jafna Guðs ríki eða við hverjar
eftirlíkingar skulu vér það samlíkja? Svo sem að eitt mustarðskorn, þá því
verður í jörð sáð, er það öllu sæði minna sem eru hér á jörðu. Og þá því er
sáð, vex það upp og verður öllum grasjurtum meira og fær mikla kvistu svo að
fuglar himins mega hreiður byggja undir þess skugga.

Og í slíkum mörgum eftirlíkingum þá talaði hann fyrir þeim orðið, eftir því
sem þeir það heyrt gátu, og án eftirlíkinga þá talaði hann ekki til þeirra, en
sérdeilis þá lagði hann það allt út fyrir sínum lærisveinum. Og sama dags að
kveldi þá sagði hann til þeirra: Föru vær hér yfir um. Og þeir forlétu fólkið,
en tóku hann til sín sem hann var á skip kominn. Voru þar og önnur skip hjá
honum.

Og þar gjörðist mikill stormvindur svo bylgjurnar féllu yfir skipið og það
fylltist upp. En hann sjálfur var í skutnum og svaf á einum kodda. Þeir vöktu
hann þá upp og sögðu til hans: Meistari, hirðir þú ekki um það þó vér
tortýnust hér? Hann reis upp við og hastaði á vindinn og sagði til sjóvarins:
Þagna þú og vert hljóður. Vindinn kyrrði, og þar varð logn mikið. Hann sagði
þá til þeirra: Því eru þér svo hræddir? Eða hverju gegnir það þér hafið öngva
trú? Þeir skelfdust og af ótta miklum og sögðu sín í millum: Hvern meini þér
þennan? Því að vindur og sjór hlýðir honum.Fimmti kapítuli

Og þeir komu yfir um þann sjó í byggðir Gadarenorum. Og er hann sté af
skipinu, þá hljóp strax í móti honum úr leiðum framliðinna einn djöfulóður
maður, sá er hafði sitt híbýli í gröfum dauðra manna því enginn fékk hann
bundið og eigi með járnviðjum. Því að hann hafði oft bundinn verið með fjötrum
og járnviðjum, og hann hafði viðjurnar af sér slitið og fjöturinn í sundur
núið, og enginn fékk hann tamið. Og allt jafnt nætur og daga þá var hann á
fjöllum eða í dauðra manna gröfum, kallandi og lemjandi sig með grjóti. En þá
er hann sá langt til Jesú, hljóp hann og féll fram fyrir honum, kallaði hárri
röddu og sagði. Hvað hefi eg með þig að gjöra, Jesús, sonur Guðs hins hæsta?
Eg særi þig fyrir Guð að þú kveljir mig eigi. En Jesús sagði til hans: Far út,
þú óhreini andi, af þessum manni. Og hann spurði hann að: Hvert er þitt heiti?
Hann svaraði og sagði: Legio er mitt heiti því að vær erum margir. Og sá bað
hann mikillega að hann ræki þá eigi burt úr þeirri byggð.

En þar var í þeim stað við fjallið mikil svínahjörð á biti um ekrurnar. Og
andarnir báðu hann, segjandi: Lofa oss það að vær förum í svínin. Og Jesús
leyfði þeim það strax. Þá fóru enir óhreinu andar út og hlupu í svínin, og
svínahjörðin fleygði sér með miklum þys í sjóinn, nær tveim þúsundum, og
drukknuðu þar í sjónum. En þeir, sem þeirra gættu, flýðu og kunngjörðu um
staðinn og um allar grundir. Þeir gengu þá út að sjá hvað þar hafði gjörst og
komu til Jesú og sáu þann sem af djöflunum hafði kvalist sitjanda, klæddan og
heilvita, og þeir hræddust það. En þeir, sem það höfðu séð, sögðu þeim
hverninn gjört hafði verið við hann sem djöflana hafði haft og svo frá
svínunum. Þeir hófu upp og báðu hann að hann færi burt úr þeirra landsálfum.
Og er hann sté á skip, tók sá til að biðja hann sem af djöflunum hafði kvalist
að hann mætti vera hjá honum. En Jesús lofaði honum það eigi, heldur sagði
hann til hans: Far þú í þitt hús til þinna og kunngjör þeim hvað mikið
er Drottinn gjörði þér og hversu líknsamur eð hann var þér. Hann fór þaðan og
tók til út að hrópa um þær tíu borgir hvað mikið er Jesús hafði hann gjört, og
allir undruðust það.

Og þá er Jesús fór yfir um sjóinn aftur á skipi, kom saman margt fólk til hans
og var við sjóinn. Þar kom og einn af foringjum samkunduhússins, Jaírus að
nafni, og þá er hann sá Jesúm, féll hann að fótum hans og bað hann mikillega
og sagði: Mín dóttir er komin að lokum. Kom og legg þína hönd yfir hana svo
hún verði heil og lifi. Og hann fór með honum. Margt fólk fylgdi honum og
eftir, og það þrengdi honum. Og sú kona var þar er haft hafði blóðlát í tólf
ár. Hún hafði og mikið þolað af mörgum lækni, hafði og kostað þar til öllu
sínu. Það stoðaði henni þó ekkert, heldur hafði hún þess meiri kvöl. Þá hún
heyrði nú af Jesú, kom hún með fólkinu á bak til og snart hans klæði því að
hún sagði: Ef eg fæ að snerta hans klæði, þá mun eg heil verða. Og jafnsnart
þá uppþurrkaðist hennar blóðfallsbrunnur, og hún fann það á sínum líkama að
hún var heil orðin af þeirri plágu.

Og Jesús fann strax með sjálfum sér þann kraft, er út frá honum gekk, og sneri
sér við til fólksins og sagði. Hver snart mín klæði? Hans lærisveinar sögðu
til hans: Þú sér að fólkið þrengist að þér, þó segir þú: Hver snart mig? Og
hann skyggndist í kring um sig að sjá þann er það hafði gjört. En konan var
hrædd og óttaslegin því að hún vissi hvað hana hafði skeð og kom, féll fyrir
honum niður og sagði honum allan sannleik. En hann sagði til hennar: Dóttir,
þín trúa gjörði þig heila. Far í friði og vert heil af þinni plágu.

Þá hann talaði þetta, komu sendiboðar til samkunduforingjans og sögðu: Þín
dóttir er önduð, hví ómakar þú meistarann lengra? En er Jesús heyrði hvað þar
sagðist, sagði hann til samkunduforingjans: Óttast ei, trú þú heldur. Og hann
lofaði öngum að fylgja sér nema Pétri og Jakobi og Jóni bróður Jakobs. Og hann
kom í samkunduhöfðingjans hús og leit það buldur og þá er þar grétu mjög og
æptu. Og hann gekk þangað innar og sagði til þeirra: Hvað buldri þér og
sýtið? Stúlkan er eigi látin, heldur sefur hún. Og þeir dáruðu hann. En hann
rak þá alla út og tók með sér föður og móður stúlkunnar og þá er með honum
voru og gekk þangað inn er stúlkan lá.

Og hann hélt um hönd stúlkunnar og sagði til hennar: Talíta kúmí. Það
útleggst: Stúlka, eg segi þér, rís upp. Og þá strax reis stúlkan upp og gekk,
en hún var tólf ára gömul. Og þeir urðu af miklum ótta felmsfullir. Hann
fyrirbauð þeim stórlega að það skyldi enginn vita og bauð að gefa henni að
eta.


Sétti kapítuli

Hann gekk út þaðan aftur og fór til sinnar fósturjarðar. Hans lærisveinar
fylgdu honum og eftir. Og er þvottdagur kom, þá tók hann til að kenna í þeirra
samkunduhúsi. Og margir af þeim, er það heyrðu, undruðust hans kenning og
sögðu: Hvaðan kemur þessum allt þetta? Eða hver er sú speki sem honum er gefin
og slík kraftaverk er gjörast fyrir hans hendur? Er hann eigi sá trésmiður sem
er sonur Maríu, bróðir Jakobs, Jósefs, Júde og Símonar? Eru hans systur eigi
hér með oss? Og þeir skammfylltust við hann. En Jesús sagði til þeirra að
spámaðurinn væri eigi án vegsemdar nema á sinni ættleifð og hjá sínu hyski og
kynslóð. Hann fékk þar og ekkert kraftaverk gjört, nema yfir fáeina sjúka, þá
lagði hann hendur og læknaði þá. Og hann undraðist þeirra vantrú.

Hann gekk og kringum þau kauptún er þar stóðu í þyrping. Hann kallaði og saman
þá tólf og tók að senda þá tvo og tvo til saman, gaf þeim og vald yfir
óhreinum öndum og bauð þeim að bera ekkert með sér á veg nema einn staf, eigi
pung, eigi brauð, eigi pening á linda, eigi heldur klæddir skófötum og það
þeir klæddust eigi tveimur kyrtlum. Hann sagði og til þeirra: Í hvert það hús
þér gangið inn, þá blífið þar til þess að þér farið þaðan. Og hverjir er eigi
meðtaka yður eða heyra yður eigi, þá gangið út þaðan og hristið duft af
fötum yðar til vitnisburðar yfir þá. Eg segi yður og fyrir sann að skár mun
veita á dómadegi Sódóma og Gómorre en þeim stað.

Þeir gengu út og predikuðu það menn gjörðu iðran og ráku út marga djöfla,
smurðu og marga sjúka með viðsmjöri og læknuðu þá svo.

Heródes konungur fékk og að heyra það því að hans nafn gjörðist víðfrægt. Hann
sagði að Jón baptista væri upp aftur risinn af dauða og því gjörast slík
kraftaverk af honum. En aðrir sögðu það hann væri Elías, en sumir sögðu að
hann væri spámaður elligar einn af þeim spámönnum. Og er Heródes heyrði þetta,
sagði hann: Sá Jóhannes sem eg lét afhöfða, hann er nú upprisinn af dauða.

Því að Heródes hafði sent út að grípa Jóhannem og lukt hann í myrkvastofu
fyrir sakir Heródíadis bróðurkonu sinnar því að hann hafði gifst henni. En
Jóhannes sagði til Heródis: Eigi leyfist þér að hafa bróðurkonu þína. Því
veitti Heródíadis honum umsát og vildi láta aflífa hann, en gat þó eigi.
Heródes óttaðist og Jóhannem því hann vissi hann vera helgan mann og
réttlátan, varðveitti hann og hlýddi honum í mörgum greinum og heyrði honum
gjarnan.

Þar hlotnaðist og svo tiltækilegur dagur að Heródes gjörði á sinni ártíð eina
kveldmáltíð höfðingjum og höfuðsmönnum og hinum fremstu mönnum úr Galílea. Þá
gekk dóttir hennar Heródíadis þar inn og dansaði, og það þóknaðist Herodi og
þeim er með honum sátu til borðs. Þá sagði konungurinn til stúlkunnar: Bið af
mér hvers þú vilt, og eg skal veita þér. Hann svór henni og einn eið, að hvers
þú beiðist af mér, þá skal eg gefa þér þótt það sé helftina af mínu ríki. Hún
gekk út og sagði til móður sinnar: Hvers skal eg biðja? En hún sagði: Höfuð
Jóns baptista. Hún gekk þá og strax inn með skunda til konungsins, bað hann og
sagði: Eg vil að þú gefir mér nú strax höfuð Jóns baptista á diski.
Konungurinn hryggðist þá við, þó fyrir eiðsins sakir og þeirra sem til
borðsins sátu með honum, þá vildi hann ekki hrella hana, heldur sendi
hann böðulinn út og bauð að hann færði hans höfuð á diski. Og hann afhöfðaði
hann í myrkvastofunni og bar hans höfuð á diski og fékk það stúlkunni, en
stúlkan fékk það móður sinni. Og er það heyrðu hans lærisveinar, komu þeir og
tóku hans líkama og lögðu hann í jörð.

Og er postularnir komu saman aftur til Jesú og kunngjörðu honum allt hvað þeir
höfðu gjört og kennt og hann sagði til þeirra: Komið yður í einn hvern
afvikinn stað í eyðimörku og hvílist þar litla stund. Því að margir voru þeir
sem gengu frá og til svo þeir höfðu ekki rúm til að eta. Hann sté því á skip
og fór afsíða í eyðimörku. Og er fólkið sá þá í burt fara, þekktu hann margir
og hlupu þangað á fæti úr öllum stöðum og komu fyrr en þeir og fóru til hans.
En er Jesús gekk fram og sá þar margt fólk, þá vorkynnti hann því því að þeir
voru sem aðrir sauðir er öngvan hafa hirðir, og tók þá til að kenna þeim
margt.

Og þá er áliðið gjörðist, gengu lærisveinarnir til hans og sögðu: Þessi staður
er í eyði og framorðið er. Því lát þá ganga burt í hin næstu þorp og kauptún
að þeir kaupi sér þar brauð því þeir hafa ekkert að eta. En Jesús svaraði og
sagði til þeirra: Gefi þér þeim að eta. Og þeir sögðu til hans: Skulu vær þá
fara út að kaupa fyrir tvö hundruð peninga brauð og gefa þeim að eta? En hann
sagði þá til þeirra: Hversu mörg brauð þá hafi þér? Gangið til og skoðið. Og
þá er þeir höfðu það skoðað, sögðu þeir: Fimm og tvo fiska. Og hann bauð þeim
að þeir lægðu sig allir niður eftir borðsiðum á grænt gras. Og þeir settu sig
þá niður í riðlum hundrað eða fimmtigi saman. Og hann tók fimm brauð og tvo
fiska, leit upp til himins, blessaði og braut brauðin, fékk sínum lærisveinum
að þeir legðu fyrir þá. Og þeim tveimur fiskum skipti hann og meður þeim
öllum. Og allir þeir átu og urðu saddir. Þeir tóku þá upp leifarnar, tólf
karfir fullar og líka af fiskunum. En þeir voru sem etið höfðu fimm þúsundir
manna.

Og jafnsnart þá dreif hann sína lærisveina til það þeir færi á skip og
færu fyrir honum yfir um sjóinn til Betsaida á meðan hann skildi fólkið við
sig. Og þá er hann hafði það frá sér látið, fór hann upp á fjallið að biðjast
fyrir. Og þá er kvelda tók, var skipið mitt á sjánum, en hann var einn á
landi. Og hann sá þá erfiðandi í róðri því að vindurinn var í móti þeim, og
nær um fjórðu eykt nætur þá kom hann til þeirra gangandi á sjánum, og hann
lést vilja ganga fram hjá þeim. Og er þeir sáu hann gangandi á sjónum, ætluðu
þeir skrímsl vera mundu og kölluðu upp. Því að þeir sáu hann allir og urðu
óttaslegnir. En strax þá talaði hann við þá og sagði til þeirra: Verið
öruggir, eg em hann, óttist eigi. Hann sté þá á skipið til þeirra og vindinn
lygndi. Og þeir óttuðust þá enn meir með sjálfum sér og undruðust því að þeim
skildist enn eigi af brauðunum því þeirra hjörtu voru forblinduð.

Og er þeir voru yfir um farnir, komu þeir í landið Genesaret og lentu þar. En
er þeir stigu af skipinu, þá þekktu þeir hann strax, hlupu og út í öll
umliggjandi héruð, tóku til og fluttu saman þar um kring sjúka menn á sængum.
Hvar helst þeir heyrðu hann vera og hvar er hann gekk inn í kauptún, þorp eður
staði, þá lögðu þeir sjúka menn á strætin og báðu hann að þeir mættu snerta
fald hans fata. Og allir þeir, er hann snertu þá, urðu heilbrigðir.


Sjöundi kapítuli

Þar komu og til hans farísei og nokkrir af hinum skriftlærðu sem komnir voru
af Jerúsalem. Og þá þeir sáu nokkra af hans lærisveinum meður
%almenningshöndum, það er meður óþvegnum, eta brauðin, ávítuðu þeir þá.
Því að farísei og allir Gyðingar átu eigi nema að þeir þvægi oftsinnis
sínar hendur, haldandi svo öldunganna setninga. Og þá þeir komu af
torgum, þá neyttu þeir eigi nema þeir skíruðu sig áður. Og margir aðrir hlutir
eru þeir, hverjir þeim voru settir að varðveita, sem var hreinsun
drykkjarkera, bikara, búgagns og borða. Þá spurðu farísei og hinir
skriftlærðu hann að: Því ganga þínir lærisveinar eigi eftir setningum
öldunganna, heldur eta þeir brauðið meður óþvegnum höndum? En hann svaraði og
sagði til þeirra: Næsta vel þá spáði Esaias af yður hræsnurum sem skrifað er:
Fólk þetta heiðrar mig með vörunum, en þeirra hjarta er langt frá mér. Og til
ónýts þá dýrka þeir mig, kennandi kenningar og boðorð manna, en yfirgefa svo
Guðs boðorð og halda mannanna uppsetninga sem er um fægingar krúsa og
drykkjarkera og margt annað þessu líkt þá gjöri þér.

Hann sagði til þeirra: Fínlega þá hafi þér Guðs boðorð gjört ónýt að þér
mættuð geyma svo yðvarn uppsetning. Því að Móses sagði: Heiðra þú föður þinn
og móður, en hver hann bölvar föður eða móður, sá skal dauða deyja. En þér
segið það maðurinn skuli segja til föður og móður: Korban, það er hver sú gjöf
er guðs stök sem þér (frá mér) til gagns kemur. Og eigi þá leyfi þér honum
framar nokkuð að gjöra föður sínum né móður sinni, afsníðandi svo Guðs orð
fyrir yðar setninga, þá þér hafið sjálfir uppsett. Og margt annað þvílíkt þá
gjöri þér.

Hann kallaði þá fólkið aftur til sín og sagði til þeirra: Heyrið mér og
undirstandið mig. Þar er ekkert fyrir utan í manninn innfarandi, það hann fái
saurgað, heldur það sem út af manninum gengur, það er það sem manninn saurgar.
Hver hann hefir eyru að heyra, sá heyri. Og er hann gekk inn í húsið burt frá
fólkinu, spurðu hans lærisveinar hann að þessari eftirlíking. En hann sagði
til þeirra: Eru þér og svo skilningslausir? Og skilji þér eigi að allt það sem
fyrir utan er og inn fer í manninn, það fær eigi saurgað hann. Því að það fer
eigi inn í hans hjarta, heldur fer það í magann og gengur svo út eftir
eðlilegri rás, hver eð úthreinsar allan mat.

Og hann sagði: Hvað er út fer af manninum, það saurgar manninn. Því að af
innan úr hjartanu mannsins þá framganga vondar hugrenningar, hórdómar,
frillulífi, manndráp, þjófnaður, ágirni, illvilji, undirhyggja, gjálífi, ill
tillit, guðlastanir, drambsemi, vanvirðing. Allt þetta vont þá gengur
út að innan og saurgar manninn.

Hann stóð upp og fór þaðan í byggðarlög Týri og Sídons og gekk þar inn í eitt
hús og vildi það öngvan vita láta, en fékk þó eigi dulið sig. Því að ein kona
strax er hún heyrði af honum, hverrar dóttir er hafði óhreinan anda, gekk inn
og féll til fóta hans. En það var ein heiðin kona Syropheniceættar, og hún bað
hann að reka út djöfulinn frá dóttur sinni. En Jesús sagði til hennar: Leyf þú
að börnin mettist áður, því að það er eigi tilheyrilegt að taka brauðið
barnanna og kasta fyrir hundana. En hún svaraði og sagði til hans: Svo er það
herra, en þó eta hundar, sem eru undir borðinu, af molum barnanna. Hann sagði
þá til hennar: Fyrir sakir þessa orðs þá far héðan því djöfullinn er út farinn
frá þinni dóttur. Hún gekk og þaðan í sitt hús og fann stúlkuna í sæng
liggjandi og djöfulinn út farinn.

Og þá hann gekk burt aftur úr byggðarlagi Týri og Sídons, kom hann til sjávar
í Galílea í miðjar byggðir þeirra (tíu) staðanna. Og þeir leiddu til hans
daufan mann, þann er og var einn dumbi, báðu hann og að hann legði hönd yfir
hann. En hann veik honum afsíða frá fólkinu og stakk sínum fingrum í hans
eyru, snart og hans tungu, leit upp til himins, andvarpaði og sagði til hans:
Efaþa, það er: Opna þig. Og strax þá opnuðust hans eyru, þá uppleystist og
einninn hans tunguhaft svo hann talaði rétt. Og hann fyrirbauð þeim að segja
það neinum. En því meir er hann fyrirbauð þeim það, þess meir þá víðfrægðu
þeir það. Þeir undruðust það og næsta mjög og sögðu: Allt þá hefir hann vel
gjört því daufa lætur hann heyra og mállausa mæla.*


Áttandi kapítuli

Á þeim tímum þá þar var enn margt fólk saman og hafði ekki til matar, kallaði
Jesús sína lærisveina til sín og sagði til þeirra: Eg kenni aumur á fólkinu
því að þeir hafa nú þrjá daga hjá mér verið og hafa ekki til matar
haft. Og ef eg læt þá svanga frá mér heim fara, verða þeir hungurmorða á
leiðinni því að sumir voru langt að komnir. Hans lærisveinar svöruðu honum:
Hvaðan töku vér brauð hér á öræfum svo vér getum þá mettað? Og hann spurði þá
að: Hversu mörg brauð þá hafi þér. Þeir sögðu: (vii). Og þá bauð hann fólkinu
að skipa sér niður á foldina og tók þá brauðin, þakkaði og braut þau og gaf
sínum lærisveinum að þeir legðu þau fram. Og þeir lögðu þau fram fyrir fólkið.
Þeir höfðu og fáeina fiska. Hann blessaði þá og bauð þá fram að leggja. En
þeir neyttu og voru mettir. Þeir tóku og upp það yfir var, (vii) karfir meður
afgangs leifar. Og þeir voru sem etið höfðu nær fjórum þúsundum og hann lét þá
í burt fara frá sér.*

Og strax þá sté hann á skip meður sína lærisveina og kom í þær landsálfur er
heita Dalmanúta. Farísei gengu út og tóku að hafa spurningar við hann,
freistuðu hans og eftirleituðu af honum eins teikns af himni. En hann varð
þrunginn við í sínum anda og sagði: Til hvers þá sækir þessi kynslóð eftir
teikni? Sannlega þá segi eg yður að þessari kynslóð gefst ekkert teikn. Hann
forlét þá og sté á skip og fór yfir um aftur.

Þeir höfðu og gleymt að taka brauð meður sér og höfðu ekki nema eitt brauð
meður sér í skipinu. En hann bauð þeim og sagði: Sjáið til og varið yður við
súrdeigi þeirra faríseis og svo við súrdeigi Heródis. En þeir hugsuðu allt
annað og sögðu hver við annan: Það er af því að vér höfum engin brauð. Og er
Jesús fornam það, sagði hann til þeirra: Hvað hugsi þér um það þó þér hafið
ekki brauðin? Skynji þér ekkert né undirstandið? Hafi þér enn forblindað
yðvart hjarta? Hafið þó augu, en sjáið eigi, og eyru, en heyrið eigi. Þér
hugsið og eigi þar eftir að eg braut fimm brauð í millum fimm þúsunda. Hversu
margar karfir fullar með afgangsleifar tóku þér þá upp? Þeir sögðu: Tólf. En
þá eg braut þau (vii) á millum fjögra þúsunda, hversu margar karfir fullar með
leifar tóku þér þá upp? Þeir sögðu: (vii). Hverninn eru þér þó
skynsemdarlausir?

Hann kom og til Betsaida. Og þeir leiddu þá einn blindan mann til hans og báðu
hann um að hann tæki á honum. En hann tók í hönd hins blinda og leiddi hann út
af fyrir utan kauptúnið, spýtti í hans augu og lagði sínar hendur yfir hann og
spurði hann að hvort hann sæi nokkuð. En hann leit um sig og sagði: Eg sé
mennina sem skógartré væri er þar ganga. Þá lagði hann enn aftur sínar hendur
yfir hans augu, gjörði og að svo hann fékk sýnina, og hann var svo lagfærður
að hann sá allt klárlega. Og hann sendi hann svo til síns heimilis og sagði:
Gakk eigi inn aftur í kauptúnið, seg það og ei neinum þar inni.

Jesús gekk og hans lærisveinar inn í eitt kauptún staðarins Sesare Filippí. Og
á leiðinni þá spurði hann sína lærisveina að: Hvern segja menn mig vera? Þeir
önsuðu: Þeir segja þú sért Jón baptista, en aðrir segja þú sért Elías, en
sumir að þú sért einn af spámönnum. Þá sagði hann til þeirra: En þér, eða
hvern segi þér mig þá vera? Þá svaraði Pétur og sagði til hans: Þú ert
Kristur. Og hann þaggaði þá að þeir segði það ei neinum út af honum. Hann tók
þá og til að kenna þeim það mannsins sonur skyldi margt þola og hrakinn vera
af öldungum, höfuðprestum og skriftlærðum og líflátinn vera og á hinum þriðja
degi upp að rísa. Hann talaði og þessi orð berlega út. Pétur tók hann þá
höndum og átaldi hann. En hann sneri sér við og leit til sinna lærisveina,
hastaði á Petrum og sagði: Far á bak mér aftur, þú andskoti, því að þú skynjar
eigi það guðlegt er, heldur það sem líkamlegt er.

Og að saman kölluðu fólkinu samt með hans lærisveinum, sagði hann til þeirra:
Hver hann vill mér eftirfylgja, afneiti sá sjálfum sér og taki sinn kross á
sig og fylgi mér svo eftir. Því hver hann stundar á að forvara sitt líf, sá
mun því tortýna, og hver hann lætur sitt líf fyrir mínar sakir og
guðsspjallanna, sá hefir varðveitt það. Því að hvað stoðaði það manninum þótt
hann eignaðist allan heim og gjörði svo þar með glatan sinnar sálu? Eður hvað
má maðurinn það gefa að hann frelsi sína önd með? Því að hver hann
skammast mín eður minna orða hjá þessari hórdómsins og syndugri kynslóð, þann
mun mannsins sonur og forsmá þá hann kemur meður sínum englum í dýrð síns
föðurs. Hann sagði og þá til þeirra: Sannlega segi eg yður að hér standa
nokkrir af þeim, hverjir eigi smakka dauðann þar til þeir sjá Guðs ríki með
krafti komanda.


Níundi kapítuli

Og eftir sex daga tók Jesús til sín Petrum, Jakob og Jóhannes og veik þeim
einum sömum afsíðis upp á hátt fjall og auðbirti sig fyrir þeim. Hans klæði
urðu skínandi og næsta hvít sem snjár svo að enginn litunarmaður á jörðu kann
svo hvítt að gjöra. Þeim birtist og Elías með Móse og voru þar talandi við
Jesúm. Pétur svaraði og sagði til Jesú: Rabbí, gott er oss hér að vera, og
gjörum hér þrjár tjaldbúðir, þér eina og Móse eina og Elíe eina. Því að hann
vissi eigi sjálfur hvað hann sagði af því þeir voru óttaslegnir. Þar varð og
eitt ský sem þá yfirskyggði, og rödd kom úr skýinu, segjandi: Þessi er minn
elskulegur sonur, heyri þér honum. Og strax þar eftir er þeir litu um sig, sáu
þeir öngvan meir nema Jesúm einn hjá sér.

Og er þeir gengu ofan af fjallinu, bauð hann þeim að þeir segði það öngum hvað
þeir höfðu séð nema þá er mannsins sonur væri upprisinn af dauða. Þeir héldu
og því orði hjá sér, spyrjandi eftir sín á milli hvað það væri er hann sagði
upprisinn af dauða. Og þeir spurðu hann að og sögðu: Hvað er það þá sem hinir
skriftlærðu segja að Elías byrjar fyrri að koma. En hann svaraði og sagði til
þeirra: Elías skal að vísu fyrri koma og allt til lags færa. Og svo sem
skrifað er að mannsins sonur skuli margt líða og forsmáður verða. En eg segi
yður það Elías er kominn og þeir hafa gjört honum hvað helst þeir vildu svo
sem skrifað er af honum.

Hann kom til sinna lærisveina og sá þar margt fólk kringum þá og hina
skriftlærðu er spurðust á við þá. Og strax er allt fólkið leit Jesúm,
felmtraði því og hræddust, hlupu og heilsuðu honum. Og hann spurði þá hina
skriftlærðu: Að hverju spyrjist þér um við þá? En einn af fólkinu svaraði og
sagði: Meistari, eg flutti son minn hingað til þín. Hann hefir mállausan anda,
og nær helst er hann höndlast af honum, þá slítur hann hann og hann
froðufellir og nístrar tönnum og þornar upp. Og eg talaði til þinna lærisveina
að þeir ræki hann út, og þeir gátu eigi.

En hann svaraði og sagði: Ó, þú vantrúaða kynslóð, hversu lengi þá skal eg hjá
yður vera? Eða hversu lengi þá á eg að líða yður? Færið hann hingað til mín.
Og þeir færðu hann þangað til hans. Og er andinn leit hann, óróaði honum
strax, féll á jörð og veltist um, froðufelldi. Hann spurði og hans föður að
hversu langur tími er frá því er hann hreppti þetta. En hann sagði: Frá
barnæsku. Og oftlega þá hefir hann fleygt honum á eld og í vatn að hann
fyrirfæri honum svo. Ef þú orkar nokkuð, þá sjá aumur á og hjálpa okkur. En
Jesús sagði til hans: Ef þú gæti trúað. Því trúuðum er allt mögulegt. Og strax
þá kallaði faðir barnsins upp með tárum og sagði: Eg trúi, herra, hjálpa þú
minni vantrú.

Og er Jesús sá að fólkið hljóp að, ávítaði hann hinn óhreina anda og sagði til
hans: Þú daufi og hinn dumbi andi, eg býð þér að þú farir út af honum og farir
eigi meir í hann þaðan í frá. Og hann kallaði upp, sleit hann mjög og fór út
af honum, og hann varð sem væri hann dauður svo að margir sögðu það hann væri
dauður. En Jesús hélt í hans hönd og rétti hann upp, hann reis þá og upp. Og
þá hann var til húss genginn, spurðu hans lærisveinar hann leynilega að: Því
gátu vær eigi drifið hann út? En hann sagði: Þetta kyn fæst með öngu öðru
útrekið nema fyrir bænir og föstu.

Þeir gengu og burt þaðan og ferðuðust um Galíleam. Hann vildi og eigi að það
skyldi nokkur vita. Hann lærði sína lærisveina og sagði þeim það mannsins
sonur skyldi seljast í manna hendur og þeir myndi aflífa hann og þá
hann væri aflífaður, mundi hann á þriðja degi upp aftur rísa. Þeir undirstóðu
eigi þessi orð og þorðu þó eigi að spyrja hann að.

Hann kom til Kapernaum. Og sem hann var til húss kominn, spurði hann þá að:
Hvað hantéruðu þér yðar á millum á veginum? En þeir þögðu því að þeir höfðu
metist um á veginum hver þeirra mestur væri. Og er hann setti sig, kallaði
hann þá tólf og sagði til þeirra: Ef nokkur vill fyrstur vera, sá skal öllum
síðastur vera og allra þjón. Hann tók þá eitt barn og setti það mitt á milli
þeirra. Og er hann hélt um það, sagði hann til þeirra: Hver sá sem meðtekur
eitt þvílíkt barn í mínu nafni, hann meðtekur mig. Og hver helst hann meðtekur
mig, sá meðtekur eigi mig, heldur hann sem mig sendi.

En Jóhannes svaraði honum og sagði: Meistari, vér sáum einn þann sem rak út
djöfla í þínu nafni, hver eð eigi fylgir oss eftir, og vær fyrirbuðum honum
það af því hann fylgdi oss eigi eftir. En Jesús sagði: Eigi skulu þér
fyrirbjóða honum það því að enginn sá ef hann gjörir kraftaverk í mínu nafni
og kunni þá strax illa að tala um mig. Því að hver hann er eigi í móti oss,
hann er fyrir oss. Því hver sem yður gefur að drekka einn bikar vats í mínu
nafni af því að þér eruð Krists, sannlega þá segi eg yður að hann tapar eigi
sínu verðkaupi.

Og hver hann skammar einn af þeim enum litlu sem á mig trúa, honum væri betra
að kvernarsteinn byndist við háls honum og væri svo í sjó kastað. Og ef þín
hönd skammfyllir þig, þá sníð þú hana af. Betra er þér handarvönum inn að
ganga til lífsins en hafandi tvær hendur og fara til helvítis í óslökkvilegan
eld, hvar eð þeirra maðkur deyr eigi og þar þeirra eldur slokknar eigi. Og ef
þig skammfyllir fótur þinn, þá högg hann af. Betra er þér höltum inn að ganga
í eilíft líf en það þú hafir tvo fætur og kastist í helvískan eld
óslökkvilegan, hvar að þeirra maðkur deyr eigi og þar þeirra eldur slokknar
eigi. Skammfyllir þig þitt auga, þá rek það frá þér. Betra er þér eineygðum
inn að ganga í Guðs ríki en það þú hafir tvö augu og sendist í
helvískan eld, hvar eð þeirra maðkur deyr eigi og þar þeirra eldur slokknar
eigi.

Því að allir hljóta með eldi %að saltast og allar fórnir salti að saltast. Saltið er gott, en
ef saltið afseltist, með hverju kryddi þér þá? Hafi þér saltið hjá yður og
hafið frið yðar á milli.


Tíundi kapítuli

Og er hann reis upp þaðan, kom hann í endimörk Júdalands hinumegin Jórdanar.
Þar kom og enn aftur margt fólk til hans og sem hann plagaði. Þá tók hann enn
aftur til að kenna þeim. Farísei gengu og til hans, spurðu hann að ef manninum
leyfðist að forláta sína húsfrú, freistandi hans svo. En hann svaraði og sagði
til þeirra: Hvað hefir Móses boðið yður? Þeir sögðu: Móses leyfði
skilnaðarbréf að skrifa og við að skilja, hverjum. Jesús svaraði og sagði:
Fyrir harðleik hjarta yðvars þá skrifaði hann yður þetta boðorð. En af upphafi
skepnunnar gjörði Guð þau kallmann og konu. Af því forlætur maðurinn föður
sinn og móður og heldur til við konu sína, og eru svo tvö eitt hold. Af því
eru þau nú eigi tvö, heldur eitt hold. Því hvað Guð hefir samtengt, það skal
maðurinn eigi sundur skilja.

Og í húsinu spurðu hans lærisveinar aftur að um hið sama, og hann sagði þeim:
Hver helst sem forlætur sína eiginkonu og fastnar aðra, sá drýgir hór á henni.
Og ef konan forlætur sinn eiginmann og giftist öðrum, sú hórast.

Og þeir færðu ungbörn til hans að hann áhrærði þau, en lærisveinarnir átöldu
þá sem þau leiddu. Og er Jesús sá það, líkaði honum það eigi vel og sagði til
þeirra: Leyfið börnunum til mín að koma og bannið þeim eigi því að þvílíkra er
Guðs ríki. Sannlega segi eg yður: Hver hann meðtekur eigi Guðs ríki sem annað
ungbarn, sá mun eigi inn ganga í það. Og hann tók þau í fang og lagði sínar
hendur yfir þau og blessaði þau. Og þá hann var út genginn upp á
veginn, hljóp þar einn fram fyrir, buktaði sig fyrir honum og spurði hann að,
segjandi: Góði meistari, hvað skal eg gjöra svo að eg eignist eilíft líf? En
Jesús svaraði honum: Hví segir þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn.
Boðorðin muntu kunna, að þú skulir ei hórdóm drýgja, eigi mann vega, eigi
stela, eigi skulir þú ljúgvitni mæla, eigi svik gjöra, heiðra föður þinn og
móður. En hann svaraði og sagði til hans: Meistari, allt þetta hefi eg
varðveitt í frá barnæsku minni. En Jesús horfði á hann, elskaði hann og sagði
til hans: Eitt þá brestur þig. Far, sel allt það þú hefir og gef fátækum, og
þá munt þú hafa einn thesaur á himnum. Kom, og fylg mér svo eftir og legg
kross þér á herðar. En hann varð hryggur við þessi orð, gekk þaðan syrgjandi
því að hann hafði miklar eignir.

Jesús leit kringum sig og sagði til sinna lærisveina. Hversu torvelt er þeim,
sem peninga hafa, inn að ganga í Guðs ríki. En hans lærisveina setti tvista
við þessi hans orð. Jesús ansaði enn aftur og sagði til þeirra: Sonarkorn mín,
hversu torvelt er þeim, sem treystandi eru peningum, inn að ganga í Guðs ríki.
Auðveldara er úlfbaldanum að ganga í gegnum nálarauga en ríkum inn að ganga í
Guðs ríki. Þeir undruðust enn meir, segjandi sín á milli: Hver fær þá
hjálpast? En Jesús horfði á þá og sagði: Hjá mönnum er það ómögulegt, en eigi
hjá Guði. Því að hjá Guði er allt mögulegt.

Og eftir það tók Pétur til að segja honum: Sjáðu, vér forlétum allt og erum
þér eftirfylgjandi. Jesús svaraði og sagði: Sannlega segi eg yður að enginn er
sá, hver að fyrirlætur hús eða bræður eða systur eða föður eða móður eður börn
eða akra fyrir mínar sakir og guðsspjallanna, sá er eigi meðtekur hundraðfalt
aftur nú á þessari tíð hús, bræður og systur og móður og börn og akra með
ofsóknum og í eftirkomanda heimi eilíft líf. Og margir verða þeir seinastir
sem eru fyrstir og þeir fyrstir sem seinastir eru. Og þeir voru þá enn á
veginum að fara upp til Jerúsalem, og Jesús gekk fyrir þeim. Þá setti
og hljóða við, fylgjandi honum þó eftir og óttuðust hann.

Hann tók og þá tólf aftur til sín og hóf upp að segja þeim hvað yfir hann
myndi koma: Sjáið það að vær förum nú upp til Jerúsalem. Og mannsins sonur mun
seljast kennimannahöfðingjum, skriftlærðum og öldungum. Þeir munu og fordæma
hann í dauða og selja heiðingjum. Þeir munu og spotta hann og flengja, spýta á
hann og lífláta, og á þriðja degi mun hann upp aftur rísa.

Þá gengu þeir Jakobus og Jóhannes, synir Sebedei, til hans og sögðu: Meistari,
við viljum að þú gjörir fyrir okkur hvers sem við biðjum þig. En hann sagði
til þeirra: Hvað vilji þér að eg skuli gjöra yður? Þeir sögðu þá til hans: Gef
okkur það, við sitjum í þinni dýrð, einn til hægri handar þér og annar til
hinnar vinstri. En Jesús sagði til þeirra: Þér vitið eigi hvers þér biðjið.
Kunni þér að drekka þann kaleik, hvern eg mun drekka, og skírast með þeirri
skírn sem eg mun skírast? En þeir sögðu honum: Það getu við. Jesús sagði þá
til þeirra: Að sönnu munu þér drekka þann kaleik, hvern eg mun drekka, og
meður þeirri skírn skírðir verða, hverri eg mun skírast. En að setja til
minnar hægri handar eður til vinstri er eigi mín að gefa yður, heldur þeim sem
það er fyrirbúið.

Og þá er þeir tíu heyrðu það, voru þeir gramir upp á Jakob og Jóhannem. En
Jesús kallaði þá til sín og sagði til þeirra: Þér vitið það að þeir sem sýnast
hafa stjórnan þjóðanna, þá drottna yfir þær, og þeir sem eru þeirra formenn,
þá hafa þeir vald yfir þeim. En það skal eigi svo vera yðar á milli, heldur
hver hann vill vera yðar á milli öðrum meiri, sá skal yðar þénari vera. Og
hver hann vill yðar á milli fremstur vera, sá skal allra þjón vera. Því að
mannsins sonur er eigi kominn til þess að honum þjónaðist, heldur það að hann
þjónaði og gæfi sína önd út til endurlausnar fyrir marga.

Þeir komu og til Jeríkó. Og að honum burtfaranda úr Jeríkó og hans lærisveinum
og miklum öðrum fólksfjölda, sat Bartímeus, blindur son Tímei, við
veginn og beiddi. Og er hann heyrði að það var Jesús af Nasaret, tók hann til
að kalla og sagði: Jesús sonur Davíðs, miskunna þú mér. Og margir átöldu hann
að hann þegði, en hann kallaði þá miklu meir: Sonur Davíðs, miskunna þú mér.
Jesús stóð við og bauð að kalla á hann. Þeir kölluðu og á hinn blinda,
segjandi til hans: Vertu með góðum hug, statt upp, hann kallar þig. Og hann
snaraði sinni yfirhöfn af sér, stóð upp og kom til Jesú. Jesús svaraði og
sagði til hans: Hvað viltu að eg skuli gjöra þér? En hinn blindi sagði honum:
Rabbúní, það eg sæi. Jesús sagði þá til hans: Gakk héðan, þín trúa gjörði þig
hólpinn. Og strax þá sá hann og fylgdi honum eftir upp á veginn.


Ellifti kapítuli

Og þá þeir komu nær Jerúsalem til Betfage við fjallið viðsmjörsviðanna, sendi
hann tvo sína lærisveina út og sagði til þeirra: Gangið í það kauptún sem
gegnt yður er. Og strax er þér gangið þar inn, munu þér finna fola bundinn, á
hverjum enginn maður hefir enn setið. Leysið hann og leiðið hingað. Og ef
nokkur segir til yðar hví þér gjörið það, þá segið að hann er herranum
þarflegur, og strax mun hann senda hann hingað. Þeir gengu burt þaðan og fundu
folann bundinn fyrir utan dyrnar á gatnamótinu og leystu hann. Og nokkrir af
þeim, er þar stóðu, sögðu til þeirra: Hvað gjöri þér, leysandi folann? En þeir
sögðu til þeirra sem Jesús hafði þeim boðið, og þeir leyfðu þeim það, og færðu
folann til Jesú, lögðu og á hann sín klæði, og hann sat á honum. En margir
breiddu sín föt á veginn, en aðrir hjuggu kvistu af trjánum og dreifðu á
veginn. Og þeir er fyrir gengu og hinir sem eftirfylgdu, kölluðu og sögðu:
Hósíanna. Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins, og blessað sé ríki föður
vors Davíðs, það eð kemur í nafni Drottins. Hósíanna á upphæðum. Drottinn fór
og til Jerúsalem og gekk inn í musterið og umskyggndi alla hluti. Þá
að kveldi var nú komið, gekk hann út með þeim tólf til Betanía. Og annars
dags, þá hann gekk út af Betanía, svengdi hann. Og er hann sá álengdar
fíkjutré, það er laufblöð hafði, kom hann að vita hvort hann fyndi nokkuð á
því. Og þá hann kom þangað að, fann hann ekkert nema laufblöðin því að það var
eigi fíknanna tími kominn. Jesús svaraði og sagði til þess: Hér eftir eti
enginn af þér ávöxt að eilífu. Og hans lærisveinar heyrðu á það.

Þeir komu og til Jerúsalem, og Jesús gekk inn í musterið, tók til út að reka
þá sem seldu og keyptu í musterinu, borðum þeirra, er reiðupeningum skiptu og
stólum þeirra, er dúfur seldu, hratt hann um. Og eigi lofaði hann að nokkur
bæri ker um musterið. Og hann kenndi og sagði til þeirra: Er það eigi skrifað
að mitt hús skuli kallast bænahús öllum þjóðum? En þér hafið gjört það að
spillvirkjainni.

Það heyrðu og hinir skriftlærðu og kennimannahöfðingar og leituðu eftir
hverninn þeir mættu fyrirfara honum. Því að þeir óttuðust hann af því að allur
lýður dáðist að hans kenningu. Og er kveld var komið, gekk hann út af
borginni. Og að morgni þá gengu þeir þar hjá og sáu fíkjutréið þurrt orðið að
rótum. Pétur minntist á og sagði við hann: Rabbí, sjáðu fíkjutréið, hverju þú
formæltir, er uppvisnað. Jesús svaraði og sagði til hans: Hafið trú til Guðs.
Sannlega segi eg yður: Hver helst hann segði til þessa fjalls: Lyfst upp, þú,
og fleyg þér í sjóinn, og efaði eigi í sínu hjarta, heldur tryði að það myndi
ske hvað hann segir, þá mun það og ske hann hvað hann segir. Fyrir því segi eg
yður: Allt hvað helst þér biðjið í yðvarri bæn, trúið að þér öðlist það, þá
mun það og henda yður. Og nær þér standið og biðjist fyrir, þá fyrirgefið ef
þér hafið nokkurs konar af öðrum yður í gegn svo að yðar faðir, sem er á
himnum, fyrirgefi yður yðar brot. Því að ef þér fyrirgefið eigi, þá fyrirgefur
og eigi yður faðir yðar, sem er á himnum, yðrar syndir.

Þeir komu og enn til Jerúsalem, og þá er hann gekk í musterinu, komu til hans
höfuðprestar, skriftlærðir og öldungar og sögðu til hans: Út af hverju
valdi gjörir þú þetta? Og hver hefir gefið þér vald til að þú gjörðir þetta?
En Jesús svaraði og sagði til þeirra: Eg vil spyrja yður að einu orði. Svarið
mér, þá mun eg segja yður af hverju valdi eg gjöri þetta. Skírn Jóhannis, var
hún af himnum eður af mönnum? Svarið mér. Þeir hugsuðu með sér og sögðu: Ef
vær segjum að hún væri af himnum, segir hann til vor: Því trúðuð þér henni þá
eigi? En ef vær segjum að hún væri af mönnum, hræðunst vær fólkið, - því að
allir héldu það Jóhannes væri sannur spámaður. Því svöruðu þeir og sögðu til
Jesú: Vær vitum eigi. Jesús svaraði og sagði til þeirra: Þá segi eg yður og
eigi af hverju valdi að eg gjöri þetta.


Tólfti kapítuli

Hann tók og til að tala við þá í eftirlíkingum. Maður plantaði víngarð og
girti garð um og gróf þar vínþrúgu og byggði þar upp turn og skipaði hann með
akurkalla og ferðaðist langt í burt. Og er tími var til, sendi hann þjón sinn
til akurkallanna að hann meðtæki af akurköllunum út af víngarðsins ávexti. En
þeir handtóku hann og börðu og létu eyrindislausan í burt fara. Og enn aftur
sendi hann annan þjón til þeirra. Og hans höfuð lestu þeir grjóti og slepptu
spottuðum í burt. Og þá enn aftur sendi hann annan, og þann aflífuðu þeir og
fleiri aðra, suma hýddu þeir, en suma drápu þeir.

Hann hafði þá enn eftir, einn sinn kærastan son. Og hann sendi hann seinastan
til þeirra og sagði: Þeir munu feila sér fyrir syni mínum. En akurkallarnir
sögðu sín á milli: Þessi er erfinginn. Komi þér, vegum hann svo að vor verði
arftakan. Og þeir höndluðu hann og aflífuðu og köstuðu honum út fyrir
víngarðinn. En hvað mun nú herrann víngarðsins gjöra til? Hann kemur og
tortýnir akurköllunum og gefur víngarðinn öðrum. Hafi þér eigi lesið þessa
skrift: Þann stein er byggjendur forlögðu, hann er vorðinn höfuð hyrningar. Af
Drottni er þetta gjört og er undarlegt fyrir vorum augum. Og þeir
leituðu við að handtaka hann, en hræddust þó lýðinn því að þeir fundu það hann
sagði þessa eftirlíking til þeirra. Þeir forlétu hann og gengu í burt.

Þeir sendu til hans nokkra af faríseis og Heródes þénara að þeir veiddu hann í
orðum. Þeir komu og sögðu til hans: Meistari, vér vitum að þú ert sannsögull
og skeytir eigi neinum því að þú fer eigi eftir yfirlitum manna, heldur kennir
þú Guðs götu með sannleika. Hvort leyfist oss að gefa keisaranum skatt eða
eigi? Hann vissi þeirra undirhyggju og sagði til þeirra: Hví freisti þér mín?
Færið mér peninginn að eg sjái hann. Þeir fengu honum einn. Þá sagði hann til
þeirra: Hvers er þessi mynd og innskrift? Þeir sögðu honum: Keisarans. Jesús
svaraði og sagði til þeirra: Því gefið keisaranum það keisarans er og Guði það
Guðs er. Og þeir undruðust yfir honum.

Þá komu og saddúkei til hans, þeir eð segja upprisuna eigi vera, spurðu hann
að og sögðu: Meistari, Móses skrifaði oss að ef nokkurs bróðir létist og hefði
eiginkonu eftir og léti engin börn eftir sig, þá á bróðir hans að meðtaka hans
eignarkonu og uppvekja sínum bróður sæði. Nú voru þar (vii) bræður. Og hinn
fyrsti tók sér eiginkonu og er andaður, látandi eigi sæði eftir. Og sá annar
tók hana og andaðist, lét og eigi sæði eftir. Og líka hinn þriðji og einninn
þeir (vii) tóku hana allir og létu eigi sæði eftir. Seinast af öllum andaðist
og konan. En í upprisunni þá er þeir rísa upp, hvers þeirra eiginkona verður
hún? Því að þeir (vii) höfðu hana til eiginnar konu. Jesús svaraði og sagði
til þeirra: Er eigi svo að þér villist, vitandi eigi ritningarnar og eigi
heldur Guðs kraft? Því að þá þeir rísa upp af dauða, kvænast þeir ei né láta
sig kvæna, heldur eru þeir sem englar Guðs á himnum. En hafi þér eigi lesið í
Móses bók af framliðnum það þeir munu upp rísa? Hverninn sagði Guð til hans í
skógarrunninum er hann sagði: Eg em Guð Abrahams og Guð Ísaks og Guð Jakobs?
Eigi er hann Guð dauðra, heldur Guð lifendra. Af því villist þér mjög.

Og einn af skriftlærðum gekk að, sá er heyrt hafði þá spyrjast á, sá
og það að hann hafði svarað þeim vel og spurði hann að: Hvert er fyrst boðorð
af öllum? En Jesús svaraði honum: Það er fyrst boðorð af öllum: Heyr þú Írael.
Drottinn Guð vor er einn Guð. Og elska skalt þú Drottin Guð þinn af öllu
hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllu þínu hugskoti og af öllum krafti
þínum. Þetta er hið fyrsta boðorð. En annað er og þessu líkt: Elska þú náunga
þinn sem sjálfan þig. Eigi eru þar önnur boðorð þessum meiri.

Og hinn skriftlærði sagði til hans: Meistari, í sannleik þá sagðir þú vel því
að einn er Guð og enginn er þar annar en hann. Og það að hann skuli elskast af
öllu hjarta og af öllum skilningi og af allri öflgan og það að elska náunga
sinn sem sjálfan sig, er öllum brennifórnum meira og offri. En er Jesús sá að
hann svaraði víslega, sagði hann til hans: Eigi ertu langt frá Guðs ríki. Og
enginn þorði þá að spyrja hann.

Jesús svaraði og sagði er hann kenndi í mustérinu: Hverninn segja skriftlærðir
Kristum vera Davíðs son? En Davíð segir sjálfur af helgum anda: Drottinn sagði
mínum drottni: Sit þú til minnar hægri handar á meðan eg legg þína óvini til
skarar þinna fóta. Þar segir Davíð sjálfur hann sinn herra. Hverninn er hann
þá sonur hans? Og margt af fólkinu heyrði honum gjarnan.

Og í sinni kenningu sagði hann til þeirra: Varið yður við enum skriftlærðum
sem ganga vilja í síðum klæðum og heilsast á torgum og sitja á fremstum stólum
í samkunduhúsum og hafa hin fremstu sæti að kveldverðum, hverjir í sig gleypa
ekknahús undir hylmingu langrar bænar. Þeir munu og öðlast þess þyngra
glötunardóm.

Og er Jesús sat gegnt ölmusuörkinni, sá hann hverninn fólkið varpaði peningum
í ölmusuörkina og að margir ríkir köstuðu miklu. En þá er ein ekkja fátæk kom,
lét hún tvo skarfa inn, það er einn pening. Hann kallaði sína lærisveina til
sín og sagði þeim: Sannlega segi eg yður að þessi fátæka ekkja lét meir
inn en allir aðrir sem inn létu í ölmusuörkina. Því að allir létu af því
inn er þeim var að auk, en þessi lét af volað sinni allt hvað hún hafði og
sína björg alla.


Þrettándi kapítuli

Og þá hann gekk út af musterinu, sagði einn af hans lærisveinum við hann:
Meistari, skoða hvílíkir steinar og þvílíkt smíði þetta er. Jesús svaraði og
sagði til hans: Sér þú allar þessar miklu byggingar? Hér mun eigi eftir látast
steinn yfir steini, sá er eigi verði niðurbrotinn.

Og þá hann sat í fjallinu Oliveti gegnt musterinu, spurðu hann að sér í lagi
Pétur og Jakob og Jóhannes og Andreas: Seig þú oss nær þetta skal ske og hvert
teikn verður þá þetta skal allt til taka að fullkomnast. Jesús svaraði þeim og
tók til að segja: Sjáið til að ei fái nokkur villt yður. Því að margir munu
koma í mínu nafni og segja: Eg er Kristur og munu marga villa.

En þá þér heyrið af bardögum og hernaðartíðindum, óttist eigi því að þessu
byrjar að ske. Endinn er þó enn eigi þá. Ein þjóð mun reisa sig og upp í mót
annarri og ríki á móti ríki, og landskjálftar munu verða í sérhverjum stöðum,
hungur og hrellingar munu og verða. Þetta er upphaf hryggðanna.

Og sjáið til um sjálfa yður. Því að þeir munu færa yður á ráðstefnur og í
samkunduhús, og þér munuð strýktir verða, og fyrir konungum og höfðingjum munu
þér standa minna vegna til vitnisburðar yfir þá. Og guðsspjöllum byrjar áður
að predikast á meðal allra þjóða.

Og þá þeir leiða yður og framselja, skulu þér eigi hugsa fyrir hvað þér skuluð
tala, heldur hvað yður gefst á þeirri stundu, það skulu þér tala. Því að eigi
tali þér, heldur heilagur andi. En bróðir mun selja bróður í dauða og faðir
soninn. Börnin munu og reisast upp í mót foreldrunum og styrkja þá í dauða.
Og þér verðið öllum að hatri fyrir míns nafns sakir. En hver hann er
staðfastur allt til enda, sá hjálpast.

En þá þér sjáið svívirðing eyðslunnar, af hverri Daníel spámaður segir,
standandi hvar eigi byrjaði, - hver eð les, hann undirstandi það -, hverjir þá
eru á Gyðingalandi, flýi þeir á fjöll. Og hver hann er upp á ræfrinu, fari sá
eigi inn að taka burt nokkuð úr sínu húsi. Og sá sem er á akri, hann snúist
eigi á bak sér aftur að taka upp föt sín. Og ve þunguðum konum og
brjóstmylkingum á þeim tímum. Biðjið heldur að flótti yðar verði eigi um
vetur. Því að á þeim dögum verða slíkar hörmungar, hverjar eigi hafa verið frá
upphafi skepnunnar, þá sem Guð skapaði, og allt til þessa og eigi heldur mun
verða. Og ef Drottinn stytti eigi þessa daga, yrði ekkert hold frelsað, heldur
fyrir útvaldra sakir, hverja hann útvaldi, hefir hann stytt þessa daga.

Og ef nokkur segir þá til yðar: Sé, hér er Kristur, sé, þar er hann, þá trúið
því eigi. Því að upp munu rísa falskristar og falskir spámenn og munu gjöra
teikn og stórmerki til að villa, ef verða mætti, einninn útvalda. Því sjáið
til um yður. Sé, eg sagði yður nú allt þetta fyrir.

En á þeim dögum eftir þessa hörmung mun sólin sortna og tunglið eigi gefa sitt
skin, og stjörnur munu hrapa af himni, kraftar himins munu og hrærast. Og þá
munu þeir sjá mannsins son komandi í skýjunum með dýrð og krafti miklum. Og þá
mun hann út senda sína engla að saman safna sínum útvöldum af fjórum vindum
allt af enda jarðar og til hæð himins.

Af fíkjutrénu þá lærið eina eftirlíking. Því þá er þess kvistur gjörist frjór
og laufin springa út, viti þér að sumarið er í nánd. Svo og nær þér sjáið
þetta ske, vitið að það sé þá nálægt fyrir dyrum. Sannlega segi eg yður að
þessi kynslóð forgengur eigi þar til allt þetta sker. Himinn og jörð munu
forganga, en mín orð munu ekki forganga. En af þeim degi eður stundu veit
enginn, eigi englar á himnum og eigi sonurinn, nema faðirinn einn.

Sjáið til, vakið og biðjið því að þér vitið eigi nær tíð er. Svo sem
sá maður er ferðaðist langt burt, forlét sitt hús, gaf og sínum þjónum
yfirvald sérhvers verknaðar og bauð dyraverðinum að hann vekti. Vakið og því
að þér vitið eigi nær herrann hússins kemur, hvort að kveldi eða um miðnætti
eður þá haninn gelur elligar að morgni, svo að eigi komi hann skyndilega og
finni yður sofandi. En hvað eg segi yður, það segi eg öllum: Vakið þér.


Fjórtándi kapítuli

En eftir tvo daga þá voru páskar og sætubrauðsdagar. Og höfuðprestar og
skriftlærðir sóktu eftir hverninn þeir gætu höndlað hann með vélum og
líflátið, en þeir sögðu: Eigi þó um hátíðina svo að ei verði upphlaup með
fólkinu.

Og þá hann var í Betanía í hús Símonar vanheila og sat við borð, kom kona,
hafandi alabastrumbuðk með ómengað og kostulegt smyrslavatn. Hún braut buðkinn
og hellti yfir höfuð honum. En þar voru nokkrir sem stugguðust við í sjálfum
sér og sögðu: Til hvers er þessi smyrslaspilling gjör. Því að þetta
smyrslavatn mætti seljast meir en þrjú hundruð %peninga og gefast fátækum, - og
deildu á hana.

En Jesús sagði: Látið hana kyrra. Til hvers styggi þér hana? Gott verk gjörði
hún á mér. Því að fátæka hafi þér jafnan hjá yður, og nær þér viljið, megi þér
gjöra þeim gott, en mig þá hafi þér eigi jafnan. Hvað hún hafði til, það
gjörði hún. Hún kom og fyrirfram að smyrja minn líkama til graftrar. Sannlega
segi eg yður: Hvar helst í heimi öllum er þetta guðsspjall verður predikað, þá
mun segjast í hennar minning hvað hún gjörði.

Og Júdas Skariot, einn af tólf, gekk burt til höfuðprestanna að hann forréði
hann fyrir þá. Og er þeir heyrðu það, glöddust þeir, og þeir lofuðu að gefa
honum peninga. Hann leitaði og eftir hverninn skapferlilegast hann gæti
forráðið hann.

Og á hinum fyrsta sætabrauðsdegi þá páskalambið fórnaðist, segja hans
lærisveinar til hans: Hvert viltu vér förum og reiðum til að þú neytir
páskanna? Og hann sendi tvo af sínum lærisveinum og sagði til þeirra: Gangið
inn í staðinn. Maður mun renna í mót yður, berandi vatsskjólu. Fylgið honum
eftir, og hvar helst hann gengur inn, segi þér húsherranum að meistarinn
segir: Hvar er það herbergi er eg skal neyta páskanna í meður mínum
lærisveinum? Og hann mun sýna yður astrakaðan sal stóran, tilbúinn. Reiði þér
þar til fyrir oss. Og hans lærisveinar gengu burt og komu inn í staðinn og
fundu svo sem hann hafði sagt þeim og bjuggu til páskalambið.

Og er kvelda tók, kom hann meður þá tólf. Og er þeir voru niður sestir og átu,
sagði Jesús: Sannlega segi eg yður að einn af yður sá er etur með mér,
forræður mig. En þeir urðu hryggvir við og sögðu hver eftir öðrum til hans: Er
eg það nokkuð? En hann svaraði og sagði til þeirra: Einn af tólf, sá er drepur
hendinni í fatið meður mér. Að sönnu fer mannsins sonur héðan svo sem skrifað
er af honum, en ve þeim manni, af hverjum mannsins sonur framselst. Betra væri
þeim manni að eigi hefði hann fæddur verið.

Og er þeir neyttu, tók Jesús brauðið, blessaði og braut það og gaf þeim og
sagði: Taki þér, neytið, þetta er mitt hold. Hann tók og kaleikinn, blessaði
og gaf þeim og þeir drukku allir af honum. Hann sagði til þeirra: Þetta er
mitt blóð eins nýs testaments sem fyrir marga úthellist. Sannlega segi eg yður
að eg mun ei héðan í frá drekka af þessum vínviðarávexti allt til þess dags þá
að eg drekk það nýtt í Guðs ríki. Og að sögðum lofsöngnum gengu þeir í fjallið
Oliveti.

Jesús sagði til þeirra: Allir munu þér sk mun slá hirðirinn, og sauðirnir
skulu tvístrast. En eftir það er eg rís upp, skal eg ganga fram fyrir yður í
Galíleam. En Pétur sagði til hans: Og það allir skammfyllist þér, þá skal eg
þó eigi. Jesús sagði til hans: Sannlega segi eg þér að í daglangt á þessari
nótt áður en haninn gelur tvisvar, munt þú neita mér þrisvar. Hann talaði þá
enn framar: Þó að mér byrjaði að deyja jafnframt þér, skyldi eg þó
eigi neita þér. Og líka einninn sögðu allir þeir.

Og þeir komu í það gerðistún er hét Getsemani, og hann sagði til sinna
lærisveina: Sitji þér hér á meðan eg biðst fyrir, - og tók með sér Petrum,
Jakob og Jóhannem og tók til að skjálfa og angrast og sagði til þeirra: Sála
mín er hrygg allt í dauðann. Blífið hér og vakið. Og þá gekk hann litlu einu
lengra fram, féll á jörð og tók að biðja ef það væri mögulegt að sú stund liði
hjá honum og sagði: Abba faðir minn, allt er þér mögulegt. Tak burt þenna
kalek af mér. En eigi sem eg vil, heldur sem þú vilt.

Hann kom og fann þá sofandi og sagði til Péturs: Símon, sefur þú? Kunnir þú
eigi að vaka eina stund meður mér? Vakið og biðjið að þér fallið eigi í
freistni. Andinn er að sönnu reiðubúinn, en holdið er breyskt. Hann gekk og
enn burt aftur og bað og talaði hin sömu orð. Hann kom aftur og fann þá enn
sofandi því að þeirra augu voru bólgin af svefni og eigi vissu þeir hverju
þeir svöruðu honum. Og hann kom í þriðja sinn og sagði til þeirra: Sofið nú og
hvílið yður, það nægist. Stundin er komin, það mannsins sonur framselst í
syndugra hendur. Standið upp, göngum héðan. Sjáið að sá er mig forræður, hann
er í nánd.

Og strax sem hann var að tala um þetta, kom Júdas Skariot, einn af tólf, og
með honum mikil sveit meður sverðum og stöngum, útsendir af höfðingsprestum,
skriftlærðum og öldungum. En svikarinn hafði gefið þeim teikn og sagt: Hvern
helst eg kyssi, sá er það. Haldið honum og leiðið varygðarlega. Og þá hann
kom, gekk hann strax til hans og sagði: Heill sért þú, Rabbí, - og kyssti
hann. En þeir lögðu strax hendur á Jesúm og héldu honum. Og einn af þeim sem
hjá stóð eyrað. Jesús svaraði og sagði til þeirra: Þér eruð út gengnir svo sem
til annars spillvirkja með sverðum og stöngum að grípa mig. Hversdaglega var
eg í musterinu hjá yður og kenndi, og eigi gripuð þér mig, heldur það
ritningin uppfylltist. Og þá forlétu hann allir hans lærisveinar og
flýðu. En nokkuð ungmenni fylgdi honum eftir klæddur línklæði yfir bert
hörund. Og hann gripu önnur ungmenni, en hann snaraði línklæðinu og flýði
nakinn í burt frá þeim.

Þeir leiddu Jesúm til höfuðprestsins. Þar komu saman allir kennimenn,
skriftlærðir og öldungar. En Pétur fylgdi eftir, þó langt burt frá, inn allt í
höfuðprestsins fordyri og sat hjá þénurunum við eldinn og bakaði sig við
logann.

En höfuðprestarnir og allt ráðið leituðu vitna í gegn Jesú svo að þeir gætu
selt hann til dauða og fundu engin. Margir töluðu falsvitni í gegn honum, en
þeirra vitnisburðar voru eigi samlátandi. Og þá stóðu nokkrir upp og báru
falsvitni í móti honum og sögðu: Vér höfum heyrt hann segja: Eg mun þetta
musteri niður brjóta sem höndum er gjört og á þrim dögum upp byggja annað það
eigi er með höndum gjört. En þeirra vitnisburðar komu og eigi saman.

Og höfuðpresturinn reis upp í miðið, spurði Jesúm að og sagði: Svarar þú öngu
til þess sem að þessir leggja í móti þér? En hann þagði og svaraði öngu. Þá
spurði höfuðpresturinn hann enn aftur að og sagði til hans: Ert þú Kristur,
sonur Guðs ins blessaða? En Jesús sagði honum: Eg em hann. Og þér munuð sjá
mannsins son sitja á hægri hönd Guðs kraftar og komandi í skýjum himins. En
höfuðpresturinn reif þá klæði sín og sagði: Hvað þurfu vær nú að girnast
vitnanna? Þér heyrðuð guðlöstunina. Hvað sýnist yður? En þeir fordæmdu hann
allir sekan vera dauðans. Og nokkrir tóku að spýta á hann og byrgja hans
ásjánu og að dusta hann með hnefum og að segja til hans: Spáðu. Og þénararnir
slógu hann pústra í andlitið.

Og er Pétur var niðri í fordyrunum, kom ein af ambáttum höfuðprestsins. Og þá
hún leit Petrum verma sig, horfði hún á hann og sagði: Vart þú og með Jesú af
Nasaret. En hann neitaði og sagði: Eg þekki hann eigi, og ei veit eg hvað þú
segir. Og er hann gekk út fyrir dyrnar, gól haninn. En er ambáttin sá hann
aftur, tók hún að segja þeim er kringum stóðu: Þessi er af þeim. En hann
neitaði nú enn aftur. Og litlu einu þar eftir sögðu þeir aftur er hjá
stóðu til Péturs: Sannlega ertu einn af þeim því að þú ert einn Galíleari, og
þitt mál hljóðar svo. En hann tók að formæla sér og sverja það, - ei þekki eg
þann mann, af hverjum þér segið. Og strax gól haninn aftur. Og Pétur minntist
þess orðs sem Jesús hafði sagt til hans: Áður haninn gelur tvisvar, muntu
neita mér þrisvar, - og tók að gráta.


Fimmtándi kapítuli

Og strax um morguninn héldu höfuðprestarnir með öldungunum og skriftlærðum
öllu ráðuneytinu ráðstefnu og bundu Jesúm, leiddu hann og framseldu Pílato. Og
Pílatus spurði hann að: Ertu konungur Gyðinga? En hann svaraði og sagði til
hans: Þú segir það. Og höfuðprestarnir áklöguðu hann um margt. Pílatus spurði
hann enn aftur að og sagði: Svarar þú öngu? Sjá í hversu mörgu þeir ákæra þig.
En Jesús svaraði honum öngu þaðan í frá svo að Pílatus undraðist. En hann var
vanur að láta þeim lausan um hátíðina einn af bandingjunum, eftir hverjum
helst þeir beiddust. En þar var sá er nefndist Barrabas meður illræðismönnum
bundinn, hver með illræði hafði víg unnið. Og þá fólkið gekk upp, tók það að
biðja að hann veitti því sem hann plagaði jafnan. En Pílatus svaraði þeim og
sagði: Vilji þér að eg láti yður Gyðingakonunginn lausan? Því að hann vissi að
höfuðprestarnir höfðu af öfund framselt hann. En biskuparnir eggjuðu lýðinn að
hann gefi þeim heldur Barrabam lausan.

Pílatus svaraði enn aftur og sagði til þeirra: Hvað vilji þér þá að eg skuli
gjöra honum, hvern þér segið konung Gyðinga? En þeir kölluðu þá aftur:
Krossfestu hann. Pílatus sagði til þeirra: Hvað illt hefir hann gjört? En þeir
kölluðu því meir: Krossfestu hann. En Pílatus vildi fólkinu fullnægju gjöra,
lét þeim lausan Barrabam og framseldi Jesúm svipum barðan að hann
krossfestist. En stríðsþénararnir leiddu hann í fordyr þinghússins og
kölluðu saman allan hópinn og færðu hann í purpuraklæði, fléttandi þyrnikórónu
og settu á hann og tóku að heilsa honum: Heill sért þú konungur Gyðinga, - og
slógu hans höfuð með reyrvendi og hræktu á hann, féllu og á hné og tilbáðu
hann.

Og þá þeir höfðu spottað hann, færðu þeir hann úr purpuranum og færðu hann
aftur í sín klæði og leiddu hann út að þeir krossfestu hann. Þeir þrengdu og
þeim sem framhjá gekk, Símoni hinum sýrneska er kominn var af akurlendi, föður
þeirra Alexandri og Ruffi, að hann bæri hans kross. Og þeir höfðu hann í þann
stað er heitir Golgata, það þýðist gálgaklettur. Og þeir gáfu honum myrrat vín
að drekka, og hann tók það eigi til sín.

Og þá er þeir höfðu krossfest hann, skiptu þeir klæðum hans og köstuðu
hlutverpi yfir þeim hvað hver tæki. En það var %um þriðju stund er þeir
krossfestu hann. Og titill hans sakferlis var yfir honum skrifaður, það hann
væri konungur Gyðinga. Og með honum krossfestu þeir tvo spillvirkja, einn til
hægri handar, en annan til vinstri. Og sú ritning er uppfyllt sem segir: Meður
illvirkjum er hann reiknaður.

Og þeir gengu þar fram hjá og hæddu hann, skóku höfuð sín og sögðu: Svei,
hverninn niðurbrýtur þú musteri Guðs og byggir upp á þrim dögum aftur? Frelsa
nú sjálfan þig og stíg niður af krossinum. Líka einninn spéuðu hann
höfuðprestarnir sín á meðal meður skriftlærðum og sögðu: Aðra frelsaði hann,
sjálfan sig getur hann eigi frelsað. Sé hann Kristur, konungur Íraels, stígi
hann nú niður af krossinum að vér sjáum og megum svo trúa. Og þeir er með
honum voru krossfestir, átöldu hann einninn.

Og að liðinni séttu stund urðu myrkur um allt landið, allt til níundu stundar.
Og á hinni níundu stund kallaði Jesús upp hárri röddu og sagði: Eloy, Eloy
lamma a sabthani, hvað er útleggst: Guð minn, Guð minn, hví forléstu mig? Og
þá nokkrir af þeim, er þar stóðu hjá, heyrðu það, sögðu þeir: Sjá hann kallar
á Elíam. En einn hljóp að og fyllti upp njarðarvött með edik, látandi
upp á einn reyrlegg, gaf honum svo að drekka og sagði: Lát fara, sjáum hvort
ef Elías kemur að taka hann ofan.

En Jesús kallaði upp hárri röddu og andaðist. Og tjaldið musterisins rifnaði
sundur í tvo frá ofanverðu allt niður í gegnum. En er hundraðshöfðinginn sá
það, hver þar stóð gegnt, að hann kallaði svo þá er hann lést, sagði hann:
Sennilega hefir þessi maður verið Guðs sonur. Og konur voru þar og langt frá
sem horfðu og á það, á meðal hverra var María Magdalena og María, minna Jakobs
og Jósefs móðir, og Salóme. Og þá hann var í Galílea, höfðu þær fylgt honum
eftir og þjónað honum og margar aðrar, hverjar undir eins með honum höfðu upp
farið til Jerúsalem.

Og þá er kveld var komið, af því það var aðfangadagur, hver að er næstur fyrir
þvottdaginn, kom Jósef af Arímatía, einn eðluborinn ráðherra, sá er og
stundaði eftir Guðs ríki, og gekk djarflega inn til Pílato og bað um líkama
Jesú. En Pílatus undraðist að hann væri þegar látinn og kallaði
hundraðshöfðingjann til sín, spurði hann að ef hann væri þegar andaður. Og er
hann var þess vís orðinn af höfuðsmanninum, gaf hann Jósef líkamann. En Jósef
keypti líndúka, tók hann ofan og sveipaði hann í léreftinu og lagði hann í
gröfina, hver eð klöppuð var í hellustein, og velti steini að grafarmunnanum.
En María Magdalena og Jósefs María sáu hvar hann var lagður.


Sextándi kapítuli

Og er þvottdagurinn var liðinn, keyptu þær María Magdalena og María Jakobi og
Salóme dýrleg smyrsl að þær kæmi og smyrði Jesúm. Og mjög snemma morguns einn
þvottdaganna komu þær til grafarinnar um sólaruppruna. Og hver þeirra sagði
til annarrar: Hver mun velta fyrir oss steininum af grafarmunnanum?
Og þær litu þangað og sáu að steinninn var af veltur því að hann var næsta
mikill. Og þær fóru inn í gröfina og sáu eitt ungmenni sitja til hægri hliðar,
skrýddan síðu klæði hvítu, og þeim blöskraði við.

En hann sagði til þeirra: Eigi skulu þér fælast. Þér leitið að hinum
krossfesta Jesú af Naðaret. Hann er upprisinn og er eigi hér. Sjáið þann stað
hvar þeir lögðu hann. Gangið heldur burt og segið hans lærisveinum og Pétri
það hann muni ganga fram fyrir yður í Galílea. Þar munu þér sjá hann eftir því
hann sagði yður. En þær gengu út skyndilega og flýðu frá gröfinni því að
kominn var yfir þær uggur og skjálfti. Og ekkert sögðu þær neinum því að þær
voru hræddar.*

En er Jesús hafði snemma morguns upprisið á fyrsta degi þvottdaganna, þá birti
hann sig fyrst Maríu Magdalenu, frá hverri hann hafði útrekið sjö djöfla. Hún
fór og kunngjörði þeim sem meður henni hörmuðu og grétu. Og er þeir heyrðu að
hann lifði og hann væri séður af henni, trúðu þeir eigi. En eftir það auðsýndi
hann sig tveimur af þeim í annarri líking þá er þeir gengu um þorpagrundirnar.
Þeir gengu og burt, kunngjörðu hinum öðrum. Þeim trúðu þeir og eigi.

En seinast er þeir ellifu sátu til borðs, birti ha ávítaði þeirra vantrú og
hjartans harðúð það þeir höfðu eigi trúað þeim sem hann höfðu séð upprisinn og
sagði til þeirra: Farið út um allan heim, predikið guðsspjöllin allri skepnu.
Hver hann trúir og verði skírður, sá skal frelsaður vera. En hver eigi trúir,
hann skal fordæmast.

En teiknin, er þeim munu fylgja sem trúa, eru þessi: Í mínu nafni munu þeir
djöfla útreka, nýjar tungur tala, höggorma upp taka, og ef þeir drekka nokkuð
banvænlegt, skal það eigi þeim granda, yfir sjúka munu þeir hendur leggja, og
þá mun þeim batna.

Og eftir það er Drottinn Jesús hafði talað við þá, var hann uppnuminn til
himins og situr til Guðs hægri handar. En þeir gengu út og predikuðu
alls staðar Drottni samverkanda og orðið styrkjanda meður eftirfylgjandi
teiknum.

Endir guðsspjalla ins heiliga Marki.


S. Lúkas


Fyrsti kapítuli

Af því að margir hafa stundað í lag að færa þær sagnir sem eru af þeim hlutum
er á meðal vor hafa til borið og eftir því eð þeir hafa oss í hendur fengið,
sem í upphafi hafa sjálfir séð og þénarar orðsins höfðu verið, sýnist mér, af
því að eg hefi og sjálfur gjörvallt numið af upphafi, að eg skrifaði þér
innilega og skikkanlega til, minn góði Teófíli, svo að þú kynnir sannan grunn
þeirra orða sem þér eru undirvísuð.

Á dögum Heródis, konungs af Júdea, var sá kennimaður er Sakarías er nefndur af
stéttum Abía. Og hans húsfrú var af dætrum Arons, sú er hét Elísabet. En þau
voru bæði réttlát fyrir Guði og gengu í öllum boðorðum og réttlætingum
Drottins óstraffanlega. Þau áttu ekki barn því að Elísabet var óbyrja, og bæði
voru þau öldruð.

En svo bar til þá Sakarías átti að flytja prestlegt embætti (fyrir Guði) eftir
tilskikkan sinnar stéttar og siðvenju kennimannsskaparins, og er honum
hlotnaðist að hann skyldi veifa reykelsinu, gekk hann inn í musteri Drottins.
Og allur fólksfjöldinn var fyrir utan og baðst fyrir um
reykelsisveifunartímann. En honum birtist þá engill Drottins, standandi á
hægra veg altarisins, þess er reykelsið var yfir borið. Og Sakarías varð
hræddur er hann sá hann, og miklum ótta þá sló yfir hann.

En engillinn sagði til hans : Óttast þú eigi,Sakaría, því að þín bæn er
alheyrð. Og Elísabet, eiginkona þín, mun þér son fæða, og hann skalt þú
Jóhannes að nafni kalla. Og það mun þér fögnuður og gleði, og margir
munu fagna af hans burðartíð því að hann mun verða mikill fyrir Guði. Vín og
áfengan drykk mun hann eigi drekka, og þegar frá móðurkviði mun hann
uppfylltur verða af helgum anda. Og marga af sonum Íraels mun hann snúa til
Guðs, Drottins sjálfra þeirra. Og hann mun fyrir honum fara í anda og krafti
Elíe, að hann snúi hjörtum feðra til sona og vantrúuðum til kænsku réttlátra,
að til búa svo Drottni algjört fólk.

Og Sakarías sagði til engilsins: Af hverju skal eg það vita? Því að eg em
gamall og húsfrú mín er komin til ára sinna. Engillinn svaraði og sagði til
hans: Eg em Gabríel sá er frammi fyrir Guði stendur. Og eg em sendur að tala
við þig og að boða þér þetta. Og sjá, að þú munt mállaus verða og eigi talað
geta allt til þess dags hvenær þetta mun fram koma, fyrir því að þú trúðir ei
mínum orðum, þau er upp munu fyllast á sínum tíma.

Fólkið beið og eftir Sakaría og undraðist hvað hann dvaldi í musterinu. En er
hann gekk út, gat hann ei talað við þá, og þeir þóttust þá vita að hann mundi
sýn séð hafa í musterinu. Hann benti þeim og var mállaus.

Það skeði og þá er liðnir voru dagar hans embættis að hann gekk til síns
heimkynnis. En eftir þá daga varð hans húsfrú Elísabet þunguð og leyndi á sér
fimm mánuði og sagði: Þannig gjörði Guð við mig á þeim dögum hann leit til mín
er hann vildi burt taka mitt hneyksli, það eg bar á millum manna.

En á hinum sétta mánaði var Gabríel engill sendur af Guði í þá borg í Galílea
sem nefndist Naðaret til þeirrar meyjar er föstnuð var þeim manni eð Jósef hét
af húsi Davíðs, og heiti meyjarinnar var María. Og engillinn gekk inn til
hennar og sagði: Heil sért þú náðarfulla. Drottinn er með þér. Blessuð ert þú
á meðal kvenna.

En þá hún sá hann, varð hún hrædd af hans orðum og hugleiddi að hvílík væri
þessi kveðja. Og engillinn sagði til hennar: Óttast þú eigi, María, því að
þú fannt náð hjá Guði. Sé, þú munt barn geta í kviði þínum og munt son
fæða, og hans nafn skalt þú Jesús kalla. Hann mun mikill verða og kallaður
sonur ins hæðsta. Og Guð Drottinn mun gefa honum sæti síns föðurs Davíðs, og
hann mun ríkja yfir húsi Jakobs að eilífu, hans ríkis mun og enginn endir
verða.

Þá sagði María til engilsins: Hverninn má það ske af því eg hefi öngvan mann
kennt? Engillinn svaraði og sagði til hennar: Heilagur andi mun koma yfir þig,
og kraftur ins hæðsta mun umskyggja þig af því að það hið helga, sem af þér
mun fæðast, skal nefnast sonur Guðs. Og sjáðu, að Elísabet, frændkona þín,
hefir og son getið í elli sinni, og þessi er hennar sétti mánuður, sem kölluð
var óbyrja, því að Guði er ekkert orð ómáttugt. En María sagði: Sjá, eg em
ambátt Drottins. Verði mér eftir orði þínu. Og engillinn veik frá henni.*

En á þeim dögum stóð María upp og fór með flýti til fjallbyggða í borgina Júda
og gekk inn í hús Sakaríe og heilsaði Elísabet. Og það varð svo þá er Elísabet
heyrði heilsun Maríu að barnið spratt upp í hennar kviði, og Elísabet varð
full af helgum anda, kallaði hárri röddu og sagði: Blessuð ert þú á meðal
kvenna, og blessaður er ávöxtur kviðar þíns. Og hvaðan kemur mér þetta að
móðir Drottins míns kemur til mín? Sjáðu, því að þá er rödd þinnar kveðju kom
mér til eyrna, spratt barnið upp af fagnaði í mínum kviði. Og sæl ertu sem
trúðir því að það mun fullkomnast hvað þér var heitið af Drottni.

Og María sagði: Önd mín miklar Drottin, og gladdist andi minn í Guði,
heilsugjafara mínum, því að hann leit á læging ambáttar sinnar. Sjá, af því
munu mig héðan af sæla segja allar ættir. Því að hann veitti mér mikið sá er
voldugur er, og hans nafn er heilagt. Og hans miskunnsemd er yfir kyni til
kyns þeim er hann hræðast. Hann veitti mátt meður sinni hendi og dreifði
dramblátum í fyrirhyggju síns hjarta. Volduga setti hann af stóli og upphafði
lítilláta. Hungraða fyllti hann auðæfum og ríka lét hann fáfenga. Hann
minntist miskunnar sinnar og meðtók sinn þjón Írael svo sem hann
talaði til feðra vorra Abrahams og hans afspringis að eilífu. En María var hjá
henni svo nær sem þrjá mánuðu og fór aftur til síns heimkynnis.*

En er tími var kominn að Elísabet skyldi fæða, og hún fæddi son. Og er grannar
hennar og náfrændur heyrðu að Drottinn hafði miklað miskunn sína við hana,
samglöddust þeir henni.

Og það skeði að þeir komu á hinum átta degi að umskera sveininn og nefndu hann
síns föðurs nafni Sakarías. En móðir hans svaraði og sagði: Öngvaneginn,
heldur skal hann Jóhannes heita. Þeir sögðu til hennar: Þar er þó enginn í
þinni ætt sem heitir þessu nafni. En þeir bentu föður hans hvað hann vildi að
hann héti, en hann beiddist hnefaspjalds, skrifaði og sagði: Heiti hann
Jóhannes. Og þeir undruðust allir. Og jafnskjótt laukst upp hans munnur, og
tunga hans talaði, lofandi Guð. Og ótti kom yfir alla hans nágranna, og um
allar fjallbyggðir í Júdea víðfrægðust öll þessi orð. Og allir þeir er það
heyrðu, settu það sér í hjarta og sögðu: Hver grunar þig að þessi sveinn
verði? Því að hönd Drottins var meður honum.

Og Sakarías faðir hans fylltist af helgum anda, spáði og sagði: Blessaður sé
Guð, Drottinn Íraels, því að hann vitjaði og frelsan gjörði sínu fólki. Og
hann upp reisti vort heilsu horn í húsi þjóns síns Davíðs svo sem hann hefir
talað fyrir munn sinna heilagra spámanna, þeirra sem nú eru af heiminum. Hann
frelsaði oss í frá óvinum vorum og af hendi allra þeirra sem oss hötuðu. Hann
gjörði og miskunnsemd við feður vora og minntist á sinn heilagan sáttmála og á
það særi er hann svór föður vorum Abraham að hann gæfi oss sjálfan sig svo að
vér, leystir af hendi vorra óvina, þjónuðum honum án ótta, í heilagleik og
réttlæti fyrir honum sjálfum, alla daga vora. Og þú, sveinn, munt kallaður
vera spámaður ins hæðsta því að þú munt fyrir renna augliti Drottins að til
búa hans vegu og að gefa hans fólki skilning heilsunnar til fyrirgefningar
synda þeirra. Fyrir miskunnar iður Guðs vors, í hverjum hann vitjaði vor,
upprunninn af hæðum, að birta þeim sem í myrkrum og dauðans skugga
sitja, að tilgreiða fætur vora á friðar götu.

En sveinninn vóx upp og styrktist í anda og var á eyðimörkum allt til þess
dags er hann skyldi auðsýnast Íraels fólki.*


Annar kapítuli

En það bar til á þeim dögum að það boð gekk út frá keisaranum Ágústo það
heimurinn allur skyldi skattskrifast. Og þessi skattur hófst fyrst upp hjá
Kýreno sem þá var landstjórnari í Sýria. Og allir fóru að tjá sig, hver til
sinnar borgar. Þá fór og Jósef af Galílea úr borginni Naðaret upp í Júdeam,
til Davíðs borgar, sú er kallast Betlehem, af því að hann var af húsi og kyni
Davíðs, að hann tjáði sig þar meður Maríu, sinni festarkvon óléttri.

En það gjörðist þá þau voru þar að þeir dagar fullnuðust eð hún skyldi fæða.
Og hún fæddi sinn frumgetinn son og vafði hann í reifum og lagði hann niður í
jötuna því að hún fékk ekkert annað rúm í herberginu.

Og fjárhirðar voru þar í sama byggðarlagi um grandana við fjárhúsin, sem
varðveittu og vöktu yfir hjörð sinni. Og sjá, að engill Drottins stóð hjá
þeim, og Guðs birti ljómaði kringum þá. Og þeir urðu af miklum ótta hræddir,
og engillinn sagði til þeirra: Eigi skulu þér hræðast, sjáið, því að eg boða
yður mikinn fögnuð, þann er sker öllum lýð, því í dag er yður lausnarinn
fæddur, sá að er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið það til merkis: Þér
munu finna barnið í reifum vafið og lagt vera í jötuna. Og jafnskjótt þá var
þar hjá englinum mikill fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu:
Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og mönnum %góðvilji.*

Og þá er englarnir fóru frá þeim aftur til himins, töluðu hirðarnir sín á
milli: Göngu vær allt til Betlehem og sjáum þau merki er þar hafa skeð og
Drottinn hefir kunngjört oss. Og þeir komu með skunda og fundu Maríu
og Jósef og barnið liggja í jötunni. En þá er þeir höfðu það séð, víðfrægðu
þeir það orð út sem þeim var sagt af þessu barni. Og allir þeir það heyrðu,
undruðust það hvað þeim var af hirðurunum sagt. En María varðveitti öll þessi
orð og rótfesti í sínu hjarta. Og fjárhirðarnir sneru aftur, dýrkandi og
lofandi Guð um allt það hvað þeir höfðu heyrt og séð og eftir því sem þeim var
til sagt.*

Þá átta dagar voru liðnir og að barnið skyldi umskerast, var hans nafn kallað
Jesús, hvað er kallað var af englinum áður en að hann var meðtekinn í
móðurkviði.*

Og þá dagar hennar hreinsunar fullnuðust eftir Móses lögum, höfðu þeir hann
til Jerúsalem að þeir á hendur fæli hann Drottni - svo sem skrifað er í
lögmáli Drottins að allt hvað karlkyns var, það er fyrst opnaði sinnar móður
kvið, þá skyldi kallast Drottni helgað - og að þeir gæfi offrið eftir því sem
segist í lögmáli Drottins, tvær turtildúfur eður tvo dúfuunga.

Og sjá, að maður var þar í Jerúsalem sá er Símeon hét. Og þessi sami mann var
réttlátur og guðhræddur, bíðandi eftir huggun Íraels, og heilagur andi var
meður honum. Símeon hafði og andsvar fengið af helgum anda að hann skyldi eigi
dauðann líta nema hann sæi áður fyrri Krist Drottins, og kom af andans
tillaðan í musterið.

Og þá er foreldrannir höfðu barnið Jesúm í musterið og gjörðu fyrir honum
eftir siðvenju laganna, og hann tók hann þá upp á sína armleggi, lofaði Guð og
sagði:

Nú láttu, Drottinn, þjón þinn eftir orðum þínum
%í friði fara því að mín augu
hafa séð þitt hjálpráð, þann þú tilreiddir
fyrir augliti allra þjóða, ljós til
uppbirtingar heiðnum þjóðum og til dýrðar
þíns fólks Írael.*

Og hans faðir og móðir undruðust það hvað af honum sagðist. Og Símeon blessaði
þau og sagði til Maríu móður hans: Sjá, þessi er settur til falls og upprisu
margra í Írael og til merkis hverjum í móti mun mælast (það sverð mun
í gegnum smjúga sjálfrar þinnar önd) svo að augljós verði hugskots hjörtu
margra. Og þar var þá Anna spákona, dóttir Fanúels, af kyni Aser. Hún var og
komin til sinna ára og hafði lifað í sjö ár meður sínum eignarmanni frá
meydómi sínum. Og þessi ekkja hafði nær fjóra vetur um áttrætt, hver eð eigi
gekk úr musterinu, þjónandi Guði nótt og dag með föstum og bænahaldi. Þessi
gekk og samstundis þangað að og prísaði Drottin og sagði af honum til allra
þeirra sem lausnarinnar biðu til Jerúsalem.

Og er þeir höfðu allt algjört eftir lögmáli Drottins, sneru þau aftur í
Galíleam til borgar sinnar Naðaret. En sveinninn vóx upp og styrktist í anda
fullur vísdóms, og Guðs náð var með honum.*

Hans foreldrar gengu og árlega árs til Jerúsalem í móti páskahátíðinni. Og þá
hann var tólf ára, fóru þau upp til Jerúsalem eftir vana til hátíðarinnar. Og
er þeir dagar voru liðnir og þau fóru heimleiðis, bleif barnið Jesús eftir til
Jerúsalem. Og hans foreldrar vissu það eigi, en meintu hann væri hjá
selskapnum. Og þau voru komin þá eina dagferð og leituðu hans á meðal frænda
og kunningja. Og þá er þau fundu hann eigi, hurfu þau aftur til Jerúsalem og
leituðu að honum. Og það skeði svo eftir þrjá daga að þau fundu hann í
musterinu, sitjandi mitt á millum lærifeðranna, heyrandi þeim yfir og
aðspyrjandi þá. En allir þeir er hann heyrðu, undruðust yfir hans skilningi og
andsvörum.

Og er þau sáu hann, brá þeim við, og hans móðir talaði til hans: Sonur minn,
því breyttir þú svo við okkur? Sjáðu, faðir þinn og eg leituðum harmþrungin að
þér. Og hann sagði til þeirra: Hvað er það, að þér leitið að mér? Viti þér
eigi að mér byrjar að vera í því sem míns föðurs er? Og þau undirstóðu eigi
þessi orð sem hann mælti til þeirra og fór með þeim ofan og kom til Naðaret,
var þeim og hlýðugur. Og hans móðir geymdi öll þessi orð í sínu hjarta. Og
Jesú jókst aldur og viska og náð hjá Guði og mönnum.*Þriðji kapítuli

En á fimmtánda ári ríkis Tíberii keisara þá er Pontíus Pílatus var
landstjórnari í Júdea, en Heródes tetrarka í Galílea og bróðir hans Filippus
tetrarka í Ítúrea og um Trakónítidis héruð og Lýsanías til Abílene, og þá þeir
Annas og Kaífas voru höfuðprestar, kom Guðs orð yfir Jóhannem, son Sakaríe, í
eyðimörku. Og hann kom um allt byggðarlag Jórdanar og predikaði iðrunarskírn
til syndanna fyrirgefningar svo sem skrifað er í málabók Jesaja spámanns sem
segir, að hrópandi rödd er í eyðimörku: Reiði þér til götu Drottins og gjörið
hans stigu rétta. Hver dalur mun fyllast, og öll fjöll og hálsar munu lægjast.
Og það bogið er, mun réttast, og hvað snarpt er, mun snúast í slétta vegu. Og
allt hold mun sjá Guðs hjálpráð.

En hann sagði til fólksins, þess er út gekk að skírast af honum: Þér nöðru
kyn, hver kenndi yður að flýja undan ókominni reiði? Fyrir því gjörið maklega
ávöxtu iðranar, og takið ei að segja með sjálfum yður: Vær höfum Abraham fyrir
föður. Því að eg segi yður að máttugur er Guð upp að reisa Abrahams syni af
steinum þessum. Því öxin er nú sett að rót trésins og hvert það tré, sem eigi
færir góðan ávöxt, mun af höggvast og í eld kastast.

Og fólkið spurði hann að og sagði: Hvað skulu vær þá gjöra? En hann svaraði og
sagði til þeirra: Sá yðar sem hefir tvo kyrtla, hann gefi þeim er öngvan
hefur. Og sá er vistir hefir, gjöri hann slíkt hið sama.

Tollheimtumenn komu og til hans að láta sig skíra og sögðu til hans: Meistari,
hvað skulu vær gjöra? En hann sagði til þeirra: Krefjið eigi meira en til er
skipað.

Þá spurðu hann stríðsmenn að og sögðu: Hvað skulu vær gjöra? Hann sagði til
þeirra: Kúgið öngvan né gjörið órétt, og látið yður nægja yðvart kaupgjald.

En þá fólkið grunaði og að það hugleiddu allir í sínum hjörtum ef verða mætti
það að Jóhannes væri Kristur, svaraði Jóhannes og sagði til allra: Eg skíri
yður í vatni, en sá er mér styrkri sem eftir mig mun koma, hvers eg em
ei verður upp að leysa þvengi hans skóklæða. Hann mun skíra yður í heilögum
anda og eldi, hvers vindskófl að er í hans hendi. Og hann mun hreinsa sinn
láfa og saman safna hveitinu í kornhlöðu sína, en agninnar brenna í eldi
óslökkvanlegum. Og margt annað meira minnti hann og boðaði fólkinu.

En er Heródes tetrarka straffaðist af honum yfir Heródíadem bróðurkonu sína og
fyrir allt annað illt er Heródes gjörði, þó jók hann ofan á þetta allt og
lukti Jóhannem í myrkvastofu.

En það skeði þá er allt fólk lét sig skíra og þá er Jesús var skírður og baðst
fyrir að himinninn opnaðist og heilagur andi sté ofan í líkamlegri mynd yfir
hann sem dúfa. Og rödd kom af himni sem sagði: Þú ert sonur minn elskulegur, í
þér þókknast mér.

Og Jesús var nær þrjá tigi ára þá hann hóf upp og var haldinn son Jósefs, sá
er var sonur Elí, sá er var sonur Mattat, sá eð var sonur Leví, sá eð var
sonur Melkí, sá eð var sonur Janna, sá eð var sonur Jósefs, sá eð var sonur
Mattatías, sá eð var sonur Amos, sá eð var sonur Naúm, sá eð var sonur Eslí,
sá eð var sonur Nangí, sá eð var sonur Maat, sá eð var sonur Mattatías, sá eð
var sonur Semeí, sá eð var sonur Jósek, sá eð var sonur Júda, sá eð var sonur
Jóhanna, sá eð var sonur Resía, sá eð var sonur Sóróbabel, sá eð var sonur
Salatíel, sá eð var sonur Nerí, sá eð var sonur Melkí, sá eð var sonur Addí,
sá eð var sonur Kósam, sá eð var sonur Elmadam, sá eð var sonur Er, sá eð var
sonur Jesó, sá eð var sonur Elíeser, sá eð var sonur Jórem, sá eð var sonur
Matta, sá eð var sonur Leví, sá eð var sonur Símeon, sá eð var sonur Júda, sá
eð var sonur Jósefs, sá eð var sonur Jónam, sá eð var sonur Eljakím, sá eð var
sonur Melea, sá eð var sonur Menam, sá eð var sonur Mattatam, sá eð var sonur
Natan, sá eð var sonur Davíð, sá eð var sonur Jesse, sá eð var sonur Óbeð, sá
eð var sonur Boos, sá eð var sonur Salmon, sá eð var sonur Nahasson,
sá eð var sonur Amínadab, sá var sonur Aram, sá eð var sonur Esrom, sá eð var
sonur Farem, sá eð var sonur Júda, sá eð var sonur Jakobs, sá eð var sonur
Ísaks, sá eð var sonur Abrahams, sá eð var sonur Tara, sá eð var sonur Nakór,
sá eð var sonur Sarúk, sá eð var sonur Ragahú, sá eð var sonur Falek, sá eð
var sonur Eber, sá eð var sonur Sala, sá eð var sonur Kainan, sá eð var sonur
Arfaksad, sá eð var sonur Sem, sá eð var sonur Nói, sá eð var sonur Lamek, sá
eð var sonur Matúsala, sá eð var sonur Enok, sá eð var sonur Jared, sá eð var
sonur Malelek, sá eð var sonur Kainan, sá eð var sonur Enos, sá eð var sonur
Set, sá eð var sonur Adams, sá var Guðs.


Fjórði kapítuli

En Jesús, fullur af heilögum anda, kom aftur frá Jórdan og færðist af andanum
á eyðimörk og freistaðist af djöflinum í xl daga. Og hann neytti einskis á
þeim dögum, og að þeim liðnum hungraði hann. Djöfullinn sagði þá til hans: Ef
þú ert Guðs sonur, seg steini þessum að hann verði að brauði. Jesús svaraði og
sagði til hans: Skrifað er, það maðurinn lifir eigi af brauði einu, heldur af
sérhverju Guðs orði.

Og djöfullinn flutti hann upp á hátinda fjallsins og sýndi honum á augabragði
öll ríki veraldarinnar og sagði til hans: Allt þetta veldi og þess prýði mun
eg gefa þér því að þau eru mér í hendur fengin og hverjum eg vil, má eg þau
gefa. Því ef þú fellur fram og tilbiður fyrir mér, skulu þau öll þín vera.
Jesús svaraði og sagði til hans: Far burt frá mér, þú andskoti. Skrifað er:
Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og honum einum þjóna.

Og hann færði hann þá til Jerúsalem og setti hann ofan á burst musterisins og
sagði til hans: Ef þú ert Guðs sonur, fleyg þér hér ofan af. Því að skrifað
er, það sínum englum bífól hann þig að þeir varðveiti þig og á sínum
höndum beri þeir þig svo að þú drepir eigi fæti þínum við steini. Jesús
svaraði og sagði til hans: Sagt er að eigi skulir þú áreita Drottin, Guð þinn.
Og er djöfullinn hafði lyktað allar freistanir, veik hann frá honum um stundar
sakir.

Og Jesús kom aftur í anda krafti til Galíleam, og ryktið gekk út um öll héruð
af honum. Og hann sjálfur kenndi í þeirra samkunduhúsum, og af öllum var hann
miklaður.

Og hann kom til Naðaret, þar hann var upp alinn, og gekk inn eftir vana sínum
á þvottdegi, stóð upp og tók að lesa. Og honum var fengin bók Jesaja spámanns.
Og er hann fletti um bókinni, fann hann þann stað hvar skrifað var: Andi
Drottins er yfir mér, og af því smurði hann mig og sendi að boða fögnuð
voluðum og að græða sundraða í hjörtum, að predika herteknum endurlausn og sýn
blindum og kramda að kvitta til lausnar og að predika þakknæmilegt ár
Drottins.

Og þá lét hann saman bókina og fékk hana þénaranum aftur og setti sig, og
allir þeir, sem í samkunduhúsinu voru, settu honum augu. En hann hóf að segja
til þeirra: Í dag er þessi ritning uppfyllt í yðrum eyrum. Og allir gáfu
vitnisburð af honum og undruðust þau náðarsamleg orð sem gengu fram af hans
munni og sögðu: Er þessi eigi sonur Jósefs? Hann sagði til þeirra: Þér munuð
fullkomlega til mín segja þennan orðskvið: Læknir bjarga sjálfum þér. Því hve
mikið að vér höfum heyrt að gjört var til Kapernaum, gjör þú og hér á þinni
fósturjörð. En hann sagði: Sannlega segi eg yður að enginn spámaður er
þakknæmur á sinni fósturjörð.

Í sannleik segi eg yður: Margar ekkjur voru á dögum Elíe í Írael þá himinninn
var luktur í þrjú ár og sex mánaði, þá gjörðist og mikill sultur um allt
landið, og til öngrar þeirrar var Elías sendur nema í Sarepta Sídonie til
einnrar ekkju. Og margir líkþráir menn voru í Írael á dögum Elisæi spámanns,
og enginn þeirra var hreinsaður nema Naaman af Sýria. Og allir
fylltust þeir upp reiði sem í samkunduhúsinu voru er þeir heyrðu það, stóðu
upp og hnepptu hann út af borginni og leiddu hann allt upp á fjallsgnípuna, þá
eð þeirra borg var yfir byggð, að þeir hryndi honum þar af fram. En hann gekk
mitt á millum þeirra og fór í burt.* Og hann fór ofan til Kapernaumborgar í
Galílea og kenndi þeim þar á þvottdögum. Og allir undruðust hans kenning því
hún var voldug. Í samkunduhúsinu var maður sá er hafði óhreinan djöfulsanda og
kallaði upp hárri röddu og sagði: Hættu, hvað höfu vær með þig, Jesús af
Naðaret? Þú komt að fyrirfara oss. Eg veit vel að þú ert hinn heilagi Guðs. Og
Jesús straffaði hann og sagði: Þegi þú og far út af honum. Og djöfullinn
fleygði honum mitt fram í milli þeirra og fór út af honum og grandaði honum að
öngu. Ótta sló og yfir alla þá og töluðust við sín á milli og sögðu: Hvaða
orði er þetta að hann býður óhreinum öndum af valdi og krafti, og þeir fara
út? Hans rykti barst og alls staðar út um öll nálæg héruð.

En er Jesús stóð upp af samkundunni, gekk hann inn í hús Símonar. En %vermóðir
Símonar var haldin í mikill köldu, og þeir báðu hann fyrir henni.
Hann gekk til hennar og fyrirbauð köldunni, og hún forlét
hana. Og jafnskjótt reis hún upp og þjónaði þeim.

En þá sólin var undir gengin, fluttu þeir til hans alla þá sjúka menn sem
margháttaðar sóttir höfðu. En hann lagði hendur yfir sérhvern og læknaði þá.
Djöflar fóru og út af mörgum, kallandi upp og sögðu: Þú ert Kristur, sonur
Guðs. Hann hastaði á þá og leyfði þeim eigi að mæla því að þeir vissu það hann
var Kristur.

En eð dagur var, fór hann og gekk út á eitt eyðiból. Fólkið leitaði að honum
og kom til hans og höfðu gát á honum að hann færi eigi í frá þeim, hverjum
hann sagði: Mér byrjar og í öðrum borgum að boða Guðs ríki því að til þess em
eg sendur. Og hann predikaði í samkunduhúsum til Galílea.Fimmti kapítuli

En það skeði þá er fólkið flykktist að honum til að heyra Guðs orð og hann
sjálfur stóð við sjóinn Genesaret og leit tvö skip standa við sjóinn, en
fiskimennirnir voru stignir af skipi og þvó net sín, þá sté hann á eitt
skipið, það sem Símonar var og bað að draga nokkuð frá landi. Hann sat og
kenndi fólkinu af skipinu.

Og sem hann gaf upp að kenna, sagði hann til Símonar: Drag upp hærra, og
leysið net yðar til fiskidrættar. Símon svaraði og sagði til hans: Meistari, í
alla nótt höfu vær erfiðað og fengum ekkert, en í þínu orði mun eg mitt net
uppleysa. Og þá er þeir höfðu það gjört, luktu þeir inni mikla mergð fiska, og
þeirra net rifnaði. Þeir bentu og sínum félögum sem voru á öðru skipinu það
þeir kæmi og hjálpuðu þeim. Og þeir komu og hlóðu bæði skipin full svo þau
sukku að mestu.

Þá Símon Pétur sá það, féll hann til knjánna Jesú og sagði: Gakk frá mér
lávarður því eg em maður syndugur, af því að felmtur var yfir hann kominn og
yfir þá alla sem með honum voru að þeim fiskidrætti er þeir fengu saman. Líka
einninn og Jakobo og Jóhanni sonum Sebedei, lagsmönnum Símonar. Jesús sagði
til Símonar: Óttast þú eigi því að héðan í frá skalt þú menn veiða. Og þeir
drógu sín skip að landi og yfirgáfu alla hluti og fylgdu honum eftir.*

Það skeði og þá hann var í einni borg, og sjá, að þar var maður fullur
vanheilsu. Og þá hann sá Jesúm, féll hann fram á sína ásjónu, bað hann og
sagði: Drottinn, ef þú vilt, þá kannt þú að hreinsa mig. Og Jesús rétti út
sína hönd og tók á honum og sagði: Eg vil, vert hreinn. Og jafnskjótt hvarf
vanheilsan af honum. Og hann bauð honum að segja það öngum, -heldur gakk og
sýn þig kennimanninum og fórna fyrir þinni hreinsan, sem Moyses bauð, þeim til
vitnisburðar. En er hans rykti barst víðara út, kom margt fólk saman
honum að heyra og að læknast af sínum sóttum. En hann veik sér afvega í
eyðimörk og baðst fyrir.

Og það bar til á einum degi er hann sat og kenndi, og þar sátu farísei og
lögspekingar sem komnir voru af öllum kauptúnum úr Galílea og Júdea og frá
Jerúsalem. Kraftur Drottins var og meður honum til að lækna þá; og sjá, að
menn báru þann mann á sæng er sjúkur var í kveisu og sóktu til að koma honum
inn og leggja fyrir hann fram. Og er þeir gátu eigi haft hann inn fyrir
fólkinu, fóru þeir upp á ræfrið og létu hann síga á sænginni niður um þekjuna
mitt á milli þeirra fram fyrir Jesúm. Og er hann leit þeirra trú, sagði hann:
Maður, fyrirgefist þér syndir þínar. Skriftlærðir og farísei tóku að hugsa með
sér og sögðu: Hver er þessi sem mælir guðlastan? Hver má syndir fyrirgefa nema
Guð einn?

En er Jesús fornam þeirra hugsan, svaraði hann og sagði til þeirra: Hvað hugsi
þér vont í yðrum hjörtum? Hvort er auðveldara að segja: Þér eru þínar syndir
fyrirgefnar, eða að segja: Statt upp og gakk? En svo að þér vitið það mannsins
sonur hefir makt til á jörðu að fyrirgefa syndirnar, sagði hann til ins
kveisusjúka: Þér segi eg: Statt upp og tak sæng þína og gakk í þitt hús. Og
jafnskjótt stóð hann upp þeim ásjáandum og tók sængina upp, þá er hann hafði á
legið og gekk í sitt hús, lofandi Guð. Þeim óaði öllum og lofuðu Guð og
fylltust af ótta og sögðu: Í dag höfu vær séð undarlega hluti.

Eftir það gekk hann út og sá þann tollheimtumann, er Levis var að nafni,
sitja í tollbúðinni og sagði til hans: Fylg þú mér eftir. Og hann forlét allt,
stóð upp og fylgdi honum eftir. Levis gjörði honum mikið heimboð í sínu húsi.
Þar var og mikill fjöldi tollheimtumanna og annarra þeirra er meður þeim sátu
til borðsins. Farísei og skriftlærðir mögluðu við hans lærisveina og sögðu:
Því eti þér og drekkið með tolltektamönnum og bersyndugum? Jesús svaraði og
sagði til þeirra: Þeir þurfa eigi læknarans við, sem heilbrigðir eru,
heldur þeir sem sjúkir eru því að eigi kom eg að kalla réttláta, heldur
synduga til iðranar.

En þeir sögðu til hans: Því föstuðu lærisveinar Jóhannis svo oft og báðust
fyrir svo og líka faríseis lærisveinar, en þínir eta og drekka? Hann sagði þá
til þeirra: Megi þér nokkuð láta brúðgumans syni fasta á meðan brúðguminn er
hjá þeim? Því að þeir tímar munu koma að brúðgumanum mun frá þeim kippt, og þá
munu þeir fasta á þeim dögum.

Og hann sagði í eftirlíking til þeirra, það að enginn setti bót af nýju klæði
á gamalt fat, annars trefur hið nýja það upp, og bótin af því inu nýja fellur
eigi við hið gamla. Og enginn lætur nýtt vín í forna belgi, annars sprengir
hið nýja vínið belgina, og það spillist, en vínbelgirnir tortýnast, heldur
skal nýtt vín látast í nýja belgi, og mun þá hvorutveggja forvarast. Svo er og
enginn sem drekkur af hinu gamla og vilji strax ið nýja því að hann segir: Hið
gamla er betra.


Sétti kapítuli

En það bar til á %annan hátíðardag ins fyrsta þvottdags að hann gekk um sáðna akra og
hans lærisveinar tíndu axin ofan af korninu og átu, núandi þau með höndum sér.
En nokkrir af faríseis sögðu til þeirra: Fyrir því gjöri þér það sem eigi
leyfist á þvottdögum? Jesús svaraði og sagði til þeirra: Hafið þér eigi lesið
hvað Davíð gjörði, nær hann hungraði sjálfan og þá sem með honum voru?
Hverninn að hann gekk inn í Guðs húsið og tók skoðunarbrauðin og át, gaf og
þeim sem með honum voru, þau er öngum leyfðust að eta nema kennimönnum einum?
Og hann sagði til þeirra: Því að mannsins sonur er herra og einninn
þvottdagsins.

Það skeði og enn á öðrum þvottdegi að hann gekk inn í samkunduhúsið og kenndi.
Og þar var sá maður sem hin hægra hönd var á visnuð. En skriftlærðir og
farísei hugðu að hvort hann læknaði á þvottdögum svo að þeir fyndi
það, hvar af þeir mætti hann ákæra. En hann merkti vel þeirra hugsan og sagði
til mannsins, þess sem höndina hafði visnaða: Rís þú upp og statt hér mitt.
Hann reis upp og stóð þar. En Jesús sagði til þeirra: Eg spyr yður að, hvort
hæfir á þvottdögum vel að gjöra eður illa, lífinu að forða eður tortýna? Og
hann leit til allra þeirra er í kringum voru og sagði til mannsins: Réttu út
þína hönd. Og hann rétti hana út, en sú hans hönd varð svo heil sem hin önnur.
En þeir fylltust af heimsku og töluðu til hver við annan hvað þeir vildu af
Jesú gjöra.

En það gjörðist á þeim dögum að hann gekk í fjallið að biðjast fyrir, og hann
var um þá nótt á bænum til Guðs. Og þá eð dagur var, kallaði hann sína
lærisveina og kjöri tólf af þeim, hverja að hann nefndi apostula: Símon, þann
hann kallaði Petrum, og Andream bróður hans, Jakob og Jóhannem, Filippum og
Bartólómeum, Matteum og Tómam, Jakobum son Alfei og Símon sem kallaðist
selotes, Júdam Jakobs son og Júdam Skariot, hver eð var svikarinn.

Og hann fór ofan meður þeim af fjallinu og gekk á einn sléttan flöt í
mörkinni. Og flokkur hans lærisveina og mikill fjöldi annars lýðs af allri
Júdea og Jerúsalem og úr sjóstöðunum Týro og Sídonis, hverjir komnir voru
honum að heyra og það þeir læknuðust af sínum sóttum og að þeir sem kvöldust
af óhreinum öndum, yrði heilbrigðir. Og allur lýður sókti til honum að ná því
að kraftur gekk út frá honum, og hann læknaði þá alla.

Og hann hóf sín augu upp yfir lærisveina sína og sagði: Sælir eru þér volaðir
því að yðart er Guðs ríki. Sælir eru þér sem hungraðir er[u] nú því að þér
skuluð saddir verða. Sælir eru þér sem nú grátið því að þér munuð hlæja. Sælir
eru þér þó að menn hati yður og frá skilji yður og hallmæli og forleggi yðart
nafn svo sem annars illvirkja vegna mannsins sonar. Fagni þér og gleðjist á
þeim degi, sjáið, því að yðart verðkaup er mikið á himni því þanninn gjörðu og
þeirra feður við spámennina.*

En hvar fyrir, ve yður auðigum, sem hér hafið yðra huggan. Ve yður,
sem nú eru saddir því að yður mun hungra. Ve yður, sem hlæið nú því að þér
munuð æpa og ýla. Ve yður, nær eð hver mann lofar yður því að svo gjörðu og
þeirra feður við hina fölsku spámenn.

En eg segi yður sem á heyrið: Elski þér óvini yðra, gjörið þeim vel til sem
yður hata, signið þá er yður bölva, og biðjið fyrir þeim sem yður misþyrma. Og
hver hann slær þig á einn kinnvangann, bjóð honum og annan fram, og hver hann
tekur af þér þinn möttul, þá ver honum eigi þinn kyrtil. Og hver þig biður,
þeim gef, og hver hann tekur burt hvað þitt er, það heimt eigi aftur. Og svo
sem þér viljið að menn gjöri við yður, gjöri þér líka svo við þá.

Og ef þér elskið þá sem yður elska, hver er þá yðar þökk? Því að syndugir
elska sína elskendur. Og þó þér gjörið þeim gott sem yður gjöra vel til, hver
verður yðar þökk? Því að þetta gjöra einninn inir syndugu. Og þó þér skiptið
við þá, af hverjum þér væntið launa, hver verður þá yðar þökk? Því að syndugir
býta við synduga að þeir taki líkt við líku. Hvar fyrir, þá elski þér óvini
yðra, gjörið gott og býtið, einskis þar fyrir væntandi. Þá mun yðart verðkaup
mikið verða, og þér munuð verða synir ins hæðsta því að hann er góðfús viður
óþakkláta og vonda.

Fyrir því verið og miskunnsamir, líka sem yðar faðir er miskunnsamur. Eigi
skulu þér dæma, að þér dæmist eigi. Fordæmið eigi svo að þér fordæmist eigi.
Fyrirgefið þá mun yður og fyrirgefast. Gefið og yður skal gefast. Góða og
saman þrykkta, skekna og yfirfljótanlega mæling mun gefin vera í yðvart skaut
því að meður þeirri sömu mælingu, hverri þér mælið, mun yður aftur mælast.

Og hann sagði þeim eina eftirlíking: Fær blindur nokkuð leitt blindan? Falla
þeir eigi báðir í gröfina? Eigi er lærisveinninn yfir sínum meistara því nær
eð hver er svo sem hans meistari, þá er hann algjörður. En hvað sér þú ögn í
þíns bróðurs auga, en að þeim vagli, sem í þínu auga er, gáir þú eigi. Eða
hverninn máttu segja bróður þínum: Bróðir, leyf að eg dragi burt ögnina úr
auga þínu, er þú sér eigi sjálfur vaglinn í þínu auga? Þú hræsnari,
drag þú fyrst út vaglinn úr þínu auga, og sjá þá til að þú dragir út ögnina af
þíns bróður auga.*

Því ekkert gott tré þá ber vondan ávöxt, og ekkert vont tré ber góðan ávöxt.
Hvert tré man og kennast af sínum ávexti því að eigi lesa menn saman fíkjur af
klungri og eigi hirða menn vínber af skógarrunni. Góður maður af góðum sjóð
síns hjarta fremur gott, og illur maður af vondum sjóð síns hjarta fremur illt
því að af gnægð hjartans mælir munnurinn.

Til hvers kalli þér mig herra, herra, og gjörið eigi það eg segi? Hver hann
kemur til mín, heyrir mín orð og gjörir þau, þá mun eg sýna yður, að hverjum
hann er líkur. Hann er líkur þeim manni er byggði upp hús og gróf djúpt og
setti sinn grundvöll á hellusteini. En er vatshríðina gjörði, dundi vatsflóðið
að húsinu og mátti það eigi hræra því að það var grundvallað á hellusteini. En
hver hann heyrir þau og gjörir eigi, hann er líkur þeim manni er byggði sitt
hús á jörðu án grundvölls, að hverju vatsflóðið dundi, og það féll jafnsnart,
og hrapan þessa húss varð mikil.


Sjöundi kapítuli

En þá hann hafði lyktað sína ræðu fyrir fólkinu, gekk hann inn í Kapernaum. En
þjón eins hundraðshöfðingja lá dauðvona, hver eð honum var geðfelldur. Og er
hann heyrði af Jesú, sendi hann menn af öldungum Gyðinga til hans og bað hann
að koma og gjöra sinn þjón heilbrigðan. En er þeir komu til Jesú, grátbændu
þeir hann og sögðu: Verður er hann þess að þú veitir honum það því að hann
elskar vora þjóð og hefir upp byggt fyrir oss vort samkunduhús. En Jesús gekk
með þeim þaðan.

Og þá er þeir voru eigi langt frá húsinu, sendi höfðinginn vini til hans og
sagði: Herra, þjáið yður eigi því að eg em ei verður að þú gangir inn undir
mitt þak. Þar fyrir hefi eg og eigi reiknað sjálfan mig verðugan til þín að
koma. Heldur mæl þú orð og verði minn sveinn svo heill. Því að eg em
maður valdinu undirgefinn, hafandi undir mér hernaðarmenn, og ef eg segi
þessum: Far, þá fer hann, og til annars: Kom, svo kemur hann, og þjón mínum:
Gjör þetta, og þá gjörir hann það. En er Jesús heyrði það, undraðist hann og
sneri aftur og sagði til fólksins sem honum fylgdi eftir: Sannlega segi eg
yður að eg hefi eigi fundið þvílíka trú í Írael. Og er þeir sem út voru
sendir, komu aftur til hússins, fundu þeir þann þjón, er sjúkur hafði verið,
heilbrigðan.

Það skeði og eftir það að Jesús gekk til þeirrar borgar sem hét Nain, og
margir hans lærisveinar fylgdu honum og fjöldi annars fólks. En er hann
nálgaðist borgarhliðið, sé, var framliðinn maður borinn út, einkasonur sinnar
mæður, og hún var ekkja, og mikill borgarmúgur gekk út með henni. Og er
Drottinn leit hana, hrærðist hann miskunnar og sagði til hennar: Æptu eigi. Og
hann gekk þar að og á hrærði börunnar, en þeir eð báru, stóðu við. Hann sagði:
Ungmenni, eg segi þér, rís upp. Og sá reistist upp við, sem framliðinn var, og
tók að mæla. Og hann fékk hann aftur sinni móður. En yfir alla þá kom ótti,
lofuðu Guð og sögðu: Spámaður mikill er á meðal vor upprisinn, og Guð hefir
vitjað síns lýðs.* Og þessi saga barst út af honum um allt Júdeam og um öll
nálæg héruð.

Og allt þetta kunngjörðu Jóhanni hans lærisveinar. Og Jóhannes kallaði tvo af
sínum lærisveinum til sín og sendi þá til Jesú og lét segja: Ert þú sá er koma
mun, eða eigu vær annars að bíða? En er þeir menn komu til hans, sögðu þeir:
Jón baptista sendi okkur til þín og lét segja þér: Ert þú sá er koma mun, eða
eigu vær annars að bíða? En á þeirri stundu læknaði hann marga af sóttum sínum
og meinum og af óhreinum öndum, og mörgum blindum gaf hann sýn. Og Jesús
svaraði og sagði til þeirra: Gangið og kunngjörið Jóhanni hvað þér hafið heyrt
og séð, það blindir sjá, haltir ganga, líkþráir hreinsast, daufir fá heyrn,
dauðir rísa upp, fátækum boðast guðsspjöll. Og sæll er sá sem eigi skammfyllir
sig á mér. En er sendiboðar Jóhannis voru burt gengnir, hóf Jesús að
segja til fólksins af Jóhanni: Hvar til fóru þér út í eyðimörk? Eða fóru þér
að sjá reyrvönd vindi skekinn? Eða vildu þér heldur út fara að sjá mann í
mjúkum klæðum prýddan? Sjáið, að þeir, sem dýrmæt klæði bera og að fýsn lifa,
eru í konungs görðum. Eða hvað fóru þér að sjá? Vildu þér sjá spámann? En eg
kann yður að segja framar en spámann. Þessi er sá, af hverjum að skrifað er,
að eg sendi minn engil fyrir þínu augliti, sá er til reiða skal þinn veg fyrir
þér. Því að eg segi yður að á meðal þeirra, sem af konu eru fæddir, er enginn
spámanna meiri en Jón baptista. En sá eð minni er í Guðs ríki, er honum meiri.

Og allt það fólk, er á heyrði, og líka tollheimtumenn, réttlættu Guð og létu
sig skíra meður skírn Jóhannis. En farísei og lögspekingar forsmáðu Guðs ráð í
stríð við sjálfa sig og létu eigi skírast af honum.

En Drottinn sagði: Við hvað skal eg jafna mönnum þessarar kynslóðar og hverju
þeir eru líkir? Börnum þeim eru þeir líkir, sem sitja á torgi og klakar hvert
til annars og segja: Vær pípuðum fyrir yður, og þér dönsuðuð eigi. Vær sungum
fyrir yður vor harmakvæði, og þér æptuð eigi. Því að Jón baptista er kominn,
át eigi brauð né drakk vín, þó segi þér hann hafi djöful. Mannsins son er og
kominn, át og drakk, og þér segið: Sjáið, etarann og víndrykkjumanninn, ástvin
tollheimtumanna og bersyndugra. Og spekin hlýtur svo að réttlætast af sínum
sonum öllum.

En nokkur af faríseis bað hann að hann æti með honum, og hann gekk inn í
farísearans hús og settist til borðs. Og sjá, að kona var sú í borginni, er
bersyndug var. Og er hún vissi að Jesús sat til borðs í farísearans húsi,
hafði hún þangað smyrslabuðk og fór á baki honum til fóta hans og tók að væta
hans fætur með tárum og að þurrka meður lokkum síns höfuðs, kyssti og á hans
fætur og reið á smyrslum.

En er hinn faríseus sá það, sem honum bauð inn, mælti hann með sér: Ef að
þessi væri spámaður, þá vissi hann hver og hvílík væri sú kona er á honum
tekur því að hún er ein bersyndug kvinna. Jesús svaraði og sagði til
hans: Símeon, eg hefi nokkuð þér að segja. En hann sagði: Seg þú meistari.
Tveir skuldamenn voru nokkurs okurkalls. Einn var honum skuldugur fimm hundruð
peninga, en annar fimmtigi. Og er þeir höfðu eigi að gjalda, gaf hann þeim
báðum til. Því seg nú hvor þeirra er, hann elskar meir. Símon svaraði og
sagði: Eg meina að sá sem hann gaf meira til. En hann sagði til hans: Það
úrskurðaðir þú rétt.

Og hann vendi sér til konunnar og sagði til Símonar: Sér þú þessa konu. Eg
gekk inn í þitt hús, og þú gaft eigi vatn mínum fótum, en þessi vætti mína
fætur með tárum og þurrkaði með sínum höfuðlokkum. Koss gaft þú mér öngvan, en
þessi, síðan hún gekk hér inn, hefir hún eigi linnt að kyssa mína fætur. Mitt
höfuð smurðir þú eigi viðsmjöri, en þessi reið á mína fætur smyrslum. Fyrir
það segi eg þér að henni fyrirgefast margar syndir því að hún elskaði mikið.
En þeim sem minna fyrirgefst, hann elskar miður.

Og hann sagði til hennar: Þér eru þínar syndir fyrirgefnar. Og þeir tóku að
segja, sem við borðið sátu, með sjálfum sér: Hver er þessi sá er einninn
fyrirgefur syndir? En hann sagði til konunnar: Þín trúa gjörði þig hólpna, far
í friði.


Áttandi kapítuli

Það skeði og eftir það að hann ferðaðist í gegnum borgir og kauptún, predikaði
og boðaði Guðs ríki og þeir tólf meður honum og nokkrar þær konur sem hann
hafði grætt af óhreinum öndum og öðrum sóttarferlum, einkum María sú er hét
Magdalena, frá hverri er sjö djöflar höfðu út farið, og Jóhanna, húsfrú Kúsa,
forsjónarmanns Heródis, og Súsanna og margar aðrar, þær honum veittu af sínum
eignum.

En þá er margt fólk var saman komið og er þeir drifu að honum úr stöðunum,
sagði hann í eftirlíkingu: Sá gekk út, er sáði, að sá sínu sæði. Og
þá hann sáði, féll sumt hjá veginum og var fóttroðið, og fuglar himins átu
það. Og sumt féll á hellu og þá er það spratt upp, visnaði það af því það
hafði eigi vökva. Og sumt féll á meðal þyrna og þyrnin spruttu upp með og
kefðu því niður. Sumt féll í góða jörð, og það vóx upp og bar hundraðfaldan
ávöxt. Þá er hann sagði þetta, kallaði hann: Hver eyru hefir að heyra, hann
heyri.

En hans lærisveinar spurðu hann að, hver eð væri þessi eftirlíking, hverjum
hann sagði: Yður er unnt að vita leynda dóma Guðs ríkis, en þeim öðrum í
eftirlíking að sjáandi, þá sjái þeir það eigi, og á heyrandi, skilji þeir það
eigi.

En þessi er eftirlíkingin: Sæðið er Guðs orð. En hinir við veginn eru þeir sem
heyra, en eftir á þá kemur djöfullinn og tekur orðið úr hjörtum þeirra svo að
þeir trúi eigi og verði hólpnir. En hinir, er á helluna [féllu] eru það, nær
þeir heyra það, þá meðtaka þeir það með fagnaði og hafa þó eigi rót neina. Um
stundar sakir trúa þeir, og á freistunar tíma þá falla þeir frá. En það sem
féll á millum þyrnanna, eru þeir sem það heyra og velkjast í sorgum, auðæfum
og girndum þessara lífdaga, kefjast svo og færa öngvan ávöxt. En það sem í
góða jörð féll, eru þeir sem heyra orðið og halda það í góðu og siðsömu hjarta
og færa ávöxt í þolinmæði.*

En enginn kveikir á ljósinu og byrgi það í keri eða setji það undir
sængarstað, heldur setur hann það á kertahaldinn svo að þeir sem þar inn
ganga, sjái ljósið. Því að ekki er svo dulið að eigi verði opinbert og ekkert
svo leynt að eigi kunngjörist og í augljós komi. Fyrir því gætið að hverninn
þér heyrið til. Því að þeim eð hefir, honum mun gefast, og hver helst eigi
hefir, frá honum mun burt takast, einninn það hann meinar sig hafa.

En móðir hans og bræður komu til hans og gátu eigi fundið hann fyrir fólkinu.
Og honum var það undirvísað: Móðir þín og bræður eru hér úti og vilja
sjá þig. En hann svaraði og sagði til þeirra: Mín móðir og mínir bræður eru
þeir sem heyra Guðs orð og gjöra.

Og það bar til á einum degi að hann sté sjálfur á skip lítið og hans
lærisveinar. Hann sagði þá til þeirra: Föru vær yfir um þenna sjó. Og þeir
leystu frá landi. En er þeir sigldu, sofnaði hann. Og þar kom hverfilvindur á
sjóinn svo að fyllti undir þeim, og þeim lá við töpun. Þá gengu þeir að honum,
vöktu hann og sögðu: Meistari, vær forgöngum. En hann stóð upp og hastaði á
vindinn og á sjávaröldurnar, og þær sefuðust og gjörði logn. Hann sagði til
þeirra: Hvar er yðar trú? En þeir óttuðust það og undruðu, segjandi sín á
milli: Hver ætli þér að þessi sé? Því að hann býður vindi og vatni, og þau
hlýða honum. Þeir sigldu þá til þeirrar byggðar hvar Gadareni bjuggu, hver eð
liggur jafngegnt Galílea.

Og þá hann sté af skipi á land, rann í móti honum maður nokkur úr borginni sem
haft hafði djöful um langan tíma og klæddist eigi fötum, var og eigi í húsum,
heldur í dauðra manna leiðum. En er hann leit Jesúm, féll hann fram fyrir
honum, kallaði upp hárri röddu og sagði: Hvað á eg með þig Jesú, sonur Guðs
ins hæðsta? Eg beiði þig að eigi kveljir þú mig. En hann bauð óhreinum anda að
hann færi út af manninum. Því að hann hafði um langa ævi hann kvalið. Hann var
og bundinn járnviðjum og í fjötrum varðveittur, en að slitnum böndunum var
hann rekinn af djöflinum í eyðimörk.

Jesús spurði hann að og sagði: Hvert er nafn þitt? Hann sagði: Legion, því að
margir djöflar voru í hann farnir. Og þeir báðu hann að ei skipaði hann þeim
að fara í undirdjúpið. En þar var mikil svínahjörð á biti um fjallið. Og þeir
báðu hann að leyfa sér að fara í þau, og hann lofaði þeim það. Þá fóru
djöflarnir út af manninum og hlupu í svínin, og hjörðin fleygði sér með einu
áhlaupi í sjáinn og drekktist þar. En er þeir sáu það, sem hjörðina geymdu,
flýðu þeir og kunngjörðu það í borgina og um þorpin.

Þá gengu þeir út að sjá hvað skeð var og komu til Jesú, fundu manninn,
af hverjum djöflarnir höfðu út farið, sitjanda klæddan og heilvita til fóta
Jesú. Og þeim óaði það. En þeir sem höfðu séð, kynntu þeim hverninn sá hinn
djöfulóði var heilbrigður vorðinn. Og allur múgur Gadareni byggðar báðu hann
að hann viki burt frá þeim því að þeir voru af miklum ótta haldnir. Hann sté
þá á skip og sneri aftur. En sá maður, sem djöflarnir voru út af farnir, bað
hann að hann mætti vera hjá honum, en Jesús lét hann frá sér og sagði: Far
aftur í þitt hús og seg hve mikið Guð veitti þér. Og hann fór og predikaði um
alla borgina hve mikið Jesús hafði honum gjört.

Það skeði og er Jesús kom aftur að lýðurinn meðtók hann því að allir biðu
hans. Og sjá, að maður kom þar er Jaírus var að nafni, og sá var
samkunduhússins höfðingi. Hann féll til fóta Jesú og bað hann að hann gengi í
hans hús. Því að hann átti sér einkadóttur, nær tólf ára gamla, og hún var að
dauða komin. Og er hann gekk þangað, þrengdi fólkið að honum.

Kona var þar og nokkur sem haft hafði blóðfall í tólf ár, hver eð út hafði og
gefið læknurum sína alla aleigu og varð þó af öngum grædd. Hún gekk á bak til
og snart fald hans klæða, og jafnsnart stemmdist hennar blóðlát. Jesús sagði:
Hver er sá er mig snerti? En er allir neituðu, sagði Pétur og þeir er með
honum voru: Meistari, fólkið þrengir og þjakar að þér, og þú segir: Hver snart
mig? Jesús sagði: Einhver hefir snortið mig því að eg kenni kraft út af mér
genginn. En er konan sá að það var eigi hulið, kom hún skjálfandi og féll fram
fyrir fætur hans og kunngjörði fyrir öllu fólki fyrir hverja sök eð hún hafði
hann snortið og hversu hún hafði jafnsnart heil orðið. En hann sagði til
hennar: Vert glöð mín dóttir, þín trúa gjörði þig hólpna. Far í friði.

Og er hann talaði um þetta, kom nokkur til samkunduhússins höfðingja, segjandi
honum: Þín dóttir er látin, ómaka hann eigi. En er Jesús heyrði það, svaraði
hann og sagði við föður stúlkunnar: Hræðst eigi þú, trúðu heldur, þá verður
hún heilbrigð. Og er hann kom að húsinu, lofaði hann ei neinum inn að
ganga með sér nema Pétri, Jakobo og Jóhanni og föður og móður stúlkunnar. En
þeir grétu allir og syrgðu hana. Hann sagði þá: Grátið eigi því að hún er ei
dauð, heldur sefur hún. Þá dáruðu þeir hann því að þeir vissu að hún var
látin. En hann rak þá alla út og tók í hönd hennar, kallaði og sagði: Stúlka,
statt upp. Og hennar andi kom aftur, og hún stóð jafnsnart upp. Hann skipaði
og að gefa henni að eta. Hennar foreldrum felmtraði við, en hann bauð þeim að
segja öngum frá hvað gjörst hafði.


Níundi kapítuli

En Jesús kallaði saman þá tólf er postular nefndust og gaf þeim kraft og mátt
yfir alla djöfla og það þeir læknuðu sóttir, sendi þá og út að predika Guðs
ríki og að græða sjúka, sagði til þeirra: Þér skuluð ekkert bera með yður á
veg, hvorki staf né tösku, eigi brauð né peninga, og þér skuluð ei hafa tvo
kyrtla. Og í hvert það hús sem þér inn gangið, þá blífið þar þangað til þér
farið í burt þaðan. Og sá hver er meðtekur yður eigi, þá gangið út úr borg
þeirri og hristið duft af fötum yðar til vitnisburðar yfir þá. Þeir gengu út
og ferðuðust í gegnum kauptún, boðandi Guðs ríki og læknandi alls staðar.

En er Heródes tetrarka heyrði það allt hvað er hann gjörði, varð hann efa
blandinn af því að af sumum sagðist það Jóhannes væri af dauða risinn, en af
sumum það Elías væri auglýstur, en af öðrum það einn af gömlu spámönnum væri
upp aftur risinn. Heródes sagði: Jóhannem lét eg afhöfða, eða hver er þessi,
af þeim eð eg heyri þvílíkt? Og hann fýstist að sjá hann.

Postularnir komu aftur og skýrðu honum frá hvað eð þeir höfðu gjört, og hann
meðtók þá og veik afvega í eyðimörk þeirrar borgar sem hét Betsaida. Og er
fólkið varð þess vart, dró það eftir. Og hann meðtók það og talaði fyrir þeim
af Guðs ríki, læknaði og þá sem þess þurftu. En er líða tók á daginn,
gengu þeir tólf til hans og sögðu honum: Lát fólkið í frá þér að það gangi í
þau þorp og kauptún er hér eru í kring að herbergja sig og leita sér að fæðu
því að vær erum hér á eyðimörk. En hann sagði: Gefi þér þeim að eta. Þeir
sögðu: Vær höfum eigi meir en fimm brauð og tvo fiska nema vera megi að vær
förum og kaupum fæðu þessu öllu fólki. En þar var fimm þúsund manns. Hann
sagði þá til sinna lærisveina: Látið þá setja sig í lag fimmtigum saman. Þeir
gjörðu og svo, settu sig niður allir samt. Hann tók þá þau fimm brauð og tvo
fiska, leit til himins, blessaði þau og braut sundur, fékk sínum lærisveinum
að þeir legði fyrir fólkið. Þeir neyttu og urðu allir saddir. Það var og upp
tekið er þeim hafði af gengið af leifunum, tólf karfir fullar.

Það gjörðist og þá hann var einn og baðst fyrir og hans lærisveinar hjá honum
að hann spurði þá að og sagði: Hvern segir fólkið mig vera? Þeir svöruðu og
sögðu: Þeir segja þú sért Jóhannes baptista, en aðrir Elías, en sumir segja
það einn af inum fyrrum spámönnum sé upprisinn. Hann sagði til þeirra: Hvern
segi þér mig vera? Símon Petrus svaraði og sagði: Kristur Guðs. En hann
hastaði á þá og bauð þeim að þeir segði það ei neinum og sagði það mannsins
syni bæri margt að líða og forsmáður að vera af öldungum, kennimannahöfðingjum
og skriftlærðum og líflátinn verða og á þriðja degi upp að rísa.

Hann sagði þá til allra: Ef nokkur vill eftir mér fara, hann afneiti sjálfum
sér og taki á sig sinn kross hversdaglega og fylgi mér eftir. Því að hver er
sínu lífi vill bjarga, hann týnir því, en hver sínu lífi týnir minna vegna,
hann gjörir það hólpið. Því hvað gagnar það manninum þó hann hreppi allan
heim, en glati sjálfum sér og gjöri svo sitt eigið tjón? Því hver hann feilar
sér mín og minna orða, þess mun mannsins sonur feila sér þá hann kemur í dýrð
sinni og föðursins og heilagra engla. En eg segi yður sannlega að nokkrir af
þeim, hér standa, smakka eigi dauðann þangað til þeir sjá Guðs ríki.
Það skeði og eftir þessa ræðu nær átta dögum að hann tók með sér Petrum,
Jakobum og Jóhannem og gekk upp á fjallið að biðjast fyrir. Og þá er hann
baðst fyrir, varð hans andlitsmynd önnur og hans klæði hvít og skínandi. Og
sjá, að tveir menn töluðu við hann, hverjir eð voru Moyses og Elías sem sáust
í birtunni og töluðu um hans %útför, hverja hann mundi fullkomna til Jerúsalem.
En Pétur og þeir, er voru með honum, voru mjög svefnþunga, og er þeir vöknuðu,
sáu þeir hans dýrð og þá tvo menn er hjá honum stóðu.

Það varð og þá er hinir voru frá honum viknir að Pétur sagði til Jesú:
Meistari, fínt er oss hér að vera. Og gjörum hér upp þrjár tjaldbúðir, þér
eina, Moyse eina, Elíi eina. Og hann vissi eigi hvað hann sagði. En þá hann
talaði þetta, kom ský og skyggði yfir þá, og þeir óttuðust er skýið leið yfir
þeim. Og rödd kom úr skýinu er sagði: Þessi er sonur minn elskulegur, heyrið
honum. Og í því er röddin varð, fundu þeir Jesúm einan saman. Þeir þögðu og
sögðu eigi neinum frá því hvað þeir höfðu séð á þeim dögum.

Það skeði og annars dags er þeir fóru ofan af fjallinu að margt fólk rann í
móti þeim. Og sjá, að maður í bland fólkið kallaði upp og sagði: Meistari, eg
beiði þig, sjá til sonar míns því að hann er minn einkason. Og sjá, eð andinn
grípur hann, þá emjar hann upp jafnsnart, hrífur hann og slítur með
froðufalli, og varla skilst hann við hann þá hann hefir slitið hann. Og eg bað
þína lærisveina að þeir ræki hann út, og þeir gátu eigi. Þá svaraði Jesús og
sagði: Ó, þú hin fráhverfa og vantrúaða kynslóð, hversu lengi þá skal eg hjá
yður vera og líða yður? Leið þú hingað son þinn. Og þá hann gekk til hans,
hreif djöfullinn hann og sleit. En Jesús straffaði hinn óhreina anda og
læknaði piltinn og fékk hann föður sínum. En þeim ógnaði öllum við Guðs
mikilvirki.

En er allir þeir undruðust það allt hvað hann gjörði, sagði hann til sinna
lærisveina: Setjið þessa ræðu í hjörtu yðar: Því að þar mun koma að mannsins
son mun seljast í manna hendur. En það orð undirstóðu þeir eigi, og
það var hulið fyrir þeim svo að þeir skildu það eigi. Og þeir óttuðust að
spyrja hann að því sama orði.

En sá þanki hófst þeirra á milli, eð hver þeirra mundi mestur vera. Og þá er
Jesús sá þeirra hjartans þanka, þreif hann barn og setti það hjá sér og sagði
til þeirra: Hver helst er meðtekur þvílíkt barn í mínu nafni, sá meðtekur mig,
og hver hann meðtekur mig, sá meðtekur þann er mig sendi. Því sá yðar sem
minnstur er allra, hann mun mikill verða.

Jóhannes svaraði og sagði fyrirbuðum honum það því að hann fylgdi þér eigi
eftir meður oss. Jesús sagði til hans: Fyrirbjóðið honum það eigi. Því að hver
hann er eigi í móti oss, sá er fyrir oss.

En það skeði þá þeir dagar voru fullkomnaðir er hann skyldi uppnemast frá oss,
hressti hann sína ásján að ganga til Jerúsalem. Og hann lét sendiboða fara
fyrir sinni augsýn. Þeir fóru og gengu inn í samverskan kaupstað að þeir
reiddu þar til fyrir honum. En þeir þar voru, tóku eigi við honum af því að
hann hafði snúið sinni ásján að reisa upp til Jerúsalem. En er hans
lærisveinar Jakobus og Jóhannes sáu það, sögðu þeir: Viltu lávarður, þá vilju
við segja að eldur komi af himni og fortæri þeim, líka sem að Elías gjörði. En
Jesús sneri sér við, hastaði á þá og sagði: Viti þér eigi að hvers anda þér
eruð? Því mannsins sonur er eigi kominn til þess að fyrirfara sálum manna,
heldur þær að frelsa. Og þeir gengu burt í annað kauptún.

Það skeði og er þeir voru á veginum að nokkur sagði til hans: Eg vil fylgja
þér eftir hvert helst þú fer. Jesús sagði til hans: Refar hafa holur og fuglar
himins hreiður, en mannsins son hefir eigi hvar hann megi sínu höfði að halla.

Hann sagði og til eins annars: Fylg þú mér eftir. En sá sagði: Herra, lofa mér
fyrst að ganga og grefta föður minn. Jesús sagði þá til hans: Lát þá dauðu
grafa sína hinu dauðu, en þú gakk og boða Guðs ríki.

Og annar sagði: Herra, eg vil þér eftir fylgja, en lofa mér þó fyrst
að segja þeim mína burtför, sem eru í mínu húsi. Jesús sagði til hans: Enginn
sá er þrífur sinni hendi að arðinum og lítur á bak sér aftur, er hæfilegur
Guðs ríkis.


Tíundi kapítuli

En eftir það útvaldi Drottinn og aðra (lxxii) og sendi þá út pörum saman fyrir
sér í allar þær borgir og álfur er hann vildi koma og sagði til þeirra: Að
sönnu er kornskeran mikil en verkmennirnir fáir. Því biðjið herrann
kornskerunnar að hann sendi verkmenn í sína kornskeru. Fa tösku og eigi skó,
heilsið og öngum á stræti. Og í hvert það hús þér inn gangið þá segið fyrst:
Friður sé í þessu húsi. Og ef þar er sonur friðarins, þá hvílist yðar friður
yfir honum, en ef eigi er, þá snúist hann til yðar aftur. Blífið í því sama
húsi, etið og drekkið hvað þar veitist. Því að verður er verkmaðurinn sinna
launa.

Eigi skulu þér ráfa hús af húsi. Og í hverja þá borg sem þér gangið inn og þar
þeir meðtaka yður eigi, gangið út á hennar stræti og segið: Einninn það duft,
sem á loddi á oss úr yðvarri borg, hristu vær af á yður. Þá skulu þér vita að
Guðs ríki nálægist yður. Eg segi yður það Sódóma mun bærilegra vera á þeim
degi en þeirri borg.

Vei þér Korasin, vei þér Betsaida. Því að ef skeð hefði í Týro og Sídon þau
kraftaverk sem hjá yður hafa gjörð verið, hefði þeir forðum setið í sekk og
ösku og gjört svo iðran. Þó mun Týro og Sídone bærilegar vera á efsta dómi en
yður. Og þú Kaparnaum, sem upphafin ert allt til himinis, munt niður sökkva
allt til helvítis. Hver yður heyrir, hann heyrir mér, og hver yður forsmár,
hann forsmár mig. En hver mig forsmár, hann forsmár þann er mig sendi.

En þeir tveir og sjötigi komu aftur með fagnaði og sögðu: Lávarður, einninn
hafa djöflar oss undirgefnir verið í þínu nafni. Hann sagði til
þeirra: Eg sá andskotann svo sem elding hrapa af himni. Sjáið, eg gef yður
vald til að stíga yfir höggorma og flugorma og yfir allan kraft óvinarins. Og
yður mun ekkert granda mega. En þó skulu þér eigi gleðjast af þessu það
andarnir eru yður undirgefnir, heldur fagnið því það yðar nöfn eru skrifuð á
himnum.

Og samstundis gladdist Jesús í anda og sagði: Eg prísa þig faðir, Drottinn
himins og jarðar, að þú huldir þetta fyrir spekingum og forvitringum og
opinberaðir það smælingjum. Já að sönnu, faðir, því að svo þókknaðist það
fyrir þér. Allir hlutir eru mér í hendur fengnir af mínum föður. Enginn veit
hver eð sonurinn er nema faðirinn, eða hver eð faðirinn er nema sonurinn og
hverjum eð sonurinn vill það opinbera.

Og hann snerist til sinna lærisveina og sagði þeim sérdeilis: Sæl eru þau augu
sem sjá hvað þér sjáið. Því að eg segi yður það margir spámenn og konungar
vildu séð hafa hvað þér sjáið, og sáu það eigi, og heyr[a] hvað þér heyrið, og
heyrðu það eigi.

Og sjá, að nokkur lögvitringur stóð upp, freistaði hans og sagði: Meistari,
hvað skal eg gjöra svo að eg eignist eilíft líf? En hann sagði til hans: Hvað
er skrifað í lögmálinu? Hverninn les þú? Hann svaraði og sagði: Elska skalt þú
Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri önd þinni og af öllum mætti
þínum og af öllu hugskoti þínu og náunga þinn sem sjálfan þig. Hann sagði þá
til hans: Rétt svaraðir þú. Gjör það og muntu lifa. En hann vildi réttlæta
sjálfan sig og sagði til Jesú: Hver er þá minn náungi?

En Jesús svaraði og sagði: Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og
hrasaði í bland ræningja, hverjir eð rændu hann klæðum og lemstruðu sárum,
gengu burt og létu hann þar eftir hálfdauðan liggja. En svo bar til að
kennimaður nokkur fór ofan sama veg, og er hann leit hann, gekk hann fram hjá
honum. Líka og levítinn þá hann kom nær þeim stað, og er hann sá hann, gekk
hann og fram hjá. En samverskur maður nokkur ferðaðist og kom í nánd honum. Og
er hann leit hann, sá hann aumur á honum, gekk að og batt um sár hans,
hellandi í þau viðsmjöri og víni og lagði hann á sinn eyk og flutti til
herbergis, gaf og gætur að honum. En annars dags ferðaðist hann burt og tók
upp tvo peninga og fékk húsbúandanum, sagði: Haf gát á honum og hvað helst þú
leggur meira út, þá skal eg borga þér nær eg kem aftur. Hver þeirra þriggja
sýnist þér vera þess náungi sem hrasaður var í bland ræningjanna? En hann
sagði: Sá er miskunnarverkið gjörði á honum. Þá sagði Jesús til hans: Far þú
og gjör slíkt hið sama.*

En það skeði er þeir ferðuðust að hann gekk inn í nokkuð kauptún, og sú
kvinna, er Marta hét, meðtók hann í sitt hús. Og hún átti þá systur er María
hét, hver eð setti sig fyrir fætur Jesú og heyrði hans orð. En Marta braust
nóg fyrir að þjóna honum. Hún gekk að og sagði: Lávarður, hirðir þú ekki um
það að systir mín lætur mig eina saman þjóna? Seg henni að hún hjálpi mér. En
Jesús svaraði og sagði til hennar: Marta, Marta, þú ert svo syrgjandi og
mæðist í mörgu, eitt er þó nauðsynlegt. María hefir kjörið sér gott
hlutskipti, hvað er eigi skal frá henni takast.*


Ellifti kapítuli

Það skeði eð hann var í nokkrum stað að biðjast fyrir og er hann gaf upp, þá
sagði einn af hans lærisveinum til hans: Lávarður, kenn þú oss að biðja líka
sem Jóhannes kenndi sínum lærisveinum. Hann sagði þá til þeirra: Nær þér
biðjið, segið svo: Faðir vor, sá þú ert á himnum, helgist nafn þitt, til komi
ríki þitt, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himinum. Gef oss í dag vort
daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar syndir svo sem vær fyrirgefum vorum
skuldunautum. Og leið oss eigi í freistni, heldur leys oss frá illu.

Hann sagði til þeirra: Hver yðar sem hér hefir vin og fer til hans um miðnætti
og segir honum: Vinur, lána mér þrjú brauð því að vinur minn er kominn af leið
til mín, og eg hefi eigi það eg megi fram fyrir hann setja. Og hinn
sem fyrir innan er, svarar og segir: Gjör mér eigi ónáð því dyr eru luktar og
börn mín eru í svefnhúsi hjá mér, og eigi get eg upp staðið að fá þér þau. Eg
segi yður: Ef hann stendur eigi upp og fær honum þau fyrir það að hann sé
vinur hans, þó mun hann fyrir sakir hans leiðilegrar brekunar upp standa og fá
honum svo mikið sem hann þarfnast.

Og eg segi yður: Biðjið, og mun yður gefast, leitið að, og munu þér finna,
hnýið á, og mun fyrir yður upp lokið. Því að hver eð biður, hann öðlast, hver
eð leitar, hann finnur, og hver eð á hnýr, fyrir honum lykst upp. En hver
faðir er sá af yður, ef sonurinn biður um brauð að hann gefi honum stein þar
fyrir, eða biðji hann um fisk, gefur hann honum nokkuð höggorm fyrir fisk, eða
ef hann biður um egg að hann rétti að honum flugorm þar fyrir? Því ef þér sem
vondir eruð, kunnið góð ráð að gefa sonum yðar, miklu meir þá mun faðir yðar
af himnum gefa þeim heilagan anda er hann biðja.

Og hann rak út djöful þann er dumbi var. Og það skeði er djöfullinn var út
farinn að hinn mállausi talaði, og fólkið undraðist það. En nokkrir af þeim
sögðu að fyrir Beelsebúb djöflahöfðingja þá drífur hann djöfla út. Aðrir
freistuðu hans og sóktu af honum eftir teikni af himni. En er hann sá þeirra
hugrenningar, sagði hann til þeirra: Hvert ríki sem í sjálfu sér er
sundurþykkt, það mun eyðast, og hvert hús mun yfir annað hrapa. Og ef
andskotinn er í sjálfum sér sundurþykkur, hverninn má hans ríki þá standast -
fyrst þér segið mig fyrir Beelsebúb reka út djöfla? Nú ef eg á fyrir Beelsebúb
djöfla út að reka, fyrir hvern rekast þeir þá út af sonum yðrum? Fyrir því
verða þeir og yðrir dómendur. En ef eg rek út djöfla meður Guðs fingri, að
sönnu kemur þá Guðs ríki til yðar.

Nær eð sterkur, hertygjaður, varðveitir sitt fordyri, þá er allt með mak hvað
hann á, en þá er annar honum yfirsterkari kemur og yfirvinnur hann og sviptir
hann öllum herklæðum, á hver hann treysti, og sundur skiptir svo hans
herfangi. Hver hann er eigi með mér, sá er í móti mér, og hver hann dregur
eigi saman með mér, sá sundur dreifir.

Nær óhreinn andi fer af manninum út, ráfar hann um þurra staði, leitar að
hvíld og finnur eigi, þá segir hann: Eg vil hverfa aftur í hús mitt, hvaðan eg
fór út. Og er hann kemur, finnur hann það af sóplimum hreinsað, þá fer hann,
tekur með sér sjö aðra anda honum verri, og er þeir eru þar inn komnir, byggja
þeir þar, og verður svo þess manns hið síðara verra hinu fyrra.

En það skeði er hann talaði þetta, hóf nokkur kona upp sína rödd og sagði til
hans: Sæll er sá kviður er þig bar og þau brjóst er þú mylktir. En hann sagði:
Hvað um það, sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita þau.

En er fólkið flykktist þar að, tók hann að segja: Kynslóð þessi er ein vond
kynslóð. Hún girnist teikn, og henni gefst ekkert teikn nema teikn Jóna
spámanns. Því að líka sem Jónas var teikn Niníveborgar, svo mun mannsins son
verða kynslóð þessari. Drottning suðurættar mun upp rísa á efsta dómi með
mönnum þessarar kynslóðar og fordæma þá því að hún kom af yðstum takmörkum
jarðar að heyra speki Salómonis, og sjáið, hér er meir en Salómon. Menn
Niníveborgar munu og upp rísa á efsta dómi meður þessari kynslóð og munu hana
fordæma því að þeir gjörðu iðran viður predikan Jónas, og sjáið, hér er meir
en Jónas. Enginn tendrar ljósið og setji það í leyni eða undir mæliask, heldur
á ljósastjakann svo að þeir sem inn ganga, sjái ljósið. Ljós þíns líkama er
augað. Því ef þitt auga er einfalt, svo er þinn líkami allur skær, en ef auga
þitt er strákur, þá er einninn þinn líkami myrkur. Því sjá svo til að ljós
það, sem í þér er, sé eigi myrkur. Nú ef allur líkami þinn er skær, eigi
hafandi nokkurn myrkvan part, svo blífur hann allur skær og mun upplýsa þig
svo sem leiftran eldingar.

Og er hann var slíkt að mæla, þá bað hann nokkur faríseus að hann æti
miðdagsverð hjá sér. Hann gekk inn og setti sig til borðsins. En er
farísearinn sá það, undraðist hann, eð hann þvó sér eigi fyrir máltíðina. En
Drottinn sagði til hans: Þér farísei, hreinsið nú hið ytra bikara og matdiska,
en yðvart ið innra er fullt með rán og illsku. Þér þussar, er eigi svo að sá
er gjörði ið ytra, hann gjörði einninn hið innra? En hvað um það, gefið þó
ölmusu af því sem til er og sjáið, að þá er yðart hreint.

Ve yður faríseis sem tíundið myntugras og rútu og allt kálgresi og sneiðið svo
hjá dómi Guðs og réttlæti. Því þetta byrjar að gjöra, en hitt eigi eftir að
skilja.

Ve sé yður faríseis sem elskið hin fremstu tignarsæti í samkunduhúsum og
kveðjur á torgum.

Ve sé yður lögspekingum, faríseis og hræsnurum því þér eruð sem hulin leiði
framliðinna, yfir hverju eð menn ganga og þekkja þau eigi.

Þá svaraði nokkur lögspekinga og sagði til hans: Segir þú þetta einninn til
háðungar við oss? En hann sagði: Og yður lögspekingum sé vei. Því þér hlaðið á
menn þeim byrðum er þeir geta eigi borið, og sjálfir þér snertið eigi þær
byrðar einum fingri yðar.

Ve yður því að þér uppbyggið spámanna leiðin, en feður yðrir líflétu þá. Að
sönnu þá vitni þér það og samsinnið svo verkum yðvarra feðra. Því að þeir
aflífuðu þá, en þér uppbyggið leiði þeirra.

Fyrir því segir spekin Guðs: Eg mun senda til þeirra spámenn og postula, og
suma af þeim munu þeir deyða, en suma ofsóknum sækja svo að krefjist af
þessari kynslóð blóð allra spámanna því úthellt hefir verið frá grundvallan
veraldar allt frá blóði Abels og til blóðs Sakaríe, hver eð lést í milli
altaris og musterisins. Að vísu segi eg yður að það mun krefjast af þessari
kynslóð.

Ve sé yður lögspekingum. Því þér berið lykil viskunnar, en komið þó eigi
sjálfir þar inn og hamlið þeim er þar vilja inn ganga.

En þá hann hafði þvílíkt til þeirra talað, tóku lögspekingar til og farísei
þunglega að þrengja að honum og vélsamlega hann að mörgu að spyrja,
veitandi honum umsát og leituðu við að jaga það nokkuð af hans munni er þeir
mættu hann um kilja.


Tólfti kapítuli

En er mikill og ótölulegur lýður flykktist þar saman svo að nálega trað hver
annan undir, hóf hann upp og sagði til sinna lærisveina: Í fyrstu, vaktið yður
við súrdeigi faríseorum, hvað er hræsni. Því að ekkert er svo hulið að ei
verði augljóst né nokkuð svo leynt að eigi vitist. Fyrir því hvað þér segið í
myrkrum, það mun í ljósi heyrast, og hvað þér í svefnhúsum hvíslið í eyra, mun
á ræfrum uppi predikað.

En eg segi yður vinum mínum: Hræðist eigi þá sem líkamann aflífa, og eftir það
fá þeir eigi meir að gjört. En eg vil sýna yður hvern þér skuluð hræðast.
Hræðist þann, sem eftir það er hann hefir líflátið þá, hefir hann makt til að
senda í helvíti. Að vísu segi eg yður, þá hræðist hann. Seljast eigi fimm
skógarþrestir tveimur peningum? Og einn af þeim er eigi gleymdur fyrir Guð i.
Svo eru og öll höfuðhár yðar talin. Fyrir það skulu þér eigi óttast því að þér
eruð dýrri en margir skógarþrestir.

En eg segi yður: Hver helst hann viðurkennir mig hér fyrir mönnum, þann mun
mannsins son viðurkenna fyrir englum Guðs. En hver hann afneitar mér hér fyrir
mönnum, honum mun afneitað verða fyrir Guðs englum. Og hver eð talar orð í
gegn Guðs syni, þá mun honum fyrirgefast, en hver hann hæðir að heilögum anda,
honum skal eigi fyrirgefast.

En nær þeir draga yður inn í samkunduhús og fyrir sína yfirboðara og
valdsmenn, þá verið eigi hugsjúkir um hverninn eða hverju þér skuluð svara eða
hvað þér skuluð segja. Því að heilagur andi mun fræða yður á sömu stundu hvað
yður byrjar að segja.

En nokkur af fólkinu sagði til hans: Meistari, seg bróður mínum að hann skipti
við mig arfleifð minni. En hann sagði honum: Þú maður, hver setti mig fyrir
dómara eða arfskiptismann yfir yður. Og hann sagði til þeirra: Sjáið til
og varið yður við allri ágirni. Því að enginn lifir þar af það hann hafi mikil
auðæfi. Og hann talaði þá eina eftirlíking til þeirra og sagði:

Auðigur maður nokkur var sá, hvers akur eð fært hafði frjóvan ávöxt. Hann
hugsaði þá með sér og sagði: Hvað skal eg til gjöra? Eg hefi eigi það hvar eg
megi mínum ávexti í safna, og sagði: Það vil eg gjöra. Eg vil mína hlöðu niður
rífa og gjöra upp aðra meiri og safna þangað öllu því er mér hefir gróið og
svo mínum auðæfum. Og þá mun eg segja til sálu minnar: Sála mín, þú hefir
mikinn auð saman sett til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk, haf og
allsnægtir. En Guð sagði til hans: Þú dári, á þessari nótt munu þeir þína sál
af þér krefja, og hvers verður þá það er þú hefir tilreitt? Svo er með þeim er
sér draga sjóð saman og er eigi í Guði ríkur.

Þá sagði hann til sinna lærisveina: Fyrir því segi eg yður: Stúrið eigi fyrir
lífdögum yðar, hvað þér skuluð eta, og eigi fyrir líkama yðar, hverju hann
skuli klæðast. Lífið er meira en fæðan og líkaminn meiri en fötin. Hyggið að
hröfnunum. Þeir sá hvorki né uppskera, eigi hafa þeir hlöðu né kjallara, og þó
fæðir Guð þá. Miklum mun meiri eru þér þó fuglunum.

En hver yðar fær með sinni hugsýki aukið lengd sína alin einni? Því ef þér
orkið eigi hins minnsta hvar fyrir stúri þér þá fyrir hinu öðru? Hugleiðið
hverninn liljugrösin vaxa. Þau vinna eigi né spinna. En eg segi yður það
Salómon í allri sinni prýði var ei svo skrýddur sem eitt af þeim.

Nú fyrst Guð skrýðir svo það gras er í dag stendur á akri og á morgun verður í
baksturofn látið, miklu meir mun hann þó klæða yður, ó þér vesaltrúaðir. Þér
skuluð og eigi eftir spyrja hvað þér etið eða drekkið og eigi hefja yður hátt.
Því að eftir þessu öllu sækir heiðin þjóð veraldar, en faðir yðar veit vel að
þér þurfið þessa við. Því leitið fyrst að Guðs ríki og hans réttlæti, og mun
yður þá allt til falla.

Hræðst eigi þú, vesul hjörð, því að það þókknaðist föður yðar að gefa yður
ríkið. Seljið hvað þér hafið og gefið ölmusu, gjörið yður og þá sekki
er eigi eldast og þann sjóð er eigi minnkar á himnum, að hverjum þjófar fá
eigi komist né melur skorið. Því hvar yðar sjóður er, þar er og yðart hjarta.

Yðrar lendar sé um gyrtar og logandi ljós í höndum yðrum, verið og líkir þeim
mönnum er bíða eftir sínum lánardrottni hvenær hann muni aftur koma af
brullaupum svo að þá hann kemur og ber, sé strax fyrir honum upp lokið. Sælir
eru þeir þjónar, hverja eð (þá er herrann kemur) finnur hann vakandi. Sannlega
segi eg yður það hann mun uppstytta sig, lætur og þá til borðs sitja, gengur
fyrir þeim og þjónar.

Og þó ef hann komi á annarri vöku eða á hinni þriðju og finni það líka svo,
sælir eru þeir þjónar. En það skulu þér vita að ef húsbóndinn vissi á hverri
stundu eð þjófurinn kæmi, þá vekti hann og léti eigi grafa sitt hús. Fyrir því
verið og reiðubúnir því að mannsins sonur mun á þeirri stundu koma er þér
ætlið eigi.

Þá sagði Pétur til hans: Herra, segir þú þessa eftirlíking til vor eða til
allra? En Drottinn sagði: Hve mikils er vert um trúan og forsjálan
fyrirsjónarmann, hvern er Drottinn setur yfir sitt heimkynni, að hann gefi
þeim í tíma sinn mæltan verð. Sæll er sá þjón sem hans herra finnur svo
gjörandi þá eð hann kemur. Sannlega segi eg yður það hann mun setja hann yfir
allt hvað hann eignast.* En ef sá sami þjón segir í hjarta sínu: Herra minn
gjörir dvöl á að koma og tekur að berja vinnumenn og ambáttir og að eta og
drekka og sig drukkinn að gjöra, og þá kemur herrann þess þjóns á þeim degi er
hann vonar eigi og á þeirri stundu er hann veit eigi og skiptir honum sundur
og leggur honum sín laun meður ótrúuðum.

En hver sá þjón, er veit síns herrans vilja og bjó sig eigi til, gjörði og
eigi eftir hans vilja, hann mun mikla refsing fá. En sá hann veit eigi og
gjörir það hegningar er vert, hann mun minni hirting fá. Því að þeim sem mikið
er veitt, af honum æskist mikið, og hverjum mikið verður í hendur selt, af
honum heimtist mikið. Eg kom að snæra upp eld á jörðu hvað eg gjarna
vilda að hann brynni nú þegar. En eg hlýt áður með skírn að skírast. Og hversu
eg þrengjunst þangað til hún fullkomnast. Meini þér að eg kæmi að senda frið á
jörðu? Eg segi yður: Nei, heldur sundurþykkju. Því að héðan frá munu fimm
verða í einu húsi sundurþykkir, þrír í móti tveimur og tveir í móti þremur,
faðirinn mun verða í móti syninum og sonurinn í móti föðurnum, móðirin í móti
dótturinni og dóttirin í móti móðurinni, og móðir konu manns í móti
sonarkonunni og sonarkonan í móti móðurkonu mannsins.

En hann sagði til fólksins: Hver nær [sic] þér sjáið ský upp ganga í vestri,
þá segi þér jafnskjótt að regn komi. Og það sker. Og nær þér sjáið sunnanvind
blása, þá segi þér hita verða. Það sker. Og þér hræsnarar, ásýnd himins og
jarðar þá kunni þér að prófa, en hví prófi þér eigi þennan tíma sem nú er? Eða
fyrir því dæmi þér eigi af sjálfum yður hvað réttvíst er?

En nær þú gengur meður þínum sökudólg fyrir valdsmanninn, þá kosta kapps á
veginum að þú losir þig frá honum, að eigi dragi hann þig nokkuð sinn fyrir
dómarann, og dómarinn selji þig refsaranum, og refsarinn kasti þér svo í
dýplissu. Eg segi það eigi fer þú út þaðan þar til þú borgar einninn hinn
síðasta skarf.


Þrettándi kapítuli

En í þann sama tíma voru þar nokkrir við er kunngjörðu honum frá þeim í
Galílea, hverra blóði Pílatus hafði blandað við þeirra fórnir. Jesús svaraði
og sagði til þeirra: Meini þér að þessir Galílei væri fyrir öllum Galíleis
syndugir þótt þeir þyldu þetta? Eg segi yður: Nei. Heldur ef þér gjörið eigi
iðran, þá fyrirfarist þér líka allir. Eða meini þér að þeir átján, á hverja
turninn í Síló á hrapaði og drap, hafi sakaðir verið framar öllum mönnum er
byggja til Jerúsalem? Eg segi yður: Nei. Heldur ef þér gjörið eigi iðran, munu
þér einninn allir fyrirfarast. En hann sagði þeim þessa eftirlíking:
Nokkur maður var sá er fíkjutré hafði plantað í sínum víngarði. Hann kom og
leitaði ávaxtar á því og fann eigi. Þá sagði hann til víngarðsfágarans: Sjá,
nú í þrjú ár hefi eg árlega komið og leitað ávaxtar af þessu fíkjutré og
fundið eigi. Högg það því af. Hvar til hindrar það garðlendið? En hann svaraði
og sagði til hans: Herra, lofa því að standa þetta árið þar til eg gref um það
og læt að myki ef það vildi svo ávöxt færa. En ef eigi, þá högg það eftir á
af.

Og hann kenndi í samkunduhúsi þeirra á þvottdegi. Og sjáið, að þar var sú kona
er haft hafði krankleiksanda í átján ár. Og hún var bjúg og með öngu móti þá
gat hún upp litið. En er Jesús leit hana, kallaði hann hana til sín og sagði
til hennar: Þú kona, vert laus af krankdæmi þínu, -og lagði hendur yfir hana
og jafnskjótt rétti hún sig upp og dýrkaði Guð. Þá svaraði yfirmaður
samkunduhússins og þykktist við það Jesús læknaði á þvottdögum og sagði til
lýðsins: (vi) dagar eru þeir, á hverjum eð hæfir að vinna, - því komi þér eigi
á þeim að láta lækna yður? - en eigi á þvottdegi.

Drottinn svaraði honum og sagði: Þú hræsnari, leysir eigi hver yðar einn á
þvottdegi naut sitt og asna af bási og leiðir til vats? En skyldi þessi eigi
leysast á þvottdegi, sem þó er Abrahams dóttir, af því bandi er andskotinn
hafði hana fjatrað, sjá, í átján ár? Og er hann sagði þetta, skömmuðust sín
allir hans mótmælendur, og allt fólkið gladdist yfir þeim öllum dýrðarverkum
er af honum gjörðust.

Hann sagði þá: Hverjum er Guðs ríki líkt og hverju skal eg því samjafna? Líkt
er það mustarðskorni því maður tók og varpaði í grasgarð sinn. Það spratt upp
og varð mikið tré, og fuglar himins hreiðruðu sig undir þess kvistum.

Og enn sagði hann: Hverju skal eg samlíkja Guðs ríki? Líkt er það súrdeigi því
er kona tók og mengaði við þrjá mæla mjöls þar til að það sýrðist allt. Og
hann gekk í gegnum borgir og kauptún og kenndi og gjörði sína reisu til
Jerúsalem. En þar sagði nokkur til hans: Herra, meinar þú eigi að þeir
sé fáir eð hjálpast? En hann sagði til þeirra: Keppið eftir inn að ganga um
hið þröngva hliðið því að margir (það segi eg yður) %sækja til þar inn að ganga
og fá eigi getað. Og í frá því eð húsbóndinn er inn genginn og hefir dyrnar aftur luktar, þá taki þér til þar
fyrir utan að standa og á dyrnar að hnýja svo segjandi: Herra, herra, luktu
upp fyrir oss. Hann mun svara og segja til yðar: Eigi þekki eg yður eða hvaðan
þér eruð.

Þá munu þér hefja upp að segja: Vær höfum etið hjá þér og drukkið, og á
strætum vorum kenndir þú. En hann mun þá segja: Eg segi yður það eigi kenni eg
yður hvaðan þér eruð, farið frá mér allir þér illgjörðamenn. Þar mun vera óp
og tanna gnístran nær þér sjáið Abraham og Ísak og Jakob og alla spámenn í
Guðs ríki, en yður út rekna. Og þeir úr austri og vestri, norðri og suðri munu
koma og til borðs sitja í Guðs ríki. Og sjáið, að þeir sem voru síðastir verða
fyrstir, og þeir eð voru fyrstir, verða síðastir.

Á þeim sama degi gengu nokkrir af faríseis til og sögðu honum: Haf þig burt,
og gakk héðan því að Heródes vill aflífa þig. Hann sagði til þeirra: Fari þér
og segið þeim ref: Sjáið, að eg rek út djöfla og fullgjöri lækningar í dag og
á morgun, en á þriðja degi líð eg undir lok. Hvað fyrir það, þó byrjar mér í
dag og á morgun og næsta dag þar eftir að ganga því að það fær eigi skeð að
nokkur spámaður farist utan í Jerúsalem.

Jerúsalem, Jerúsalem, þú sem aflífar spámennina og grýtir þá steinum er til
þín verða sendir. Hversu oft hefi eg viljað saman safna sonum þínum líka sem
hæna sínu hreiðri undir vængi sér, og þér hafið eigi viljað. Sjáið, yðvart hús
skal yður því eyði látið verða. En eg segi það eigi munu þér mig sjá þar til
það kemur er þér munuð segja: Blessaður sé sá er kemur í nafni Drottins.Fjórtándi kapítuli

Og það skeði að Jesús gekk á þvottdegi inn í hús nokkurs þess sem var
yfirboðari faríseorum brauðs að neyta, þeir höfðu og vörð á honum. Og sjá, að
maður nokkur, sá vatssótt hafði, var þar frammi fyrir honum. Jesús ansaði og
sagði til lögspekinga og faríseis svo segjandi: Leyfist nokkuð að lækna á
þvottdögum? En þeir þögðu við. Hann tók þá á honum og læknaði hann og lét burt
fara, svaraði og sagði til þeirra: Hvers yðar asni eða naut sem fellur í pytt,
er það eigi jafnsnart út dregið á þvottdegi? Og þeir gátu honum öngu þar til
svarað.

En þessa eftirlíking sagði hann til boðsmannanna þá hann merkti hverninn þeir
mátust eftir inum fremstu sætum og sagði til þeirra: Nær þú verður boðinn af
nokkrum til brúðlaups, þá set þig eigi í hin æðstu sæti. Kann ske að annar
eigi ærlegri en þú sé boðinn af honum og komi sá sem þér bauð og honum, segi
til þín: Gef þessum rúm, -og hljótir þá með kinnroða að halda hinn yðsta sess.
Heldur nær að þú verður boðinn, þá far og set þig í hið yðsta sæti svo að nær
sá kemur, er þér bauð, og segi til þín: Vinur þoka þér upp betur, - og mun þér
þá virðing veitt fyrir þínum sessunautum. Því að hver sig sjálfur upphefur,
hann skal niðurlægjast, og hver sig sjálfur lækkar, hann skal upp hefjast.*

Hann sagði þá til hans er honum hafði boðið: Nær þú heldur miðdagsverð eður
kveldmáltíð, þá skalt þú eigi bjóða vinum þínum né bræðrum, eigi frændum þínum
né nágrönnum þeim sem ríkir eru að eigi bjóði þeir þér heim til sín aftur og
sé þér þá endurgoldið. Heldur nær þú gjörir heimboð, þá bjóð fátækum, vönuðum,
höltum og blindum, og muntu sæll verða því að þeir hafa eigi til þér aftur að
lúka, en það mun þér endurgoldið verða í upprisu réttlátra.

En er þetta heyrði nokkur af þeim er til borðsins sat, sagði hann til hans:
Sæll er sá maður sem að etur brauð í Guðs ríki. En hann sagði til hans:
Nokkurs konar maður var sá er gjörði mikla kveldmáltíð og bauð mörgum
til hennar og sendi út sinn þjón um kveldmálstímann að hann segði svo
boðsmönnunum: Komið, því að allt er nú reiðubúið. En þeir tóku þá allir til
hver eftir annan að afsaka sig. Hinn fyrsti sagði til hans: Búgarð keypta eg,
og hefi eg því þörf að fara út og sjá hann. Eg bið þig afsaka mig. Og annar
sagði: Fimm akneyti keypta eg, og fer eg nú út að reyna þau. Eg bið þig afsaka
mig. Hinn þriðji sagði: Konu hefi eg festa, fyrir því má eg eigi koma. Og
þjónustumaðurinn kom aftur og undirvísaði þetta sínum herra.

Þá varð húsbóndinn reiður og sagði til síns þjóns: Far snarlega út á stræti og
götur borgarinnar og leið volaða, vanaða, blinda og halta hingað inn. Og
þjóninn sagði: Herra, það er gjört hvað þú skipaðir, og þó er enn meira rúm.
Og herrann sagði til þjónsins: Far þú út á þjóðbrautir og um túngarða og
nauðga þeim hér inn að koma svo mitt hús verði fullt. En eg segi yður það að
enginn þeirra manna, sem boðnir voru, munu smakka mína kveldmáltíð.*

En margt fólk gekk með honum. Og hann sneri sér við og sagði til þeirra: Ef
nokkur kemur til mín og hafnar eigi föður sínum og móður, konu og börnum,
bræðrum og systrum og þar til sínu eigin lífi, hann fær eigi minn lærisveinn
verið. Og hver hann dregur eigi sinn kross og fylgir mér eftir, sá getur eigi
minn lærisveinn verið.

Því hver yðar sem turn vill upp byggja, situr hann eigi áður og saman reiknar
kostnaðinn hvað þarflegt er og hvort hann hefir til nægta? Svo að eigi eftir
á, er hann hefir grundvöllinn lagt, geti hann eigi fullgjört hann, og allir
þeir það sjá, taka að dára hann og segja: Þessi maður tók að byggja og gat
eigi við lokið. Eða hver konungur gengur út að halda orrustu gegn öðrum
konungi, situr hann eigi áður og hugsar um með sér hvort hann getur með (tíu)
þúsundir runnið í móti honum er með (xx) þúsundir kemur til hans? En ef eigi,
þá sendir hann boðskap út, þá þegar hinn er þó fjarlægur, og biður hann þess
sem friðsamlegt er. Svo og líka sérhver yðar, sem eigi afsegir öllu
því hann eignast, fær eigi minn lærisveinn verið.

Saltið er gott, en ef saltið dofnar, hverju kryddi þér þá? Því að það er þá
hvorki á túnjörð né í taðhauga þarflegt, heldur verður því út varpað. Hver
eyru hefir að heyra, hann heyri.


Fimmtándi kapítuli

En allir tollheimtumenn og bersyndugir nálægðust hann að heyra honum, og
farísei og skriftlærðir mögluðu og sögðu: Þessi meðtekur synduga menn og etur
meður þeim. En hann sagði þessa eftirlíking til þeirra og sagði: Hver er sá í
bland yður sem hefir hundrað sauða og ef hann týnir einum af þeim, forlætur
hann eigi þá níu og níutigi í eyðimörku og fer eftir þeim er týndist þangað
til hann finnur hann? Og nær hann hefir hann fundið, leggur hann hann upp með
fagnaði sér á herðar, kemur heim og saman kallar vini og nágranna og segir til
þeirra: Samgleðjist með mér því að eg hefi minn sauð aftur fundið sem tapaður
var. Eg segi yður að líka svo mun fögnuður vera á himnum yfir einum syndugum,
þeim er iðran gjörir, meir en yfir þeim níu og níutigi réttlátum er eigi þurfa
yfirbótar við. Eða hver sú kona eð hefir tíu peninga og ef hún týnir einum,
kveikir hún eigi ljós og sópar húsið og leitar vandlega þar til hún finnur
hann? Og nær hún hefir fundið hann, saman kallar hún vinkonur sínar og
grannkonur, segir: Samgleðjist mér því að eg hefi minn pening aftur fundið,
hverjum eg hafða týnt. Líka svo segi eg yður að fögnuður mun vera fyrir englum
Guðs yfir einum syndugum, þeim yfirbót gjörir.*

Enn sagði hann: Nokkur maður var sá er hafði tvo syni. Og hinn yngri af þeim
sagði til föður síns: Faðir, gef mér þá deild af góssinu sem mér ber. Og hann
skipti meður þeim góssinu. Og innan fárra daga þá dró hinn yngri sonurinn allt
til saman og reisti síðan langt burt í fjarlægt ríki og fortærði þar
sínu góssi í eyðslulegum lifnaði. Og eftir á, er hann hafði öllu sóað,
gjörðist megnt hungur í því sama ríki svo hann tók vesöld að þola. Hann fór og
hélt til hjá einum burgeis þess ríkis. Og sá sendi hann út á sinn bústað að
hann gætti þar svína. Hann fýsti og að seðja sinn maga af drafi því er svínin
átu, og enginn gaf honum. En hann komst þá við og sagði: Hve margir leigumenn
þá eru í míns föðurs húsi, þeir eð hafa nægð a[f] brauðum, en eg ferst í
hungri þessu. Því skal eg upp standa og fara til föður míns og segja til hans:
Faðir, eg syndgaði í himininn og fyrir þér. Því er eg eigi verður að kallast
þinn sonur. Gjör mig því sem einn af þínum leiguliðum. Hann reis þá upp og kom
til föður síns. Og er hann var enn langt í burt þaðan, leit hann faðir hans og
sá aumur á honum, hljóp að og féll um háls honum og kyssti hann. En sonurinn
sagði til hans: Faðir, eg syndgaði í himininn og fyrir þér. Af því em eg nú
eigi verðugur að kallast sonur þinn. En faðirinn sagði til þjóna sinna: Berið
strax hingað hið æðsta klæði og færið hann í og gefið honum hring á sína hönd
og skó á hans fætur. Sækið alinkálf og slátrið, og neytum svo og verum kátir.
Því að þessi minn sonur var dauður og endurlifnaði. Hann týndist og er nú
fundinn. Og þeir tóku að gleðjast.

En hans hinn eldri sonur var á akri. Og er hann kom og nálgaðist húsið, heyrði
hann kveðskap og danslæti og kallaði einn af þjónustumönnunum til sín og
spurði hvað þetta væri. Sá sagði honum: Bróðir þinn er kominn, og slátraði
faðir þinn öldum kálfi það hann fékk hann heilan aftur. En hann þykktist við
og vildi eigi inn ganga. Þá gekk faðir hans út og bauð honum. En hann svaraði
og sagði til föður síns: Sjá, í svo mörg ár þjóna eg þér og aldri enn
yfirtroðið þín boðorð, og þú gaft mér enn aldri kið svo eg mætti meður mínum
vinum glaður vera. En nú eð þessi þinn sonur kom, hver út hafði svælt sínu
góssi meður portkonum, þá slátraðir þú honum alinkálf. En hann sagði honum: Þú
ert jafnan hjá mér, og allt hvað mitt er, þá er þitt. Því ættir þú nú
að vera kátur og góðsinnaður því þessi þinn bróðir var dauður og endurlifnaði,
hann týndist og er aftur fundinn.*


Sextándi kapítuli

En hann sagði til sinna lærisveina: Auðigur maður nokkur var sá sem sér hafði
ráðsmann, og sá var rægður við hann sem hefði hann fargað hans góssi, og
kallaði hann til sín og sagði til hans: Hverninn heyri eg þetta af þér? Gjör
reikning þinnar ráðsmennsku því að þú mátt eigi héðan af ráðsmennsku hafa. En
ráðsmaðurinn sagði með sjálfum sér: Hvað skal eg til gjöra þá minn herra
sviptir mig ráðsmennskunni? Eigi dugi eg að grafa, en eg skömmunst að biðja.
Eg veit hvað eg skal gjöra, því nær að eg verð af settur ráðsmennskunni, það
þeir meðtaki mig í sín hús.

Hann saman kallaði og líka alla skuldamenn síns herra og sagði til hins
fyrsta: Hversu mikið ertu skyldugur mínum herra? Hann sagði: Hundrað tunnur
viðsmjörs. Hann sagði þá til hans: Tak þitt bréf, set þig og skrifa strax
fimmtigi. Eftir það sagði hann til annars: En ertu mikið skuldugur? Sá sagði:
Hundrað trog hveitis. Þá sagði hann til hans: Tak þitt bréf og skrifa
fimmtigi. Og herrann lofaði þann rangláta ráðsmann það hann hafði svo
forsjálega gjört. Því að synir þessarar veraldar eru kænari sonum ljóssins í
sinni kynslóð. Og eg segi yður: Gjörið yðar vini af hinum rangferðuga %Mammon
svo nær eð yður þrotar að þeir meðtaki yður í eilífar tjaldbúðir.*

Hver trúr er í minnstu, sá er og trúr í miklu, og hver rangsnúinn er í litlu,
hann er og rangferðugur í miklu. Því ef þér eruð eigi trúir í inum rangferðuga
Mammon, hver trúir yður þá til þess sem sannlegt er? Og ef þér voruð eigi
trúir í annarlegu, hver mun gefa yður þá hvað yðart er? Enginn þjón getur
tveimur herrum senn þjónað. Því annað hvort hafnar hann þeim eina og elskar
hinn annan eða þýðist þann og forsmár hinn annan. Þér getið eigi Guði
þjónað og svo þeim Mammon.

En þeir farísei heyrðu allt þetta, sem ágjarnir voru, og dáruðu hann. Þá sagði
hann til þeirra: Þér eruð þeir, hverjir sjálfa sig réttlæta fyrir mönnum, en
Guð þekkir hjörtu yðar. Því að hvað hátt er hjá mönnum, það er svívirðulegt
fyrir Guði.

Lögmálið og profetarnir spáðu allt til Jóhannem. En upp frá því boðast Guðs
ríki, og sumir hverjir menn gjöra því ofurefli. Því léttfelldara er að himinn
og jörð forgangi en einn titill af lögunum falli. Hver sína eiginkonu forlætur
og giftist annarri, sá drýgir hór, og hver eð giftist þeirri sem frá manni er
skilin, hann drýgir hór.

Nokkur mann ríkur var þar sá er klæddist með pell og purpura og át daglega
skínandi krásir. Og þar var þurfamaður sá sem Lasarus var að nafni, hver eð
úti lá fyrir hans dyrum fullur kauna. Og hann fýstist að seðja sig af þeim
molum sem féllu af borði hins ríka, og enginn gaf honum nokkuð, heldur komu
hundar og sleiktu hans kýli. En svo varð að hinn volaði dó og var borinn af
englum í faðm Abrahams. Hinn ríki andaðist líka og var jarðaður.

Og sem hann var í helvíti og kvölunum, þá hóf hann upp sín augu og leit
Abraham langt burt og Lasarum í hans faðmi. Þá hrópaði hann og sagði: Abraham
faðir, miskunna mér og send Lasarum að hann drepi hinu fremsta síns fingurs í
vatn og kæli tungu mína því að eg kvelst í þessum loga. Og Abraham sagði til
hans: Hugleittu sonur að þú meðtókst þinn góða í lífi þínu, Lasarus þar í mót
sitt hið vonda. Því hlýtur hann nú að huggast, en þú að kveljast. Og fram yfir
allt þetta er í milli vor og yðar mikið hvelfi staðfest svo að þeir sem vilja
héðan fara til yðar, geta það eigi og þeir eigi þaðan frá yður upp til vor
farið.

Þá sagði hann: Þá bið eg þig faðir að þú send hann í míns föðurs hús því að eg
hefi fimm bræður að hann gefi þeim vitneskju af svo að eigi komi þeir í þennan
kvalastað. Abraham sagði til hans: Þeir hafa Moysen og spámennina, heyri þeir
þeim. En hann sagði: Nei, Abraham faðir, heldur ef nokkur framliðinna
færi til þeirra, þá mundi þeir iðran gjöra. En hann sagði honum: Ef þeir heyra
eigi Moyses og spámönnunum, þá munu þeir og eigi heldur trúa þótt nokkur
framliðinna rísi upp.*


Seytjándi kapítuli

En hann sagði til sinna lærisveina: Ómögulegt er að þar skyldi eigi koma
hneykslanir, en ve þeim, fyrir hvern þær koma. Þarfara væri honum það
kvarnarsteinn hengdist við háls honum og væri í sjó kastað en það að hann
hneykti einum af þessum vesalingum. Vaktið yður. Ef bróðir þinn brýtur við
þig, þá átel hann, og ef hann iðrast, þá fyrirgef honum það. Og þó hann brjóti
(vii) sinnum á degi við þig og snúist (vii) sinnum aftur á degi til þín og
segi: Það iðrar mig, þá fyrirgef honum það.

Og postularnir sögðu til Drottins: Auk þú oss trú. En Drottinn sagði: Ef þér
hefðuð trú sem annað mustarðskorn og segðuð þessu aldintré: Uppræt þig og
rótset þig um í sjónum aftur, og mundi það yður hlýða.

En hver yðar sem hefir þann þjón er plægir og fénað hirðir, nær eð hann kemur
heim af akri, að hann segi honum þá: Far strax og set þig til borðs, er það
eigi svo að hann segi til hans: Bú til það eg haldi kveldverð og stytt þig upp
og þjóna mér þar til að eg hefi etið og drukkið, og eftir á þá skaltu eta og
drekka. Þakkar hann nokkuð þeim þjón þó hann gjörði hvað honum var boðið? Eg
meina: Nei. Svo og þér líka nær þér hafið allt það gjört hvað yður var boðið,
þá segið: Ónýtir þjónar eru vér, hvað vær áttum með skyldu að gjöra, það
gjörðu vér.

Það skeði og þá hann fór til Jerúsalem að hann dró mitt í gegnum Samaríam og
Galíleam. Og er hann gekk inn í nokkurt kauptún, mættu honum tíu líkþráir
menn, hverjir eð stóðu langt frá, hófu upp sína raust og sögðu: Jesú, góði
meistari, miskunna oss. Og er hann sá þá, sagði hann til þeirra: Fari
þér og sýnið yður prestunum. Og það skeði er þeir gengu þaðan að þeir urðu
hreinir. En einn af þeim, nær hann sá það hann var hreinn vorðinn, sneri hann
aftur og lofaði Guð með hárri raust og féll fram á sína ásjónu fyrir fætur
honum og þakkaði honum. Og þessi var samverskur. En Jesús svaraði og sagði:
Voru eigi tíu hreinsaðir? En hvar eru hinir (ix)? Fundust öngvir aðrir þeir
aftur sneru og gæfi Guði dýrð nema þessi útlendingur? Og hann sagði til hans:
Statt upp og far héðan. Þín trúa gjörði þig hólpinn.*

En er hann varð að spurður af faríseis hvenær eð Guðs ríki kæmi, svaraði hann
og sagði: Guðs ríki kemur eigi með varðveitingu. Þar mun og eigi segjast: Sé,
hér eða sé, þar er það, því sjáið, að Guðs ríki er innan í yður.

Og enn sagði hann til sinna lærisveina: Þær stundir koma það þér munuð girnast
að sjá einn dag mannsins sonar og munuð hann eigi sjá. Og þeir munu segja til
yðar: Sjá hér, sjá þar. Þá gangið eigi þangað og eigi heldur eftir fylgið. Því
að svo sem elding af himni leiftrar og lýsir yfir allt hvað undir himninum er,
líka svo mun mannsins sonur vera á sínum degi. En honum byrjar fyrst margt að
þola og hraktur vera af þessari kynslóð.

Og svo sem það skeði á dögum Nóa, líka svo mun það ske á dögum mannsins sonar.
Þeir átu og drukku, þeir kvæntust og létu sig kvæna allt til þess dags er Nói
gekk í örkina og flóðið kom og tortýndi þeim öllum. Líka einninn skeði á dögum
Lots: Þeir átu og drukku, þeir keyptu og seldu, þeir plöntuðu og uppbyggðu. En
þann dag er Lot fór út af Sódóma rigndi ofan eldi og brennisteini af himni og
fyrirfór þeim öllum. Eftir slíkum hætti mun sá dagur ske er mannsins sonur mun
opinberast.

Hver hann verður í þann sama tíma í ræfri staddur og sé hans búgagn í húsinu,
þá stígi hann ei ofan það burt að hafa. Svo og einninn sá hann er á akri, þá
snúi hann eigi aftur eftir því sem á baki honum er. Minnist þér á konu Lots.
Hver helst sem eftir sækir sína önd að forvara, sá fyrirfer henni, og
hver helst hann týnir henni, sá býr hana til lífs.

Eg segi yður að á þeirri nótt munu tveir verða á einni sæng, mun einn
meðtekinn og annar forlátinn. Og tvær munu mala tilsaman, mun ein meðtekin og
önnur forlátin. Þeir svöruðu og sögðu til hans: Hvar þá, herra? En hann sagði
til þeirra: Hvar helst eð hræið er, þangað safnast og ernirnir.


Átjándi kapítuli

En hann sagði eftirlíking til þeirra, hverninn vér skyldum jafnan biðja og
eigi þreytast, og sagði: Sá dómari var í nokkri borg sem eigi óttaðist Guð og
eigi skeytti um neinn. En ekkja nokkur var þar í sömu borg, og hún kom til
hans og sagði: Leys mig af mínum mótstöðumanni. Og um langan tíma vildi hann
eigi. En eftir á sagði hann með sjálfum sér: Þó eg óttust eigi Guð né skeyti
um öngvan, þó fyrir það að þessi ekkja gjörir mér ónáð mikla, þá vil eg leysa
hana svo að hún komi eigi að síðustu og ofþreyti mig.

Þá sagði Drottinn: Heyri þér hvað sá hinn rangláti dómari segir? Skyldi Guð nú
eigi gjöra frelsan sinna útvaldra, þeirra sem nótt og dag til hans kalla, og
þolinmæði yfir þeim hafa? En eg segi yður það hann mun bráðlega gjöra þeirra
frelsan. En þá nær mannsins son kemur (meinar þú) að hann muni trú finna á
jörðu?

En hann sagði til nokkurra þeirra sem trúðu sig sjálfa réttláta vera og
forsmáðu aðra þessa eftirlíking: Tveir menn þá gengu upp í musterið að biðjast
fyrir. Einn var faríseus, en annar tollheimtumaður. Farísearinn stóð og baðst
þannig fyrir með sjálfum sér: Guð, eg þakka þér að eg em eigi svo sem aðrir
menn, ræningjar, óréttferðugir, hórdómsmenn eða svo sem þessi tollheimtumaður.
Eg fasta tvisvar í viku og gef tíundir af öllu því eg á. Og tollheimtumaðurinn
stóð langt í frá og vildi eigi upp hefja sín augu til himins, heldur barði
hann á sitt brjóst og sagði: Guð, vertu mér syndugum líknsamur. Eg
segi yður fyrir sann að þessi fór meir réttlættur í sitt hús en hinn því hver
sig sjálfur upphefur, hann mun niðurlægjast, og hver sjálfan sig niðurlægir,
hann mun upphafinn verða.*

Þeir færðu þá til hans ungbörn að hann tæki á þeim. En er það sáu hans
lærisveinar, ávítuðu þeir þá. En Jesús kallaði þau til sín og sagði: Leyfið
börnunum til mín að koma og bannið þeim eigi því að þvílíkra er Guðs ríki.
Sannlega segi eg yður: Hver hann meðtekur eigi Guðs ríki sem ungbarn, hann mun
eigi inn ganga í það.

Og höfðingi nokkur spurði hann að og sagði: Góði meistari, hvað skal eg gjöra
svo að eg eignist eilíft líf? En Jesús sagði til hans: Hvað kallar þú mig
góðan? Enginn er góður nema Guð einn. Boðorðin veist þú, að eigi skulir þú
mann vega, eigi hórdóm drýgja, eigi þjófnað fremja, ekkert ljúgvitni bera,
heiðra skalt þú föður þinn og móður. En hann sagði: Allt þetta hefi eg haldið
frá barnæsku minni. Þá Jesús heyrði það, sagði hann til hans: Eitt brestur þig
enn: Sel allt hvað þú hefir og gef það fátækum, og munt þú þá hafa sjóð á
himni. Og kom og fylg mér eftir. Þá hann heyrði það, varð hann hryggur af því
hann var mjög auðigur.

En er Jesús sá hann hryggvan orðinn, sagði hann: Hversu torvelt er þeim inn að
ganga í Guðs ríki sem peninga hafa. Því að hægra er úlfbaldanum að ganga í
gegnum nálarauga en ríkum manni inn að ganga í Guðs ríki. Þá sögðu þeir sem
til heyrðu: Hver fær þá hjálpast? En hann sagði: Hvað ómáttugt er fyrir
mönnum, það er mögulegt fyrir Guði.

Þá sagði Pétur: Sjáðu, vær forlétum allt og fylgjum þér eftir. En hann sagði
til þeirra: Sannlega segi eg yður: Enginn er sá, hver sitt heimili eður
foreldra eða bræður, konu eður börn forlætur vegna Guðs ríkis, að hann meðtaki
eigi miklu fleira aftur á þessum tíma og í öðrum heimi eilíft líf.

En Jesús tók þá tólf til sín og sagði til þeirra: Sjáið, að vér förum nú upp
til Jerúsalem, og það mun allt fullkomnað verða, hvað skrifað er fyrir
spámennina af mannsins syni. Því að hann mun framseldur verða
heiðingjum og hann mun hleginn, spýttur og spéaður verða. Og þeir munu hann
húðfletta og lífláta, og eftir það á hinum þriðja degi mun hann upp aftur
rísa. Og þeir forstóðu ekkert af þessum orðum því að þau voru hulin fyrir
þeim, og eigi vissu þeir hvað þau höfðu að segja.

En það skeði þá hann tók að nálgast Jeríkó að nokkur mann blindur sat við
veginn og bað ölmusu. Og er hann heyrði að fólkið gekk þar fram hjá, spurði
hann að hvað það væri. Þeir sögðu honum þá að Jesús af Nasaret gengi þar hjá.
Þá kallaði hann og sagði: Jesús, sonur Davíðs, miskunna þú mér. En þeir sem
undan gengu, höstuðu á hann að hann þegði. Hann kallaði því meir og sagði:
Sonur Davíðs, miskunna þú mér. En Jesús stóð kyrr og bauð þeim að leiða hann
til sín. Og er hann var kominn hart nær honum, tók hann að spyrja hann að:
Hvað viltu eg gjöri þér? Hann sagði: Herra, það eg mætti sjá. Jesús sagði til
hans: Vert skyggn. Þín trúa gjörði þig hólpinn. Og jafnsnart fékk hann sýnina,
fylgdi honum og eftir, vegsamandi Guð. Og allt það fólk er þetta sá, gaf Guði
lof.*


Nítjándi kapítuli

Hann gekk og inn og reisti í gegnum Jeríkó. Og sjáið, að maður sá er Sakkeus
var að nafni, hver eð var foringi tollheimtumanna og sjálfur hann auðigur, og
hann girntist að sjá Jesúm hver hann væri og gat eigi fyrir fólkinu því að
hann var lítill vexti. Hann hljóp þá fram undan og klifraði upp í nokkurt
aldintré svo að hann sæi hann því þar átti hann fram um að fara. Og sem Jesús
kom að þeim sama stað, leit hann upp og sá hann og sagði til hans: Sakkee,
stíg þú með skyndingi ofan því að í dag byrjar mér að blífa í þínu húsi. Og
hann sté skyndilega ofan og tók við honum fagnandi. Og er þeir sáu það,
mögluðu þeir allir það hann skyldi herbergja sig hjá bersyndugum manni.
En Sakkeus stóð og sagði til Jesú: Sjáðu, herra, helftina minna eigna
gef eg fátækum og ef eg hefi nokkurn tælt, þá gef eg ferfalt aftur. Jesús
sagði til hans: Í dag þá veittist þessu húsi heilsa með því þó að hann er
Abrahams sonur. Því að mannsins sonur er kominn eftir að leita og að frelsa
hvað fortapað er.*

Að þeim enn áheyröndum jók hann við og sagði þessa eftirlíking af því að hann
var hart nærri Jerúsalem og það þeir ætluðu að Guðs ríki mundi þá strax
opinbert verða og sagði: Nokkur eðluborinn mann ferðaðist í fjarlægt land að
hann aflaði sér ríkis og kæmi svo aftur. En þessi kallaði á (tíu) sína þjóna
og fékk þeim (x) pund og sagði til þeirra: Sýslið þar til að eg kem aftur. En
hans borgarmenn hötuðu hann og sendu honum boð og létu svo segja: Vær viljum
eigi þennan ríkja láta yfir oss.

Það skeði og þá hann kom aftur sem hann hafði ríkið undir sig tekið, skipaði
hann að kalla á þá sömu þjóna, hverjum hann hafði féið fengið svo að hann
vissi hva[ð] mikið hver hefði sýslað. Hinn fyrsti kom og sagði: Herra, þitt
pund hefir afrekað tíu pund. Hann sagði þá til hans: Æ hei, þú hinn góði þjón,
af því þú vart trúr í litlu, skalt þú vald hafa yfir tíu borgum. Hinn annar
kom og sagði: Herra, þitt pund hefir saman dregið fimm pund. Til hans sagði
hann: Og þú skalt vera yfir fimm borgum.

Og hinn þriðji kom og sagði: Herra, sjá, þar er þitt pund, hvert að eg hefi í
sveitadúki fólgið. Eg hræddunst þig því að þú ert maður ógurlegur, tekur það
upp, hvað þú hefir eigi niður lagt, og uppsker það, hvað þú sáðir eigi. Hann
sagði þá til hans: Af þínum munni dæmi eg þig, hinn vondi þjón. Vissir þú það
að eg er maður ógurlegur, takandi það, hvað eg lagði eigi niður, uppskerandi
það, hvað eg sáði eigi. Hvar fyrir gaft þú eigi minn pening í mangarans borð
að nær eg kæmi, hefði eg það með okri krafið?

Og hann sagði til þeirra sem hjá stóðu: Takið það pund frá honum og fáið það
þeim sem tíu pund hefir. Þeir sögðu honum: Herra, tíu pund hefir hann. En eg
segi yður það að hver eð hefur, honum mun gefið verða, en frá þeim sem
ekkert hefur, mun og það burt numið verða, hvað hann hefur.*

Þó þá mína óvini sem eigi vildu mig ríkja láta yfir sér, leiðið hingað og
deyðið hér frammi fyrir mér. Og sem hann sagði nú þetta, fór hann ið beinasta
og gekk upp til Jerúsalem.

Og það skeði þá hann tók að nálgast Betfage og Betaníam við fjallið Oliveti að
hann sendi út tvo af sínum lærisveinum og sagði: Fari þér í það kauptún, hvert
gegnt yður er. Og þá þér komið þar inn, munu þér finna ösnufola bundinn, á
hverjum aldri hefir enn nokkur manna setið. Leysið hann og leiðið hingað. Og
ef nokkur spyr yður að því þér leysið hann, þá segið honum svo það herrann
þurfi hans við.

En þeir fóru burt sem sendir voru og fundu sem hann hafði sagt þeim. Og er
þeir leystu folann, sögðu hans drottnar: Fyrir hvað leysi þér folann? Þeir
sögðu: Því herrann þarf hans við. Og þeir höfðu hann til Jesú og köstuðu sínum
klæðum á folann og settu Jesúm þar upp á. En er hann fór af stað, breiddu þeir
undir sín klæði á veginn.

Og þá hann tók að nálgast og fór ofan af fjallinu Oliveti, hóf upp allur múgur
hans lærisveina af fagnaði Guð að lofa meður hárri röddu yfir öllum þeim
kraftaverkum sem þeir höfðu séð og sögðu: Blessaður sé sá konungur er kemur í
nafni Drottins. Friður sé á himni og dýrð á upphæðum. Og nokkrir af faríseis,
þeir eð voru með fólkinu, sögðu til hans: Meistari, straffa þína lærisveina.
Til hverra hann sagði: Eg segi yður það ef þessir þegðu, mundu steinarnir
hljóða.

Og sem hann tók meir að nálgast, sá hann á borgina og grét yfir henni og
sagði: Því ef þú vissir það (mundir þú á þessum degi hugleiða að) hvað til
þíns friðar heyrði. En nú er það dulið fyrir yðrum augum. Því að þeir dagar
munu yfir þig koma það þínir óvinir munu um þig og þín börn með þér skjaldborg
setja og þér umsát veita og á alla vegu að þér þrengja og þig niður að velli
brjóta, og eigi munu þeir í þér láta stein yfir steini vera af því það
þú þekktir eigi þinn vitjanartíma.

Og hann gekk inn í musterið og tók út að reka þá sem seldu og keyptu þar inni
og sagði til þeirra: Skrifað er að mitt hús sé bæna hús, en þér gjörðuð það að
spillvirkja inni. Og hversdaglega kenndi hann í musterinu.* En
kennimannahöfðingjar og skriftlærðir og vildarmenn lýðsins sóktu eftir að
fyrirkoma honum og gátu eigi fundið hvað þeir skyldu honum gjöra því að allt
fólkið var honum áhangandi.


xx. kapítuli

Og það skeði á einum þessara daga, þá hann var að kenna fólkinu í musterinu og
að predika guðsspjöll, að þá komu til hans prestahöfðingjar og skriftlærðir
með öldungunum, töluðu til hans og sögðu: Seg oss, af hverri makt er þú gjörir
þetta. Eða hver er sá sem þér gaf þessa makt? Jesús svaraði og sagði til
þeirra: Eg vil spyrja yður og að einu orði. Svarið mér: Skírn Jóhannis, var
hún af himni eður af mönnum? En þeir hugsuðu með sjálfum sér og sögðu: Því ef
vér segjum: Af himni, svo segir hann: Fyrir hví trúðu þér henni eigi? Ef vér
segjum af mönnum, þá mun allur lýður lemja oss grjóti því að þeir eru öruggir
í því það Jóhannes væri spámaður og svöruðu að þeir vissu eigi hvaðan hún
væri. Og Jesús sagði til þeirra: Þá segi eg yður eigi heldur af hverri makt eg
gjöri þetta.

En hann tók þá að segja til fólksins þessa eftirlíking: Nokkur mann plantaði
víngarð og byggði hann víngarðsmönnum, fór síðan og var í burt um langa tíma.
Og er tími var til, sendi hann út þjón til víngarðsmannanna að þeir gæfi honum
af ávexti víngarðsins, hvern víngarðsmennirnir húðflettu og létu tómum höndum
frá sér fara. Og um það fram sendi hann út enn annan þjón. En þeir strýktu
þann og dáruðu og létu eyrindislausan í burt fara. Og enn yfir það fram sendi
hann út hinn þriðja, hvern þeir lemstruðu sárum og ráku burt síðan. En þá
sagði herrann víngarðsins: Hvað skal eg til gjöra? Eg mun senda son
minn elskulegan. Má vera að nær þeir sjá hann, þá feili þeir sér.

En þá víngarðsmennirnir sáu soninn, þenktu þeir með sjálfum sér og sögðu:
Þessi er erfinginn. Komið, aflífum hann svo að vor verði arfleifðin. Og þeir
hnepptu hann út af víngarðinum og líflétu hann. Hvað mun nú herrann
víngarðsins gjöra til við þá? Hann mun koma og tortýna þessum víngarðsmönnum
og byggja sinn víngarð öðrum. Þá þeir heyrðu það, sögðu þeir: Burt það. En
hann horfði á þá og sagði: Hvað er nú það, hvað þar skrifað er: Þann stein,
hvern uppbyggjendur forlögðu, sá er vorðinn að höfði hyrningar. Hver hann
fellur á þennan stein, sá mun sundur merjast, en á hvern hann fellur, þann mun
hann kremja. Og kennimannahöfðingjar og skriftlærðir leituðu eftir hverninn
þeir fengi hendur á hann lagt í það sinn og óttuðust fólkið að því að þeir
formerktu að hann hafði sagt til þeirra þessa eftirlíking.

Þeir höfðu og varðhöld á honum og sendu út tálsmenn, hverjir sér áttu að
breyta sem væri þeir aldyggvir svo að þeir gætu veitt hann í orðum og afent
hann herradæminu og yfirvaldinu landstjórnarans. Og þeir spurðu hann að og
sögðu: Meistari, vær vitum að þú segir rétt og kennir og á lítur eigi nokkurs
manns yfirlit, heldur kennir þú Guðs götu með sannleika. Hvort hæfir oss að
gefa keisaranum skatt eða eigi? En hann merkti þeirra fláttskap og sagði til
þeirra: Hvað freisti þér mín? Sýnið mér peninginn. Hvers mynt og innskrift
hefur hann? Þeir svöruðu og sögðu: Keisarans. Hann sagði þá til þeirra: Því
gefið keisaranum, hvað keisarans er og Guði, hvað Guðs er. Og þeir gátu eigi
straffað hans orð fyrir fólkinu, undrandi hans andsvör og þögnuðu.

En nokkrir af saddúkeis gengu til hans, hverjir neittu upprisuna vera, spurðu
hann að og sögðu: Moyses skrifaði oss: Ef að einshvers bróðir andaðist, sá er
eiginkonu ætti, og væri hann barnlaus dáinn, þá skal hans bróðir taka þá konu
og upp vekja svo sínum bróður sæði. Nú voru þar (vii) bræður og hinn
elsti fékk sér eiginnar konu og andaðist erfingjalaus. Og sá annar tók þá konu
og andaðist líka erfingjalaus. Og hinn þriðji átti hana, líka og einninn allir
þeir (vii) létu ekki barn eftir og önduðust. En seinast allra þeirra andaðist
og konan. Hvers þeirra eiginkona verður hún nú í upprisunni? Því að allir
(vii) hafa þeir haft hana til eignarkonu.

Og Jesús svaraði og sagði til þeirra: Synir þessarar veraldar giftast og láta
gifta sig, en þeir sem verðugir verða að öðlast hinn annan heim og upprisuna
af dauðanum, þeir munu hvorki giftast né sig gifta láta því að þeir geta eigi
oftar dáið því þeir eru englum líkir og Guðs börn á meðan þeir eru upprisunnar
börn. En það að hinir framliðnu munu upp rísa, hefir Moyses auðsýnt við
skógarrunninn sem þá hann kallaði Drottin Guð Abrahams, Guð Ísaks, Guð Jakobs.
En Guð hann er eigi dauðra, heldur lifandra manna Guð því að þeir lifa honum
allir. Þá svöruðu nokkrir af hinum skriftlærðu og sögðu: Meistari, þú hefir
vel sagt. Og þeir dirfðust eigi framar að spyrja hann nokkurs.

En hann sagði til þeirra: Hverninn segja þeir Krist vera Davíðs son? Og
sjálfur Davíð segir í Sálmabókinni: Drottinn sagði til míns drottins: Sit þú
til minnar hægri handar þar til eg legg þína óvini til skarar þinna fóta.
Fyrst Davíð kallar hann herra, hverninn er hann þá hans sonur?

En öllu fólkinu áheyranda þá sagði hann til sinna lærisveina: Vaktið yður
fyrir hinum skriftlærðum, hverjir eð ganga vilja í síðum klæðum og kærar hafa
kveðjur á torgum og hin fremstu tignarsæti í samkunduhúsum og æðstan sess í
samdrykkjum, hverjir upp svelgja ekknanna hús, forlíkjandi langt bænahald svo
þeir öðlist þess þyngri fyrirdæming.xxi. kapítuli

En hann leit upp og sá þá hina ríku, hverjir eð létu sitt offur í
ölmusustokkinn. Þá sá hann og nokkra ekkju fátæka sem lét þar inn tvo
hálfpeninga. Og hann sagði: Sannlega segi eg yður það þessi fátæka hefir meira
lagt þar inn en hinir allir því að þeir hafa allir af sinni yfirverandi eign
inn lagt til Guðs offurs, en þessi hefir af sinni fátækt alla sína næring þar
inn lagt.

Og er nokkrir gátu af musterinu að það væri fágað með góða steina og háfur,
sagði hann: Sá tími mun koma, á hverjum að allt þetta, hvað þér sjáið, mun
enginn steinn yfir öðrum látinn að eigi sé niður brotinn. En þeir spurðu hann
að og sögðu: Meistari, nær skal þetta verða? Og hvað merki er til þá þetta mun
til taka að ske?

En hann sagði: Sjáið til að þér verðið eigi villtir. Því að margir munu koma í
mínu nafni og segja að eg sé það, og sá tími tekur að nálgast. Fylgið þeim
eigi eftir. En nær þér heyrið af bardögum og missáttum, þá hryggvist eigi því
að þessu byrjar áður að ske, en endirinn er þó eigi þá strax. Þá sagði hann
til þeirra: Ein þjóð mun hefjast upp í mót annarri og eitt ríki í gegn öðru,
og miklir jarðskjálftar munu þar verða í ýmsum stöðum, hungur og drepsóttir og
ógnanir, og stórar undranir munu þar ske af himni.

En fyrir allt þetta munu þeir hendur á yður leggja og ofsókn veita og yður
framselja í sín þinghús og myrkvastofur, dragandi yður fyrir konunga og
landshöfðingja fyrir míns nafns sakir. En þetta hendir yður til vitnisburðar.
Því setjið yður í hjörtu það þér hugsið eigi fyrir hverninn þér skuluð
forsvara yður því að eg mun gefa yður munn og visku, hverjum að eigi skulu
geta í gegn staðið né móti mælt allir yðrir mótstöðumenn. En þér munuð og
framseldir verða af foreldrum og bræðrum, frændum og vinum, og nokkra af yður
munu þeir lífi svipta. Og þér verðið hvers manns hatur fyrir míns nafns sakir,
og ekkert hár af yðru höfði skal þó farast. Eignist svo með yðvarri
þolinmæði sálir yðrar.

En nær þér sjáið Jerúsalem umkringda af herflokkum, þá skulu þér vita að
nálgast tekur hennar aleyðing. Svo að hverjir þá eru í Júdealandi flýi þeir
til fjalla, og þeir þar eru þá mitt inni fari út þaðan, og hverjir á
landsbyggðum eru, þeir komi eigi þar inn. Því að það eru hefndardagar svo að
uppfyllt verði allt hvað skrifað er. En ve óléttum og brjóstmylkingum á þeim
dögum því að mikil harmkvæli munu verða á jörðu og reiði yfir þetta fólk. Og
fyrir sverðseggjum munu þeir falla og herleiddir verða bland allar þjóðir, og
Jerúsalem mun undir troðast af heiðingjum þar til að uppfyllast tímar heiðinna
þjóða.

Og þar munu ske teikn á sólu og tungli og stjörnum og á jörðu kvalning þjóða
og örvilnan, sjár og bylgjur munu hljóða og menn munu fyrir hræðslu upp þorna
og af eftirbíðingu þeirra hluta, hver eð koma skulu yfir allan heiminn því að
kraftar himins munu hrærast. Og þá munu þeir sjá mannsins son komanda í skýinu
meður tign og miklu valdi. En nær þetta tekur að ske, þá lítið upp og
upphefjið yðar höfuð af því að yðar endurlausn tekur að nálgast.

Og hann sagði þeim þessa eftirlíking: Skoðið fíkjutréið og öll tré. Nær þeirra
aldin tekur út að springa, þá merki þér á þeim það sumarið er í nánd. Svo og
líka nær þér sjáið þetta ske, þá vitið það að Guðs ríki er nálægt. Sannlega
segi eg yður það þessi kynslóð mun eigi fyrirfarast þar til að allt þetta
sker. Himinn og jörð forganga, en mín orð forganga eigi. * En varið yður að
yðar hjörtu þyngist eigi af ofáti og ofdrykkju og með sorgum þessarar
næringar, að eigi komi þessi dagur hastarlega yfir yður því að líka sem
tálsnara mun hann koma yfir alla þá sem á jörðu byggja. Kostið því vakrir að
vera alla tíma og biðjið svo að þér mættuð verðugir vera að umflý allt þetta
hvað eftirkomandi er og að standa svo frammi fyrir mannsins syni.

Og um daga kenndi hann í mustérinu, en um nætur gekk hann út og dvaldist í
fjallinu Oliveti. Og allt fólk tók sig snemma upp til hans í mustérið
honum að heyra.


xxii. kapítuli

En þá tók að nálgast hátíðardagur ins sæta brauðs, hver eð kallaðist páskar.
Og kennimannahöfðingjar og skriftlærðir eftirleituðu hverninn þeir gæti Jesúm
líflátið því að þeir óttuðust lýðinn. En andskotinn var hlaupinn í Júdas, þann
kallaður var Skariot, hver eð var einn af tólf. Og hann fór burt, talaði við
kennimannahöfðingjana og höfuðsmennina hverninn hann vildi selja þeim hann.
Þeir glöddust við og hétu að gefa honum peninga til. Og hann lofaði þeim því
og leitaði lags að hann fengi selt þeim hann án upphlaups.

En er kom dagur ins sæta brauðs, á hverjum sæfast skyldi páskalambið, og hann
sendi út Petrum og Jóhannem og sagði: Fari þér, búið til páskalambið svo að
vér neytum. En þeir sögðu til hans: Hvar viltu að við reiðum það til? Hann
sagði til þeirra: Sjáið, nær þér gangið inn í borgina, mun maður mæta yður
berandi vatsskjólu. Fylgið honum eftir í það hús, hvert hann gengur inn og
segið húsbóndanum: Meistarinn lét segja þér: Hvar er það herbergi, þar eg megi
páskalambið í eta meður mínum lærisveinum? Og hann mun vísa yður stóran sal
fágaðan. Búið það þar til. Þeir gengu burt og fundu svo sem hann hafði sagt
þeim og reiddu til páskalambið.

Og þá er sú stund kom, setti hann sig niður og þeir tólf postular með honum.
Og hann sagði til þeirra: Mig hefir af hjarta næsta eftir langað að eta þetta
páskalamb með yður áður en eg líð. Því að eg segi yður að hér eftir mun eg
eigi oftar af því neyta þar til að það fullkomnast í Guðs ríki. Hann tók og
kalekinn, gjörði þakkir og sagði: Meðtakið hann og skiptið honum á milli yðar.
Því að eg segi yður það eg mun eigi drekka af vínviðarávexti þar til að Guðs
ríki kemur. Og hann tók brauðið, gjörði þakkir, braut það, gaf þeim og
sagði: Þetta er mitt hold, það fyrir yður gefið verður. Gjörið þetta í mína
minning. Líka einninn og kaleikinn eftir kveldmáltíðina og sagði: þessi er
kaleikur nýs testamens í mínu blóði, hvert fyrir yður út hellist.

En þó sjáið, að hönd þess mig svíkur, er meður mér á borði. Og að sönnu fer
mannsins son eftir því sem ályktað er, þó ve þeim manni, fyrir hvern hann
verður svikinn. Og þeir tóku að spyrja sjálfir sín á milli hver af þeim væri,
sá er þetta mundi gjöra.

En þar hófst upp þræta þeirra á milli hver þeirra mundi sýnast mestur vera. En
hann sagði til þeirra: Þeir sem þjóðkonungar eru, þeir drottnast af þeim, og
hverjir yfirmaktina hafa, þá kallast náðugir herrar. En þér skuluð eigi svo,
heldur sá sem mestur er yðar á milli, veri hann svo sem inn minnsti og hinn
æðsti sem annar þénari. Því hvor er meiri sá er til borðsins situr eður sá
hann þjónar? Er eigi svo að hann sem við borðið situr? En eg em á millum yðar
sem sá er þjónar. En þér eruð þeir, hverjir hjá mér voru í mínum freistingum.
Og eg vil tileinka yður ríki svo sem minn faðir hefir mér það tileinkað svo að
þér skulu eta og drekka yfir mitt borð í mínu ríki og sitja á stólum dæmandi
tólf kynkvisti Íraels.*

En Drottinn sagði: Símon, Símon, sjáðu að andskotinn hefir beiðst yðar að hann
mætti sælda yður sem hveiti. En eg bað fyrir þér að þín trúa þrotnaði eigi. Og
hvenar þú snýst um aftur, þá styrk þú bræður þína. En hann sagði til hans:
Herra, reiðubúinn em eg með þér í fjötur og dauða að ganga. En hann sagði:
Petri, eg segi þér að í dag gelur haninn eigi áður þú hefir þrysvar afneitað
því að þú þekkir mig.

Og hann sagði til þeirra: Þá eg senda yður út án pungs eður tösku eða skófata,
hvort brast yður þá nokkuð? En þeir sögðu: Alls ekkert. Þá sagði hann til
þeirra: En nú hver eð pung hefir, sá taki hann líka og einninn töskuna. Og sá
er eigi hefir, selji hann kyrtil sinn og kaupi sverð. Því að eg segi yður að
það hlýtur á mér að fullkomnast hvað skrifað er, það hann er meður
illvirkjum reiknaður. Því hvað af mér skrifað er, hefir nú enda. En þeir
sögðu: Herra, sjá, tvö sverð eru hér. Hann sagði þá til þeirra: Það er nóg.

Og hann gekk eftir vana í fjallið Oliveti, og hans lærisveinar fylgdu honum
eftir. Og þá hann kom til þess staðar, sagði hann til þeirra: Biðjið að eigi
falli þér í freistanir. Og hann veik sér frá þeim mestu steinsnars, féll á kné
og tók að biðja og sagði: Faðir, ef þú vilt, þá tak þennan kalek af mér. En þó
eigi minn, heldur verði þinn vilji. En honum birtist engill af himni
styrkjandi hann. Og þar kom að hann þrýtti við dauðann og tók ákafar að biðja,
en hans sveiti varð svo sem blóðsdropar þeir eð féllu á jörðina. Og hann stóð
upp af bæninni og kom til sinna lærisveina og fann þá sofandi af hryggð og
sagði til þeirra: Hvað sofi þér? Standið upp, biðjið að þér fallið eigi í
freistni.

Þá hann var þetta að segja, sjá, það flokkurinn og einn af tólf, sá Júdas hét,
gekk fyrir þeim og vildi nálgast Jesúm að hann kyssti hann. En Jesús sagði til
hans: Júdas, svíkur þú mannsins son með kossi? En er þeir sem hjá honum voru,
sáu hvað verða vildi, sögðu þeir til hans: Herra, skulu vær eigi slá þá með
sverði? En einn af þeim sló þjón prestahöfðingjans og hjó af hans hið hægra
eyra. Jesús svaraði og sagði: Leyfið þeim að gjöra allt hið frekasta. Og hann
snart hans eyra og læknaði hann.

En Jesús sagði til þeirra prestahöfðingja og höfuðsmanna musterisins og
öldunganna hverjir eftir honum voru komnir: Svo sem til annars illvirkja gengu
þér út með sverðum og stöngum. Þá eg var daglega í musterinu hjá yður, lögðu
þér eigi hendur á mig, heldur er þetta nú yðar tími og makt myrkranna. En þeir
gripu hann og leiddu inn í prestahöfðingjans hús. En álengdar.

Þeir kveiktu þá upp eld í miðjum forsalnum og settu sig í kringum hann, og
Pétur var þar á milli þeirra. Þá sá hann ambátt nokkur sitja við logann,
horfði á hann og sagði: Þessi var og með honum. En hann afneitaði
honum og sagði: Kona, eigi þekki eg hann. Og litlu einu þar eftir sá hann
önnur og sagði: Þú ert og af þeim. En Pétur sagði: Þú maður, eigi em eg. Og er
bil var á orðið sem eins tíma, tilstyrkti nokkur annar og sagði: Að sönnu var
og þessi með honum því að hann er Galíleari. En Pétur sagði: Maður, eigi veit
eg hvað þú segir. Og jafnsnart að honum nú þetta enn talandi, gól haninn og
Drottinn snerist við og leit til Péturs. Og Pétur minntist þá orða Drottins
hverninn hann hafði sagt: Fyrir en haninn gelur, muntu afneita mig þrisvar. Og
Pétur gekk út og grét beisklega.

En þeir menn, sem héldu Jesú, dáruðu hann og dustuðu, byrgðu hann og slógu í
hans andlit, spurðu hann að og sögðu: Spáðu hver sá er sem þig sló. Og margt
annað háðulegt sögðu þeir við hann.

Og er dagur var, komu saman öldungar lýðsins og prestahöfðingjar og hinir
skriftlærðu og leiddu hann upp fyrir sitt ráð og sögðu: Ef þú ert Kristur, seg
oss það. Og hann sagði til þeirra: Ef eg segi yður, þá trúið þér mér eigi, en
ef eg spyr yður, svarið þér mér eigi og látið mig eigi lausan. Og héðan í frá
mun mannsins son sitja til hægri handar Guðs kraftar. En þeir sögðu allir:
Ertu þá Guðs sonur? Hann sagði til þeirra: Þér segið það því að eg em hann. En
þeir sögðu: Hvað þurfu vér vitnisburðinn lengur? Því að vér sjálfir heyrðum af
hans munni.


xxiii. kapítuli

Og allur þeirra söfnuður stóð upp og leiddu hann fyrir Pílatus, tóku að áklaga
hann og sögðu: Þennan finnu vér umturna fólk vort og fyrirbjóðandi skatt að
gefa keisaranum og segir sig vera konunginn Gyðinga? Hann svaraði og sagði: Þú
segir það. Pílatus sagði þá til prestahöfðingjanna og til lýðsins: Öngva sök
finn eg með þessum manni. En þeir voru þess áfjáðari og sögðu: Hann
hefir uppæst fólkið meður því hann hefir kennt hér og hvar á öllu
Gyðingalandi, til tekinn í Galílea og allt í þennan stað.

En er Pílatus heyrði Galíleam nefnt, spurði hann að hvort hann væri galeiskur
maður. Og er hann fornam að hann var undir Heródes veldi, sendi hann hann þá
burt til Heródem, hver eð sjálfur var á þeim dögum til Jerúsalem. En er
Heródes sá Jesúm, varð hann næsta glaður því að hann hafði fýst um langa tíma
að sjá hann af því að hann hafði og heyrt margt af honum og vænti að hann
mundi sjá nokkurt teikn af honum gjörast og að spurði hann á marga vegu, og
hann svaraði honum öngu. En kennimannahöfðingjar og skriftlærðir ásökuðu hann
harðlega, og Heródes með sínu hirðfólki forsmáði hann og spéaði, færði hann í
hvítt fat, sendi aftur til Pílato. Og á þeim degi urðu þeir Pílatus og Heródes
vinir aftur því að áður voru þeir óvinir sín á milli.

En Pílatus saman kallaði prestahöfðingja, höfuðsmenn og lýðinn og sagði til
þeirra: Þér hafið þennan mann til mín haft svo sem þann er umturnar lýðinn. Og
sjáið, eg hefi spurt hann hér fyrir yður, og á þessum manni finn eg öngva sök
í því þér áklagið hann. Og ekki heldur Heródes því að eg sendi yður sjálfa til
hans. Og sjáið, að ekkert hefir upp á hann borist það dauða sé verðugt. Fyrir
því vil eg gefa honum ráðning og láta síðan lausan því að hann hlaut þeim einn
eftir venju hátíðardagsins lausan að gefa.

En allur söfnuðurinn kallaði upp til líka og sagði: Tak burt þennan og gef oss
lausan Barrabam, hver eð var fyrir nokkurt sundurþykki og mannslag er skeð var
í borginni, inn settur í myrkvastofu. Pílatus talaði þá enn aftur til þeirra
og vildi Jesúm lausan láta. En þeir kölluðu upp og sögðu: Krossfestu,
krossfestu hann. Hann sagði enn í þriðja sinn til þeirra: Hvað illt hefir
þessi gjört? Öngva dauðasök finn eg með honum. Fyrir því vil eg hegna honum og
láta síðan lausan. En þeir stóðu því þéttara með miklum hljóðum, æskjandi það
hann yrði krossfestur. Og þeirra hljóð og höfuðprestanna tók yfir. Og
Pílatus dæmdi að ske skyldi þeirra beiðni, en gaf þeim lausan þann er inn var
settur fyrir sundurþykkis og mannslags sakir í myrkvastofu, um hvern þeir
báðu. En hann framseldi Jesúm í þeirra vild, og þá er þeir leiddu hann út,
höndluðu þeir nokkurn Símon af Sýria, hver eð kominn var af byggðinni, og
lögðu krossinn upp á hann að hann bæri hann eftir Jesú.

En honum fylgdi eftir mikill fjöldi fólks og kvenna, hverjar grétu hann og
aumkuðu. En Jesús snerist til þeirra og sagði: Þér dætur af Jerúsalem, grátið
eigi yfir mér, heldur grátið yfir yður sjálfum og yfir sonum yðar. Því sjáið,
að þeir dagar munu koma, á hverjum segjast mun: Sælar eru þær óbyrja og þeir
kviðir er eigi hafa fætt og þau brjóst hver eigi voru mylkt. Þá munu þær taka
að segja fjöllunum: Hrynjið yfir oss, - og hálsunum: Hyljið oss. Því ef þeir
gjöra þetta við hið blómgaða tréið, hvað mun þá ske við hið þurra?

En tveir spillvirkjar aðrir leiddust og út, að þeir væri afteknir með honum.
Og sem þeir komu í þann stað, hver eð kallaðist %Höfuðskeljarstaður, þá
krossfestu þeir hann þar og spillvirkjana með honum, einn til hægri handar og
annan til vinstri. En Jesús sagði: Faðir, fyrirgef þeim það því að þeir vita
eigi hvað þeir gjöra. Og þeir skiptu hans klæðum og vörpuðu þar um hlutkesti,
og fólkið stóð og sá til.

Og höfðingjarnir dáruðu hann með þeim og sögðu: Aðra hefir hann frelsað,
frelsi hann nú sjálfan sig ef hann er Kristur hinn útvaldi Guðs. Að honum
hæddu og stríðsmennirnir, gengu til hans og báru honum edik og sögðu: Ef þú
ert konungur Gyðinga, þá frelsa sjálfan þig. En yfirskriftin var rituð yfir
honum með girskum, ebreskum og latínu bókstöfum: Þessi er konungur Gyðinga.

En einn af þeim spillvirkjum, sem hengdir voru, lastaði hann og sagði: Ef þú
ert Kristur, frelsa sjálfan þig og oss. Þá svaraði hinn annar, straffaði hann
og sagði: Og þú hræðist eigi heldur Guð sem ert þó í samri fordæming. Og að
sönnu sker okkur þetta réttlega því að við meðtókum hvað okkrar gjörðir eru
verðar, en þessi hefir ekkert vondslegt gjört. Og hann sagði til Jesú:
Drottinn, minnstu mín þá þú kemur í ríki þitt. Og Jesús sagði til hans:
Sannlega segi eg þér: Í dag skalt þú vera með mér í Paradís.

Og það var nær um hina séttu stund, og myrkrin gjörðust yfir allt landið til
níundu stundar, og sólin sortnaði, og tjaldið musterisins rifnaði í miðju
sundur. Og Jesús kallaði hárri röddu og sagði: Faðir, í þínar hendur fel eg
minn anda. Og er hann hafði þetta sagt, lést hann. En er hundraðshöfðinginn sá
hvað þar skeði, dýrkaði hann Guð og sagði: Að vísu hefir þessi réttlátur maður
verið. Og allt fólk er þar var saman komið að horfa á þetta og sem það sá hvað
þar skeði, barði það sér á brjóst og sneri í burt aftur. En allir hans
kunningjar stóðu langt frá og þær konur sem honum höfðu eftir fylgt úr Galílea
og horfðu á þetta.

Og sjá, maður, Jósef að nafni, sá er var einn ráðherra, góður mann og réttvís,
eigi samþykkti hann þeirra ráði og gjörningum. Og hann var af borginni Armatía
úr Júdea, hver eð og stundaði eftir Guðs ríki. Þessi gekk til Pílato og bað um
líkama Jesú og tók hann ofan og sveipaði hann í lérefti og lagði hann í
úthöggna gröf, í hverja ekki hafði enn nokkur lagður verið. Og það var
aðfangadagur og þvottdagurinn tók að hefjast. En þær konur, sem komnar voru af
Galílea, fylgdu eftir og skoðuðu gröfina og hverninn hans líkami var lagður og
sneru aftur, reiðandi til sín smyrsl og dýrlegt salvi. Og um þvottdaginn voru
þær kyrrar eftir lögmálsins boðan.


xxiv. kapítuli

En einn þær höfðu tilbúið og enn nokkrar aðrar með þeim. Þær fundu að
steininum hafði velt verið af gröfinni og stigu þar inn og fundu ekki líkamann
herrans Jesú. Og sem þær voru hugsjúkar um þetta, sjá, þá stóðu tveir menn
hjá þeim í leiftrandi klæðum. En þær urðu þá hræddar og féllu á sína
ásjánu til jarðar, og þeir sögðu til þeirra: Hvað leiti þér hins lifanda hjá
dauðum? Hann er eigi hér, heldur er hann upprisinn. Hugleiðið að því hvað hann
talaði fyrir yður þá hann var nú enn í Galílea er hann sagði, það mannsins
syni byrjaði að seljast í syndugra hendur og krossfestur verða og á þriðja
degi upp að rísa. Og þær minntust á hans orð.

Og þær gengu burt frá gröfinni aftur og kunngjörðu allt þetta þeim ellifu og
svo öllum hinum öðrum. En þetta var María Magdalena og Jóhanna og María Jakobi
og þær aðrar er með þeim voru sem þetta sögðu postulunum. Og þeirra orð
virtist þeim sem væri það sjónhverfingar og trúðu eigi. En Pétur stóð upp og
hljóp til grafarinnar og laut þar inn og sá línlökin einsöm liggja, gekk burt
og undraði með sjálfum sér hverninn það væri skeð.

Og sjá, að tveir af þeim gengu á þann sama dag til nokkurs kauptúns það er
var frá Jerúsalem rúms sextigi skeiða, hvert eð Emmahus var að nafni. Og þeir
voru að tala um alla þá hluti sem við höfðu borið. Og það skeði þá þeir
ræddust við og spurðust á sín í millum að sjálfur Jesús nálægist þá og gekk
jafnframt þeim. En þeirra augu voru svo haldin að þeir þekktu hann eigi og
sagði til þeirra: Hvað er það fyrir ræðu sem þið handlið reikandi ykkar á
milli og eruð hryggvir út af? Þá svaraði einn er Kleófas var að nafni og sagði
til hans: Ertu alleina svo ókenndur til Jerúsalem að þú veist eigi hvað á
þessum dögum þar inni gjörst hefir? Til hverra hann sagði: Hvað þá?

En þeir sögðu til hans það af Jesú hinum naðverska, hver eð var spádómsmaður
máttugur í verkum og orðum fyrir Guði og öllu fólki, hversu að vorir
höfuðprestar og höfðingjar felldu hann í fordæming dauðans og krossfestu hann.
En vér vonuðum að hann mundi endurleysa Írael. Og yfir allt þetta er nú hinn
þriðji dagur í dag er þetta skeði. Svo hafa og skelft oss nokkrar konur af oss
til, þær eð fyrir lýsingina höfðu hjá gröfinni verið og ekki fundið hans
líkama, komu og sögðu sig einninn séð hafa engla sjónir, þeir eð
sögðu hann lifa. Og nokkrir út af oss gengu til grafarinnar og fundu einslíka
sem konurnar höfðu sagt, en hann fundu þeir ekki.

Og hann sagði til þeirra: Ó, þér heimskir og tregir í hjarta að trúa því öllu
hvað spámennirnir hafa talað. Hlaut Kristur eigi þetta að líða og inn ganga
svo í sína dýrð? og tók til frá Moyse og öllum spámönnum og lagði út fyrir
þeim allar ritningar þær af honum voru. Og þeir tóku að nálgast kauptúnið það
þeir gengu til, og hann lét þá sem vildi hann lengra ganga. Og þeir neyddu
hann og sögðu: Ver hjá oss, herra, því að kvelda tekur og á daginn líður. Hann
gekk inn og var hjá þeim.

Það skeði og þá hann sat með þeim til borðs að hann tók brauðið, blessaði það
og braut og rétti að þeim. Þá opnuðust þeirra augu svo þeir þekktu hann, og
hann hvarf úr þeirra augsýn. Og þeir sögðu sín á milli: Brann ekki vort hjarta
í okkur þá hann talaði við okkur á veginum og opnaði fyrir okkur ritningarnar?
Og þeir stóðu upp á sömu stundu og sneru aftur til Jerúsalem og fundu þá
ellifu saman safnaða og þá sem með þeim voru, hverjir eð sögðu að Drottinn
væri sannarlega upprisinn og birst Símoni. Og þeir tjáðu honum hvað gjörst
hafði á veginum og hverninn þeir höfðu þekkt hann í því hann braut brauðið.*

Þá þeir voru nú enn að tala um þetta, sté Jesús mitt í milli þeirra og sagði
til þeirra: Friður sé yður. En þeir fældust og urðu hræddir og meinuðu að þeir
sæi anda nokkurn. Og hann sagði til þeirra: Hvað fælist þér og því koma slíkir
þankar í yðar hjörtu? Sjáið mínar hendur og mína fætur að eg em hann sjálfur.
Þreifi þér og skoðið því að andi hefir eigi hold og bein svo sem þér sjáið mig
hafa. Og þá hann sagði það, sýndi hann þeim hendur og fætur. Og er þeir trúðu
enn eigi fyrir fagnaðar sakir og undrandi það, sagði hann til þeirra: Hafi þér
nokkuð matlegt? Og þeir lögðu fyrir hann stykki af steiktum fiski og
hunangsseim, og hann tók það og át fyrir þeirra augum.

Og hann sagði til þeirra: Þetta eru þau orð, hver eg talaði til yðar þá eg var
hjá yður því að það hlaut allt að fullkomnast, hvað af mér er skrifað
í Moyses lögmáli og í spámanna bókum og sálmum. Þá opnaði hann þeirra hugskot
svo að þeir forstóðu ritningarnar og sagði til þeirra: Svo er það skrifað og
svo byrjaði Kristi að líða og upp að rísa á þriðja degi af dauða og predikast
láta í sínu nafni iðran og fyrirgefning synda á meðal allra þjóða upphefjandi
til Jerúsalem.* En þér eruð vottar þessara hluta. Og sjáið, að eg mun senda
yfir yður fyrirheit míns föðurs, en þér skuluð sitja í borginni Jerúsalem
þangað til að þér klæðist með krafti af hæðum.

En hann hafði þá út allt til Betaníam og hóf upp sínar hendur og blessaði þá.
Og það gjörðist þá hann blessaði yfir þá að hann leið frá þeim og varð
uppnuminn til himins. En þeir tilbáðu hann og sneru aftur til Jerúsalem með
miklum fagnaði og voru jafnan í musterinu vegsamandi og lofandi Guð.

Endir S. Lúkas guðsspjalla.

[S]. Jóhannes


Fyrsti kapítuli

Í upphafi var orð, og það orð var hjá Guði, og Guð var það orð. Það sama var
í upphafi hjá Guði. Og allir hlutir eru fyrir það gjörðir, og án þess er
ekkert gjört hvað gjört er. Í því var líf, og lífið var ljós mannanna. Og
ljósið lýsir í myrkrunum, og myrkrin hafa það eigi höndlað.

Þar var einn maður af Guði sendur. Sá hét Jóhannes. Hann kom til vitnisburðar
að hann bæri vitnisburð af ljósinu að allir skyldu fyrir hann trúa. Eigi var
hann það ljós, heldur að hann bæri vitnisburð af ljósinu. Það var satt ljós
hvert eð lýsir öllum mönnum sem koma í þennan heim. Það var í heiminum, og
heimurinn var fyrir það gjörður, og heimurinn þekkti það eigi.

Hann kom til sinnar eiginnar, og hans sjálfir meðtóku hann eigi. En svo margir
sem hann meðtóku, þá gaf hann þeim mátt Guðs börnum að verða, þeim er á hans
nafn trúa, eigi þeim sem af blóðinu eða þeim sem af holdsins vild eður af
mannsins vilja, heldur þeim sem af Guði eru bornir.

Og orðið varð hold og byggði með oss, og vér sáum þess dýrð, dýrð svo sem
eingetins sonar af föðurnum, fullan náðar og sannleika.*

Jóhannes vitnar af honum, kallar og segir: Þessi er sá, af hverjum eg sagða:
Eftir mig mun koma sá sem fyrir mig var því að hann var fyrri en eg. Og af
hans gnægð höfum vér allir fengið, náð fyrir náð, því að lögmálið er fyrir
Moysen út gefið, en náð og sannleikur er fyrir Jesúm Kristum vorðinn. (Enginn
hefur um aldur Guð sénan). Sá eingetni sonur, sem í föðursins faðmi
er, hann hefur oss þetta kunngjört.

Og þetta er vitnisburður Jóhannis þá þeir Júðar sendu af Jerúsalem presta og
kynsmenn Leví að þeir skyldi spyrja hann: Hver ert þú? Og hann kenndist og
neitaði því eigi. Og hann viðurkenndist, svo segjandi: Eigi em eg Kristur.
Þeir spurðu hann þá enn að: Hvað þá? Ert þú Elías? Hann sagði: Eigi em eg.
Ertu spámaður? En hann ansaði: Ekki. Þá sögðu þeir við hann: Hver ert þú þá
svo að vér megum gefa andsvar þeim er oss út sendu? Hvað segir þú af sjálfum
þér? Hann sagði: Eg em hrópandi rödd í eyðimörku: Greiði þér götu Drottins,
svo sem sagði Esayas spámaður.

Og þeir sem útsendust, voru af faríseis. Þeir aðspurðu hann og sögðu honum:
Því skírir þú þá ef þú ert eigi Kristur, eigi Elías, eigi spámaður? Jóhannes
svaraði þeim og sagði: Eg skíri með vatni, en sá stendur mitt hjá yður, hvern
þér þekkið eigi, hann er sá sem eftir mig mun koma, sá eð fyrir mig var, hvers
eg em ei verður að eg skal upp leysa hans skóþvengi. Þetta skeði í Betabara
hinumegin Jórdanar þar Jóhannes skírði.

En annars dags eftir sér Jóhannes Jesúm komanda til sín og mælti: Sjáið, þar
er það lamb Guðs, hvert eð ber heimsins syndir. Þessi er, af hverjum eg sagða:
Eftir mig kemur maður, sá fyrir mig var, því að hann var fyrr en eg. Og eg
kennda hann eigi, heldur hitt að hann yrði kunnur í Írael, fyrir því kom eg að
skíra með vatni.

Og Jóhannes vitnaði og sagði: Eg sá andann ofan stíga af himnum í dúfu líki og
var yfir honum, og eg þekkta hann eigi, heldur sá mig sendi að skíra með
vatni, hann sagði mér: Yfir hvern þú sér andann niður stíga og yfir honum
vera, hann er sá sem skírir með helgum anda. Og eg sá það, og þennan vitna eg
Guðs son vera.

En annars dags aftur stóð Jóhannes enn og tveir af hans lærisveinum. Og sem
hann leit Jesúm ganga, segir hann: Sjáið, það er lamb Guðs. Og tveir af hans
lærisveinum heyrðu hann tala og fylgdu Jesú eftir. En Jesús sneri aftur
og leit þá sér fylgjandi, sagði hann þeim: Að hverju leiti þér? Þeir sögðu
honum: Rabbí, - hvað að þýðist meistari, - hvar ert þú heima? Hann sagði þeim:
Komið og sjáið. Þeir komu og skoðuðu hvar hann væri og voru hjá honum þann
dag, en það var nær tíundu stund.

Einn af þessum tveimur var Andreas, bróðir Símonar Petri, sem heyrði af
Jóhanni og Jesú eftir fylgdi. Hann fann þó áður sinn bróður, Símon, og sagði
til hans: Vér höfum fundið %Messíam, -hvað að útleggst smurður, - og fylgdi
honum til Jesú. Þá Jesús leit hann, mælti
hann: Þú ert Símon, sonur Jónas, þú skalt kallast Kefas. Það útleggst
hellusteinn.

Annan dag þar eftir vildi Jesús ferðast til Galíleam aftur og finnur Filippum
og sagði til hans: Fylg þú mér eftir. En Filippus var af Betsaida, úr þeirra
borg Andrésar og Petrus. Filippus fann Natanael og sagði honum: Vér höfum þann
fundið, af hverjum Moyses í lögmálinu og allir spámenn hafa um skrifað, Jesúm
Jósefsson af Nasaret. Natanael sagði til hans: Hvað má af Nasaret góðs koma?
Filippus sagði honum: Kom og sjá.

Jesús sá Natanael komanda til sín og sagði af honum: Sjá[ið], einn sannan
Íraelíta, í hverjum svik eigi eru. Natanael sagði þá við hann: Hverninn þekkir
þú mig? Jesús ansaði, sagði til hans: Áður en Filippus kallaði á þig, þá þú
vart undir fíkitrénu, sá eg þig. Natanael svaraði og sagði til hans: Rabbí, þú
ert Guðs sonur, þú ert konungur Íraels. Jesús svaraði og sagði við hann: Þú
trúir af því að eg sagða þér að eg hefða séð þig undir fíkitrénu. Sjá munt þú
enn þessu meira. Hann sagði honum og: Sennilega, sennilega segi eg yður: Upp
frá þessu munu þér sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og ofan yfir
mannsins son.Annar kapítuli

Og þriðja dag þar eftir varð brúðkaup til Kana í Galílea, og þar var móðir
Jesú. Jesús var einninn boðinn og hans lærisveinar til brúðkaupsins. Og þá er
þá þraut vínið, sagði móðir Jesú til hans: Þeir hafa eigi vín. Jesú sagði til
hennar: Þú kona, hvað hefi eg með þig? Mín stund er eigi enn komin. Móðir hans
sagði við þjónustumennina: Hvað helst hann segir yður, það gjörið. En þar voru
sex steinker sett eftir venju ebreskrar hreinsunar. Hvert eitt tók tvo eður
þrjá mælir. Jesús talaði til þeirra: Fyllið upp kerin af vatni. Og þeir fylltu
þau allt á barma. Og hann sagði þeim: Hellið nú á og færið kæmeistaranum. Og
þeir færðu honum. En þá kæmeistarinn smakkaði vatnið, það að víni var orðið,
eigi vissi hann hvaðan að kom, en þjónustumennirnir, sem vatnið sóktu, vissu
það. Hann kallar á brúðgumann og segir honum: Allir menn gefa í fyrstu gott
vín og nær þeir gjörast ölvaðir, þá það hið léttara, en þú hefir geymt hið
góða til þessa.

Þetta er hið fyrsta jarteikn það Jesús gjörði til Kana í Galílea, og hann
opinberaði sína dýrð, hans lærisveinar trúðu og á hann. Eftir það fór hann
ofan til Kapernaum, hann og móðir hans, bræður hans og lærisveinar, og voru
þar eigi mjög marga daga.*

Þá var og nálæg páskahátíð Gyðinga, og Jesús fór upp til Jerúsalem og fann í
musterinu sitjandi þá sem seldu naut, sauði, dúfur og þá sem umskipti gjörðu á
peningum. Þá gjörði hann sér eina svipu af strengjum og rak út allt af
musterinu, bæði naut og sauði, og hratt niður peningum þeirra er umskiptin
gjörðu og sagði við þá sem dúfurnar seldu: Beri þér þetta burt héðan, og
gjörið eigi míns föðurs hús að söluhúsi. Hans lærisveinar hugleiddu þá hvað
skrifað er, að vandlæti húss þíns át mig.

Þá önsuðu Júðar og sögðu honum: Hvert teikn sýnir þú oss að þú megir þetta
gjöra? Jesús svaraði og sagði þeim: Brjóti þér niður musteri þetta, en eg
skal á þriðja degi það upp reisa. Þá sögðu Gyðingar: Þetta musteri er
upp byggt í sex og fjöritigi ár, en þú vilt upp reisa það á þrim dögum. Hann
talaði um musteri síns líkama. Og þá hann var af dauða risinn hugleiddu hans
lærisveinar að hann hafði þetta mælt og trúðu ritninginni og þeim orðum er
Jesús hafði talað.

En hann var í Jerúsalem um páska. Á þeim hátíðardegi þá trúðu margir á hans
nafn, þeir sem sáu þau tákn er hann gjörði. En Jesús trúði þeim eigi til um
sjálfan sig af því að hann þekkti alla og þurfti eigi við að nokkur bæri af
manninum vitni því að hann sjálfur vissi hvað með manninum var.*


Þriðji kapítuli

Þar var einn mann í bland faríseos, Nikódemus að nafni. Hann var einn af
höfðingjum Gyðinga. Hann kom til Jesú um nótt og sagði til hans: Rabbí, vér
vitum að þú ert einn meistari af Guði kominn því að enginn getur gjört þá
teikn sem þú gjörir nema Guð sé með honum. Jesús svaraði og sagði til hans:
Sannlega, sannlega segi eg þér: Nema ef sá nokkur sem að nýju verður
endurborinn, hann fær eigi að sjá Guðs ríki. Þá sagði Nikódemus til hans:
Hverninn má maðurinn endurberast þá hann er gamall? Eður fær hann stigið aftur
í sinnar móður kvið og fæðst svo? Jesús svaraði: Sannlega, sannlega segi eg
þér: Nema að sá sem endurborinn verður úr vatni og af anda, getur eigi inn
gengið í Guðs ríki. Hvað af holdinu fæðist, það er hold, og hvað sem fæðist af
andanum, það er andi. Undra þú eigi þó eg segða þér að yður byrjaði á nýju að
endurfæðast. Vindurinn blæs hvert hann vill, og þú heyrir hans þyt. En eigi
veist þú hvaðan hann kemur eður hvert hann fer. Svo eru allir þeir sem af
andanum eru endurbornir.

Nikódemus svaraði og sagði honum: Hverninn má þetta ske? Jesús svaraði og
sagði: Ert þú meistari í Írael og veist eigi þetta? Sannlega, sannlega segi eg
þér að vér segjum það vér vitum og vitnum það vér séð höfum, og vort
vitni meðtakið þér eigi. Og ef þér trúið eigi þá eg segi yður af jarðlegum
hlutum, hverninn munu þér trúa mega ef eg segða yður af himneskum hlutum?

Enginn mun og upp stíga til himna nema sá sem ofan sté af himni, sonur
mannsins, sá sem er af himni. Og svo sem Moyses upp festi höggorminn í
eyðimörku, líka byrjar mannsins syni upp að festast að allir þeir, er á hann
trúa, fortapist eigi, heldur hafi eilíft líf.*

Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf út sinn eingetinn son til þess að
allir þeir á hann trúa fyrirfærust eigi, heldur að þeir hafi eilíft líf. Því
eigi sendi Guð son sinn í heiminn að hann fyrirdæmdi heiminn, heldur að
heimurinn frelsist fyrir hann. Hver á hann trúir fyrirdæmist eigi, en hver
hann trúir eigi, hann er nú þegar fyrirdæmdur því að hann trúir eigi á nafn
eingetins Guðs sonar. En þessi er fyrirdæmingin að ljósið kom í heiminn, og
mennirnir elskuðu meir myrkrið en ljósið því að þeirra verk voru vond. Hver
illa gjörir, sá hatar ljósið, hann kemur og eigi til ljóssins að eigi
straffist hans verk. En hver sannleikinn gjörir, hann kemur til ljóssins svo
að hans gjörðir verði kunnar því að þær eru í Guði gjörðar.

Eftir þetta kemur Jesús og hans lærisveinar til Gyðingalands og dvaldist þar
með þeim og skírði. Jóhannes var þar enn og skírði við Enon nærri Salim því að
þar voru vötn mörg. Þeir komu þangað og skírðust því að Jóhannes var eigi enn
innlátinn í myrkvastofu.

En þá gjörðist ein spurning af lærisveinum Jóhannis við Gyðinga um skírsluna.
Þeir komu til Jóhannis og sögðu honum: Meistari, sá sem hjá þér var hinumegin
Jórdanar, af hverjum þú bart vitni, sé, hann skírir nú, og allir koma til
hans. Jóhannes svaraði og sagði: Maðurinn fær eigi meðtekið nokkuð nema honum
verði það af himnum gefið. Þér eruð sjálfir mín vitni það eg sagða að eg væri
eigi Kristur, heldur það að eg væra fyrir honum sendur. Því hver eð brúðina
hefur, sá er brúðguminn, en vinur brúðgumans er sá sem stendur og hlýðir honum
gleðjandist af fagnaði fyrir brúðgumans rödd. Minn fögnuður er nú upp
fylltur. Honum ber að vaxa, en mér að minnka.

Sá sem að ofan kemur, hann er yfir öllum. Hver hann er af jörðu, hann er jörð,
og af jörðu talar hann. En sá sem kemur af himni, hann er yfir öllum, og hvað
hann sá og heyrði, það vitnar hann, og enginn tekur hans vitnisburð. En hver
hann tekur hans vitnisburð, sá innsiglar það að Guð sé sannur. Því hvern þann
sem Guð sendir, sá talar Guðs orð því að eigi gefur Guð sinn anda af skammti.
Faðirinn elskar soninn, og allt gaf hann í hans hendur. Hver hann trúir á
soninn, sá hefir eilíft líf, en hver hann er syninum aftrúa, hann mun eigi sjá
lífið, heldur að Guðs reiði blífur yfir honum.


Fjórði kapítuli

En þá Drottinn fornam að farísei höfðu heyrt það Jesús gjörði fleiri
lærisveina og skírði en Jóhannes þótt Jesús skírði eigi sjálfur, heldur hans
lærisveinar, þá forlét hann Gyðingaland og fór aftur til Galíleam. Honum
byrjaði og að reisa um mitt Samaríam. Þá kom hann í eina samverska borg, þá
Síkar heitir, nærri því akurlendi er Jakob gaf syni sínum Jósef, en þar var
brunnur Jakobs. Sem Jesús var vorðinn vegmóður, þá sat hann á brunninum. Það
var nær um séttu stund.

Þá kemur þar ein samversk kona vatn að sækja. Jesús sagði til hennar: Gef þú
mér að drekka, því hans lærisveinar voru inn gengnir í borgina að kaupa
fæðslu. Þá segir sú samverska kona svo til hans: Hverninn beiðir þú mig
drykkjar þar þú ert einn Júði, en eg em ein samversk kona. Því að eigi
samneytast Júðar samverskum mönnum. Jesús svaraði og sagði til hennar: Ef þú
vissir Guðs gjöf og hver hann væri, sá þér segði: Gef mér að drekka, má vera
að þú beiddir af honum og hann gefi þér lifanda vatn. Þá sagði konan við hann:
Herra, þú hefir eigi það sem þú getur með ausið, en hátt er ofan í brunninn.
Eða hvaðan hefir þú lifanda vatn? Eður ertu meiri föður vorum Jakob,
sá eð gaf oss þennan brunn, hann sjálfur drakk af honum, synir hans, hjörð
hans?

Jesús svaraði og sagði henni: Allir þeir sem drekka af þessu vatni, þá þyrstir
aftur, en hver hann drekkur af því vatni sem eg mun gefa honum, hann skal eigi
þyrsta eilíflega, heldur það vatn, sem eg mun gefa honum, skal verða í honum
brunnur uppsprettanda vats til eilífs lífs. Konan sagði þá til hans: Herra,
gef mér þetta vatn svo að mig þyrsti eigi og að eg komi eigi hingað til
vatsaustrar. Jesús sagði til hennar: Far þú, kalla á mann þinn og kom svo
hingað. Konan svaraði og sagði: Eigi hefi eg mann. Jesús sagði til hennar: Þú
sagðir vel: Eigi hefi eg mann, því að fimm menn hefir þú haft, og þann þú
hefir nú, er eigi þinn maður. Þetta sagðir þú satt.

Konan sagði til hans: Herra, eg sé að þú ert spámaður. Feður vorir hafa á
þessu fjalli tilbeðið, en þér segið til Jerúsalem sé sá staður þar vær eigum
til að biðja. Jesús sagði henni: Kona, trú þú mér. Sú stund kemur að hvorki á
þessu fjalli né til Jerúsalem munu þér tilbiðja föðurinn. Þér tilbiðjið það
þér vitið eigi. En vér vitum hvað vér tilbiðjum því að heillin er af Gyðingum.
En sá tími kemur og er nú þegar nær að sannir tilbiðjendur munu tilbiðja
föðurinn í anda og sannleika af því að faðirinn æskir slíkra er hann svo
tilbiðja. Guð er andi, og hverjir hann tilbiðja, þeim heyrir í anda og
sannleika að tilbiðja hann.

Konan sagði til hans: Eg veit að Messías kemur, sá sem Kristur kallast. Og nær
hann kemur, þá mun hann undirvísa oss þetta allt. Jesús sagði henni: Eg em
hann, sá sem við þig talar. Og í því bili komu hans lærisveinar og undruðust
því hann talaði við konuna. Þó sagði enginn: Að hverju spyr þú? eður: Hvað
mælir þú við hana? En konan skildist þar við sína skjólu og gekk inn í staðinn
og sagði til þeirra manna: Komið og sjáið þann mann er mér sagði allt það eg
hefi gjört, hvort að hann er eigi Kristur? Þá gengu þeir af staðnum og komu
til hans.

En þess á milli báðu hans lærisveinar og sögðu: Meistari, neyt þú. En
hann sagði til þeirra: Eg hefi þá fæðu til að neyta, af hverri þér vitið ekki.
Þá sögðu lærisveinarnir sín í millum: Eða hefir nokkur fært honum að eta?
Jesús sagði til þeirra: Minn matur er sá að eg gjöri hans vilja, þess mig
hefur sent, að eg fullkomni svo hans verk. Segið þér eigi sjálfir að það eru
enn fjórir mánuðir til kornskurðartíma? Sé, eg segi yður: Lyftið upp augum
yðar og sjáið akurlöndin það þau hvítna nú þegar til kornskurðar. Og hver hann
sár, sá tekur laun og safnar ávexti til eilífs lífs að sá sem sáir, samfagni
þeim er upp vinnur. Því sannast hér það orðtak að annar sé sá sem sár, en
annar sá sem upp vinnur. Eg sendi yður upp að vinna það þér erfiðuð ekki.
Aðrir hafa erfiðað, en þér genguð inn í þeirra erfiði.

Margir samverskir menn af þeim sama stað trúðu á hann fyrir konunnar orð, það
vitnandi að, -hann sagði mér allt hvað eg gjört hefi. En þá hinir samversku
voru til hans komnir, báðu þeir hann að hann væri þar. Og hann var þar tvo
daga. Og miklu fleiri trúðu fyrir hans orð. Þeir sögðu og svo til konunnar:
Eigi trú vér fyrir þín orð því að vér sjálfir heyrðum og vitum að þessi er
sannur lausnari heimsins.*

En eftir tvo daga fór hann þaðan og reisti til Galíleam því að Jesús vitnaði
það sjálfur að einn spámaður hafi eigi heiður á sinni föðurleifð. Þá hann kom
í Galíleam, meðtóku hann hinir galeisku menn sem séð höfðu allt það hann
gjörði til Jerúsalem um hátíðardaginn því þeir höfðu og komið til
hátíðardagsins. Hann kom og aftur til Kana í Galílea þar hann hafði gjört vatn
að víni.

Og þar var þá einn smákonungur, hvers sonur að lá sjúkur til Kaparnaum. Þá
þessi heyrði það að Jesús var kominn af Gyðingalandi í Galíleam, fór hann til
hans og bað hann að hann færi ofan og læknaði son hans því að hann væri að
mestu látinn. Þá sagði Jesús til hans: Nema þér sjáið teikn og stórmerki, þá
trúið þér eigi. Konungurinn sagði þá til hans: Herra, far ofan áður en sonur
minn andast. Jesús sagði honum þá: Far þú, sonur þinn lifir. En
maðurinn trúði þeim orðum er Jesús sagði honum og gekk þaðan. En þá hann fór
ofan eftir, gengu hans þénarar í móti honum og kunngjörðu honum segjandi að
sonur hans lifði. Þá spurði hann þá að á hverjum tíma honum hafði batnað, og
þeir sögðu honum að í gær um séttu stund hvarf frá honum kaldan. Þá fann
faðirinn að það var um þann tíma, á hverjum Jesús sagði honum: Sonur þinn
lifir. Hann trúði og allt hans hús. Þetta er að nýju annað það jarteikn Jesús
gjörði þá hann kom af Gyðingalandi til Galíleam.


Fimmti kapítuli

Eftir það var hátíð Gyðinga, og Jesús fór upp til Jerúsalem. En í Jerúsalem hjá fjárhúsinu
er vatsdíki sem kallast á ebresku %Betesda, hafandi fimm forbyrgi. Í þeim lá
mikill fjöldi sjúkra manna, blindra, haltra, visnaðra, bíðandi eftir vatsins
hræring. En engill Drottins sté ofan í tilsettan tíma í díkið og hrærði upp
vatnið. Og hver sem fyrstur sté ofan í díkið eftir vatsins hræring, sá varð
heill af hverri sótt sem hann var haldinn. Þar var einn sá maður sem þrjátigi
og átta ár hafði sjúkur verið. Þá Jesús leit þennan liggjanda og fornam að
hann hafði langan tíma sjúkur verið, segir til hans: Viltu heilbrigður verða?
Hinn sjúki svaraði honum: Herra, eg hefi eigi þann mann, þá vatnið hrærist, að
láti mig í díkið því nær eg kem að, þá stígur annar fyrr inn en eg.

Jesús sagði til hans: Rís upp, tak sæng þína og gakk. Og strax varð sá maður
heilbrigður og bar sína sæng og gekk þaðan. En á þeim degi var þvottdagur. Þá
sögðu Gyðingar honum sem heilbrigður var orðinn: Það er þvottdagur. Eigi hæfir
þér að bera sæng þína. Hann svaraði þeim: Sá mig heilan gjörði, hann sagði
mér: Tak sæng þína og gakk. Þeir spurðu hann: Hver er sá maður er þér sagði:
Tak sæng þína og gakk? En sá sem heilbrigður var vorðinn vissi eigi hver hann
var því að Jesús hafði vikið sér afvega fyrst að svo mikill mannfjöldi var í
þeim stað. Eftir það hitti Jesús hann í musterinu og sagði til hans:
Sé, nú ertu heill vorðinn. Syndga nú eigi oftar svo að þig hendi eigi annað
verra. Sá maður fór og undirvísaði Gyðingum að Jesús væri sá sem hann hefði
heilan gjört. * En fyrir það ofsóktu Gyðingar Jesúm og leituðust um að deyða
hann af því að hann gjörði þetta á þvottdegi. Jesús svaraði þeim: Faðir minn
verkar allt hegat til, eg verkar og. En fyrir þetta sóktu Gyðingar meir til að
deyða hann því að hann braut eigi einasta þvottdaginn, heldur sagði hann og að
Guð væri sinn faðir, gjörandi sig svo Guði jafnan.

Jesús svaraði og sagði til þeirra: Sannlega, sannlega segi eg yður að sonurinn
fær ekkert af sjálfum sér gjört nema það hann sér föðurinn gjöra. Því að hvað
helst hann gjörir, það gjörir og einninn sonurinn. Því faðirinn elskar soninn
og sýnir honum allt það hann gjörir. Og enn mun hann sýna honum önnur verk
þessum meiri svo þér munuð undrast. Því að svo sem faðirinn upp vekur dauða og
lífgar, svo lífgar og sonurinn þá sem hann vill. Því eigi dæmir faðirinn
nokkurn, heldur gaf hann syninum allan dóm að allir heiðri soninn svo sem þeir
heiðra föðurinn. Hver hann heiðrar eigi soninn, sá heiðrar eigi föðurinn, sá
sem hann sendi. Sannlega, sannlega segi eg yður: Hver mín orð heyrir og trúir
þeim sem sendi mig, sá hefir eilíft líf, og eigi kemur hann í dóm, heldur
líður hann úr dauða til lífs.

Sannlega, sannlega segi eg yður að sú stund kemur og er nú það dauðir munu
heyra rödd Guðs sonar, og þeir sem heyra munu lifa. Því að líka sem faðirinn
hefur lífið í sér sjálfum, svo gaf og hann syninum að hafa lífið í sjálfum
sér. Hann gaf honum og vald til yfir að dæma af því að hann er %mannsins sonur.
Eigi skulu þér undrast þetta því að sú stund kemur, á hverri að allir þeir,
sem í gröfunum eru, skulu heyra rödd Guðs sonar, og þeir munu þá fram ganga
sem gjörðu til lífsins upprisu, en þeir sem illa gjörðu í dóms upprisu. *

Eigi fæ eg af mér sjálfum gjört nokkuð. Sem eg heyri, svo dæmi eg, og
minn dómur er réttur því að eg leita eigi míns vilja, heldur hans vilja sem
mig sendi. Ef eg ber mér sjálfum vitni, þá er mitt vitni ekki satt. Annar er
sá sem af mér ber vitni, og eg veit að hans vitni er satt, það hann ber mér.

Þér senduð til Jóhannis, og hann bar af sannleiknum vitni. En eg tek eigi
vitni af mönnum, heldur segi eg yður þetta uppá það þér hjálpist. Hann var
skínanda og loganda ljós, en þér vilduð skamma stund gleðjast af hans ljósi.
Eg hefi enn meira vitni en Jóhannes því að þau verk sem faðirinn gaf mér að eg
fullkomni þau, því þau verk sem eg gjöri bera mér vitni það faðirinn hafi mig
sent. Og faðirinn, sá sem mig sendi, hann sjálfur bar mér vitni. Eigi hafi þér
nokkurn tíma heyrt hans rödd né séð hans ásýnd, og hans orð hafi þér eigi í
yður blífandi því að þann hann sendi, honum trúið þér eigi.

Rannsakið ritningarnar því að þér meinið í þeim að hafa eilíft líf. Og þær eru
það, hverjar af mér bera vitni. Og eigi vilji þér koma til mín svo að þér
hefðuð líf. Eg tek öngva dýrð af mönnum af því eg kenni yður að þér hafið eigi
Guðs ástsemd með yður. Eg kom í míns föðurs nafni, og þér meðtókuð mig eigi.
Ef annar kemur í sínu eigin nafni, þann meðtakið þér. Hverninn megi þér trúa
þar sem þér takið dýrð innbyrðis hver af öðrum, og þá dýrð sem af einum Guði
er, hennar leiti þér eigi?

Eigi skulu þér það meina að eg muni klaga yður fyrir föðurnum. Þar er sá sem
yður klagar, Moyses, á hvern þér vonið. Ef þér tryðuð Moysi svo tryðuð þér og
mér því að af mér skrifaði hann. Því ef þér trúið eigi hans skrifi, hverninn
megi þér þá mínum orðum trúa? *


Sétti kapítuli

Eftir það fór Jesús burt yfir sjávarhaf Galílee til staðarins Tíberias. Og
mikill mannfjöldi fylgdi honum eftir af því að þeir sáu þau jarteikn er hann
gjörði á sjúkum. Jesús gekk þá upp á eitt fjall og settist þar sjálfur
meður sínum lærisveinum. Þá var og páskahátíð Gyðinga nálæg. Jesús hóf þá upp
sín augu og sá að margt fólk dreif að honum. Sagði hann við Filippum: Hvar
kaupum vér brauð það þessir neyti? En þetta sagði hann af því að hann vildi
reyna hann því að hann vissi sjálfur hvað hann vildi gjöra.

Filippus svaraði honum: Tvö hundruð peninga brauð nægjast þeim eigi þó að hver
einn fái þá nokkuð lítið. Þá sagði honum einn af hans lærisveinum, Andrés,
bróðir Símonar Petri: Hér er eitt ungmenni. Sá hefir fimm byggbrauð og tvo
fiska. En hvað skal þetta á meðal svo margra? Þá sagði Jesús: Látið mennina
setjast niður. Þar var í þeim stað mikið gras. Þá settust þar niður karlmenn
að tölu nær fimm þúsundum. Jesús tók brauðin og gjörði þakkir, fékk sínum
lærisveinum, en lærisveinarnir fengu þeim sem niður höfðu sest, líka einninn
af fiskunum svo mikið sem þeir vildu.

En þá þeir voru mettir, sagði hann til sinna lærisveina. Safnið saman þær
leifar sem af ganga svo ekki spillist. En þeir söfnuðu saman og fylltu upp
tólf karfir meður þessar leifar af fimm byggbrauðum, hvert eð auk var þess sem
þeir höfðu neytt. Þá er þessir menn sáu það að Jesús gjörði þetta teikn, sögðu
þeir: Þessi er sannlega sá spámaður sem í heiminn skal koma. * En þá Jesús
fann það að þeir mundu koma að grípa hann og kjósa til konungs, flýði hann
einn upp aftur á fjallið.*

Að kveldi gengu hans lærisveinar ofan til sjávar, stigu þar á skip, og þá þeir
komu yfir um þann sjó til Kaparnaum, var þegar myrkt vorðið. Jesús var þá eigi
kominn til þeirra, en sjórinn tók að æsast upp af miklu veðri. Þeir höfðu þá
róið svo nær sem fimm og tuttugu eður (xxx) skeiða. Þeir sáu þá Jesúm ganganda
á sjónum og kominn nær skipinu. Þeir óttuðust þá, en hann sagði til þeirra: Eg
em, óttist þér eigi. Þá vildu þeir hafa tekið hann inn á skipið, og jafnsnart
var skipið komið að því landi sem þeir fóru til.

Annan dag eftir sá fólkið sem hinumegin sjávarins stóð að eigi var þar
annað skip til nema það eina sem hans lærisveinar höfðu á stigið, og Jesús
hafði eigi sjálfur stigið á það skip meður sínum lærisveinum, heldur voru hans
lærisveinar einir af stað farnir. Þar komu og yfir um önnur skip frá Tíberias,
hvar nærri er þeim stað sem þeir höfðu brauðin etið fyrir herrans þakkargjörð.
Og þá er fólkið sá að Jesús var eigi þar og eigi heldur hans lærisveinar,
steig það á skipin, komu til Kaparnaum og leituðu að Jesúm.

Og þá þeir höfðu fundið hann hinumegin sjávarins, sögðu þeir til hans: Rabbí,
nær komt þú hingað? Jesús svaraði þeim og sagði: Sannlega, sannlega segi eg
yður: Þér leitið mín eigi af því að þér sáuð teiknin, heldur af því að þér
neyttuð af brauðunum og urðuð saddir. Verkið eigi þeirrar fæðu sem líst,
heldur þeirrar sem stöðug blífur til eilífs lífs, hverja eð mannsins sonur mun
gefa yður. Því að Guð faðir hefir hann %innsiglað.

Þá sögðu þeir til hans: Hvað skulu vér þá gjöra svo vér gjörum Guðs verk?
Jesús svaraði og sagði þeim: Það eru Guðs verk að þér trúið á hann, þann hann
sendi. Þá sögðu þeir til hans: Hvert gjörir þú fyrir teikn svo að vér sjáum og
trúum þér, eður hvað gjörir þú? Feður vorir átu himnabrauð í eyðimörku sem
skrifað stendur: Hann gaf þeim að eta brauð af himni. Þá sagði Jesús til
þeirra: Sannlega, sannlega segi eg yður að eigi gaf Moyses yður brauð af
himni, heldur gefur faðir minn yður satt brauð af himni. Því að þetta er Guðs
brauð það sem af himni sté ofan og heiminum gefur líf.

Þeir sögðu þá við hann: Herra, gef þú oss jafnan þetta brauð. En Jesús sagði
þeim þá: Eg em það lífs brauð. Hver hann kemur til mín, þann mun eigi hungra,
og sá hann trúir á mig, hann mun aldregi þyrsta.* Eg sagða yður það þér hafið
mig sénan og trúið þó eigi. Allt hvað faðirinn gefur mér, það kemur til mín,
og hvern þann sem til mín kemur, hann mun eg eigi út reka. Því að eg sté ofan
af himni eigi upp á það að eg gjöri minn vilja, heldur hans vilja sem mig
sendi. Þetta er föðursins vilji, þess mig senda að eg glati öngu af
öllu því sem hann gaf mér, heldur skal eg upp vekja það á efsta degi. En það
er míns föðurs vilji, þess mig sendi, að hver sá sem soninn sér og trúir á
hann hafi eilíft líf, og eg mun upp vekja hann á efsta degi.

Þá mögluðu Júðar yfir því það hann sagði: Eg em það brauð, hvert eð ofan sté
af himni. Og þeir sögðu svo: Er eigi Jesús þessi sonur Jósefs, hvers að vér
þekkjum bæði föður og móður? Hverninn segir hann þá það eg em ofan stiginn af
himni? Jesús svaraði þeim: Möglið eigi innbyrðis. Enginn fær til mín komið
nema sá faðir, sem mig sendi, togi hann, og eg mun upp vekja hann á efsta
degi. Svo er og skrifað á spámannabókum að þeir munu allir verða af Guði
lærðir. Hver helst sem heyrir af föðurnum og lærir það, sá kemur til mín. Eigi
það að nokkur hafi föðurinn sénan nema sá sem er af Guði, hann hefir séð
föðurinn.

Sannlega, sannlega þá segi eg yður að hver sem trúir á mig, hann hefir eilíft
líf. Eg em lífsins brauð. Feður yðrir átu himnabrauð í eyðimörku og eru
dauðir. Þessi er það brauð sem ofan sté af himni að hver sem etur af því, hann
deyr eigi. Eg em það lifanda brauð sem af himni sté ofan. Hver sem etur af
þessu brauði, sá lifir eilíflega. Og það brauð, sem eg mun gefa, er mitt hold,
hvert að eg mun út gefa heiminum til lífs.*

Júðar þráttuðu þá sín á milli, svo segjandi: Hverninn fær þessi gefið oss sitt
hold að eta? Jesús sagði til þeirra: Sannlega, sannlega segi eg yður: Nema ef
þér etið hold mannsins sonar og drekkið hans blóð, þá hafi þér ekki lífið með
yður. Hver hann etur mitt hold og drekkur mitt blóð, sá hefir eilíft líf, og
eg mun upp vekja hann á efsta degi. Því að mitt hold er sönn fæða, og mitt
blóð er sannur drykkur. Hver hann etur mitt hold og drekkur mitt blóð, sá
blífur í mér og eg með honum. Líka sem að mig sendi lifandi faðir og eg lifi
sakir föðursins, svo og hver hann etur mig, sá mun og lifa fyrir mínar sakir.
Þetta er það brauð sem ofan sté af himni. Eigi svo sem það er yðrir
feður höfðu himnabrauð etið og eru dauðir. Hver hann etur þetta brauð, sá
lifir að eilífu.*

Þetta sagði hann kennandi í samkunduhúsinu til Kaparnaum. En margir af hans
lærisveinum, sem þetta heyrðu, sögðu: Hörð er þessi ræða. Hver kann henni að
heyra? En Jesús vissi meður sjálfum sér að hans lærisveinar mögluðu af þessu.
Þá sagði hann til þeirra: Misþokkar yður þetta? Hvað mun þá ef þér sæjuð
mannsins son upp stíga þangað sem hann var fyrrum. Andinn er sá eð lífgar,
holdið er til einskis neytt. Þau orð er eg tala fyrir yður, þau eru andi og
líf. En nokkrir eru þeir af yður, hverjir eigi trúa. Því að Jesús vissi af
upphafi hverjir eigi voru trúaðir og hver sá var er hann mundi svíkja. Og hann
sagði: Fyrir því sagða eg yður það enginn fær til mín komið nema að honum sé
það gefið af mínum föður.

Eftir það gengu margir af hans lærisveinum aftur til baka og gengu eigi lengur
þaðan af meður honum. Þá sagði Jesús til þeirra tólf: Vilji þér og frá ganga?
En honum svaraði Símon Petrus: Herra, hvert skulu vær fara? Þú hefir orð
eilífs lífs, vér trúum og kennum það þú ert Kristur, sonur Guðs lifanda. Jesús
svaraði þeim: Hefi eg eigi útvalið yður tólf, og einn af yður er fjandi. En
hann sagði af Júdasi Símonssyni Ískaríot því að hann sveik hann þó að hann
væri einn af tólf.


Sjöundi kapítuli

Eftir þetta gekk Jesús um Galíleam því að hann vil eigi ganga um Júdeam af því
að Gyðingar vildu helslá hann. Þá var og nálæg tjaldbúðarhátíð Gyðinga. Bræður
hans sögðu þá til hans: Far þú héðan og gakk til Júðalands svo að þínir
lærisveinar sjái þau verk eð þú gjörir. Því að sennilega gjörir enginn sá
nokkuð leynilega sem sjálfur hann eftir leitar kunnur að verða. Ef þú gjörir
það, þá opinbera þú sjálfan þig heiminum. Því hans bræður trúðu eigi á hann.

Jesús sagði til þeirra: Minn tími er eigi enn kominn, yðar tími er jafnan
reiðubúinn. Heimurinn fær yður eigi hatað, en mig hatar hann því að
eg ber vitnisburð af honum það hans verk eru vond. Fari þér upp til
hátíðardagsins. Eg vil enn eigi fara upp til þessarar hátíðar því að minn tími
er enn eigi upp fylltur. En þá hann hafði sagt þeim þetta, bleif hann samt í
Galílea. Nú sem að hans bræður voru upp farnir, þá fór hann og sjálfur upp,
eigi opinberlega heldur svo sem nokkur á laun. Júðar spurðu að honum um
hátíðina og sögðu: Hvar er hann? Og mikill krytur var í lýðnum um hann því
sumir sögðu: Góður er hann, en aðrir sögðu: Nei, að heldur leiði hann lýðinn
afvega. Enginn talaði þó bert um hann fyrir hræðslu sakir við Gyðinga. En að
hálfnaðri hátíðinni sté Jesús upp í musterið og lærði. Júðar undruðust, svo
segjandi: Hverninn veit hann ritningarnar þar hann hefir þó eigi lært þær?
Jesús svaraði þeim og sagði: Minn lærdómur er eigi minn, heldur hans sem mig
sendi. Ef sá er nokkur sem gjöra vill hans vilja, hann reynir hvort þessi
lærdómur er af Guði eður hvort eg tala af mér sjálfum. Því hver sem af sjálfum
sér talar, sá leitar sinnar eiginnar dýrðar, en hver hann leitar þess dýrðar
sem hann sendi, sá er sannur, og ekkert ranglæti er með honum.

Gaf Moyses yður eigi lög þó enginn yðar haldi lögin? Eður því sæki þér eftir
að lífláta mig? Lýðurinn svaraði og sagði: Djöfulinn hefir þú. Hver sækir til
að lífláta þig? Jesús svaraði og sagði: Eitt verk gjörða eg, og það undri þér
allir. Moyses gaf yður því umskurðarskírn, eigi það hún væri af Moyse komin,
heldur af forfeðrunum, og þó umskeri þér manninn á þvottdegi. Nú ef maðurinn
meðtekur umskurðarskírn á þvottdegi svo að eigi brjótist Moyses lögmál, en þér
afvirðið þó fyrir mér það eg gjörða allan manninn heilan á þvottdegi. Þér
skuluð eigi dæma eftir yfirlitum, heldur dæmið réttum dómi.

Þá sögðu nokkrir af þeim sem voru af Jerúsalem: Er það ekki sá sem þeir sóktu
til að lífláta? Sjáið, nú talar hann opinberlega, og enginn þeirra segir honum
grand. Eða vita vorir höfðingjar það víst að þessi sé sannur Kristur?
En vér vitum þó hvaðan þessi er. Þá Kristur kemur, veit enginn hvaðan hann er.

Þá kallaði Jesús í musterinu, lærandi og svo segjandi: Þér kennið mig og vitið
hvaðan eg em. En eg kom eigi af sjálfum mér, heldur er hann sannorður, sá mig
sendi, hvern þér þekkið eigi. Eg þekki hann vel því að eg em af honum, hann
sjálfur sendi mig. Þá sóktu þeir til að grípa hann, en enginn lagði þó hendur
á hann því að eigi var hans tími enn kominn. Margt af fólkinu trúði á hann *
og sögðu: Þá Kristur kemur, mun hann nokkuð gjöra fleiri teikn en þessi
gjörir?

Þá faríseis heyrðu nú lýðinn krytja þetta um hann, þá sendu prestahöfðingjar
og faríseis þénara út að þeir handtæki hann. Jesús sagði þá til þeirra: Litla
stund em eg enn hjá yður, og þá fer eg til hans sem mig sendi. Þér leitið mín
og finnið mig eigi, og þar sem eg er, þangað fái þér eigi að koma. Þá sögðu
Gyðingar sín á milli: Hvert vill hann fara svo að vér finnum hann eigi? Eður
vill hann ganga í sundurdreifing heiðinna manna og læra þær heiðnar þjóðir?
Hverninn er sú ræða sem hann sagði: Þér leitið mín og finnið eigi, og þar sem
eg er, þangað fái þér eigi að koma?

Á síðasta degi hinnar miklu hátíðar stóð Jesús upp og kallaði, svo segjandi:
Ef nokkurn þyrstir, komi hann til mín og drekki. Hver hann trúir á mig (svo
sem ritningin segir), af hans kviði skulu fram fljóta vötn hins lifanda vats.
En þetta sagði hann af þeim anda, hvern þeir skyldu meðtaka sem á hann tryðu.
Því heilagur andi var þá eigi út gefinn af því að Jesús var enn eigi
auglýstur.

Og margir af lýðnum, sem heyrðu þessa hans ræðu, sögðu: Þessi er sannur
spámaður. Aðrir sögðu: Hann er Kristur. En sumir sögðu: Skal Kristur nokkuð
koma af Galílea? Segir eigi ritningin að Kristur komi af Davíðs sæði og úr
kastalanum Betlehem þar sem Davíð var? Líka svo varð ein misgreining með
fólkinu um hann. Nokkrir af þeim vildu hafa gripið hann, en enginn lagði þó
hendur á hann. Þénararnir komu aftur til faríseis og
prestahöfðingjanna, og þeir sögðu þá til þeirra: Því höfðu þér hann eigi
hingað? Þénararnir svöruðu: Þar hefir aldri nokkur maður svo talað sem þessi
maður. Þá svöruðu faríseis þeim: Eða eru þér og villtir? Trúir nokkur
höfðingjanna eður af faríseis á hann, heldur það fólk sem ekkert veit af
lögmálinu og bölvað er? Níkódemus sagði þá til þeirra, sá sem kom til hans um
nótt, hver eð einn var af þeim: Dæmir vort lögmál nokkuð manninn nema hann sé
fyrri rannsakaður og sé vitað hvað hann gjörir? Þeir svöruðu og sögðu til
hans: Eða ertu einn af Galíleis? Rannsaka þú ritningina og skoða það af
Galílea mun ekki spámaður upp rísa. Og hver gekk heim til sinna húsa. *


Áttandi kapítuli

Jesús gekk þá í fjallið Oliveti. Og að morgni í dögun kom hann aftur í
musterið, og allt fólkið kom til hans. Hann setti sig og lærði það.

En hinir lögklóku og farísear leiddu fram fyrir hann þá konu sem í hórdóm var
fallin og settu hana þar í miðið, sögðu svo til hans: Meistari, þessi kona er
nú fundin í hórdómi. En Moyses býður oss í lögmálinu að berja þess háttar menn
grjóti. Eða hvað segir þú til? En þetta sögðu þeir af því þeir freistuðu hans
að þeir mættu svo ákæra hann. En Jesús laut niður og páraði með fingrinum á
jörðina. Og sem þeir létu eigi af að spyrja hann, þá rétti hann sig upp og
sagði til þeirra: Hver yðar, sem er án syndar, kasti sá fyrstur steini á hana.
Þá laut hann niður aftur og páraði á jörðina. Þá þeir heyrðu þetta, gekk einn
eftir öðrum út, fyrstir þó öldungarnir. Jesús var þá einn eftir og konan þar
standandi mitt fyrir honum. En þá Jesús rétti sig upp og sá þar öngvan nema
konuna, sagði hann til hennar: Kona, hvar eru þeir sem þig áklaga? Hefir
nokkur fordæmt þig? En hún sagði: Herra, enginn. Jesús sagði henni þá: Eigi
mun eg fordæma þig. Gakk héðan og syndga nú ei oftar héðan af.

Jesús talaði enn aftur til þeirra, svo segjandi: Eg em ljós heimsins. Hver
hann fylgir mér eftir, sá gengur eigi í myrkrunum, heldur hefir hann ljós
lífsins. Þá sögðu farísei til hans: Þú ber vitni af sjálfum þér. Þinn
vitnisburður er eigi sannur. Jesús svaraði og sagði til þeirra: Ef eg ber af
sjálfum mér vitni, þá er minn vitnisburður sannur því að eg veit hvaðan eg kom
og hvert að eg fer. En þér vitið eigi hvaðan eg kom eður hvert eg fer. Þér
dæmið eftir holdinu. Eg dæmi öngvan. En ef eg dæmi, þá er minn dómur réttur
því að eg er eigi einn saman, heldur eg og sá faðir sem mig sendi. Svo er og
skrifað í lögum yðar að tveggja manna vitnisburður sé sannur. Eg em sá sem af
mér sjálfum ber vitni, og faðirinn, sá mig sendi, hann ber og af mér vitni. Þá
sögðu þeir til hans: Hver er faðir þinn? Jesús svaraði: Eigi kenni þér mig né
minn föður. Ef þér þekktuð mig, þá þekktu þér og minn föður. Þessi orð talaði
Jesús við ölmusukistuna þá hann kenndi í musterinu. Og enginn tók hann því að
hans stund var enn eigi komin. *

Þá sagði Jesús enn til þeirra: Eg fer, og þér leitið mín, og í synd yðvarri
deyi þér. Hvert eg fer, þangað fái þér eigi að koma. Þá sögðu Gyðingar: Mun
hann vilja drepa sjálfan sig það hann segir: Hvert að eg fer, þangað fái þér
eigi að koma? Þá sagði hann þeim: Þér eruð hér neðan að, eg em að ofan. Þér
eruð af þessum heimi, eg em eigi af þessum heimi. Því segði eg yður að þér
mynduð deyja í syndum yðrum. Þá sögðu þeir til hans: Hver ert þú? Jesús sagði
til þeirra: Það upphaf sem nú talar við yður. Margt hefi eg að tala og dæma um
yður, en sá mig sendi, hann er sannorður, og hvað eg heyrða af honum, það tala
eg fyrir heiminum. En þeir skildu það eigi að hann sagði þeim af Guði föður.

Þá sagði Jesús til þeirra: Nær þér upp hefjið mannsins son, þá skilji þér að
eg sé hann, og af mér sjálfum gjöri eg ekkert, heldur það sem lærði mig minn
faðir, það tala eg. Og sá er mig sendi, hann er meður mér. Og eigi lét
hann mig einn saman því að eg gjöri jafnan það honum er þægt.* Þá hann talaði
þetta, trúðu margir á hann.

Þá sagði Jesús til þeirra Gyðinga sem á hann trúðu: Ef þér blífið við mína
ræðu, þá eru þér mínir sannir lærisveinar, og þá þekki þér sannleikinn, og
sannleikurinn mun yður frelsa. Þá svöruðu þeir honum: Vér erum Abrahams sæði,
og aldri höfum vér nokkrum þjónað. Hverninn segir þú það þér skuluð frjálsir
verða.

Jesús svaraði þeim og sagði: Sannlega, sannlega segi eg yður að hver helst sem
syndina gjörir, hann er syndarinnar þræll. Þrællinn blífur eigi eilíflega í
húsinu, en sonurinn blífur þar eilíflega. Nú ef sonurinn frelsar yður, þá eru
þér réttlega frjálsir. Eg veit að þér eruð Abrahams synir. Þó sæki þér til að
deyða mig því að mín ræða grípur öngvan stað hjá yður. Eg tala það sem eg séð
hefi hjá mínum föður, og hvað þér sáuð hjá yðrum föður, það gjöri þér.

Þeir svöruðu og sögðu til hans: Abraham er vor faðir. Þá sagði Jesús þeim: Ef
þér væruð Abrahams synir, þá gjörðu þér Abrahams verk. En nú leiti þér eftir
að lífláta mig, þann mann þó sem sannleikinn talar fyrir yður. En þetta gjörði
eigi Abraham. Þér gjörið yðars föðurs verk. Þá svöruðu þeir: Eigi erum vér í
hórdómi bornir. Einn Guð höfum vér fyrir föður. Jesús sagði þá til þeirra: Ef
Guð væri yðar faðir, þá elskuðu þér mig því að eg em af Guði kominn og fram
stiginn. Því eigi kom eg af sjálfum mér, heldur sendi hann mig. Fyrir því
þekki þér þá eigi mitt mál af því þér megið eigi heyra mína ræðu.

Þér eruð af föðurnum fjanda, og girndum yðars föðurs þá vilji þér eftir
fylgja. Hann var einn morðingi þegar að upphafi, og eigi stóð hann í
sannleiknum því að sannleikurinn er eigi með honum. Þá hann talar lygi, talar
hann af sínu eigin því að hann er einn ljúgari svo og þess hlutar faðir. En eg
af því eg segi sannleikinn, þá vilji þér mér eigi trúa.

Hver yðar kann straffa mig af nokkurri synd? Nú ef eg segi
sannleikinn, því trúi þér þá eigi á mig? Hver hann er af Guði, sá heyrir Guðs
orð. Af því heyri þér eigi að þér eruð eigi af Guði.

Þá svöruðu Júðar og sögðu honum: Segju vær eigi vel að þú ert samverskur og
hefir djöfulinn? Jesús svaraði: Eigi hefi eg djöful, heldur vegsama eg föður
minn, og þér vanheiðrið mig. En eg leita eigi að minni dýrð. Sá er sem leitar
og dæmir.

Sannlega, sannlega segi eg yður: Ef nokkur er sá sem geymir mín orð, hann mun
eigi sjá dauðann að eilífu. Þá sögðu Júðar við hann: Nú finnu vær að þú hefir
djöfulinn. Abraham er dauður og spámennirnir, og þú segir: Ef nokkur er sá eð
geymir mín orð að hann muni eigi smakka dauðann að eilífu. Eður ert þú meiri
feður vorum Abraham, hver framliðinn er, og spámennirnir eru og framliðnir?
Hvern gjörir þú sjálfan þig?

Jesús svaraði: Ef eg vegsama mig sjálfur, þá er mín dýrð engin. Þar er minn
faðir, sá mig vegsamar, hvern þér segið yðvarn Guð vera og þekkið hann þó
eigi. En eg þekki hann. Og ef eg segða það eg þekkti hann eigi, þá væri eg
einn ljúgari líkur yður, heldur þekki eg hann og geymi hans orð.

Abraham faðir yðar gladdist að hann skyldi sjá minn dag, og hann sá hann og
varð glaður við. Þá sögðu Júðar til hans: Þú ert enn eigi fimmtugur, þó sátt
þú Abraham. Jesús sagði til þeirra: Sannlega, sannlega segi eg yður: Áður en
Abraham var, em eg. Þá tóku þeir upp steina að þeir köstuðu á hann. En Jesús
forðaði sér og gekk úr musterinu. *


Níundi kapítuli

Og þá eð Jesús gekk fram hjá, sá hann þann einn mann sem blindur var borinn.
Hans lærisveinar spurðu hann þá að og sögðu: Rabbí, hvort braut þessi eður
hans foreldrar að hann fæddist svo blindur? Jesús svaraði: Eigi braut þessi né
hans foreldrar, heldur að Guðs verk skulu auglýsast á honum. Mér
byrjar að verka hans verk, þess mig sendi, á meðan að dagur er. Nóttin kemur
nær enginn fær verkað. Svo lengi sem eg er í veröldinni, þá em eg ljós
veraldar.

Þá hann hafði sagt þetta, spýtti hann á jörðina og gjörði sér hrákasaur og
neri saurnum um augu hins blinda og sagði honum: Far þú til díkisins Sílóa, og
hvað að þýðist sendur, og þvo þér. Þá gekk hann og þvó sér og kom sjáandi. Þá
sögðu nágrannar hans og þeir sem hann höfðu áður þekkt að hann var bónarmaður:
Er það eigi sá sem sat og beiddi? Sumir sögðu: Hann er það. En aðrir sögðu:
Líkur er hann honum. Hann sjálfur sagði: Eg em sá. Þeir sögðu þá við hann:
Hverninn eru þín augu upp lokin? Hann svaraði og sagði: Sá maður, sem nefndist
Jesús, gjörði sér saur og reið á mín augu, og hann sagði mér: Far þú til
díkisins Sílóa og þvo þér. Eg gekk að þvo mér og fékk sýnina. Þeir sögðu til
hans: Hver er hann? Hann sagði: Eg veit ekki.

Þá leiddu þeir hann fyrir faríseos sem áður hafði blindur verið. En þá var
þvottdagur er Jesús gjörði þann saurinn og opnaði hans augu. Þá spurðu farísei
hann enn að hverninn hann hefði sýnina fengið, en hann sagði þeim: Saur lagði
hann á mín augu, eg þvó og nú sé eg. Þá sögðu sumir af faríseis: Eigi er þessi
maður af Guði því að hann heldur eigi þvottdaginn. En aðrir sögðu: Hverninn má
syndugur maður gjöra þvílík teikn? Og þar varð sundurþykkja þeirra á milli. Þá
sögðu þeir enn til hins blinda: Hvað segir þú af honum því að hann opnaði þín
augu? En hann sagði: Spámaður er hann.

Gyðingar trúðu eigi af honum að hann hefði blindur verið og væri nú skyggn
vorðinn þangað til þeir kölluðu á hans foreldra, sem sýnina hafði aftur
fengið, og spurðu þau að, svo segjandi: Er hann ykkar son, hvern þér segið
blindan borinn vera? Eða hverninn sér hann nú? Hans foreldrar svöruðu þeim og
sögðu: Við vitum að þessi er okkar sonur og það hann var blindur borinn. En
með hverjum hætti hann sér nú, það vitum við ekki, eður hver hans augu opnaði,
það vitu við og ekki. Hann hefir sjálfur aldur til að svara fyrir
sig. Spyrjið hann að. Þetta sögðu hans feðgin, af því að þau óttuðust Gyðinga,
því að Gyðingar höfðu þá þegar samblásið með sér það ef nokkur meðkenndi hann
fyrir Kristum, að sá skyldi út rekinn af þeirra samkundum. Fyrir því sögðu
hans feðgin að hann hefði aldur til, spyrjið hann að.

Þá kölluðu þeir aftur í öðru sinni á þann mann sem blindur hafði verið og
sögðu honum: Gef Guði heiðurinn. Vér vitum að þessi maður er syndugur. Hann
svaraði og sagði: Er hann syndugur? Það veit eg ekki. Eitt veit eg að eg var
blindur og nú sé eg. Þeir sögðu þá enn til hans: Hvað gjörði hann þér? Eður
hverninn lauk hann upp þínum augum? Hann svaraði þeim: Eg sagða yður það. Hafi
þér ekki heyrt það? Til hvers vilji þér heyra það aftur? Eða vilji þér verða
hans lærisveinar? Þá bölvuðu þeir honum og sögðu: Þú ert hans lærisveinn, en
vær erum Moyses lærisveinar. Vér vitum að Guð talaði við Moyses, en vér vitum
eigi hvaðan þessi er.

Sjá maður svaraði og sagði þeim: Það er undarlegt að þér vitið eigi hvaðan
hann er, og þó lauk hann upp mínum augum. En vér vitum að Guð heyrir eigi
synduga, heldur það ef nokkur er Guðs dýrkari og gjörir eftir hans vilja, þann
heyrir hann. Um aldur hefir það eigi heyrt verið að nokkur hafi upp lokið þess
manns augum sem blindur var borinn. Væri þessi maður eigi af Guði, þá mætti
hann ekkert gjöra. Þá svöruðu þeir og sögðu til hans. Allur ert þú í synd
alinn, og þú lærir oss. Og þá ráku þeir hann út.

Þá Jesús heyrði það að þeir höfðu hann út rekið og er hann fann hann, þá sagði
hann til hans: Trúir þú á Guðs son? Hann svaraði og sagði: Herra, hvar er hann
það eg trúi á hann? Jesús sagði til hans: Þú sátt hann, og hann sem við þig
talar, sá er hann. Hinn svaraði: Herra, eg trúi. Og hann tilbað hann. Jesús
sagði honum: Til dóms kom eg í þennan heim að þeir, sem eigi sjá, skyldu sjá
og að þeir verði blindir sem sjá. * Og nokkrir af faríseis heyrðu þetta sem
hjá honum voru og sögðu til hans: Eða eru vér þá blindir? Jesús sagði
þeim: Ef þér væruð blindir, þá hefðu þér öngva synd. Nú fyrst þér segið: Vér
sjáum, þá blífur yðar synd.


Tíundi kapítuli

Sannlega, sannlega segi eg yður: Hver hann gengur eigi inn um dyrnar í
sauðahúsið, heldur stígur hann inn með öðrum hætti, sá er þjófur og
spillvirki. En sá sem gengur inn um dyrnar, hann er hirðir sauðanna. Fyrir
honum lýkur dyravörðurinn upp, og sauðirnir heyra hans rödd, og hann kallar
sína sauði með nafni, leiðir þá og út. Og þá hann hefir sína sauði út látið,
gengur hann frammi fyrir þeim, sauðirnir fylgja honum og eftir því að þeir
þekkja hans rödd. En öðrum annarlegum fylgja þeir eigi eftir, heldur flýja
þeir frá honum því að þeir kenna eigi annarlegra rödd. Þessa málsgrein talaði
Jesús til þeirra, en þeir vissu eigi hvað hann sagði þeim.

Þá sagði Jesús enn aftur til þeirra: Sannlega, sannlega þá segi eg yður að eg
em dyr sauðanna. Og allir hverjir helst fyrir mér komu, þeir eru þjófar og
spillvirkjar, og sauðirnir hlýddu þeim eigi. Eg em dyrnar. Ef nokkur gengur
inn um mig, sá mun frelsast. Hann mun og ganga út og inn, hann skal og finna
sitt fóður. Þjófurinn kemur ei til annars en hann steli, drepi og fordjarfi.
En eg em kominn til þess að þeir skyldu hafa líf og fulla nægð. *

Eg em góður hirðir. Góður hirðir gefur sína önd út fyrir sína sauði. En
leiguliðinn, sá eigi er hirðir og hvers sauðirnir eru eigi eiginlegir, sér
hann úlfinn komanda, yfirgefur hann sauðina og flýr, en úlfurinn grípur og
stökkvir sauðunum. En leiguliðinn flýr af því að hann er leiguliði og gætir
ekki sauðanna. Eg em góður hirðir, og eg þekki mína sauði, eg þekkjunst og af
mínum svo sem að þekkir mig minn faðir, og eg þekki föðurinn. Og mína önd legg
eg út fyrir mína sauði. Eg hefi og aðra sauði sem eigi eru af þessu sauðahúsi.
Þá byrjar mér og hegat til að leiða, og þeir munu heyra mína rödd svo
að það verði eitt sauðahús og einn hirðir. *

Fyrir því elskar mig minn faðir að eg legg út önd mína, eg tek hana og aftur.
Enginn tekur hana og af mér, heldur legg eg hana út af sjálfum mér. Eg hefi
vald til hana af að leggja, eg hefi og vald til hana aftur að taka. Þetta
boðorð fékk eg af mínum föður. Þá varð enn sundurþykkja í millum Gyðinga fyrir
sakir þessara orða. En margir af þeim sögðu: Djöfulinn hefir hann, og óður er
hann. Til hvers heyri þér honum? Aðrir sögðu: Þessi orð eru einskis óðs manns.
Eða fær djöfullinn blinds manns augum upp lokið?

Þá gjörðist mustérisvígsla til Jerúsalem. Það var um vetur. Og Jesús gekk í
musterinu í forbyrgi Salamonis. Þá umkringdu hann Júðar og sögðu til hans:
Hversu lengi þá heldur þú vorri sálu upp? Ef þú ert Kristur, þá seg oss það
berlega. Jesús svaraði þeim: Eg sagða yður það, en þér trúið eigi. Þau verk,
er eg gjöri í míns föðurs nafni, bera vitni af mér, en þér trúið eigi því að
þér eruð ei af mínum sauðum. Svo sem eg sagða yður að mínir sauðir heyra mína
rödd, eg þekki þá og þeir fylgja mér eftir. Og eg gef þeim eilíft líf, og eigi
skulu þeir fyrirfarast að eilífu, enginn skal þá og grípa úr minni hendi.
Faðir minn, sá eð mér gaf, hann er öllum meiri, og enginn fær gripið af míns
föðurs hendi. Eg og faðirinn erum eitt.

Þá tóku Gyðingar enn steina upp að grýta hann. Jesús svaraði þeim þá: Mörg góð
verk sýndi eg yður af mínum föður. Fyrir hverra verka sakir þá vilji þér grýta
mig? Gyðingar svöruðu honum þá, svo segjandi: Fyrir góð verk grýtu vér þig
eigi, heldur fyrir þá guðlastan þar sem þú ert maður og gjörir þig sjálfan að
Guði. Jesús svaraði þeim: Er eigi svo skrifað í yðru lögmáli: Eg sagða það þér
eruð guðir? Nú ef það kallar þá guði, til hverra Guðs orð eru skeð - og því
ritningin má eigi rjúfast - en við þann, sem faðirinn helgaði og í heiminn
sendi, þá segi þér: Þú guðlastar, af því eg sagða: Eg em sonur Guðs? Ef eg
gjöri ekki míns föðurs verk, þá trúið mér ekki. Nú fyrst eg gjöri þau, þá
trúið verkunum þó þér viljið mér ekki trúa svo að þér kennið og trúið
það faðirinn sé meður mér og eg meður honum.

Þá sóktu þeir enn til að grípa hann, en hann gekk út af þeirra höndum og fór
aftur í þann stað hinumegin Jórdanar sem Jóhannes hafði áður skírt og var þar.
Margir komu til hans og sögðu: Jóhannes gjörði að vísu ekkert teikn, en allt
hvað Jóhannes sagði af þessum, þá er satt. Og margir trúðu þar á hann.


Ellefti kapítuli

Þar lá einn sjúkur maður, Lasarus að nafni af Betanía í híbýlum Maríu og
hennar systur Marte. En María var sú sem herrann hafði smurt meður smyrslum og
þurrkað hans fætur með sínum hárlokkum, hverrar bróðir var sá Lasarus sem
sjúkur lá. Systur hans senda þá til Jesú, svo segjandi: Herra, sjá nú, sá þú
elskar, hann er nú sjúkur. Þá Jesús heyrði það, sagði hann þeim: Þessi sótt er
eigi til dauða, heldur til Guðs dýrðar svo að Guðs sonur verði fyrir hana
dýrkaður. En Jesús elskaði Martam og systur hennar Maríu og svo Lasarum. Þá
hann hafði það heyrt að hann var sjúkur, bleif hann samt tvo daga í þeim stað
sem hann var þá.

Eftir það talar hann til sinna lærisveina: Göngu vér aftur í Júdeam. Þá sögðu
hans lærisveinar við hann: Rabbí, næst þá (xii) stundir á degi? Hver hann
gengur um daginn, sá steytir sig eigi því að hann sér þessa heims ljós. En
hver hann gengur um nætur, sá steytir sig því að þar er ekkert ljós í honum.
Þetta mælti hann, og eftir það sagði hann til þeirra: Lasarus, vinur vor, hann
sefur, en eg fer að vekja hann af svefni. Þá sögðu hans lærisveinar: Herra, ef
hann sefur, þá batnar honum. Jesús talaði um hans dauða, en þeir ætluðu að
hann mundi segja af eðlilegum svefni. Þá sagði Jesús þeim opinberlega: Lasarus
er látinn, og eg fagna fyrir yðrar sakir það eg var eigi þar svo að þér trúið.
Og göngum nú til hans. Þá sagði Tómas, sem kallaðist tortrygginn, til
lærisveinanna: Göngu vær til og deyjum með honum.

Jesús kom og þá og fann það hann hafði fjóra daga í gröfinni legið. En Betanía
lá hart nærri Jerúsalem, svo sem xv renniskeið. Margir Gyðingar voru þar
komnir til Martam og Maríu að þeir hugguðu þær um lát bróður síns. Sem Marta
heyrir að Jesús kemur, rennur hún í móti honum, en María sat heima.

Þá sagði Marta við Jesúm: Herra, ef þú hefðir hér verið, þá væri bróðir minn
eigi látinn. En eg veit að hvers þú beiðist af Guði, það gefur Guð þér. Jesús
sagði til hennar: Bróðir þinn skal upp rísa. Marta sagði þá til hans: Eg veit
að hann rís upp á efsta dags upprisu. Jesús sagði við hana: Eg em upprisa og
líf. Hver hann trúir á mig, sá mun lifa þótt nú væri dauður, og hver hann
lifir og trúir á mig, sá skal eigi deyja að eilífu. Trúir þú þessu? Hún sagði
þá til hans: Já, herra. Eg trúi að þú sért sá Kristur, sonur Guðs, sem í
heiminn skyldi koma.

Þá hún hafði þetta sagt, fór hún og kallaði Meistarinn er hér nær og kallar á
þig. Þá hin heyrði það, stóð hún fljótt upp og kom til hans. Því að Jesús var
enn eigi kominn til kastalans, heldur var hann enn í þeim stað sem Marta hafði
í móti honum komið. En þeir Júðar, sem í húsinu voru og hana hugguðu, sáu það
að hún stóð svo fljótt upp og gekk út. Fylgdu þeir henni eftir og sögðu: Hún
fer til grafarinnar að gráta þar.

Þá María kom þangað sem Jesús var og hún leit hann, féll hún til fóta hans og
sagði honum: Herra, ef þú hefðir hér verið, þá væri bróðir minn eigi látinn.
Sem Jesús sá hana nú gráta og þá Gyðinga grátandi er með henni komu, byrstist
hann við í sínum anda og hryggðist með sjálfum sér og sagði: Hvar hafi þér
lagt hann? Þeir sögðu honum: Herra, kom og skoða. En þá tárfelldi Jesús. Þá
sögðu Gyðingar: Sjáið, hversu kæran hann hefir haft hann. En aðrir af þeim
sögðu: Mátti hann, sem opnaði blinds manns augu, eigi gjöra við því að þessi
hefði ekki dáið? Jesús sturlaðist þá enn með sjálfum sér, og þá kom hann til
grafarinnar, en það var einn jarðmunni, steinn var þar og yfir lagður.

Jesús sagði: Takið af steininn. Þá sagði Marta, systir hins dauða, til hans:
Herra, hann lyktar nú því að hann er ferdagaður. Jesús sagði til hennar: Sagði
eg þér ekki að ef þú tryðir, þá mundir þú sjá Guðs dýrð? Þá tóku þeir steininn
ofan af þeim stað sem hinn dauði var í lagður. En Jesús hóf þá sín augu upp og
sagði: Faðir, eg þakka þér það þú heyrðir mig, en eg veit þó að þú heyrir mig
jafnan, heldur fyrir fólksins sakir sem hér stendur í kring, þá sagði eg það
svo að það trúi því að þú sendir mig.

Þá hann hafði þetta sagt, kallaði hann hárri röddu: Lasari, kom þú út. Og þá
strax kom sá út sem dauður hafði verið, reyrður með líkböndum að höndum og
fótum, og um hans ásjón var sveipað meður sveitadúki. Jesús sagði til þeirra:
Leysið hann, látið burt ganga. Margir af Gyðingum, sem komið höfðu til Mariam
og sáu hvað Jesús gjörði, þá trúðu á hann. * En sumir af þeim gengu burt til
faríseis og sögðu þeim hvað Jesús hafði gjört.

Þá samtóku biskupar og farísei eitt ráð og sögðu: Hvað skulu vær til gjöra því
að þessi maður gjörir mörg teikn? Ef vér sleppum honum svo, þá trúa allir á
hann, og þá koma Rómverjar að taka vort land og lýði. En einn af þeim, Kaífas
að nafni, sá sem það sama ár var biskup, sagði til þeirra: Þér vitið ekkert og
hugleiðið ekkert að betra er fyrir oss að einn maður deyi fyrir fólkið svo að
eigi tapist allur lýður. En þetta sagði hann ei af sjálfum sér, heldur af því
að hann var þess árs biskup. Þá spáði hann að Jesús skyldi deyja fyrir það
fólk, eigi einasta fyrir það fólk, heldur það að hann safnaði í eitt þeim Guðs
börnum er sundur voru dreifð. Og upp frá þeim degi samtóku þeir með sér að
lífláta hann.

Jesús gekk eigi þaðan af berlega hjá Gyðingum, heldur fór hann burt í eitt
byggðarlag nærri eyðimörku, í þá borg sem kallaðist Efrem, og þar dvaldist
hann meður sínum lærisveinum. * En þá var páskahátíð Gyðinga nálæg, og margir
úr þeirri sveit gengu upp til Jerúsalem fyrir páskana að hreinsa sig.
Þeir stóðu og spurðu eftir Jesú og töluðu sín á millum í musterinu: Hvað
sýnist yður það hann kemur eigi til hátíðardagsins? En biskupar og faríseis
gáfu út það boðorð að ef nokkur vissi hvar hann væri, þá skyldi undirvísa þeim
svo að þeir mættu höndla hann.


[Tólfti] kapítuli

Sex dögum fyrir páska kom Jesús í Betaníam þar sem Lasarus hafði dauður verið,
hvern eð Jesús hafði upp vakið af dauða. En þeir bjuggu honum þar eina
kveldmáltíð, og Marta þjónaði. Lasarus var einn af þeim sem til borðsins sat
með honum. Þá tók María eitt smyrslapund af hinu skærasta og dýrlegasta narden
og smurði með fæturnar á Jesú og þurrkaði svo hans fætur meður sínum
hárlokkum. Húsið fylltist og upp af ilm smyrslanna. Þá sagði einn af hans
lærisveinum, Júdas Símeonsson Ískaríot, sá er hann sveik þar eftir: Fyrir því
eru þessi smyrsl eigi seld fyrir þrjú hundruð peninga og gefið fátækum? Þetta
sagði hann eigi af því að hann hirti um fátæka, heldur af því að hann var
þjófur og hafði fépyngjuna og bar það sem gefið var. Þá sagði Jesús: Lofa
henni því þetta geymdi hún til míns greftrunardags. Volaða hafi þér jafnan hjá
yður, en mig hafi þér eigi að jafnaði.

En er fjöldi mikill af Gyðingum fornam að hann var þar sjálfur, komu þeir ei
einasta þangað fyrir Jesús sakir, heldur að þeir sæi Lasarum, þann sem hann
hafði af dauða reist. * En prestahöfðingjar samtóku og það að láta í hel slá
Lasarum því að fyrir hans sakir gengu margir af Gyðingum þangað og trúðu á
Jesúm.

Annan dag eftir þá eð lýðurinn heyrði sem til hátíðardagsins var kominn að
Jesús kæmi til Jerúsalem, þá tóku þeir sér kvistu af pálmaviði og gengu út í
móti honum og hrópuðu: Hósíanna. Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins,
konungur Íraels. En Jesús fékk eina ösnu og reið þar á svo sem skrifað er:
Óttast eigi, þú dóttir Síon. Sé, þinn konungur kemur ríðandi á einum
ösnufola. En þetta skildu eigi hans lærisveinar í fyrstu, heldur þá eð Jesús
var auglýstur, þá hugleiddu þeir að þetta var af honum skrifað og þeir höfðu
honum þetta gjört.

En það fólk bar honum vitni sem hjá var þá hann kallaði Lasarum úr gröfinni og
af dauða upp vakti. Af því gekk múgafólkið út í móti honum, það heyrði að hann
hafði gjört sodant teikn. En farísei sögðu sín á milli: Þér sjáið nú að vér
afrekum ekkert. Sjáið, að allur heimur fer eftir honum.

Þar voru og nokkrir Grikkir meður þeim sem upp höfðu farið að tilbiðja um
hátíðina. Þeir gengu til Filippo, hver eð var af Betsaida úr Galílea, báðu
hann og sögðu: Herra, vér vildum fá að sjá Jesúm. Filippus kom og sagði það
Andrea, en Andreas og Filippus sögðu það Jesú. En Jesús ansaði þeim: Sá tími
er nú kominn að sonur mannsins auglýsist.

Sannlega, sannlega segi eg yður: Nema það að frækornið falli í jörðina og
deyi, þá blífur það eitt saman. En ef það deyr, færir það mikinn ávöxt. Hver
hann elskar sína önd, hann glatar henni, en hver hann hatar sína %önd í þessum
heimi, sá varðveitir hana til eilífs lífs. Ef nokkur vill mér þjóna, þá fylgi
hann mér eftir, og hvar eg em, þar skal og minn þénari vera. Og ef nokkur
þjónar mér, þá mun minn faðir hann heiðra.*

Mín sála er nú hrygg, og hvað skal eg segja? Faðir, frelsa þú mig af þessum
tíma. En fyrir því kom eg þó í þennan tíma. Faðir, birt þú nafn þitt. Þá kom
rödd af himni, svo segjandi: Eg hefi það upp birt, og eg skal það enn upp
birta. Þá sagði fólkið sem hjá stóð og á heyrði: Þar urðu reiðarþrumur. Aðrir
sögðu: Engill talaði við hann. Jesús svaraði og sagði: Eigi kom þessi rödd
fyrir mínar sakir, heldur fyrir sakir yðar.

Nú er kominn dómur þessa heims. Nú mun og þessa heims höfðingi út rekast. Og
fyrst eg verð upp hafinn af jörðu, þá mun eg draga allt til míns sjálfs. En
þetta sagði hann teiknandi með hverjum dauða eð hann skyldi deyja. Þá svaraði
fólkið honum: Vér höfum heyrt úr lögunum að Kristur blífi að eilífu.
Hverninn segir þú þá að mannsins syni byrjar upp að hefjast? Hver er sá
mannsins sonur? Þá sagði Jesús til þeirra: Ljósið er stutta stund hjá yður.
Gangið því á meðan þér hafið ljósið svo að myrkrin höndli yður eigi. Því sá er
gengur í myrkrunum, hann veit eigi hvert hann fer. Og á meðan þér hafið
ljósið, þá trúið á ljósið upp á það þér séuð synir ljóssins.

Þetta talaði Jesús og gekk burt síðan og huldi sig fyrir þeim. Þótt hann
gjörði mörg teikn fyrir þeim, þá trúðu þeir þó eigi á hann svo að uppfylltist
orðsaga Esæa spámanns, þá hann sagði: Herra, hver trúir vorri predikan, og
hverjum er armleggur Drottins opinberaður? Fyrir það máttu þeir eigi trúa að
Esæas segir enn í öðrum stað: Alblindaði hann augu þeirra og ofherti hjörtu
þeirra svo að þeir sæi eigi með augunum né skildu með hjartanu að þeir
umsnúist svo eg græði þá. Þetta sagði Esæas þá hann leit hans dýrð og talaði
af honum. Margir af höfðingjum trúðu einninn á hann, en fyrir sakir faríseis
þá meðkenndu þeir það eigi svo að þeir væri eigi forboðaðir af samkomum því að
þeir elskuðu meir vegsemd manna en Guðs dýrð.

Jesús kallaði þá og sagði: Hver sem á mig trúir, hann trúir eigi á mig, heldur
á hann sem mig sendi, en hver hann sér mig, hann sér þann sem mig sendi. Eg em
ljós í heiminn kominn svo að hver sem á mig trúir, blífi eigi í myrkrunum. Og
ef nokkur heyrir mín orð og trúir eigi, hann mun eg eigi dæma því að eg kom
eigi til að dæma heiminn, heldur að frelsa heiminn. Hver hann fyrirlítur mig
og meðtekur eigi mín orð, hann hefir þann eð hann dæmir. Það orð sem eg
talaði, það mun dæma hann á efsta degi. Því að eg talaði eigi af sjálfum mér,
heldur faðirinn sá mig sendi, hann gaf mér sjálfur boðorð til hvað eg skyldi
segja eður mæla, og eg veit að hans boðorð er eilíft líf. Það eg tala, það
tala eg svo sem faðirinn sagði mér.Þrettándi kapítuli

Fyrir páskahátíðina, og Jesús vissi að hans tími var kominn að hann gengi úr
þessum heimi til föðursins. Og líka sem hann elskaði sína þá er hér voru í
heimi, svo elskaði hann þá og allt til enda. Og að gjörðri kveldmáltíðinni
(því djöfullinn hafði þá þegar sent í hjarta Júdasar Símonssonar Ískaríot, að
hann sviki hann) vissi Jesús það faðirinn hafði allt gefið honum í hendur og
það að hann var af Guði út kominn og til Guðs færi hann. Stóð hann upp frá
kveldmáltíðinni, lagði af sér klæðin og tók eitt línklæði, gyrti um sig. Eftir
það hellti hann vatni í eina munnlaug og tók til að þvo fæturna á
lærisveinunum og þurrkaði meður því línklæði er hann var með gyrtur.

Þá kom hann til Símonar Petri. En Pétur sagði til hans: Herra, átt þú að þvo á
mér fætur? Jesús svaraði og sagði honum: Hvað eg gjöri, það veist þú nú eigi,
en seinna veist þú það. Þá sagði Pétur til hans: Aldri um ævi skalt þú mína
fætur þvo. Jesús svaraði honum: Ef eg skal eigi þvo þér, þá hefir þú ekki
hlutdeild meður mér. Símon Petrus sagði þá: Herra, ei einasta fæturna, heldur
jafnvel höfuð og hendur. Jesús sagði til hans: Sá þveginn er, hann þarf eigi
að þvo nema fæturnar því hann er allur hreinn. Þér eruð og hreinir, en eigi
allir. Því hann vissi fyrir hver sá var er hann mundi svíkja. Fyrir það sagði
hann: Þér eruð ei allir hreinir.

En eftir það hann hafði þvegið fætur þeirra, tók hann sín klæði, settist niður
aftur og sagði þá enn til þeirra: Viti þér hvað eg gjörða yður? Þér kallið mig
meistara og herra, þér segið það og rétt því að eg er hann, og nú ef eg, herra
og meistari, þvó yðra fætur, þá skulu þér og innbyrðis þvo hver annars fætur.
Þetta gaf eg yður til eftirdæmis svo þér gjörið líka sem eg gjörða við yður.
Sannlega, sannlega segi eg yður að þjóninn er eigi meir sínum herra né
sendiboðinn æðri þeim er hann út sendi.

Ef þér vitið þetta, þá eru þér sælir ef þér gjörið þetta. Eigi segi eg
af yður öllum. Eg veit hverja eg hefi út valið, heldur það að uppfyllist
ritningin: Sá sem að etur brauð meður mér, hann treður mig undir fætur. Nú
segi eg yður það áður en það sker svo að þér trúið þá það er skeð að eg em
hann. Sannlega, sannlega þá segi eg yður: Hver hann meðtekur þann er eg sendi,
sá meðtekur mig, en hver hann meðtekur mig, hann meðtekur þann sem mig sendi.

Þá Jesús hafði þetta sagt, hryggðist hann í sínum anda, vottaði og sagði:
Sannlega, sannlega segi eg yður það einn af yður mun forráða mig. Þá leit hver
lærisveinanna til annars uggandi við af hverjum hann segði. En þar var einn af
hans lærisveinum sem sat til borðsins í faðmi Jesú, hvern er Jesús elskaði
mjög. Honum benti Símon Petrus að hann spyrði hann hver sá væri er hann hefði
til talað. Af því að hann lá þá á brjósti Jesú sagði hann til hans: Herra,
hver er sá? Jesús svaraði: Sá er hann, að hverjum eg rétti vökvaðan brauðbita.
Og þá hann vökvaði brauðið, gaf hann það Júdasi Símonssyni Ískaríot, og eftir
þann bita fór andskotinn í hann.

Þá sagði Jesús til hans: Hvað þú gjörir, þá gjör það snart. En enginn af þeim
sem til borðsins sátu, vissi til hvers hann talaði. Sumir ætluðu það af því að
Júdas hafði fépungana að Jesús mundi segja honum: Kaup þú það er oss gjörist
þörf til hátíðardagsins, eða að hann gæfi nokkuð fátækum. Og þá hann hafði
bitann tekið, gekk hann strax út, og þá var nótt. En þá hann var út genginn,
sagði Jesús: Nú er mannsins sonur auglýstur, og Guð er auglýstur með honum.
Fyrst Guð er auglýstur með honum, þá mun Guð auglýsa hann í sjálfum sér, og
snarlega mun hann auglýsa hann.

Sonakorn mín, eg em enn litla stund hjá yður. Þér leitið mín, og líka sem eg
sagði við Gyðinga: Hvert eg fer, þangað kunni þér eigi að koma, svo segi eg
yður nú. Eitt nýtt boðorð þá gef eg yður að þér elskið hver annan. Líka sem eg
elskaði yður, svo skulu þér og elskast innbyrðis, og af því kenna allir að þér
eruð mínir lærisveinar ef þér hafið kærleikann yðar í milli. Símon
Petrus segir til hans: Herra, hvert fer þú? Jesús svaraði honum: Þangað sem eg
fer, máttu nú að sinni eigi fylgja mér, en seinna meir þá muntu fylgja mér.
Pétur segir til hans: Herra, því má eg nú ekki fylgja þér? Eg vil setja mitt
líf út fyrir þig. Jesús svaraði honum: Hvað mundir þú setja þitt líf út fyrir
mig? Sannlega, sannlega þá segi eg þér að haninn gelur ei áður en þú hefir
neitað mér þrisvar.


Fjórtándi kapítuli

Þá sagði hann til sinna lærisveina: Hryggvist eigi í yðru hjarta. Trúi þér á
Guð, þá trúið og á mig. Í míns föðurs húsi eru margar verur, en ef eigi svo
væri, þá segði eg að eg færa að tilbúa yður staði. Og ef eg fer héðan að
tilbúa yður stað, þá vil eg þó aftur koma og taka yður til mín sjálfs svo þér
séuð þar sem eg er. Og hvert eg fer, það viti þér, og veginn viti þér.

Tómas sagði til hans: Herra, vér vitum eigi hvert þú fer, eða hverninn megu
vér þá veginn vita? Jesús sagði til hans: Eg em vegurinn, sannleikurinn og
lífið. Enginn kemur til míns föðurs nema fyrir mig. Því ef þér þekkið mig, þá
þekki þér og minn föður, og nú héðan frá þá þekki þér og svo sáu þér hann.

Filippus sagði til hans: Herra, sýn oss föðurinn. Þá nægir oss. Jesús sagði þá
til hans: Svo lengi em eg í hjá yður, og þú þekkir mig eigi, Filippe? Hver mig
sér, sá sér og föðurinn. Og hverninn segir þú þá: Sýn oss föðurinn? Trúir þú
eigi að eg em með föðurnum og faðirinn með mér? Þau orð er eg tala til yðar,
þau tala eg eigi af sjálfum mér. Faðirinn, sá sem meður mér byggir, hann
sjálfur gjörir þau verk. Trúið mér að eg sé með föðurnum og faðirinn meður
mér. Ef eigi annars þá trúið mér þó fyrir verkanna sakir.

Sannlega, sannlega segi eg yður: Hver hann trúir á mig, sá mun gjöra þau verk
sem eg gjöri. Hann mun og gjöra þessum meiri því að eg fer til míns föðurs. Og
hvers þér biðjið föðurinn í mínu nafni, það vil eg gjöra svo að
faðirinn dýrkist í syninum. Og hvers þér biðjið í mínu nafni, það vil eg
gjöra. *

Ef þér elskið mig, þá haldið mín boðorð. Og eg mun biðja föðurinn að hann gefi
yður annan huggara, þann er blífur með yður eilíflega, þann sannleiksanda,
hvern heimurinn fær eigi meðtekið því hann sér hann eigi og þekkir hann eigi.
En þér þekkið hann því að hann blífur hjá yður og mun vera með yður. Eigi læt
eg yður föðurlausa. Eg kem til yðar.

Innan skamms tíma þá mun heimurinn ei sjá mig meir. En þér skuluð sjá mig því
að eg lifi og þér munuð og lifa. Á þeim degi kenni þér að eg em með föðurnum
og faðirinn með mér og eg með yður.

Hver hann hefir mín boðorð og heldur þau, hann er sá sem mig elskar. En hver
hann elskar mig, sá elskast af mínum föður, og eg mun elska hann, eg mun og
opinbera mig honum. Þá sagði Júdas eigi Skariot til hans: Herra, hvað verður
þess gjört að þú munt vilja opinbera sjálfan þig fyrir oss, en eigi heiminum?
Jesús svaraði og sagði til hans: Hver hann elskar mig, sá varðveitir mín orð,
og minn faðir mun elska hann. Og við komum til hans og gjörum okkur í hjá
honum vistarveru. En hver hann elskar eigi mig, sá varðveitir eigi mín orð. Og
það orð, er þér heyrið, er eigi mitt, heldur föðursins, þess er mig sendi.

Þetta * sagði eg yður á meðan eg var hjá yður. En huggarinn, hinn heilagi
andi, þann er minn faðir mun senda yður í mínu nafni, hann sjálfur mun læra
yður alla hluti og áminna yður á allt það hvað eg sagða yður.

Minn frið læt eg hjá yður, minn frið gef eg yður. Eigi svo sem heimurinn
gefur, þá gef eg yður. Yðart hjarta hryggvist eigi né skelfist. Þér heyrðuð
það eg sagða yður: Eg fer og kem til yðar. Ef þér elskuðuð mig, þá gleddust
þér við það eg sagða: Eg fer til föðursins, því að faðirinn er mér meiri. Og
nú sagði eg yður það fyrr en það sker svo að þér trúið þá það er skeð.

Hér eftir mun eg eigi tala margt við yður því að höfðingi þessa heims
kemur og með mig hefur hann ekkert, heldur það að heimurinn kenni það eg elska
föðurinn og það eg gjöri svo sem faðirinn hefir mér boðið. * Stöndum upp og
göngum héðan.


Fimmtándi kapítuli

Eg em sannur vínviður, og minn faðir er víngarðsvörðurinn. Hvern þann kvist á
mér, er eigi færir ávöxt, mun hann af kvista. Hvern þann, sem ávöxt færir, mun
hann hreinsa svo að hann færi meira ávöxt. Þér eruð nú hreinir fyrir sakir
þess orðs er eg talaði við yður. Blífið í mér og eg með yður. Líka sem
vínkvisturinn fær eigi fært ávöxt af sjálfum sér nema hann sé á vínviðartrénu,
svo og eigi heldur þér nema þér blífið á mér.

Eg em vínviðartréið, en þér eruð vínviðarkvistirnir. Hver hann blífur í mér og
eg meður honum, sá færir mikinn ávöxt því að án mín fái þér einskis orkað.
Hver sá er eigi blífur í mér, hann er út kastaður sem annar vínviðarkvistur og
uppþornar. Og þeir saman lesa þá og kasta á eld og brenna. Nú ef þér blífið í
mér og mín orð blífa í yður, biðjið þá hvers þér viljið, og það skal yður
veitast. Því verður minn faðir dýrkaður að þér færið mikinn ávöxt og verðið
mínir lærisveinar.

Svo sem elskaði mig minn faðir, líka svo elska eg og yður. Blífið í minni
ástsemd. Ef þér varðveitið mín boðorð, þá blífi þér í minni ástsemd, líka svo
sem eg varðveiti míns föðurs boðorð, og eg blíf í hans ástsemd. Þetta tala eg
því til yðar að minn fögnuður blífi hjá yður og yðar fögnuður uppfylltist. *
Það er mitt boðorð að þér elskist yðar í milli svo sem eg elskaði yður. Enginn
hefir meiri ástsemd en sá er hann setur sitt líf út fyrir sína vini. Þér eruð
mínir vinir ef þér gjörið það eg býð yður. Og héðan af kalla eg yður eigi
þénara því að þjónninn veit eigi af hvað hans herra gjörir. En yður segi eg
vini því að allt hvað eg heyrða af mínum föður það kunngjörða eg yður.
Eigi útvöldu þér mig, heldur hefi eg útvalið yður. Og eg skikkaði yður til að
þér genguð og færðuð ávöxt svo að yðar ávöxtur blifi til þess að hvers þér
biðjið föðurinn í mínu nafni, þá gefi hann yður. Það býð eg yður að þér elskið
hver annan. Ef heimurinn hatar yður, þá vitið að hann hefir hatað mig fyrri en
yður. Ef þér væruð af þessum heimi, þá elskaði heimurinn það hans væri. Því
sennilega eruð þér eigi af heiminum, heldur útvalda eg yður úr heiminum, fyrir
það hatar yður heimurinn. Minnist á mín orð er eg sagða: Þjóninn er eigi meiri
sínum herra. Ef þeir hafa ofsókt mig, þá munu þeir og ofsækja yður. Hafa þeir
geymt mín orð, þá munu þeir og geyma yðar orð.

En allt þetta munu þeir gjöra yður fyrir míns nafns sakir því að þeir þekkja
eigi hann, þann er mig sendi. Ef eg væri eigi kominn og hefði eigi sagt þeim
það, þá hefði þeir öngva synd. Nú hafa þeir ekkert það þeir vernda sína synd
með. Hver sem mig hatar, sá hatar og minn föður. Ef eg hefða eigi gjört þau
verk á meðal þeirra sem enginn hefir annar gjört, þá hefðu þeir öngva synd. En
nú hafa þeir séð og hata þó bæði mig og minn föður, heldur það að sú
málsgrein, sem skrifuð er í þeirra lögmáli, uppfylltist: Fyrir ekkert höfðu
þeir mig að hatri. * En þá sá huggari kemur er eg mun senda yður af mínum
föður sem er sannleiksandi, hver af föðurnum fram gengur, hann mun bera vitni
af mér. Þér munuð og bera mér vitni því að þér hafið frá upphafi hjá mér
verið.


Sextándi kapítuli

En þetta tala eg til yðar svo að þér blygðist eigi því þeir munu forboða yður.
Og sá tími kemur að hver yður líflætur, hann meinar sig gjöra þægt verk Guði.
Og þetta gjöra þeir yður af því að þeir þekkja hvorki föðurinn né mig. En
þetta tala eg því til yðar að nær sú stund kemur, þá skulu þér minnast þar á
því að eg sagða yður það. En þetta sagða eg yður eigi í upphafi því eg var hjá
yður. * Og nú fer eg til hans sem mig sendi, og enginn yðar spyr mig
að: Hvert fer þú? heldur að því eg talaði þetta til yðar, þá uppfylltist yðart
hjarta af hryggð. En eg segi yður þó sannleikinn að það batar yður að eg fari
héðan því að ef eg fer eigi héðan, þá kemur eigi huggarinn til yðar. En ef eg
fer héðan, þá mun eg senda hann til yðar. Og þá hann kemur, straffar hann
heiminn fyrir synd og fyrir réttlæti og fyrir dóm, -fyrir syndina því þeir
trúa eigi á mig, en fyrir réttlætið því að eg fer til föðursins, og þaðan af
sjái þér mig eigi, en fyrir dóminn því að þessa heims höfðingi er dæmdur.

Enn hefi eg margt að segja yður, en þér fáið eigi allt borið að sinni. Nær að
kemur sá sannleiksandi, þá mun hann kenna yður allan sannleik því að eigi
talar hann af sjálfum sér, heldur hvað hann heyrði, það talar hann, og hvað
ókomið er, það kunngjörir hann yður. Hann sami mun og auglýsa mig því að af
mínu mun hann það taka og kunngjöra yður. Allt hvað minn faðir hefur, það er
mitt. Fyrir því sagða eg að af mínu mun hann það taka og kunngjöra yður. *

Og innan skamms þá munu þér eigi sjá mig, og enn aftur innan skamms þá munu
þér sjá mig því að eg fer til föðursins. Þá sögðu hans lærisveinar sín á
milli: Hvað er það að hann sagði oss: Innan skamms þá munu þér eigi sjá mig,
og þá aftur innan skamms munu þér sjá mig því að eg fer til föðursins? Þá
sögðu þeir: Hvað er það: Innan skamms? Vér vitum eigi hvað hann segir. Þá
fornam Jesús að þeir vildu spyrja hann að og sagði til þeirra: Þér spyrjið að
því yðar í milli: Innan skamms þá munu þér eigi sjá mig, og þá aftur innan
skamms munu þér sjá mig. Sannlega, sannlega segi eg yður: Þér munuð gráta og
kveina, en heimurinn mun fagna. Þér verðið og hryggvir, en yðar hryggð skal
snúast í fögnuð.

Konan, nær hún skal fæða, þá hefir hún hryggð því að hennar stund er komin. En
þá hún hefir barnið fætt, minnist hún eigi þess harmkvælis fyrir fagnaðar
sakir því maður var í heiminn borinn. Þér hafið nú hryggð, en eg skal
sjá yður aftur, og yðart hjarta skal fagna, og yðvarn fögnuð skal enginn af
yður taka. Á þeim degi munu þér mig og einskis spyrja. * Sannlega, sannlega
segi eg yður: Hvers þér biðjið föðurinn í mínu nafni, það mun hann gefa yður.
Hingað til hafi þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, þá munu þér meðtaka
svo að yðar fögnuður fullkomnist.

Þetta hefi eg talað í orðskviðum til yðar. Sá tími kemur að eg tala eigi
lengur orðskviði til yðar, heldur kunngjöri eg yður berlega af mínum föður. Á
þeim degi munu þér og biðja í mínu nafni. Og eigi segi eg yður að eg muni
biðja föðurinn fyrir yður því að sjálfur faðirinn elskar yður af því þér
elskið mig og trúið það eg sé af Guði út genginn. Eg em af föðurnum út genginn
og kominn í þennan heim. Eg fyrirlæt og aftur þennan heim og fer til
föðursins.

Hans lærisveinar segja þá til hans: Sé, nú talar þú berlega og mælir öngva
orðskviðu. Nú vitum vær að þú veist alla luti, og þú þarft eigi að nokkur
spyrji þig. Fyrir það trúum vér að þú sért af Guði út genginn. * Jesús svaraði
þeim: Nú trúi þér. Sjáið, sú stund kemur og er nú þegar komin að þér sundrist
hver til sinna og látið mig einan saman. En eg er þó eigi einn saman því að
faðirinn er með mér.

Þetta tala eg því til yðar að þér hefðuð frið í mér því í heiminum hafi þér
hörmung. En verið þó hughraustir því að eg yfirvann heiminn.


Seytjándi kapítuli

En þetta talaði Jesús og hóf upp sín augu til himins og sagði: Faðir, stundin
er komin að þú auglýsir son þinn svo að þinn sonur auglýsi og þig svo sem þú
gaft honum yfir vald alls holds að hann gefi þeim öllum er þú gaft honum eilíft
líf. En það er eilíft líf að þeir játi þig einan og sannan Guð vera og þann þú
út sendir, Jesúm Krists. Eg auglýsti þig á jörðu og fullkomnaði það verk er þú
fékkst mér að gjöra. Og nú auglýs þú mig faðir hjá sjálfum þér meður þeirri
dýrð er eg hafða hjá þér áður en heimurinn var. Eg hefi opinberað nafn
þitt fyrir mönnum þeim er þú gaft mér af heiminum. Þeir voru þínir, og þú gaft
mér þá, og þeir geymdu þín orð. Nú vita þeir að allt, hvað þú gaft mér, sé af
þér því að þau orð er þú gaft mér, þá gaf eg þeim. Og þeir hafa þau meðtekið og
sennilega viðurkennt það eg em af þér út genginn og trúa því að þú sendir mig.

Eg bið fyrir þeim. Eigi bið eg fyrir heiminum, heldur fyrir þeim, hverja þú
gaft mér því að þeir eru þínir, og hvað mitt er, það er þitt, og hvað þitt er,
það er mitt, og í þeim er eg auglýstur. Og eigi em eg nú meir í heiminum, en
þeir eru í heiminum, og eg kem til þín. Heilagur faðir, geym þá í þínu nafni,
hverja þú gaft mér, að þeir sé eitt svo sem við. Á meðan eg var hjá þeim í
heiminum, þá geymdi eg þá í þínu nafni, hverja þú gaft mér, þá varðveitti eg,
og enginn af þeim er glataður nema sá einn glatanar sonur svo að ritningin
uppfylltist.

En eg kem nú til þín, og þetta tala eg í heiminum svo að þeir hafi minn fullan
fögnuð meður sjálfum sér. Eg gaf þeim mín orð, og heimurinn hatar þá því að
þeir eru eigi af heiminum, líka sem það að eg er eigi af heiminum. Eg bið eigi
að þú takir þá af heiminum, heldur að þú geymir þá frá illu. Þeir eru eigi af
heiminum svo sem að eg er eigi af heiminum. Helga þú þá í þínum sannleik. Þín
orð eru sannleikur. Líka sem þú sendir mig í heiminn, svo sendi eg þá í
heiminn, og fyrir þá helga eg sjálfan mig svo að þeir sé og helgaðir í
sannleiknum.

Eg bið eigi einasta fyrir þeim, heldur og jafnvel fyrir þeim sem trúa munu á
mig fyrir þeirra orð svo að þeir sé allir eitt, svo sem þú, faðir, ert meður
mér og eg meður þér að þeir séu og eitt með okkur svo að heimurinn trúi það þú
sendir mig. Og þá dýrð sem þú gaft mér, þá gaf eg þeim að þeir séu og eitt svo
sem að vér erum eitt, eg með þeim og þú með mér, svo að þeir sé fullkomnir í
eitt og það að heimurinn kenni að þú sendir mig og það þú elskaðir þá svo sem
þú elskaðir mig. Faðir, hverja er þú gaft mér (vil eg) að hvar sem eg
er, þá sé þeir meður mér svo þeir sjái mína dýrð, þá þú gaft mér því að þú
elskaðir mig fyrr en heimurinn var skapaður. Réttvísi faðir, heimurinn kennir
þig eigi, en eg kenni þig, og þessir kenna það þú sendir mig. Og þitt nafn
gjörða eg þeim kunnigt, og eg vil gjöra þeim það kunnigt svo að sú ástsemd,
með hverri þú elskaðir mig, sé í þeim og eg meður þeim.


Átjándi kapítuli

Þá Jesús hafði nú þetta talað, gekk hann út með sína lærisveina yfir um
lækinn Kedron þangað sem einn grasgarður var. Og Jesús gekk þar inn með sína
lærisveina. En Júdas, sá er hann sveik, vissi og þennan stað því að oft kom
Jesús þangað með sína lærisveina. Þá Júdas hafði nú til sín tekið flokk manna
og einninn af biskupanna og faríseis þénurum, kom hann þangað meður lyktum
logbröndum og hervopnum. Nú því að Jesús vissi allt hvað yfir hann átti að
koma, þá gekk hann fram og sagði til þeirra: Að hverjum spyrji þér? Þeir
svöruðu honum: Að Jesú af Nasaret. Þá sagði Jesús til þeirra: Eg em hann.

En Júdas, sá er hann seldi, stóð þar hjá þeim. Og þá er Jesús sagði það til
þeirra: Eg em hann, hörfuðu þeir á bak aftur og duttu til jarðar. Hann spurði
þá enn aftur að: Að hverjum spyrji þér? En þeir sögðu: Að Jesú hinum
naðverska. Jesús svaraði: Eg sagða yður það eg er hann. Og ef þér spyrjið að
mér, þá leyfið þessum burt að ganga, svo að uppfylltist það orð er hann sagði:
Öngum glataði eg af þeim sem þú gaft mér.

Símon Petrus hafði hjá sér eitt sverð, dró það út og sló til eins
biskupsþénara og hjó af hans hægra eyra. En þénarinn hét Malkus að nafni. Þá
sagði Jesús til Péturs: Stiktu þínu sverði í slíðrir. Skal eg eigi drekka þann
kalek sem mér gaf minn faðir?

En flokkurinn og hershöfðinginn og Gyðingaþénarar höndluðu Jesúm, bundu hann
og leiddu fyrst burt til Annas (er var mágur Kaífas), sá er þá var
þess árs biskup. En Kaífas var sá er Gyðingum gaf það ráð að betur færi það
einn maður dæi fyrir lýðinn.

Símon Petrus fylgdi Jesú eftir. Og enn annar lærisveinn var kunnigur
biskupinum og gekk inn með Jesú í biskupsins herbergi, en Pétur stóð fyrir
dyrum úti. Þá gekk út hinn annar lærisveinn sem biskupinum var kunnigur og
talaði við hana er dyrnar geymdi og leiddi Petrum inn. Þá sagði ambáttin, sú
dyrnar geymdi, til Péturs: Ert þú eigi einn af þess manns lærisveinum? Hann
sagði: Eigi er eg. En þénarar og undirmenn stóðu við eldsglæður og vermdu sig
því að kuldi var. Pétur stóð þar hjá þeim og vermdi sig.

Biskupinn spurði Jesúm þá að um hans lærisveina og um hans kenning. Jesús
svaraði honum: Eg hefi opinberlega talað fyrir heiminum. Eg kenndi og jafnan í
samkunduhúsum og í musterinu þar sem allir Gyðingar komu saman, og á laun hefi
eg ekkert talað. Því spyr þú mig þar að? Spyr þú þá þar að sem heyrt hafa hvað
eg hefi talað fyrir þeim. Sjá, þeir vita hvað eg hefi sagt. En sem hann sagði
þetta, þá gaf einn þeirra þénaranna sem nær stóð Jesú pústur og sagði: Skalt
þú svo svara biskupinum? Jesús svaraði: Ef eg talaði illa, þá vitna þú það
vont vera, en ef eg talaði satt, því slær þú mig þá? Og Annas sendi hann þá
bundinn til Kaífam biskups.

Og er Símon Petrus stóð þar og vermdi sig, þá töluðu þeir til hans: Ert þú
eigi einn af hans lærisveinum? Hann neitaði og sagði: Eigi er eg. Þá sagði
honum einn af biskupsins þénurum, frændi hins sem Pétur hjó eyrað af: Sá eg
þig eigi í grasgarðinum hjá honum? Þá neitaði Pétur því enn einu sinni, og þá
strax gól haninn.

Þá leiddu þeir Jesúm frá Kaífas og í þinghúsið, en það var snemma morguns. Og
þeir gengu eigi sjálfir inn í þinghúsið að þeir saurguðust ekki, heldur svo
þeir mætti neyta páskanna. Pílatus gekk þá út til þeirra og sagði: Hverja
ákæru færi þér í gegn þessum manni? Þeir svöruðu og sögðu til hans: Ef þessi
væri eigi illræðismaður, þá hefðu vér eigi selt þér hann. Þá sagði
Pílatus til þeirra: Taki þér hann þá og dæmið eftir yðrum lögum. Gyðingar
sögðu þá til hans: Eigi hæfir oss að lífláta nokkurn svo að það orð
uppfylltist er hann sagði, teiknandi til með hverjum dauða hann ætti að deyja.

Pílatus gekk þá inn aftur í þinghúsið, kallaði á Jesúm og sagði til hans: Ert
þú Gyðingakonungur? Jesús svaraði: Talar þú það af sjálfum þér eða hafa aðrir
sagt þér frá mér? Þá svaraði Pílatus: Er eg nokkuð Gyðingur? Þín þjóð og
biskuparnir seldu þig mér. Hvað gjörðir þú? Jesús svaraði: Mitt ríki er eigi
af þessum heimi. Ef að mitt ríki væri af þessum heimi, þá mundi mínir þénarar
stríða í mót svo að eg seldist eigi Gyðingum. En nú er mitt ríki eigi héðan.
Þá sagði Pílatus til hans: Þá ert þú þó konungur? Jesús svaraði: Þú segir það.
Eg em og konungur. Til þess em eg fæddur og til þess em eg í heiminn kominn að
eg beri vitni sannleiknum. Og allir sem eru af sannleiknum, þeir heyra mína
rödd. Pílatus sagði til hans: Hvað er sannleikur?

Og þá hann hafði þetta sagt, gekk hann út aftur til Gyðinga og sagði til
þeirra: Eg finn öngva sök með honum. En það er yðar siðvenja að eg gefi yður
einn lausan á páskum. Vilji þér að eg gefi yður nú lausan sjálfan
Gyðingakonunginn? Þá kölluðu allir aftur í móti, segjandi: Eigi þennan, heldur
Barrabam. En Barrabas var spillvirki.


Nítjándi kapítuli

Pílatus tók þá Jesúm og lét strýkja. Stríðsmenn fléttuðu kórónu af þyrnum og
settu á hans höfuð, færðu hann og í purpuraklæði og sögðu: Heill sértu,
konungur Gyðinga, og gáfu honum pústra. Þá gekk Pílatus út aftur og sagði til
þeirra: Sjáið, eg leiði hann nú út til yðar svo að þér vitið það eg finn öngva
sök með honum. Þá gekk Jesús út, berandi þyrnikórónu og eitt purpuraklæði. Og
hann sagði til þeirra: Sjáið manninn. Þá er biskuparnir og þénararnir
sáu hann, kölluðu þeir, svo segjandi: Krossfestið, krossfestið. Pílatus sagði
til þeirra: Taki þér hann og krossfestið því að eg finn öngva sök með honum.
Þá svöruðu honum Gyðingar: Vér höfum lög, og eftir vorum lögum skal hann deyja
því að hann gjörði sig að Guðs syni.

Þá Pílatus heyrði þessi orð, óttaðist hann enn meir og gekk inn aftur í
þinghúsið og sagði til Jesú: Hvaðan ert þú? En Jesús gaf honum eigi svar. Þá
sagði Pílatus til hans: Talar þú eigi við mig? Veist þú eigi að eg hefi vald
til að láta krossfesta þig og eg hefi vald til að gefa þig lausan? Jesús
svaraði: Eigi hefðir þú nokkuð vald yfir mér nema þér væri það gefið hér ofan
að. Fyrir því hefir sá meiri synd er mig selda þér. Og eftir það leitaði
Pílatus við að láta hann lausan. En Gyðingar hrópuðu og sögðu: Ef þú lætur
þennan lausan, þá ert þú ekki keisarans vinur. Því að hver sem sig gjörir
konung, hann mælir í móti keisaranum.

Þá Pílatus heyrði þessi orð, leiddi hann Jesúm út og setti sig á dómstól í
þeim stað sem kallaðist Hávi flötur, en á ebresku Gabbata. En það var á
aðfangadegi páska, nærri séttu stund. Þá segir hann og til Gyðinga: Sjáið
konung yðvarn. En þeir kölluðu: Taki burt. Krossfestu hann. Pílatus sagði til
þeirra: Skal eg krossfesta konung yðvarn? Þá svöruðu biskuparnir: Öngvan höfu
vær konung nema keisarann. Þá seldi hann þeim hann að hann krossfestist.

Þá tóku þeir Jesúm og leiddu hann þaðan. Hann sjálfur bar sinn kross og gekk
út í þann stað sem kallaðist Höfuðskeljarstaður, en á ebresku Golgata, hvar
þeir krossfestu hann og tvo aðra með honum, sinn til hvorrar handar, en Jesúm
í miðið. Pílatus skrifaði eina yfirskrift og setti hana upp yfir krossinum. En
svo var skrifað: Jesús af Naðaret, Gyðingakonungur. Þessa yfirskrift lásu
margir af Gyðingum því að sá staður var nærri borginni er Jesús var
krossfestur á, en það var skrifað á ebresku, girsku og latínu. Þá sögðu
biskupar Gyðinga við Pílatum: Skrifa þú eigi konung Gyðinga, heldur
það hann hefði sagt: Eg em konungur Gyðinga. Pílatus svaraði: Hvað eg
skrifaði, það hefi eg skrifað.

Þá stríðsmenn höfðu krossfest Jesúm, tóku þeir hans klæðnað og gjörðu á fjögra
hluta skipti, sérhverjum stríðsmanni sinn hlut, og þar með kyrtilinn. En
kyrtillinn var eigi saumaður, heldur frá ofanverðu allur ofinn. Þá töluðu þeir
sín á milli: Skeru vær hann eigi, hlutumst heldur um eð hvers hann skal vera,
svo að ritningin uppfylltist er segir: Þeir skiptu sér klæðum mínum, og á mitt
fat þá lögðu þeir hlutkesti. Og þetta gjörðu nú stríðsmennirnir.

En þar stóðu við krossinn hjá Jesú móðir hans og móðirsystir hans, María,
húsfrú Kleófas, og María Magdalena. Þá Jesús sá nú sína móður og þann
lærisvein nær standanda er hann elskaði, segir hann til sinnar móður: Kona,
sjá þú, þar er þinn sonur. Eftir það segir hann til lærisveinsins: Sé, það er
þín móðir. Og upp frá þeirri stundu tók lærisveinninn hana að sér.

Eftir það þá Jesús vissi að allt var nú fullkomnað og að ritningin
uppfylltist, þá segir hann: Þyrstir mig. Þar var sett eitt ker fullt af ediki.
En þeir tóku og fylltu einn njarðarvött með edik og lögðu í ýsóp, settu síðan
fyrir munn honum. En þá Jesús hafði edikið til sín tekið, sagði hann:
Fullkomnað er. Og að hneigðu höfði, þá lét hann sinn anda.

En af því að tilfangadagur Gyðinga var og að líkamarnir væri eigi á krossunum
um þvottdaginn, því að það var hinn mikli dagur þvottdagshelginnar, þá báðu
þeir Pílatum að þeirra bein brytust og í burt tækjust. Þá komu stríðsmenn og
brutu sundur bein hins fyrra og svo þess annars sem með honum var krossfestur.
En þá þeir komu til Jesú, sáu hann nú dauðan, þá brutu þeir eigi hans bein,
heldur lagði einn af stríðsmönnum í hans síðu með spjóti, og strax þá rann út
blóð og vatn.

Og sá er það hefir séð, ber þar vitni um, og hans vitnisburður er réttur, og
hann sami veit það að hann segir satt svo að þér tryðuð. Því að þetta var og
gjört svo að ritningin uppfylltist: Eigi skulu þér brjóta nokkuð hans
bein. Og enn aftur segir önnur ritning: Þeir munu sjá þann í hvern þeir
stungu.

En eftir þetta bað Jósef af Arímaþea (hver eð var lærisveinn Jesú, þó
heimuglegur fyrir ótta sakir við Gyðinga) Pílatum um að hann mætti taka burt
líkama Jesú. Það leyfði og Pílatus. Þar kom og Nikódemus, sá er fyrri kom um
nótt til Jesú, færandi samblandaða myrru við alóe, nær hundrað punda. Þá tóku
þeir líkama Jesú og sveipuðu í líni með ilmandi smyrslum svo sem siður er til
Gyðinga að greftra. En þar í þeim stað, sem hann var krossfestur, var
grasgarður, og í grasgarðinum var ný steinþró, í hverja að enginn hafði enn
verið lagður. Þangað lögðu þeir Jesúm fyrir sakir aðfangadags Gyðinga því að
sú gröf var svo nær.


xx. kapítuli

Á einum þvottdeginum þá kemur María Magdalena snemma, þá að enn var myrkur,
til grafarinnar, og sér að steinninn er burt tekinn af gröfinni. Þá hleypur
hún og kemur til Símonar Petrus og til hins annars lærisveins, þann er Jesús
elskaði, og segir til þeirra: Þeir hafa tekið burt herrann úr gröfinni, og vér
vitum eigi hvar þeir hafa lagt hann. Þá gekk Pétur út og hinn annar lærisveinn
og komu til grafarinnar. En þau tvö hlupu jafnt því hinn annar lærisveinn
hljóp vakrara fram en Pétur og kom fyrst til grafarinnar. Og er hann laut
niður, þá sá hann línlökin lögð þar, en þá gekk hann eigi inn. Þá kemur Símon
Petrus eftir honum, stígur í gröfina og sér að línlökin eru lögð þar og þann
sveitadúk, er var um hans höfuð, eigi lagðan með línlökunum, heldur sérdeilis
saman undinn í einum öðrum stað. Þá sté og hinn annar lærisveinn inn, sá er
fyrri kom til grafarinnar, sá það og trúði því því að þeir kunnu þá eigi enn
ritningina það honum byrjaði upp að rísa af dauða. Og þá gengu lærisveinarnir
aftur til sjálfra sinna. En María stóð við gröfina úti og grét. Og er
hún grét, þá laut hún niður í gröfina og sá tvo engla hvítklædda sitjandi þar,
einn til höfða, en annan til fóta, sem þeir höfðu lagt líkama Jesú. Og þeir
sögðu til hennar: Kona, hvað grætur þú? Hún sagði þeim: Þeir hafa tekið burt
herrann minn, og eg veit eigi hvar þeir hafa lagt hann. Þá hún hafði þetta
sagt, snerist hún við og leit Jesúm standa þar og veit þó eigi að það er
Jesús. Þá sagði Jesús til hennar: Kona, hvað grætur þú? Að hverjum spyr þú? En
hún ætlaði garðvörðinn vera og sagði til hans: Herra, ef þú bart hann burt, þá
seg þú mér hvar þú hefir lagt hann svo eg taki hann í burt þaðan. Jesús sagði
til hennar: María. Hún snerist við og sagði til hans: Rabboní. Það kallast
meistari. Jesús sagði til hennar: Snert þú mig eigi því að eg er eigi enn
uppstiginn til míns föðurs. Far heldur til bræðra minna og seg Antiokkia þeim
að eg stígi upp til míns föðurs og til yðars föðurs, til míns Guðs og til
yðvars Guðs. María Magdalena kom og kunngjörði lærisveinunum: Eg hefi séð
herrann, og þetta sagði hann mér.

En að kveldi þess hins sama þvottdags, þar er lærisveinarnir voru saman komnir
að luktum dyrum fyrir hræðslu sakir við Gyðinga, kom Jesús þar og stóð í miðið
og sagði til þeirra: Friður sé með yður. Og þá hann sagði þetta, sýndi hann
þeim hendurnar og sína síðu. Þá glöddust lærisveinarnir við þeir sáu herrann.
Þá sagði Jesús enn aftur til þeirra: Friður sé með yður. Líka sem faðirinn
sendi mig, svo sendi eg og yður. Og er hann sagði þetta, blés hann á þá og
sagði til þeirra: Meðtakið þér heilagan anda. Hverjum helst þér fyrirgefið
syndirnar, þá eru þær fyrirgefnar. Og hverjum helst þér þær aftur haldið, þá
eru þær aftur haldnar. *

En Tómas, einn af tólf, sá er kallaðist tortryggur, var eigi meður þeim þá
Jesús kom. Þá sögðu aðrir lærisveinarnir til hans: Vér höfum séð herrann. En
hann sagði til þeirra: Nema eg sjái naglaförin í hans höndum og eg láti minn
fingur í naglaförin og eg leggi mína hönd í hans síðu, þá trúi eg eigi.
Og átta dögum eftir það þá voru hans lærisveinar þar aftur enn inni og
Tómas meður þeim. Þá kom Jesús að luktum dyrum, stóð í miðið og sagði: Friður
sé með yður. Eftir á þá segir hann til Tómam: Réttu þinn fingur hingað og
skoða mínar hendur, lyft upp þinni hendi og legg í mína síðu og vert eigi
vantrúaður, heldur trúaður. Tómas svaraði og sagði til hans: Drottinn minn og
Guð minn. Jesús sagði til hans: Því að þú sátt mig Tóma, þá trúir þú. Sælir
eru þeir er eigi sjá og trúa þó. *

Mörg önnur teikn þá gjörði Jesús í augliti sinna lærisveina, hver eigi eru
skrifuð í þessari bók. En þetta er því skrifað að þér trúið það Jesús sé
Kristur, Guðs sonur, svo að þér trúaðir hefðuð eilíft líf í hans nafni.


xxi. kapítuli

Eftir það opinberaði sig Jesús við staðinn Tíberiadis. En hann opinberaði sig
svo að þar voru til samans Símon Petrus og Tómas, sá er kallaðist tortryggur,
og Natanael, sá er var af Kana úr Galíleahéraði, og synir Sebedei og enn aðrir
tveir af lærisveinunum. Símon Petrus segir til þeirra: Eg vil fara að fiska.
Þeir sögðu honum: Vér viljum og koma með þér. Þeir gengu út og stigu strax á
skip. Og á þeirri nótt fengu þeir ekkert, en að morgni komnum, þá stóð Jesús í
sjávarfjörunni. Lærisveinarnir vissu eigi að það var Jesús. Þá sagði Jesús til
þeirra: Börn, hafi þér ekki til matar? Þeir svöruðu honum: Ekki. En hann sagði
til þeirra: Kastið út netinu til hægri handar við skipið, og þá munu þér
nokkuð finna. Þá köstuðu þeir út og gátu eigi dregið fyrir fjölda sakir
fiskanna. Þá sagði sá lærisveinn til Petrus sem Jesús elskaði: Herrann er það.

En þá Símon Petrus heyrði það að herrann væri það, vafði hann um sig
möttlinum, því að hann var nakinn, og varpaði sér út á sjáinn. En aðrir
lærisveinarnir komu á skipi því að þeir voru eigi langt frá landi, svo
nær sem tvö hundruð álna, og drógu netið með fiskunum. Og þá þeir stigu á
land, sáu þeir eldsglæður og fisk yfir lagðan og brauð. Jesús segir til
þeirra: Færið hingað af þeim fiskunum þér fenguð nú. Símon Petrus sté upp og
dró netið að landi fullt af stórum fiskum, hundrað þrjá og fimmtigir. Og þótt
þeir væri svo margir, þá rifnaði þó eigi netið. Jesús segir til þeirra: Komi
þér og snæðið. En enginn lærisveinanna þorði að spyrja hann að: Hver ert þú?
því að þeir vissu að það var herrann. Þá kom Jesús og tók brauðið, gaf þeim
það og líka einninn fiskinn. Og þetta er nú hið þriðja sinn er Jesús
opinberaði sig sínum lærisveinum eftir það hann var upprisinn af dauða. *

Þá þeir höfðu nú snætt, segir Jesús til Símonar Péturs: Símon Jónasson, elskar
þú mig meir en þessir? Hann sagði honum: Já, herra, þú veist að eg elska þig.
Hann sagði þá til hans: Fæð þú lömb mín. Enn segir hann aftur í öðru sinni til
hans: Símon Jónasson, elskar þú mig? Hann segir honum: Já, herra, þú veist að
eg elska þig. Hann segir þá til hans: Fæð þú sauði mína. Hann segir enn aftur
í þriðja sinni til hans: Símon Jónasson, elskar þú mig? Þá hryggðist Pétur við
því hann sagði þrisvar: Elskar þú mig? og sagði til hans: Herra, þú kennir
alla hluti. Þú veist að eg elska þig. Jesús segir til hans: Al þú þá sauði
mína.

Sannlega, sannlega segi eg þér: Þá þú vart yngri, gyrtir þú sjálfur þig og
gekkst þangað þú vildir, en þá þú eldist, munt þú þínar hendur út breiða, og
annar mun þá gyrða þig og þangað leiða sem þú vilt eigi. En þetta sagði hann,
teiknandi með hverjum dauða að hann skyldi Guð dýrka.

Og þá hann hafði þetta sagt, segir hann til hans: Fylg þú mér eftir. Pétur
sneri sér við og leit þann lærisvein eftir fylgjanda sem að Jesús elskaði, sá
er og um kveldmáltíðina hafði á hans brjósti legið og sagt: Herra, hver er sá
er þig forræður? Þá Pétur leit nú þennan, segir hann til Jesú: Herra, hvað
skal þessi? Jesús segir til hans: Ef eg vil að hann blífi til þess að eg kem,
hvað kemur það við þig? Fylg þú mér eftir. Þá gekk sú orðræða á meðal
bræðranna: Þessi lærisveinn deyr eigi. Og Jesús sagði eigi til hans: Hann deyr
eigi, heldur: En eg vil að hann blífi til þess að eg kem, hvað kemur það við
þig? Þessi er sá lærisveinn er um þetta ber vitni og þetta skrifaði. Og vér
vitum að hans vitnisburður er sannur. *

Þar eru og margir aðrir hlutir sem Jesús gjörði, hverjir ef þeir skyldu allir
skrifast hver eftir öðrum (þá held eg) að heimurinn mundi eigi yfir grípa þær
bækur sem skrifast mættu.

Hér endast S. Jóhannis guðsspjöll.

Hér hefst upp sá annar partur S. Lúkas guðsspjalla
sem er út af postula gjörðum


Fyrsti kapítuli

Hinn fyrra bókmála gjörða eg að sönnu um allt það (þú Teófíli) sem Jesús hóf
upp að gjöra og læra, allt til þess dags er hann varð upp numinn, eftir því
hann hafði fyrir heilagan anda kunngjört postulunum, hverja hann hafði og
útvalið, þeim er hann tjáði og sjálfan sig lifanda eftir písl sína í
margháttuðum auðsýningum og lét þá sjá sig um (xl daga), talandi fyrir þeim af
Guðs ríki. Og sem hann hafði þá saman safnað, bauð hann þeim að þeir færi eigi
út af Jerúsalem, heldur að þeir skyldu eftir bíða fyrirheiti föðursins, - sem
þér (sagði hann) hafið af mér heyrt. Því að sannlega skírði Jóhannes með
vatni, en þér skuluð með heilögum anda skírðir verða eigi langt eftir þessa
daga.

En þeir sem þar voru til samans komnir, spurðu hann að og sögðu: Herra, viltu
nú á þessum tíma upp rétta Íraels ríki? En hann sagði til þeirra: Það er eigi
yðart að vita stundir eður punkta tímanna, hverja faðirinn setti í sjálfs síns
valdi, heldur munu þér öðlast kraft heilags anda, þess er yfir yður mun koma,
og þér skuluð mínir vottar verða til Jerúsalem og í öllu Júdea og Samaría og
allt til ins yðsta jarðarenda.

Og er hann hafði þetta sagt, var hann þeim ásjáöndum upp numinn, og skýið tók
hann upp í burt frá þeirra augum. Og er þeir horfðu upp eftir honum til himins
faranda, sjá, að tveir menn stóðu hjá þeim í hvítum klæðum, hverjir og
sögðu: Þér menn út af Galílea, til hvers standi þér og horfið upp í himininn?
Þessi Jesús, sem upp numinn er frá yður til himins, mun koma líka svo sem þér
sáuð hann til himins fara. *

Þá sneru þeir aftur til Jerúsalem af fjallinu því sem kallaðist
Viðsmjörsviðarfjall, hvert eð í burt frá Jerúsalem er, nær þvottdagsgöngu. Og
er þeir komu inn, gengu þeir upp í þann sal hvar eð vanir voru að vera Pétur
og Jakobus, Jóhannes, Andreas, Filippus, Tómas, Bartalameus og Matteus,
Jakobus Alfei, Símon Selotes og Júdas Jakobus bróðir. Þessir voru með einum
huga stöðugir í bæn og ákalli með kvinnunum og með Maríu móðir Jesú og hans
bræðrum.

Og á þeim dögum stóð upp Pétur á milli lærisveinanna og sagði (en flokkur
þeirra manna er þar voru til samans komnir var nærri tuttugum og hundrað): Þér
menn og bræður, þeirri ritningu byrjaði upp að fyllast, hverja eð heilagur
andi áður fyrir sagði fyrir munn Davíðs út af Júdasi, hver eð var þeirra
leiðtogari sem Jesúm höndluðu, sá er og talinn var meður oss, og honum
hlotnaðist hlutdeild þessa vors embættis. Hann hefir að sönnu eignast akurinn
út af ranglætisins verðaurum og hengdi sig sjálfan upp og er í miðju sundur í
tvo hluti brostinn og hans innyfli eru og öll út hlaupin. Og það er öllum
kunnigt vorðið þeim er í Jerúsalem byggja svo að sami akur verður kallaður á
þeirra tungu Akeldama, það er blóðsakur.

Því að svo er skrifað í sálmabókinni: Hans setur skal í eyði verða, og eigi sé
sá nokkur sem þar inni byggir og hans biskupsdóm meðtaki annar. Fyrir því
hæfir það að af þeim mönnum, sem alla tíma hafa í bland oss verið frá því er
Drottinn Jesús tók að ganga út og inn vor í milli, uppbyrjandi í fráskírn
Jóhannis allt til þess dags er hann var upp numinn í frá oss, að einn af þeim
verði vottur hans upprisu meður oss.

Og þeir settu til tvo, Jósef, þann er hét Barsabas, að viðurnefni Júst, og
Matthíam, báðu og sögðu: Þú Drottinn, sem veist allra manna hjörtu, sýn hvorn
þú út velur af þessum tveimur svo að einn meðtaki það þjónusturúm og
postullegt embætti, í frá hverju Júdas er af fallinn það hann burt færi í sinn
stað. Og þeir lögðu hluti yfir þá. Hluturinn féll yfir Matthíam, og var hann
reiknaður til tölu þeirra ellifu postula.


Annar kapítuli

Og þá er fullkomnuðust hvítasunnudagar, voru þeir allir með einum huga í þeim
sama stað. Og þar varð skyndilega þytur af himni líka sem mikils tilkomandi
vindar og fyllti upp allt húsið þar þeir sátu í. Og á þeim sáust
sundurgreinilegar tungur svo sem að væri þær glóandi. Hann setti sig og yfir
sérhvern þeirra. Og þeir urðu allir fullir af heilögum anda og tóku að mæla
ýmislegar tungur eftir því sem heilagur andi gaf þeim til út að tala.

En þar voru Gyðingar byggjandi til Jerúsalem, guðlegir menn út af allra handa
þjóð þeirri sem undir himninum er. Og er þessi rödd skeði, kom mannfjöldinn
til samans og varð óttasleginn því að hver einn heyrði þá tala síns tungu svo
það að allir tóku að óttast og undrast og sögðu: Sjá, eru þessir eigi allir,
sem þar tala, út af Galílea? Hverninn heyrum vér þá hver einn sitt tungumál
þar eð vér erum inni fæddir, Parti og Medi og Elamíti og þeir sem byggja í
Mesópótanía, Júdea, Kapadokia, Ponto og Asía, Frýgia og Pamfýlia á Egyptalandi
og í álfum Líbýe, hverjar að eru nærri Kýrenia, og útlenskir af Róma, Gyðingar
og þeir sem Júðar höfðu gjörst, Kretar og Arabíar, og vér heyrum þá tala vorum
tungum Guðs stórmerki. * En allir urðu óttaslegnir og undruðust það, segjandi
sín á millum: Hvað man þetta vilja verða? En aðrir dáruðu þá og sögðu að þeir
væri fullir af nýju víni.

Þá stóð upp Pétur meður þeim ellifu, hóf upp sína raust og talaði til þeirra:
Þér Gyðingar, góðir menn og þér allir sem búið til Jerúsalem, það sé yður
kunnigt, og látið yður mín orð í eyrum loða því að þessir eru eigi drukknir
sem þér meintuð, á meðan það er ei meir en þriðja stund dags, heldur
er það að hvað sagt var áður fyrir spámanninn Jóel: Það skal ske á síðustu
dögum, segir Drottinn, að eg skal út hella af mínum anda yfir allt hold. Og
synir yðrir og dætur yðrar skulu fyrir spá, og ungmenni yðar skulu sjónir sjá,
og yðrir öldungar skulu drauma dreyma. Og eg skal að vísu út hella af mínum
anda á þeim dögum yfir mína þræla og yfir mínar ambáttir, og þær skulu fyrir
spá. Og eg skal gefa stórmerki á himnum uppi og teikn á jörðu niðri, blóð og
eld og reyksvælu. Sólin skal snúast í myrkur, en tunglið í blóð áður en sá
hinn mikli og alkunni dagur Drottins kemur. Og það skal og ske að hver sem
ákallar nafn Drottins, sá skal hólpinn verða.

Þér Íraelsmenn, heyrið þessi orð: Jesúm af Naðaret, einn mann af Guði við yður
auglýstan með kraftaverkum, stórmerkjum og táknum, þau er Guð gjörði fyrir
hann á meðal yðar svo sem þér sjálfir vel vitið. Þann sama (eftir það hann var
af tilsettu ráði og Guðs fyrirhugsan ofurseldur) hafi þér tekið hann fyrir
hendur ranglátra og krossfest hann og líflátið. Hvern Guð hefir uppreistan að
uppleystum dauðans hörmum fyrir því að það var ómögulegt að hann skyldi af
honum haldinn verða því að Davíð segir svo af honum: Eg hefi alla tíma Drottin
fyrir minni augsýn settan því að hann er mér til hægri handar svo að eg
skelfunst eigi. Fyrir það er mitt hjarta glaðvært, og tunga mín gleðst af því
að mitt hold man hvílast í voninni. Því að þú munt eigi forláta mína önd í
helvíti, og eigi leyfir þú það að þinn heilagi skuli rotnan sjá. Kunna gjörðir
þú mér lífsins vegu. Þú munt mig meður gleði fylla fyrir þínu augliti.

Þér menn, góðir bræður, leyfið mér með frelsi til yðar að tala af forföðurnum
Davíð. Því hann er framliðinn og greftraður, og hans gröf er hér hjá oss allt
til þessa dags. Af því að hann var nú spámaður og vissi það að Guð hafði honum
með eiði fyrirheitið það frjóvgun hans lenda skyldi á hans stóli sitja, hefir
hann það áður fyrir séð og talað af Krists upprisu að hans sála sé
eigi í helvíti forlátin og ei hafi hann rotnan séð. Þennan Jesúm upp vakti
Guð, hvers vottar vér erum allir.

Nú hann er fyrir Guðs hægri hönd upphafinn og að meðteknu heilags anda
fyrirheiti af föðurnum, úthellti hann þessu það þér sjáið og heyrið. Því að
Davíð er eigi upp stiginn til himna, en hann segir: Drottinn sagði drottni
mínum: Sit þú til minnar hægri handar þar til eg set óvini þína til skarar
þinna fóta. Því vitið það nú fyrir sann allt Íraels hús að Guð gjörði þennan
Jesúm, hvern þér krossfestuð, að einum herra og Kristi.

En er þeir höfðu þetta heyrt, samstungust þeir í hjartanu og sögðu til Péturs
og til annarra postulanna: Þér menn og góðir bræður, hvað skulu vér gjöra?
Pétur sagði til þeirra: Gjörið yfirbót og hver yðar einn láti skíra sig í
nafni Jesú Kristi til fyrirgefningar yðvarra synda, og þá munu þér meðtaka
heilags anda gjöf. Því að yðart og yðvarra barna er fyrirheitið og allra
þeirra sem í fjarska eru, hverja helst eð Guð Drottinn vor hér til kallar. Og
með mörgum öðrum orðum vitnaði hann fyrir þeim, áminnti þá og sagði: Látið
frelsa yður í frá þessari vondri slekt. Og þeir sem fúsir meðtóku hans orð,
voru skírðir, og þar urðu á þeim degi viðauknir nær þrim þúsundum sálna.

Þeir blifu og allir stöðugir í postulanna kenningu og í samneyti og brauðsins
brotningu og í bænahaldi. Og allra sálir urðu óttaslegnar, og þar gjörðust
mörg tákn og stórmerki fyrir postulana. En allir þeir, sem trúaðir voru
vorðnir, voru til samans og höfðu alla hluti sameiginlega. Eignir sínar og
fastagóss seldu þeir og sundur skiptu því meðal allra eftir því sem hverjum
var þörf á. Og jafnan voru þeir daglega með einum huga hver hjá öðrum í
musterinu og brutu brauðin í ýmsum húsum, tóku fæðslu og lofuðu Guð með
fagnaði og einföldu hjarta og höfðu náð hjá öllu fólki. En Drottinn lagði
daglega til söfnuðsins þá er hjálpast áttu.Þriðji kapítuli

En þeir Pétur og Jóhannes gengu til samans upp til musterisins um ix. stund
sem vanalegt var að biðjast fyrir. Og þar var þess konar maður sem haltur
hafði verið frá sinnar móður kviði. Sá lét bera sig, og þeir settu hann
daglega fyrir musterisins dyr, þær eð kölluðust inar fögru, svo að hann bæði
ölmusu af þeim er inn í musterið gengu. Þá hann sá það Pétur og Jóhannes vildu
inn ganga í musterið, bað hann að honum gæfist ölmusa. En Pétur horfði á hann
með Jóhanni og sagði: Horf þú á okkur. En hann horfði á þá vonandi að hann
mundi fá nokkuð af þeim, en Pétur sagði: Silfur og gull hefi eg eigi, en það
eg hefi, það gef eg þér: Í nafni Jesú Kristi af Naðaret statt upp og gakk, og
tók í hans hægri hönd og reisti hann upp. Og jafnsnart styrktust hans leggir
og iljar, spratt upp, gat gengið og staðið og gekk inn með þeim í musterið,
stökk upp og gekk lofandi Guð.

Og allt fólk sá hann ganga og lofa Guð. Þeir þekktu hann og það hann væri sá
sem fyrir ölmusu hafði setið fyrir Fögrudyrum musterisins. Og þeir fylltust af
undran og hræðslu yfir því er honum hafði gjörst. En sem þessi hinn halti, er
heilbrigður var vorðinn, hélt sig að Pétri og Jóni, hljóp allt fólkið til
þeirra í það forbyrgi sem heitir Salamonis, undrandi þetta.

En er Pétur sá það, andsvaraði hann fólkinu: Þér Íraelsmenn, hvað undrar yður
þetta eða hvar fyrir sprogsetji þér okkur svo sem hefði við gjört þennan
ganganda fyrir vorn eiginn kraft og verðskuldan? Guð Abrahams, Guð Ísaks, Guð
Jakobs, Guð feðra vorra hefir vegsamað sinn son Jesúm, hvern þér að sönnu
ofurselduð og neituðuð fyrir augliti Pílati þá hann dæmdi þó að hann skyldi
laus látast. En þér afneituðu hinu heilaga og réttláta og beiddust að sá
manndrápamaður skyldi yður gefast. Að vísu lífsins gjafara aflífuðu þér, hvern
eð Guð upp vakti af dauða, hvers vottar að vér erum. Og fyrir þá trú, sem
á hans nafn er, hefir hann þennan sem þér sjáið og þekkið styrkt í sínu
nafni. Og sú trúa, sem er fyrir hann, hefir þessum gefið heilbrigði í allra
yðvarra augsýn.

Nú veit eg, góðir bræður, að þér hafið gjört það af óvisku svo sem að yðrir
höfðingjar. En sá Guð sem fyrir munn allra sinna spámanna hefir áður kunngjöra
látið hverninn Kristur átti að líða og fullkomnaði það svo. Fyrir því gjörið
yfirbót og snúist svo að afmáist syndir yðrar. * Svo að sá endurlífgunartími
komi af herrans augsýn nær hann sendir þann sem yður verður nú fyrir fram
boðaður, Jesús Kristur, hverjum að sönnu byrjar himininn til sín að taka allt
til þeirra stunda þá allir hlutir skulu endurskikkaðir verða, hverja hluti Guð
hefir áður talað fyrir munn allra sinna heilagra spámanna í frá veraldar
upphafi.

Því að Moyses hefir sagt til feðranna: Spámann mun Guð, Drottinn yðar, upp
vekja yður út af bræðrum yðar, mér líkan. Honum skulu þér heyra og öllu því er
hann mun segja til yðar. Og það mun og ske að hver sú önd, sem eigi heyrir
þeim sama spámanni, skal útskúfuð verða frá fólkinu. Og allir spámenn í frá
Samúel og þar eftir svo margir sem talað hafa, þeir hafa af þessum dögum
kunngjört.

Þér eruð spámannanna og sáttmálans börn, hvern eð Guð gjörði við feður yðra þá
er hann sagði svo til Abrahams: Í þínu sæði skulu blessast allar þjóðir
jarðar. Yður þá hefir Guð upp vaktan sinn son Jesúm og hefir hann til yðar
sent yður að blessa svo að hver yðar einn snerist í frá sinni illsku.


Fjórði kapítuli

En sem þeir töluðu til fólksins, komu til þeirra prestar og yfirboðarar
mustérisins og saddúkei. Þeim mislíkaði það að þeir skyldu læra fólkið og það
þeir boðuðu í nafni Jesú upprisu af dauða, lögðu hendur á þá og settu þá í
varðhald til næsta morguns því að kveld var komið. En margir af þeim, er orðið
heyrðu, gjörðust trúaðir, og tala þeirra manna varð nær fimm þúsundum.

En að morgni komnum samansöfnuðust höfðingjar þeirra og öldungar og
skriftlærðir í Jerúsalem. Og Annas kennimannahöfðingi og Kaífas, Jóhannes og
Alexander og svo margir, sem þeir voru út af kennimannakyninu, skikkuðu þá
mitt fram fyrir sig og spurðu þá að: Af hverjum krafti eða í hvers nafni
gjörðuð þér þetta? Pétur, fullur af heilögum anda, sagði þá til þeirra: Heyri
þér höfðingjar lýðsins og öldungar í Írael, þótt vér rannsökust í dag um það
er vér gjörðum vel til þessum sjúka manni og af hverju skjali hann var
heilbrigður gjör, þá sé yður það og öllu fólki í Írael kunnigt það þessi
stendur (í nafni Jesú Kristi af Naðaret, þann þér krossfestuð, hvern er Guð
upp vakti af dauða) hér fyrir yður heilbrigður. Hann er og sá steinn sem
útskúfaður er af yður uppbyggjurum, hver eð gjörður er að höfði hyrningar. Og
eigi er í nokkrum öðrum heilsugjöf. Því að þar er ekkert annað nafn gefið
himnum undir á meðal manna, í hverju oss byrjar heilum að verða.

En sem þeir sáu stöðugleik þeirra Péturs og Jóhannis, undraði þá því þeir
vissu fyrir sann það þeir voru ólærðir og leikmenn og þekktu þá það þeir höfðu
verið með Jesú. En þeir sáu manninn, þann sem heill var orðinn, standa hjá
þeim og kunnu þar ekkert í mót að segja. Þá skipuðu þeir þeim að víkja út í
burt frá ráðinu og tóku þá að ráðgast um sín á milli og sögðu: Hvað skulu vér
gjöra þessum mönnum? Því að það teikn, sem af þeim var gjört, er kunnigt öllum
þeim sem í Jerúsalem byggja, og vær getum því eigi neitað. En svo að það skuli
eigi víðara út spyrjast meðal fólksins, þá ógnum þeim alvarlega að þeir segi
eigi neinum manni héðan í frá af þessu nafni.

Og þeir létu kalla á þá og buðu þeim að þeir töluðu með öngu móti né heldur
kenndu í nafni Jesú. En Pétur og Jóhannes svöruðu og sögðu til þeirra: Dæmi
þér sjálfir hvort það er rétt í Guðs augliti að vér skulum framar hlýða yður
en Guði. Því að það megu vær eigi að vér skulum eigi tala það hvað vér
höfum heyrt og séð. En þeir ógnuðu þeim og létu þá lausa og fundu eigi
hverninn þeir gæti þá pínt fyrir fólksins sakir af því að allir lofuðu Guð
yfir því sem til hafði borið. Því að sá maður var meir en (xl ára), á hverjum
eð skeð var þetta heilsuteikn.

Og sem þessir voru lausir látnir, komu þeir til sinna, kunngjörðu þeim hvað
helst að prestahöfðingjar og öldungarnir höfðu til þeirra sagt. Þá þeir heyrðu
það, hófu þeir upp með einum huga sína rödd til Guðs og sögðu: Þú Drottinn sem
ert sá Guð er gjörðir himin og jörð, sjóinn og alla hluti, hverjir í þeim eru,
sá þú sagðir fyrir munn þjóns þíns, Davíðs: Fyrir því æddu svo hinir heiðnu og
fólkið ásetti það hvað hégómlegt var? Konungar jarðarinnar héldu til sama, og
höfðingjar samansöfnuðust í eitt gegn Drottni og í gegn hans Kristi.

Því að sennilega komu þeir til samans í þessari borg í gegn þínum heilaga
syni, Jesú, þann þú smurt hafðir, Heródes og pontverskur Pílatus samt öðrum
heiðingjum og Íraels fólki að gjöra hvað þín hönd og þitt ráð hafði áður fyrir
hugsað hvað ske skyldi. Og nú, Drottinn, lít þú á þeirra heitingar og gef
þínum þjónum með allri alúð að tala þitt orð og rétt út þína hönd svo að þar
ske teikn, heilsur manna, stórmerki fyrir nafn þíns heilaga sonar, Jesú. Og
sem þeir höfðu beðist fyrir, hrærðist sá staður, í hverjum þeir voru til
samans safnaðir, og þeir urðu allir fullir af heilögum anda og töluðu Guðs orð
með allri alúð.

En mannmergð þeirri, er trúði, var eitt hjarta og ein önd, og eigi sagði
nokkur þeirra að það væri sitt er hann átti, heldur voru þeim allir hlutir
sameiginlegir. Og af miklum krafti gáfu postularnir vitnisburð af upprisu
Drottins vors, Jesú Kristi, og mikil náð var meður þeim öllum. Þar var og
enginn þeirra þurfandi því að svo margir sem þeir voru er akra eður hús áttu,
þeir seldu það og fluttu verðkaup þeirra peninga sem þeir höfðu selt og lögðu
fram fyrir fætur postulanna. Og sérhverjum skiptist eftir því hann hafði þörf
til. En Jósef, sá er auknefndur var af postulunum Barnabas, hvað er
þýðist huggunar sonur, levíti að ætt út af Kýprien, hann hafði akur og seldi
hann, bar verðið og lagði fyrir fætur postulanna.


Fimmti kapítuli

En þess konar maður sem Ananías var að nafni meður húsfreyju sinni, Safíra,
seldi eignir sínar og duldi af verðinu að vitand sinnar húsfreyju, en færði
suman hlut og lagði til fóta postulanna. Þá sagði Pétur: Ananía, því uppfyllti
andskotinn hjarta þitt svo að þú lygir að heilögum anda og duldir sumu af
verðaurum akursins? Var hann eigi þinn að öllu, og þá hann var seldur, var
hann í þínu valdi? Fyrir því settir þú slíkan hlut þér í hjarta? Eigi hefir þú
logið að mönnum, heldur að Guði. En þá Ananías heyrði þessi orð, datt hann
niður og gaf upp öndina, og hræðsla mikil kom yfir alla þá sem það heyrðu. En
ungmennin stóðu upp og tóku hann í burt, báru hann út, grófu hann.

Og það skeði innan skamms nærri þrim stundum að hans húsfreyja kom þar inn og
vissi eigi hvað þar hafði gjörst. En Pétur segir til hennar: Seg þú mér, kona,
hvort þið selduð akurinn svo dýrt. Hún sagði: Einninn svo dýran. Þá sagði
Pétur til hennar: Fyrir því eru þið samþykk orðin að freista anda Drottins?
Sjáðu, að fætur þeirra, sem jörðuðu mann þinn, eru fyrir dyrum úti, og þeir
munu þig út bera. Og jafnsnart datt hún niður fyrir fætur honum og gaf upp
öndina. En ungmennin komu inn og fundu hana dauða, báru út og grófu hana hjá
manni sínum. Og miklum ótta sló yfir allan söfnuðinn og yfir alla þá er það
heyrðu.

En mörg tákn og stórmerki gjörðust með lýðnum fyrir postulanna hendur. Og
allir voru þeir ásamt með einum huga í forbyrgi Salamonis. Og öngvir aðrir
dirfðust meir að samlaga sig þeim, heldur miklaði þá lýðurinn. Þar tók og enn
meir að aukast fjöld þeirra karla og kvenna sem á Drottin trúðu svo að
þeir báru út vanfæra menn á strætin og lögðu þá á sængur eður börur svo þá að
Pétur þeim borgum sem í nánd voru við Jerúsalem og færðu með sér sjúka menn og
þá sem af óhreinum öndum kvaldir voru, hverjir eð allir urðu heilbrigðir. *

Þá stóð upp kennimannahöfðinginn og þeir allir sem með honum voru, hverjir eð
eru villuflokkur saddúkeorum, og uppfylltust af hatri og lögðu hendur á
postulana og settu þá inn í almennileg varðhöld. En engill Drottins kom um
nótt og lauk upp dyr myrkvastofunnar, leiddi þá út og sagði: Farið, stígið upp
og talið til fólksins í musterinu öll þessi lífsins orð. Þá þeir höfðu það
heyrt, gengu þeir enn í dögun í musterið og tóku að kenna.

En er kennimannahöfðinginn kom til og þeir er með honum voru, kölluðu þeir
saman ráðið og alla öldunga Íraelssona og sendu til myrkvastofunnar þá að
sækja. En þá þénararnir komu þar og fundu þá eigi í myrkvastofunni, hurfu þeir
aftur og kunngjörðu þeim það og sögðu: Myrkvastofuna fundu vær að sönnu lukta
með allri athygli og varðmennina standandi þar framan fyrir dyrum, en þá vér
lukum upp, fundu vér öngvan þar inni. En er kennimaðurinn og yfirstjórnari
musterisins og aðrir fleiri kennimannahöfðingjar heyrðu þessi orð, tóku þeir
að verða efa blandnir um þá hvað af þeim mundi mega verða.

Þá kom þar nokkur sá undirvísaði þeim: Sjáið, að þeir menn, sem þér settuð í
myrkvastofu, eru í musterinu, standa og kenna þar fólkinu. Þá fór yfirboðarinn
burt með þénurunum og sóktu þá fyrir utan ofurvald því að þeir óttuðus verða.
Og sem þeir sóktu þá, skikkuðu þeir þeim fyrir ráðið. Kennimannahöfðinginn
spurði þá að og sagði: Höfu vær eigi af allri alvöru boðið yður að þér skylduð
eigi læra í þessu nafni, og sjáið, að þér hafið uppfyllt Jerúsalem meður yðra
kenning og þér viljið svo leiða yfir oss þessa manns blóð. En Pétur
svaraði og þeir postularnir og sögðu: Framar ber að hlýða Guði en mönnunum.
Guð feðra vorra upp vakti Jesúm, hvern þér lífi sviptuð og upp hengduð á
tréið. Þennan hefir Guð með sinni hægri hendi upphafið til eins höfðinga og
lausnara að veita Írael yfirbót og syndanna fyrirgefning. Og vér erum hans
vottar til þessara orða, og heilagur andi, hvern eð Guð gaf öllum þeim er
honum hlýða. En þá þeir heyrðu það, skárust þeir innan og hugsuðu sér að
lífláta þá.

Þá stóð upp nokkur faríseus af ráðinu, Gamalíel að nafni, einn lögvitringur
mikils virtur af öllu fólki, og bauð að postularnir skyldu víkja út um stundar
sakir og sagði til þeirra: Þér Íraelsmenn, takið yður í vakt hvað þér skuluð
gjöra viður þessa menn. Því að fyrir þessa daga reis upp Tevdas, segjandi sig
nokkurn vera, hverjum að samsinnti tal manna nær fjórum hundruðum, hver að í
hel er sleginn og allir þeir, sem honum trúðu, eru í sundur dreifðir og að
öngu gjörðir. Eftir hann stóð upp Júdas af Galílea á sköttunardögum og um
sneri miklu fólki eftir sér. Og hann fyrirfórst, og allir svo margir, sem
honum samsinntu, eru í sundur tvístraðir.

Og nú segi eg yður: Víkið frá þessum mönnum og látið þá kyrra. Því að ef þetta
ráð eður verk er af mönnum til, þá forgengst það, en ef það er af Guði, þá
megi þér það eigi kefja svo að eigi sýnust þér berjast Guði í móti. Þá
samsinntu þeir honum og kölluðu á postulana, strýktu þá og buðu þeim að þeir
töluðu með öngu móti í nafni Jesú og forlétu þá.

En þeir gengu að sönnu glaðir í burt frá ráðsins ásján það þeir höfðu þess
verðugir verið að líða háðung fyrir Jesú nafns sakir. Og hvern dag í mustérinu
og í öðrum fleiri húsum gáfu þeir eigi upp að kenna og predika evangelium út
af Jesú Kristo.


Sétti kapítulum

En á þeim dögum, sem að vóx tala lærisveinanna, gjörðist mögl meður þeim
girskum í gegn hinum ebreskum af því að ekkjur þeirra fyrirlétust í daglegri
þjónustu. Þeir tólf kölluðu þá til samans fjöldann lærisveinanna og sögðu: Það
er eigi hæfilegt að vér forlátum Guðs orð og þjónum fyrir borðum. Fyrir því,
góðir bræður, skyggnist um yðar í milli eftir þeim sjö mönnum sem gott mannorð
hafa og fullir eru með visku og helgan anda, hverja vér megum skikka yfir
þessa nauðsyn af því vér viljum í bæninni og orðsins þjónustu staðnæmast. Og
þessi orð þókknaðist öllum múganum og útvöldu Stefanum, einn mann fullan trúar
og heilags anda, Filippum og Prókoron, Níkanor og Tímon, Parmenan og Nikolaum
sem Gyðingur hafði gjörst út af Antiokkía. Þessa skikkuðu þeir fram fyrir
postulanna augsýn, báðust fyrir og lögðu hendur yfir þá.

Og Guðs orð tók að vaxa og lærisveinanna tala margfaldaðist næsta til
Jerúsalem. Þar gjörðist mikill kennimannahópur trúnni hlýðugur. En Stefanus,
fullur af náð og styrkleika, tók að gjöra stórmerki og tákn mikil meðal
fólksins. Þá stóðu upp nokkrir af þeirri samkundu, sem kallaðist libertinorum,
Kýrenorum og Alexandrinorum og þeirra sem voru úr Kilikía og Asía, þreytandi
spurningar við Stefanum. Og þeir gátu eigi mótstaðið þeirri speki né þeim
anda, af hverjum hann talaði. Þá sendu þeir út menn sem segja skyldu sig hafa
heyrt hann mæla háðungarorð á móti Guði og Moysen og æstu svo upp lýðinn og
öldungana og hina skriftlærðu, hlupu að og gripu hann, burt leiddu fyrir ráðið
og settu til ljúgvotta sem segja skyldu: Þessi maður lætur eigi af að tala
háðyrði í gegn þessum heilaga stað og lögmálinu. Því að vér heyrðum hann segja
það Jesús af Naðaret mundi þennan stað niður brjóta og umhverfa þeim setningum
er Moyses hefir oss gefið. Og allir þeir, sem í ráðinu sátu, horfðu á
hann og sáu að hans ásjána var svo sem önnur engils ásjóna. *


Sjöundi kapítuli

Þá sagði kennimannahöfðinginn: Er þessu svo varið? En hann sagði: Þér menn,
góðir bræður og feður, þá heyrið til.

Guð dýrðarinnar birtist föður vorum Abraham þá hann var enn í Mesópótanía áður
fyrir en hann bjó í Karram og sagði til hans: Far þú út af þinni jörðu og í
frá ættleifð þinni og kom til þeirrar jarðar sem eg mun sýna þér. Þá gekk hann
út af Kaldealandi og var látinn, flutti hann hann hingað yfir á þetta land, í
hverju þér byggið nú og gaf honum þar öngva arftöku inni og ekkert fótspor, en
hét þó að gefa honum það til eignar og hans sæði eftir hann þá hann hafði þó
öngvan son.

En svo talaði Guð að hans sæði mundi útlægt verða á annarlegri jörðu og það
þeir mundu þjá það í þrældómi og þvinga það illa í fjögur hundruð ára. Og þá
þjóð, sem þeir munu þjóna, skal eg afmá, sagði Guð, og eftir það munu þeir
ganga út þaðan, þjóna mér í þessum stað, -og gaf honum sáttmálann
umskurðarins. Og hann gat Ísak og umskar hann á áttanda degi, en Ísak Jakob,
en Jakob þá tólf forfeður.

Og forfeðurnir, hrærðir af öfund, seldu Jósef í Egyptaland. En Guð var með
honum og frelsaði hann úr öllum hans harmkvælum og gaf honum náð og vísdóm í
augliti Faraonis, konungsins af Egyptalandi, og hann setti hann höfuðsmann
yfir Egyptaland og yfir allt sitt hús.

Þar kom hungur og harmkvæli mikið yfir allt Egyptaland og Kanansjörð, og vorir
feður fundu öngva fæðslu. En er Jakob heyrði að korn var á Egyptalandi, sendi
hann út í fyrstu feður vora. Og er hann sendi þá út í annað sinn, varð Jósef
þekktur af sínum bræðrum, og Faraoni gjörðist kunnigt Jósefs slekti. En Jósef
sendi út og lét sækja föður sinn, Jakob, og alla sína ættkvísl, fimm og
sjötigir sálna. Og Jakob fór ofan til Egyptalands og er andaður, hann og feður
vorir, og eru fluttir yfir um til Síkem og lagðir í þá gröf sem Abraham keypti
meður silfri af sonum Hemor, sonar Síkem.

En þá er nálgast tók fyrirheitsins tími, sá er Guð hafði svarið Abraham, óx
fólkið upp og tók að aukast á Egyptalandi allt þangað til að annar konungur
kom, sá er eigi vissi út af Jósef. Hann niðraði voru kyni og þjáði feður vora
að þeir bæri út börn sín svo þau lifðu eigi. Á þeim tíma fæddist Moyses og var
Guði þekkur og var þrjá mánuði fóstraður í síns föðurs húsi. En er hann var út
borinn, tók hann upp dóttir Faraonis og ól sér upp fyrir son. Og Moyses varð
menntur í allri speki egypskra manna og var voldugur í orðum sínum og verkum.

En þá hann var fjörutigi ára gamall, fló honum í hjarta að finna bræður sína,
Íraels sonu. Og hann leit þann er órétt þoldi, stóð hann hjá honum og hefndi
hans sem órétt þoldi og vó þann hinn egypska mann því hann meinti að sínir
bræður skyldu undirstanda það Guð mundi gefa þeim heill fyrir hans hönd, en
þeir undirstóðu það eigi.

Og enn annars dags eftir kom hann til þeirra þar þeir voru að þrátta sín á
milli og tók að semja frið meður þeim og sagði: Þér, góðir menn, eruð bræður,
fyrir hví gjörir hvor yðar öðrum órétt? En sá er sínum náunga gjörði órétt,
stakaði honum frá sér og sagði: Hver setti þig höfðingja eður dómara yfir oss?
Eða viltu drepa mig svo sem þú drapst í gær hinn egypska mann? En Moyses flýði
fyrir þeirri ræðu og gjörði sig útlendan á jörðu Madían, hvar eð hann ól tvo
sonu.

Og að fullkomnuðum (xl) árum birtist honum í eyðimörku á fjallinu Sínaí engill
Drottins í eldsloga í rjóðrinu. En er Moyses sá það, undraðist hann sýnina, og
er hann gekk til og vildi hyggja, að kom rödd Drottins að honum og sagði: Eg
em Guð feðra þinna, Guð Abrahams, Guð Ísaks, Guð Jakobs. En Moyses varð
óttasleginn og þorði eigi að að hyggja. En Drottinn sagði til hans:
Leys þú af þér skóklæði fóta þinna því að sá staður, þú stendur á, er heilög
jörð. Algjörlega hefi eg séð harmkvæli míns lýðs, þess sem að er á
Egyptalandi, og þeirra kveinan hefi eg heyrt, og eg em ofan kominn þá að
frelsa. Far nú hingað, og man eg senda þig til Egyptalands.

Þennan Moyses, hverjum þeir afneituðu og sögðu: Hver setti þig yfirmann og
dómara? - þann sama sendi Guð þeim til höfðingja og frelsara fyrir hönd
engilsins, þess er honum birtist í rjóðrinu. Þessi leiddi þá út, gjörandi tákn
og stórmerki á Egyptalandi og í hafinu rauða og svo á eyðimörkinni í fjörutigi
ár. Þessi er og sá Moyses sem sagði til Íraels sona: Spámann mun Guð upp vekja
yður af bræðrum yðar líkan mér, honum skulu þér heyra.

Þessi er sá sem var á eyðimörku í samkundunni með englinum, hver eð talaði við
hann á fjallinu Sínaí og við feður vora. Þessi meðtók lífsins orð svo að hann
gæfi oss það, hverjum að eigi vildu hlýða yðrir feður, heldur skúfuðu þeir
honum í frá sér og snerust í sínum hjörtum til Egyptalands, segjandi til
Arons: Gjör þú oss Guði, þá fyrir oss skulu ganga því að vér vitum eigi hvað
út af þeim Moyse er orðið sem oss leiddi út af Egyptalandi, - og gjörðu sér á
þeim dögum kálf og offruðu honum skurgoðafórnir og tóku að gleðjast af sínum
handaverkum.

En Guð sneri sér frá þeim og gaf þá ofur svo að þeir dýrkuðu himinins herskap
eftir því sem skrifað er í spámannabókinni: Hafi þér nokkurn tíma af Íraels
húsi í þau fjörutigir ára á eyðimörkinni offrað mér siguroffri eður fórnum? Og
þér meðtókuð tjaldbúð Móloks og himinteikn Guðs yðvars Rempa og þær myndir sem
þér gjörðuð yður til á að kalla. Og eg man burt flytja yður allt út yfir
Babylon.

Vorir feður höfðu sáttmálans tjaldbúð á eyðimörkinni svo sem Guð hafði þeim
fyrirskipað þá hann sagði til Moysen að hann skyldi hana gjöra eftir þeirri
mynd er hann hafði séð, hverja eð vorir feður meðtóku og fluttu hana meður
Jósúa í það land er heiðingjar héldu, hverjum Guð útskúfaði af augsýn
feðra vorra allt til daga Davíðs, hver eð fann náð hjá Guði og bað að hann
mætti tjaldbúð finna Guði Jakobs. En Salamon byggði honum upp hús.

En sá hinn hæðsti byggir eigi í þeim mustérum er með höndum eru gjörð svo sem
hann segir fyrir spámanninn: Himinninn er minn stóll, en jörðin er skör minna
fóta. Hvaða húsi vilji þér upp byggja mér, segir Drottinn, eða hver er staður
minnar hvíldar? Hefir eigi mín hönd gjört allt þetta?

Þér harðsvíraðir og óumskornir í hjörtum og eyrum stríðið jafnan í móti
heilögum anda, svo sem feður yðrir, líka einninn þér. Hvern spámanna hafa
yðrir feður eigi ofsókt og þá í hel slegið sem fyrir fram boðuðu til komu ins
réttláta, hve
meðtekið lögmálið fyrir englanna tilskikkan og haldið eigi. Sem þeir heyrðu
þetta, skárust þeir í sínum hjörtum og nístu tönnum yfir honum. En með því
hann var fullur af heilögum anda, hóf hann upp sín augu til himins og sá Guðs
dýrð og Jesúm standa til hægri handar Guði og sagði: Sjáið, að eg sé himnana
opna og mannsins son standa til Guðs hægri handar. En þeir kölluðu upp hárri
röddu og saman luktu sín eyru og gjörðu honum árás með einu samdrætti, hnepptu
hann út af borginni og grýttu hann. En vottarnir lögðu hans klæði til fóta
þess ungmennis er Sál hét og lömdu Stefanum grjóti. Hann kallaði upp og sagði:
Herra Jesús, meðtak þú minn anda. En hann kraup niður og kallaði hárri röddu:
Legg eigi þeim til þessa synd. Og sem hann hafði það sagt, sæfðist hann. *


Áttandi kapítuli

En Sál var samsinnandi hans dauða. Þá gjörðist og mikill ófriður þeim safnaði
sem var til Jerúsalem. Og þeir tvístruðust allir burt um héruð Júdee og
Samaríe fyrir utan postularnir. En guðhræddir menn bjuggu um Stefanum
og báru yfir honum trega mikinn. En Sál tók að eyða söfnuðinum, gangandi inn í
ýmsra hús, draganda út menn og kvinnur og setti í varðhöld.

En þeir, sem tvístraðir voru, fóru um kring og predikuðu Guðs orð. Filippus
fór og ofan til borgarinnar í Samaría og predikaði þeim út af Kristi. Og
fólkið tók með einu samheldi að heyra og gætur að því að gefa sem af Filippo
sagðist, sjáandi og þau teikn er hann gjörði því að óhreinir andar fóru út af
mörgum þeim, er óðir voru, með ópi miklu, margir iktsjúkir og haltir urðu og
heilbrigðir og mikill fögnuður gjörðist í þeirri borg.

En þar var áður fyrir í þeirri borg sá nokkur sem Símon hét, töframaður, og
tældi með því hina samversku þjóð eð hann sagði sig vera nokkurs háttar
mikinn, hverjum þeir hlýddu allir frá hinum minnsta til ins mesta, segjandi:
Þessi er kraftur Guðs, sá er kallast hinn mikli. En þeir lutu honum af því að
hann hafði í langa tíma ært þá með sinni fjölkynngi. Og þá þeir trúðu nú
Filippo sem hann predikaði af Guðs ríki og af nafni Jesú Krists, skírðust bæði
menn og konur, þá trúði og Símon sjálfur. Og er hann var skírður, hélt hann
sig að Filippo. En þá hann sá þau tákn og kraftaverk sem skeðu, tók hann
felmsfullur að undrast.

En er postularnir, þeir sem til Jerúsalem voru, heyrðu það að Samaría hefði
meðtekið Guðs orð, sendu þeir til þeirra Petrum og Jóhannem. Og þá þeir ofan
komu, báðu þeir fyrir þeim svo að þeir meðtæki heilagan anda því að hann var
eigi enn kominn yfir nokkurn þeirra nema það þeir voru aðeins skírðir í nafni
Drottins Jesú Kristi. Þeir lögðu þá hendur yfir þá, og þeir meðtóku heilagan
anda. *

En er Símon sá það að heilagur andi varð gefinn fyrir handa upplegging
postulanna, færði hann þeim peninga og sagði: Gefi þér mér og þetta vald svo
að yfir hvern er eg legg hendur að hann meðtaki heilagan anda. En Pétur sagði
til hans: Peningur þinn sé meður þér til glötunar því að þú meintir Guðs gáfu
með pening eignast. Ekkert hlutskipti né gæfulag verður þér af þessu
orði því að þitt hjarta er eigi réttferðugt fyrir Guði. Fyrir því gjör iðran
fyrir þessa þína illsku og bið Guð um ef verða mætti að þér fyrirgefist þessi
hugsan þíns hjarta því að eg sé þig vera í galli beiskjunnar og í fjötri
ranglætisins.

Þá svaraði Símon og sagði: Biðji þér fyrir mér til Drottins svo að ekkert komi
yfir mig út af því sem þér sögðuð. En þeir, þá er þeir höfðu vitnað og talað
orð Drottins, sneru þeir aftur til Jerúsalem og predikuðu guðsspjöllin í
mörgum samverskum kauptúnum.

En engill Drottins talaði til Filippo og sagði: Statt upp og gakk í suður á
þann veg sem liggur frá Jerúsalem ofan til Gasa, þeirrar sem í eyði er. Hann
stóð upp og gekk í burt. Og sjáðu, að blálenskur maður, geldingur og
vildarmenni drottningarinnar, Kandakes af Blálandi, hver eð yfir var settur
allar hennar fjárhirslur, hann var farinn til Jerúsalem að tilbiðja og fór nú
heim í veg og sat í sínum vagni lesandi Esaiam spámann.

En andinn sagði til Filippo: Gakktu þangað að og teng þig að þeim vagni. Þá
skundaði Filippus þangað að og heyrði að hann var að lesa Esaiam spámann og
sagði: Skilur þú ekki hvað þú les? En hann svaraði: Hverninn má eg kunna það
nema að nokkur leiðrétti mig? Þá bað hann Filippum að hann stigi upp og sæti
hjá sér. En ritningarinnar innihald, það hann las, var þetta: Svo sem sauður
er hann til dráps leiddur, og þegjandi sem lamb fyrir þeim er það klippir,
líka svo hefir hann og eigi upp lokið sínum munni. Í hans lækkan er hans dómur
burt hafinn. En hver mun hans aldur út mega segja? Því að hans lífdagar eru af
jörðunni í burt teknir. Þá svaraði geldingurinn Filippo og sagði: Eg beiði
þig: Af hverjum talar spámaðurinn þetta, sjálfum sér eða um nokkurn annan?

En Filippus lauk upp sínum munni og tók til í frá þessari skrift og boðaði
honum af Jesú. Og sem þeir fóru um veginn, komu þeir að vatni nokkru, og
geldingurinn sagði: Sjáðu vatnið, hvað hamlar mér það eg skírunst eigi? En
Filippo sagði: Ef þú trúir af öllu hjarta, þá hæfir það. Hann svaraði og
sagði: Eg trúi að Jesús Kristur sé Guðs sonur. Og hann bauð að vagninn
staðnæmdist, og þeir stigu báðir ofan í vatnið, Filippus og geldingurinn, og
hann veitti honum skírn. En er þeir voru upp komnir úr vatninu, greip andi
Drottins Filippum í burt, og geldingurinn sá hann eigi meira. Með það fór hann
glaður sína götu. En Filippus fannst til Asdód, gekk um kring og tók að
predika guðsspjöllin í öllum stöðum þar til hann kom til Kaparnaum.


Níundi kapítuli

Sál blés enn ógnum og aldurtila í gegn lærisveinum Drottins, gekk til
kennimannahöfðingjans og beiddist af honum bréfa til samkundunnar í Damasko
svo að ef hann fyndi þar nokkra þess vegar, karla eða kvinnur, að hann færði
þá bundna til Jerúsalem. Og sem hann var á veg kominn, skeði það svo er hann
tók að nálgast Damaskum að í skyndingu leiftraði um hann ljós af himni, og
hann féll til jarðar og heyrði röddina er til hans sagði: Sál, Sál, því
ofsækir þú mig? En hann sagði: Hver ertu, lávarður? Drottinn sagði: Eg em
Jesús, hvern þú ofsækir. Hart er þér að bakspyrna í mót broddunum. En hann,
skjálfandi og felmsfullur, sagði: Drottinn, hvað viltu að eg gjöri? Drottinn
sagði til hans: Statt upp og gakk inn í borgina, og þar mun þér sagt verða
hvað þér byrjar að gjöra.

En þeir menn, sem með honum fóru, stóðu felmsfullir, heyrðu að vísu röddina,
en sáu þó öngvan. Sál stóð þá upp frá jörðunni, og með uppluktum augum sá hann
ekkert. En þeir héldu um hönd hans og leiddu hann inn í Damaskum. Og svo var
hann í þrjá daga að hann sá eigi, og eigi át hann né drakk.

En í Damasko var sá lærisveinn sem hét Ananías. Og í sýn þá sagði Drottinn til
hans: Þú Ananía. En hann ansaði: Sé, hér em eg, herra. Drottinn sagði til
hans: Statt upp og gakk í það stræti sem kallast hið rétta og spyr að í húsi
Júða eftir þeim sem Sál er að nafni út af Tarsen, því, sjá nú, að hann
biður. Og í sjón sá hann mann inn til sín koma, Ananíam að nafni, leggjandi
hönd yfir sig svo að hann yrði sjáandi aftur.

Ananías svaraði: Drottinn, út af mörgum hefi eg heyrt um þenna mann hvað mikið
illt hann hefir gjört þínum heilögum til Jerúsalem. Og hér hefir hann út af
kennimannahöfðingjum vald til að binda þá alla sem þitt nafn ákalla. En
Drottinn sagði til hans: Far þú því að þessi er mér útvalið ker að hann beri
mitt nafn fyrir heiðinn lýð og konunga og fyrir Íraels sonu. Eg mun og sýna
honum hversu mikið honum ber að líða fyrir míns nafns sakir.

Ananías fór þangað og gekk inn í húsið, lagði yfir hann hendur og sagði: Sál,
bróðir, Drottinn Jesús sendi mig hingað, hver eð þér birtist á veginum þeim er
þú komt hér svo að þú fengir sýn aftur og uppfylltist heilögum anda. Og
jafnskjótt féll af hans augum svo sem annað fiskihreistur, og hann fékk sýn
aftur. Hann stóð upp og lét skíra sig, tók síðan fæðslu til sín og styrkti
sig.

Sál var þá nokkra daga hjá þeim lærisveinum er voru í Damasko, og jafnsnart
gekk hann í Gyðingasamkundur og tók að predika þeim Jesúm það hann sami væri
Guðs sonur. En þeim blöskraði öllum, er honum heyrðu, og tóku að segja: Er
þessi eigi sá sem til Jerúsalem stríddi á alla þá sem þetta nafn ákölluðu og
hingað kominn til þess að leiða þá bundna fyrir kennimannahöfðingja? En Sál
tók að styrkjast miklu framar og hnekkti þeim Gyðingum sem í Damasko bjuggu,
fulleflandi það að sjá væri Kristur. *

Og mörgum dögum þar eftir héldu Gyðingar samstefnu sín á milli að þeir
aflífuðu hann. En þeirra vélræði urðu Sálo undirvísuð. En þeir varðveittu nótt
og dag portin svo að þeir fengi hann í hel slegið. Þá tóku hann lærisveinarnir
um nótt og slepptu honum yfir múrinn og létu í körf ofan síga.

En þá Sál kom til Jerúsalem freistaði hann þess að samlaga sig til
lærisveinanna, og þeir óttuðust hann allir, trúandi eigi því að hann væri
lærisveinn. En Barnabas tók hann og leiddi til postulanna og sagði
þeim í frá hversu hann hefði séð Drottin á veginum og það hann hefði talað við
hann og hverninn hann hafði til Damasko trúlega predikað nafn Jesú. Og hann
var hjá þeim, gekk út og inn til Jerúsalem og predikaði nafn Drottins Jesú
trúlegana. Þá tók hann að tala og heyja spurningar við hina girsku, en þeir
leituðu við að lífláta hann. Þá bræðurnir fornumu það, leiddu þeir hann út til
Sesaream og sendu hann til Tarsen. Og svo hafði söfnuðurinn að sönnu frið um
allt Júdeam og Galíleam og Samaríam, hresstust upp og gengu í ótta Drottins og
margfölduðust í huggan heilags anda.

Það skeði og þá Pétur ferðaðist um kring allra að vitja það hann kom einninn
til þeirra heilagra sem bjuggu í Lýdda. Þar fann hann þann mann sem Eneas var
að nafni, hver eð legið hafði í rekkju meir en í átta ár. Hann var sjúkur í
kveisu. Pétur sagði til hans: Eneas, Jesús Kristur gjöri þig heilan, statt upp
og reið upp sjálfur um þig. Og hann stóð jafnsnart upp. Og allir sáu hann þeir
sem bjuggu í Lýdda og í Assarona, hverjir og snerust til Drottins.

En í Joppe var sú lærdómsins þjónustukvinna sem Tabíta var að nafni, hvað er
útleggst Dorkas, það heitir skógargeit. Hún var full góðra verka og meður
ölmusugjörðir sem hún veitti. En á þeim dögum bar svo til að hún tók sótt og
andaðist. Og sem þeir höfðu þvegið hana, settu þeir hana í borðstofuna. En með
því að Lýdda liggur í grennd við Joppen, og þá lærisveinarnir heyrðu það að
Pétur væri þar, sendu þeir til hans og báðu hann um að hann léti sér ekki
þungt þykja til þeirra að koma.

En Pétur stóð upp og fór með þeim. Og er hann kom þar, leiddu þeir hann í
borðstofuna, og allar ekkjurnar flykktust utan um kring hann grátandi og sýndu
honum þá kyrtla og klæðnað sem Dorkas hafði gjört meðan hún var hjá þeim. Og
er Pétur hafði þá alla út drifið, féll hann á knéin, baðst fyrir og snerist að
líkamanum og sagði: Tabíta, statt upp. En hún lauk upp sínum augum, og er hún
sá Petrum, setti hún sig upp. En hann rétti henni höndina og reisti
hana upp og kallaði á hina heilögu og ekkjurnar og afhenti þeim hana lifandi.
Og það kunngjörðist um alla Joppen, og margir trúðu á Drottin. Það skeði og
svo að hann bleif marga daga í Joppen hjá Símoni þeim nokkrum sem var einn
sútari.


Tíundi kapítuli

En sá maður nokkur í Sesarea sem Kornelius var að nafni, höfuðsmaður yfir þeim
selskap er kölluðust valir, guðlegur mann og guðhræddur með öllu sínu húsi,
gefandi fólkinu miklar ölmusur og var jafnan á bæn til Guðs. Hann sá
opinberlega í sýn nær níundu stund dags engil Guðs ganga inn til sín er sagði
til hans: Korneli. En hann horfði á hann óttasleginn og sagði: Hvað er þá,
herra? Hann sagði honum þá: Bænir þínar og ölmusugjörðir eru upp stignar til
minnis fyrir Guði. Og send nú út menn til Joppen og lát sækja Símon, þann
kallaður er Petrus. Hann herbergjar hjá Símoni, sútara einum, hvers hús að
leggur við sjóinn. Hann mun segja þér hvað þér byrjar að gjöra. En er
engillinn, sá við hann talaði, var í burt genginn, kallaði hann á tvo sína
þjónustumenn og einn guðlegan stríðsmann út af þeim er að honum lutu, hverjum
hann sagði allt frá og sendi þá til Joppen.

En daginn eftir er þeir voru á leiðinni og tóku að nálgast borgina, sté Pétur
upp á loftið að hann bæðist fyrir nær séttu stund. Og er hann hungraði, vildi
hann matar neyta. En á meðan þeir voru að búa til, leið yfir hann brjósthöfgi
og sá himininn opinn og ofan fara að sér disk nokkurn mikinn svo sem línlak í
fjórum hyrningum upp bundinn. Og hann varð af himni ofan látinn á jörðina, í
hverjum eð voru allar ferfættar kindur, skógdýr og skriðkvikindi og fuglar
himins. Og þar skeði rödd til hans: Statt upp, Pétur, slátra og et. En Pétur
sagði: Öngvaneginn, herra, því að eg hefi enn aldri nokkuð almennilegt eður
óhreint etið. Og röddin sagði aftur í annað sinn til hans: Hvað Guð
hreinsaði, það seg þú eigi almennilegt. Þetta skeði þrisvar sinnum, og
diskurinn varð upp numinn aftur til himins.

Og er Pétur var efablandinn um með sjálfum sér hver þessi sýn mundi vera sem
hann hafði séð, sjáðu, að þá spurðu þeir menn er út voru sendir frá Kornelio
eftir húsi Símonar og stóðu úti við hurðina. Og að útkölluðum nokkrum spurðu
þeir að hvort Símon, að viðurnefni Petrus, hefði þar herbergi. En er Pétur
hugleiddi um sýnina, sagði andi til hans: Sjáðu, þessir menn leita að þér.
Statt upp, far ofan og gakk með þeim og efa ekkert því að eg senda þá hingað.
Þá sté Pétur ofan til þeirra manna, sem sendir voru til hans frá Kornelio, og
sagði: Sjáið, eg em þann sami þér spyrjið að. Hver efni eru til þess að þér
eruð hér komnir? Þeir sögðu Kornelius, sá höfðingi, frómur maður og
guðhræddur, hafandi góðan orðstír af öllu Gyðingafólki, er með vitran áminntur
af heilögum engli að hann kallaði þig í sitt hús svo hann heyrði orð af þér.
Og þá kallaði hann þá inn og veitti þeim herbergi.

Annan dag eftir ferðaðist Pétur með þeim, og nokkrir bræður af Joppen fylgdu
honum. Og annars dags eftir komu þeir til Sesaream. En Kornelius beið þeirra
og saman kallaði sína frændur og virktavini. Og er það skeði að Pétur kom inn,
gekk Kornelius í móti honum og féll til fóta hans og tilbað hann. En Pétur
reisti hann upp og sagði: Statt upp, eg em og maður. Og er hann hafði haft
samtal við þá, gekk hann inn og fann þá marga er þar voru saman komnir og
sagði til þeirra: Þér vitið að það er eigi leyfilegt þeim manni, sem Gyðingur
er, að fella sig við eður ganga til útlendra manna. En Guð sýndi mér að eg
segða öngvan mann almennan eður óhreinan, fyrir hvað eg kom utan dvöl þá eg
var til kvaddur. Því spyr eg yður nú að hvar til þér létuð kalla mig.

Kornelius sagði: Í fjóra daga hefi eg fastað allt til þessarar stundar. Og um
(ix) stund sem eg baðst fyrir í mínu húsi, og sjá, þá stóð maður fram fyrir
mér í skínanda klæði og sagði: Korneli, þín bæn er alheyrð og þínar
ölmusur eru í minni settar fyrir Guðs augliti. Af því send þú til Joppen og
lát kalla Símon, þann auknefndur er Petrus. Hann herbergjar í húsi Símonar
sútara við sjóinn. Því þá hann kemur, mun hann tala fyrir þér. Þá senda eg
jafnsnart til þín, og þú gjörðir vel það þú komt hingað því að vær erum (að
Guðs vitni) hér allir að vér heyrum alla þá hluti sem þér eru af Guði boðnir.

En Pétur lauk sinn munn upp og sagði: Nú reyni eg í sannleika það ekki er
manngreinarmunur hjá Guði, heldur á öllu fólki sem hann óttast og gjörir
réttvísi, þá er honum þókknan.

Þér vitið af þeirri predikan sem Guð sendi til Íraelssona, boðandi þeim frið
fyrir Jesúm Kristum (hver að er Drottinn allra), af hverri predikan ryktið út
barst um allt Gyðingaland, sú er fyrst hófst upp í Galílea eftir þá skírn sem
Jóhannes predikaði það Guð hefði smurt Jesúm af Naðaret með heilögum anda og
krafti, hver eð um kring gekk, gjörði gott og græddi alla þá sem af djöflinum
voru undirþrykktir af því Guð var með honum. Og vér erum vottar alls þess hann
gjörði á Gyðingalandi og í Jerúsalem, hvern þeir aflífuðu og á tréið upp
hengdu. *

Þennan upp vakti Guð á þriðja degi og lét opinberan verða, eigi öllu fólki,
heldur oss sem áður voru hans útvaldir vottar af Guði, vér sem átum og drukkum
með honum eftir það hann var upp risinn af dauða. Og hann bauð oss að predika
fólkinu og vitni um bera það hann væri sá sem skikkaður er af Guði, dómari
lifendra og dauðra. Af þessum bera allir spámenn vitni og fyrir hans nafn
skuli allir þeir, sem á hans nafn trúa, meðtaka syndanna fyrirgefning. *

Þá Pétur talaði þessum orðum, féll heilagur andi yfir þá alla sem orðið
heyrðu. Og þeir trúaðir, sem af umskurningunni voru og með Pétri höfðu komið,
undruðust það að heilags anda gjöf væri úthellt yfir heiðna menn því þeir
heyrðu þá tungur tala og vegsama Guð. Þá svaraði Pétur: Hver má fyrirbjóða
þeim vatnið að þeir skírist eigi sem meðtekið hafa heilagan anda líka
sem vér? Og hann bauð að skíra þá í nafni Drottins. Þeir báðu hann þá að hann
væri hjá þeim nokkra daga.


Ellifti kapítuli

Og er það heyrðu postularnir og þeir bræður sem í Júdea voru að heiðingjar
hefðu meðtekið Guðs orð og þá Pétur kom upp til Jerúsalem, tóku þeir að þrátta
í móti honum sem voru af umskurningunni og sögðu: Þú gekkst inn til þeirra
manna sem yfirhúð hafa og mataðist með þeim.

En Pétur tók til af upphafi og lagði út fyrir þeim eitt eftir annað og sagði:
Eg var í borginni Joppen á bæn, og eg sá í leiðslu míns hugskots sýn þá að
diskur nokkur leið ofan stór sem annað línlak meður fjórum hyrningum, ofan
látinn af himnum og kom allt inn til mín, á hvern eg horfða. Hugða eg að og sá
ferfættar kindur jarðar, skógdýr, skriðkvikindi og fugla himins. Eg heyrða þá
rödd sem til mín sagði: Statt upp, Pétur, slátra og neyt. En eg sagði: Herra,
öngvaneginn því ekkert almennt eður óhreint hefir enn nokkurn tíma í minn munn
inn gengið. En röddin svaraði mér í annað sinn af himni: Hvað Guð hreinsaði,
það seg þú eigi almennt. Og þetta skeði þrisvar, og þá var allt upp numið
aftur til himins.

Og sjáið, að jafnsnart stóðu þrír menn úti fyrir húsinu þar eg var inni,
sendir af Sesarea til mín. En andinn sagði mér að eg skyldi ganga með þeim og
efa ekkert. En mér fylgdu þessir sex bræður, og vær gengu inn í þess manns
hús. Hann kunngjörði oss hverninn hann hefði séð engil í sínu húsi, hver eð
staðið hafði fyrir honum og sagt til hans: Send þú út menn til Joppen og lát
kalla til þín Símon, þann kallaður er Pétur. Hann mun segja þér þau orð, af
hverjum þú munt hólpinn verða og allt þitt hús. En þá eg tók til að tala, féll
heilagur andi yfir þá líka sem hann féll yfir oss í upphafi. Þá kom mér það í
hug hvað Drottinn hafði sagt: Jóhannes skírði að sönnu í vatni, en
þér skuluð með heilögum anda skírðir verða. Því fyrst Guð hefir gefið þeim
líkar gjafir sem oss þann tíð vér trúðum á Drottin Jesúm Krist, hver var eg
þess eg mætta það Guði banna? Þá þeir heyrðu það, þögnuðu þeir út af,
vegsömuðu Guð og sögðu: það Guð hefði og unnt heiðingjum iðran til lífs.

Og sennilega þeir, sem í sundur höfðu dreifst af þeirri hörmung er bar til um
Stefanum, gengu um kring allt til Feniken og Kýpriam og Antiokkiam, talandi
orðið fyrir öngum nema Gyðingum einum. Þar voru og nokkrir út af þeim sem voru
af Kýpria og Kýrenia, hverjir þann tíð þeir gengu inn í Antiokkiam, tóku að
tala til þeirra Grikkja, boðandi þeim Drottin Jesúm. Og hönd Drottins var
meður þeim, og mikil tala trúaðra manna snerist til Drottins.

En það orð flaug sem af þeim fór til eyrna safnaðarins sem var til Jerúsalem,
og þeir sendu út Barnabam það hann gengi til Antiokkiam. Og sem hann kom þar
og sá Guðs náð, varð hann glaður og réð þeim öllum að þeir skyldu með öruggu
hjarta hjá Guði staðnæmast. Því hann var góður maður og fullur af heilögum
anda og trúar. Og margt fólk jókst þar Drottni. En Barnabas fór til Tarsen að
hann frétti upp Sálum. Og er hann hafði fundið hann, fylgdi hann honum í
Antiokkiam. Og það skeði svo að þeir voru til samans árið allt hjá þeim
söfnuði, kenndu þar og mörgu fólki svo að lærisveinarnir kölluðust fyrst í
Antiokkia kristnir.

En á þeim dögum komu spámenn af Jerúsalem til Antiokkiam. Og einn af þeim stóð
upp, Agabus að nafni. Hann tilteiknaði fyrir andann mikið hungur er koma
skyldi í öllum veraldar heimi, hvert eð skeði undir Kládío keisara. En
lærisveinarnir lögðu til, hver eftir því sem hann formátti, og sendu þeim
bræðrum til bjargar er bjuggu í Júdea, hvað þeir gjörðu og sendu til þeirra
öldunga fyrir hendur Barnabe og Sáls.Tólfti kapítuli

En á þeim tíma lagði Heródes konungur hendur á nokkra af safnaðinum að pína
þá. Hann lét þá drepa Jakob, bróður Jóhannis, með sverði. Og er hann sá að það
þekktist Gyðingum, fór hann til og lét höndla Petrum. En þetta var um páska.
Og sem hann hafði hann grípa látið, lét hann setja hann í myrkvastofu og fékk
hann í hendur inum fjórða parti fjórðungastaðaskiptis hermanna til varðveislu,
viljandi eftir páskana fram leiða hann fólkinu. Og Pétur geymdist að sönnu í
myrkvastofu, en söfnuðurinn bað í ákafa fyrir honum til Guðs. Og þá er Heródes
vildi hann fram leiða láta, svaf Pétur á þeirri nótt meðal tveggja
stríðsmanna, bundinn tveimur járnhlekkjum, en varðmennirnir forvöruðu úti
fyrir dyrunum myrkvastofuna.

Og sjá, að engill Drottins stóð þar, og ljós skein í húsinu. Hann laust á síðu
Péturs, upp vakti hann og sagði: Statt upp skyndilega. Og hlekkirnir féllu af
hans höndum. Engillinn sagði þá til hans: Gyrt þig og lát skó þína á þig. Og
hann gjörði svo. Hann sagði og til hans: Legg þinn kyrtil yfir þig og fylg
mér. Og hann gekk út og fylgdi honum. Og eigi vissi hann það til sanns sem
fyrir engilinn gjörðist, heldur meinti hann sig sýn sjá. Og þeir gengu um hið
fyrsta og annað varðhald og komu til járnhliðsins er lá til borgarinnar, en
það lauk sér upp sjálft, og þeir gengu út. En sem þeir reikuðu fram eitt
stræti, veik engillinn sér jafnsnart frá honum.

Og er Pétur kom til sjálfs síns sagði hann: Nú veit eg sennilega það Drottinn
sendi engil sinn og frelsað[i] mig af hendi Heródis og af allri eftirvæntan
Gyðingalýðs. * Og sem hann gætti sín, kom hann til húsa Maríu, móður Jóhannis,
þess sem kallaður var Markús, hvar eð margir voru til samans komnir og báðust
fyrir. En sem Pétur laust á dyrahurðina, gekk stúlka fram að sjá til, sú Róde
var að nafni. Og er hún þekkti hljóð Péturs, lauk hún eigi upp hurðinni
fyrir feginleika, heldur hljóp hún inn og sagði að Pétur stæði úti fyrir
hurðinni. En þeir sögðu til hennar: Ertu galin? Hún hélt því fastara á að það
væri svo. Þeir sögðu: Það er hans engill. En Pétur klappaði því tíðara á, og
er þeir luku upp, sáu þeir hann og undruðust. En hann benti þeim með hendinni
að þeir þegði og sagði frá hverninn Drottinn hefði leitt hann út úr
myrkvastofunni og sagði: Kunngjörið þetta Jakobi og bræðrunum. Hann gekk út
þaðan og fór burt í annan stað.

En þá dagur kom, var eigi lítil angursemi á milli stríðsmannanna hvað vorðið
hafði af Pétri. En er Heródes heimti hann og fann eigi, lét hann forheyra
varðmennina og skipaði þá burt leiða, fór síðan af Júdea ofan til Sesarea, og
þar dvaldist hann. En Heródes var missáttur við þá í Týro og Sídon. En þeir
komu með einu samheldi til hans og ráðguðust um við Blastum, hver eð var
konungsins dróttseti, og beiddust friðar af því að þeirra byggðarlög nærðust
af konungsins landi. En á tilsettum degi klæddist Heródes konunglegum skrúða,
settist á dómstólinn og hóf sér ræðu til þeirra. En fólkið tók að kalla: Guðs
rödd er þetta, en eigi manns. Jafnskjótt sló hann engill Drottins af því hann
gaf eigi Guði heiðurinn. Varð hann etinn af möðkum og andaðist.

Orð Drottins tóku að vaxa og margfaldast. En þeir Barnabas og Sálus komu til
Jerúsalem aftur og afentu þeim þær vistir og tóku með sér Jóhannem, þann er að
viðurnefni hét Markús.


Þrettándi kapítuli

Og í þeim söfnuði, sem var í Antiokkia, voru spámenn og lærifeður, meðal hverra
var Barnabas og Símon, er kallaðist Níger, og Lútíus hinn sýrlenski og Manaen,
sá eð var samfóstri Heródis tetrarka, og Sálus. Og þann tíð þeir þjónuðu Drottni
og föstuðu, sagði heilagur andi: Útveljið mér Barnabam og Sálum í það verk sem
eg hefi þá til kjörið. Þeir föstuðu þá og báðust fyrir, lögðu hendur
yfir þá og létu í burt fara. Og sem þeir voru að sönnu út sendir af heilögum
anda, gengu þeir burt til Selevkía, og þaðan sigldu þeir til Kýpria. Og þá þeir
komu til Salmínuborgar, tóku þeir að predika Guðs orð í samkundum Gyðinga. En
þeir höfðu Jóhannem til þjónustu.

Og sem þeir gengu yfir eyna, allt inn til Pafosborgar, þar fundu þeir nokkurn
fjölkynngismann og falsprofeta, þann Gyðingur var, hvers nafn eð var Barjeús.
Sá var hjá Sergío Pálo, landstjórnara og forsjálegum manni. Hann kallaði fyrir
sig Barnabam og Sálum, og hann fýsti að heyra Guðs orð. Þá stóð þeim í mót sá
galdramaður, Elýmas, því að svo verður hans nafn útlagt, sækjandi eftir að
snúa landstjórnaranum frá trúnni. En Sálus, sá er og hét Pálus, fullur af
heilögum anda, leit á hann og sagði: Ó, þú djöfuls son, fullur alls táls og
fláræðis og óvinur allrar réttvísi, þú lætur eigi af að umsnúa réttum vegum
Drottins. Og sjá nú, að hönd Drottins kemur yfir þig, og þú skalt blindur vera
og sjá ekki sól um nokkra tíma. Og jafnsnart féll á hann dimma og myrkur,
fálmaði um kring sig og leitaði að þeim eð hann vildi leiða. Þá
landstjórnarinn sá hvað gjörðist, undraðist hann yfir kenning Drottins.

En þá Páll og þeir, sem með honum voru, sigldu frá Pafo, komu þeir til Pergen
í Pamfýlalandi, en Jóhannes skildi við þá og fór aftur til Jerúsalem. En þeir
fóru þar þvert yfir frá Pergen og komu til Antiokkia í Písídralandi og gengu
inn í þeirra samkundu á þvottdegi og settust niður. En eftir lögmálslesturinn
og spámannanna sendu yfirmenn samkundunnar og létu segja þeim: Þér menn og
bræður, ef nokkur áminningarsaga er hjá yður til fólksins, þá segið fram.

Þá stóð Páll upp og benti til hljóðs með hendinni og sagði: Þér Íraelsmenn og
þér sem óttist Guð, þá heyrið. Guð Íraelslýðs út valdi feður vora og hóf upp
fólk þetta þá þegar það var útlægt á Egyptalandi, og með hávum armlegg út
leiddi hann það þaðan. Og mestu í fjörutigir ár umleið hann þeirra siðvenjur
og afmáði (vii) þjóðir á Kanaansjörðu og skipti með þeim eftir
hlutfalli þeirra landi. Eftir það gaf hann þeim dómendur í fjögur hundruð og
fimmtigir ára, allt til Samúel spámanns. Eftir það æsktu þeir sér konungs, og
Guð gaf þeim Sál, son Kís, mann af Benjamíns kyni, í (xl) ár. Og er hann af
setti þann, uppvakti hann Davíð þeim til konungs, af hverjum hann vitnaði og
sagði: Eg hefi fundið Davíð, son Jessa, mann eftir mínu hjarta, hver gjöra
skal allan minn vilja.

Af hvers sæði Guð framleiddi eftir fyrirheitinu Jesúm Íraelslausnara eftir því
sem Jóhannes predikaði áður iðranarskírn fyrir hans auglits hingaðkomu öllu
Íraelsfólki. En sem Jóhannes hafði lyktað sitt skeið, sagði hann: Eg em eigi
hann, hvern þér meinið mig vera, heldur sjáið, að sá kemur eftir mig, hvers
skóklæði eg em eigi verðugur að leysa.

Þér menn, góðir bræður og þér synir Abrahams slektis og þeir sem yðar á milli
óttast Guð, yður er þetta hjálpræðisorð sent. Því að þeir sem bjuggu í
Jerúsalem og þeirra höfðingjar, með því þeir þekktu hann eigi né
spámannaraddirnar (hverjar lesnar verða hvern þvottdag), hafa þeir með sínu
dómsatkvæði uppfyllt. Og þó þeir fyndi öngva dauðasök með honum, beiddu þeir
af Pílato að hann léti aflífa hann. En sem hann hafði fullkomnað allt hvað af
honum var skrifað, tóku þeir hann ofan af trénu og lögðu í gröf. En Guð upp
vakti hann af dauða, hver og séður er um marga daga af þeim sem með honum fóru
af Galílea upp til Jerúsalem, hverjir að eru hans vottar hjá fólkinu.

Og vér boðum yður það fyrirheit sem til feðra vorra er skeð að það sama hefir
Guð uppfyllt oss þeirra sonum í því hann uppvakti Jesúm; * svo sem í fyrsta
sálmi skrifað er: Þú ert minn son, í dag ól eg þig. En það Guð upp vakti hann
af dauða að hann kæmi eigi framar til rotnanar aftur, þá sagði hann svo:
Trúlega skal eg halda við yður þá náð er Davíð var lofuð. Fyrir því segir hann
enn í öðrum stað: Þú munt eigi leyfa það þinn heilagi skuli rotnan sjá. Því að
sennilega þá Davíð hafði sinn aldur út þjónað og að Guðs forsjó
sofnaði hann og er lagður til feðra sinna og hefir rotnan séð. En sá, hvern
Guð upp vakti, hefir eigi rotnan séna.

Fyrir því sé yður viturlegt, góðir menn og bræður, það yður boðast fyrir
þennan syndanna fyrirgefning og af öllu því, hverju þér gátuð ekki réttlátir
orðið fyrir Moyses lögmál, og hver hann trúir á þennan, sá er réttlættur. Því
sjáið svo til að eigi komi það yfir yður, hvað sagt er fyrir spámennina: Sjái
þér forsmánarar, undrið yður og verðið að öngu því að eg gjöri það verk á
yðrum dögum, hverju þér trúið eigi þó ef nokkur talaði yður það út.

En að út gengnum Gyðingum af samkundunni báðu hinir heiðnu það þeir segði þeim
þessi orð á eftir komanda þvottdegi. Og er samkundan í sundur dreifðist,
fylgdu Páli og Barnaba margir Gyðingar eftir og guðræknir menn sem Júðar höfðu
gjörst. Og þeir sögðu þeim og áminntu þá að þeir skyldi stöðugir blífa í Guðs
náð. En að eftirkomanda þvottdegi kom til samans næsta allur borgarmúgur að
heyra Guðs orð. Og er Gyðingar sáu fólkið, fylltust þeir fjandskapar og tóku
að mæla í gegn því sem Páll sagði, mót kastandi það og háðungarorðum lastandi.
Þeir Páll og Barnabas sögðu þá sköruglega: Það byrjaði að yður skyldi Guðs orð
fyrst segjast. En af því þér rekið það frá yður og dæmið yður sjálfa óverðuga
eilífs lífs, sjáið, það vér snúust þá til heiðinna þjóða. Því að svo hefir
Drottinn boðið oss: Eg setta þig heiðnum þjóðum til ljóss svo að þú sért
hjálpráð allt til yðsta jarðar enda.

Og þá hinir heiðnu heyrðu það, glöddust þeir og vegsömuðu orð Drottins, og svo
margir urðu trúaðir sem til eilífs lífs voru skikkaðir. Og orð Drottins tóku
út að berast um öll héruð. En Gyðingar hvöttu þá upp guðræknar og hæverskar
kvinnur og hina æðstu menn borg[ar]innar og upp kveiktu svo ofsókn í móti Páli
og Barnaba og ráku þá burt úr sínum landsálfum. En þeir hristu duft fóta sinna
á þá og komu til Íkonían. Og lærisveinarnir fylltust af fagnaði og heilögum
anda.Fjórtándi kapítuli

Og það skeði í Íkonía að þeir gengu til líka inn í Gyðingasamkundu og töluðu
svo að mikill mannfjöldi trúði, bæði Júðar og Grikkir. En þeir Gyðingar, sem
mistrúa voru, upp vöktu og til reiði hvöttu í móti bræðrunum hugi heiðinna
manna. Þó dvöldu þeir þar um langan tíma styrklega erfiðandi með herrans
fulltingi, hver eð sjálfur vitni bar orðum sinnar náðar og veitti að tákn og
stórmerki skeðu fyrir þeirra hendur. En borgarmúgurinn tvískiptist í sundur
svo að sumir héldu að sönnu með Gyðingum, en sumir með postulunum.

En er gjörðist upphlaup með heiðingjum og líka einninn með Gyðingum og þeirra
yfirboðurum að þeir færi til með valdi og grýttu þá grjóti, það fornumu þeir
og flýðu í þær borgir sem liggja í Lýkoníalandi, Lýstra og Derben, og alls
staðar í þeirra umliggjandi landsálfur og predikuðu þar guðsspjöll. Og maður
nokkur í Lýstra sat fótahrumur og var haltur frá sinnar móður kviði, sá er
aldri hafði enn gengið, hann heyrði Pál mæla. Og sem hann leit á hann og sá að
hann trúði, það honum mætti hjálpa, sagði hann með hárri röddu: Statt
uppréttur á þína fætur. Og hann spratt upp og gekk. En er lýðurinn leit hvað
Páll hafði gjört, hófu þeir upp hljóð sín á lýkaónísku og sögðu: Guðin eru
mönnum lík vorðin og til vor ofan stigin. Og Barnabam kölluðu þeir Júpiter, en
Pál Merkúríum af því hann var framberi orðsins. En Júpiters prestur, sá er
fyrir borginni var, flutti bæði yxn og kransa fyrir dyrnar og vildi fórnfæra
þeim með fólkinu.

Þá er postularnir, Páll og Barnabas, heyrði það, hrifu þeir klæði sín, stukku
upp á milli fólksins, kölluðu og sögðu: Þér menn, hví gjöri þér þetta? Við
erum og dauðlegir menn líka sem þér og bjóðum yður að snúast frá þessum
hégómum til lifanda Guðs, sá er gjörði himin og jörð, sjó og allt hvað í þeim
er, hver er um liðnar aldir hefir allar þjóðir ganga látið sína sjálfs
vegu. Og þó að sönnu hefir hann eigi forlátið sjálfan sig án vitnisburðar þá
hann veitir gott og gefur oss dögg af himni og frjósama tíma, uppfyllandi vor
hjörtu með fæðslu og fagnað. Og er þeir sögðu þetta, gátu þeir þó varla stillt
lýðinn svo að þeir fórnuðu þeim eigi.

Þá komu þar nokkrir Gyðingar frá Antiokkia og Íkonía, hverjir að umtöldu
lýðinn svo að þeir grýttu Pál og drógu út af borginni, meinandi hann dauðan
vera. En þá lærisveinarnir umkringdu hann, stóð hann upp og gekk inn í
borgina. Og deginum eftir fór hann með Barnaba til Derben og predikaði
guðsspjöll í þeirri borg og lærði þar margan, vendi síðan aftur til Lýstram,
Íkonía og Antiokkiam, styrkjandi andir lærisveinanna, þá áminnandi að þeir
væri staðfastir í trúnni og það að oss byrjar fyrir margar hrellingar inn að
ganga í Guðs ríki. Og þeir skikkuðu þeim öldunga í sérhverja samkundu, báðust
fyrir og föstuðu og fólu þá síðan þeim Drottni á hendi, á hvern þeir trúðu.

Og er þeir höfðu gengið um Pisidíam, komu þeir í Pamfýlíam og töluðu orð
Drottins til Pergan og fóru ofan til Attalíam. Þaðan sigldu þeir til
Antiokkiam, hvaðan þeir voru af Guðs náð til fengnir í það verk, hvert þeir
höfðu fullkomnað. Og sem þeir voru komnir og saman safnað söfnuðinum, töldu
þeir fram hve mikið Guð hefði gjört meður þeim og hverninn hann hefði dyrum
trúarinnar upp lokið fyrir heiðingjum. Og þar dvöldu þeir eigi skamma stund
hjá lærisveinunum.


Fimmtándi kapítuli

Og þeir nokkrir, sem ofan komu af Júdea, lærðu bræðurna það, nema ef þeir léti
umskera sig eftir siðvenju Moyses, - þá kunni þér ekki að hjálpast. Og af því
gjörðist þar rugl og misþykki eigi lítið. Páll og Barnabas settu sig fast í
móti þeim. Þá skikkuðu þeir Pál og Barnabam til og nokkra aðra af þeim að þeir
færi upp til postulanna og yfirprestanna í Jerúsalem um þetta
þrætumál. Og sem þeir voru af safnaðinum á leið leiddir, gengu þeir um Feniken
og Samaríam, segjandi heiðinna þjóða umvending og gjörðu öllum bræðrum mikinn
fögnuð. En þá þeir komu til Jerúsalem, meðtókust þeir af söfnuðinum og af
postulunum og svo af öldungunum, og þeir kunngjörðu þeim frá hversu mikið Guð
hefði gjört meður þeim. Þá risu upp nokkrir út af faríseis selskap, þeir við
trú höfðu tekið, segjandi að það byrjaði að umskera þá og buðu að halda Moyses
lögmál. En postularnir og prestarnir komu til samans að þeir liti á þetta mál.

Og er mikil þráttan hafði verið, stóð Pétur upp og sagði til þeirra: Góðir
menn og bræður, þér vitið að fyrir langri ævi, það Guð hefir útvalið vor á
milli að heiðnir menn skyldu heyra fyrir minn munn guðsspjallsins orð og svo
að trúa. Og Guð, sá hjörtun kennir, bar vitnisburð um, gefandi þeim heilagan
anda svo sem oss og gjörði öngvan mun á milli þeirra og vor, hreinsandi með
trú þeirra hjörtu. Fyrir hvað freisti þér nú Guðs það þér leggið ok yfir
lærisveinanna háls, hvert að ei gátu borið hvorki vér né feður vorir, heldur
trúum vér að frelsast fyrir náð Drottins vors Jesú Kristi með sama hætti og
þeir. Þá þagði allur múgurinn og hlýddu þeim Barnaba og Páli er þeir sögðu frá
hver tákn og stórmerki eð Guð hefði gjört meðal heiðinna þjóða fyrir þá.

Eftir það þeir þögnuðu, svaraði Jakob og sagði: Þér menn og bræður, heyrið
mig. Símon sagði fram með hverjum hætti Guð hefði í fyrstu vitnað og meðtekið
sér fólk út af heiðnum þjóðum í sínu nafni og þessu samhljóða spámannaorðin
svo sem að skrifað er: Eftir þetta mun eg aftur koma og uppbyggja tjaldbúð
Davíðs, hver að fallin er. Og hennar niðurbrot skal eg endurbyggja og hana
upprétta svo að þeir menn, sem eftir blífa, skulu Drottins leita og þar til
allar heiðnar þjóðir, yfir hverjar mitt nafn ákallað er, segir Drottinn, sá er
þetta gjörir allt. Guði eru öll sín verk kunnig frá veraldar upphafi. Fyrir
því órskurða eg það vér gjörum öngva þvingan þeim sem snúast frá heiðni til
Guðs, heldur skrifum þeim til að þeir haldi sig frá óhreinleik
skurgoðadýrkanar og frá frillulifnaði og köfnuðu og af blóði. Því að Moyses
hefir fyrir langri ævi til sett í öllum borgum það hann skuli predikast í
samkundum, hvar hann verður og lesinn alla þvottdaga.

Það hagaði þá postulunum og öldungunum með öllum safnaðinum að þeir útveldi af
þeim menn og sendi til Antiokkiam með Páli og Barnaba tileinkaðan Júdam, þann
kallaður var Barsabbas, og Sílam, inir æðstu menn meðal bræðranna, og sendu
rit fyrir þeirra hendur með þessu atkvæði:

Vér postular, prestar og bræður heilsum þeim bræðrum er út af heiðingjum og í
Antiokkia, Sýria og Kilitia eru með því að vér höfum heyrt að nokkrir af oss
eru út gengnir sem hafa sturlað yður með orðum og flekkað andir yðrar,
bjóðandi yður að umskerast og lögmálið að halda, hverjum vér höfum ekki slíkt
boðið. Því hefir oss litist með eindregni saman komnum að senda til yðar
valinkunna menn með vorum elskulegum Barnaba og Páli, hverjir menn eð út hafa
sett sínar sálir fyrir nafn Drottins vors Jesú Kristi. Fyrir því sendu vér
Júdam og Sílam, hverjir eð sjálfir mega með orðum segja yður hið sama. Því að
það líst heilögum anda og oss að vér skyldum öngvar byrðir leggja á yður fyrir
utan þessa þarflega hluti, það þér haldið yður af því sem skurgoðum er fórnað
og blóði og fráköfnuðu og frillulífi, af hverju ef þér varðveitið sjálfa yður,
gjöri þér rétt. Lifið sælir.

Þá þessir voru af stað sendir, komu þeir til Antiokkiam og saman söfnuðu
safnaðinum og fengu þeim bréfið. Þá þeir lásu það, urðu þeir af þeirri huggan
glaðir. En Júdas og Síla, hverjir að spámenn voru, áminntu bræðurna með nógum
orðum og styrktu þá. Og þeir dvöldu þar um stundar sakir og voru síðan með
friði af bræðrunum sendir til postulanna aftur, en Síla leist á að vera þar.
Páll og Barnabas dvöldust í Antiokkia, kenndu og boðuðu samt öðrum fleirum orð
Drottins.

En eftir nokkra daga sagði Páll til Barnaba: Föru við aftur og vitjum
bræðra vorra um allar borgir, í hverjum við höfum boðað orð Drottins, hverninn
að þeir haga sér. En Barnabas gaf til ráð að þeir tæki með sér Jóhannem, sá er
auknefndist Markús. En Páll vildi ekki að sá, sem frá þeim hafði snúið úr
Pamfýlía og gekk eigi með þeim í verk, skyldi eigi með fylgja. Og svo hart
sundurþykki varð þeirra á milli að hvor skildi við annan. Og Barnabas tók að
sönnu Markum með sér og sigldi í Kýpriam. En Páll kjöri sér Sílam og var af
bræðrunum Guðs náð bífalaður. Og hann gekk um Sýriam og Kilitiam styrkjandi
söfnuðina.


Sextándi kapítuli

En er hann kom til Derben og Lýstran, og sjá, að lærisveinn nokkur var þar,
Tímóteus að nafni, sonur einnrar trúaðrar Gyðingakonu, en að feðerni girskur.
Þessum báru þeir bræður gott vitni sem voru í Lýstram og Íkonía. Þennan vildi
Páll með sér fara láta, tók að sér og umskar hann fyrir sakir þeirra Gyðinga
sem voru í þeim stöðum því að þeir vissu allir það hans faðir var girskur. En
þar þeir fóru um borgir, buðu þeir í þeim að varðveita þær setningar sem
skikkaðar höfðu verið af postulunum og prestum þeim sem til Jerúsalem voru, og
svo styrktust söfnuðurnir í trúnni og fjölguðust daglega að tölu.

Og þá þeir gengu um Frýgiam og Galitíuríki, var þeim forboðið af helgum anda
að tala Guðs orð í Asía. En sem þeir komu til Mýsíam, freistuðu þeir að ganga
í Bitiníam, og andinn lofaði þeim það eigi. En þá þeir gengu yfir um Mýsíam,
fóru þeir ofan til Tróaden. Og Páli var sjón sýnd um nóttina að maður nokkur
af Makedónía stóð og bað hann og sagði: Far þú í Makedóníam og hjálpa oss. En
sem hann hafði sjónina séð, stunduðum vér strax að reisa í Makedónía
fullgjörðir í því það Drottinn kallaði oss að predika þeim guðsspjöll. En þá
vér leystum frá Tróada, komu vær á réttu skeiði til Samótíatíon og
annars dags til Neapólin og þaðan til Filippis, hver að er hin æðsta og
frelsis höfuðborg í Makedónía.

Og vær dvöldust í sömu borg nokkra daga. Og á þvottdeginum gengu vér út af
borginni að því vatni, hvar þeir plöguðu að biðjast fyrir, settum oss og
töluðum til þeirra kvenna er þar komu til samans. Og kona nokkur guðrækin,
Lýdía að nafni, hver eð purpura seldi, verandi út af Tíatírisborg, heyrði til,
hverrar hjarta Drottinn opnaði svo að hún gætti að því hvað af Páli sagðist.
En sem hún og hennar hús var skírt, beiddi hún oss og sagði: Ef þér haldið mig
trúaða vera í Drottni, þá gangið inn í mitt hús og blífið þar. Og hún neyddi
oss.

En það skeði þá vér gengum til bænar að stúlka nokkur, sú er hafði
sannsagnaranda, hljóp í móti oss, hver eð gjörði sínum lánardrottnum mikinn
bata í sannsögli. Þessi sama fylgdi Páli og oss alls staðar eftir, kallaði og
sagði: Þessir menn eru þjónar Guðs hins hæðsta, þeir eð boða yður
hjálpræðisgötu. Þetta gjörði hún um marga daga. En það gramdist Páli. Því
snerist hann við og sagði til andans: Eg býð þér í nafni Jesú Kristi að þú
farir út frá henni. Og hann fór út á samri stund.

En er drottnar hennar sáu það að von sinnar ábatanar var úti, gripu þeir Pál
og Sílam og leiddu þá á torg til höfðingjanna og færðu þá fyrir yfirboðarana
og sögðu: Þessir menn gjöra styrjöld í borg vorri með því þó þeir eru Gyðingar
og boða þá venju er oss hæfir eigi með að taka né að gjöra með því vér erum
rómverskir. Og fólkið æstist upp í móti þeim, yfirboðaranir létu þá af fötum
færa og buðu að strýkja þá. Og er þeir höfðu veitt þeim stóra húðstroku,
snöruðu þeir þeim í myrkvastofu og buðu myrkvastofuverðinum að geyma þá
grandvarlega. Og hann tók slíkt boð að sér og kastaði þeim í hið innsta
varðhald og setti þeirra fætur í stokk.

En um miðnætti báðust þeir fyrir, Páll og Sílas, og lofuðu Guð, og þeir heyrðu
til þeirra sem í varðhaldinu voru. En jafnsnart varð mikill jarðskjálfti svo
að hrærðist allur grundvöllur myrkvastofunnar. Og jafnsnart opnuðust
allar dyr og allra þeirra fjötur upp leystust. En sem myrkvastofuvörðurinn
vaknaði og sá myrkvastofudyrnar opnar, dró hann út sverð og vildi fyrirfara
sér, meinandi bandingjana burt flýða. En Páll kallaði hárri röddu og sagði:
Gjör þér ekkert vont það vér erum hér allir.

En hann heimti ljós, gekk inn og af ótta sleginn féll hann Páli og Síla til
fóta, leiðandi þá út og sagði: Herrar mínir, hvað byrjar mér að gjöra það eg
verði frelsaður? En þeir sögðu: Trú þú á Drottin Jesúm, svo verður þú hólpinn
og þitt hús. Og þeir sögðu honum orð Drottins og öllum þeim er í hans húsi
voru. Hann tók þá að sér á sömu stund nætur og þerrði benjar þeirra. Hann lét
þá og skíra jafnsnart sjálfan sig og allt sitt hús. Og þá leiddi hann þá í
sitt hús, reisti upp borð fyrir þeim, og hann gladdist með öllu sínu húsi það
hann var á Guð trúaður vorðinn.

Og er dagaði, sendu yfirboðararnir þénara staðarins þangað og sögðu: Láttu
þessa menn lausa. En myrkvastofuvörðurinn kunngjörði þessi orð Páli að
yfirboðararnir hefði þangað sent, - að þér skylduð lausir látast. Því gangið
nú út og farið í friði. En Páll sagði til þeirra: Þeir hafa almennilega án
dóms látið húðfletta oss rómverska menn og í myrkvastofu kastað, og nú vilja
þeir reka oss út heimuglegana. Eigi skal svo, heldur komi þeir sjálfir og reki
oss út. En þessi orð kunngjörðu staðarins þénarar yfirboðurunum. Og er þeir
heyrðu það að þeir voru rómverskir, óttuðust þeir, komu síðan, beiddu þá og út
leiddu og báðu að þeir færi burt úr borginni. Þeir gengu þá af myrkvastofunni
og komu til Lýdía. Og er þeir höfðu bræðurna séð og hugsvalað þeim, ferðuðust
þeir í burt.


Seytjándi kapítuli

En þá þeir fóru um Amfipólin og Apollóniam, komu þeir til Tessaloniuborgar,
hvar eð var Gyðinga samkund. En Páll gekk inn eftir venju sinni til
þeirra og sagði þeim um þrjá þvottdaga úr ritningunum, opnandi fyrir þeim og
sannandi það Kristi byrjaði að líða og af dauða upp að rísa og að þessi Jesús,
- hvern eg boða yður (sagði hann), sé sá Kristur. Og nokkrir af þeim trúðu og
samlöguðu sig Páli og Síla og mikill fjöldi guðlegra Grikkja, þar með hinar
æðstu kvinnur eigi allfáar.

En þeir vantrúuðu Gyðingar fylltust fjandskapar og fengu með sér nokkra
illþýðismenn. Og er þeir höfðu dregið flokk saman, gjörðu þeir upphlaup í
borginni og æddu fyrir hús Jasonis og sóktu eftir að leiða þá fram fyrir
alþýðufólkið. En er þeir fundu þá eigi, drógu þeir Jasonem og nokkra bræður
til höfðingjanna borgarinnar og kölluðu: Þeir eð villa alla jarðarkringlu, eru
hér komnir, hverja Jason hýsir. Og þessir allir gjöra í móti keisarans boði,
segjandi annan kóng vera Jesúm. En þeir æstu upp lýðinn og höfðingjana
borgarinnar þá er þeir heyrðu þetta. Og sem þeir höfðu borgan tekið af Jasoni
og þeim öðrum, létu þeir þá lausa.

En bræðurnir létu Pál og Sílam í burt fara um nótt til Beróa. Og er þeir komu
þar, gengu þeir inn í Gyðinga samkundu. En þeir voru hinir eðlubornustu meðal
þeirra sem voru í Tessalonia, hverjir orðið meðtóku af öllum hugarins
tilbúnaði, rannsakandi daglegana ritningarnar hvort það væri svo. Og margir af
þeim gjörðust trúaðir og einninn erlegar kvinnur girskar og eigi allfáir
kallmenn. Og er það fengu að vita þeir Gyðingar sem voru til Tessaloniu að
Guðs orð voru boðuð af Páli í Berea, komu þeir og þangað og æstu upp lýðinn.
En jafnsnart sendu bræðurnir Pál þá í burt það hann gengi allt út til
sjávarins, en Sílas og Tímóteus blifu þar eftir. Og þeir eð leiddu Pál á veg,
fylgdu honum allt til Aþenu. Og sem þeir fengu þann bífalning af honum til
Síla og Tímóteo það þeir kæmi sem snarast til hans, fóru þeir aftur.

En á meðan Páll beið þeirra til Aþena, gramdist hans andi með sjálfum honum er
hann sá borgina svo mjög hneigða til skurgoðadýrkanar. Af því hafði
hann spurningar frammi við Gyðinga og guðrækna menn í samkundunni og alla daga
á torgi til þeirra manna sem til hans komu. En nokkrir Epikúrei og Stóiki,
veraldlegir spekingar, þráttuðu við hann. Og sumir sögðu: Hvað vill þessi
orðsnápur til segja? En aðrir mæltu: Það sýnist sem hann vilji nýrra guða
boðari vera, -fyrir því hann hafði boðað þeim Jesúm og af upprisunni. Og þeir
gripu hann höndum og leiddu á dómflötinn segjandi: Megu vær ekki fá að vita
hver þessi nýja kenning er sem af þér segist? Því að nokkuð nýtt flytur þú
fyrir vor eyru. Fyrir því vildu vér vita hvað það væri. En allir
Aþenuborgarmenn og svo útlendingar og gestir stunduðu ekkert annað nema að
segja eður heyra nýtt nokkuð.

En Páll sté upp á miðjan dómflötinn og sagði: Þér menn Aþenuborgar, eg sé það
þér eruð í öllum hlutum næsta hjátrúaðir því að eg hefi gengið hér um og séð
yðra skurguðadýrkan. Eg fann og altari, á hverju upp var skrifað: Hinn ókenndi
guð. Fyrir því boða eg yður þann sama, hverjum þér óvitandi dýrkan gjörið. Sá
Guð sem gjörði heiminn og allt hvað í honum er fyrir því að hann er Drottinn
himins og jarðar. Eigi byggir hann í mustérum þeim sem með höndum eru smíðuð
og eigi heldur fágast hann í mannlegum höndum. Hann þarf og einskis við með
því hann gefur sjálfur öllum líf og andardrátt á allan hátt. Hann gjörði og af
einu blóði allt mannkyn það er byggja skyldi yfir allri augsýn jarðar og
ályktaði forskikkaða tíma, og takmörk þeirra byggingar hefir hann staðfest svo
að þeir skyldu Guðs leita ef verða kynni að þeir mætti á honum þreifa og á
hann finna með því þó að hann er eigi langt frá einum sérhverjum vorra. Því að
fyrir hann lifum vær, hrærunst og erum svo sem nokkrir yðars lands diktarar
hafa sagt að vér erum og hans kyns. Nú með því vér erum Guðs slekti, skulu vér
eigi meina guðdóminn líkan vera gulli og silfri eður út höggnum steinum af
manna fyndingum gjörða.

Og að sönnu hefir Guð tíma þessarar óvisku líða látið, en nú býður hann öllum
mönnum hvar helst þeir eru að allir gjöri yfirbót fyrir því hann hefir dag
til sett, á hverjum hann vill dæma alla heimskringluna með réttvísi
fyrir þann mann, fyrir hvern hann hafði það og ályktað trú að veita öllum
eftir það hann upp vakti hann af dauða.

En er þeir heyrðu af upprisu framliðinna, hæddu sumir að því, en sumir sögðu:
Vér skulum heyra þig aftur enn um þetta. Svo gekk Páll út mitt á milli þeirra.
Og nokkrir menn héldu með honum og urðu trúaðir, meðal hverra var Díónýsíus,
einn af ráðinu, og kona, Damaris af nafni, og fleiri aðrir með þeim.


Átjándi kapítuli

Og eftir það gekk Páll burt af Aþenu og kom til Korintio og fann þar Gyðing,
Akvílam að nafni, ættaðan úr Pontia, sá er nýlegana var kominn af Vallandi, og
hans húsfrú Priskilla, af því að keisari Kládíus hafði boðið öllum Gyðingum
fara af Róm. Til þessa hins sama gekk hann inn, og með því að þeir voru eins
handverksmenn, bleif hann hjá þeim og erfiðaði. En þeirra handverk var
tjaldvefnaður. Og alla þvottdaga kenndi hann í samkunduhúsi og hafði fortölur
fyrir Gyðingum og einninn líka fyrir Grikkjum.

En er Sílas og Tímóteus komu af Makedónía, þrengdi andinn Páli til að vitna
fyrir Gyðingum það Jesús væri Kristur. En sem þeir mæltu í móti því og töluðu
háðungarorð, fleygði hann af sér fötum og sagði til þeirra: Yðvart blóð sé
yfir yðru höfði. Hreinn geng eg eftir þetta til heiðinna þjóða. Og hann veik
þaðan og gekk inn í hús nokkurs þess er Júst var að nafni. Hann heiðraði Guð.
Hans hús var og hið næsta samkundunni. En Krispus, hver eð var foringi
samkundunnar, trúði á Drottin með sínu öllu hyski, og margir Korintíumenn,
þeir eð til heyrðu, urðu trúaðir og létu skíra sig.

En Drottinn sagði fyrir sýn um nótt til Páls: Óttast eigi, heldur tala þú og
þeg ekki því að eg em með þér. Og enginn skal þér til leggja að þig megi skaða
því að margt fólk er mitt í þessari borg. En hann sat þar árið um
kring og sex mánaði og kenndi þeim Guðs orð.

En er Gallío var landstjórnari í Antiokkia risu Gyðingar upp með einum huga í
móti Páli og leiddu hann fyrir dómstólinn og sögðu: Þessi ræður mönnum að
dýrka Guð í móti lögmálinu. En þá Páll bjó sig til að lúka upp munninn, sagði
Gallío til Gyðinga: Júðar mínir, ef það væri um nokkur rangindi eður vansemd,
þá umliði eg yður gjarnan. En með því það eru spurningar af orðum og nöfnum
yðvars lögmáls, megi þér sjálfir til sjá því að eg vil eigi þeirra dómari
vera, og rak þá frá dómstólinum. Þá gripu allir Grikkir Sóstenem, samkundunnar
höfðingja, og slógu hann fyrir dómstólinum, en Gallío gaf sér þar alls ekki
að.

Páll dvaldi þar sjálfur í marga daga. Síðan kvaddi hann bræðurna og sigldi til
Sýriam og Priskilla og Akvíla meður honum eftir það hann rakaði höfuð sitt í
Kenrea því að hann hafði heit á hendi. Hann kom þá ofan til Efeso, og þar
skildi hann þau eftir, en hann gekk sjálfur inn í samkunduna og þreytti
spurningar við Gyðinga. En þeir báðu hann að hann blifi þar enn lengra tíma
hjá sér, en hann samsinnti því eigi, heldur kvaddi hann þá og sagði: Mér
byrjar með algjörvi á þeirri hátíð, sem til stendur, að vera til Jerúsalem.
Heldur skal eg að Guðs vilja koma til yðar aftur. Og er hann leysti frá Efeso,
kom hann til Sesarea, gekk upp og heilsaði safnaðinum og fór ofan til
Antiokkiam og dvaldist þar nokkra stund, fór burt síðan og gekk hvað eftir
öðru um Galitíuríki og Frýgíam styrkjandi alla lærisveina.

En þar kom til Efeso Gyðingur nokkur, Apollo að nafni, fæddur í Alexandría,
mælskumaður og máttugur í ritningunum. Þessi var formenntur í vegi Drottins og
talaði með glóanda anda og tók að kenna allkappsamlega það hvað Drottins er,
vitandi einasta af skírn Jóhannis. Þessi tók trúlega að predika í samkundunni.
En er Priskilla og Akvíla heyrðu honum, tóku þau hann að sér og lögðu enn
innilegar út fyrir honum veg Drottins. Og þá hann vildi reisa í Akkaiam,
skrifuðu bræðurnir og réðu lærisveinunum að þeir meðtæki hann. Og sem
hann var þar kominn, bætti hann um fyrir mörgum þeim er trúaður var vorðinn
fyrir náðina því að hann yfirvann Gyðinga allsköruglega, sýnandi þeim
opinberlega fyrir ritningarnar það Jesús væri Kristur.


Nítjándi kapítuli

Og það skeði er Apollo var til Korintíu að Páll gekk
þá um upplönd og kom til Korintíu og fann nokkra lærisveina og sagði til
þeirra: Hafi þér nokkuð meðtekið heilagan anda síðan þér urðuð trúaðir? En
þeir sögðu til hans: Vær höfum enn eigi heyrt hvort að nokkur heilagur andi
væri. Hann sagði til þeirra: Upp á hvað eru þér þá skírðir? En þeir sögðu: Upp
á skírn Jóhannis. Páll sagði: Jóhannes skírði að sönnu með iðranarskírn og
sagði fyrir fólkinu að þeir skyldi trúa á þann sem eftir hann mundi koma, það
er Jesúm það hann sé Kristur. Sem þeir heyrðu það, létu þeir skírast í nafni
Drottins Jesú Kristi. Og er Páll hafði haft hendur yfir þeim, kom heilagur
andi yfir þá, og þeir töluðu tungur og tóku að spá. En þeir menn voru alls nær
tólf.

Hann gekk inn í samkunduhúsið og predikaði í frelsi um þrjá mánaði, kenndi og
þeim fortölur setti af Guðs ríki. En þá þeir nökkrir sem harðsýldir voru og
eigi trúðu, talandi illt af vegi Drottins fyrir alþýðu, veik hann frá þeim og
aðskildi lærisveinana, daglegana spurningar fremjandi í kennsluhúsi þess manns
er Týrannus hét. Og þetta gjörðist um tvö ár svo að þeir allir, sem bjuggu í
Asía, heyrðu orð Drottins, bæði Gyðingar og Grikkir. Og Guð gjörði eigi lítil
kraftaverk fyrir hendur Páls svo að ef einninn sveitadúkar eður nærklæði af
hans líkama báru það krankdæmin hurfu af þeim, og illskuandar út fóru frá
þeim.

En nökkrir freistuðu út af umhleypingsjúðum særingamenn að kalla á nafn
Drottins Jesú yfir þeim sem illskuanda höfðu með sér og sögðu: Vér særum
yður fyrir Jesúm, þann Páll predikar. En þessir voru vii er þetta
frömdu, synir þess Gyðings og prestahöfðingja er Skeva hét. En illskuandinn
svaraði og sagði: Jesúm kenni eg og Pál veit eg, en hverjir eru þér? Og sá
maður, í hverjum illskuandinn var, stökk upp á þá, varð þeim öflugri og
varpaði þeim undir sig svo að þeir flýðu nöktir og sárir úr því sama húsi.
Þetta varð öllum kunnigt sem bjuggu í Efeso, bæði Gyðingum og Grikkjum, og
yfir þá alla sló ótta, og nafn Drottins Jesú var næsta miklað.

Þar komu og margir sem trúaðir voru vorðnir, viðurkenndu og kunngjörðu hvað
þeir hefðu afrekað. Og margir af þeim, sem forneskjulistir höfðu framið, báru
bækurnar saman og brenndu þær öllum hjá veranda. Og að saman reiknuðu þeirra
verði fundu þeir þess fjár fimmtigi þúsund peninga. Svo öfluglega tók að vaxa
orð Drottins og að eflast. Nú sem þetta var út gjört, setti Páll sér í anda að
ferðast um Makedóníam og Akkaiam og að ganga til Jerúsalem og sagði: Því eftir
það, er eg hefi þar verið, byrjar mér að sjá Rómam. Og hann sendi tvo af þeim
er honum þjónuðu, Tímó sjálfur um stundar sakir í Asía.

En í þann tíma hófst eigi lítill uppblástur af þessum vegi því að nokkur
gullsmiður, sá Demetríus var að nafni, hver eð gjörði silfurhuldir Díanu, og
það gjörði þeim embættismönnum eigi lítinn ábata, hverja hann saman kallaði
sem þess háttar verkmenn voru og sagði: Góðir menn, þér vitið að vér höfum
mikinn gróða af þessu verklagi. Og þér sjáið og heyrið eigi alleinasta í
Efeso, heldur og næsta um alla Asíam það þessi Páll umhverfir miklu fólki,
teljandi um fyrir því og segir að það sé öngvir guðir sem með höndum verða
gjörðir. En þetta hlutskipti kemur eigi einasta oss til tjóns og voru verklagi
til niðranar, heldur mun mustéri hinnar miklu gyðju Díanu einskis virt þar til
mun hennar tign niðurbrotin verða, hverja öll Asía og heimskringlan vegsamar.

Sem þeir heyrðu það, fylltust þeir reiði, æptu upp og sögðu: Hin mikla Díána í
Efeso. Og öll borgin fylltist af sneypan, og þeir gjörðu með einu
hugarfári áhlaup til sjónarflötsins og gripu þá Gaium og Aristarkum af
Makedónía, förunauta Páls. En Páll vildi þá ganga inn að fólkinu, og
lærisveinarnir leyfðu honum það ekki. Og nokkrir yfirmenn úr Asía, þeir eð
Páls góðir vinir voru, sendu til hans og báðu að hann gæfi sig eigi fram á
sjónarflötinn. Sumir kölluðu svo, en aðrir annað því að alþýðan var vill
vorðin, og flestir vissu eigi af hverju efni þeir voru til samans komnir. En
sumir af fólkinu drógu fram Alexandrum, þeim er Gyðingar fram ýttu, en
Alexander benti hendinni sér til hljóðs, viljandi forsvara sig fyrir fólkinu.
Og er þeir formerktu það hann var Gyðingur, hófst upp eitt kall af öllum nær
tveim stundum: Hin mikla Díána í Efeso.

Og sem kanselerinn fékk stöðvað fólkið, sagði hann: Þér menn í Efeso, hver er
sá manna eð eigi veit það borgin Efeso sé dýrkanarinna hinnar miklu gyðju
Díanu og hennar líkneskju af himni ofan fallna? Nú með því að þessu segir
enginn í móti, þá byrjar yður spökum að vera og ekkert af bráðræði að gjöra.
Þér hafið nú þessa menn hingað dregið sem hvorki eru ræningjar kirkna né
háðsmenn yðrar gyðju. Þótt Demetríus og þeir embættismenn, sem með honum eru,
hafi kærumál við nokkurn, þá gjörist hér lög um, og þar eru borgmeistarar.
Klagist þeir innbyrðis fyrir þeim. En ef þér leitið nokkuð eftir um aðra
hluti, þá látið það upp leysast á annarri löglegri samkomu. Því það er
háskasamlegt að ef vér skulum sekir verða fyrir Þessa dags upphlaup með því þó
að engin sök er undir niðri, hvaðan vér megum skjal af gefa þessa upphlaups.
Og er hann hafði þetta sagt, sleit hann safnaðinum.


xx. kapítuli

En eftir það er upphlaupinu linnti, kallaði Páll lærisveinana til sín og bað
þá vel lifa, ferðaðist síðan. En þá hann hafði þær sömu landsálfur yfir farið
og þeim áminning veitt með mörgum orðum, kom hann til Grikklands og
tafði þar þrjá mánaði. En með því honum voru umsát gjörð af Gyðingum er hann
vildi sigla í Sýriam, varð hann þess sinnis að snúa aftur um Makedóniam. Og
þessir fóru með honum allt til Asíam: Sópater af Berrohen, en af Tessaloniu
Aristarkus og Sekúndus og Gaius af Derben og Tímóteus, en úr Asía Týkikon og
Trófimas. Þessir gengu undan og biðu vor í Tróada. En vér sigldum eftir
páskana af Filippis og komum til þeirra í Tróade innan fimm daga og dvöldum
þar í (vii) daga.

En einn þvottdaga, þá lærisveinarnir voru til samans komnir brauð að brjóta,
talaði Páll við þá, því annars dags vildi hann ferðast, og teygði ræðuna allt
til miðrar nætur. Og í þeim loftsal voru mörg ljós sem vær vorum saman komnir.
Og nokkurt ungmenni, Eytíkos að nafni, sat í vindauganu og sökk í djúpan
svefn. Og með því að Páll talaði svo lengi, þá þyngdist hann því meir af
svefni og hrapaði ofan úr hinum þriðja loftsal og var dauður upp tekinn. En er
Páll gekk ofan, lagði hann sig fram yfir hann og hélt um hann og sagði: Gjörið
engvan hávaða því að hans önd er með honum. Hann gekk þá upp aftur, braut
brauðið og bergði og talaði margt við þá allt til þess dagur rann, og svo
ferðaðist hann. En þeir leiddu sveininn upp lifanda, og þeir hugsvöluðust við
það eigi alllítt.

En vér stigum á skip og sigldum til Asson. Þar vildu vér hafa tekið inn Pál
því að hann hafði svo ásett það hann vildi yfir land fara. En sem hann kom til
Asson, tóku vær hann til vor og komum til Mitýlen. Þaðan sigldu vér og komum
annars dags gegnt Kíon. Og deginum eftir tóku vær höfn við Samon og dvöldum i
Trogilion. Og næsta daginn eftir komu vær til Míleto því að Páll hafði sett
sér að sigla framhjá Efeso svo að hann hefði öngva dvöl í Asía. Af því flýtti
hann sér, ef honum væri það mögulegt, að vera á hvítasunnu til Jerúsalem.

Í frá Míleto sendi hann til Efeso og lét kalla hina elstu presta af
safnaðinum. Og sem þeir komu til hans, sagði hann til þeirra: Þér
vitið að í frá þeim fyrsta degi er eg kom í Asíam hversu eg hefi um alla tíma
hjá yður verið og Drottni þjónað með öllu hugarins lítillæti og með miklu
tárfelli og freistingum, hverjar mér hafa hlotnast af umsátum Gyðinga, og það
ekkert undan dregið sem yður var bati í svo eg hafi það eigi kunngjört yður
opinberlegana í ýmsum húsum og vitnað bæði Gyðingum og Grikkjum iðran til Guðs
og trúna á Drottin vorn Jesúm.

Og nú sjáið, það eg em bundinn í anda að ferðast til Jerúsalem, vitandi eigi
hvað þar mun yfir mig koma nema það er heilagur andi vitnar um allar borgir
segjandi að fjötur og harmkvæli munu mín þar verða. En eg gef því öngva vakt.
Eg held og eigi sjálfs míns líf dýrmætt svo að eg fullkomni mitt hlaup með
fagnaði og það embætti sem eg hefi meðtekið af herranum Jesú til vitnisburðar
evangelio Guðs náðar.

Og sjáið, að nú veit eg að þér munuð allir eigi sjá mitt andlit meir, hverja
eg hefi umgengið og predikað Guðs ríki. Fyrir því vitna eg yður á þessum degi
það eg em hreinn af allra blóði því að eg hefi ekkert undan fara látið það eg
hafi eigi kunngjört yður allt Guðs ráð. Af því hafið gát á sjálfum yður og á
allri hjörðinni, meðal þeirra sem yður setti heilagur andi til biskupa að
stjórna safnan Guðs, hverja hann hefir endurleyst sínu eigin blóði. Því að það
veit eg að eftir mína burtför munu inn ganga meðal yðar ólmir vargar, þeir eð
eigi munu þyrma hjörðinni. Og af yður sjálfum munu menn upp rísa er tala
umhverfar kenningar að þeir teygi lærisveinana eftir sér. Fyrir því vaki þér
og minnist á það að eg hefi um þrjú ár nótt og dag eigi aflátið að áminna einn
og sérhvern yðvarn meður tárum.

Og nú, bræður, bífala eg yður Guði og orði hans náðar, hver máttugur er upp að
byggja og yður arftöku að gefa meðal allra þeirra sem helgaðir verða. Eigi
girntist eg nokkurs yðar silfur, gull eður klæðnað. Því að þér vitið sjálfir
að þessar hendur hafa mér unnið til minnar nauðþurftar og þeirra sem með mér
voru. Allt sýnda eg yður það að svo byrjaði oss að erfiða og vanfæra
að meðtaka og minnast orða Drottins Jesú það hann sagði að sælla væri að gefa
en þiggja.

Og er hann hafði þetta sagt, féll hann á kné og bað samt þeim öllum. En þeirra
á milli gjörðist grátur mikill og lögðu hendur um háls Páli og kysstu hann,
syrjgandi mest af því orði eð hann sagði að þeir myndi eigi sjá hans andlit
meir. Og þeir fylgdu honum til skips.


xxi. kapítuli

Sem það var skeð að vér leystum og hurfum frá þeim, komu vér beinleiðis til Kó
og annars dags til Ródis og þaðan til Patara. Og þar fundu vér skip það er
fara átti til Feniken, stigum þar á og sigldum þangað. En sem vér fengum að
sjá Kýpriam, létu vér það til vinstri handar og sigldum í Sýriam og komu að
Týro því þar átti skipið að leggja upp farminn. Og sem hann fann lærisveinana,
blifu vær þar í sama stað (vii) daga, hverjir Páli sögðu fyrir andagift það
hann skyldi eigi fara upp til Jerúsalem. Og það skeði sem þeir dagar voru
liðnir, fóru vær og gengum af stað. Og þeir allir með húsfreyjum sínum og
börnum fylgdu oss á veg út fyrir borgina og féllum á hné í fjörunni og báðunst
fyrir. Og er vær höfðum kvatt hver annan, stigu vér á skip, en hinir sneru
aftur til sinna heimkynna.

Og er vér höfðum lyktað vora sigling fyrir Týro, komu vær ofan til Ptólomaída
og heilsuðum bræðrunum og vorum þar einn dag hjá þeim. En annars dags fóru vær
í burt, þeir eð með Páli voru, og komu til Sesarea og gengum inn í hús Filippi
guðsspjallara, hver eð var einn af sjö, og blifum hjá honum. Hann átti fjórar
dætur, þær meyjar voru og spáðu fyrir. Og sem vér dvöldunst þar nokkra daga,
kemur spámaður sá af Júdea er Agabus var að nafni. Og þá hann kom til vor, tók
hann linda Páls og batt hendur sínar og sagði: Þetta segir heilagur andi að
þann mann, hvers eð þessi lindi er, munu Gyðingar svo binda í
Jerúsalem og selja hann í heiðinna manna hendur.

En sem vér heyrðum það, báðu vér hann og þeir aðrir sem í þeim stað voru það
hann færi eigi upp til Jerúsalem. En Páll svaraði þá og sagði: Hvað gjöri þér
eð þér grátið og hrellið mitt hjarta? Því að eg em eigi alleinasta reiðubúinn
að láta mig binda, heldur að deyja í Jerúsalem fyrir sakir nafns Drottins
Jesú. Og með því vér gátum eigi talið um fyrir honum, þögnuðum vær og sögðum:
Verði vilji Drottins. Og eftir þá daga fóru vær út, gengum upp til Jerúsalem.
Þangað komu og nokkrir lærisveinar meður oss af Sesarea, hafandi þann nokkurn
gamlan lærisvein meður sér úr Kýpria, Mnason að nafni, hjá hverjum vér
herbergi tókum. Og þá vér komum til Jerúsalem, tóku bræðurnir feginsamlega við
oss. En annars dags gekk Páll inn meður oss til Jakobum, allir öldungar komu
þar og saman. Og sem hann hafði heilsað þeim, skýrði hann þeim frá hvað eftir
annað það Guð hafði gjört á meðal heiðinna þjóða fyrir hans þjónkan.

Þá þeir höfðu það heyrt, vegsömuðu þeir Guð og sögðu til hans: Bróðir, þú sér
hve mörg þúsund Gyðinga að þeir eru sem trúaðir hafa vorðið, en þeir allir eru
þó vandlætingarmenn lögmálsins. Og þeir hafa heyrt sagt eftir þér það þú
kenndir þeim Gyðingum öllum sem meðal heiðinna þjóða eru að snúa frá Moyse,
segjandi þeir skyldu eigi umskera sonu sína og eigi eftir þeirri siðvenju
ganga, hvað um það er. Byrjar safnaðinum allra helst til samans að koma því að
þeir munu fá að heyra það þú ert kominn. Því gjör nú það hvað vér segjum þér.

Vér höfum hér fjóra menn, hverjir heit hafa fest yfir sig. Þá sömu tak að þér
og hreinsa þig meður þeim og kosta þá að þeir raki sitt höfuð svo að allir
viti að það, hvað þeir hafa heyrt um þig, sé ósannindi, heldur það þú gangir
sjálfur og varðveitir lögmálið. Því þeim, sem trúaðir höfðu gjörst af
heiðingum, skrifuðum vér og úrskurðuðum að þeir skyldu ekkert þess konar halda
nema það þeir vöruðu sig við skurgoðafórnan og blóði, köfnuðu og
frillulifnaði. Þá tók Páll þá menn að sér og lét annars dags hreinsa sig meður
þeim og gekk inn í musterið og tjáði sig halda uppfylling hreinsanardaganna
þar til að hver einn þeirra offraði fyrir sig sinni fórn.

En sem þeir sjö dagar voru liðnir, sáu hann þeir Gyðingar í musterinu er voru
úr Asía og æstu upp allan lýðinn, lögðu hendur á hann og kölluðu: Þér
Íraelsmenn, hjálpið til. Þessi er sá maður sem alls staðar kennir öllum mönnum
í gegn þessu fólki og lögmáli og svo í mót þessum stað. Þar ofan á hefir hann
innleitt heiðna menn í musterið og saurgað svo þennan heilaga stað. Því að
þeir höfðu séð Trófímum af Efeso með honum í borginni. Þann meinuðu þeir að
Páll hefði í musterið innleitt. Og öll borgin ókyrrðist og áhlaup varð af
fólkinu, og þeir tóku Pál höndum og drógu út af musterinu. Og jafnsnart urðu
dyrnar aftur læstar.

Sem þeir leituðu við að lífláta hann, kom sú fregn upp fyrir yfirhöfðingjann
herliðsins það öll Jerúsalem væri uppvægð. Hann tók þá strax stríðssveinana og
hershöfðingjana til sín og hljóp burt í milli þeirra. En sem þeir sáu
hershöfðingjann og stríðsfólkið, gáfu þeir upp að berja á Páli. En
hershöfðinginn gekk þar að og tók hann að sér og bauð að binda hann tveimur
járnhlekkjum og spurði að hver hann væri og hvað hann hefði gjört. En sitt
kallaði hver af fólkinu. Og með því hann fékk ekki víst að vita fyrir
upphlaupinu, bauð hann að leiða hann í kastalann. Og sem þeir komu að
tröppunni, hlutu stríðsmennirnir að bera hann fyrir aðsúg fólksins því að
mikill fólksfjöldi fylgdi eftir og kölluðu: Af skaf þú þennan.

Og sem Páll varð inn leiddur í kastalann, sagði hann til yfirhöfðingjans:
Leyfist mér ekki að tala við þig? En hann sagði: Kannt þú girsku? Ertu eigi sá
hinn egypski maður sem fyrir þessum dögum styrjöld upp vaktir og dróst út á
eyðimörk fjórar þúsundir morðvarga? En Páll sagði: Eg em að sönnu maður
Gyðingakyns af Tarson, en borgari út af nafnfrægri borg Kilitia. Eg bið þig
lofa mér að tala til fólksins. Og er hann lofaði honum, sté Páll upp á
tröppurnar og bandaði hendinni til lýðsins. Og er mikil þögn gjörðist, talaði
hann til þeirra á ebreska tungu og sagði:


xxii. kapítuli

Þér menn, góðir bræður og feður, heyrið nú mína afsakan til yðar. En sem þeir
heyrðu hann talaði ebreska tungu til þeirra, gjörðust þeir enn tvistari. Og
hann sagði: Eg em maður Gyðingakyns, fæddur í Tarsen í Kilitia, en upp alinn í
þessari borg til fóta Gamalíelis og af öllu kostgæfi lærður í föðurlegu
lögmáli og laganna vandlætari líka sem þér eruð allir enn í dag. Eg hefi og
þennan veg ofsókt allt til dauðans, eg batt og í varðhöld seldi bæði menn og
konur svo sem kennimannahöfðinginn og allir öldungar bera mér vitni um, af
hverjum eg meðtók bréf til bræðranna og fór til Damasko það eg drægi þá bundna
til Jerúsalem sem þar væri svo að þeir mætti píndir verða.

En það skeði þá eg þangað fór og tók að nálgast Damaskum nær miðjum degi að
leiftraði um mig skyndilega ljós mikið af himni. Og eg féll til jarðar og
heyrði rödd þá er til mín sagði: Sál, Sál, hvar til ofsækir þú mig? En eg
svaraði: Hver ertu lávarður? Og hann sagði til mín: Eg em Jesús af Naðaret,
hvern þú ofsækir. Og þeir sem með mér voru, sáu að sönnu ljósið og urðu
felmsfullir, en röddina, þá er við mig talaði, heyrðu þeir eigi. Eg sagði:
Herra, hvað skal eg gjöra? En Drottinn sagði til mín: Statt upp og gakk í
Damaskum. Þar man þér sagt verða af öllu hvað þér tilskikkað er að gjöra. En
sem eg gat eigi séð fyrir ljóssins bjartleik, varð eg handleiddur af mínum
förunautum og kom til Damaskum.

En þar var guðhræddur mann eftir lögmálinu, Ananías, sá góðan orðstír hafði af
öllum Gyðingum er þar bjuggu. Hann kom til mín, gekk að mér og sagði:
Sál, bróðir, líttu upp. Og eg leit til hans á samri stund. Hann sagði þá: Guð
feðra vorra hefir skikkað þig til að þú skyldir viðurkenna hans vilja og áttir
að sjá þann réttláta og heyra rödd af hans munni. Því að þú munt hans vottur
verða til allra manna þeirra hluta sem þú hefir séð og heyrt. Og hvað tefur
þig nú? Rís upp og lát skíra þig og af þvo svo þínar syndir að ákölluðu nafni
Drottins.

Það skeði og þá eg kom aftur til Jerúsalem er eg var á bæn í musterinu að eg
varð numinn frá mér og eg sá hann. Þá sagði hann til mín: Skunda þig og far
burt af Jerúsalem því að þeir meðtaka eigi þinn vitnisburð um mig. En eg
sagða: Lávarður, þeir vita sjálfir það eg dró í myrkvastofu og lét lemja í
ýmsum samkunduhúsum þá sem á þig trúðu. Og þá er blóð Steffani, þíns vottar,
út helltist, stóð eg þar hjá og var samsinnandi hans dauða því eg geymda
þeirra föt sem hann í hel slógu. Og hann sagði til mín: Far héðan því að eg
vil senda þig langt í burt meðal heiðinna þjóða.

En þeir heyrðu hann allt að því orði, hófu upp raddirnar og sögðu: Afmá þess
háttar mann af jörðu því að honum er eigi leyfilegt að lifa. En sem þeir
kölluðu, vörpuðu þeir af sér klæðunum og fleygðu moldu í loft upp.
Yfirhöfðinginn bauð þá að hann skyldi leiðast inn í kastalann og skipaði þeim
að forheyra hann og húðstrýkja svo hann fengi að vita fyrir hverja sök að þeir
kölluðu svo yfir honum. Og er hann reyrði hann að með taugum, sagði Páll til
undirhöfðingjans er stóð nær honum hvort þeim væri það leyfilegt að
húðstreykja rómverskan mann ódæmdan. Og er undirhöfðinginn heyrði það, gekk
hann til yfirhöfðingjans og undirvísaði honum það og sagði: Hvað viltu til
gjöra? Þessi maður er rómverskur.

Þá kom yfirhöfðinginn þangað og sagði til hans: Seg mér ef þú ert rómverskur.
En hann sagði já við. Undirhöfðinginn svaraði til: Þetta réttarfar hlaut eg
ærnu fé að kaupa. Páll sagði: Eg em þar og fæddur. Jafnskjótt gengu þeir frá
honum sem hann skyldu hafa forheyrt. Og yfirhöfðinginn óttaðist eð
hann fornam það hann var rómverskur að hann hafði látið binda hann.

Annan daginn eftir vildi hann greinilegar vita fyrir hverja sök hann klagaðist
af Gyðingum og leysti hann úr höndum og bauð kennimannahöfðingjum og öllu
þeirra ráði til samans að koma og leiddi síðan Pál fram og setti hann hjá
þeim.


xxiii. kapítuli

En Páll horfði á ráðið og sagði: Þér menn og bræður, eg hefi af allri góðri
samvisku gengið fyrir Guði allt til þessa. En Ananías kennimannahöfðingi
skipaði þeim er hjá honum stóðu að ljósta á hans munn. Þá sagði Páll til hans:
Guð man slá þig, þú hvítfágaði veggur. Situr þú og dæmir mig eftir lögmálinu
og býður að slá mig í móti lögunum. En þeir sem hjá stóðu, sögðu: Bölvar þú
æðsta kennimanni Guðs? Páll sagði: Eg vissa eigi bræður það hann var
kennimannahöfðingi því að skrifað er að höfðingja þíns lýðs skalt þú eigi böls
biðja.

Sem Páll vissi að þar voru af einni álfu saddúkei og af annarri farísei,
kallaði hann upp fyrir ráðinu: Þér menn og bræður, eg em einn faríseus og
sonur eins faríseara. Eg dæmunst fyrir von og upprisu framliðinna. Og er hann
sagði þetta, gjörðist sundurþykkja í milli faríseos og saddúkeos, og sá
selskapur skildi sig að. Því að Saddúkei segja upprisu framliðinna eigi vera,
ei engil, né anda, en farísei viðurkenndu hvoru tveggja. En þá gjörðist hávaði
mikill, og hinir ritklóku af faríseanna liði risu upp og stóðu í móti og
sögðu: Vér finnum ekkert vondslegt á þessum manni. Þó eð andi eður engill hafi
viður hann talað, þá kunnum vér eigi að stríða í móti Guði.

En sem mikil misgreining varð, uggaði yfirhöfðingjann að þeir mundi slíta Pál
frá þeim og skipaði stríðsfólkinu ofan að fara að grípa hann mitt burt frá
þeim og leiða í kastalann. En næstu nótt eftir stóð Drottinn hjá honum
og sagði: Páll, vert með góðu geði. Því að líka sem þú hefir vitnað af mér í
Jerúsalem, svo hlýtur þú og að vitna af mér í Róm.

En er dagur kom, samantóku sig nokkrir Gyðingar og strengdu það heit að eta
hvorki né drekka þar til þeir hefði Páli í hel komið. En þeir voru fleiri en
fjörutigir manna sem þetta samtak höfðu gjört. Þeir gengu til
kennimannahöfðingjans og öldunganna og sögðu: Vér höfum heitstrenging strengda
að bergja einskis þar til vér hefðum Pál af lífi tekið. Því undirvísið nú
yfirhöfðingjanum og ráðinu það hann láti leiða hann á morgin til yðar líka sem
þér vilduð nokkurs sannara vísir verða af honum. En vér erum áður en hann
nálægist yður reiðubúnir að slá hann í hel.

Og er systursonur Páls heyrði það svikræði, kom hann og gekk inn í kastalann
og undirvísaði það Páli. En Páll kallaði til sín einn af undirhöfðingjum og
sagði: Leið þú þennan pilt til yfirhöfðingjans því að hann hefir nokkuð að
kunngjöra honum. Og hann tók hann að sönnu að sér og leiddi hann til
yfirhöfðingjans segjandi: Hinn bundni Páll kallaði mig til sín og bað mig að
hafa þenna pilt til þín. Hann hefði að segja þér nokkuð.

Yfirhöfðinginn tók hann þá í hönd og veik honum út af, spurði hann að: Hvað er
það þú hefir mér að segja? En hann sagði: Gyðingar hafa samblásið að biðja þig
það þú hafir á morgin Pál fyrir ráðið svo sem þeir vilji nokkuð sannara af
honum fregna. En trú þú þeim eigi því að meir en fjörutigir manna veita honum
umsát, þeir eð heitstrengt hafa sér hvorki að eta né drekka þar til þeir gæti
honum í hel komið. Og nú eru þeir reiðubúnir, bíðandi eftir þinni fyrirsögn.

Þá lét yfirhöfðinginn ungmennið í burt frá sér fara og bauð honum að hann
segði það fyrir öngum að hann hefði honum kunngjört þetta og kallaði tvo
hundraðshöfðingja til sín og sagði: Búið til tvö hundruð fótgönguliðs að þeir
gangi til Sesaream og sjötigi riddara og tvö hundruð skotmanna um þriðju
stund nætur. Og reiðið til þann fararskjóta sem Páll skal á sitja og
færið hann vel forvaraðan til Feliken landstjórnara, - og skrifaði bréf
þessarar meiningar:

Kládíus Lýsías heilsar hinum voldugasta landsstjórnara Felix. Þennan mann
höfðu Gyðingar höndum tekið og vildu hann í hel hafa slegið. En eg kom þá að
með stríðsfólkinu og sleit hann af þeim. Og er eg formerkti það hann var
rómverskur, þá vildi eg vita fyrir hverja sök þeir áklöguðu hann og lét eg
leiða hann fram í þeirra ráð. En eg fann þá að hann klagaðist um spurningar
þeirra lögmáls og öngva sök hafði þá dauða væri verð eður banda. Og þá mér
voru undirvísuð þeirra svikræði er Gyðingar höfðu honum fyrir búið, senda eg
hann strax til þín, bjóðandi hans áklögurum að hvað þeir hefði í móti honum,
það mætti þeir segja fyrir þér. Far vel.

En stríðsmennirnir, eftir því sem þeim var boðið, tóku Pál að sér og færðu
hann um nóttina í Antrípatiden. En annars dags létu þeir riddaraliðið með
honum fara og sneru síðan aftur til kastalans. En sem þeir komu til Sesarea,
fengu þeir landstjórnaranum bréfið og skikkuðu Pál þar fyrir hann. En er
landstjórnarinn las bréfið, spurði hann að út af hverju landi hann væri. Og er
hann fornam það hann var úr Kilitia, sagði hann: Eg skal forheyra þig nær
þínir ákærendur koma. Og hann bauð að varðveita hann í dómhúsi Heródis.


xxiv. kapítuli

En eftir fimm daga fór Ananías kennimannahöfðingi og
öldungarnir ofan og meður þeim Tertúllus mælskumaður, hverjir sig tjáðu fyrir
landsdómaranum í gegn Páli. En að Páli fyrir kölluðum tók Tertúllus til að
áklaga hann og sagði: Af því vér lifum í miklum friði undir þér og margar
sæmdir veitast þessu fólki fyrir þína framsýni, ágætasti Felix, hvað vér
jafnan og í hvern stað til vor kjósum með allri þakkargjörð. En að eg
dragi það eigi langsamlega fyrir þér, bið eg þig fyrir þína manndyggð að þú
heyrir oss fáein orð.

Þennan mann höfum vér fundið skaðlegan, þann sundurþykkju upp æsir meðal allra
Gyðinga um allan heim og foringja hins naðverska villudóms. Hann hefir og
einninn viðurleitað að saurga musterið, hvern vér gripum og vildum hafa dæmt
hann eftir lögum vorum. En Lýsías yfirhöfðingi kom þar fram og greip hann með
miklu ofurefli úr vorum höndum, bjóðandi hans áklögurum til þín að koma, af
hverju þú mátt kenna ef sjálfur vilt eftirgrennslast alla þá hluti, um hverja
vér áklögum hann. Þá lögðu Gyðingar til og sögðu það svo vera.

En Páll (þá er landstjórnarinn benti honum að tala) svaraði: Með því að eg
veit þig nú um mörg ár dómara verið hafa þessarar þjóðar, vil eg sjálfur með
óskelfdu hugarfari mína sök forsvara. Því að þú mátt vita að það eru eigi meir
en (xii dagar) það eg kom upp til Jerúsalem að biðjast fyrir. Og eigi hafa
þeir fundið mig tala við nokkurn í musterinu eður gjörandi nokkurt upphlaup
með fólkinu, hvorki í borgum né samkunduhúsum. Og eigi geta þeir þetta sannað,
um hvað þeir kæra mig.

En það játa eg þér að eg þjóna (eftir þeim vegi hvern þeir kalla villudóm) svo
Guði minna feðra að eg trúi öllu því hvað í lögmálinu skrifað er, hafandi þá
von til Guðs, hverrar þeir sjálfir vænta, einkum upprisu framliðinna, bæði
réttlátra og ranglátra. En í þessu sama iðka eg sjálfan mig jafnan að hafa
hindranarlausa samvisku bæði við Guð og menn.

En mörgum árum eftir kom eg og færða mínu fólki ölmusugjafir og offur. Og þeir
fundu mig með því er eg lét mig hreinsa í musterinu eigi með hávaða né nokkru
upphlaupi. En þar voru Gyðingar nokkrir úr Asía, hverjir hér ættu að vera
fyrir þér að áklaga mig ef þeir hefði eitthvað mér í móti. Elligar lát þessa
sjálfa segja hvort þeir hafa nokkuð rangferðugt á mér fundið á meðan eg stend
hér fyrir ráðinu nema alleinasta fyrir þessa eins orðs sakir þá er eg
stóð þeirra á milli, hvað eg kallaði að um upprisu framliðinna verð eg í dag
af yður áklagaður.

Og er Felix heyrði þetta, teygði hann fyrir þeim því að hann vissi grannt af
þessum vegi og sagði: Nær Lýsías yfirhöfðingi kemur ofan, þá vil eg forheyra
yðvar málefni. En hann skipaði undirhöfðingjanum að forvara Pál og láta honum
þó liðugan gang og fyrirbauð að nokkur af hans liði þjónaði honum eður kæmi
til hans.

Nokkrum dögum þar eftir kom Felix meður húsfreyju sinni Drúsilla, hver eð var
Gyðingakyns. Þau kölluðu á Pál og heyrðu af honum um trúna sem að er á
Kristum. En þá Páll talaði um réttvísi og hreinlífi og af eftirkomanda dómi,
skelfdist Felix og ansaði: Gakk héðan að sinni. Nær eg hefi tómstund til, man
eg þig kalla láta. Með því hann vænti jafnframmi það honum mundi peningar
gefast af Páli svo að hann léti hann lausan. Fyrir því lét hann oftsinnis
kalla á hann og átti tal við hann. En að liðnum tveimur árum kom Portíus
Festus í Felix stað. Felix vildi þá sýna Gyðingum velsemd og lét þá Pál
bundinn eftir sig.


xxv. kapítuli

Þá Festus var nú í land kominn, fór hann þrem dögum eftir af Sesarea upp til
Jerúsalem. En fyrir honum tjáðu sig þá kennimannahöfðingjar og formenn Gyðinga
í móti Páli, báðu hann og beiddu um liðveislu í móti honum að hann léti kalla
hann til Jerúsalem, rekjandi svo sín umsát að þeir gætu honum í hel komið á
veginum. Þá svaraði Festus að Páll yrði að sönnu varðveittur í Sesarea, en
hann mundi þó innan skamms fara þangað aftur. Því þeir sem yðar á milli (sagði
hann) hafa mátt til, fari þeir til líka ofan og áklagi þann mann ef nokkur
vansemd finnst með honum.

En er hann hafði hjá þeim verið meir en tíu daga, fór hann ofan til Sesaream.
Og annars dags eftir setti hann sig á dómstólinn og skipaði Pálum fram
að leiða. Og sem hann var fram leiddur, gengu þeir Gyðingar kring um hann er
komnir voru ofan frá Jerúsalem, berandi fram margar og þungar sakagiftir í
gegn Páli, hverjar þeir gátu þó eigi sannað af því að Páll svaraði svo fyrir
sig það hann hefði ekkert forbrotið, hvorki í mót Gyðingalögum né musterinu,
og eigi heldur við keisarann.

Festus vildi þá sýna Gyðingum liðveislu, svaraði Páli og sagði: Viltu fara upp
til Jerúsalem og dæmast þar af mér um þetta? En Páll sagði: Eg stend fyrir
keisarans dómstól, þar byrjar mér að dæmast. Því Gyðingum hefi eg öngva
vansemd gjörva svo sem þú sjálfur betur veist. En hafi eg nokkrum mein gjört
eða nokkuð það aðhafst sem dauða sé vert, þá mæli eg eigi í móti dauða að
þola. En ef ekkert finnst þeirra, af hverju þeir ákæra mig, þá má enginn mig
þeim í hendur selja því eg skýt mér fyrir keisarann. Festus ráðgaðist þá um
við ráðið og svaraði: Fyrir keisarann hefir þú þér skotið, til keisarans skalt
þú og fara.

En er nokkrir dagar voru liðnir, fóru þau Agrippa konungur og Bernika ofan til
Sesarea að segja Festum velkominn. Og er þau höfðu þar marga daga verið,
skýrði Festus konunginum frá sakargiftum Páls og sagði: Nokkur mann er hér í
fjötrum af Felix eftir látinn, hvers vegna eð prestahöfðingjar og öldungar
Gyðinga komu fyrir mig þá eg var til Jerúsalem og báðu að refsing skyldi á
hann ganga, hverjum eg svaraði að það væri eigi háttur Rómverja að nokkur
maður væri til refsingar seldur fyrr en sá sem klagaðist hefði sína áklagendur
nálæga og fái þar með tóm til sig undan að færa þeim lýtum sem honum verða til
lögð. En þá þeir komu hér til samans, setta eg mig annars dags (án nokkrar
dvalar) á dómstólinn og skipaði þann mann fram að leiða, af hverjum, þá
áklagararnir komu til, báru þeir öngva þá sök fram um þessa hluti, hverja eg
meinaði, heldur höfðu þeir nokkrar spurningar í móti honum um þeirra hjátrú og
af nokkrum framliðnum Jesú, hvern Páll vottar lifa. En er eg undirstóð
eigi þess háttar spurningar, sagði eg hvort hann vildi fara upp til Jerúsalem
og dæmast þar um þetta. En þá Páll appelleraði að hann geymdist til keisarans
rannsaks, bauð eg að varðveita hann þar til eg senda hann til keisarans.

Þá sagði Agrippa til Festo: Eg vilda og fá að heyra þennan mann. Hann sagði: Á
morgin skalt þú hann heyra. En annars dags þá Agrippa og Bernika komu með
miklu skrauti og gengu inn í ráðhúsið með yfirhöfðingjum og höfuðsmönnum
borgarinnar. Og er Festus skipaði, var Páll fram leiddur. Festus sagði:
Agrippa konungur og þér allir góðir menn sem hér eru meður oss, þar sjái þér
þann mann, af hverjum allar Gyðingasveitir hafa til mín sagt, bæði til
Jerúsalem og svo hér, og segja það honum byrjar eigi lengur að lifa. En þá eg
fornam það hann hafði ekkert gjört þess dauða væri vert, með því að hann
sjálfur skaut sér fyrir keisarann, þá hefi eg einsett mér að senda hann
þangað, um hvern eg hefi þó ekkert sannarlegt það eg megi herranum til skrifa.
Fyrir því hefi eg og látið leiða hann hér fram fyrir yður, og einna mest fyrir
yður, Agrippa konungur, svo að eg eftir umliðna forheyrslu mætti það fá hvað
eg skrifa skyldi. Því að það sýnist mér óvitmannlegt að senda nokkurn
bandingja og teikna eigi upp hverjar sakir til hans verða kærðar.


xxvi. kapítuli

En Agrippa sagði til Páls: Þér leyfist sjálfum að tala fyrir þig. Þá svaraði
Páll og rétti fram höndina: Sæll þykjunst eg þess, Agrippa konungur, að eg nái
í dag að forsvara mig fyrir þér af því öllu sem eg áklagast af Gyðingum, mest
það þú veist allar venjur og spurningar Gyðinga. Fyrir því bið eg þig að þú
vildir þolinmóðlega heyra mig.

Að sönnu mín ævi í frá barnæsku, hver verið hefir þegar í uppruna hjá þessari
þjóð í Jerúsalem, vita allir Gyðingar, þeir mig þekktu forðum í uppvexti, ef
þeir vildu þar vitni um bera. Því að eg lifða eftir hinni hörðustu
siðvenju vorrar guðsdýrkanar einn faríseari. Nú stend eg og verð áklagaður um
þá von fyrirheitsins, þess skeð er af Guði til feðra vorra, til þeirrar vorar
tólf kynkvíslir vona sér að koma með stöðugri guðsþjónkan nátt sem dag, af
hverri von (herra konungur) þá klagast eg af Gyðingum. Fyrir hvað man það
ótrúanlegt hjá yður dæmast mega það Guð geti framliðna menn upp vakið.

Eg meinaði að sönnu með sjálfum mér það eg mætta mikið í móti gjöra nafni Jesú
af Naðaret, hvað eg og gjörða til Jerúsalem að eg lukta margan heilagan í
myrkvastofu að fengnu yfirvaldi út af kennimannahöfðingjum. Og þá þeir voru af
teknir, sagða eg dóminn upp. Og um öll samkunduhús kvalda eg þá oftlega og
þvingaði þá til guðlastanar. Og eg var meir en hófi gegndi óður á þá og veitti
þeim ofsókn allt í utanlandsborgir, fyrir hverra hluta sakir þann tíð eg fór
til Damasko meður makt og boðskap prestahöfðingjanna það á miðjum degi sá eg
(herra konungur) ljós af himni sólarskini bjartara það um mig leiftraði og um
þá er með mér fóru.

En þá er vér duttum allir til jarðar, heyrða eg rödd til mín tala, sú er á
ebreska tungu sagði: Sál, Sál, hvað ofsækir þú mig? Hart er þér að bakspyrna í
mót broddinum. En eg sagða: Hver ert þú, lávarður? Hann sagði: Eg em Jesús,
hvern þú ofsækir. Rís upp og statt á fætur þína. Því að til þess birtust eg
þér það eg skikkaði þig til þénara og vitnismanns þeirra hluta, hverja þú sátt
og þeirra sem eg skal þér enn birta, frelsandi þig af þessu fólki og heiðinni
þjóð, á meðal hverra er eg mun þig út senda, þeirra augum upp að lúka svo að
þeir snúist frá myrkrum til ljóssins og frá andskotans valdi til Guðs svo að
þeir meðtæki syndanna fyrirgefning og arftöku meður þeim er helgaðir verða
fyrir þá trú sem á Kristum er.

Fyrir því var eg ekki (herra konungur) himneskri birting vantrúaður, heldur
boðaði eg hana í fyrstu þeim í Damasko og í Jerúsalem og um allar sveitir
Gyðingalands og síðan heiðingjum að þeir gjörði yfirbót og sneri sér
til Guðs og gjörandi verðug verk iðranarinnar. Fyrir þá sök gripu Gyðingar mig
í musterinu og einsettu sér að lífláta mig. En fyrir Guðs fullting er mér
bjargað það eg stend allt til þessa dags vitnandi bæði fyrir smáum og stórum,
segjandi ekkert annað en það er spámennirnir og Moyses hafa fyrir sagt að ske
ætti það Kristur skyldi líða og fyrstur vera út af upprisu framliðinna og sá
sem ljósið skyldi lýðnum boða og svo heiðnum þjóðum.

En er hann hafði svarað þessu fyrir sig, sagði Festus hárri raust: Óður ertu
vorðinn, Páll. Þitt mikla bókvit gjörir þig óðan. En hann sagði: Eigi em eg
óður, minn góði Festus, heldur tala eg sannleiksins skírleiksorð. Því að herra
konungurinn veit þetta vel, hjá hverjum eg ræði alls öruggur. Því eg meina að
ekkert þessara muni fyrir honum fólgið vera af því að þetta er ekki í
hyrningum skeð. Trúir þú, Agrippa herra konungur, spámönnunum? Eg veit að þú
trúir. En Agrippa sagði til Páls: Lítið vantar á að tala um fyrir mér svo eg
gjörðust kristinn. En Páll sagði: Þess æski eg af Guði það brestur í miklu
eður litlu eigi alleinasta þú, heldur og einninn allir þeir sem mig heyra í
dag væri þvílíkir hvílíkur eð eg em undanteknum þessum böndum. Og þá hann
hafði þetta talað, stóð konungurinn upp og landstjórnarinn og Bernika og þeir
eð hjá þeim sátu. En sem þeir viku sér afsíða, töluðu þeir sín á milli og
sögðu: Þessi maður hefir ekkert gjört það dauða sé eður banda verður. Þá sagði
Agrippa til Festo: Þessi maður hafði máttlaus verið látinn ef hann hefði ekki
skotið sér fyrir keisarann.


xxvii. kapítuli

Sem það nú var úrskurðað að vér skyldum sigla í Valland, fengu þeir Pál og
nokkra aðra bandingja þeim hundraðshöfðingja út af keisarans hirð sem Júlío
var að nafni. Og vér stigum á það skip sem af Adramantinoviði var og skyldum
sigla fyrir Asíam og létum síðan frá landi. Aristarkus úr Makedónía af
Tessaloniu var meður oss og tókum annars dags land í Sídon. Júlíus birti sig
og blíðan við Pál og lofaði honum að ganga til sinna góðra vina að sýsla sinna
nauðþurfta. Þaðan leystu vér og sigldum undir Kýpriam fyrir því að vindarnir
voru oss öndverðir og sigldum yfir það haf sem gegnt er Kilikia og Pamfýlia og
komu til Mýra í Lýkia.

Þar fann undirhöfðinginn skip úr Alexandría það sigla átti í Valland. Á það
setti hann oss. En er oss veitti tregt að sigla svo að vér komust varla um
marga daga í gegnt Gnídon (því að vindurinn bægði), sigldu vær undir Krít til
borgarinnar Salmone og gátum þó varla beitt fram hjá. Þá komu vér í nokkurt
það lægi sem kallaðist Sæluhöfn. Þar lá og borgin Lasea í grennd við. En er
miklir tímar voru umliðnir, með því að nú var þó hættumeiri siglingin, að
fastan var þá umliðin, fyrir það ráðlagði Páll þeim þá og sagði til þeirra:
Góðir menn, eg sé að vor sigling man verða bæði háskasöm og skaðamikil, eigi
alleinasta fyrir farminn og skipið, heldur og einninn vorra lífdaga. En
undirhöfðinginn trúði meir skiparanum og leiðsagnarmanninum en því er Páll
sagði. Og er þar var engin höfn hæfileg til vetrarlegu, þótti flestum ráðlegt
að sigla burt þaðan að ef þeir mættu komast til Feniken til vetrarlegu (sú
höfn sem að er við Krít í gegn suðvestan- og norðvestanvindi). En þá
sunnanvindur tók að gusta og þeir meintu að halda sína leið, leystu þeir frá
Asson og héldu fyrir framan Krít.

En eigi langt þar eftir hófst upp þvervindi í gegn skipinu, þann vér köllum
norðaust. Og er skipið lá undir áföllum og gat eigi rétt sig við veðrinu, létu
vér draga fyrir vind og svömluðum svo. En sem vér komum við ey nokkra, þá
Kláda hét, gátum vér varla bátinn upp dregið. En vér neyttum þá orku og settum
hann upp og bundum við borðið því að vær óttuðust að oss mundi bera á
grynningarnar og létum út tunnudufl og drifum svo. Og er vér höfðum sterkan
storm liðið, vörpuðu þeir annars dags út streng. Og á þriðja degi snöruðu vér
út með sjálfs höndum reiðskapnum skipsins. Og í marga daga skein
hvorki sól né stjörnur, en stormveðrátta eigi lítil var fyrir sjónum svo að
öll von vors hjálpræðis var horfin.

Og er vér höfðum lengi einskis neytt, þá gekk Páll í miðið til þeirra og
sagði: Góðir menn, þér skylduð hafa hlýtt mér og leyst eigi út af Krít. Svo
hefðu vær eigi liðið þessa kvöl og skaða. Og nú ræð eg yður að þér séuð með
góðu geði því að einskis vors fjör man tortýnast að fráteknu alleinasta
skipinu, og því á þessari nótt stóð hjá mér engill Guðs, þess er eg em og þeim
eg þjóna, og sagði: Óttast þú eigi, Páll, þér byrjar fyrir keisarann að koma.
Og sjá, það Guð hefir veitt þér þá alla er með þér sigla. Fyrir því, góðir
menn, verið með kátri lund. Því að eg trúi Guði að það muni svo ske sem mér er
sagt. En til eyjar nokkurrar hljótu vér að koma.

En eftir það er hin fjórtánda nóttin var yfir komin, sigldu vér um miðnætti í
Adríam. Skipmennina grunaði þá að sér mundi sýnast land nokkurt og vörpuðu
grunnsökku og fundu tuttugu faðma djúp. Og skammt eitt þaðan köstuðu þeir
sökkunni í annað sinn og fundu fimmtán faðma. Þá hræddust þeir að þá mundi
mega steyta á skerjum og fleygðu úr bakskutnum fjórum akkerum, æsktu og þess
að dagur kæmi. En er skipverjar leituðu við að umflýja skipið og létu bátinn á
sjóinn síga undir þeirri hylmingu að þeir létust vilja úr framskipinu færa út
akkeri, þá sagði Páll til undirhöfðingjans og stríðsmannanna: Nema að þessir
blífi kyrrir í skipinu, geti þér eigi bjargast. Þá hjuggu stríðsmennirnir
bátfestarnar og létu ofan detta.

Og þá er birta tók, réð Páll þeim að þeir tæki fæðslu til sín. Því það er í
dag (sagði hann) fjórtándi dagur að þér hafið biðleikað við og fastandi verið
og á öngvu bergt. Fyrir því ræð eg yður að þér takið fæðslu yður til
hressingar. Því að einskis yðar hárlokkur mun af yðru höfði forglatast. Og er
hann hafði þetta rætt, tók hann brauðið, gjörði Guði þakkir í allra þeirra
augsýn, braut það síðan og át. Þeim tók þá og öllum að batna í skapi og tóku
sér fæðslu. En vér vorum alls í skipinu tvö hundruð sjö og sjötigir
sálna. Og er vér vorum mettir, léttu vær af skipinu og köstuðum korninu í
sjóinn.

En er dagur var, þekktu þeir eigi landið, en við hafnarsund nokkurt urðu þeir
varir, það landtöku hafði, hvert þeir vildu víkja skipinu ef þeir mættu því
við koma. Og er þeir drógu upp akkerin, slógu þeir sér til sjós og leystu upp
stjórnböndin og settu rárseglið í ping fyrir veðrinu og héldu svo að landi. Og
er vér komum að því rifi er sjór gekk umhverfis, steytti þar skipið á svo að
framskipið stóð grunn óhræranlega, skuturinn lestist sundur af ofurefli
bylgnanna.

En stríðsmennirnir lögðu það ráð til að bandingjarnir væri drepnir svo að
enginn þeirra umhlypi þótt út kynni að sveima. En undirhöfðinginn vildi Páli
eigi granda láta og tálmaði þeirra ásetningi og bauð að þeir sem synt gætu,
skyldu fyrstir fleygja sér utan og leggjast að landi, en aðrir sumir á
hlemmunum, en sumir á skipsbrotunum. Og það skeði svo að þeir komust allir
hólpnir til lands.


xxviii. kapítuli

Og er vér komust af, þá vissum vér að eyin hét Míleto. En þeir lýðir sýndu oss
eigi litla vináttu, kveiktu eld og meðtóku oss alla vegna þess hreggviðris er
yfir oss hafði drifið og fyrir kulda sakir. En þá Páll var að tína saman hrúgu
með smáviðu og lagði á eldinn, en þá skreið naðra úr loganum og hrökkvist á
hönd Páli. En er það sáu eyjarmenn að kvikvendið hékk á hendi hans, sögðu þeir
sín á milli: Endilega man þessi manndrápari vera, hverjum hefndin úr
sjóvarháska leystan leyfir eigi að lifa. En hann slengdi nöðrunni á eldinn, og
honum varð ekkert mein að. En þeir meintu að hann mundi upp þrútna eður
jafnsnart dauður niður detta. Og sem þeir höfðu lengi eftir því beðið og sáu
ekkert vont að honum verða, umhverfðu þeir sínu sinni og sögðu hann Guð vera.

En í þeim sömu takmörkum hafði foringi eyjarinnar sín híbýli, sá
Públíus hét, hver oss meðtók og veitti um þrjá daga allvingjarnlega. En svo
bar til það faðir Públii lá kvalinn í köldu og blóðfalli, til hvers eð Páll
inn gekk. Og meðan hann baðst fyrir, þá lagði hann hendur yfir hann og gjörði
hann heilbrigðan. Þá það var skeð, komu og hinir aðrir á eyjunni þangað sem
sóttir höfðu og létu sig lækna. Og þeir veittu oss miklar virðingar, og er vér
sigldum þaðan, lögðu þeir til hvað oss var þarfsamlegt.

En eftir þrjá mánaði sigldu vér út þaðan á því skipi er var úr Alexandría,
hvert að í eyjunni hafði legið um veturinn. Það hafði fyrir merki
tvíburateikn. Og er vér komum til Sýrakúsa, vorum vér þar í þrjá daga. Þaðan
sigldu vér um kring og komum til Regíon. Og einum degi þar eftir sem
sunnanvindur tók að blása, komu vér annars dags til Púteólon, hvar vér fundum
bræðurna og urðum af þeim beðnir það vér tefðum hjá þeim um (vii) daga. Og svo
komu vær í Rómam. Og er þeir bræður, sem þar voru, heyrðu af oss, gengu þeir
út í móti oss allt til Appíser og Tetrabern. Og þá er Páll leit þá, gjörði
hann Guði þakkir og fékk trúarefling. En þá vér komum í Rómam, afhenti
hundraðshöfðinginn bandingjana þeim æðsta hershöfðingja. En Páli var lofað að
vera, hvar honum líkaði, með þeim einum stríðsmanni sem á honum tók vakt.

Það skeði og þrim dögum þar eftir að Páll saman kallaði hina æðstu menn af
Gyðingum. Þá þeir voru nú til saman komnir, sagði hann til þeirra: Þér menn,
góðir bræður, eg hefi ekkert í gegn voru fólki gjört né í móti föðurlegri
siðvenju og em þó bundinn Rómverjum í hendur fenginn hverjir mig vildu hafa
lausan látið þá þeir höfðu mig forheyrt með því að þar fannst engin dauðasök
með mér. En þá Gyðingar mæltu því í mót, neyddust eg til að skjóta mér fyrir
keisarann, eigi svo það eg hefða um nokkuð að áklaga mitt fólk með. En fyrir
það tilefni saman kallaði eg yður það eg mætta sjá og samtal hafa við yður því
að fyrir sakir vonar Íraels em eg með þessari festi umvafður. Þeir
sögðu til hans: Engin bréf höfu vér fengið þinna vegna af Gyðingalandi, og
enginn bróðir er þaðan kominn, sá af þér hafi nokkuð vont kunngjört eður til
þín talað. En þó fýsir oss að heyra af þér hvað þú heldur því að af þeim flokk
er oss það kunngjört að honum verði alls staðar í móti mælt. Og sem þeir
einkuðu honum dag til, þá komu margir til hans í herbergið, hverjum hann
útlagði og vitnaði Guðs ríki og taldi um fyrir þeim út af Jesú, úr Moyses
lögmáli og spámönnunum í frá morgni allt til kvelds. Og nokkrir út af þeim
trúðu því sem hann sagði, en sumir trúðu því eigi.

Og er þeir voru eigi samþykkir sín á milli, gengu þeir í burt sem Páll talaði
eitt orð: Vel hefir heilagur andi sagt fyrir Esajam spámann til feðra vorra,
svo mælandi: Far þú til þessa fólks og seg: Meður eyrunum munu þér það heyra
og ekki undirstanda, og með augunum munu þér það sjá og eigi þekkja. Því að
hjarta fólks þessa er forharðað, og með eyrunum heyra þeir þunglega, og sín
augu hafa þeir saman kreist svo að þeir sæi ekki með augunum og heyrðu eigi
með eyrunum og svo þeir skildi eigi með hjartanu og snerust það eg læknaði þá.
Fyrir því sé yður kunnigt það heiðingjum er sent þetta Guðs hjálpræði, og þeir
munu heyra. Og er hann talaði þetta, gengu Gyðingar út frá honum og höfðu
þrætu mikla sín á milli.

En Páll bleif um tvö ár í sínu leiguhúsi og meðtók alla þá er til hans inn
gengu, predikandi Guðs ríki og boðaði það hvað er var af Drottni Jesú Kristo
með allri röksemd án fyrirboðunar.

Hér tekst endir á gjörðum postulanna, þær sem hinn heilagi Lúkas hefir
skrifaða.
Formáli yfir S. Páls pistil til Rómverja

Þessi pistill, er hinn heilagi Páll skrifar til Rómverja, er réttur kjarni og
höfuðmergur hins Nýja testaments og hið skærasta guðsspjall sem þess vel
verðugur væri að hver kristinn mann kynni eigi alleinasta orð frá orði fyrir
utan, heldur að hann um gengi hann hversdaglegana svo sem annað daglegt brauð
sálarinnar. Því að hann kann aldregi of oft eður of vel lesinn né traktéraður
verða, og því meir sem hann verður iðkaður, þess kostugri þykir hann og fær æ
betra smekk. Fyrir því vil eg mína þjónustu þar til leggja og til reiða fyrir
þennan minn formála eina inngöngu það fremsta sem Guð hefir mér föng á gefið
svo að hann verði þess gjörr undirstaðinn af öllum. Því að hingað til hefir
hann með dimmri glóseran og margslungnu hjali fáneytrar orðmælgi næsta
ómannlega myrkvaður verið sem þó er í sjálfum sér eitt skært ljós með öllu
fullfenginn til uppbirtu allrar ritningar.

Í fyrstu hljótu vér að fá kynning og rétta undirstöðu þeirra orða eða hvað
hinn heilagi Páll meinar með þessi orð: lögmál, synd, náð, trú, réttlæti,
hold, andi og önnur þeim lík, elligar er þar ei nokkur frjósamur lesningur að.
Þetta orð, lögmál, máttu eigi undirstanda eftir líkamlegri skynsemd að það sé
sá lærdómur sem einhver verk boðar að gjöra elligar við að sporna sem háttur
er til veraldlegra laga, það vér skulum með verkum lögmálinu fullstétta, þótt
hjartans góðfýsi sé víst fjarlæg. En Guð dæmir eftir hjartans grunni. Af því
krefur hans lögmál grunn hjartans og lætur sér eigi að verkinu fullnægja,
heldur straffar hann miklu framar þau verk sem ske án hjartans grunn
svo sem að eru hræsni og lygar, hvar af allir verða lygimenn kallaðir (Sálm
cxv). Fyrir því að enginn heldur né haldið getur af hjartans grunni Guðs
lögmál því að hver maður finnur með sjálfum sér viðbjóð til ins góða, en
lysting til hins vonda. Hvar nú er eigi frjálsleg lysting til hins góða, þar
er og ei heldur hjartans grunnur þótt að í augsýn skíni siðferðugt líferni
margra góðra verka.

Hvaðan hinn heilagi Páll ályktar það hér í öðrum kapítula að allir Gyðingar sé
syndabrotsmenn og segir að einasta sá sem uppfyllingarmaður er lögmálsins, sé
réttlátur fyrir Guði, hvar með hann vill það enginn sé af álfu sjálfs sinna
verka uppfyllingarmaður lögmálsins, heldur segir hann miklu framar svo til
þeirra: Þú kennir að vér skulum eigi hórdóm drýgja, en sjálfur þá drýgir þú
hór. Item hvar þú dæmir um einn annan, fordæmir þú sjálfan þig með því þú
gjörir hið sama þar þú um dæmir, sem skyldi hann segja: Þú lifir fínlega fyrir
manna augliti í lögmálsins verkum og dæmir aðra eigi svo lifa og að hverjum
manni kannt þú að finna. Ögnina sér þú í annars auga, en vaglsins í þínu auga
sjálfs verður þú eigi aðeins var. Þótt þú haldir nú vel fyrir augsýn laganna
gjörðir af hræðslu hefndarinnar eður af ástúð verðlaunsins, þá gjörir þú þó
það allt saman án frjálsrar lystingar og ástar við Guð og lögmálið, heldur
gjörir þú þetta með ólyst og þvingan, vildir feginsamlegar öðruvís breyta ef
lögmálið væri eigi, hvaðan að ályktast það þú sért lögmálsins fjandmann af
grunn þíns hjarta. Eða hvað hefir það að þýða, þú kennir öðrum að stela eigi,
en ert þó sjálfur í hjartanu þjófur og augljóslega gjarnan værir ef þú þyrðir
þótt að opinskár verk verði eigi lengi innibyrgð hjá þvílíkum hræsnurum. Svo
lærir þú nú annan, en sjálfan þig kennir þú eigi, veist sjálfur eigi hvað þú
annan lærir, hefur þar með og aldregi lögmálið réttlega undirstaðið. Já, með
slíku foreykur nú lögmálið syndina, svo sem hann segir hér í fimmta kapítula
að því gramari sem maðurinn er lögmálinu, því framar krefji það þess hann eigi
orkar. Fyrir því segir hann í (vii) kapítula það lögmálið sé andlegt.
Hvað er það annað? Nema ef lögmálið væri líkamlegt þá yrði því með verkum
fullnægt. En fyrst það er andlegt, þá fullnægir því enginn með neinum verkum
utan það verði allt af hjartans grunn hvað þú gott gjörir. En slíkt hjarta fær
enginn gefið nema alleinasta heilagur Guðs andi. Hann gjörir manninn lögmálinu
glíkan svo að hann fær í hjartanu lysting til lögmálsins og gjörir þaðan í frá
ekki neitt fyrir ógn né þvingan, heldur alla hluti út af viljuglegu hjarta.
Því að líka svo sem lögmálið er nú andlegt, svo vill það meður slíkum andlegum
hjörtum elskað og uppfyllt vera æskjandi viðlíks eins anda. Því hvar hann er
nú eigi í hjartanu, þá blífur þar synd, ólysting og fjandskapur í gegn
lögmálinu og hvert þó er sjálft réttferðugt, gott og heilagt í sér.

Fyrir því ven þig á þessi máltæki að það er eigi eins að gjöra lögmálsins verk
og það að uppfylla lögmálið. En það eru nú allt lögmálsins verk sem maðurinn
gjörir eða gjört getur eftir lögmálsins skipan af sínum frjálsum vilja og
eiginlegum formætti. En með því að undir og jafnframt slíkum verkum blífur
viðbjóður og styggð í hjartanu til lögmálsins, þá eru þvílík verk öll
forglötuð og einskis neyt. Það meinar og Páll postuli í hinum þriðja kapítula
þar hann segir að fyrir lögmálsins verk verði enginn mann réttlátur fyrir
Guði. Þar af sér þú nú að hinir til snotru og slægvitru Sófistiki eru sannir
villumenn nær þeir kenna það maðurinn megi með verkum reiðubúa sig til
náðarinnar. Hverninn má sá reiða sig með góðum verkum til náðarinnar sem
ekkert gott verk gjörir án ólystingar og úlfbúðar í hjartanu? Eða hversu mega
þess manns gjörðir Guði þekkjast sem ske af einu ólystugu og mótþróuðu hjarta?

En það að uppfylla lögmálið, þá er meður lyst og ljúflæti að gjöra þess verk
og frjálslega án lögmálsins þvinganar vel að gjöra og guðlega líka sem þar
væri ekkert lögmál né nokkur straffan fyrir höndum. En slíka lyst frjálslegs
kærleika gefur hinn heilagi andi í mannsins hjarta sem hann segir í fimmta
kapítula, það heilagur andi verði eigi gefinn nema alleinasta í, með
og fyrir þá trú sem er á Jesúm Krist sem sjálfur hann útskýrir í sínum
formála. Af því veitist sú trúa eigi nema alleinasta fyrir Guðs orð og
evangelium það Kristum predikar að hann sé Guðs sonur og mann, dauða liðið og
upprisinn aftur fyrir vorar sakir svo sem hann segir í hinum þriðja, iv. og x.
kapítula.

Þaðan af kemur og það að trúan sé einasta sú sem réttlætir og lögmálið
uppfyllir því að hún að sér laðar heilagan anda fyrir Jesú Kristi verðskuldan.
En sá hinn heilagi andi skapar oss eitt góðsamt, lystugt og frjálslegt hjarta
eftir því sem sjálft lögmálið æskja vill og svo eftir fylgja þá sjálf
góðverkin réttri trú. Það meinar hann í hinum þriðja kapítula þar hann skúfar
út lögmálsins verkum með því yfirvarpi sem vilji hann lögmálið afmá og ónýta
fyrir trúarinnar skyld, neitandi þó því (þar hann segir), heldur viðréttum vér
lögmálið fyrir trúna. Það er vér uppfyllum það með trúnni.

Synd kallast í skriftinni eigi einasta það sýnilega líkamans látæði, heldur
allt það náttúrlegt eðli er hann hreyfir sig með og hrærir til augljóslegrar
verkunar, einkanlega sjálfur hjartans grunn, með öllum sínum formætti svo að
þetta orð (synd drýgja) skuli þá kallast nær maðurinn fellur með öllu og
hrasar í syndina. Því að enginn augsýnilegur gjörningur syndarinnar skeður, sá
það maðurinn hneigi sig eigi allan með önd og líkama þangað að. Með því að
heilög ritning rennir sérdeilis sínu sjáldri til hjartans og til þeirrar rótar
og uppsprettu allra synda sem er sú vantrúa er í hjartans grunni byggir. Líka
vís svo sem að trúan er alleinasta sú sem réttlátan gjörir manninn, heilagan
anda veitir og lysting rétta til augsýnilegra góðra verka. Með sama móti
syndgar og einasta vantrúan og teygir holdið til vondra augsýnilegra verka svo
sem að þau Adam og Evu hentu í paradís (Genes. þriðja kapítula).

Þaðan kemur og það af að Kristur kallar vantrúna eina synd svo sem hann segir
(Jóhann xvi. kapí.) það heilagur andi skuli heiminn straffa fyrir
syndarinnar skuld af því hann trúir eigi á mig. Fyrir þá sök hlýtur nú
annaðhvort fyrr í hjartanu að búa trúan eður vantrúa áður en góð eður vond
verk ske svo sem önnur góð eður vond frjóvgan. Því að vantrúan er rót, aðill
og mergur allra synda, hvar fyrir hún kallast í heilagri ritningu höggorms
haus og hið gamla drákons höfuð, hvert að kvinnunnar afspringi, sem var Jesús
Kristur, hlaut í sundur að merja eftir því Adam var fyrirheitið.

Náðin og gjöfin hafa þann aðskilning að náðin kallast eiginlega föðursins
mildi og vorkunn þá er hann ber til vor með sjálfum sér, af hverri hann
hneigist að hella í vor hjörtu sjálfum Kristi og hans heilagan anda með sínum
ástgjöfum sem klárlega birtist í hinum v. kapítula þar hann segir: Náð og gjöf
í Kristo etc. En þótt að gjöfin og sá andi þróist daglegana með oss, þá eru
vér enn eigi fullorðnir á meðan að syndir og vondar girndir eru hér í voru
holdi, þær eð berjast í gegn andanum. Sem hann segir, vii. kapítula Gala. v,
og svo sem Gensios í þriðja kapítula lofað er það óvinskapur skuli vera á
millum konunnar sæðis og höggormsins sæðis. Náðin gjörir þó svo mikið að það
vér erum með öllu og fullkomlega réttlátir fyrir Guði reiknaðir. Því að hans
náð deilir sig eigi né í sundur partar svo sem að gáfurnar gjöra, heldur
meðtekur hann oss algjörlega í faðm sinnar mildi fyrir Jesú Kristi sakir, vors
ténaðarmanns og meðalrennara, og fyrir þá skuld að ástgjafirnar eru við oss
upp teknar.

Svo undirstendur þú nú það vii. kapítula þar hinn heilagi Páll ávítar sig enn
fyrir einn syndugan mann. Og þó segir hann í hinum átta að þar sé engin
fordæming á þeim sem að eru í Kristo Jesú af þeirri álfu þótt að gáfan sé og
andinn í oss enn ófullkomnaður því fyrir þess ódeydda holds sakir þá erum vér
enn misgjörðamenn. En með því vér trúum á Jesúm Kristum og höfum andarins
upptekju er Guð oss svo vorkunnigur og líknsamur það hann vill eigi reikna né
dæma slíkar syndir, heldur breytir hann við oss eftir mikilleik sinnar
miskunnar fyrir þeirrar trúar sakir er vér höfum á Jesú Kristo þangað til að
syndin sæfist með öllu. Trúan er eigi sá líkamlegur grunur og
draumórar þann er sumir menn hafa fyrir trúnað. Og þá þeir sjá að engin betran
lifnaðarins né góðra verka eftir fylgir (en kunna þó að heyra og margt að
fleipra af trúnni) falla þeir í þann villudóm og segja það trúan nægist eigi.
Því hljótu vér verkin að gjöra. Skulu vær annars frómir og hjálplegir verða?
En þessu veldur að nær þeir heyra Guðs evangelia, fara þeir til og gjöra sér
upp út af eiginlegum formætti þann þanka í hjartanu sem segja kann: Eg trúi,
og halda það svo fyrir eina rétta trú. En líka svo sem það er ein líkamleg
diktan og þanki þann er hjartans grunn kannar aldregi, því eflir hann og
ekkert. Þar fylgir og engin bót né betran eftir.

En ein rétt trúa þá er Guðs verkan í vorum brjóstum, sú er umsnýr oss og að
nýju endurfæðir í Guði heilögum anda (Jóhannes i) og deyðir svo hinn forna
Adam, gjörandi oss algjörlegana að öðrum mönnum út af réttu hjarta, sinnu og
siðferði og öllum formætti, færandi með sér hinn heilaga anda. Ó hó! hvað er
til sagna? Eða er þetta eigi einn lifandi megn og máttugur dásemdar gripur,
ein rétt trúa, hvað ómögulegt er að hún skyldi eigi ætíð eitthvað gott gjöra.
Hún fréttir eigi að hvort góð verk eru til að gjöra, heldur hefir hún áður en
vér til fregnum gjört þau og er æ iðin í góðri starfan. En hver hann gjörir
eigi þvílík verk, sá er að sönnu trúarlaus, hvimar og fálmar umhverfis sig
eftir réttri trú og góðum verkum, en veit þó eigi hvað ein rétt trúa og góð
verk eru, þvættir þó margt og masar um átrúnað manna og góðar gjörðir.

Trúan er ein lifandi staðleg von til Guðs náðar, svo örugg að hann mundi eigi
hirða þó hann ætti þúsund sinnum þar fyrir að deyja. Og þvílík von og
viðurkenning guðlegrar náðar gjöri manninn glaðværan, djarfan og lystugan við
Guð og allar skepnur úti frá, hvað heilagur andi verkar í trúnni, hvar af
maðurinn verður án allrar þvinganar viljugur og fús, hverjum manni gott að
gjöra og þénan að veita, alls háttað að líða Guði til lofs og ástar, hver
honum hefir þvílíka náð augsýnda. Því líka svo er það ómögulegt að skilja
góð verk frá réttri trú svo sem það er um megn að skilja ljósið og
logann frá eldsbálinu. Fyrir því gæt að þér vandlega að eigi tæli þig sjálfs
þíns falslegur þanki og ónýtt orðaskvaldur annarra manna sem klókir látast
vera að dikta og dæma um trúna og góð verk, en eru þó hinir mestu þussar í
þeirri grein. Bið heldur Guð að hann efli í þér trú rétta. Elligar blífur þú
ævinlega án sannrar trúar, þú diktar og gjörir hvað þú kannt eður vilt.

En þvílík trúa er réttlætið og kallast Guðs réttlæti eður það sem fyrir Guði
gildir af því að það sjálft er Guðs gáfa og gjörir manninn svo auðveldan að
hann gefur og gjörir hverjum einum hvað hann skyldugur er. Því að fyrir rétta
trú veitist manninum það hann kvittast frá syndum og hreppir lysting til Guðs
boðorða, hvar með hann gefur Guði sinn lofstír og geldur honum svo það hann er
honum pliktugur. En náunganum þjónar hann í öllu því hann getur og geldur svo
hverjum manni með því. En slíku réttlæti kann eigi náttúra né
sjálfræðisviljinn og eigi vorir kraftar af stað að koma. Því að líka sem
enginn getur sjálfum sér rétta trú gefið svo fær og eigi nokkur vantrúna í
burt tekið. Hverninn vilju vér þá inar smærri syndir eður hina allra minnstu
synd í burt plána? Fyrir því er það allt fals, hræsni og synd, hvað án réttrar
trúar eður það sem í vantrú skeður (Róm. xiv) hversu skært sem skína þykir.

Hold eður anda máttu eigi hér svo skilja að það sé alleina hold er munaðlífi
áhrærir og það andi hvað hið innra skeður í hjartanu, heldur kallar hinn
heilagi Páll það allt hold svo sem sjálfur lausnarinn gjörir (Jóhannes í
þriðja kapít.) hvað af kjötlegum burði er fætt svo sem að er maðurinn allur
með önd og líkama, skynsemd og öllu skilningarviti. Fyrir því að allt það,
hvað með manninum traktérast, er eigi annað en það holdsins er, svo máttu nú
það vita hver holdlegur má kallast, einkum sá sem er án heilags anda náðar, en
diktar, lærir margt og þvættir um hávar andlegar greinir sem þú mátt vel
skilja í holdsins verkum (Galat. v. kap.) þar hann kallar villudóm og
fjandskap holdsins verk. Og til Róma í hinum áttanda kapít. segir hann að
fyrir holdsins sakir verði lögmálið krenkt, hvað eigi er einasta talað um
munaðlífi, heldur um allar syndir, en einna mest um vantrúna, hver að er hin
allra svívirðilegasta Guðs háðung.

Þar í mót máttu þann andlegan kalla sem með allra augsýnilegustum verkum um
gengur svo sem að sjálfur græðarinn Jesús þvó fætur sinna lærisveina og Petrum
þá er hann fór með skip að fiskum. Líka svo sem að hold er sá hinn innri maður
og ytri sem lifir og alla holdsins þarflega hluti verkar til stundlegra
nauðsynja. En andi er sá hinn innri maður og ytri sem lifir og verkar það sem
til andlegra hluta og eftirkomandi lífdaga þénar. Án slíks skilnings þessara
orða munt þú hvorki þennan sankti Páls pistil né nokkra aðra bók heilagrar
ritningar réttlega undirstanda. Fyrir því vara þig við öllum þeim sem öðruvísi
eður með annarlegri þýðingu útleggja þessi orð þótt það sé sjálfir
höfuðdoktores og yfirspekingar svo sem Origines og aðrir hans jafningar.

Nú skal um sjálfan pistilinn ræða.

En með því að einum guðsspjalllegum predikara byrjar í fyrstu fyrir lögmálsins
opinberan og syndarinnar það allt að straffa og að synd gjöra sem eigi verður
lifað eftir sannri andagift og réttri trú á Kristum svo að maðurinn játi sína
eymd og komist til réttrar viðurkenningar, lítillætandi sig svo og hjálpar
biðjandi.

Líka svo gjörir og hér hinn heilagi Páll þar hann byrjar í hinum fyrsta
kapítula að straffa þær stórsyndir og vantrú sem augljósar voru og svo sem þá
voru heiðinna manna stórglæpir og enn eru þeirra sem án Guðs náðar lifa og
segir að Guðs reiði verði augljós af himnum yfir alla menn fyrir hans
evangelium vegna þeirra óguðlegs lífernis og ódyggðar sakir. Því þótt þeir
viti og daglegana viðurkenni að þar sé einn Guð, þá er þó náttúran í sjálfri
sér án náðarinnar svo vond það hún hvorki þakkar honum né vegsóma gjörir,
heldur forblindar hún sjálfa sig og fellur svo endalaust í verra líferni svo
lengi að hún skammast eigi eftir skurgoðasmán að drýgja hinar
skammsamlegustu syndir með allri háðung og þar með lætur hina aðra óstraffaða
sem sömu skammir gjöra.

Í öðrum kapítula þenur hann slíka straffan víðara út upp á þess konar menn sem
frómir skína í manna augliti eður heimuglega syndgast svo sem þá voru Gyðingar
og enn nú eru allir hræsnarar þeir sem án góðfýsni og ástsemdar vel látast
lifa, en eru þó í hjartanu gramir Guðs lögmáli, hverjir fúsir dæma um annarra
manna siðu svo sem hræsnismanna háttur er til að þeir halda sig sjálfa skæra
vera, en eru þó fullir með ágirnd, hat og dramb og alls vondsskapar (Matt.
xxiii.). Þeir eru og það sem Guðs miskunnsemi forsmá og eftir sinni hjartans
harðúð safna þeir og yfir sig hlaða Guðs reiði. Svo lætur nú hinn heilagi Páll
sem einn réttur lögmáls útskýrari öngvan mann án syndar vera, heldur kynnir
hann öllum Guðs reiði þeim sem vel vilja lifa af náttúrugiftinni eður af
sjálfs síns frjálslegum vilja. Og þá lætur hann öngum mun betri vera en
opinbera stórsektamenn. Já, miklu heldur segir hann þá harðsinnaða,
stokkhálsaða og óyfirbótarsama.

En í hinum þriðja varpar hann þeim báðum tveimur í eina kös og segir þann eina
eigi betra en annan, allir samt syndugir fyrir Guði að einasta því undanteknu
það Gyðingar höfðu haft Guðs orð þótt margir hafi þar eigi á trúað. En þó er
eigi með því Guðs trú og sannleikur niðri byrgður og færir allsköruglega inn
það máltæki úr hinum fimmtugasta sálmi það Guð sé réttferðugur í sínum orðum.
En eftir það kemur hann aftur til ins sama og sannar með heilagri ritning að
þeir sé allir syndbrotsmenn og það að fyrir lögmálsins verk verði enginn
réttlátur, heldur það lögmálið sé til þess útgefið að þar læri menn að
viðurkenna sínar syndir. En eftir það tekur hann til að kenna réttan veg,
hverninn vér skulum frómir verða og hjálpast getað og segir að þeir sé allir
syndugir menn og án Guðs vegsömunar og hljóta allir án eiginlegrar forþénanar
réttlátir að verða fyrir þá trú sem er á Kristum Jesúm, sá er fyrir oss hefir
það verðskuldað meður sinni blessaðri blóðsúthellingu og vorðinn svo
oss einn náðarstóll af Guði föður, hver allar vorar umliðnar syndir fyrirlætur
upp á það hann auðsýni að oss hjálpi einasta hans réttlæti, hvert hann gefur í
trúnni sem í þann tíma fyrir guðsspjöllin opinberaðist og það áður til forna
var vitnað fyrir lögmálið og spámennina. Líka svo viðréttist nú lögmálið fyrir
trúna þótt að lögmálsins verk með sinni hrósan verði undir lok lögð.

Í hinum fjórða, sem hann hefir nú fyrir hina yrstu þrjá kapítula opinberað
hvað syndin er og kennt sannan trúarinnar veg til réttlætisins, hefur þá síðan
upp að mæta nokkrum gegnyrðum og hjáræðum og tekur í fyrstu það fyrir sig (sem
títt er þeim öllum er af trúnni heyra) það hann verði án verkanna réttlátur og
þeir eð svo segja: Skulu vær þá engin góðverk gjöra? Því setur hann hér
sjálfur Abraham fyrir sig og segir: Hverju hefir Abraham með sínum verkum af
stað komið? Eða koma þau öll til einskis? Voru hans verk öngu neyt? Og lyktar
það svo að Abraham sé án allra verka alleinasta fyrir rétta trú réttlátur
vorðinn, þó svo algjörlega að hann varð áður en hann lét umskerast alleinasta
sinnar trúar vegna í heilagri ritning réttlátur prísaður (Gene. xv). Hefir nú
þetta verk umskurðarins öngu orkað til hans réttlætis það er Guð bauð honum þó
og eitt gott verk var hlýðninnar. Sennilega mun þá ekkert annað gott verk til
réttlætisins nokkru orka nema svo sem að var umskurðarskírn Abrahams eitt
sýnilegt tákn, hvar með hann auðsýndi sína réttvísi í trúnni. Líka svo eru öll
önnur góðverk ekki utan sýnileg teikn, hver út af réttri trú koma og auglýsa
sem önnur góð frjóvgan það maðurinn sé þegar hið innra réttlátur fyrir Guði.

Þar með staðfestir nú hinn heilagi Páll sem með einu öflugu eftirdæmi úr
heilagri skrift sína áðursagða kenning í hinum þriðja kapítula um trúna og
leiðir Davíð til vitnis í hinum xxxii. Sálm. þar hann segir að maðurinn verði
án verkanna réttlátur þótt hann sé eigi án góðra verka þá hann er réttlátur
vorðinn. Eftir það teygir hann út það exemplum í gegn öllum öðrum
lögmálsins verkum og ályktar það að Gyðingar fá eigi verið Abrahams arfar
einasta fyrir það þeir eru hans afspringi, en miklu miður af álfu lögmálsins
verka, heldur hljóta þeir að erfa Abrahams trú, vilji þeir annars réttir
erfingjar vera með því þó að Abraham er áður fyrir trúarinnar skuld réttlátur
vorðinn. En lögin voru sett, bæði Moyses og svo umskurðarins, og einn faðir
kallaður allra réttrúaðra. Þar til aflar lögmálið miklu framar reiði en náðar
með því að enginn gjörir þess verk af sannri góðfýsn og réttri ásts þar fyrir
hlýtur einasta sú trúa þá náð að öðlast sem Abraham var fyrir heitin. Því að
slík eftirdæmi eru vorra vegna skrifuð það vér skyldum og trúa.

Í hinum fimmta kemur hann til ávaxtarins og trúarinnar verka sem að eru
friður, fögnuður og ástsemd til Guðs og hvers manns, þar með öruggleika,
djarfleika og stöðugleika, fremd og von í öllum hörmungum og mótkasti. Því að
allir slíkir hlutir eftir fylgja einnri réttri trú og fyrir þeirra
óumræðanlegra og yfirgnæfanlegra auðæfa sakir sem Guð faðir hefir oss auðsýnt
í sínum syni Kristo Jesú það hann lét hann dauða líða fyrir vora skuld fyrr en
vér kynnum hann þar um að biðja og þó þá þegar vér vorum hans fjandmenn. Af
þessu megu vér skilja það trúan réttlætir án allra verka. En þó dregst það
eigi þar af að vér skulum fyrir þann skuld engin góðverk gjöra, heldur að þau
hinu réttskaplegu verk munu eigi lengi í hlé liggja, á hverjum hinir
verkheilögu hafa ekkert skyn, hverjir sér dikta heldur upp sjálfir eiginleg
verk þar hvorki er friður inni né fögnuður, ást eða öruggleiki, von eður
djarfleiki og eigi nokkuð annað rétt kristilegt verk né trúarinnar dyggð.

Þar eftir á gjörir hann einn lystugan spátseruveg og telur fram hvaðan að
kemur bæði syndin og réttlætið, lífið og dauðinn og setur þá tvo allsæmilega
hvorn í gegn öðrum, Adam og Kristum, viljandi svo segja að fyrir þá skuld átti
Kristur að koma, einn annar Adam, sá er oss hlaut að arfleiða til síns
réttlætis fyrir eina nýja andlega fæðing í trúnni með sama hætti sem
hinn forni Adam leiddi yfir oss arftekju syndarinnar fyrir hina gömlu kjötlegu
fæðing. En með þessu verður það kunngjört og staðfest að enginn fær sér
sjálfur úr syndinni til réttlætis meður verkunum hjálpað og þó miklu síður
heldur en hann fær við því spornað það hann verði eigi líkamlega fæddur. Hér
með auðsýnist það að guðlegt lögmál (hvað þó skaplegast væri að það hjálpaði
ef nokkuð skyldi þó hjálpa til réttlætisins) er eigi alleinasta án styrks og
hjálpar komið, heldur hefir það syndina foraukið fyrir það að hin vonda
náttúra verður því þess gramari og vill sína lysting þess gjarnar drýgja sem
lögmálið bannar henni meir. Og með slíku móti gjörir nú lögmálið Kristum oss
enn miklu nytsamlegra, æskjandi af honum meiri náðar vorri náttúru til
hjálpar.

Í hinum sétta áhrærir hann sérdeilis það trúarinnar verk sem er barátta andans
við holdið með fullkomlegri deyðingu yfirblifinna synda og vondra girnda sem
eftir réttlætingina yfir verða í vorum limum og kennir oss það að vér séum
eigi svo frelsaðir fyrir trúna frá syndunum það vér skulum iðjulausir, latir
og sællífir vera svo sem að þar væri nú engin synd meir fyrir höndum. Að sönnu
er enn synd yfirblifin í vorum liðum þó hún verði eigi til fordæmingar reiknuð
fyrir þeirrar trúar sakir sem við hana stríðir. Fyrir því höfu vér ærið nóg að
starfa við sjálfa oss um vora lífdaga það vér temjum vorn líkama til sínar
girndir að deyða og sína limu að þvinga svo að hann verði andanum hlýðinn, en
eigi sínum girndum upp á það vér séum líkir Krists dauða og upprisu og
fullkomnum vora skírn hver að merkir syndanna deyðing og eitt nýtt náðarinnar
líferni þangað til vér verðum með öllu af syndunum skírir og líkamlega upp
rísum með Kristo Jesú og að eilífu lifum.

En þetta getu vér gjört (segir hann) á meðan vér erum náðinni undirvorpnir, en
eigi lögmálinu, hvað hann sjálfur út leggur það án lögmáls að vera sé eigi
undir þá grein talað það vér skulum engin lög hafa og megi það gjörast hvað
hvern einn lystir, heldur heitir það undir lögum að vera nær vér umgöngum
(án náðar) laganna verk. Sé, svo drottnar þá sennilega syndin fyrir
lögmálið fyrir því að enginn er lögmálinu hollur af náttúru (hvað að er ein
stór synd), en náðin gjörir oss lögmálinu ástfólgna. Sé, þá er þar engin synd
meir fyrir höndum, og lögmálið er þá eigi meir í móti oss, heldur er það undir
eins við oss vorðið.

En þetta sama er réttlegt frelsi af syndum og lögmálinu, út af hverju hann
skrifar allt til enda þess ins sama kapítula að það sé eitt frelsi alleinasta
með lyst og góðu líferni nokkuð gott að gjöra án lögmálsins þvinganar. Af því
er þetta frelsi eitt andlegt frelsi það sem hvorki í burt skúfar né ónýtir
lögmálið, heldur lætur það laust hvað er af lögmálinu krafið verður, einkum
góðfýsni og ástsemi, hvar með lögmálið stillist og hefir öngva þján né kröfu
meiri. Líka sem nær þú einum skyldugur værir og hefðir enga borgan. Við hann
hlýtur þú með tvennu móti kvittur að verða. Einu með því að hann vildi ekkert
af þér hafa og rifi sinn registrum í sundur. En með öðru móti svo að einhver
góður mann borgaði fyrir þig og gæfi þér svo mikið að þú gjörðir hans
registrum þar fullnægju með. Með þessum hætti hefir Kristur gjört oss frelsaða
af lögmálinu. Af því er þetta ekkert villt né líkamlegt frelsi sem ekkert gott
skuli gjöra, heldur það er allt og margháttað gott gjörir og er af lögmálsins
kröfu og sakargift kvitt og ákærulaust.

Í hinum sjöunda staðfestir hann slíkt með einnri eftirlíkingu hjúskaparbandsi
hvort laust og við annað skilið. Þó eigi svo að kvinnan megi, eigi né skuli
annan mann eiga, heldur hitt það hún sé þá allra fyrsta réttlegana frí einum
öðrum að giftast hvað hún mátti eigi áður fyrr en hún varð hins annars laus.
Líka svo er vor samviska forbundin lögmálinu undir þeim syndsamlegum gamla
manni. Því nær hann deyðist fyrir heilagan anda þá er samviskan frí og hvort
við annað laust. (Eigi svo) það samviskan skuli ekkert gott aðhafast, heldur
nú hið allra fyrsta skuli hún réttlega þýðast Kristum, sinn annan
eignarmann, og bera svo lifandi frjóvgan.

Eftir það teygir hann víðar út syndarinnar art og lögmálsins, hverninn
réttlegast syndin fer að yppa sér og máttug að verða fyrir lögmálið. Einkum af
því að hinn gamli maður verður lögmálinu þess grimmari á meðan hann getur eigi
borgað það er lögmálið krefur. Því að hans náttúra er synd og getur eigi af
sjálfri sér annað. Af því er lögmálið hans dauði og allt píslarvætti. Eigi svo
að skilja það lögmálið sé vont, heldur að sú hin vonda náttúra kann eigi að
líða hið góða svo að það krefji nokkurs góðs af henni. Líka sem einn sóttlera
maður fær eigi liðið það hlaup eður steðjan sé að honum heimt og aðrir
heilbrigðra manna fimleikar.

Fyrir því gengur hinn heilagi Páll hér fyrir enda um það hvar að lögmálið
verður réttlegana kennt og allra best undirstaðið. Þar gjöri það eigi meir, en
minnir oss á vorar syndir og deyði fyrir þær inu sömu, gjörandi oss seka
eilífrar reiði svo sem vér fáum fínlega lært og kannað í vorri samvisku þá hún
verður réttlegana af lögmálinu snortin, svo að þá hljótu vér að hafa eitthvað
annað og meira til en lögmálið eitt að gjöra manninn með fróman og hjálplegan.
En hinir, sem lögmálið þekkja eigi, eru réttlega blindir, ana fram með sínu
sérgæði og meina því meður verkunum fullnægju að gjöra. Því að þeir hafa eigi
vitsmuni á hversu mikils að lögmálið krefur, einkanlega eitt frjálslegt,
viljugt og góðfúst hjarta. Fyrir því líta þeir eigi Moysen rétt undir augun að
dúkurinn er þar enn fyrir hengdur og um hans ásján vafður.

Eftir það útvísar hann hverninn andinn og holdið stríða í manninum hvort mót
öðru og setur sjálfan sig til eins eftirdæmis svo vér lærum það verk (syndina
að deyða í sjálfum oss) réttlegana að kenna. En hann kallar þó bæði andann og
svo holdið eitt lögmál. Því að svo sem guðlegs lögmáls háttur er til að þjá og
krefja, líka svo þjár og krefur og æsist holdið í gegn andanum, viljandi sína
lysting hafa. Þar þvert á mót þjár og krefur andinn í gegn holdinu og
vill sína lysting hafa. En þessi ágreining varir í oss svo lengi sem vær lifum
til, í einum meir en öðrum miður, eftir því hvort andinn eður holdið öflugra
verður. En maðurinn allur er þó sjálfur hvorttveggja, bæði hold og andi, hver
við sjálfan sig stríðir þar til hann verður með öllu andlegur.

Í hinum átta hugstyrkir hann slíka stríðendur að þá fordæmi eigi þvílíkt hold
og útvísir framar meir hver holdsins og andans art sé og það andinn komi fyrir
Kristum, sá er oss hefir gefið sinn heilagan anda, hver oss andlega gjörir og
holdið kefur, gjörandi oss allörugga svo að vér erum þó líka vel Guðs börn
hversu hart sem syndin geisar í oss svo lengi sem vér fylgjum andanum eftir og
syndinni í mót stöndum hana að deyða. En með því að enginn hlutur er svo góður
til holdið að deyða eður kefja sem krossburður og pína, hugstyrkir hann oss í
mótganginum fyrir hjástoð kærleiksins anda og allra skepna, einkum af því að
vor andi ber oft þungan móð og það allar skepnur sampínast oss það vér mættum
holdsins og syndarinnar kvittir verða. Svo sjáu vér nú það að þessir þrír
kapítular hljóða einkum upp á trúarinnar verk, hvað er kallast hinn forna Adam
að deyða og holdið að þjá.

Í hinum níunda, x., xi. kapítula kennir hann út af eilífri Guðs útvalningu og
fyrirhugsan, hvaðan það uppsprettanlega hér fljótandi kemur, hver rétt skal
trúa eður eigi trúa og hver frá syndinni kann leysast og eigi leysast. Svo það
sé með öllu oss úr greipum numið og Guði einum í hendur fengið það vér
hjálplegir verðum. Er oss og það hin allra mesta nauðsyn. Því að vér erum
breyskir og óstöðugir svo að ef undir oss væri komið yrði sennilega enginn
mann hólpinn því djöfullinn mundi þá að sönnu alla yfirbuga. En fyrst Guð er
nú stöðuglyndur og að honum má eigi sín fyrirhugsan bregðast og ei fær nokkur
honum það varið, og af því höfu vær enn örugga von í mót syndinni.

En þeim ofbeldisöndum og djúpvitringum er hér eitt mál upp stungið, þeir eð
sinni undirstöðu vilja sem fyrst hingað að víkja og hefja fyrst af
upphafi að rannsaka undirdjúp Guðs fyrirhyggju, hvort þeir eru út valdir af
Guði, angrandi sig með þessu til einskis, hvar með þeir steypa sér sjálfum í
örvilnan eður sig með öllu yfirgefa. En þú fylg þessum pistli eftir sinni
skikkan og stunda Jesúm Krist og hans evangelia svo að þú mættir fá
viðurkenning þinna synda og hans náðar og kunnir svo þaðan í frá við syndirnar
að stríða eftir því sem hér hefir kennt hið fyrsta, ii., iii., iv., v., vi.,
vii., viii. kapítulum. En eftir það þú ert kominn í hið átta undir krossburð
og kvellingar, þá mun það læra þig hvað réttleg Guðs fyrirhyggja er í hinum
ix., x., xi. kapítula og hversu huggunarsamleg hún sé. Því að án pynktingar
kross og dauðans hættu kunnu vær eigi þá guðlega forsjó að hantéra án tjóns og
heimuglegrar reiði gegn Guði. Og af því hlýtur hinn forni Adam með gjörvöllu
fyrirfram dauður að vera áður en þú líður þennan hlut og drekkur hið sterka
vín. Fyrir því gæt þess vandlega að þú drekkir ekki vín meðan þú ert einn
brjóstmylkingur því að hver lærdómur hefir sinn skammt, tíma og aldur.

Í hinum tólfta lærir hann rétta guðsþjónustu og gjörir alla kristna menn að
prestum að þeir skuli offra hvorki gulli né kvikfé, heldur þeirra eiginlegu
líferni með deyðingu líkamlegra girnda. Eftir það skrifar hann um augsýnilegt
dagfar kristinna manna í andlegri stjórnan, hversu þeir eiga að predika,
stjórna, þjóna, veita og líða, að elska, lifa og gjöra viður vini og óvini og
hvern mann annan. Og þetta sé þau verk sem sérhver kristinn gjörir. því að svo
er mælt það trúan hafi ekkert helgihald.

Í þrettánda kapítula kennir hann, það vér skulum í heiðri hafa veraldar
valdsmenn og þeim hlýðugir vera, hverjir fyrir það eru inn settir. Þótt eigi
betri þeir oss fyrir Guði, þá gjöra þeir þó svo mikið að það góðir menn hafa
stundlegan frið, vernd og forsvar og það vondir menn mega eigi án hræðslu né
með friði, frelsi eður hvíld nokkuð vont af sér gjöra. Fyrir því ber góðum
mönnum þá að virða þótt þeir þurfi eigi þeirra við. En við niðurlagið lýkur
hann þetta allt í kærleikanum og endar það meður Krists eftirdæmi það
vér skulum honum eftir fylgja og breyta líka svo sem hann hefir við oss
breytt.

Í hinum fjórtánda kennir hann það vér skulum fagurlegana fara að við breyskar
samviskur í trúnaði og fyrir þeim vægja svo að kristinna manna frelsi brúkist
eigi til skaða, heldur breysktrúuðum til betrunar. Því að hvar það gjörist
eigi, þá fylgir þar sundurþykki og fyrirlitning guðsspjallanna eftir, hvar þó
öll nauðsyn á liggur það betra sé að víkja veiktrúuðum um lítinn mun þar til
hann styrkvari verður en það að lærdómur guðsspjallanna skyldi með öllu í
grunn ganga. Og þvílíkt verk er sérdeilis eitt kærleiksverk það á þessum tímum
er vel nytsamlegt, hvar með kjötáti og öðru kristilegu frelsi ofbeldislega og
herfilega án allra nauðsynja hin breyska samviska verður skelfd og umturnuð
áður en hún viðurkennir sannleikinn.

Í hinum fimmtánda setur hann Kristum til eftirdæmis það vér skulum við aðra
breyskva menn hóglyndir verða svo sem við þá er hrasað hafa í opinberar
stórsyndir og ótérlega breytni, hverja vér megum eigi strax forleggja, heldur
þá umlíða þar til þeir betra sig. Því að svo hefir Kristur við oss gjört og
enn daglegana gjörir það hann umlíður næsta margar ódyggðir og vonda breytni
jafnframt öllum öðrum ófullkomleika á oss og endalausa hjálp veitir.

Eftir það til einnrar ályktingar biður hann fyrir þeim, lofar þá og Guði á
hendur felur og auðsýnir þeim sitt embætti og predikan, biður þá og næsta
fagurlegana um hjálp og stuðning við fátæka til Jerúsalem. Og allt það hvar
hann um talar og það hann fer með, er skær kærleiki. Svo finnu vér nú í þessum
pistli hið allra ríklegasta hvað einum kristnum manni ber að vita, einkum hvað
lögmál sé, evangelium, synd, straffan, náð, trú, réttlæti, Kristur, Guð,
góðverk, kærleiki, von og kross og hversu vér skulum hegða við hvern mann, sé
hann frómur eða brotlegur, styrkur eða breyskur, vin eður óvin, og hverninn
vér skulum breyta í mót sjálfum oss. Þar til grundvallar hann allt
þetta allsæmilega með skriftinni og með sjálfs síns og spámannanna eftirdæmum
út vísar svo að hér er einskis meir æskjandi. Fyrir því skín það svo sem hafi
hinn heilagi Páll viljað í þessum pistli einu sinni í stuttu máli inni lykja
allan kristilegan og guðsspjalllegan lærdóm og tilreiða svo einn inngang í
allt hið gamla testamentum. Því að án efa, hver þennan pistil hefir vel í
hjarta fest, sá hefir hins gamla testaments ljós og kraft hjá sér. Fyrir því
gjöri hver kristinn mann hann sér alkunnan og láti jafnan í iðkan vera, hvar
Guð unni oss sína náð til. Amen.

Hinn síðasti er einn heilsunar kapítuli. En þar undir blandar hann einni næsta
ágætri viðvarnan fyrir manna lærdómum, þeir eð jafnframt inn falla
guðsspjalllegri kenningu og hindranir upp tendra. Mestu sem hann hefði að
sönnu það fyrir séð að af Róm og fyrir hina rómversku skyldi koma þeir
tælanlegir og hindranarsömu Kanones og Dekretales og sú svæla og maðkamor
mannlegra setninga og boðorða, hverjir um þessa tíma drekkja allri veröld,
hafa og þennan pistil og alla heilaga ritning, líka og einninn andann sem
trúna afplánar svo að ekkert meira er yfir blifið en sá þeirra afguð er Magi
heitir, hvers þénara hinn heilagi Páll segir þá hér vera. Guð frelsi oss frá
þeim. Amen.


S. Páls pistill til Rómverja


[Fyrsti kapítuli]

Páll, þjón Jesú Kristi, kallaður til postula, útlesinn til að predika Guðs
evangelium, hverju hann hafði áður fyrirheitið fyrir sína spámenn í heilagri
ritning af sínum syni, hver að fæddur er af Davíðs sæði eftir holdguninni, en
volduglega auglýstur sonur Guðs eftir andanum, þeim er helgar allt í frá þeim
tíma er Drottinn vor Jesús Kristur reis upp aftur af dauða, fyrir hvern vér
höfum meðtekið náð og postullegt embætti á meðal allra heiðinna þjóða
trúarinnar hlýðni upp að rétta undir hans nafni, af hverra tölu þér eruð sem
kallaðir eru í Kristo Jesú.

Öllum þeim Guðs elskulegum og kölluðum heilögum sem eru í Róm. Náð og friður
af Guði vorum, föður og Drottni, Jesú Kristo þá sé með yður.

Fyrst gjöri eg að sönnu þakkir mínum Guði fyrir Jesúm Kristum allra yðar vegna
um það að yðvar trú berst út um allan heim. Því að Guð er minn vottur, hverjum
eg þjóna í mínum anda út í guðsspjöllum hans sonar það að í sífelli minnunst
eg yðar og jafnan í mínum bænum, beiðandi það eg mætta einhvern tíma að Guðs
vilja hafa það lukkusprang að koma til yðar. Því mig langar að sjá yður svo að
eg býtta yður nokkurri andlegri gjöf yður til styrktar. Það er að eg mætti
taka líka huggan yðar á milli fyrir yðra trú og mína sem vér höfum vor á
millum.

En eg vil eigi dylja fyrir yður bræður það eg einsetta mér oft að koma til
yðar (þó mér hafi bægt verið til þessa) svo að eg hefða fært nokkurn ávöxt
yðar á milli líka sem á meðal annarra þjóða. Því eg em skuldunautur bæði
girskra og ógirskra, spakra sem óspakra. Af því svo mikið sem eg formá em eg
reiðubúinn til yðar sem eruð í Róm að predika guðsspjöllin.

Því að eg skammast mín eigi Krists evangelio því það er kraftur Guðs sem
hjálplega gjörir alla þá sem þar á trúa, fyrst Gyðinga og svo Grikki.
Af því að þar opinberast inni það réttlæti sem Guðs er, hvert að kemur %út af
trúnni í trúna svo sem skrifað er það réttlátur muni af sinni trú lifa.

Því að Guðs reiði af himnum opinberast yfir allt ranglæti og óréttvísi manna,
þeir eð sannleikinn afrækja í ranglætinu fyrir því, hvað af Guði mátti
kunngjörast, er þeim opinberað. Því að Guð hefir þeim það opinberað. Með því
að Guðs ósýnilegir hlutir sjást, það er hans eilífur kraftur og guðdómur, ef
gaum að verður gefið þeim verkum, einkum að heimsins sköpun, svo að þeir hafa
öngva afsakan með því þeir vissu það að Guð er og hafa hann þó eigi dýrkað svo
sem Guð né honum þakkir gjört, heldur eru þeir í sínum hugrenningum að hégóma
vorðnir og þeirra fávíst hjarta er formyrkvað. Því þá þeir héldu sig vísa vera
eru þeir að þussum vorðnir og hafa umsnúið dýrð óforgengilegs Guðs í
líkneskjur forgengilegra manna, fugla og ferfættra kinda og skriðkvikinda.

Af því hefir og Guð yfirgefið þá í þeirra hjartans girndum og óhreinmennsku að
þeir skömmuðu svo sína eigin líkami á sjálfum sér, hverjir Guðs sannleika hafa
um snúið í lygar og hafa meir dýrkað og þjónað skepnunni en skaparanum, hver
lofaður sé um aldir. Amen. Fyrir hvað er Guð yfirgaf þá í skammsamlegum
girndum. Því að konur þeirra hafa snúið náttúrlegri aðferð í ónáttúrlega.
Slíkt hið sama hafa mennirnir yfirgefið eðlilega aðferð til konunnar og loguðu
í sínum girndum hver til annars, og hefir svo maður með manni skömm framið og
meðtekið svo verðkaup síns villudóms (eftir því sem verðugt var) á sjálfum
sér.

Og líka sem þeir hafa eigi þess gætt það þeir skyldu af Guði kynning hafa, svo
hefir og Guð yfirgefið þá í fráleitt sinni að gjöra það hvað eigi var
hæfilegt, fullir upp alls ranglætis, frillulifnaðar, fláttskapar, ágirndar,
fjandskapar, fullir öfundar, manndrápa, þrætu, svika, óheilinda, kvissamir,
bakmálgir, Guðs forsmánarar, háðgjarnir, drambsamir, sjálfhælnir,
hrekkvísir, foreldrunum óhlýðugir, skilningslausir, óhaldinorðir, ófriðsamir,
harðsvíraðir, ómiskunnsamir, hverjir Guðs réttlæti þá vita (það þessir eru
dauða verðugir sem þvílíkt gjöra). Nú gjöra þeir það ei aðeins, heldur eru
þeir einninn þeim samsinnaðir sem það gjöra.


Annar kapítuli

Fyrir því kanntu eigi, ó maður, þig að afsaka, hver helst þú ert sem dæmir.
Því hvar þú dæmir um annan, þar fordæmir þú sjálfan þig af því þú gjörir það
sama hvað þú dæmir. Ef vér vitum það Guðs dómur er réttur yfir þeim sem
þvílíkt gjöra. En þenkir þú, ó maður, sem dæmir þá er þvílíkt gjöra og þú
gjörir hið sama að þú munir umflýja Guðs dóm? Eða forsmár þú ríkdóm hans
góðgirndar, þolinmæði og langlundargeð? Veistu eigi það að Guðs góðgirni
leiðir þig til yfirbótar? En þú eftir þinni harðúð og óyfirbótarsömu hjarta
safnar þér sjálfum reiði upp á reiðinnar dag og uppbirtingar Guðs
réttlætisdóms, sá er gjalda mun einum og sérhverjum eftir hans verkum. Þeim að
sönnu heiður og vegsemd og ófallvalta veru sem með þolinmæði góðra verka eftir
leita eilífu lífi. En hinum sem þrætugjarnir eru og hverjir eigi hlýða
sannleikanum, en hlýða heldur ranglætinu, sneypa og reiði, hrellingar og
harmkvæli yfir allar sálir þeirra manna sem illsku drýgja, fyrst Gyðingum og
svo Grikkjum. En heiður, vegsemd og friður öllum þeim sem gott gjöra, fyrst
Gyðingum og svo Grikkjum.

Því að ekkert manngreinarálit er fyrir Guði. Því þeir sem án lögmáls hafa
syndgast, þeir munu og án lögmáls fyrirfarast, og þeir sem undir lögmálinu
hafa syndgað, munu fyrir lögmálið dæmdir verða. Af því að áheyrendur
lögmálsins eru eigi réttlátir fyrir Guði, heldur eru þeir réttlátir sem
lögmálið fullgjöra. Því þær þjóðir sem eigi hafa lögmálið, en gjöra þó af
náttúru hvað lögmálið inniheldur, þeir sömu, með því þeir hafa eigi lögmálið,
eru þeir sér sjálfir lögmál, með hverju þeir útvísa það lögmálsins
verk sé skrifuð í þeirra hjörtum sem þeirra samviska sjálf ber þeim um vitni
og þeir þankar sem sín á milli áklaga sig eður afsaka á þeim degi nær Guð
dæmir leynda kostu mannanna eftir mínu guðsspjalli fyrir Jesúm Kristum.

En sjá, þú kallast Gyðingur og forlætur þig upp á lögmálið og hrósar þig Guði
og veist hans vilja. Og með því þú ert lærður í lögmálinu, reynir þú hvað að
best sé að gjöra og formetur þig sjálfan að vera blindra manna leiðtogara og
ljós þeirra sem í myrkrum eru, fávísra tyftunarmann og læriföður einfaldra,
hafandi bæði viskunnar form og sannleikans í lögmálinu. Nú lærir þú annan, en
sjálfan þig lærir þú eigi. Þú predikar að eigi skuli stolið vera, og þú
stelur. Þú segir að eigi skuli hórdómur drýgjast, og þú drýgir hór. Þú
svívirðir skurgoðin, %rænir þó Guð sínu. Þú hrósar þér af
lögmálinu og vanvirðir Guð fyrir yfirgöngu lögmálsins. Því að fyrir yðar skuld
verður Guðs nafn lastað meðal heiðinna þjóða svo sem að skrifað er.

Umskurðurinn dugir að sönnu ef þú varðveitir lögmálið, en ef þú ert
yfirtroðslumaður lögmálsins, þá er þín umskurn vorðin að yfirhúð. Því að ef
yfirhúðin varðveitir réttlætingar lögmálsins, reiknast eigi þá hans yfirhúð
fyrir umskurn? Og svo mun það þá sem af náttúru er %yfirhúð og
lögmálið fullkomnar dæma þig, sem ert undir bókstafnum og umskurninni,
yfirtroðslumann lögmálsins. Því að sá sem augljóslega er Gyðingur, er eigi
Gyðingur og eigi sú augljós holdsins umskurn, heldur er sá Gyðingur sem
heimuglegur Gyðingur er, og umskurn hjartans er umskurn sú er sker
%í andanum, en eigi í bókstafnum, hverrar lofstír að eigi er af mönnum, heldur af Guði.


Þriðji kapítuli

Hvað hefir þá Gyðingur til þess að hann sé fremri? Eða hver nytsemd er að
umskurninni? Næsta mikil á allan hátt. Sennilega fyrst það að þeim er
til trúað hvað Guð hefir talað. Þótt að nokkurir út af þeim hafi því eigi
trúað, hvað um það? Skyldi fyrir þeirra vantrúar sakir Guðs trú undir lok
líða? Fjarri sé því, heldur blífur það svo að Guð sé sannsögull, en allir menn
ljúgarar svo sem skrifað er að þú réttlátur sért í þínum ræðum og yfirvinnir
nær þú dæmist.


En er það svo að vort ranglæti prísi Guðs réttlæti, hvað skulu vér segja? Er
Guð þá ranglátur þótt hann leggi reiði á það? (Nú tala eg eftir plagsiðum
manna). Fjarlægt sé því. Hverninn skyldi Guð elligar heiminn dæma? Því ef Guðs
sannleikur verður fyrir mína lygn veglegri til hans dýrðar, hvar fyrir skyldi
eg þá eftir það sem annar syndbrotsmaður dæmdur verða og miklu framar svo
breyta (sem illa verður til vor talað) og svo sem sumir segja það vér segjum:
Gjörum illt svo að gott eftir komi, hverra fyrirdæming er réttleg.

Hvað beru vér þá af þeim? Alls ekki. Því að vér höfum áður útvísað bæði
Gyðinga og Grikki alla undir synd vera eftir því sem skrifað er að eigi sé sá
nokkur sem réttvís er og ekki einn og eigi sá sem skynugur sé og engi sá er að
Guði leiti. Allir eru þeir fráhneigir vorðnir og líka allir ónýtir gjörðir. Og
engi er sá sem gott gjörir og eigi einn. Þeirra barki er opin gröf, og með
sínum tungum hantéra þeir sviksamlega. Höggormaeitur er undir þeirra vörum og
munnur þeirra fullur af bölvan og beiskleika og fætur þeirra fljótir til
blóðsúthellingar. Í þeirra vegum er eymd og hugarangur, og friðarins götu
þekkja þeir eigi. Og eigi er þar nokkur guðsótti fyrir þeirra augum.

En vér vitum hvað lögmálið segir. Það segir þeim sem undir lögmálinu eru svo
að allra munnur verði til byrgður og heimurinn allur við Guð sakaður fyrir því
að ekkert hold af lögmálsins verkum getur fyrir honum réttlátt verið. Því að
fyrir lögmálið kemur eigi utan viðurkenning syndarinnar.

En nú er án lögmálsins Guðs réttlæti opinberað og sannprófað fyrir vitnisburð
lögmálsins og spámannanna. En eg tala um það réttlæti sem fyrir Guði dugir,
hvert að kemur fyrir trúna á Jesúm Krist til allra og yfir alla þá sem
trúa. Því hér er enginn greinarmunur. Allir saman eru þeir syndugir, og þeim
er skortur á þeirri hrósan sem þeir áttu á Guði að hafa og verða svo út af
hans náð án verðskuldanar réttlátir fyrir þá endurlausn sem vorðin er fyrir
Jesúm Kristum, hvern Guð skikkaði til forlíkunarmanns fyrir trúna í hans blóði
til ávísingar þess réttlætis sem fyrir honum er fullt, í hverju hann
fyrirgefur syndirnar, þær áður eru umliðnar, undir þeirri guðlegri þolinmæði
sem hann hafði það hann á þessum tíma ávísaði það réttlæti sem fyrir honum er
fullt upp á það að hann sé alleina réttlátur og gjöri þann réttlátan sem
þeirrar trúar er á Jesúm Kristum.

Hvar er nú þín hrósan? Er henni lokið? Fyrir hvert lögmál? Fyrir verkanna
lögmál? Ekki svo, heldur fyrir trúarinnar lögmál.

Því að vér höldum manninn réttlætast án lögmálsins verka fyrir trúna. Eða er
hann alleinasta Guð Gyðinga? Er hann og eigi Guð heiðinna manna? Að vísu er
hann og Guð heiðinna þjóða. Nú með því að það er einn Guð, sá er umskurnina
réttlætir af trúnni og yfirhúðina fyrir trúna, hversu niðurbrjótum vér þá
lögmálið fyrir trúna? Fjarri sé því, heldur uppréttum vér lögmálið.


Fjórði kapítuli

Hvað segjum vér þá af föður vorum, Abraham, það hann
hafi fundið eftir holdinu? Það segjum vér: Ef Abraham er af verkunum
réttlátur, þá hefir hann lofstír, en eigi hjá Guði. Því hvað segir ritningin:
Abraham trúði Guði, og það er honum reiknað til réttlætis. En þeim sem með
verkin fæst, verða launin eigi út af náðinni til reiknuð, heldur eftir
verðskuldan. En honum að sönnu sem eigi um gengur verkin, en trúir á þann sem
réttlætir ranglátan, þeim verður sín trúa reiknuð til réttlætis eftir því móti
sem Davíð segir, það farsældin sé alleinasta þess manns, hverjum Guð til
reiknar réttlætið án tillögu verkanna svo sem hann segir að þeir sé
sælir, hverjum sínar ranglætingar eru fyrirgefnar og hverjum sínar syndir eru
huldar. Sæll er sá maður, hverjum Guð til reiknar ekki syndina.

Nú þessi farsæld, snertur hún einasta umskurnina eða einninn líka yfirhúðina?
Því vér hljótum að segja það Abraham sé sín trúa til réttlætis reiknuð. En
hvort er hún honum þá til reiknuð í umskurninni eða í yfirhúðinni? Án efa eigi
í umskurninni, heldur í yfirhúðinni. En það teikn umskurnarinnar meðtók hann
til merkis þess réttlætis sem kemur fyrir trúna, hverja hann hafði í
yfirhúðinni, svo að hann yrði og faðir allra trúaðra í yfirhúðinni svo að þeim
yrði og slíkt reiknað til réttlætis og það að hann yrði faðir umskurnarinnar,
eigi einasta þeirra sem af umskurðarkyni eru, heldur jafnvel og þeirra sem
ganga í fótsporum þeirrar trúar sem var í yfirhúð föður vors Abrahams.

Því að fyrirheitið það hann skyldi vera veraldarinnar erfingi skeði eigi til
Abrahams eður hans sæðis fyrir lögmálið, heldur fyrir trúarinnar réttlæti. Því
ef þeir af lögmálinu eru erfingjar, þá er trúan einskis verð og fyrirheitið
ónýtt gjört. Af því að lögmálið afrekar eigi annað en reiði. Því hvar lögmálið
er ekki, þar er og engin yfirtroðning. Fyrir þess sakir hlýtur réttlætið af
trúnni að koma svo að það sé út af náðinni og það fyrirheit blífi stöðugt öllu
sæði, eigi einasta því sem undir lögmálinu er, heldur og því sem er Abrahams
trúar, hver að er allra vor faðir eftir því sem skrifað er, að þig hefi eg
settan til föður margra þjóða fyrir Guði, hverjum þú trúðir, og sá er dauða
lífgar og kallar það sem ekki er, líka sem það hvað að er.

Og hann trúði upp á von þar engin von var þó á það að hann yrði faðir margra
heiðinna þjóða eftir því sem til hans er sagt: Svo skal þitt sæði verða sem
stjörnur himins og sjávarsandur. En hann varð eigi veikur í trúnni, gaf og
eigi vakt að sínum eigin líkama, þeim dáinn var af því að hann var að mestu
hundrað vetra, og eigi dáins kviðar Sáru. Því hann efaði ekki Guðs
fyrirheit vegna vantrúar, heldur varð hann styrkur í trúnni, gefandi Guði
dýrðina, vitandi það fyrir fullan sann að hverju sem Guð lofaði það var hann
máttugur að gjöra. Og fyrir því var honum það reiknað til réttlætis.

En það er eigi einasta skrifað fyrir hans sakir það sé honum til reiknað,
heldur fyrir vorar sakir, þeim það skal til reiknað verða. Ef vér trúum á þann
sem Drottin vorn, Jesúm Krist, upp vakti af dauða, sá er fyrir vorar syndir
var yfirgefinn og fyrir vors réttlætis sakir upp vaktur.


Fimmti kapítuli

Af því vér erum nú réttlættir fyrir trúna, þá höfum vér frið hjá Guði fyrir
Drottin vorn, Jesúm Kristum, fyrir hvern að vér höfum og tilgöngu í trúnni til
þessarar náðar þar vér inni stöndum og hrósum oss í voninni þeirrar tilkomandi
dýrðar er Guð mun gefa. En eigi einasta það, heldur hrósu vér oss einninn líka í
hörmungunum af því vér vitum það hörmung aflar þolinmæði, en þolinmæði aflar
raunar, en raun aflar vonar. En vonin lætur eigi að hneykslum verða því að Guðs
kærleiki er út helltur í vor hjörtu fyrir heilagan anda, þann oss er veittur.

Því að þá vér vorum enn breysklegir eftir tíðinni, hefir Kristur fyrir oss
rangláta dáið. En nú deyr varla nokkur fyrir réttlátan, og má vera að sá sé
trautt sem fyrir góðan dirfist að deyja. Fyrir það prísaði Guð sinn kærleika
viður oss í því að Kristur hefir fyrir oss dáið þá þegar vér vorum syndugir.
Fyrir það verðum vér og miklu meir frelsaðir af reiðinni fyrir sjálfan hann af
því að vér erum réttlættir í hans blóði.

Því ef vér erum nú Guði forlíktir fyrir hans sonar dauða þá vér vorum enn
óvinir, miklu meir verðum vér frelsaðir fyrir hans líf sem forlíktir eru. En
eigi alleinasta þetta, heldur það að vér hrósum oss og í Guði fyrir Drottin
vorn, Jesúm Krist, fyrir hvern að vér höfum forlíkunina meðtekið.
Fyrir því að líka sem syndin er fyrir einn mann komin í þennan heim og dauðinn
fyrir syndina og svo er dauðinn til allra manna inn smoginn af því að allir
hafa syndgast. Því að syndin var í heiminum allt til lögmálsins, en hvar ekki
er lögmálið, þar verður og ekki syndinni skeytt, heldur drottnaði dauðinn frá
Adam allt til Moysen og einninn yfir þeim sem ekki höfðu syndgast með þvílíkri
yfirtroðslu sem Adam, hver að er ein fyrirmynd þess sem koma átti.

En það er eigi svo fallið með gjöfinni sem með syndinni. Því ef margir eru
dauðir fyrir sakir eins manns syndar, þá gnæfir þó miklu meir Guðs náð og
gjafir yfir fleirum fyrir eins manns náð Jesú Kristi.

Og gjöfin er eigi einasta yfir einni synd, líka sem að er fyrir einn syndugan
eilíf synd allra fordjarf. Því að svo sem dómsáfellið er komið af eins manns
synd til fordæmingar, líka er gjöfin fyrir eins manns réttlæti af mörgum
syndum til réttlætingar gefin. Því ef dauðinn ríkir vegna einnrar syndar fyrir
einn, miklu meir munu þeir, sem öðlast gnægð náðarinnar og gjöf réttlætisins,
ríkja í lífinu fyrir einn Jesúm Krist.

Líka sem að fordæmingin er komin fyrir eins manns synd yfir alla menn, svo er
og komið fyrir eins réttlæti lífsréttlætið yfir alla menn. Því að líka sem
fyrir eins manns óhlýðni eru margir syndugir vorðnir, svo verða og fyrir eins
hlýðni margir réttlátir.

En lögmálið er þó jafnframt inn komið svo að syndin skyldi yfirgnæfa. En hvar
syndin gnæfir, þar yfirgnæfir náðin enn miklu framar að með sama hætti sem
syndin ríkti til dauðans, svo líka ríkir náðin fyrir réttlætið til eilífs lífs
fyrir Jesúm Krist.


Sétti kapítuli

Hvað eigu vér hér til að segja? Skulu vér þá í syndinni blífa svo að náðin
megi yfirgnæfa? Fjarri er því. Hverninn skyldum vér það vilja að lifa í
syndinni eftir það vér erum henni frá deyddir? Viti þér eigi að allir vér sem
skírðir eru í Jesú Kristo það vér erum í hans dauða skírðir. Því erum
vér og líka með honum greftraðir fyrir skírnina í dauðann upp á það líka sem
Kristur er upp vakinn af dauða fyrir dýrð föðursins. Líka svo skulu vér ganga
í nýjungu lífdaganna. Því fyrst vér verðum honum samplantaðir í
eftirlíkjanlegum dauða, svo verðum vér honum og líkir í upprisunni. Með því
vér vitum það að vor gamli maður er með honum krossfestur svo að af skæfist
líkami syndarinnar að eftir það þjónuðu vær eigi syndinni. Því að hver sem
deyddur er, hann er réttlættur af syndinni.

En fyrst vér erum með Kristi deyddir þá trúum vér það vér munum og með honum
lifa. En vér vitum það Kristur er upp vakinn af dauða og deyr eigi meir.
Dauðinn mun og eigi meir drottna yfir honum. Því það hann dó, það er hann eitt
sinn syndinni dáinn, en það hann lifir, það lifir hann Guði. Svo og líka þér
skuluð halda yður sjálfa þar fyrir að þér séuð og deyddir frá syndinni, en
lifið Guði í Drottni vorum, Jesúm Kristo. Fyrir því látið nú syndina eigi
drottna í yðrum dauðlegum líkama svo að þér séuð honum hlýðugir í hans
girndum. Og ljáið eigi yðra limu syndinni til ranglætis herklæða, heldur ljáið
sjálfa yður Guði líka, sem af dauða upp lifnaða, og yðra limu Guði til
réttlætis herskrúða. Því að syndin fær eigi drottnað yfir yður af því að þér
eruð eigi undir lögmálinu, heldur undir náðinni.

Hverninn þá? Skulu vér því syndir drýgja það vér erum eigi undir lögmálinu, en
erum undir náðinni? Fjarri sé það. Eða viti þér eigi að hverjum sem þér gefið
yður til þjónustumanna undir hlýðni hans þjónar eru þér, hverjum þér hlýðugir
eruð, hvort það er syndinni til dauðans eður hlýðninni til réttlætis? En Guði
sé þakkir það þér voruð syndarinnar þjónustumenn, en nú hlýðugir vorðnir af
hjarta þeirri lærdómsins ímynd sem þér eruð til gefnir. Því fyrst þér urðuð
frelsaðir af syndinni, þá eru þér vorðnir réttlætisins þjónustumenn.

Eg hlýt líkamlega hér af að segja fyrir yðvars holds breyskleika sakir. Því
líka sem þér hafið yðra limu léð til að þjóna óhreinleikanum í frá öðru ranglæti
í annað, líka svo skulu þér nú ljá yðra limu til að þjóna
réttlætinu til helgunar. Því þá þér voruð þjónustumenn syndarinnar, voru þér
frí fyrir réttlætinu. Hvern ávöxt höfðu þér þann tíma? Þann þér skammist yðar
nú af því að endalok þeirra hluta er dauðinn. En nú þér frelsaðir af syndinni
og vorðnir Guðs þjónustumenn, hafi þér yðvarn ávöxt til helgunar, en að
endalokum eilíft líf. Því að verðlaunin syndarinnar er dauðinn, en Guðs gjöf
er eilíft líf í Drottni vorum, Jesú Kristo.


Sjöundi kapítuli

Viti þér ekki, bræður (því við þá tala eg sem lögmálið vita), það að lögmálið
drottnar yfir manninum æ svo lengi hann lifir? Því að sú kona, sem manni er
undirgefin, hún er að manninum lifanda lögmálinu undirvorpin. En ef hennar
maður deyr, þá er hún laus af því lögmáli sem manninn áhrærir. Nú ef hún er
hjá öðrum að manninum lifanda, verður hún hórkona kölluð. En ef hennar maður
deyr, þá er hún frelsuð af lögmálinu það manninn áhrærir svo að hún er eigi
hórkona þó hún sé hjá öðrum manni.

Líka svo eru þér, bræður mínir, deyddir lögmálinu fyrir Krists líkama svo að
þér séuð hjá öðrum, einkum hjá þeim sem af dauða er upp vakinn upp á það vér
færum Guði ávöxt. Því þá vér vorum í holdinu, voru syndsamlegar girndir
voldugar (þær sér hreyfðu upp fyrir lögmálið) í vorum limum dauðanum ávöxt að
færa. En nú eru vér lausir af lögmálinu og frá því deyddir sem oss hélt
hertekna svo að vér þjónum í nýjungu andans, en ekki í fornri veru
bókstafsins.

Hvað skulu vér segja? Er lögmálið synd? Fjarri er því, heldur það eg kennir
ekki syndina nema fyrir lögmálið. Því eg vissa eigi hvað girnd væri ef
lögmálið hefði ekki sagt: Ei skaltu girnast. En er syndin tók tilefni af
boðorðinu og ól upp í mér allsháttaðar girndir því að án lögmálsins var syndin
dauð. En eg lifða forðum án lögmáls, og er boðorðið kom, endurlifnaði
syndin, en eg deyða. Og það skeði svo að það boðorð varð mér að dauða sem mér
var til lífs gefið. Því að syndin tók tilefni af boðorðinu, tældi mig og
deyddi fyrir það sama boðorð. Lögmálið sjálft er þó sennilega heilagt, og
boðorðið er og heilagt, gott og réttvíst.

Er þá það, sem gott er, mér að dauða vorðið? Fjarri er því, heldur svo það
syndin auglýstist það hún væri synd og það hún hefði mér fyrir hið góða dauða
aflað svo að syndin yrði yfirmáta syndsöm fyrir boðorðið. Því að vér vitum það
að lögmálið er andlegt, en eg em kjötlegur undir syndina seldur af því eg veit
eigi hvað eg gjöri. Því að eg gjöri eigi hvað eg vil, heldur það eg hata, það
gjöri eg. En fyrst eg gjöri það hvað eg vil, eigi samþykki eg það að lögmálið
sé gott. Svo gjöri eg nú eigi það sama, heldur sú synd sem í mér byggir. Því
eg veit að í mér, það er í mínu holdi, byggir enginn góði. Viljann hefi eg, en
að fullkomna hið góða finn eg eigi. Því að það góða, sem eg vil, gjöri eg
eigi, heldur það vonda, hvað eg vil eigi, það gjöri eg. En fyrst eg gjöri það
hvað eg vil eigi, þá gjöri eg eigi það sama, heldur sú synd sem í mér byggir.

Því finn eg í mér það lögmál: þá eg vil gjöra hið góða, loðir við mig það
vonda. Því að mig lystir til Guðs lögmáls eftir hinum innra manninum, en eg sé
þó annað lögmál í mínum limum það er í mót stríðir mínu hugskotslögmáli og
færir mig herleiddan í syndarinnar lögmál, hvert að er í mínum limum. Eg
vesall maður! Hver mun frelsa mig af líkama þess dauðans? Eg þakka Guði fyrir
Jesúm Kristum, Drottin vorn. Svo þjóna eg nú í mínu hugskoti Guðs lögmáli, en
í holdinu syndarinnar lögmáli.


Áttandi kapítuli

Svo er nú ekkert fordæmilegt á þeim sem í Kristo Jesú að eru, þeir sem eigi
ganga eftir holdinu, heldur eftir andanum. Því að lögmál þess anda, sem lífgar
í Kristo Jesú, hefir gjört mig frjálsan af lögmáli syndarinnar og
dauðans. Því hvað lögmálinu var ómögulegt (með því það krenkist fyrir holdið),
það efldi Guð og sendi sinn son í líking syndugs holds og fordæmdi syndina í
holdinu fyrir syndina svo að réttlætingin, sem af lögmálinu heimtist,
uppfylltist í oss sem eigi ganga eftir holdinu, heldur eftir andanum.

Því að þeir sem líkamlegir eru, þeir rækta það hvað holdsins er, en hinir, sem
andlegir eru, rækja það sem andlegt er. Því holdsins fýst er dauði, en
andarins vilji er líf og friður. Þar fyrir er holdsins girnd fjandskapur gegn
Guði af því að það er ekki Guðs lögmáli undirvorpið. Það fær þess og eigi
orkað því þeir, sem líkamlegir eru, geta eigi Guði þókknast.

En þér eruð ekki líkamlegir, heldur andlegir ef Guðs andi byggir annars í
yður. Og hver hann hefir eigi Krists anda, sá er eigi hans. En ef Kristur er
með yður, þá er líkaminn að sönnu dauður syndarinnar vegna, en andinn er lífið
fyrir réttlætingarinnar sakir. Því ef hans andi, sem Jesúm upp vakti af dauða,
byggir í yður, þá mun og sá sami, sem Jesúm Kristum upp vakti af dauða, lífga
og yðra dauðlegu líkami vegna þess að hans andi byggir í yður.

Þar fyrir erum vér, kærir bræður, nú eigi holdsins skuldunautar það vér eigum
eftir holdinu að lifa. Því ef þér lifið eftir holdinu, munu þér deyja, en ef
þér deyðið fyrir andann holdsins gjörðir, munu þér lifa. Því þeir sem af Guðs
anda drifnir verða, þeir eru Guðs synir. Því þér hafið eigi meðtekið
þrælkunaranda svo þér þurfið nú aftur að ugga um yður, heldur hafi þér
meðtekið sonarlegan anda, fyrir hvern vér köllum: Abba, elskanlegur faðir. Sá
sami andi ber vitnisburð með vorum anda það vér erum Guðs synir. En fyrst vér
erum synir svo erum vér og erfingjar, sennilega Guðs erfingjar, og samarfar
Krists ef vér líðum annars meður honum upp á það að vér verðum einninn með
honum upp hafnir til dýrðarinnar. *

Því að eg held það þar fyrir að mótlæting þessara tíma sé ekki verð til
þeirrar dýrðar sem við oss mun opinberuð verða. Því að áhyggjusamlegt eftirbið
skepnunnar stundar eftir uppbirtingu Guðs barna með því þó að skepnan
er hégómanum undirgefin án hennar vilja, heldur fyrir hans sakir sem hana
hefir undir lagt upp á vonina. Því að sjálf skepnan mun frelsuð verða af
þrælkan fallvaltrar veru til dýrðarlegs frelsis Guðs barna. Því vér vitum það
alla skepnu forlengir og ber sótt með oss allt til þess tíma.

Eigi alleinasta hún, heldur vér sjálfir, sem höfum andarins frumtök, berum móð
í sjálfum oss eftir þeirri arfleifð og væntum eftir lausn vors líkama. *
Sennilega erum vér hjálplegir vorðnir í voninni. Því sú von sem sést, er eigi
von, eða hversu kunnum vér þess að vona sem vér sjáum? En ef vér vonum á það
sem vér sjáum ekki, þá bíðum vér þess fyrir þolinmæði.

Svo hjálpar og andinn einninn líka vorum breyskleik. Því að vér vitum ekki
hvað vér skulum biðja sem þó byrjaði, heldur biður sá andi sjálfur fyrir oss
með óumræðanlegri andvarpan. En hann, sem hjörtun rannsakar, veit hvað
andarins meining er því að hann biður fyrir heilögum eftir því eð Guði hagar.
* En vér vitum að þeim, sem Guð elska, tekst allt til betranar, einkum þeim
sem eftir fyrirhyggjunni kallaðir eru. Því að hverja hann hefir áður
fyrirhugaða, þá hefir hann og til skikkað það þeir skyldu verða samlíkir hans
sonar ímynd svo að hann sjálfur sé frumgetningur meðal margra bræðra. En
hverja hann hefir fyrirhugaða, þá hefir hann og kallað, en hverja hann hefir
kallað, þá hefir hann og réttláta gjört, en hverja hann hefir réttlætt, þá
hefir hann og dýrðarlega gjört.

Hvað eigum vér til að segja? Er Guð fyrir oss, hver er þá á móti oss? Hver og
eigi þyrmdi sínum eiginlegum syni, heldur gaf hann út fyrir oss alla, hverninn
skyldi hann þá eigi veita oss alla hluti með honum? Hver vill nú þá ásaka Guðs
útvalda menn? Guð er sá sem réttlætir. Hver er hann sem þá fordæmir? Kristur
er hann sem dáið hefur og einninn sá sem upp vaktur er, hver að er til hægri
handar Guði og biður fyrir oss.

Hver vill þá skilja frá Guðs elsku? Hörmung eður mótlæti, ofsókn eða hungur,
volað eður háski? Svo sem að skrifað er það að fyrir þig verðum vér
deyddir allan dag og erum reiknaðir sem sauður til dráps ætlaður. Sennilega
berum vér langt af í þessu öllu vegna hans er oss elskaði. Því að eg em þess
fullöruggur að hvorki dauði né líf, englar né höfðingsstéttir eða yfirvald og
eigi hið nálæga né hið ókomna, eigi hæð eða dýpt né nokkur önnur skepna fær
oss skilið frá Guðs kærleika, hver að er í Drottni vorum, Jesú Kristo.*


Níundi kapítuli

Eg segi sannleik í Kristo Jesú og lýg eigi, þess mér ber vitni mín samviska í
heilögum anda að eg hefi stóran harm og iðulega hryggð í mínu hjarta. Eg hefi
og æskst mér þess að vera bölvaður af Kristi fyrir mína bræður, hverjir að eru
mínir frændur eftir holdinu, sem eru af Írael, hverjum arfleifðin tilheyrir og
svo vegsóminn, sáttmálinn og lögmálið, guðsþjónustan og fyrirheitið, hverra
feður að eru og þeir sem Kristur er út af kominn eftir holdinu, sá sem að er
Guð yfir öllum hlutum, blessaður um aldir. Amen.

En eg tala eigi þetta til þess að Guðs orð skyldu þar fyrir niður falla. Því
það eru eigi allt Íraelsmenn sem af Írael eru og ekki allir þeir synir sem af
Abrahams sæði eru, heldur skal þér í Ísak það sæði nefnt verða. Það er að þeir
eru ekki Guðs börn sem eftir holdinu eru börn, heldur verða þeir, sem eru
fyrirheitsins börn, fyrir sáð reiknaðir. Því að þetta er fyrirheitsorðið þar
hann segir: Á þeim tíma man eg koma, og þá skal Sara son hafa.

Þetta er enn eigi aðeins með þeim, heldur og þá Rebekka varð þunguð af föður
vorum Ísak áður en börnin voru fædd. Og þau höfðu hvorki gjört gott né vont
svo að Guðs fyrirhyggja stöðug stæði eftir útvalningunni. Því að henni var til
sagt eigi út af verðskuldan verkanna, heldur út af náð æskjarans svo það hinn
meiri skyldi þjóna hinum minna eftir því sem skrifað stendur: Jakob
elskaði eg, en Esau hafði eg að hatri.

Hvað eigu vér hér til að segja? Er Guð ranglátur? Langt frá því. Því að hann
segir til Moysen: Hvern eg náða, þeim em eg náðugur, og hverjum eg miskunna,
þeim em eg miskunnsamur. Því er það eigi komið undir nokkurs vilja eður
tilhlaupi, heldur undir Guðs miskunnsemd. Því að ritningin segir til Farao:
Til þess upp vakta eg þig að eg sýnda á þér minn kraft. Svo miskunnar hann nú
þeim hann vill og forherðir þann hvern hann vill.

Þú segir svo til mín: Hverja skuld gefur hann oss þá? Hver fær hans vilja í
móti staðið? Já, góður maður, hver ertu þá ef þú vilt þreyta andsvör við Guð?
Segir nokkuð efnið svo til smiðsins: Hvar fyrir gjörðir þú mig svo? Eða hefir
ekki leirkerasmiðurinn vald til út af sömum leirmó að gjöra annað kerið til
heiðurs, en annað til smánar? Því þá Guð vildi auðsýna sína reiði og kunngjöra
sína makt, hefir hann með mikilli þolinmæði umliðið kerin reiðinnar sem búin
eru til fordæmingar upp á það hann sýndi ríkdóm sinnar dýrðar á kerum
miskunnarinnar, þau hann hefir út reitt til dýrðarinnar og þau hann hefir
kallað? Einkanlega oss, eigi einasta þá sem út af Gyðingum eru, heldur jafnvel
þá sem af heiðingjum eru. Svo sem hann segir fyrir Osea spámann: Eg mun það
kalla mitt fólk sem ekki var mitt fólk og þá mína unnustu sem ekki var mín
unnasta, og það mun vera í þeim stað, hvar til þeirra var sagt: þér eruð ekki
mitt fólk, skulu þeir kallaðir verða börn Guðs lifanda.

En Esaias kallar yfir Írael: Þótt tala Íraelssona yrði sem sjávarsandur, þá
mundi þó það eina, sem afgangurinn er, hólpið verða. Því að sína ræðu mun hann
fyrir þeim stytta og þó algjöra til réttlætis af því að Drottinn mun
forstokkótt orð gjöra á jörðu. Og svo sem Esaias sagði áður fyrri: Nema ef
Drottinn Sabaot hefði oss sæði yfir látið, þá værum vér vorðnir sem Sódóma og
líka sem Gómorra.

Hvað eigu vér nú að segja? Það eigu vér að segja að þeir heiðingjar,
sem ekki hafa réttlætinu eftir fylgt, hafa réttlætið höndlað - eg segi af því
réttlæti sem út af trúnni kemur. En Írael hefir lögmálsins réttlæti eftir
fylgt og hefir þó ekki komist til réttlætisins lögmáls, hvar fyrir því að þeir
hafa eigi leitað þess út af trúnni, heldur svo sem út af lögmálsins verkum.
Því að þeir hafa rekið sig á þann %hindrunarstein, eftir því sem skrifað er:
Sjáið, að eg set í Síon hindrunarstein og hneykslunarhellu. Og hver hann trúir
á hann, sá skal ekki að hneykslan verða.


Tíundi kapítuli

Kærir bræður, sennilega er það ósk míns hjarta og grátleg bæn til Guðs fyrir
Írael að þeir hjálpuðust. Því eg ber þeim vitni að þeir vandlæta um Guð, en
eigi af skynsemd. Því að þeir þekkja eigi það réttlæti, sem Guðs er, og leita
við upp að rétta sínar eiginlegar réttlætingar og eru svo því réttlæti, sem
Guðs er, ekki undirgefnir. Því að endalok lögmálsins er Kristur til réttlætis
öllum þeim á hann trúa.

Moyses skrifar um það réttlæti sem kemur út af lögmálinu: Hver sá mann sem það
gjörir, hann lifir þar inni. Ef það réttlæti, sem út af trúnni kemur, segir
svo: Seg þú ekki í þínu hjarta: Hver vill upp stíga í himininn? - það er eigi
annað en Kristum af hæðinni ofan aftur að toga - eða: Hver vill niður stíga í
undirdjúpið? - það er eigi annað en Kristum af dauða upp aftur að teygja. En
hvað segir ritningin? Orðið er þér nær, einkum í þínum munni og í þínu hjarta.

Þetta er trúarinnar orð, hvert vér predikum. Því ef þú viðurkennir Jesúm með
þínum munni það hann sé Drottinn og trúir í þínu hjarta það Guð hafi hann upp
vakið af dauða, þá muntu hjálpast. Því að nær vér trúum af hjarta, verðum vér
réttlátir, og þá vér viðurkennum með munninum, verðum vér hjálplegir. Því hvað
segir ritningin að hver á hann trúir, sá mun eigi að hneykslan verða.

Því að enginn greinarmunur er á millum Gyðings og hins girska af því
að einn er Drottinn allra, ríkur út yfir öllum þeim hann ákalla. Því hver hann
ákallar nafn Drottins, sá mun hólpinn verða. En hverninn skulu þeir kalla á
þann, hvern þeir trúa eigi? Eða hverninn skulu þeir nú trúa á þann, af hverjum
þeir hafa eigi heyrt? En hverninn skulu þeir heyra án predikaranna? Eða
hverninn skulu þeir mega predika nema þeir sé sendir? Svo sem skrifað er:
Hversu prýðilegir eru fætur þeirra sem friðinn boða og þeirra er boða hið
góða. En þeir eru þó eigi allir guðsspjallinu hlýðugir. Því að Esaias segir:
Hver trúir vorri predikan? Fyrir því kemur trúin út af predikuninni, en
predikunin fyrir Guðs orð. En eg segi: Hafa þeir eigi heyrt það? Sennilega er
þeirra hljómur um öll lönd út genginn og þeirra orð í allar heimsins álfur. *

En eg segi að Írael hefir það eigi þekkt. Í fyrstu segir Moyses: Eg man æsa
yður upp til vandlætingar yfir þeim sem ekkert fólk er, og yfir skynlausri
þjóð mun eg etja yður til reiði. En Esaias er máldjarfur og segir: Eg em af
þeim fundinn sem eigi hafa mín leitað og þeim auglýstur sem eigi hafa að mér
spurt. En til Írael segir hann: Allan dag hefi eg mínar hendur út breitt til
fólks þessa er eigi vill trúa, heldur mér í móti mælandi.


Ellifti kapítuli

Svo segi eg nú: Hvort hefir Guð þá sitt fólk frá sér rekið? Fjarri er því. Því
að eg em og Íraelsmaður út af Abrahams sæði, af kyni Benjamíns. Guð hefir ekki
sitt fólk frá sér rekið því að hann hefir áður fyrirhugað. Eða viti þér eigi
hvað ritningin segir af Elía hverninn hann bað fyrir Guði í gegn Írael og
sagði: Drottinn, spámenn þína hafa þeir í hel slegið og þínum ölturum um velt,
en eg em einn eftir blifinn, og þeir umsitja mitt líf. En hvað segir honum
guðlegt andsvar? Sjö þúsundir manna hefi eg látið mér yfir blífa, þeir sem
eigi hafa beygt sín kné fyrir Baal. Svo gengur það og nú til á þessum tímum
með þeim sem umfram eru blifnir eftir útvalningu náðarinnar. En fyrst
það er út af náðinni skeð, svo er verðskuldanin engin, annars væri náðin engin
náð. En er það út af verðskuldaninni, þá er náðin ekkert, elligar væri
verðskuldan engin verðskuldan.

Hvað er nú þá? Það Írael eftir leitaði, það hefir hún eigi öðlast, en
útvalningin öðlaðist það. En þeir aðrir, er umfram voru, eru forblindaðir
eftir því sem skrifað er að Guð gaf þeim þann þverúðaranda og augu að þeir sjá
eigi og eyru að þeir heyri eigi allt til þessa dags. Davíð segir og þeirra
borðlát þeim verða að snöru til fjötrunar og hneyksla og þeim til endurgjalds,
forblinda og þeirra augu svo þeir sjái eigi og beyg jafnan þeirra hrygg.

Svo segi eg nú: Hafa þeir þar fyrir rekið sig á að þeir skyldu falla? Langt
frá því, heldur er út af þeirra hrasan heiðingjum heilsugjöf vorðin svo að
þeir hvettu þá til vandlætingar. Því ef þeirra fall er heimsins auðlegð og
þeirra minnkan heiðinna manna ríkdómur, hversu mikið meir væri það svo ef
þeirra fullnan þar væri? Við yður heiðingja tala eg: Með því að eg em postuli
heiðinna manna, vil eg mitt embætti heiðra. Ef eg gæta þá einhverneginn hvatt
þá sem mitt hold eru til vandlætingar og nokkra af þeim hjálplega gjört. Því
ef þeirra glatan er heimsins forlíkun hvað væri það annað en vér öðluðunst
lífið af dauðum? Því ef sneiðirnar eru heilagar, þá er og deigið heilagt. Og
ef rótin er heilög, þá eru og kvistirnir heilagir.

Því að ef nokkrir af kvistunum eru af brotnir, en þú, sem vart villur
viðsmjörsviður, ert á millum þeirra inn plantaður og vorðinn hluttakari
þeirrar rótar og feitleiki þess viðsmjörsviðar, fyrir því skaltu eigi meta þig
í gegn kvistunum. En ef þú metur þig í gegn þeim, þá máttu vita að þú ber eigi
rótina, heldur ber rótin þig. Því þú segir að kvistirnir eru því af brotnir að
eg yrði inn plantaður. Það er og sanntalað. Fyrir vantrúar sakir eru þeir af
brotnir, en þú stendur fyrir trúna. Vert þú eigi metnugur, heldur óttasleginn.
Því ef Guð hefir ekki þyrmt náttúrlegum kvistum, verða má að hann
þyrmi þér eigi heldur.

Þar fyrir sjá þú góðgirni Guðs og harðúð, harðúðina á þeim sem fallnir eru, en
góðgirnina á þér ef þú stöðugt blífur í góðgirninni, elligar verður þú og
einninn af höggvinn. Og hinir aðrir, ef þeir blífa eigi í vantrúnni, þá verða
þeir inn plantaðir því að Guð er máttugur til að rótsetja þá inn aftur. Því ef
þú, sem af náttúru er villur viðsmjörsviður, ert afsniðinn og í mót náttúrunni
ert inn plantaður á hið góða viðsmjörstréið, miklu framar munu þeir þá, sem
eftir náttúrunni eru, innplantast sínum viðsmjörsviði.

Eg vil eigi dylja fyrir yður, góðir bræður, þann leyndan dóm svo að þér séuð
eigi metnaðarfullir með sjálfum yður það blindleiki er í suman máta Írael yfir
fallinn þangað til að fylling heiðinnar þjóðar er inn komin og öll Írael verði
svo hólpin eftir því sem skrifað er: Út af Síon mun koma sá sem frelsar og
umsnýr óguðlegu athæfi af Jakob. Og þessi er minn sáttmáli við þá nær eg burt
tek þeirra syndir. Eg held þá að sönnu fyrir óvini eftir guðsspjallinu fyrir
yðar sakir, en eftir útvalningunni hefi eg þá kæra fyrir feðranna sakir.

Guðs gjafir og kallan eru þess háttar að þær fá hann eigi iðrað. Því að líka
svo sem þér hafið eigi forðum trúað á Guð, en nú hafi þér miskunn öðlast fyrir
þeirra vantrúar skuld, svo hafa og hinir nú eigi viljað trúa á þá miskunn sem
þér hafið hlotið svo að þeir mættu og miskunnsemi öðlast. Því að Guð lukti
alla undir vantrúnni upp á það að hann miskunnaði öllum.

Ó hvílík dýpt auðæfanna, bæði spekinnar og svo Guðs viðurkenningar! Hversu
óumræðanlegir eru og hans dómar og ófinnanlegir hans vegir! Því hver hefir
þekkt Herrans sinni? Eða hver hefir hans ráðgjafi verið? Eður hver hefir honum
nokkuð fyrri gefið svo að honum mætti það verða endurgoldið? Því að af honum
og fyrir hann og í honum eru allir hlutir. Honum sé og heiður og dýrð að
eilífu! Amen. *Tólfti kapítuli

Fyrir því beiði eg yður, góðir bræður, fyrir miskunn Guðs að þér gefið yðra
líkami til þess offurs sem lifandi er og heilagt og Guði þakknæmið, hvert að
er yðar skynsamleg guðsþjónusta. Og hegðið yður eigi eftir þessum heimi,
heldur gjörið yður umskiptilega í endurnýjung yðvars hugskots svo að þér megið
reyna hver að sé góður, þægur og algjörður Guðs vilji. Því að eg segi fyrir þá
náð sem mér er gefin hverjum sem einum yðar á milli það enginn haldi meir út
af sér en honum byrjar af sér að halda, heldur haldi hann svo út af sér það
hann sé kyrrlátur og sparlífur eftir því sem Guð hefir hverjum hlutað mæling
trúarinnar.

Því að líka svo sem að vér höfum marga limu á einum líkama, en allir limirnir
hafa eigi líka hegðan, líka svo eru vér og margir einn líkami í Kristo, en vor
á milli eru vér hver annars limur * og höfum margháttaðar gjafir eftir þeirri
náð sem oss er gefin. Hafi nokkur spádóm, þá sé hann trúnni líkur. Hefir
nokkur embætti, þá gæti hann þess embættis. Kennir nokkur, þá vakti hann þá
kenning. Áminnir nokkur, þá byggi hann að þeirri áminning. Gefur nokkur, þá
gefi hann einfaldlega. Stjórnar nokkur, þá stjórni hann með áhyggju. Fremur og
nokkur miskunnsemi, þá gjöri hann hana með góðfýsi.

Elskan sé flærðarlaus. Og hatið hið vonda, en loðið á hinu góða. Bróðurlegur
kærleiki sé ástúðlegur yðar á milli. Hafi hver annan sér í virðingum æðra.
Verið og eigi latir í því þér skuluð vinna. Verið glóandi í andanum, hegðið
yður eftir tíðinni, verið glaðir í voninni, en þolinmóðir í kvölinni,
staðfastir í bæninni. Annist nauðþurftir volaðra, kostgæfið gestrisni. Blessið
þá er yður ofsækja, blessið, en bölvið eigi. Fagnið með fögnundum, en grátið
með grátundum. Verið samhuga innbyrðis, stundið eigi það hvað hátt er, heldur
lútið að því sem lágt er.* Verið eigi sérklókir. Gjaldið öngum illt móti illu.
Leggið kapp á að vera siðsamir það mögulegt er við hvern mann, og það
þér formegið, þá hafið frið við alla menn.

Hefnið yðar eigi sjálfir (mínir elskanlegir), heldur gefið %rúm reiði því að
skrifað er: Mín er hefndin, eg vil endurgjalda, segir Drottinn.

Nú er óvin þinn hungrar, þá gef honum fæðu, þyrstir hann, gef honum að drekka.
En nær þú gjörir þetta, þá safnar þú glóðum elds yfir höfuð honum. Lát eigi
yfirstíga þig hið vonda, heldur yfirvinn þú hið vonda með góðu. *


Þrettándi kapítuli

Hver maður þá sé valdsstjórninni undirgefinn, þeirri sem yfir honum stjórnar.
Því að sú er eigi nokkur valdsstjórn utan hún sé af Guði, en hvar
valdsstjórnin er, þá er hún af Guði skikkuð. Og hver hann mótstendur
valdsstjórnina, sá stendur í móti Guðs skikkan, en þeir, sem í móti standa,
munu yfir sig taka dómsáfelli. Því að valdið er eigi góðum verkum, heldur
vondum til skelfingar. En viltu eigi óttast valdsstjórnina, þá gjör hvað gott
er, og muntu lofstír af henni hafa. Því að hún er Guðs þénari þér til góða. En
ef þú gjörir hvað vont er, máttu óttast. Því að hún ber eigi sverðið forgefins
því hún er Guðs þénari og hefningarmaður að aga þann sem illa gjörir, hvar
fyrir oss byrjar undirgefnum að vera, eigi alleinasta hirtingarinnar vegna,
heldur og líka einninn fyrir samviskunnar sakir. Þar fyrir hljóti þér og skatt
að gjalda því að þeir eru Guðs þénarar sem slíkar verndanir skulu hantéra. Því
gefið það hverjum sem þér pliktugir eruð, þeim skatt sem skattur heyrir, þeim
toll er tollur heyrir, þeim ótta er ótti heyrir, þeim heiður sem heiðran
heyrir. Verið öngum skyldugir nema það þér elskið hver annan því hver hann
elskar sinn náunga, sá hefir lögmálið uppfyllt. Því að þar segist þú skulir
eigi hór drýgja, eigi mann vega, eigi stela, eigi ljúgvitni mæla, þú skalt og
eigi girnast. Og ef þar er nokkurt annað boðorð, þá felst það í þessum
orðum: Elska skaltu náunga þinn sem sjálfan þig. Elskan gjörir náunganum ekki
mein. Því er nú elskan lögmálsins fylling. *

Og með því að vér vitum einkum þá stund það tími er upp að rísa af svefninum
af því að vor heill er nú nær heldur en þá vér trúðum það nóttin er um liðin,
en dagurinn tekur að nálgast. Leggjum því af verkin myrkvanna og ískrýðunst
herklæðum ljóssins svo að vér göngum siðsamlega sem á degi, eigi í ofáti eða
ofdrykkju, eigi í legukofum og munaðlífi, eigi í þráttan og öfundsýki, heldur
íklæðist þér Drottni Jesú Kristo og gjörið eigi eftir holdsins brekvísi þess
girndir að rækja. *


Fjórtándi kapítuli

En hann sem breyskur er í trúnni, þá annist, og skelfið ekki samviskurnar. Því
annar trúir hann megi alls neyta, en hinn sem breyskur er, eti hann kálgresi.
En hver eð etur, hann forsmái eigi þann sem ekki etur, og hann sem ekki etur,
dæmi eigi þann sem etur því að Guð annaðist hann. Hver ert þú sem annarlegan
þjón dæmir? Hann stendur eða fellur sínum lávarði. En hann fær hann vel við
rétt því að Guð er máttugur hann upp að rétta. Annar heldur meir af öðrum degi
en öðrum, hinn annar heldur alla daga jafna. Hverjum einum láti sér sitt
hugskot fullnægja. Hann sem af deginum heldur, gjörir það Drottni. Og hinn sem
þar heldur ekkið af, hann gjörir það og Drottni. Og hver eð etur, sá etur í
Drottni því að hann gjörir Guði þakkir. Og hinn sem ekki etur, hann etur eigi
í Drottni og gjörir Guði þakkir. Því að enginn vor lifir sjálfum sér, og
enginn deyr sér sjálfum. Því ef vér lifum, þá lifum vér Drottni, deyjum vér,
þá deyjum vér Drottni. Og hvort vér lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins.
Því að þar fyrir hefir Kristur dáið, upp aftur risið og endurlifnað það hann
sé Drottinn yfir lifendum og dauðum. En þú, hvað dæmir þú bróður þinn?
Eða þú hinn annar, hvar fyrir forsmár þú þinn bróðir? Því vér munum allir
standa fyrir Krists dómstóli eftir því sem skrifað er: Svo sennilega sem eg
lifi, segir Drottinn, skulu mér öll kné beygjast, og allar tungur skulu Guð
viðurkenna. Þá mun og hver sem einn fyrir sjálfan sig gjalda Guði
reikningsskap. Fyrir því látum oss nú eigi meir dæma hver um annan héðan í
frá.

Heldur dæmið miklu framar um það að bróðurnum leggist eigi til nokkur hindran
eður hrasanarefni. Eg veit það og em þess fullvís í Drottni Jesú að þar er
ekkert almennilegt í sjálfum sér nema þeim sem það reiknar fyrir almennt,
honum er það %almennilegt. Nú ef bróðir þinn sturlast upp fyrir
þinnar fæðu sakir, þá gengur þú þegar eigi eftir kærleikanum. Minn kæri,
fordjarfa eigi þann með þínum mat, fyrir hvern Kristur er dáinn. Fyrir því
kostið kapps um að %yðvar auður verði eigi lastaður. Því að
Guðs ríki er ekki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í
heilögum anda. Hver hann þjónar Kristi þar með, sá er Guði þekkur og mönnum
geðfelldur.

Fyrir því látum oss því eftir fylgja sem til friðarins heyrir og varðveitum
það sem til betrunar er vor á meðal. Fordjarfa þú eigi Guðs verk fyrir
matarins sakir. Allir hlutir eru að sönnu hreinir, en það er þeim eigi gott
sem það etur með gnagan sinnar samvisku. Miklu betra er að þú etir ekki kjöt
og drekkir ekki vín eða það nokkuð sem þinn bróðir rekur sig á eða argast af
eða veikist við. Hafir þú trúna þá, haf hana hjá sjálfum þér fyrir Guði. Sæll
er sá sem öngva samvisku gjörir sjálfum sér í því hann neytir. En hann sem
efablandinn er og etur sem áður, sá er fordæmdur því að það sker ekki af trú.
En hvað ekki er út af trúnni, það er synd.


Fimmtándi kapítuli

En vér sem styrkvir erum, skulum umlíða vanmættingar þeirra sem breysklegir
eru og hafa eigi geðþekkni á sjálfum oss. Og hver sem einn vorra
hegði sér svo það hann þókknist sínum náunga í góðu til betrunar. Því að
Kristur hafði ekki geðþekkni á sjálfum sér, heldur eftir því sem skrifað er að
þær smánir, sem þig lýttu, féllu yfir mig. En hvað sem skrifað er, þá er það
skrifað oss til lærdóms svo að vér fyrir þolinmæði og huggan ritninganna
hefðum vonina. En Guð þolinmæðinnar og hugganarinnar gefi yður það að þér séuð
samlyndir yðar á milli eftir Jesú Kristo svo að þér mættuð með einu samheldi
og einum munni dýrka Guð og föður vors Drottins Jesú Kristi. Þar fyrir annist
hver annan innbyrðis líka sem Kristur annaðist yður Guði til heiðurs.

Eg segi Kristum verið hafa þjónustumann umskurnarinnar fyrir Guðs sannleika
sakir til staðfestu fyrirheitanna sem til feðranna eru skeð, en það að heiðinn
lýður heiðrar Guð er fyrir miskunnsemdina vorðið eftir því sem skrifað er:
Fyrir það vil eg, Drottinn, vegsama þig meðal heiðinna þjóða og þínu nafni
syngja lof. Og í annað sinn segir hann: Fagni þér, heiðingjar, meður hans
fólki. Og enn aftur: Lofi þér Drottin, allar þjóðir, og mikli hann allur
lýður. Og enn aftur segir Ysaias: Það mun ske að rót Jesse og hann sem upprís
til að stjórna heiðnum þjóðum það á hann muni heiðnir menn vona. En Guð
vonarinnar fylli yður með öllum fagnaði og friði í trúnni svo að þér hafið
gnægð í voninni fyrir kraft heilags anda.

En eg em fullvís í því, bræður mínir, það þér sjálfir eruð fullir góðgirni,
uppfylltir allrar visku svo að þér getið leiðrétt hver fyrir öðrum. Og fyrir
þá sök skrifaði eg, bræður mínir, þess djarflegar til yðar svo sem yður
áminnandi af álfu þeirrar náðar sem mér er af Guði gefin það eg skuli vera
Krists þénari meðal heiðinna þjóða, fórnfærandi Guðs evangelium svo að heiðinn
lýður yrði Guði þægilegt offur, helgað fyrir hans heilagan anda. Þaðan hefi eg
það, hvar af eg má hrósa mér í Kristo Jesú í því sem Guði tilheyrir. Því að eg
dirfðist eigi nokkuð að tala af þessu ef Kristur efldi ekki það sama fyrir mig
að koma heiðinni þjóð til hlýðninnar fyrir orð og gjörðir, fyrir kraft
táknanna og stórmerkjanna og fyrir mátt Guðs anda. Svo að eg hefi í frá
Jerúsalem og þar um kring liggjandi lönd allt til Illyrikon uppfyllt með
Krists guðsspjalli og sérdeilis lagt kapp á að predika Guðs evangelium þar
hvar nafn Krists var eigi kunnigt svo að eg byggja eigi upp á annarlegan
grundvöll, heldur eftir því sem skrifað er að þeim sem ekki er af honum boðað,
þeir skulu það sjá, og hinir er það hafa eigi heyrt, þeir skulu það skilja.

Það er og tilefnið, hvert mér hefir oftsinnis tálmað til yðar að koma. Og
fyrst eg hefi nú eigi rúm meir í þessum löndum, en eg hefi þó haft lysting á
um mörg ár að koma til yðar, en þá eg reisi í Spáníam mun eg koma til yðar.
Því að eg vænti að eg muni þar um fara og sjá yður þar og af yður út þaðan á
veg leiddur verða þó svo að eg taki áður hvíld hjá yður um stundar sakir.

En nú reisi eg til Jerúsalem þeim heilögum til þjónustu er þar eru því Akkaia
hafa viljanlega til samans lagt nokkra almennilega lífsnæring þeim voluðum
heilögum til bjargar sem eru í Jerúsalem. Það hafa þeir viljanlega gjört, þeir
eru og þeirra skuldamenn. Því fyrst hinir heiðnu eru hluttakarar vorðnir
þeirra andlegra auðæfa, þá væri skaffilegt að þeir sýndi þeim björg í
líkamlegum auðæfum. En nær eg hefi þetta fullkomnað og innsiglað þeim þann
ávöxt, mun eg ferðast fyrir yður í Spáníam. En eg veit nær eg kem til yðar það
eg mun koma með blessanar fylling Krists guðsspjalla.

En eg beiði yður, bræður mínir, fyrir vorn Drottin Jesúm Krists og fyrir
andarins kærleika að þér hjálpið til í yðrum bænum fyrir mér til Guðs svo að
eg frelsist frá þeim vantrúuðum sem á Gyðingalandi eru og það mín þjónusta,
sem eg gjöri til Jerúsalem, verði þeim heilögum þakknæm svo að eg mætta fyrir
Guðs vilja til yðar koma í fagnaði að eg endurnærða mig með yður. En Guð
friðarins sé með öllum yður. Amen.Sextándi kapítuli

Vora systur, Feben, fel eg yður á hendi, hver að er þjónustukvinna safnaðarins
til Kenkrea, það þér meðtakið hana í Drottni svo sem heilögum hæfir og
gjörið henni hjástoð í hverri nauðþurft sem hún kann yðar við að þurfa því að
hún hefir mörgum hjástoð gjört og mér sjálfum. Heilsið Priskam og Akvílan,
mínum hjálparmönnum í Kristo Jesú, þeir eð sína hálsa hafa út sett fyrir mitt
líf, hverjum ekki alleinasta eg gjöri þakkir, heldur allir söfnuðir heiðinnar
þjóðar. Og heilsið þeim safnaði sem í þeirra húsi er. Heilsið Efeneto, mínum
elskanlegum, sá sem að fyrstur er þeirra úr Akkaia í Kristo. Heilsið Mariam,
hver mikið erfiði hefir haft með oss. Heilsið Andróníko og Júlíon, mínum
náfrændum og sambandingjum, hverjir að frægir eru á meðal postulanna og fyrir
mér voru í Kristo Jesú. Heilsið Amplían, mínum elskulegasta í Drottni. Heilsið
Úrbano, vorum hjálparmanni í Kristo Jesú, og Stakkýn, mínum elskulegum.
Heilsið hinum mæta Apellen í Kristo. Heilsið þeim sem eru af heimkynnum
Aristóbóli. Heilsið og mínum frænda, Heródíonem. Heilsið og þeim sem eru af
heimkynni Narkissi í Drottni. Heilsið Trýfena og hinum Trýfesa, hverjir
erfiðað hafa í Drottni. Heilsið Persída, minni elskulegri, hver að mikið
erfiði hefir haft í Drottni. Heilsið Rúfo, hinum útvalda í Drottni, og hans
móður og minni. Heilsið Asýnkríton, Flegontem, Herman, Patróban, Hermen og
þeim bræðrum sem hjá þeim eru. Heilsið Fílologen og Júlían, Nereum og systur
hans og Olympan og öllum heilögum sem hjá þeim eru. Heilsið hver öðrum yðar á
milli með heilögum kossi. Yður heilsa allir Krists söfnuðir.

En eg minni yður á, góðir bræður, að þér hafið gát á þeim sem rugl og
hindranir upp byrja í gegn þeim lærdómi sem þér hafið lært og snúið frá þeim
sömum. Því að þess háttar menn þjóna eigi Drottni Jesú Kristo, heldur sínum
kviði, og fyrir sætleg orð og fagurlegt máltæki tæla þeir hjörtu
meinlausra. því að yðvar hlýðni er í bland alla út komin. Fyrir það fagna eg
yfir yður, en eg vil að þér séuð vitrir upp á hið góða og lítilsinnaðir upp á
hið vonda. En Guð friðarins mun innan skamms sundurnísta þann andskota undir
yðra fætur. Náð Drottins vors Jesú Kristi sé með yður.

Yður heilsar Tímóteus, minn hjálparmann, og Lúkíus og Jason og Sósípater,
mínir náfrændur. Og eg, Tertíus, sem þetta bréf skrifaði, heilsar yður í
Drottni. Yður heilsar Gaius, minn og alls safnaðarins húsbóndi. Yður heilsar
Erastus, borgarinnar fjárrentuvörður og Kvartus bróðir. Náð Drottins vors Jesú
Kristi sé með yður öllum. Amen.

En honum sem máttugur er yður að styrkja eftir mínu guðsspjalli og predikan út
af Jesú Kristo, fyrir hverja leyndardómurinn er upp birtur sem í langa tíma
hefir yfir verið þagað, en nú opinberaður og auglýstur fyrir ritningar
spámannanna, eftir boði eilíflegs Guðs, trúarinnar hlýðni til uppreisingar
meðal allra heiðinna þjóða, þeim sjálfum Guði sem alleina er vitur sé dýrð
fyrir Jesúm Krist að eilífu. Amen.

Til Rómverja sem sendur var af Korintio fyrir Feben sem þjónustukvinna var
safnaðarins til Kenkrea.

Formáli hins fyrra pistils til Korintios


Í þessum pistli áminnir hinn heilagi Páll þá í Korintíuborg það þeir skulu
samlyndir vera í trúnni og í lærdóminum, hafandi vakt á því að þeir lærðu vel
þessa höfuðgrein, einkum (það Kristur sé allra vor þrifgjöf), á hverja grein
allar mannlegar skynsemdir og vísdómar hafa sig á rekið. Því að líka sem nú
upphefja sig um vora daga í frá því eð evangelium kom í augljós margir fávísir
sjálfbirgingar (þá vér köllum fluguanda, svælur og fordæður), hverjir allt
forsnemma eru klókir og lærðir vorðnir og eigi fá fyrir miklum meistaraskap og
vísdómi haldið sig líka við nokkurn eður samlynda. Því þann eini vill hingað,
hinn annar þangað svo sem að væri það stór smán nær eð hver einn skyldi eigi
nokkuð sérlegt fyrir sig leggja og sínum eiginlegum vísdómi upp fleygja,
hverja enginn fær umvent aftur til síns viskuleysis. En þó vita þeir í þelið
niðri alls ekki né undirstanda út af hinum réttu höfuðgreinum þótt þeir rausi,
gjálfri og þvætti margt um þetta með munninum.

Líka svo skeði á dögum hins heilaga Páls þá er hann hafði kennt sínum ástvinum
í Korintíu kristilega trú og frelsið af lögmálinu að þá hófu sig og upp hinir
fávísu sjálfbirgingar og ótíðigir vitringar í sundur slítandi þann samlundaðan
lærdóm, gjörandi svo sundurþykkan flokkadrátt meðal trúaðra manna. Þann eini,
hann vildi vera Páls, hinn annar Appollints, þann eini Péturs, en annar
Krists. Einn vildi umskerast láta, en annar ekki. Þann eini vildi giftast,
hinn annar ekki. Þann eini vildi eta skurgoðafórnir, en annar ekki. Sumir
vildu og vera líkamlega frjálsir, og nokkrar konur vildu í hárklæðum
ganga og slíkt annað þessu líkt þar til að þeir komu svo fjarri niður það einn
drýgði svívirðilegan misverknað í móti frelsinu, takandi sína stjúpmóður til
eiginorðs. Og það sumir héldu alls ekki út af upprisunni dauðra manna, en
aðrir næsta lítið af holdtekju Drottins. Og það gekk mjög undarlega og næsta
óskikkanlega til svo að hver einn vildi meistari vera og kenningar drýgja og
það eina gjöra með guðsspjöllin, sakramentistrúna hvað þeim gott þótti og létu
á meðan þessa höfuðgrein fara og undir fótum liggja (það Kristur sé vor
þrifgjöf, réttlæti og endurlausn) líka svo sem hefði þeir þessa grein fyrir
löngu með sólum sinna skófata forslitið af því að svoddant stykki fær ekki á
flötnum blifið, hvar vér sjálfir upphefjum klókir og vitrir að þykjast. Öllu
deili eins, líka svo sem það gengur nú til meður oss síðan vér opinberuðum í
þýðverskunni (segir meistarinn) þetta evangelium út af guðlegri náð að þar
vill hver einn hinn æðsti meistari vera og hafa hinn heilaga anda alleina.
Líka sem væri evangelium fyrir þann skuld predikað það vér skyldum leita
vorrar hrósanar, auðsýnandi vorn klókleik og skynsemd þar inni. Svo að þessir
Korintíuborgarmenn mega vel vera ein fyrirlíking vorrar þjóðar á þessum tímum,
hver eð þörf hefði eins þvílíks pistils. En svo hlýtur það að vera og svo á
það guðsspjöllunum að ganga það hinir heimsku sjálfbirgingar og ótíðugir
vitringar eigu upp að byrja flokkadrátt og hindranir svo að þeir sem reyndir
eru (eftir því að hér segir hinn heilagi Páll) opinberir verði.

Fyrir því straffar og fordæmir hinn heilagi Páll slíkan skaðsamlegan vísdóm
næsta alvarlega og gjörir þvílíka heilaga nefvitringa aftur að vitleysingum og
segir með sléttum orðum að þeir viti ekkert af Kristi né af hans anda og
ástgjöfum, þær oss eru í Kristo Jesú veittar, og eigi skulu þeir kenningar upp
byrja því þeir hljóta andlegir að vera sem það skulu undirstanda. En vilja
vitur vera og klókleik sýna meður evangelio er ein rétt hindran og hamlan Guð
og Kristum að viðurkenna. En flokkadrátt og sundurþykki upp að byrja,
þar er klókleg skynsemd og vísdómur vel tilhæfilegur svo að þeir verði aðeins
heimskir sjálfbirgingar og kristnir villingar. En Drottin vorn Jesúm Kristum
fá þeir aldregi réttlega viðurkennt nema þeir snúist aftur í hið forna
viskuleysi og láti sig svo lítillátlegana færa og læra fyrir það hógværa og
einfaldlega Guðs orð. Slíkt gjörir hann og um hönd hefur í hinum fyrstum
fjórum kapítulum.

Í hinum fimmta straffar hann þá miklu vansemd þess hins sama sem sína
stjúpmóðir hafði til eignar tekið og vill bannfæra hann og djöflinum gefa,
gefandi þar með að skilja eina rétta undirvísan hverninn bannið ætti að
hantérast svo að það skuli ske meður einu samþykki alls safnaðarins, þeirra
sem rétttrúaðir eru yfir opinberum stórsyndum svo sem að Kristur kennir og
sjálfur (Matt. xviii).

Í sétta straffar hann það agg og þrætumál fyrir dómstólum, sérdeilis fyrir
heiðnum mönnum og vantrúuðum, og kennir að þeir skuli sjálfir innbyrðis
sakirnar skilja og sléttar gjöra elligar rangindi líða.

Í hinum sjöunda undirvísar hann af hreinlífinu og hjúskaparbandinu, lofar fast
hreinlífið og júngfrúrdóminn það hann sé nytsamlegur. Svo því framar og betur
geti hann guðsspjallanna gætt svo sem að sjálfur Kristur kennir (Matt. xix) af
þeim hreinlífismönnum sem vegna guðsspjallanna eður himnaríkis vilja
hreinlífir vera. En Páll vill ónauðugan og óþvingaðan júngfrúdóm haldinn hafa
utan alls háska meiri syndar. Annars sé hjúskaparbandið betra en
hreinlífisbindindið það iðulega veikist í stöðugum bruna og jafnan hefir
heimuglega vansemi.

Í hinum átta allt til hins tólfta höndlar hann margvíslega hverninn að vér
skulum líða og hantéra við breyskvar samviskur í augsýnilegum málaferlum svo
sem að er í matarnautn, drykkju og klæðaburði og í bergingu Guðs líkama,
fyrirbjóðandi í öllum stöðum það hinir styrkvu skulu eigi forsmá hina
breysktrúuðu. Af því að hann sjálfur, þótt hann væri einn postuli, þá hafi
hann sem áður haldið sig í frá mörgum þeim hlutum þar hann hafði þó góðan rétt
til. Þar til mega vel hinir styrkvu vera óttaslegnir um sig af því að
forðum daga eru svo margir af Íraelsfólki forgengnir sem þó voru áður allir
saman útleiddir fyrir dásemdarverkin af Egyptalandi. En jafnframt þessu gjörir
hann nokkur úthlaup hjálpsamlegrar kenningar.

Í hinum tólfta allt til hins fjórtánda höndlar hann hversu margháttaðar að
ástgjafir Guðs eru, á meðal hverra það ástsemin sé þó hin besta því að hún
upphefur sig eigi, heldur innbyrðis samþykkilega þjónandi með því að þar er
einn Guð, einn Drottinn, einn andi og allir hlutir eins hversu margháttaðir að
eru.

Í fjórtánda kennir hann predikurum, profetum og söngmönnum það þeir skulu
skikkanlega iðka sínar gáfur og alleinasta til betrunar, en eigi til
eiginlegrar dýrðar sína predikan, list eður skynsemd þar með að auðsýna.

Í fimmtánda straffar hann þá sömu sem ranglega hafa lært og trúað um holdsins
upprisu.

Í hinum síðasta minnir hann þá á um bróðurlega hjálp og stundlega styrking
líkamlegrar næringar við hina þurftugu.


Hinn fyrri S. Páls pistill til Korin.
Hið fyrsta kapítuli

Páll, kallaður til postula Jesú Kristi, og Sóstenes bróðir. Þeirri Guðs safnan
sem er í Korintíu og þeir helgaðir eru í Kristo Jesú, þeim kölluðum heilögum
samt öllum þeim s
landsálfum og vorum.

Náð og friður af Guði vorum, föður og Drottni Jesú Kristo sé með yður. Þakkir
gjöri eg Guði mínum iðulega yðar vegna fyrir þá Guðs náð sem yður er gefin í
Kristo Jesú það þér eruð fyrir hann í öllum hlutum auðgaðir í allri kunnáttu
og allri viðurkenningu eftir því sem sú vottan af Kristo Jesú er kröftug
vorðin í yður svo að þér hafið öngvan brest í nokkurri gjöf, eftir bíðandi
auglýsingu vors Drottins Jesú Kristi, sá er yður man staðfesta allt að
lokum svo að þér séuð óstraffanlegir á degi Drottins vors Jesú Kristi. Því að
Guð er trúr, fyrir hvern þér kallaðir eruð til samlags sonar hans Jesú Kristi,
vors Drottins. *

En eg beiði yður, bræður, fyrir nafn Drottins vors Jesú Kristi það þér hafið
allir hinn sama orðróm og eigi sé þar nokkurt sundurlyndi yðar á milli, heldur
það þér séuð fullkomnir í samlíkri lund og líkri meiningu. Því að mér er svo
kunngjört, bræður mínir, af þeim sem af Klóes eru út af yður að þrætur sé yðar
á milli. En eg segi þar af það hver yðar einn skuli segja: Eg em Páls, sá
annar: Eg em Appolines, hinn að sönnu: Eg em Kefas, þann annar: Eg em Krists.
Hversu er Kristur nú þá í sundur skiptur? Er nokkuð Páll fyrir yður
krossfestur? Eða eru þér skírðir í Páls nafni? Eg þakka Guði það eg hefi
öngvan yðvarn skírt utan Krispum og Gaium svo að enginn þurfi það að segja að
þér séuð skírðir í mínu nafni. Eg skírða og heimamenn Stefanu. Framar veit eg
ekki hvort eg hefi nokkurn yðvarn annan skírt.

Því að Kristur sendi mig eigi til að skíra, heldur að boða Guðs evangelion,
eigi meður orðasnilld svo að eigi yrði kross Kristi að hégóma. Því að þetta
orð af krossinum er fíflska þeim sem fortapaðir verða, en oss sem hjálpast, er
það Guðs kraftur. Því að svo er skrifað: Eyða man eg visku vitringanna, og
skilning skynsamra mun eg forleggja. Hvar er nú spekingurinn? Hvar er
ritningsmeistarinn? Hvar er veraldarvitringurinn? Hefir Guð ekki gjört speki
heims þessa að heimsku?

Því að á meðan heimurinn fyrir sína visku þekkti ekki Guð í sínum vísdómi,
þókknaðist Guði það vel fyrir fávíslega predikan hjálplega að gjöra þá sem þar
á trúa. Nú, með því að Gyðingar æskja teikns og Grikkir spyrja að speki, en
vér predikum Krist hinn krossfesta, Gyðingum að sönnu hneykslan, en Grikkjum
heimsku, en þeim sem kallaðir eru, bæði Gyðingum og Grikkjum, boðum vér Krist,
einn guðlegan kraft og guðlega speki. Því að Guðs fáviska er mönnum
hyggnari, og það Guðs máttleysi er mönnum styrkvara.

Fyrir því álítið, góðir bræður, yðra kallan það eigi eru margir spekingar
eftir holdinu, eigi margir voldugir, eigi margir eðlabornir kallaðir, heldur
það hvað heimskulegt er fyrir heiminum, þá hefir Guð útvalið upp á það að hann
gjörði vitringana að hneykslan. Og það sem veiklegt var fyrir heiminum, það
útvaldi Guð svo að hann gjörði að hneykslan það hvað öflugt er. Og það sem
óeðla var fyrir heiminum og forsmáð, þá hefir Guð útvalið, og það sem ekkið er
svo að hann niðurþrykkti það hvað nokkurs háttar er svo að ekkert hold mætti
sér fyrir hans augsýn hrósa, út af hverjum þér eruð komnir í Kristo Jesú, hver
oss er af Guði gjörður til vísdóms, til réttlætis, til helgunar og til
endurlausnar svo að hver (eftir því eð skrifað er) sem sér hrósar, sá hrósi
sér í Drottni.


Annar kapítuli

Og eg, góðir bræður, þá eg kom til yðar, kom eg ekki meður orðahæð eður hárri
visku til yðar að boða Guðs predikan. Því að eg hélt mig ekkið vita yðvar á
milli utan Jesúm Krist, þann hinn krossfesta. Og eg var hjá yður meður
veikleika og með ugg og ótta miklum. Mín ræða og mín predikan var eigi í
snilldarorðum mannlegrar visku, heldur í auðsýningu andans og kraftarins svo
að yðvar trú sé eigi af mannlegri visku, heldur af Guðs krafti.

En þar vér ræðum um, þá er það speki á meðal þeirra sem algjörðir eru, en þó
engin þessa heims speki og eigi þessa heims höfðingjum, hverjir eð forganga,
heldur segju vér af þeirri heimuglegri hulinni Guðs speki, hverja Guð hefir
fyrirhugað fyrir aldir til vorrar dýrðar, hverja enginn þessara heims
höfðingja hefir þekkt. Því ef þeir hefðu þekkt hana, þá hefðu þeir eigi
krossfest Drottin dýrðarinnar, heldur eftir því sem skrifað er það
eigi hafi auga séð og eigi eyra heyrt og ekki í mannsins hjarta komið hvað Guð
hefir fyrirbúið þeim er hann elska.

En oss hefir Guð það opinberað fyrir sinn anda því að andinn rannsakar alla
hluti, einninn djúpleik guðdómsins. Hver manna er sá eð viti hvað í manninum
er utan alleinasta sá andi sem með sjálfum honum er? Svo líka veit og enginn
hvað Guðs er nema Guðs andi. En vér höfum eigi meðtekið þessa heims anda,
heldur þann anda sem af Guði er svo að vér vitum hvað oss er af Guði gefið,
hvar vér og af segjum, eigi meður þeim orðum sem mannleg viska kennir, heldur
meður þeim orðum sem heilagur andi lærir, samlíkjandi svo andleg efni
andlegana. En %líkamlegur maður skynjar ekkert
þeirra sem er af Guðs anda af því að það er honum heimska, og hann fær það
eigi skilið því að það hlýtur andlegana að úrskurðast. En sá andlegur er,
úrskurðar alla hluti, og hann verður af öngum úrskurðaður. Því að hver hefir
þekkt hugskot Drottins eða hver lagði honum nokkuð ráð? En vér höfum Krists
hugskot.


Þriðji kapítuli

Og eg, góðir bræður, mátti eigi tala við yður svo sem við andlega, heldur svo
sem við líkamlega og líka sem við önnur ungberni í Kristo. Mjólk hefi eg yður
til drykkjar að gefa, en eigi megnan mat því að þér formáttuð það ekki. Svo
formegi þér það nú eigi heldur því að þér eruð enn líkamlegir. Og á meðan að
agg og þrætur eru yðar á milli, eru þér þá eigi líkamlegir og gangið eftir
mannlegri siðvenju? Því ef nokkur yðar segir: Eg em Páls, hinn annar: Eg em
Appollinis, eru þér þá eigi líkamlegir? Hvað er Páll eða hver er Appollo utan
þjónustumenn, fyrir hverja þér eruð trúaðir vorðnir og það sama eftir því sem
Drottinn hefir hverjum einum veitt? Eg plantaði, Appollo vökvaði, en Guð hefir
frjóvgunina gefið. Svo er nú hvorki eg sá sem plantar né sá eð vökvar
nokkuð, heldur Guð, sá er frjóvgunina gefur.

En sá sem plantar og hinn sem vökvar, þeir eru eins. En hver einn mun sitt
eiginlegt verðkaup öðlast eftir sínu erfiði. Því að vér erum Guðs atvinnumenn,
þér eruð Guðs akurvinna og Guðs uppbygging. Eg hefi út af þeirri Guðs náð, sem
mér er gefin, grundvöllinn lagt svo sem einn hygginn húsasmiður, en einn annar
byggi þar yfir. Hver einn hafi og gát á hverninn hann byggir þar yfir. Því að
enginn fær annan grundvöll lagt, heldur en þann sem áður er lagður, hver að er
Kristur Jesús. En ef nokkur byggir upp á þennan grundvöll gull, silfur,
gimsteina, trjáhark, hey, stráhálm, og þá mun hvers eins verknaður opinber
verða. Og dagurinn mun hann augljósan gjöra því að hann man með eldi
opinberaður verða og hvílíkur að hvers eins verknaður sé, þá man eldurinn
reynslu á gjöra. Ef nokkurs verknaður blífur, sá hann hefir þar yfir byggt, þá
mun hann laun öðlast. En hvers verknaður sem forbrennur, þá mun hann skaðsemi
líða. En hann sjálfur mun hólpinn verða, þó svo líka sem það sé fyrir eldinn.

Viti þér ekki það þér eruð Guðs mustéri og það Guðs andi byggir í yður? En
hver hann skammar Guðs musteri, þeim mun Guð fortýna því að Guðs musteri er
heilagt, hvert þér eruð. Tæli enginn sjálfan sig. Og ef nokkur er sá yðar á
milli sem vitur þykist vera, verði hann að þessa heims óvitringi svo að hann
mætti vitur vera. Því að þessa heims speki er heimska hjá Guði. Því að svo er
skrifað: Höndla man eg spekinga í slægvisku þeirra. Og enn aftur: Drottinn
veit hugsanir spekinganna það þær eru hégómlegar. Fyrir því meti sig enginn af
mönnum. Allt er það yðvart. Sé það Páll eða sé það Appollo, sé það Kefas eða
heimurinn, sé það lífið eða dauðinn, sé það hið nálæga eða hið ókomna, allt er
það yðvart. En þér eruð Krists, Kristur er Guðs.Fjórði kapítuli

Þar haldi oss hver mann fyrir, einkum fyrir Guðs þénara og verkstjórnara yfir
Guðs leynda dóma. Nú heimtu vær eigi meir af verkstjórunum en það þeir finnist
trúir. Því er mér það fyrir minnsta kosti að eg skuli af yður dæmast eður af
jarðlegum degi. En þó dæmi eg ekki sjálfur mig. Því að öngvaneginn em eg mér
sjálfum samráður, en í því em eg þó eigi réttlátur. Drottinn er sá sem dæmir.
Fyrir því dæmið ekki fyrir tímann þangað til að Drottinn kemur, sá er auglýsa
mun það í myrkrunum er hulið og opinber gjöra ráðin hjartanna og mun þá
hverjum sem einum lofstír ske af Guði. *

En þetta, góðir bræður, hefi eg myndað upp á sjálfan mig og Appollinem yðar
vegna svo að þér lærðuð af okkur það enginn haldi meir af sér en svo sem nú er
skrifað upp á það að enginn hrósi sig upp mót öðrum fyrir nokkurs sakir. Því
hver heldur þér fram? Eða hvað hefir þú það að þú hafir eigi meðtekið? En
fyrst þú hefir það meðtekið, hvað metur þú þig þá sem sá það hefði ekki
meðtekið? Þér eruð nú saddir, þér eruð nú þegar auðugir vorðnir, þér ríkið án
vor. Gæfi það og Guð að þér ríktuð svo að vér mættum og ríkja með yður.

En eg meina það Guð hafi auðsýnt oss fyrir hina allra síðustu postula svo sem
dauðanum ofurfengna því að vér erum sjónhending vorðnir heiminum, og svo
englum og mönnum. Vér erum þussar fyrir Krists sakir, en þér forhyggnir í
Kristo, vér veikir, en þér styrkvir, þér dýrðlegir, vér háðulegir. Því að allt
til þessa dags þolum vér svengd og þorsta og erum klæðfáir og verðum hnefum
barðir, höfum öngvan samastað, erfiðum og verkum meður vorum eigin höndum. Og
nær oss er formælt, blessu vér, eru vér ofsóktir, þá líðu vér, eru vér
lastaðir, þá beiðu vér. Og jafnan eru vér svo sem hrak þessarar veraldar og
hreinsunaroffur allra manna allt til þessa.

Þetta skrifa eg eigi upp á það eg hneyksli yður, heldur áminni eg yður
svo sem mína kærustu syni. Því þótt þér hefðuð tíu þúsundir lærimeistara í
Kristo, þá hafi þér þó eigi feðurna marga. Því að í Kristo Jesú fyrir
guðsspjöllin þá hefi eg alið yður. Fyrir því áminni eg yður að þér séuð mínir
eftirfylgjarar. Þar fyrir sendi eg Tímóteum til yðar, hver að er minn kærasti
sonur í Drottni, að hann undirvísi yður mína vegu þá sem að eru í Kristo líka
svo sem eg í öllum samkundum og alls staðar kenni. Þar hroka sér nú nokkrir
upp líka sem eg munda eigi koma til yðar, en eg mun þó næsta snarlega koma til
yðar ef Drottinn vill að eg reyni, eigi orð þeirra sem upphrokaðir eru, heldur
kraft. Því að Guðs ríki er eigi fólgið í orðum, heldur í krafti. Hvað vilji
þér? Skal eg meður vendi til yðar koma eða með kærleik og hógværum anda?


Fimmti kapítuli

Algjörlegana heyrist það að þar sé hóranir yðar á milli og þó slík hóran sem
eigi er getið á meðal heiðinna þjóða því að nokkur skyldi hafa síns föðurs
eiginkonu. Og þó eru þér upp hrokaðir og hafið ekki miklu framar önn um alið
svo að sá sem það verk hefir drýgt yrði í miðið burt tekinn frá yður. Að sönnu
eg, fráverandi að líkama, þó nálægur í anda, hefi svo sem þar nærverandi dæmt
yfir honum sem slíkt hefir gjört í nafn Drottins vors Jesú Kristi að yður
samankomnum meður mínum anda og með krafti vors Drottins Jesú Kristi hann ofur
að selja andskotanum til holdsins fordjörfunar svo að andinn sé hjálplegur á
degi Drottins vors Jesú.

Yðvar hrósan er eigi góð. Viti þér ekki að lítið súrdeig sýrir allt deigið?
Fyrir því hreinsið burt hið gamla súrdeigið svo að þér séuð nýtt deig svo sem
þér eruð ósýrðir. Því að vort páskalamb er Kristur fyrir oss offraður. Fyrir
því neytum vorra páska eigi í gömlu súrdeigi og eigi í súrdeigi illskunnar og
prettvísinnar, heldur í sætu deigi skírleiksins og sannleiksins. * Eg
skrifaði yður í bréfinu að þér skylduð ekki samblandast hóranarmönnum.
Öngvaneginn meina eg þessa heims hóranarmenn eða ágirndarmenn, ræningja né
blótmenn skurgoða. Annars hlyti þér veröldina að rýma. En nú skrifa eg yður
það þér skuluð eigi samblandast, einkum ef sá er nokkur sem sig lætur bróður
kalla og er frillulífismaður eða ágirndarmaður, blótmaður skurgoða eða
brigslunarmaður, ofdrykkjumaður eður ræningi. Og með þess konar mönnum skulu
þér ekki matar neyta. Því hvað koma þeir við mig sem þar fyrir utan eru það eg
skyldi þá dæma? Er eigi svo að þér dæmið þá sem hér fyrir innan eru, en Guð
mun dæma þá sem fyrir utan eru? Keyrið þann burt frá yður sem vondur er.


Sétti kapítuli

Hverninn dirfist nokkur af yður þótt hann hafi eitthvað kærumál í móti öðrum
að láta dæma það hjá ranglátum og eigi heldur hjá heilögum? Eða viti þér ekki
það heilagir munu heiminn dæma? Og fyrst heimurinn skal dæmast af yður, eru
þér þá óverðugir til að dæma um það sem minni háttar er? Viti þér eigi það vér
munum yfir englunum dæma? Hversu miklu meir þá yfir stundlegum auðæfum? En
þér, nær þér hafið nokkur málaferli um stundlegan auð, þá taki þér þá sem hjá
söfnuðinum forsmáðir eru og setjið þá til yfirdómara. Yður til smánar segi eg
þetta. Er þar þá með öllu enginn svo vitur yðar á milli það að dæma kunni
millum bróðurs síns og bróður? Heldur deilir bróðir við bróður, þar ofan á
fyrir vantrúuðum.

Því er þar sennilega fullkomlegt brot í bland yður það þér hafið lagadeilur
yðvar á milli. Hvar fyrir líði þér ekki miklu heldur órétt? Eða hví láti þér
ekki svíkja yður heldur? Þér gjörið heldur rangt og svíkið og þó það við
bræðurna. Eða viti þér ekki það ranglátir munu eigi eignast Guðs ríki? Því
villist eigi að hvorki frillulífismenn né blótmenn skurguða, eigi hórdómsmenn
né sælgætingar, eigi heldur þeir sem skömm drýgja með karlmönnum, eigi
þjófar né ágirndarmenn, eigi ofdrykkjumenn, eigi hneykslarar né ræningjar munu
Guðs ríki eignast. Og þvílíkir hafa forðum daga nokkrir út af yður verið. En
þér eruð nú af þvegnir, þér eruð nú helgaðir, þér eruð og réttlættir í nafni
Drottins Jesú og fyrir anda Guðs vors.

Allt leyfist mér, en eigi batar það mig allt. Eg hefi allra hluta vald, en mig
skal ekkert yfirbuga. Fæðslan maganum og maginn fæðslunni, en Guð man þetta og
hitt slétt gjöra. Líkamann að sönnu eigi frillulifnaðinum, heldur Drottni og
Drottinn líkamanum. Sennilega hefir Guð Drottin upp vakið og svo mun hann oss
upp vekja fyrir sinn kraft. Eða viti þér ekki það yðrir líkamir eru Krists
limir? Skylda eg nú taka Krists limu og gjöra þar af skækjunnar limu? Það sé
fjarri. Eða viti þér ekki að hver hann samtengir sig skækjunni að sá er einn
líkami meður henni? Því að þau munu (segir hann) tvö í einu holdi vera. En
hver hann samtengir sig Guði, sá er einn andi meður honum.

Flýið frillulifnaðinn. Því að allar syndir, hverjar maðurinn drýgir, eru utan
hans líkama. En hver eð frillulifnaðinn drýgir, sá syndgar á sinn eigin
líkama. Eða viti þér ekki að yðrir limir eru mustéri þess heilags anda sem í
yður er, þann þér hafið af Guði? Þér eruð og eigi yðrir sjálfs. Því að þér
eruð dýru verði keyptir. Þar fyrir vegsamið Guð í yðrum líkama og yðrum anda
hverjir Guðs eru.


Sjöundi kapítuli

En um aðra þá hluti þér skrifuðuð mér til andsvara eg það manninum sé gott að
hann snerti eigi neina konu. En fyrir frillulifnaðar sakir þá hafi hver einn
sína eiginkvon og hver ein hafi sinn eignarmann. Maðurinn gjöri kvinnunni sitt
skyldugt atlot, slíkt hið sama kvinnan manninum. Konan hefir eigi vald síns
líkama, heldur maðurinn. Líka og einninn maðurinn hefir eigi vald síns líkama,
heldur konan. Tæli hvorki yðart annað nema það sé af beggja samþykkt
um stundar sakir svo að þér séuð þess liðugri til föstu og bænahalds, og komið
síðan aftur til samans svo að andskotinn freisti yðar ekki fyrir yðvars
óstöðugleiks sakir.

Þetta segi eg af vorkunnsemi og eigi eftir skipan. En eg vilda að allir menn
væri svo sem að eg em, hver einn hefir sína eiginlega gjöf af Guði, einn að
sönnu svo, en annar svo. En það segi eg þeim ógiftum ekkjum að þeim er gott ef
þær blífa svo sem eg. En ef þær fá sér eigi haldið, giftist þær þá því að
betra er að giftast en að %brenna.

En þeim sem giftir eru, býður eigi eg, heldur Drottinn það konan skilji sig
eigi við manninn, en ef hún skilur, þá blífi hún utan hjúskapar eða forlíki
sig við sinn mann og maðurinn forleggi ekki sína eiginkonu.

Hinum öðrum segi eg, en ekki Drottinn, að ef einhver bróðir hefir vantrúaða
konu og henni hagar að búa við hann, þá skilji hann eigi við hana. Og ef sú
kona er sem vantrúaðan mann hefir og það hagar honum hjá henni að búa, þá
skilji hún eigi við hann. Því að vantrúaður maður er helgaður fyrir konuna, og
vantrúuð kona er helguð fyrir manninn. Annars væri börn yðar saurug, en nú eru
þau heilög. En ef hinn vantrúaði vill skiljast, þá látið hann skiljast. Því
bróðir eða systir er eigi forbundin af þess háttar efni, heldur hefir Guð oss
í friði kallað. Eða hvað veistu það, kona, nema að þú kunnir að gjöra manninn
hólpinn? Eða þú, maður, hvað veistu nema þú getir gjört konuna hjálplega? Þó
eftir því sem Guð hefir hverjum einum úthlutað.

Hver og einn eftir því sem að Drottinn hefir hann kallað, þá gangi hann. Og
svo skikka eg það til í öllum söfnuðum. Er nokkur umskorinn kallaður, sá æski
eigi yfirhúðar. Er og nokkur kallaður í yfirhúðinni, láti sá eigi umskera sig.
Umskurnin er ekkert, yfirhúðin er og ekkert, heldur varðveiting Guðs boðorða.
Hver einn blífi nú í þeirri kallan sem hann er inni kallaður. Og ef þú ert
einn þjón kallaður, þá haf þar eigi áhyggju fyrir, en getur þú frjáls
vorðið, þá kostgæf þess heldur. Því að hver hann er þjón kallaður í Drottni,
sá er frelsingi Drottins. Líka og einninn hver hann er frelsingi kallaður, sá
er þjón Krists. Þér eruð dýrkeyptir, verðið eigi þrælar mannanna. Hver og
einn, góðir bræður, í hverri stétt sem hann er kallaður, þar blífi hann inni
hjá Guði.

En af meyjum hefi eg ekkert boðorð Drottins. Þó gef eg til ráð eftir því sem
eg hefi miskunnsemi öðlast af Drottni að eg sé trúr. Því meina eg nú það gott
vera fyrir nálægrar nauðþurftar sakir það manninum sé gott svo að blífa. Ertu
við konuna bundinn? Þá sæk eigi eftir laus að verða. En ertu konulaus? Þá
leita eigi kvonfangs. Þótt þú giftist, syndgar þú ekki, og þó að ein mey
giftist, syndgar hún eigi. Þó munu þess konar holdsins harmkvæli hafa eiga, en
eg þyrmda yður gjarnan.

Það segi eg, góðir bræður, að tíminn er naufur. Framar er það þó meiningin að
þeir sem eiginkvæntir eru það þeir sé svo sem að þeir hefði eigi neinar, og
þeir eð harma svo sem að hörmuðu þeir eigi, og þeir eð fagna svo sem að
fögnuðu þeir eigi, og þeir eð kaupa svo sem að eignuðust þeir það eigi, og
þeir sem tíðka þennan heim svo sem að tíðkuðu þeir hann eigi. Því að þessa
heims athöfn forgengur.

En eg vilda að þér væruð utan áhyggju. Hver ókvæntur er, sá beri áhyggju um
það hvað Drottins er, hverninn hann megi Drottni þókknast. En hver
eiginkvæntur er, sá ber áhyggju um það hvað heimsins er og hversu hann megi
húsfreyjunni þókknast. Aðskiljanleg grein er á millum meyjar og manns konu.
Hin ógifta ber áhyggju um það hvað Drottins er svo að hún sé heilög í líkama
og anda. En sú sem gift er, ber áhyggju um það hvað heimsins er og hverninn
hún megi manninum þókknast. En þetta tala eg til yðrar gagnsemi, eigi upp á
það eg leggi snöru fyrir yður, heldur til þess sem siðsamlegt er svo að þér
mættuð jafnan óforhindraðir Drottni þjóna.

En ef nokkur þykist sjá það sér muni torveldur vera sinn meydómur, ef
gjaforðstíminn líður þó og svo ef það vill eigi öðruvís verða, þá
gjöri hann hvort honum líkar. Giftir hann sig, þá syndgar hann eigi. En hver
það setur stöðugt sér í hjarta og hefir þar með eigi neina þvingan, hafandi
svo vald síns eiginlegs vilja og staðfestir í sínu hjarta að varðveita sinn
meydóm, hann gjörir vel. Og hver eð giftist, sá gjörir og vel. En hann sem
giftir sig ekki, sá gjörir betur. Kvinnan er lögmálinu undirbundin svo lengi
sem hennar maður lifir. En nær hennar maður er látinn, svo er hún frjáls sig
að gifta hverjum hún vill, utan það skal ske í Drottni. En þó er hún sælli ef
hún blífur sem mitt ráð er til. En eg held það að eg muni og hafa Guðs anda.


Áttandi kapítuli

En um það sem skurguðum offrast, vitu vér það vér allir höfum skynsemina.
Skynsemin, hún blæs upp, en ástsemin bætir um. Nú ef einhver lætur sér þykja
það hann viti nokkuð, sá veit enn eigi svo sem honum ber að vita. En ef sá er
einhver sem elskar Guð, hann er af honum þekktur.

Svo vitu vér nú af þeirri fæðslu sem skurguðunum offrast og það skurgoðið sé
einskis vert í heiminum því enginn er Guð nema einn. Og þó að þar sé nokkrir
þeir sem guðir kallast, hvort það er á himni eður á jörðu (með því að margir
eru guðir og margir drottnar), en þó höfum vér ekki utan einn Guð föður, af
hverjum að allir hlutir eru og vér í honum og einn Drottin Jesúm Kristum,
fyrir hvern allir hlutir eru og vér fyrir hann.

En þessa skynsemi hafa eigi allir. Því að nokkrir hafa gjört sér samvisku hér
til yfir því skurgoði og átu það fyrir skurgoðafórnir. Og með því að þeir voru
svo veikir, þá flekkaðist þeirra samviska í þessu. Því fæðan batar oss ekki
fyrir Guði. Etu vér, þá eru vér eigi betri fyrir það, etu vér og ekki, þá
verðum vér eigi verri fyrir það.

En sjáið svo til að þetta yðvart frelsi verði eigi til hindranar hinum
veiktrúuðum. Því ef nokkur sæi þig (þann sem skynsemina hefir) sitja til borðs
í goðahúsi, verður þá eigi hans samviska, með því hann er breyskur, hvött upp
að eta skurgoðafórnir? Og svo forferst þinn breyskvi bróðir í þinni skynsemi,
fyrir hvern að Kristur er líflátinn. Og nær þér syndgist svo við bræðurna og
sláið þeirra breyskva samvisku, þá syndgist þér við Krist. Hvar fyrir ef að
fæðan hindrar bróður minn, skylda eg aldri kjöt eta svo að eg gjörða öngva
hindran mínum bróður.


Níundi kapítuli

Er eg ekki postuli? Em eg eigi frjáls? Hefi eg ekki séð Drottin vorn Jesúm
Krist? Eru þér ekki mitt verk í Drottni? Og þó eg sé eigi annarra postuli, þá
em eg þó yðar. Því að innsigli míns postullegs embættis eru þér í Drottni. En
andsvar mitt við þá, sem mig að spyrja, er þetta: Höfum vér eigi vald til að
eta og drekka? Höfum vér eigi vald til einhverja systur að eignarkonu um að
flytja líka sem aðrir postular og bræður Drottins og svo sem Kefas? Eða höfum
við ekki, eg og Barnabas, makt til þetta að gjöra. Hver slæst upp á sitt eigið
verðkaup? Hver plantar víngarðinn og etur ekki af hans ávexti? Eða hver fóðrar
hjörðina og neytir ekki af mjólk hjarðarinnar?

En eftir mannlegri siðvenju tala eg þetta. Segir og ekki lögmálið þetta? Því
að svo er skrifað í Moyses lögmáli að eigi skaltu múlbinda nautið það sem
erjar. Hvort ber Guð áhyggju fyrir nautunum? Eða segir hann ekki þetta alls
kostar vorra vegna? Því að fyrir vorar sakir er þetta ritað af því þann sem
plægir, skal plægja á vonina og sá sem erjar, hann skal erja á vonina svo að
hann verði hluttakari sinnar vonar. Fyrst vér sáðum yður hið andlega, er það
mikilsvert þó vér upp yrkjum yðvart hið líkamlega? Og ef hinir aðrir eru
hluttakandi þessarar yðrar maktar, hvar fyrir skyldu vér eigi miklu framar? En
vér höfum eigi tíðkað þessa makt, heldur umliðu vér allra handa svo að
vér gjörðum Krists evangelio öngva hindran. Viti þér ekki það þeir sem
fórninnar færa, eta af því sem fórnfært er, og þeir sem altarinu þjóna, eru
altarisins hluttakarar? Líka svo hefir og Drottinn til skikkað að þeir sem
guðsspjöllin kunngjöra, skulu af guðsspjöllunum sitt fæði hafa. En ekkert
þessara hefi eg tíðkað.

En eg skrifa eigi þetta þar fyrir að svo skuli við mig vera gjört. Því betra
væri mér heldur dauðum að vera en það að nokkur skyldi mína vegsemd ónýta
gjöra. Því þó að eg prediki Guðs evangelion, þá má eg ekki vegsama mig um það
því að nauðsynin rekur mig þar til. Og svei sé mér þá ef eg predika ekki
guðsspjöllin. Nú ef eg gjöri það viljugur, þá mun mér launað, en þó eg gjöri
það óviljugur, þá er mér þó embættið á hendur fólgið. Hvað er nú þá mín laun?
Einkum það eg prediki evangelion Krists og gjöri það sama viljanlega fyrir
ekkið svo að eg misbrúki ekki mitt veldi á guðsspjöllunum.

Því þótt eg sé frjáls fyrir öllum, þá hefi eg þó gjört sjálfan mig að hvers
manns þjón svo að eg yfirvinni þá marga. Og Gyðingum em eg vorðinn svo sem
Gyðingur upp á það eg yfirvinni Gyðinga. Og þeim sem undir lögmálinu eru, em
eg vorðinn svo sem undir lögmáli svo að eg yfirvinni þá sem undir lögmálinu
eru. Og þeim sem án lögmáls eru, em eg vorðinn svo sem án lögmáls sem eg em þó
eigi án Guðs lögmáls, heldur em eg í Krists lögmáli svo að eg yfirvinni þá
hinu sömu sem án lögmáls eru. Og þeim sem breyskvir eru, em eg vorðinn sem
væra eg breyskur svo að eg yfirvinni hina breyskvu. Hverjum manni em eg
vorðinn að öllu deili svo að eg gjörða alls staðar einhverja hjálplega. En
allt þetta gjöri eg vegna Guðs evangelii svo að eg verði þess hluttakari.

Eða viti þér ekki að þeir sem á skeiðið hlaupa það þeir hlaupa allir, en einn
er sá sem hnossið tekur? Hlaupið nú og svo að þér höndlið það. En hver sá sem
slæst, hann varar sig við öllu, þeir að sönnu upp á það þeir öðlist
forgengilega kórúnu, en vér óforgengilega. En eg hleyp, líka svo eigi sem upp
á hið óvísa. Eg slæst, eigi svo sem sá er í vindinn slær. Heldur þjái
eg minn líkama og tem hann svo að eg prediki það eigi öðrum og verði sjálfur
rækur.


Tíundi kapítuli

En eg vil eigi dylja fyrir yður, góðir bræður, það að vorir feður voru allir
undir skýinu og allir gengu þeir yfir hafið. Allir eru þeir og skírðir af
Moysen í skýinu og í sjánum. Og allir hafa þeir neytt hinnar sömu andlegrar
fæðslu, og allir hafa þeir hinn sama andlega drykk drukkið. Þeir drukku og af
þeirri andlegri hellu sem þeim með fylgdi, hver hella eð var Kristur. En á
þeim vel flestum hafði Guð öngva þókknan. Því eru þeir niður slegnir á
eyðimörku. *

En þetta er skeð oss til fyrirmyndar svo að vér skulum eigi girnast hvað illt
er svo sem að þeir girntust. Gjörist og eigi blótmenn skurgoða líka svo sem
nokkrir af þeim urðu eftir því sem skrifað er: Fólkið settist niður að eta og
drekka og stóð upp að dansa. Drýgjum eigi hóranir svo sem nokkrir út af þeim
drýgðu hóranir og féllu á einum degi þrjár þúsundir og tuttugu. Freistum og
eigi Krists svo sem nokkrir út af þeim freistuðu hans og fyrirfórust af
höggormum. Möglið og ekki líka svo sem nokkrir út af þeim mögluðu og
fyrirfórust af vanvirðaranum.

Þetta allt skeði þá til fyrirmyndar, en það er skrifað oss til viðvörunar,
yfir hverja að þessa heims endi er kominn. Fyrir því hver hann lætur sér þykja
það hann standi, gefi sá gaum að hann falli eigi. Yður hefir enn ekki höndlað
utan alleinasta mannleg freistni. En Guð er trúr, sá eigi umlíður það yðar sé
freistað framar en þér formegið, heldur gjörir hann það að freistnin fái þann
einn enda að þér getið vel staðist. * Hvar fyrir, mínir kærustu, flýið frá
skurguðadýrkan.

Svo sem við vitringa tala eg. Dæmið þér hvað eg segi. Sá blessanarkalekur,
hvern vér blessum, er hann ekki samnautn Krists blóði? Og brauðið, hvert vér
brjótum, er það eigi hluttekning Krists líkama? Því að það er eitt
brauð, og vér margir erum einn líkami með því að vér verðum allir eins brauðs
hluttakarar. Hyggið að þeim í Írael eftir holdinu það þeir sem fórnirnar eta,
eru þeir ekki altarisins hluttakarar?

Hvað skal eg nú þá segja? Eða skal eg segja það skurgoðið sé nokkurs vert? Eða
það skurgoðafórnir sé nokkurs verðar? En eg segi að það hvað hinir heiðnu
offra, það offra þeir djöflinum og eigi Guði. Nú vil eg eigi að þér verðið
samlagsmenn djöflanna. Eigi fái þér í senn drukkið kalek Drottins og
djöfulsins. Þér getið og ekki í senn hluttakarar verið matborði Drottins og
djöfulsins matborði. Eða vilju vér reita Drottin? Hvort eru vér honum
sterkari? Mér leyfast sennilega allir hlutir, en þeir bata eigi allir. Mér
leyfist allt, en það er eigi allt til uppreistar. Enginn spyrji að því hvað
hans er, heldur að því hvað annars er.

Allt hvað í kjötmangarahúsinu er til sölu, það etið, eftir spyrjandi að öngu
upp á það þér vægið samviskunni. Því að jörðin er Drottins og hennar fylling.
En ef einhver af vantrúaðum býður yður til snæðings og þér viljið þangað
ganga, þá etið það allt hvað fyrir yður verður sett og spyrjið einskis upp á
það þér vægið samviskunni. En ef nokkur segir til yðar: Þetta er
skurguðaoffur, þá etið ekki fyrir þess sakir sem það segir yður upp á það þér
vægið samviskunni. Því að jörðin er að sönnu Drottins og hennar fylling. En eg
segi af samviskunni, eigi af þinni sjálfs, heldur hins annars. Því að hvar
fyrir skylda eg mitt frelsi dæmast láta af annarlegri samvisku? Því ef eg
neyti þess með þakklæti hvar fyrir skal eg þá lastaður verða um það sem eg
gjöri þakkir fyrir?

Hvort þér etið eður drekkið eða hvað þér gjörið, þá gjörið það allt til Guðs
dýrðar. Verið utan hindran bæði Gyðingum og Grikkjum og Guðs safnaði líka svo
sem eg gjörði mig hverjum manni þægilegan í öllu, eigi aðspyrjandi hvað mér,
heldur hvað mörgum er gagnlegt svo að þeir hjálplegir yrði. Verið því mínir
eftirfylgjarar svo sem eg em Krists.Ellefti kapítuli

Eg lofa yður, góðir bræður, það þér leggið mig í minni á allan hátt og haldið
þann siðvana er eg setta yður. En það vil eg að þér vitið að Kristur er hvers
manns höfuð, en konunnar höfuð er maðurinn, en höfuð Krists er Guð. Og hver sá
maður sem biður eða spár með skýldu höfði, hann óvirðir sitt höfuð. Og hver sú
kona sem biður eða spár með beru höfði, hún óvirðir sitt höfuð. Því að það er
eins sem væri hennar höfuðhár burt rakað. Vill hún eigi skauta sér, þá rakist
af hennar höfuðhár. En fyrst það er ljótt fyrir konuna að hafa af rekið hár
eða sköllótt höfuð, þá faldi hún sér.

En karlmaðurinn skal eigi falda höfuð sitt með því hann er Guðs mynd og sómi,
en konan er mannsins sómi. Því að maðurinn er eigi af konunni, heldur konan af
manninum. Maðurinn er eigi skapaður vegna konunnar, heldur konan vegna
mannsins. Þar fyrir skal konan hafa veldi á sínu
höfði fyrir englanna sakir. En þó er hvorki maðurinn án konunnar né konan án
mannsins í Drottni því að líka svo sem konan er af manninum, svo kemur og
maðurinn fyrir konuna, en allir hlutir af Guði.

Dæmi þér sjálfir yðar á milli hvort það hæfir konunni að biðja fyrir Guði
óskautuð. Eða kennir yður það ekki náttúran sjálf að það sé lýti fyrir
karlmanninn hann hafi sítt hár, en konunni að sönnu sómi það hún hafi síða
lokka af því að hárið er henni til skýlingar gefið? En ef sá er einhver yðar á
milli sem þrætusamur vill vera, hann viti það vér höfum eigi þvílíkan siðvana
og eigi heldur Guðs söfnuður.

En þetta hlýt eg að bjóða, ekki hrósandi því það þér komið saman til betrunar,
heldur til versnunar. Í fyrstu þá þér komið til samans í samkundunum, heyri eg
að þar er sundranir yðar á milli, og eg trúi það sé og nokkurn deild. Því að
þar hljóta ágreiningar að vera yðar á milli svo að þeir sem kjörnir eru,
opinberir verði yðar á milli. Þá þér komið nú til samans, þá höldum
vér þar eigi Drottins kveldmáltíð því að nær þér skuluð halda kveldmáltíðina,
þá tekur hver yðar sína eiginlega fæðu áður fram, en annar er hungraður, hinn
annar er drukkinn. Hvort hafi þér engin hús þar þér kunnið að eta og drekka
inni? Eða forsmái þér Guðs söfnuð og skammið þá sem ekkert hafa? Hvað skal eg
segja yður? Skal eg lofa yður? Í þessu lofa eg yður ekki.

Því það hvað eg hefi af Drottni meðtekið, það hefi eg yður fengið af því að
Drottinn Jesús, á þeirri nótt er hann var svikinn, tók hann brauðið, gjörandi
þakkir, braut það og sagði: Takið, etið. Þetta er minn líkami, sá fyrir yður
verður gefinn. Gjörið það í mína minning. Líka einninn kalekinn eftir það hann
hafði kveldmáltíðina etið, segjandi: Þessi kalekur er nýtt testament í mínu
blóði. Gjörið þetta svo oft sem þér drekkið þar af í mína minning.

Því að svo oft sem þér bergið af þessu brauði og drekkið af þessum kalek,
skulu þér kunngjöra þar með dauða Drottins þangað til hann kemur. Hver hann
etur nú af þessu brauði og drekkur af þessum kalek Drottins óverðugt, sá er
sekur við hold og blóð Drottins. En hver maður prófi sig sjálfur og eti svo af
þessu brauði og drekki af þessum kalek. Því að hver hann etur og drekkur
óverðugur, sá etur og drekkur sjálfum sér dóm með því hann gjörði eigi
greinarmun Drottins líkama.

Fyrir það eru svo margir sjúkir og veiklegir yðar á milli og þeir margir sem
sofnaðir eru. Því ef vér dæmdum oss sjálfir, þá yrðu vér eigi dæmdir. En nær
vér dæmunst, þá verðu vér af Drottni tyftaðir upp á það vér fyrirdæmunst eigi
meður þessum heimi. * Fyrir því, bræður mínir, nær þér komið til samans að
neyta, þá bíði hver annars. En ef einhvern hungrar, þá eti sá heima svo að þér
komið eigi saman til dómsáfellis. En hitt annað vil eg skikka þá eg kem.Tólfti kapítuli

Og af þeim andlegum gjöfum vil eg eigi dylja fyrir yður, góðir bræður. Þér
vitið það þér voruð heiðnir og genguð burt til mállausra skurgoða sem þér
urðuð til leiddir. Fyrir því kunngjöri eg yður það enginn sá sem fyrir Guðs
anda talar, formælir Jesú, og enginn fær Jesúm Drottin kallað utan alleinasta
fyrir heilagan anda.

Sennilega eru gjafirnar margvíslegar, en hinn sami er andinn. Þar eru og
margháttuð embætti, en hinn sami Drottinn. Þar eru margháttaðar verkanir, en
hinn sami Guð er sem verkar alla hluti í öllum. En í sérhverjum einum auðsýna
sig gjafir andans til allrar nytsemdar. Einum verður gefið fyrir anda að mæla
af visku, en öðrum verður gefið að tala af skynsemi af hinum sama anda, öðrum
trúan í sömum anda, en hinum gjafir lækninganna í sömum anda, öðrum kraftaverk
að gjöra, en öðrum að gjöra aðskiljanlega grein andanna, hinum öðrum
margháttuð tungumál, en öðrum útlegging sagnanna. En allt þetta verkar einn og
hinn sami andi, skiptandi sérhverjum eftir því sem hann vill. *

Því að líka svo sem einn líkami er og hefir þó marga limu, en allir limir eins
líkama, hversu margir sem að eru, þá eru þeir þó einn líkami, líka svo er
Kristur. Því að vér erum í einum anda allir í einn líkama skírðir hvort vér
erum Gyðingar eður Grikkir, þrælar eður frelsingjar, og erum svo allir í einum
anda drykkjaðir. Því að líkaminn er eigi einn limur, heldur margir. Og ef
fóturinn segði: Engin hönd er eg, þar fyrir er eg ekki limur líkamans, skyldi
hann nú því ekki vera líkamans limur? Og ef eyrað segði: Eg er eigi augað, þar
fyrir er eg ekki limur líkamans, skyldi það sakir þess ekki vera líkamans
limur? Því ef allur líkaminn væri augað, hvar væri þá heyrnin, hvar væri þá
ilmingin?

En nú hefir Guð sett limuna og hvern einn þeirra á líkamann svo sem hann hefir
viljað. Og ef allir limirnir væri einn limur, hvar væri þá líkaminn?
En nú eru limirnir margir, en líkaminn einn. Því að augað má eigi segja
hendinni: Eg þarf þín eigi við, eða þar í mót höfuðið til fótanna: Eg þarf
eigi yðar. Miklu heldur þeir limir líkamans sem oss sýnast breyskvastir vera,
þeir eru nauðsynlegastir, og þá vér reiknum ótérugasta, þeim sömum leggjum vér
mestan sóma til. Og þeir eð oss eru lýti að, virðu vér mest því að þeir sem
oss prýða, þurfa þess eigi við. En Guð hefir líkamann svo saman tengt og gefið
þeim nauðsynja limum hinn mesta sóma svo að engin ágreining sé á líkamanum,
heldur það hver limurinn ber áhyggju fyrir öðrum. Og ef einn limurinn líður,
þá líða allir limirnir með og ef einum limnum verður sómi veittur, þá samfagna
honum allir limirnir. En þér eruð Krists líkami og útlimir hver eftir sinni
deild. Og Guð hefir sett í söfnuðinn í fyrstu postula, þá spámenn, í þriðja
máta lærifeður, eftir það þá sem kraftaverkin gjöra, þar næst þá með
lækningsgjafirnar, þá viðhjálparana, þá stjórnarana, þá margháttuð tungumálin.
Eru þeir allir postular? Eru þeir allir spámenn? Eru þeir allir lærifeður? Eru
þeir allir þeir menn sem kraftaverkin gjöra eða þeir sem lækningsgjöfina hafa?
Tala þeir allir margháttuð tungumál? Kunna þeir allir út að leggja? Eftir
fylgið nú hinum bestu gjöfunum. Og þar til vil eg vísa yður veg þessum æðra.


Þrettándi kapítuli

Þó að eg talaði tungur mannanna og englanna, en hefða ekki kærleikann, þá væri
eg sem annar hljómandi málmur eður hvellandi bjalla. Og þó að eg hefða spádóm og
vissi alla leynda hluti og alla skynsemi og hefði alla trú svo að eg fjöllin úr
stað færði, en hefða ekki kærleikann, þá væri eg ekkert. Og þó að eg gæfa allar
mínar eigur fátækum og eg yfirgæfi minn líkama svo að eg brynni og hefða ekki
kærleikann, þá væri mér það engin nytsemd. Kærleikurinn er þolinmóður og
góðviljaður. Kærleikurinn er eigi meinbæginn. Kærleikurinn gjörir ekkert
illmannlega. Eigi blæs hann sig upp, eigi stærir hann sig. Eigi leitar hann þess
hvað hans er. Eigi verður hann til ills egndur, hann hugsar ekki vondslegt. Eigi
fagnar hann yfir ranglætinu, en fagnar sannleikanum. Hann umber alla hluti, hann
trúir öllu, hann vonar allt, hann umlíður alla hluti. Kærleikurinn hann doðnar
aldri þótt spádómurinn hjaðni og tungumálunum sloti og skynseminni linni.

Því að vorir vitsmunir er sjónhending, og vorar spásagnir er sjónhending. En
nær það kemur, sem algjört er, þá hjaðnar það sem sjónhendingin er. Þá eg var
barn, talaði eg sem barn, og eg var forsjáll sem barn, og eg hugsaði sem barn.
En þá eg gjörðust maður, lagða eg af hvað barnslegt var. Nú sjáu vér fyrir
spegilinn að ráðgátu, en þá auglit að augliti. Nú kenni eg af sjónhending, en
þá man eg kenna svo sem eg em kenndur. Nú blífa þó þessi þrjú: trúan, vonin,
kærleikinn, en kærleikurinn er mestur af þessum.


Fjórtándi kapítuli

Eftirfylgið kærleikanum og kostgæfist í andlegum gjöfum, en þó mest í því að þér
mættuð spádóma fyrir segja. Því að hann sem tunguna talar, hann talar eigi
mönnum, heldur Guði. Því að honum heyrir enginn, en í andanum talar hann leynda
dóma. En hann sem spádóma segir fyrir, sá talar mönnum til betrunar og til
áminningar og til hugganar. Sá tunguna talar, hann forbetrar sjálfan sig, en sá
sem spádóma segir fyrir, hann forbetrar Guðs söfnuð. Eg vilda að þér kynnið
allir %tungur að tala, en þó miklu heldur þér
segðuð spádóma fyrir. Því að sá sem spádóma segir fyrir, hann er þeim meiri sem
tunguna talar, utan að svo sé hann leggi það út svo að söfnuðurinn fái þar af
forbetran. En nú, góðir bræður, þótt eg kæmi til yðar og talaði tungur hvað væra
eg yður gagnlegur nema eg talaði til yðar annaðhvort fyrir opinberan eða fyrir
skynsemi eða fyrir spásagnir eða fyrir lærdóm? Er þeim hlutum eigi svo
háttað sem hljóða, en lifa eigi, hvort það er nú pípa eður harpa, fyrst það
gefur öngvan greinilegan hljóm af sér? Hverninn má þá vitast hvað pípað er eða
hvað harpað er? Og ef lúðurinn hefur óskilmerkilegt hljóð, hver man þá vilja
búast til bardagans? Líka og þér nær þér talið tungur, utan þér gefið fram
skilmerkilega ræðu, hverninn má vitast hvað að talað er. Því að þér talið þá í
vind.

Sennilega er margt raddarkyn í þessum heimi, og þó er ekkert þeirra mállaust.
Og fyrst eg veit ekki þýðing málsins, þá verð eg þeim sem talar óskiljanlegur,
og hann sem talar verður mér óskiljanlegur. Svo og líka þér. Og fyrst þér eruð
eftirfylgjarar andlegra gjafa, þá leitið eftir því að forbetra söfnuðinn upp á
það þér gefið og fulla nægð.

Hvar fyrir sá sem tungu talar, hann biðji svo að hann útleggi það. Því fyrst
eg bið með munninum, þá biður og minn andi, en mitt hugskot færir öngvan
ávöxt. Hverninn fer þá? Einkum svo það eg vil með andanum biðja, og eg vil
biðja í hugskotinu. Sálmana vil eg syngja með andanum, og eg vil sálmana
syngja %með hugskotinu.

En þá þú blessar í andanum, hverninn skal þá sá sem í leikmannsins stað
stendur amen segja yfir þinni blessan með því hann veit eigi hvað þú segir?
Sennilega gjörir þú góðar þakkir, en hinn annar betrast þar eigi af. Eg þakka
Guði mínum það eg tala meir tungur en allir þér, og heldur vil eg tala fimm
orð í söfnuðum með mínu sinni svo að eg lærði aðra, heldur en tíu þúsundir
orða með tungunni.

Góðir bræður, verðið engin börn í skilningarsinnunum, heldur verðið börn í
illskunni, en verið algjörðir í skilningarsinnunum. Því að í lögmálinu er svo
ritað það eg mun með annarlegum tungum og annarlegum vörum tala til lýðs
þessa, og eigi munu þeir heldur mig heyra, segir Drottinn. Þar fyrir eru
tungurnar til teikns, eigi þeim sem trúa, heldur vantrúuðum. En spádómurinn er
eigi vantrúuðum, heldur trúuðum. Þótt nú allur söfnuðurinn kæmi til
samans í einn stað og töluðu allir tungur, en þar gengi inn ólærður leikmaður
eða vantrúaður, segðu þeir ekki að þér væruð galdir? En ef þér segðuð allir
spádóma fyrir og þar gengi inn einhver vantrúaður eða ólærður, sá yrði þegar
af öllum þeim straffaður og af öllum dæmdur. Og þá yrði svo leyndir dómar hans
hjarta opinberir og svo væri hann fram fallandi á sitt andlit Guð að tilbiðja,
sannarlega það viðurkennandi að Guð sé með yður.

Hversu á þá að fara, góðir bræður? Nú svo oft sem þér komið til samans þá hafi
hver yðar einn lofsálm, eða hafi hann lærdóma, eða hafi hann tungur, eða hafi
opinberanir, eða hafi útlegging. Og látið allt ske til betrunar. Og ef einhver
talar tungur, þá verði það annað hvort af tveimur eða mest af þrimur og það
sín á milli svo að einn leggi það út. En ef hann er enginn útleggjari, þá þegi
hann í söfnuðinum, tali sér sjálfum og Guði.

En spámenn tali tveir eða þrír, og hinir aðrir dæmi um. En ef öðrum birtist,
þeim er hjá situr, þá þegi hinn fyrri. Því að allir megi þér spádóma fyrir
segja, hver eftir annan, svo að allir læri og allir verði áminntir. Og andi
spámannanna er spámönnunum undirvorpinn því að Guð er eigi Guð vanheiðursins,
heldur friðarins svo sem í öllum söfnuðum heilagra. Yðrar húsfreyjur látið
þegja í söfnuðunum því að þeim má eigi leyfast að tala, heldur undirgefnar að
vera eftir því sem lögmálið vottar. En ef þær vilja nokkuð læra, þá spyrji þær
menn sína að því heima. Því að konunni eru það lýti að tala í safnaðinum. Eða
er Guðs orð af yður út komið? Eða er það til yðra einnra saman komið? Ef
nokkrum þykir það hann sé spásagnamaður eða andlegur, þá viðurkenni sá hvað eg
skrifa yður því að það eru boðorð Drottins. En ef nokkur er skynlaus, þá sé
hann skynlaus. Fyrir því, góðir bræður, kostgæfið spádómana að segja og
fyrirbjóðið ekki tungurnar að tala. Látið allt siðsamlega og eftir skikkan ske
yðar á milli.Fimmtándi kapítuli

En eg minni yður (góðir bræður) á það evangelium sem eg predikaði yður, hvert
þér og meðtókuð, í hverju þér og standið, fyrir hvert þér verðið og hjálplegir
meður þeim hætti sem eg kunngjörða það yður ef þér hafið því haldið, utan að svo
sé þér hafið til ónýts trúað.

Því að eg gaf yður í fyrstu hvað eg meðtók, það að Kristur sé líflátinn fyrir
vorar syndir eftir ritningunum og það hann sé grafinn og upp aftur risinn á
þriðja degi eftir ritningunum og það hann er séður af Kefas og eftir það af
hinum tólf. Og enn eftir á var hann séður meir en af fimm hundruð bræðra í
senn, af hverjum margir enn lifa til, en nokkrir eru sofnaðir. Og eftir það er
hann séður af Jakobo og síðan af öllum postulunum.

En síðast allra, svo sem af öðrum óskaplegum burði, er hann séður af mér. Því
að eg em síðstur postulanna, því að eg em eigi verðugur það eg skuli postuli
heita fyrir það eg ofsókn veitti Guðs söfnuði. En af náð Guðs er eg það eg er,
og hans náð í mér hefir eigi iðjulaus verið, * heldur hefi eg miklu meira
erfiðað en allir þeir, ekki eg, heldur sú Guðs náð sem meður mér er. Það sé nú
eg eður þeir, þá predikum vér svo, þér hafið og svo trúað.

En fyrst að Kristur verður svo predikaður það hann sé upprisinn af dauða,
hverninn segja þá nokkrir af yður það upprisa framliðinna sé ekki? Og fyrst
upprisa framliðinna er ekki, þá er Kristur og ekki upp aftur risinn. En fyrst
að Kristur er ekki upp aftur risinn, svo er vor predikan ónýt. Þá er og yðvar
trúa ónýt, en vér fyndust ljúgvottar Guðs með því vér hefðum vitnað í gegn
Guði það hann hefði Kristum upp vakið, þann hann hefði ekki upp vakið, fyrst
hinir framliðnu skulu eigi upp rísa. Því ef framliðnir skulu eigi upp rísa, þá
er og Kristur ekki upp aftur risinn. En ef Kristur er eigi upp aftur risinn,
þá er yðar trúa ónýt, svo eru þér þá enn í yðrum syndum. Þá eru og
hinir, sem sofnaðir eru í Kristo, fortapaðir. Og ef vér vonum alleinasta í
þessu lífi á Kristum, svo erum vér hinir vesulustu allra manna.

En nú er Kristur upp aftur risinn af dauða og frumkveðill vorðinn þeirra sem
sofnaðir voru. Af því að fyrir manninn kom dauðinn, og fyrir manninn kom
upprisa framliðinna. Því að líka svo sem þeir dóu allir fyrir Adam, svo verða
þeir og allir lífgaðir fyrir Kristum. En hver einn í sinni skikkan:
frumkveðillinn er Kristur og þar næst þeir sem Krists eru í hans tilkomu, þar
næst endalokin, þá hann hefir ofurgefið ríkið Guði feður. Og þá mun hann afmá
allan höfðingsskap, herrastétt og valdsstjórnan. En honum byrjar að ríkja þar
til hann leggur alla óvini undir sína fætur. En þann síðasti óvin, sem afmáður
verður, er dauðinn. Því að honum hefir hann alla hluti undir sína fætur gefið.
Og þá hann segir það að allt sé undirlagt, þá er það opinbert að sá er
undantekinn sem honum hefir alla hluti undirlagt. En nær honum eru allir
hlutir undirgefnir, þá mun og sjálfur sonurinn undirgefast þeim sem honum
undirgaf alla hluti svo að Guð sé allt í öllum hlutum. Hvað gjöra þeir elligar
sem skírast upp yfir framliðnum? Ef að hinir framliðnu skulu öngvaneginn upp
aftur rísa, hvar fyrir skírast þeir þá upp yfir þeim? Og hvar fyrir eru vér þá
allar stundir í háskasemd? Daglegana dey eg fyrir vora hrósan, hverja eg hefi
í Drottni vorum Jesú Kristo. Því hafi eg eftir mannlegri venju barist við
skógdýrin í Efeso, hver nytsemd er mér það þá ef að hinir framliðnu skulu eigi
upp aftur rísa? Etu vær og drekkum því að á morgun deyju vér. Látið eigi tæla
yður. Því vont samtal spillir góðum siðum. Vaknið réttlega og syndgist ekki.
Því að sumir þér vitið ekkert af Guði, en yður til vanvirðu tala eg þetta.

Nú mætti einhver segja: Hverninn munu hinir framliðnu upp rísa? Og með
hvílíkum líkama munu þeir koma? Þú drussi, það er þú sáir, lifnar ekki utan
það deyi áður. Og það þú sáir, er ekki sá líkami sem verða skal, heldur bert
korn, annað hvort hveitis eða einhvers annarra. En Guð gefur því líkam eftir
því hann vill og sérhverju einu af fræinu eiginlegan líkama.

Allt hold er eigi líka háttað hold, heldur er annað hold mannanna, annað
dýranna, annað fiskanna, enn annað fuglanna. Þar eru og himneskir líkamar og
jarðneskir líkamar. Enn aðra dýrð hafa hinir himnesku, enn aðra hinir
jarðnesku. Annan bjartleik hefir sólin, en annan bjartleik tunglið, annan
bjartleik hafa og stjörnurnar því að önnur stjarnan yfirvinnur aðra í
bjartleika. Svo og upprisa framliðinna. Því að það sem sáð verður
forgengilegt, mun upp aftur rísa óforgengilegt. Og það sáð verður í vansemd,
mun upp aftur rísa í vegsemd. Það sáð verður í breyskleika, mun upp aftur rísa
í krafti. Og það sáð verður kjötlegur líkami, mun upp aftur rísa andlegur
líkami.

Höfum vér nú kjötlegan líkama, þá höfu vér og andlegan líkama svo sem að
skrifað er það hinn fyrsti maður, Adam, sé gjörður í eðlilegt líferni og hinn
síðari Adam í andlegt líferni. En hinn fyrsti er eigi andlegur líkami, heldur
eðlilegur og eftir það er hinn andlegi. Hinn fyrsti maður af jörðunni er
jarðlegur, en hinn annar maður er Drottinn af himnum. Og hvílíkur hinn
jarðneski er, svo eru og hinir jarðnesku, og hvílíkur hinn himneski er, svo
eru og hinir himnesku. Og líka svo sem vér höfum borið líking hins jarðneska,
svo munu vér og bera líking hins himneska.

En þar segi eg af, góðir bræður, það hold og blóð getur eigi eignast Guðs
ríki, og hið forgengilega mun eigi eignast hið óforgengilega. Sjáið, að eg
segi yður leyndan dóm það vér munum eigi allir sofna, en þó munu vér allir
umskiptilegir verða og það næsta skyndilega á einu augabragði við hinn síðasta
lúðurþyt. Því að lúðurinn mun gjalla, og hinir framliðnu munu upp rísa
óforgengilegir, og vér hinir munum umskiptilegir verða. Því að þetta hið
forgengilega hlýtur að klæðast því hinu óforgengilega, og þetta hið dauðlega
hlýtur að skrýðast hinu ódauðlega.

En þá þetta hið forgengilega skrýðist hinu óforgengilega og þetta hið dauðlega
klæðist hinu ódauðlega, uppfyllist það mál sem skrifað er að dauði er
forsvelgdur í sigran. Dauði, hvar er þinn broddur? Helvíti, hvar er þín
sigran? En dauðans broddur er syndin. Kraftur syndarinnar er lögmálið. En Guði
sé þakkir sem oss hefir sigurinn gefið fyrir Drottin vorn Jesúm Kristum. Fyrir
því, bræður mínir, verið staðfastir og óhræranlegir og aukist ætíð í verki
Drottins með því þér vitið að yðvart erfiði er eigi ónýtt í Drottni.


Sextándi kapítuli

En af þeirri stuðning sem ske skal við hina heilögu, svo sem að eg hefi boðið
söfnuðunum í Galatia, þá gjöri þér og líka. Og einhvern þvottdaga þá leggi hver
yðar hjá sjálfum sér og saman safni hvað honum er bærilegt svo að eigi þurfi, þá
eð fyrsta er eg kem til, þessari stuðning saman að safna. En þá er eg kem þar,
vil eg senda þá þaðan hverja helst þér kjósið til með bréfin svo að þeir flytji
yðra góðvild til Jerúsalem. Og ef þess gjörist þörf að eg ferðist þangað, þá
skulu þeir með mér fara. En eg mun koma til yðar þá eg fer um Makedóníam því að
um Makedóníam mun eg ferðast. En má vera að eg blífi hjá yður og sé þar einninn
um veturinn svo að þér gjörið mína útför hvert sem eg kann ferðast.

Nú vil eg eigi sjá yður í þessari yfirferð því að eg vona það eg muni um
stundar sakir tefja hjá yður ef Drottinn lofar. En í Efeso mun eg dveljast
allt til hvítasunnu því að mér er þar miklar dyr opnaðar og þeir eru
kostgæfnir, en margir eru þar mótmælendur. Og þá Tímóteus kemur til yðar,
sjáið svo til hann sé utan ótta hjá yður því að hann rekur Drottins eyrindi
svo sem að eg. Fyrir því forsmái hann enginn, heldur leiðið hann út í friði
svo að hann komi til mín. Því að eg bíð hans með bræðrunum.

En af Appollo bróður (þá vitið) það eg hefi áminnt hann marga vega að hann
kæmi til yðar með bræðrunum. En það var með öngu móti hans vilji það hann kæmi
nú, en hann mun koma þá hann fær tóm til. Vakið og standið í trúnni,
berið yður karlmannlega að og verið styrkvir. Alla yðra hluti látið ske í
kærleika.

En eg áminni yður, góðir bræður. Þér kennið heimkynni Stefani það þeir eru
frumburðir þeirra í Akkaia, og sjálfir hafa þeir skikkað sig til þjónustu við
heilaga upp á það þér séuð og þvílíkum undirgefnir og öllum sem þeim samverka
og erfiða. En eg fagna af tilkomu Stefana og Fortunati og Akkaíki því hvað mig
vantaði á hjá yður, það uppfylltu þeir því að þeir endurnærðu minn anda og
yðvarn. Fyrir því viðurkennið þá fyrir þess háttar menn.

Yður heilsar söfnuðurinn í Asía. Yður heilsar mikillega í Drottni Akvílas og
Priskilla með þeim söfnuði í þeirra húsi. Yður heilsa allir bræður. Heilsið
hver öðrum með heilögum kossi. Eg, Páll, heilsa yður með minni hendi. Og ef sá
er nokkur hann elski ekki Drottin vorn Jesúm Kristum, þá sé hann %anathema
maharam motha. Náð Drottins vors Jesú Kristi sé með yður. Minn kærleiki sé með yður öllum í
Kristo Jesú. Amen.

Hinn fyrri pistill til þeirra í Korintíuborg, sendur út af
Asía fyrir Stefanon og Fortunatum og Akkaíkon og Tímóteon.

Formáli yfir annan S. Páls pistil til þeirra í Korintíu

Í þeim hinum fyrra pistli hefir hinn heilagi Páll harðlega straffað þá í
Korintíu í mörgum greinum, hellandi snörpu víni í benjarnar og hræðandi þá
svo. En nú sem einum postula og huggunarsamlegum predikara ber að vera,
viðréttandi hinar bljúgu og skelfdu samviskur framar en hrellandi. Fyrir því
prísar hann þá nú aftur í þessum pistli, hellandi svo viðsmjörvi í sárin,
tjáandi sig þeim næsta vingjarnlegan og bjóðandi þeim að meðtaka hinn synduga
aftur meður kærleika.

Í hinum fyrsta og öðrum kapítula auglýsir hann sinn kærleika viður þá, hversu
að hann hefir alla hluti sagt, gjört og liðið þeim til nytsemdar og
heilsugjafar svo að þeir mættu því heldur alls hins besta til hans vænta.

Eftir það prísar hann guðsspjalllegt embætti, hvert að sé hið allra hæðsta og
hugganarsamlegasta verk samviskunum til nytsemdar og hjálpræðis, og útvísar að
það sama sé öllu betra en lögmálsins embætti og það verði og ofsóknum sókt, en
ávaxtist þó hjá trúuðum og afli fyrir krossburðinn von eilífrar dýrðar. En
jafnframt þessu öllu afstingur hann þá falspostula, þeir eð lögmálið harðlega
hnúðu fram í gegn Guðs evangelio, hverjir ekki utan augsýnisheilagleik (það er
hræsni) boðuðu og létu hinar innri skammir vantrúarinnar kyrrar vera. Þetta
gjörir hann nú í hinum þriðja, fjórða og fimmta kapítula.

Í hinum sétta og sjöunda áminnir hann þá það þeir eftirfylgi slíkri predikan
með verkum og líðingu og lyktar það meður þeirra lofsögn upp á það að
hann hvetji þá svo til meiri ákefðar.

Í átta og níunda áminnir hann þá það þeir veiti í þeirri dýrri tíð hjálp og
stuðning þeim heilögum sem til Jerúsalem höfðu í upphafi öll sín auðæfi
ofurgefið (Akt. iv. kapítu.).

Í hinum tíunda, ellefta og tólfta hefir hann að skaffa viður þá falspostula.

Í þrettánda heitir hann þeim harðindum sem syndgað höfðu og ekki betruðu sig.


Fyrsti kapítuli

Páll postuli Jesú Kristi fyrir Guðs vilja og Tímóteus bróðir. Þeirri Guðs
safnan í Korintio samt öllum heilögum þeim að eru í öllu Akkaia.

Sé náð og friður með yður af Guði vorum föður og Drottni Jesú Kristo.
Blessaður sé Guð, faðir vors Drottins Jesú Kristi, hver að er faðir
miskunnsemdanna og Guð allrar hugganar, sá oss huggar í allri vorri hryggðan
svo að vér getum og huggað þá, sem eru í allsháttuðum hryggðum, meður þeirri
huggan þar vér verðum með af Guði huggaðir. Því að líka svo sem að gnæfa
harmkvælingar Krists í orr, svo og líka gnæfir vor huggan fyrir Kristum.

En hvort að vér höfum hryggð eður huggan, þá sker það yður til góða. Er það
hrygging, þá sker það yður til hugganar og heilsugjafar (hver heilsugjöf að
auðsýnir sig ef þér á þann máta meður þolinmæði líðið líka sem það vér liðum).
Er það huggan, svo sker það yður til hugganar og hjálpræðis. Og vor von er
staðföst fyrir yður af því að vér vitum það að líka sem þér eruð hluttakarar
vorðnir hryggðanna, svo munu þér og verða hluttakendur hugganarinnar.

Því að vér viljum eigi dylja fyrir yður, góðir bræður, vora hryggð, hverja oss
skeði í Asía. Því að vér vorum ódæmilega forþyngdir og yfir megn fram svo að
vér örvæntum einninn lífi að halda, órskurðandi það með sjálfum oss að vér
ættum að deyja. En það skeði þar fyrir að vér settum ekki vorn trúskap
á sjálfa oss, heldur upp á þann Guð er dauða upp vekur, hver oss hefir frelsað
af þvílíkum dauða og nú daglega frelsar og enn vonum það að hann muni oss
frelsa hér eftir fyrir tilstyrk yðrar fyrirbónar fyrir oss svo að fyrir þá
gáfu, sem oss er gefin, fyrir margar persónur ske mikil þakkargjörð.

Því að vor hrósan er það: Vitnan vorrar samvisku það vér höfum í einfaldleik
og Guðs skærleika, eigi í holdlegri visku, heldur í Guðs náð gengið í
heiminum, en einna mest hjá yður. Því að vér skrifum yður ekki annað en það
þér vitið áður þá þér lesið það. En eg vona það þér munuð kenna oss svo allt
til endaloka svo sem þér hafið og kennt oss af nokkri álfu. Því að vér erum
yðar hrósan líka svo sem að þér eruð og vor hrósan á degi Drottins Jesú. Og
upp á þvílíkan trúskap þenkta eg nú síðast að koma til yðar upp á það þér
öðluðust tvefaldar velgjörðir, og eg ferðaðist fyrir yður í Makedóníam og kæmi
úr Makedónía aftur til yðar og verði svo af yður á veg leiddur í Júdeam.

En hafi eg léttferli framið, þá er eg hugleidda slíkt, eða er mín fyrirhugsan
kjötleg? Eigi svo, heldur hjá mér er já já og nei er nei. En trúlyndur er Guð
því að vor orð voru eigi til yðar já og nei. Því að sonur Guðs, Jesús Kristur,
sá að fyrir oss er á meðal yðar predikaður fyrir mig og Silvanum og Tímóteum,
hann var eigi nei og já, heldur var það já í honum. Því að öll Guðs fyrirheit
eru já í honum og eru %amen í honum Guði til dýrðar fyrir oss.
En Guð er það sem oss staðfestir samt yður í Kristo
og oss hefir smurt og innsiglað og í vor hjörtu gefið vissu andarins.


Annar kapítuli

En eg ákalla Guð til vitnis upp á mína sál það eg þyrmda yður í því að eg em
ekki kominn aftur til K erum vér tilhjálpendur yðvars fagnaðar. Því að
þér standið í trúnni. Eg þenkta og með sjálfum mér það að koma eigi aftur til
yðar meður hryggð. Því ef svo er að eg hryggi yður hver er hann þá, sá að mig
gleður utan einasta sá sem af mér verður hryggur gjör? Og það hið sama
skrifaði eg yður svo að eg þyrfti eigi hryggur að vera þá eð eg kæma, af
hverju eg ætta þó glaður að vera með því að eg treysti þess til yðar allra það
að minn fögnuður sé allra yðar fögnuður. Því að eg skrifaði yður til í mikilli
hryggð og hjartans trega með mörgum tárföllum, eigi það þér skylduð hryggvir
verða, heldur það þér skylduð kenna þann kærleika sem eg hefi sérdeilis til
yðar.

En þótt einhver hafi hryggðan upp byrjað, sá hefir ekki mig hryggt, heldur
einasta í nokkurn máta upp á það að eg þyngda yður eigi alla. En það nægir að
sá sami er af mörgum svo straffaður upp á það þér fyrirgefið honum nú héðan af
því framar og huggan veitið svo að hann sökkvist ekki í of miklan hryggleik.
Hvar fyrir að eg beiði yður það þér auðsýnið á honum kærleik. Því fyrir það
skrifaði eg yður til, það eg kennda yðra raun, hvort að þér væruð hlýðugir í
öllum greinum. Og hverjum sem þér fyrirgefið nokkuð, þeim fyrirgef eg og. Því
eg einninn, svo ef eg fyrirgef nokkrum eitthvað, það fyrirgef eg yðar vegna í
Krists augliti svo að vér verðum eigi tældir af andskotanum því að oss er eigi
óvitanlegt hvað hann hefir í skapi.

En þá er eg kom til Tróada að predika Krists evangelium og mér voru dyr upp
loknar í Drottni, hafða eg eigi hvíld í mínum anda það eg fann ekki Títon,
minn bróður, heldur gjörði eg minn skilnað viður þá og fór burt í Makedóníam.
En Guði sé þakkir, sá eð alla tíma gefur sigurinn í Kristo og fyrir oss
opinber að ilming sinnar kynningar í öllum áttum. Því að vér erum Guði góð
ilming í Kristo bæði á meðal þeirra, sem hjálpast og meðal þeirra, sem
fortapaðir verða, þessum ilmur dauðans til dauða, en hinum ilmur lífsins til
lífs. Og hver er hæfilegur til þessa? Því að vér erum ekki svo sem margir
aðrir, þeir eð Guðs orð forblanda, heldur svo sem af skærleika og svo sem af
Guði tölum vér fyrir Guðs augliti í Kristo.Þriðji kapítuli

Tökum vér enn aftur til að hæla sjálfum oss? Eða þurfu vér líka svo sem að
nokkrir hólsbréfanna til yðar eður hólsbréfin af yður? Þér eruð vort bréf,
skrifað í vorum hjörtum, sem auðkennt og lesið verður af öllum mönnum. Þér sem
augljósir eruð vorðnir það þér eruð bréf Kristi til reiddir fyrir
predikunarembætti og af oss skrifaðir, eigi meður bleki, heldur meður anda
Guðs lifanda, eigi á steinsspjöldum, heldur á holdlegum spjöldum hjartans. En
slíkan trúskap þá höfum vér fyrir Kristum til Guðs, eigi svo það vér séum af
sjálfum oss neytir nokkuð að hugleiða svo sem af sjálfum oss til, heldur ef
vér erum nokkuð neytir, þá er það af Guði, sá að oss gjörði neyta fram að
flytja embætti hins nýja testamenti, eigi bókstafsins, heldur andans. Því að
bókstafurinn deyðir, en andinn lífgar.

En fyrst það embætti, sem fyrir bókstafinn deyðir og á steinum er grafið,
hafði bjartleik svo að Íraelssynir gátu eigi litið í ásjánu Moysi fyrir
bjartleika sakir hans andlits, sem þó tekur enda, hverninn skyldi þá ekki
miklu meir það embætti, sem andann gefur bjartleik, hafa. Því fyrst það
embætti, sem fyrirdæmingina boðar, hefir birti, miklu framar hefir þá það
embætti, er réttlætið boðar, yfirgnæfanlegan bjartleik. * Því að í suman máta
það sem birt var, þá er fyrir öngva birti haldanda í gegn þessari
yfirgnæfanlegri birti. Því fyrst það hafði birti, sem enda tekur, miklu framar
mun þá það hafa birti sem stöðugt blífur.

Af því vér höfum nú slíka von, þá erum vér djarfir í nóg og gjörum eigi svo
sem Moyses gjörði, hver eð fortjald hengdi fyrir sína ásján svo að Íraelssynir
fengu eigi litið ending þess er enda tók, heldur eru þeirra hugskot
forblinduð. Því að allt til þessa dags blífur það sama fortjald tillukt yfir
því gamla testamento þann tíð sem þeir lesa það, hvert að fyrir Kristum tók
enda. Því að enn allt til þessa dags þá Moyses verður lesinn, hengur það
fortjald fyrir þeirra hjörtum. En ef þeir snerust til Drottins, svo
yrði það fortjald í burt tekið. Því að Drottinn er andi, en hvar andi Drottins
er, þar er frelsi. Og nú speglar sér í öllum oss bjartleiki Drottins meður
óhuldri ásján, og vér verðum svo í þeirri samri mynd upp birtir frá birtu til
birtu svo sem af anda Drottins.


Fjórði kapítuli

Hvar fyrir á meðan vér höfum nú svoddant embætti svo sem að vér höfum
miskunnsemi til öðlast, þá tregumst vér ekki, heldur afsegjum vér einninn
heimuglegar skammir og förum eigi með fláttskap, forblöndum og ekki Guðs orð,
heldur með opinberum sannindum og auðsýnum oss hægan viður allar samviskur
manna fyrir Guði.

Er nú vort evangelium hulið, þá er það hulið í þeim sem fortapaðir verða, í
hverjum að %Guð þessarar veraldar þá hefir forblindað
hugskot vantrúaðra svo þeim skíni eigi uppbirting þessa evangelii Krists
dýrðar, hvert að er Guðs ímynd. Því að vér predikum ekki sjálfa oss, heldur
Jesúm Kristum það hann sé Drottinn, en vér yðrir þjónar Jesús vegna. Því að sá
Guð er ljósinu bauð úr myrkrinu að skína, hann hefir birtuna gefið í vor
hjörtu til uppbirtingar og viðurkenningar Guðs bjartleika í andliti Kristi
Jesú.

En þennan tesaur höfu vér í jarðlegum kerum svo að hæðin kraftarins sé Guðs og
eigi af oss. Alla vega líðum vér hryggðanir, en vér hryggjunst þó eigi, oss
veitir torvelt, en vér örvílust eigi, vér líðum ofsókn, en vér verðum eigi
fyrirlátnir, vér verðum niðurþrykktir, en vér fyrirförunst eigi. Og ætíð beru
vér um kring deyðing Drottins Jesú á vorum líkama svo að einninn og það líf
Drottins Jesú opinskárt verði á vorum líkama.

Því að vér, sem lifum, verðum jafnan í dauða seldir Jesús vegna svo að einninn
það líf Jesú opinskárt verði á voru dauðlegu holdi. Fyrir því verkar nú
dauðinn í oss, en lífið í yður. En á meðan það vér höfum þann sama
anda (eftir því að skrifað er: Eg trúði, og fyrir það tala eg) og vér trúum,
fyrir því tölum vér einninn og vitum það að sá sem Drottin Jesúm hefir upp
vakið að hann muni oss og upp vekja fyrir Jesúm og mun skikka oss þar meður
yður. Því að allt þetta sker yðar vegna svo að sú yfirgnæfanlega náð fyrir
margra þakkagjörð vegsami Guð ríkulegana.

Fyrir því letjunst vér ekki, heldur þótt það minn ytri maður fordjarfist, þá
mun þó sá hinn innri dag frá degi endurnýjast. Því að vor hryggð, sem stundleg
og létt er, útvegar oss yfir allan máta eina eilífa dýrðarvog er eigi álítum
hið sýnilega, heldur á hið ósýnilega. Því að hvað sýnilegt er, það er
stundlegt, en hvað ósýnilegt er, það er eilíft.


Fimmti kapítuli

Því vér vitum þótt vort jarðneska hús þessarar byggingar verði niður brotið
það að vér höfum bygging af Guði upp byggða, hús eigi með höndum gjört það
ævinlegt er á himnum. Því að þar eftir forlengir oss einninn vorri íbygging,
sem er af himni, girnandist henni að yfirklæðast svo að vér finnust klæddir og
eigi nöktir. Því á meðan vér erum í þessu hreysi, þá forlengir oss og erum
þyngdir að því vér vildum fegnir eigi nöktir, heldur yfirklæddir verða upp á
það hið dauðlega burt svelgdist af lífinu. En hann, sem oss býr til þess hins
sama, er sá Guð sem oss hefir gefið pantinn andarins.

En jafnan þá erum vér með góðum huga og vitum það á meðan vér byggjum í þessum
líkam, þá eru vér ekki heima hjá Drottni. Því göngu vér í trúnni og ekki í
augsjón. En vér erum með góðum huga og höfum miklu meiri góðvild til að vera
fjarlægir af líkamanum og nálægir hjá Drottni. Fyrir því kostgæfum vér og
einninn hvort vér erum heima nálægir eða í fráverum fjarlægir það vér þókknust
honum. Því vér hljótum allir að opinberast fyrir dómstóli Krists upp á það
að hver einn öðlist það á sínum líkam eftir því hann hefir aðhafst, sé
það gott eða illt.

Því vér vitum það Drottinn er óttandi, þá föru vér í hægð að við lýðinn. En
Guði erum vér opinberir, eg vona og einninn það vér séum og í yðrum samviskum
opinberir svo að vér lofum eigi sjálfa oss að nýju, heldur það að vér gefum
yður tilefni að hrósa af oss upp á það þér hafið nokkru að hrósa í móti þeim
sem hrósa sér eftir yfirlitum og ekki eftir hjartanu.

Því eru vér æðismiklir, svo eru vér það Guði, eru vér gæfir, þá eru vér yður
gæfir. Því að Krists kærleiki þvingar oss af því vér höldum það þar fyrir.
Fyrst að einn hefir fyrir alla dáið, þá sé þeir allir dauðir. Og því hefir
hann fyrir alla dáið svo að þeir, sem lifa, lifi eigi sjálfum sér, heldur
honum sem fyrir þá hefir dáið og upp aftur risinn.

Þar fyrir kennum vér nú hér eftir öngvan eftir holdinu. Þótt að vér höfum
einninn kennt Kristum eftir holdinu, þá kennu vér hann þó nú eigi svo lengur
af því. Er nokkur í Kristo, þá er hann ný skepna, hið gamla er umliðið. Sjáið,
allt er það nýtt vorðið, en allt það af Guði, hver oss forlíkti við sjálfan
sig fyrir Jesúm Kristum og gefið oss það embætti sem forlíkunina predikar. Því
að Guð var í Kristi og forlíkti veröldina viður sjálfan sig, tilreiknandi
henni eigi sínar syndir og hefir upp reist vor á meðal orðið af forlíkuninni.

Svo eru vér nú sendiboð af Krists álfu því að Guð áminnir fyrir oss. Þar fyrir
biðjum vér yður fyrir Kristum. Látið forlíka yður við Guð því hann hefir þann
sem af öngri synd vissi fyrir oss að synd gjört upp á það vér yrðum það
réttlæti sem fyrir Guði dugir.


Sétti kapítuli

En vér áminnum yður svo sem meðhjálpara það þér meðtakið ekki Guðs náð til
ónýtis. Því hann segir: Í þægan tíma heyrða eg þig, og á degi hjálpræðisins
hjálpaði eg þér. Sjáið, nú er sá þægilegi tími, nú er dagur
hjálpræðisins. Látum oss því gefa öngum hindran upp á það vort embætti verði
eigi lastað, heldur augsýnum oss sjálfa í öllum hlutum svo sem Guðs þénara.

Í mikilli þolinmæði, í harmkvælum, í háskasemdum, í þyngslum, í húðstrokum, í
fjötrum, í upphlaupum, í erfiði, í vöku, í föstu, í hreinlífi, í viðurkenning,
í biðlundargæði, í hógværi, í helgum anda, falslausum kærleika, sannleiksins
orði, í Guðs krafti, fyrir herklæði réttlætisins til hægri og vinstri handar,
fyrir vegsemd og vansemd, fyrir vanrykti og gott rykti, svo sem falsarar og þó
sannarlegir, svo sem ókunnigir og þó kunnigir, líka svo sem þeir eð deyja, og
sjáið, það vér lifum, svo sem hegndir og eigi líflátnir, svo sem syrgjendur,
þó jafnan glaðir, svo sem volaðir, en þó sá margan auðgar, líka sem þeir eð
ekkert hafa og þó eignast alla hluti. *

Ó, þér í Korintíu, vor munnur hefir sig opnað til yðar. Vort hjarta er glatt.
Vorra vegna þurfi þér ekki tvistir að vera. En það þér eruð tvistir, það
gjörið þér út af hjartgróinni meiningu. Við yður tala eg svo sem við börn mín
að þér hegðið yður svo og einninn viður mig og séuð líka glaðir.

Togið ekki okið meður vantrúuðum. Því að hverja hluttöku hefir réttlætið með
ranglætinu? Eða hvert samlag hefir ljósið við myrkrin? Eða hverja samtengd
hefir Kristur við Belíal? Eða hvert hlutskipti hefir trúaður með vantrúaðum?
Hverja samlíking hefir Guðs musteri við skurgoðahús? En þér eruð musteri Guðs
lifanda eftir því sem Guð segir: Eg man byggja í þeim og ganga þeirra á meðal,
eg man og vera þeirra Guð, og þeir skulu minn lýður vera. Þar fyrir gangið út
frá þeim og fráskiljið yður, segir Drottinn. Og snertið ekki það óklárt er, þá
mun eg meðtaka yður og vera yðar faðir, og þér skuluð vera mínir synir og
dætur, segir Drottinn almáttugur.Sjöundi kapítuli

Á meðan vér höfum nú þvílík fyrirheit, kærustu vinir, þá förum til og hreinsum
oss af allri saurgan holdsins og andans og áfram förum meður helguninni í
guðshræðslu. Höndlið oss. Öngum gjörðu vér mein, öngum gjörðu vér skaða,
öngvan drógu vér á tálar. Þetta segi eg ekki yður til fordæmingar. Því að eg
hefi áður sagt það þér eruð í voru hjarta samt til að deyja með og að lifa
með. Glaður tala eg við yður, mörgu hrósa eg af yður. Uppfylltur em eg
hugganar, yfirgnæfanlegur em eg í allri vorri hryggðan. Því þá vér komum í
Makedónía, hafði vort hold öngva ró, heldur í öllu liðu vér hryggðan, hið ytra
í baráttu, hið innra í óttablendni. En Guð, sá er huggar lítilmagnana, hann
huggaði oss fyrir tilkomu Títi.

En eigi alleinasta fyrir hans tilkomu, heldur einninn fyrir þá huggan þar hann
var af yður meðhuggaður, kunngjörandi oss yðra forlenging, yðvarn ekka, yðra
kostgæfni um mig svo að eg gleð mig enn meir. Því það eg hryggða yður fyrir
bréfið, iðrar mig ekki. Og þótt mig iðraði það, kann vera fyrst að eg sé að
það bréf hefir aðeins um stundarsakir hryggt yður, svo gleð eg mig nú þó, eigi
af því það þér voruð hryggvir, heldur það þér voruð hryggvir til iðranar. Því
að þér eruð guðlega hryggvir vorðnir svo að þér fenguð öngvan skaða af oss í
neinu. Því að guðleg hryggðan verkar iðran til hjálpræðis þá er öngvan iðrar,
en þessa heims hryggðan verkar dauða.

Sjáið, það þér eruð guðlega hryggvir vorðnir, hverja alúð það hefir með yður
verkað, þar að auk forsvar, heift, ótta, forlengtan, vandlætan, hefnd. Og í
öllum hlutum þá hafi þér auðsýnt yður að þér eruð skírir þess verks. Fyrir því
þó að eg skrifaði yður, þá er það ekki hans vegna skeð, sem reitingina framdi,
og ekki hans vegna, sem reittur er, heldur þess vegna það yðar kostgefni við
oss opinber yrði hjá yður fyrir Guði. Af því þá erum vér vorðnir
huggaðir það þér eruð huggaðir. En þó höfum vér enn yfir allt fram glatt oss
meir yfir fögnuði Títi því að hans andi er á nýju endurnærður til allra yðar.
Því hvað eg hefi hrósað af yður fyrir honum, í því verð eg eigi vanvirtur,
heldur líka svo sem að allt það er sannleiki hvað eg hefi við yður talað, svo
er og einninn vor hrósan hjá Títo sannleikur vorðinn. Og honum er af hjarta
öldungis vel til yðar þá er hann hugleiðir hlýðni allra yðarra, hverninn þér
hafið af ótta og skjálfta hann meðtekið. Eg gleð mig og það eg má alls góðs
til yðar treysta.


Áttandi kapítuli

Eg kunngjöri yður, kærir bræður, þá Guðs náð, sem gefin er safnaðinum í
Makedónía, því að þeirra fögnuður var þá yfirgnæfanlegur. Þann tíð þeir urðu
fyrir mörg harmkvæli reyndir og þótt að þeir voru næsta fáskrúðaðir, þá hafa
þeir þó ríkulega gefið í öllum einfaldleik. Því að eftir öllu megni (það vitna
eg) og yfir megn fram voru þeir sjálfviljugir og beiddu oss með mörgum
áminningum það vér meðtækjum þá góðgjörð og samlag nauðþurftarinnar, sem þeim
heilögum veittist, og eigi sem vér vonuðum, heldur gáfu þeir í fyrstu sjálfa
sig Drottni og oss eftir það fyrir Guðs vilja sakir það vér hlutum að áminna
Títum eftir því hann hafði áður upphafið, svo skyldi hann og fullenda slíka
velgjörð yðar á milli.

En líka sem þér yfirgnæfið í öllum greinum, í trúnni, í orðum, í
viðurkenningunni og í allri kostgæfni og í yðrum kærleika til vor, svo afrekið
einninn það þér yfirgnæfið og í þessari velgjörð. Eg segi ekki sem bjóði eg
það, heldur á meðan það að hinir aðrir eru svo kostgæfnir, þá reyni eg yðvarn
kærleika hvort hann er af réttum huga í því þér vitið náð vors Drottins Jesú
Kristi, þá, Þótt hann væri ríkur, varð hann þó volaður yðar vegna upp á það
þér yrðuð fyrir hans fátækt auðugir. Og mína ráðþægni gef eg í þessu
því að þetta er yður nytsamlegt. Þér sem upp hafið byrjað fyrir tólf mánuðum
eigi einasta gjörninginn, heldur jafnvel viljann, því fullkomnið nú og einninn
gjörninginn upp á það líka sem að þar er hneigilegur hugur til viljans svo sé
þar og einninn hneigilegur hugur til gjörningsins af því sem þér hafið til.
Því fyrst hann er góðviljaður, þá er hann þakknæmur eftir því sem hann hefir
til, en eigi eftir því hann hefir ekki.

Eigi sker það í þá meining það aðrir hafi hvíld, en þér hrelling, heldur að
það sé líka svo að yðar gnægð þjóni þeirra þurft í þessari hallæristíð upp á
það að þeirra gnægð eftir á þjóni yðvarri þurft og það ske hvað líkt er, sem
að skrifað er: Þann er miklu safnaði hafði ekkert afgangs, og sá er litlu
safnaði, hann hafði öngvan brest. En Guði sé þakkir sem slíka fyrirhyggju
hefir gefið í hjarta Títi til yðar. Því að hann meðtók að sönnu þá áminning,
en með því hann var svo mjög kostgæfinn er hann af sínum eigin vilja til yðar
farinn.

En vér sendum með honum vorn bróður, þann er lof hefir í evangelio um allar
samkundur. Og eigi alleinasta það, heldur er hann einninn skikkaður út af
samkundunum oss til förunauts til þessarar velgjörðar, sem fyrir oss verður
saman söfnuð Drottni til sæmdar, og að gæta þess það enginn mætti eftir oss
segja nokkuð vont slíkrar auðigrar næringar hálfu, sem fyrir oss verður saman
dregin, og vakta að það færi sæmilega, eigi alleinasta fyrir Drottni, heldur
einninn líka fyrir mönnum.

Svo höfum vér og sent með þeim bróður vorn, þann vér höfum oft reynt í mörgum
greinum það hann sé kostgæfinn, en nú miklu kostgæfnari. Og vér höfum mikið
traust á yður, sé það Títus vegna (sem er minn lagsmann og hjálparmaður yðar á
milli) eður vegna vorra bræðra (hverjir að eru postular samkundanna og dýrðar
Krists) fyrir því hafið í ljósi auðsýning yðvars kærleika og vorrar hrósanar
um yður viður þessa einninn í augliti safnaðanna.[Níundi kapítuli]

Því af þessari næringarbjörg, sem þeim heilögum sker, er mér eigi þörf á að
skrifa yður til um því að eg veit yðvarn góðan vilja, hvar af eg hrósa hjá
þeim úr Makedónía og segi það Akkaia er fyrir tólf mánuðum reiðubúin. Og yðart
eftirdæmi hefir marga til knúið. En eg hefi af því þessa bræður hingað sent
svo það vor hrósan út af yður yrði ei að öngu í þeirri grein og þér séuð
reiðubúnir líka svo sem að eg hefi sagt út af yður svo að ef þeir úr Makedónía
kæmu meður mér og fyndi yður óviðurbúna svo vér (eg vil eigi segja þér) verðum
ekki skammaðir með slíkri hrósan.

En eg hefi álitið það fyrir nauðsyn að áminna bræðurna það þeir færi fyrst til
yðar að reiðubúa þessa áðurlofaða blessan það hún sé til reiðu svo sem það sé
blessan, en engin ágirni. En eg segi það hver hann sáir sparlega, sá mun
sparlega uppskera, og hver hann sáir niður í blessanum, sá mun og einninn í
blessanum uppskera, hver einn eftir sínu hugboði, eigi meður óvilja eður kúgan
því að hýran gjafara hefir Guð sér kæran.

Því Guð er máttugur að gjöra það allsháttuð náð sé gnógleg meðal yðar svo að
þér hafið allsgnægð í öllum hlutum og yfirgnæfið í öllum góðum verkum. Svo sem
að skrifað er: Hann útdreifði og gaf fátækum, hans réttlæti blífur um aldir
alda. En sá er sæðið gefur kornsæðaranum, sá mun og gefa brauðið til
fæðslunnar, hann mun og margfalda yðvart sæði og aukast láta frjóvgan yðvars
réttlætis það þér séuð auðugir í öllum hlutum með allan einfaldleik sem fyrir
oss verkar þakkargjörð Guði. *

Því að sú næringarstoð þessarar bjargar uppfyllir ekki alleinasta þá nauðþurft
heilagra, heldur yfirgnæfir einninn í því það margir þakka Guði fyrir þessa
vora trúa þjónustu og prísa Guð yfir yðvarri hlýðugri viðurkenningu Krists
guðsspjalla og yfir yðvarri einfaldlegri hjálparstoð til þeirra og til allra
og yfir þeirra bænum fyrir yður, hverja að forlengir eftir yður fyrir
sakir þeirrar yfirgnæfanlegrar Guðs náðar í yður. En Guði sé þakkir fyrir sína
óumræðilega gáfu.


Tíundi kapítuli

En eg, Páll, beiði yður fyrir góðgirnd og hógværi Krists, sá sem að í nálægð
er lágur yðar á milli, en í fjarska em eg þanninn djarfur við yður. Því bið eg
yður það mér sé ekki þörf nálægum djarflega að höndla og þá djörfung frammi
hafi sem mér verður til lögð viður suma þeir oss akta sem gengu vér eftir
holdsins plagsið. Því þótt vér göngum í holdinu, þá skríðum vér þó eigi eftir
holdlegum plagsið því að herskrúði vors riddaraskapar er eigi holdlegur,
heldur máttugur fyrir Guði til niðurbrots þeirri staðfestu, hvar með vér niður
brjótum þá ásetning og alla hæð sem að sig upp hefur í gegn Guðs viðurkenningu
og að herfangi tekur alla skynsemd undir Krists hlýðni og erum reiðubúnir að
hefna allrar óhlýðni þá er yðar hlýðni er uppfyllt. Dæmi þér eftir áliti.

Treystir nokkur þar upp á það hann sé Krists, þá þenki sá einninn þetta hjá
sjálfum sér, það líka sem að hann heyrir Kristi til, svo heyru vér einninn
Kristi til. Og þó að eg hrósaði mér nokkuð framar út af þeirri vorri makt sem
Drottinn hefir oss gefið yður til betrunar og ekki til fordjörfunar, þá munda
eg þó ekki til skammar verða. En þetta segi eg upp á það þér látið yður ei
þykja sem hefða eg viljað skelfa yður með bréfum. Því að þau bréfin (segja
þeir) eru þung og sterk, en nálægð líkamans er veik og málið forsmánarlegt.
Hver þess konar er, hann þenki það líka sem vér erum með orðin í bréfunum í
fráverunni, svo dirfunst vér einninn að vera með gjörninginum í nálægðinni.

Því að vér dirfunst ekki að reikna oss eður telja meðal þeirra sem sig sjálfir
lofa. En með því þeir meta sig hjá sjálfum sér og halda svo einasta nokkuð út
af sér sjálfum, þá undirstanda þeir ekkert. En vér hrósum oss ekki
yfir mál fram, heldur alleinasta eftir skammti þeirrar reglu þar eð Guð hefir
oss þann skammt með afmetið: Að geta náð einninn allt til yðar. Því að vér
fórum ekki of langt í frá svo sem að hefðu vér eigi náð getað allt til yðar.
Því vér erum komnir allt til yðar meður Krists guðsspjöllum og hrósum oss ekki
fram yfir það mál í annarlegu erfiði og vonum nú nær yðar trú frjóvgast í yður
það vér munum víðara komast eftir vorri reglu og predika einninn þetta
evangelium þeim sem hinumegin yðar búa og hrósa oss ekki í því sem með
annarlegri reglu er tilbúið.


Ellifti kapítuli

En hver sér hrósar, sá hrósi sér í Drottni. Því fyrir það er enginn reyndur
það hann lofar sig sjálfur, heldur það Drottinn lofar hann. Gæfi Guð þér
þylduð mér litla eina fávisku til góða, að sönnu þolið þér mér hana til góða.
Því eg vanda um við yður með guðlegu vandlæti því að eg hefi fastnað yður
einum manni svo að eg í hendur selda Kristi skírlífa mey. En það óttunst eg að
líka sem höggormurinn tældi Evu með sinni fláræði, svo líka megi og
fordjarfast yðar hugskot og af falla í frá þeim einfaldleik, sem að er í
Kristo, í því ef sá sami, sem til yðar kemur, predikaði einn annan Jesúm, þann
vér höfum ei predikað, eða ef þér meðtækið annan anda, þann þér höfðuð ekki
meðtekið, elligar annað evangelium, það þér höfðuð ekki meðtekið, þá umliðu
þér þá réttlega.

Því að eg held það eg sé eigi minni heldur en þeir hinir æðstu postular eru.
Og þótt eg sé fáfróður í málinu, þá em eg þó eigi fáfróður í viðurkenningunni
því eg em hjá yður öldungis vel kenndur. Eða hefi eg syndgast í því það eg
minnkaða mig svo að þér upphefðust því að eg hefi kunngjört yður þetta
evangelium fyrir ekkert? Og því hefi eg svipt aðrar samkundur og verðlaunin
frá þeim tekið, það eg predikaði yður. Og þann tíð eg var hjá yður nálægur og
mig skorti, var eg öngum þungur því mína nauðþurft uppfylltu þeir
bræður sem komu af Makedónía. Og í öllum hlutum gætta eg mín að vera utan
þyngsla við yður, og svo vil eg gæta mín héðan í frá.

Því svo sannarlega sem Krists sannleikur er í mér, þá skal mér þessi hrósan í
héruðum Akkaia ekki tilstífld verða. Hverninn þá það? Að eg skylda eigi elska
yður? Guð veit það. En hvað eg gjöri og vil gjöra, það gjöri eg fyrir það að
eg afkvisti þeim það tilefni, sem tilefnis fara á leit, það þeir mættu hrósa
sér að þeir sé svo sem vér. Því að þess háttar falspostular og sviksamlegir
erfiðismenn umvenda sér til Krists postula. Og það eru eigi undur því sjálfur
andskotinn umsnýr sér stundum til ljóssins engils. Fyrir því er það eigi
mikils vert þótt hans þénarar umvendi sér einninn til réttlætisins predikara,
hverra endalok munu verða eftir þeirra verkum.

Eg segi nú enn aftur það enginn meini það eg sé fávís. En ef eigi þá meðtakið
mig sem annan fávísan svo það eg hrósi mér einninn nokkuð lítið. Hvað eg tala
nú, það tala eg eigi svo sem í Drottni, heldur svo sem í fávisku. Með því vér
erum í hrósunina komnir, að því margir hrósa sér eftir holdinu, vil eg einninn
hrósa mér því að þér umlíðið gjarnan fáfróða með því þér eruð sjálfir vitrir.
Þér umlíðið þótt nokkur hneppi yður í þrælkan, þótt nokkur skammyrði yður,
þótt nokkur taki frá yður, þótt nokkur hrokist upp við yður, þótt nokkur slái
yðra ásjánu. Þetta segi eg eftir óvirðing svo sem að væru vér breyskvir
vorðnir.

Í hverju helst sem það nokkur er djarfur (eg tala í heimsku), þá em eg einninn
djarfur. Þeir eru ebreskir, eg einninn. Þeir eru Íraelíti, eg einninn. Þeir
eru Abrahams sæði, eg einninn. Þeir eru Krists þénarar (eg tala heimskulega).
Eg em miklu framar. Eg hefi meir erfiðað, eg hefi meiri högg liðið, eg em
oftar fanginn verið, oftar í dauðans hættu. Af Gyðingum hefi eg fimm sinnum
féngið xl slög einu færra, þrisvar sinnum em eg húðstrýktur, einu sinni
grýttur, þrisvar hefi eg skipbrot liðið, dag og nótt var eg í sjávardjúpi. Oft
þá hefi eg í ferðum verið, eg em verinn í háskasemdum til vats, í
háskasemdum meðal morðingja, í háskasemdum millum Gyðinga, í háskasemdum meðal
heiðinna, í háskasemdum í borgum, í háskasemdum á eyðimörku, í háskasemdum á
sjó, í háskasemdum meðal falskra bræðra, í eymdum og erfiði, í miklum vökum, í
hungri og þorsta, í miklum föstum, í kulda og klæðleysi.

Fyrir utan það sem hið innra kann við að bera, einkum það eg daglega verð
yfirrunninn, berandi áhyggju fyrir öllum söfnuðum. Hver er veikur og að eg
verði eigi veikur? Hver verður svo hneykslaður að eg stikna ekki? Ef eg skal
þó hrósa mér, þá vil eg hrósa mér míns breyskleika. Guð og faðir vors Drottins
Jesú Kristi, sá blessaður er um aldir, veit það eg lýg ekki að til Damasko það
landstjórnari konungsins Areta lét geyma borgina Damaskum og vildi láta grípa
mig. Og eg varð látinn út um vindaugað í ofan fyrir múrinn og svo flýða eg úr
hans höndum.


Tólfti kapítuli

Þó að hrósunin sé mér ekki nytsamleg, þá vil eg þó koma við sjónirnar og
opinberingar Drottins. Eg þekki mann í Kristo. Fyrir fjórtán árum var hann í
líkamanum? Það veit eg eigi. Eða var hann utan líkama? Veit eg eigi. Guð veit
það. Sá sami varð rykktur allt upp í hinn þriðja himin. Og eg þekki glöggt
þann mann - hvort hann var í líkama eður utan líkama, veit eg eigi, Guð veit
það -hann varð upp rykktur í Paradís og heyrði óumræðileg orð, þau sem enginn
mann fær út talað. Af þessu vil eg mér hrósa, en af sjálfum mér til vil eg
eigi hrósa mér nema einasta míns breyskleika. Og þótt að eg vilda mér hrósa,
gjörða eg ekki fyrir það fíflslegana því að eg vil segja sannleikinn. En eg
sporna við því þar fyrir það enginn haldi mig æðra en svo sem hann á mér sér
eða af mér heyrir.

Og svo að eg stæri mig ekki af mikilleik þessara opinberinga er mér gefinn
%fleinn í holdið, einkum andskotans
eyrindreki, hver mig með knefum slær upp á það eg stæri mig ekki, um hvað eg
hefi beðið Drottin þrisvar það hann víki í burt frá mér, og hann sagði til
mín: Lát þér nægja mína náð því að minn kraftur er í breyskum máttugur. Fyrir
það vil eg sem fegnastur hrósa mér míns breyskleika svo að kraftur Krists
byggi meður mér. * Fyrir því em eg góðhugaður í breyskleikum, í vanvirðingum,
í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum Krists vegna. Því nær eg em breyskur, þá em
eg öflugur.

Eg em fífl vorðinn af þeirri hrósan. Þar hafi þér þvingað mig til. Því að eg
skylda lofast af yður af því að eg em öngvan mun minni en hinir æðstu postular
hverninn þó að eg sé ekkert af því þar eru postulateikn gjörð yðar á milli í
allri þolinmæði, í táknum, í stórmerkjum og kraftaverkum. Því í hverju er það
að þér eruð minni háttar en aðrar samkundur nema alleinasta í því það eg
veitta yður eigi sjálfur neinn þunga? Fyrirlátið mér þann glæp. Sjáið, eg em
reiðubúinn í þriðja sinn að koma til yðar, og eg vil eigi vera yður þungur að
því eg spyr eigi eftir yðru, heldur að yður. Því börnin eiga öngvar nægtir
foreldrunum saman að draga, heldur foreldrarnir börnunum.

En eg vil sem fegnastur gefa mig út og útgefinn verða fyrir yðrar sálir hversu
sem eg elska yður mjög og eg þó lítt elskaður verð. En látið svo vera það eg
hafi ekki gjört yður þyngsl, heldur með því eg var slægur, veidda eg yður með
slægðum. En hefi eg nokkurn á tálar dregið fyrir einhvern þeirra sem eg senda
til yðar? Eg áminnta Títum og sendi með honum einn bróður. Hefir Títus nokkuð
tælt yður? Höfu vér ekki í einum anda og í sömu fótsporum gengið? Látið yður
nú þykja aftur það vér forsvörum oss við yður. Vér tölum í Kristo fyrir Guði.

En allt þetta sker yður, mínir kærustu, til betranar. Því eg óttunst, ef að eg
kem, það eg finni yður ekki svo sem að eg vil og þér finnið mig ekki einninn
sem þér viljið svo þar sé ekkert hat, agg, reiði, þræta, bakmælgi, kvis,
hrokaskapur og órói yðar á milli svo að þá er eg kem það Guð niðurlægi mig enn
aftur að nýju hjá yður og eg hljóti ekka að líða yfir mörgum þeim er
áður höfðu syndgast og öngva yfirbót gjörðu fyrir þann óhreinleik, hóranir og
óráðvendi sem þeir hafa framið.


Þrettándi kapítuli

Komi eg í þriðja sinn til yðar, svo skal í tveggja eður þriggja votta munni
standa öll málaferli. Eg sagða yður það áður fyrir, og eg segi yður það
fyrirfram svo sem nálægur í annað sinn og skrifa yður það nú til fjarlægur sem
áður til forna höfðu syndgast og öllum hinum öðrum: Því ef eg kem aftur í
annað sinn, vil eg eigi spara af því þér leitið eftir það þér einnhvern tíma
verðið varir þess sem í mér talar, einkanlega Krists sem ekki er breyskur yðar
í milli, heldur máttugur er meðal yðar. Og þótt hann sé krossfestur í
breyskleika, þá lifir hann þó af Guðs krafti. Og þó að vér séum einninn
breyskvir í honum, þá lifum vér þó með honum í Guðs krafti meðal yðar.

Reynið yður sjálfir hvort þér eruð í trúnni. Reynið yður sjálfir eða þekki þér
ekki sjálfir yður það Jesús Kristur er í yður? Nema það sé að þér séuð
gæskulausir. En eg vona að þér þekkið það vér erum eigi gæskulausir. En eg bið
þess Guð að þér hafist ekkert vont að, eigi upp á það að vér sýnunst
gæskufullir, heldur upp á það þér gjörið hið góða og vér séum svo sem þeir
hinir gæskulausir. Því að vér megum ei nokkuð í gegn sannleikanum, heldur
fyrir sannleikinn. Því gleðju vér oss, þá vér erum breyskir, en þér eruð
máttugir. Og það sama æskjum vér einninn, einkum yðra algjörvi, hvar fyrir eg
skrifa slíkt fráverandi svo að eg þurfi ekki, þá eg em nálægur, harðindi fram
að hafa eftir þeirri makt sem Drottinn hefir mér til betrunar, en ekki til
fordjörfunar gefið.

Hvað að auk er, góðir bræður, gleðjið yður. Verið fullkomnir, hugstyrkið yður,
verið samlyndir, verið friðsamir. Þá man Guð friðarins og ástseminnar vera með
yður. Heilsið hver öðrum innbyrðis með heilögum kossi. Yður heilsa
allir helgir. Náð vors Drottins Jesú Kristi og Guðs kærleiki og samtenging
heilags anda sé með yður öllum. Amen.

Sá annar pistill til þeirra í Korintíu, sendur frá Filippen í Makedónía fyrir
Títon og Lúkam.

Formáli yfir pistlinum til Galatas

Hinir í Galatia voru fyrir hinn heilaga Pál snúnir til réttrar kristilegrar
trúar og til guðsspjallanna í frá lögmálinu. En eftir hans burtför komu
falspostular, hverjir þó voru lærisveinar réttferðugra postula, og sneru þeim
í Galatia um aftur svo það þeir trúðu að þeir hlyti fyrir lögmálsins verk
hjálplegir að verða, og þeir syndguðu ef þeir héldi ekki lögmálsins verkin svo
sem (Act. xv) til Jerúsalem einninn nokkrir mætamenn fram báru.

Þessum að gegna hefir hinn heilagi Páll sitt embætti hátt upp og vill sig eigi
minna stéttar mann haldinn hafa en einn annan postula og hrósar alleinasta af
Guði sínum lærdómi og embætti svo að hann þessa hrósan hinna fölsku postula,
sem sig meður þeirra réttferðugra postula verkum og nafni studdu, niðurkefði
og segir það sé ekki rétt þótt að einninn einn engill öðruvís predikaði eða eg
sjálfur. En eg þegi um það nær postula lærisveinar eða þeir sjálfir öðruvís
lærðu. Þetta gjörir hann í fyrsta og öðrum kapítula og ályktar það að hver
einn hljóti alleinasta fyrir Kristum án verðskuldanar, án verka og án lögmáls
réttlátur að verða.

Í hinum þriðja og fjórða sannprófar hann það allt með skriftinni, eftirdæmum
og líkingum og bívísar það að lögmálið afli miklu meir synda og fyrirmælingar
og bölvanar heldur en réttlætis, hvert alleinasta út af náðinni af Guði til
sögð, fyrir Kristum án lögmáls er uppfyllt og oss gefið. Í fimmta og
sétta lærir hann þá kærleiksins verk sem trúnni skulu eftir fylgja.


S. Páls pistill til Galatas
Fyrsti kapítuli

Páll einn apostuli, eigi af mönnum né heldur fyrir manninn, heldur fyrir Jesúm
Kristum og Guð föður, sá hann upp vakti af dauða, og allir þeir bræður sem meður
mér eru.

Söfnuðunum í Galatia. Náð sé með yður og friður af Guði föður og vorum Drottni
Jesú Kristo sem sjálfan sig hefir út gefið fyrir vorar syndir það hann
frelsaði oss í frá þessari nálægri vondri veröld eftir Guðs vilja og vors
föðurs, hverjum að sé dýrð um aldir alda, amen.

Mig undrar það að þér létuð svo snart snúa yður í frá þeim sem yður kallaði í
náðina Krists upp á annað evangelium sem þar er þó ekkert annað utan það að
þar eru þeir nokkrir sem yður villa og umsnúa vilja Krists evangelio. En þó að
vér eða engill af himni predikaði yður annað evangelium en það vér höfum
predikað yður, sá sé bölvaður. Svo sem vér sögðum nú í stað, svo segjum vér
enn aftur að nýju það ef nokkur predikar yður annað evangelium en það þér
hafið meðtekið, sé sá bölvaður. Predika eg það nú mönnum eða Guði til
þjónustu? Eða þenki eg mönnum þekkur að vera? Því ef eg hefði hingað til
mönnum þekkur verið, þá væri eg ekki Krists þénari.

En eg kunngjöri yður, kærir bræður, að það evangelium, sem af mér er predikað,
er ekki af mönnum. Því að eg hefi það af öngum manni meðtekið né lært, heldur
fyrir opinberan Jesú Kristi. Því að þér hafið vel heyrt mitt athæfi forðum
daga í júðadómnum það eg ofsókti yfirmáta Guðs safnan og fram yfir marga mína
jafningja í mínu kyni og vandlætti yfirmáta um feðranna setninga. En
þá það þókknaðist Guði, sá mig hefir skilið í frá minnar móður kviði og kallað
fyrir sína náð, það hann opinberaði í mér sinn son svo að eg skylda kunngjöra
hann meðal heiðinna þjóða. Og jafnsnart fór eg eigi til og hafða tal af holdi
og blóði og eigi kom eg aftur í Jerúsalem til þeirra sem fyrri mér voru
postular, heldur fór eg burt í Arabíam og kom svo aftur til Damasko. Eftir það
að þremur árum liðnum kom eg til Jerúsalem að sjá Petrum, og eg staðnæmdist
hjá honum fimmtán daga. En annan af postulunum sá eg öngvan nema Jakobum,
bróður Drottins. Og það eg skrifa yður, sjáið, Guð veit það eg lýg ekki.

Eftir það kom eg í landsálfur Sýrie og Kilitie. En eg var ókenndur að yfirliti
Krists söfnuðum í Júdea. En þeir höfðu alleinasta heyrt það, sá oss áður til
forna ofsókti, hann predikar nú trúna, hverja hann áður sturlaði, og vegsömuðu
Guð yfir mér.


Annar kapítuli

Síðan eftir fjórtán ár dró eg upp aftur til Jerúsalem meður Barnaba og tók
einninn Títum meður mér. En eg fór upp þangað eftir opinberan og hafði tal við
þá um það evangelion eð eg predikaði meðal heiðinna þjóða, en sérlega þó við
þá sem álitið höfðu svo að eg hlypa ekki forgefins eða hlaupið hefði. Og
Títus, sá meður mér var, þrengdist eigi heldur til að láta umskera sig þótt
hann væri girskur. Því að þá eð nokkrir falskir bræður höfðu sér með innþrengt
og þar jafnframt innlæðst til að skoða vort frelsi, hvert vér höfum í Jesú
Kristo, svo það þeir þrælkuðu oss, þá viku vér þeim ekki til stundar
undirgefinn að vera upp á það að sannleikurinn evangelii staðnæmdist hjá yður.

En af þeim sem álitið höfðu - hvað þeir voru fyrr meir, varðar mig öngu því að
Guð skeytir ekki áliti mannsins - en mig hafa þeir, sem álitið höfðu, ekki
annað lært. Heldur þar í mót þann tíð þeir sáu það mér var tiltrúað það
evangelion til yfirhúðarinnar líka svo sem Pétri það evangelion til
umskurnarinnar því að sá með Pétri er verinn kröftugur til postulaembættis
meðal umskurnarinnar, sá sami er einninn meður mér kröftugur verinn meðal
heiðinna þjóða. Og þeir Jakobus, Kefas og Jóhannes (viðurkenndu þá náð sem mér
var gefin) sem fyrir stöplana voru álitnir, gáfu mér og Barnaba hendur og
samtóku með oss það vér predikuðum á meðal heiðinna þjóða, en þeir á meðal
umskurðarins, utan einasta það vér hugleiddum volaða, hvað eg lagða allt kapp
á að gjöra.

En þá Pétur kom til Antiokkiam í mót, stóð eg hann undir augum því að sakferli
var yfir hann komið. Af því að áður - til forna - en það nokkrir komu í frá
Jakobo, þá át hann með heiðingjum, en þá þeir komu, forðaði hann sér og
fráskildi sig þeim af því hann óttaðist þá af umskurninni. Og þeir aðrir
Gyðingar hræsnuðu með honum svo það Barnabas varð einninn afvegaleiddur í
þeirra hræsni. En þá eg sá það þeir gengu eigi rétt eftir sannleik
guðsspjallsins, sagða eg til Péturs fyrir öllum opinberlega: Fyrst þú, sá sem
ert Gyðingur, lifir sem heiðingjar og eigi sem Gyðingar, hvar fyrir þvingar þú
þá hina heiðnu til að lifa sem Gyðingar? Þótt að vér séum af náttúru Gyðingar
og öngvir syndarar út af heiðnum þjóðum, en á meðan vér vitum það maðurinn
verður ekki réttlátur fyrir lögmálsins verk, heldur fyrir trúna á Jesúm
Kristum, svo trúum vér og einninn á Kristum Jesúm upp á það vér verðum
réttlátir fyrir trúna á Kristum og ekki fyrir verkin lögmálsins.

Fyrir því verður fyrir verkin lögmálsins ekkert hold réttferðugt. En skyldu
vér, hverjir eftirleitum fyrir Kristum réttlátir að verða, nú einninn sjálfir
syndugir fundnir verða, þá væri Kristur einn syndaþénari. Það sé fjarri. Því
ef eg byggi það upp aftur hvað eg hefi niðurbrotið, þá gjöri eg mig sjálfan að
yfirtroðslumanni. Því eg em fyrir lögmálið lögmálinu dáinn svo að eg lifi
Guði. Eg em með Kristi krossfestur, en eg lifi, nú þó ekki eg, heldur lifir
Kristur í mér. Því hvað eg lifi nú í holdinu, það lifi eg í trúnni Guðs sonar,
sá mig hefir elskað og sjálfan sig út gefið fyrir mig. Eigi snara eg
Guðs náð á burt. Því ef fyrir lögmálið kemur réttlætið, þá er Kristur
forgefins dáinn.


Þriðji kapítuli

Þér skynsemdarlausir Galati, hver hefir töfrað yður það þér hlýdduð ekki
sannleiknum, hverjum þó Jesús Kristus var fyrir augum málaður og nú á meðal
yðar krossfestur er? Það alleinasta vil eg nema af yður hvort þér hafið
meðtekið andann fyrir verkin lögmálsins eða fyrir predikun[in]a af trúnni. Eru
þér svo skynlausir? Hvað þér hafið upp byrjað í andanum, því vilji þér nú í
holdinu áfram halda. Hafi þér þá liðið svo margt fyrir ekki? -ef það er annars
fyrir ekki. Sá sem yður gefur nú andann og gjörir slíka gjörninga meðal yðar,
gjörir hann þá fyrir verkin lögmálsins eða fyrir predikun[in]a af trúnni? Líka
svo sem Abraham trúði Guði og það er honum reiknað til réttlætis. Svo viti þér
nú þá það þeir sem trúarinnar eru að þeir eru Abrahams börn.

En ritningin hefir þetta áður til forna fyrir séð það Guð réttláta gjörir hina
heiðnu fyrir trúna. Af því kunngjörði hún það Abraham fyrirfram: Í þér skulu
allar þjóðir blessaðar verða. Líka svo munu þeir, sem trúarinnar eru, blessast
meður hinum trúaða Abraham. Því svo margir sem við lögmálsins verkin fást,
þeir eru undir bölvaninni því að skrifað er: Bölvaður sé sá hver sem ekki
blífur í öllu því eð skrifað er í lögmálsbókinni svo hann gjöri það. En það að
fyrir lögmálið verði enginn réttlátur fyrir Guði, þá er opinbert því að
réttlátur lifir af trú sinni. En lögmálið er ekki af trúnni, heldur sá maður,
sem það gjörir, man lifa þar fyrir. En Kristur hefir leyst oss frá bölvan
lögmálsins þann tíð hann varð bölvan fyrir oss því að skrifað er: Bölvaður sé
sá hver sem á tré hangir, svo að blessan Abrahe kæmi meðal heiðinna þjóða í
Kristo Jesú og að vér meðtækjum svo fyrirheitið andans fyrir trúna.

Kærir bræður, eg vil tala eftir mannlegum plagsið. Enginn vanrækir
mannsins testament (nær það er staðfest) né eykur þar við. Nú eru þó
fyrirheitin Abrahe og hans sæði til sögð. Eigi segir hann sæðunum svo sem
fyrir mörg, heldur svo sem fyrir eitt, fyrir þitt sáð, hvert að er Kristur. En
eg segi þar af að það testament, sem áður til forna er staðfest upp á Kristum,
verður ekki ónýtt gjört svo það fyrirheitið skyldi fyrir lögmálið enda taka,
hvert að gefið er fyrir fjórum hundruðum og þrjátigi árum þar eftir. Því ef að
arfleifðin yrði fyrir lögmálið afrekuð, þá yrði hún ekki fyrir fyrirheitið
gefin, en Guð hefir fyrirheitsins vegna gefið hana Abraham.

Hvar til skal þá lögmálið? Það er vegna yfirtroðslunnar tilsett þangað til það
sæðið kæmi, hverju fyrirheitið var skeð og er tilsett af englunum fyrir hönd
meðalgöngumannsins. En meðalgöngumaðurinn er eigi aðeins einkameðalgöngumaður,
en Guð er einn.

Hverninn þá? Er lögmálið nú í gegn Guðs fyrirheiti? Það sé fjarri. Því ef þar
væri það lögmál út gefið sem lífgað gæti, sannarlega þá kæmi réttlætið út af
lögmálinu. En ritningin hefir það allt innilukt undir syndinni svo að það
fyrirheit, sem kemur fyrir trúna á Jesúm Kristum, gæfist trúuðum. En áður sú
trúa kom, varðveittust vér undir lögmálinu og inniluktir upp á þá trú sem
opinber skyldi verða.

Líka svo var lögmálið vor hegningarmaður til Krists svo að vér réttlættunst
fyrir trúna. En nú eð trúan er komin, þá erum vér eigi lengur undir þeim
tyftunarmanni. Því að þér eruð allir Guðs börn fyrir trúna á Jesúm Krist. Því
að svo margir af yður sem eruð skírðir, þér hafið Kristi íklæðst. Hér er eigi
Gyðingur né girskur, hér er eigi þræll né frelsingi, hér er eigi kall né
kvinna. Því að þér eruð allir eitt í Kristo Jesú. En fyrst þér eruð Krists, þá
eru þér Abrahams sæði og eftir fyrirheitinu erfingjar. *Fjórði kapítuli

En eg segi: Svo lengi sem erfinginn er barn, þá er á milli hans og þjónsins
enginn greinarmunur þó að hann sé herra alls góssins, heldur er hann undir
forverurunum og fjárhaldsmönnum allt til ásetts tíma af föðurnum. Líka vér
einninn þá vér vorum börn, voru vér þrælkaðir undir þessa heims setningum. En
þá uppfylling tímans var komin, útsendi Guð sinn son, fæddan af kvinnu og
lögmálinu undirvorpinn, upp á það að hann frelsaði þá sem undir lögmálinu voru
svo að vér meðtækjum sonarleifðina. En með því þér eruð börnin, hefir Guð sent
anda síns sonar í yðar hjörtu, kallandi: Abba, kæri faðir. Svo er hér nú
enginn þræll meir, heldur börn ein. En eru það börn, þá eru það einninn arfar
Guðs fyrir Kristum.

En þá þér þekktuð ekki Guð, þjónuðu þér þeim sem af náttúru eru öngvir guðir.
En nú þér hafið Guð þekkt (já miklu framar eruð af Guði þekktir) hverninn
vendi þér yður þá um aftur til þeirra breyskra og nauðþurftugra setninga,
hverjum þér viljið nú aftur að nýju þjóna? Þér haldið daga og mánuði,
helgihöld og ártíðir. Eg em óttasleginn um yður það eg hafi (kann vera) til
einskis erfiðað hjá yður. Verið svo sem að eg em því að eg em svo sem þér.

Kærir bræður, (eg beiði yður) þér hafið ekki neitt mein mér gjört. Því að þér
vitið það eg predikaði yður evangelion í fyrsta sinn í veikleika eftir
holdinu. Og mína freistni, sem eg leið eftir holdinu, fyrirlitu þér ekki né
forsmáðuð, heldur svo sem annan Guðs engil meðtóku þér mig, já, líka sem
Kristum Jesúm. Ó, hó, hve sælir voru þér í það sinni. Því eg ber yður það
vitni ef mögulegt hefði verið að þér hefðuð yðar augu út slitið og gefið mér.
Em eg þá svo vorðinn yðar óvin það eg segi yður sannindin?

Þeir vanda eigi vel um yður, heldur vilja þeir gjöra yður mér frásnúna svo að
þér skuluð vanda um þá. Umvandanin er góð nær hún sker ætíð um hið góða, og
ekki alleinasta þá eg em nálægur í hjá yður. Mín kæru barnakorn, þau
eð eg enn nú aftur í annað sinn með angist fæði þangað til að Kristur ímyndast
yður. En eg vilda það eg væra nú hjá yður og gæti minni raust umskipt því að
eg em sorgbitinn yfir yður.

Segið mér, þér sem undir lögmálinu viljið vera, hafi þér ekki heyrt lögmálið?
Því að skrifað er það Abraham hafði tvo sonu, einn af ambáttinni og einn af
eiginkonunni. En sá af ambáttinni var, er fæddur eftir holdinu, en hann af
eiginkonunni, er fyrir fyrirheitið fæddur, hver orð eð hafa andlega meining
því að þetta eru þau tvö testamenta, eitt af fjallinu Sína það er til
þrælkunar fæðir, hver að er Agar. Því að Agar heitir í Arabía fjallið Sína og
strekkir sig allt þangað sem nú í þennan tíma er Jerúsalem og er í þrælkan með
sínum börnum.

En hin Jerúsalem sem er þar uppi, hún er eiginkonan, hver að er móðir vor því
að skrifað er: Vert glöð, hin óbyrja, þú sem ekki fæðir. Brjóst fram og kalla
sem ekki ert þunguð. Því að hin einsama hefir miklu fleiri börn en hún er
manninn hefur. En vér, kæru bræður, erum Ísaks börn eftir fyrirheitinu.

En líka sem í þann tíma að sá eftir holdinu var fæddur, ofsókti þann sem eftir
andanum var fæddur svo er það nú einninn. En hvað segir ritningin? Rek burt
ambáttina og son hennar því að ambáttarsonurinn skal ekki erfa með syni
eiginkonunnar. Svo erum vér nú, kærir bræður, ekki ambáttarinnar börn, heldur
eiginkonunnar. *


Fimmti kapítuli

Svo standið nú í því frelsi þar Kristur hefir frelsað oss með, og látið ekki
færa yður aftur í það þrældómsokið. Sjáið, eg, Páll, segi yður það ef svo er
að þér látið umskera yður, þá er Kristur ekki yður nytsamur. Eg vitna enn
sérhverjum manna það aftur sem sig lætur umskera að hann er enn nú allt
lögmálið skyldugur að gjöra. Þér eruð Kristi fráskildir sem fyrir
lögmálið viljið réttlátir vera og eruð náðinni fráfallnir. En vér vonum í
andanum fyrir réttlætisins trúna, hverja vér hljótum að vona. Því að í Kristo
Jesú gildir hvorki umskurn né yfirhúð nokkuð, heldur sú trúa sem fyrir
kærleikinn verkar. Þér hlupuð fínlega. Hver aftraði yður sannleiknum eigi að
hlýða? Þessi fortala er eigi af honum sem yður hefir kallað. Lítið súrdeig
sýrir allt deigið.

Eg forsé mig þess til yðar í Drottni það þér munuð ekki öðruvís sinnaðir vera.
En hver yður villir, sá mun bera sinn dóm. Hann sé hver hann vill. En eg,
kærir bræður, ef eg predika nú umskurnina, hvar fyrir líð eg þá ofsóknina? Þá
er og af skafin krossins hneykslan. Gæfa Guð það þeir yrði og afsniðnir sem
yður sturla. En þér, kærir bræður, eruð til frelsisins kallaðir. Einasta sjáið
svo til það þér gefið fyrir frelsið holdinu ekkert tilefni, heldur fyrir
kærleikann, þá þjóni hver öðrum. Því að öll lög verða í einu orði uppfyllt, í
því: Elska þinn náunga sem sjálfan þig. En ef svo er það þér tönnlið og tyggið
hver annan innbyrðis, þá sjáið til það hver yðar svelgist ekki af öðrum.

En eg segi: Gangið í andanum. Þá munu þér ekki fullkomna holdsins girndir. Því
að líkaminn girnist í móti andanum og andinn í móti líkamanum. Og þessir eru
hvor í móti öðrum svo þér gjörið ekki hvað þér viljið. En ef andinn stjórnar
yður, þá eru þér ekki undir lögmálinu. Því holdsins verk eru opinber svo sem
að er hórdómur, frillulifnaður, saurlífi, lausung, skurgoðadýrkan, fjölkynngi,
fjandskapur, hat, agg, reiði, þræta, sundurþykkja, tvídrægni, öfundskapur,
manndráp, ofdrykkja, ofát og þessu líkt, út af hverjum eg hefi áður fyrri sagt
og segi enn nú fyrir það þeir sömu sem þetta gjöra, erfa ekki Guðs ríki. En
hér í gegn er ávöxtur andarins, kærleiki, fögnuður, friður, þolinmæði,
blíðleiki, góðgirni, trú, hógværð, hreinlífi. Í gegn slíkum er ekki lögmálið.
Því þeir sem Kristi tilheyra, krossfesta sitt hold með girndum og
tilhneigingum. *Sétti kapítuli

Fyrst vér lifum í andanum, þá göngum og einninn í andanum og verum eigi
ágjarnir hégómadýrðar hver annan innbyrðis að reita og að öfunda. Kærir
bræður, ef maðurinn verður í einhverjum glæp hindraður, þá leiðréttið hann með
hógværum anda, þér sem eruð andlegir. Og haf gát á sjálfum þér það þú verðir
ekki freistaður. Einn beri annars byrði og svo munu þér uppfylla Krists
lögmál. En ef einhver lætur sér þykja það hann sé nokkuð (sem hann er þó
ekkert), sá tælir sjálfan sig. Hver einn reyni sín eigin verk, og þá man hann
á sjálfum sér hrósan hafa, og eigi á einum öðrum því að hver einn man sína
byrði bera.

En sá er leiðréttur verður með orðinu, hann býti honum allsháttuðum auðæfum
sem hann leiðréttir. Farið eigi villir vega. Guð lætur ekki að sér hæða. Því
hvað maðurinn sáir niður, það man hann uppskera. Hver á holdið sáir niður, sá
man af holdinu skaðsemi uppskera, en hver í andanum niður sáir, sá mun af
andanum uppskera eilíft líf. Þreytunst vér eigi gott að gjöra því að sínum
tíma munu vér einninn óþrotnandi uppskera. Fyrst vér höfum nú tíðina, þá
gjörum gott hverjum manni, einna mest þeim sem er trúarinnar heimkynni. *

Sjáið, hve mörg orð eg skrifaði yður með eiginni hendi. Þeir eð sig vilja
þakknæma gjöra eftir holdinu, þeir þvinga yður til að umskerast einasta upp
það þeir verði eigi með krossi Krists ofsóktir. Því að þeir sjálfir sem sig
láta umskera, halda ekki lögmálið, heldur vilja þeir það að þér látið umskera
yður svo að þeir megi hrósa sér af yðru holdi. En fjarri mér sé að hrósast
nema einasta í krossi vors Drottins Jesú Kristi, fyrir hvern mér er heimurinn
festur og eg heiminum. Því að í Kristo Jesú dugir hvorki umskurn né yfirhúð
nokkuð, heldur ný skepna. Og svo margir sem eftir þessari %reglu ganga, yfir þeim sé friður og miskunn og yfir Írael
Guðs. Hér eftir gjöri mér enginn meiri mæðu því að eg ber jafnan
benjar Drottins á mínum líkama. Náð vors Drottins Jesú Kristi sé með yðrum
anda, kærir bræður. Amen.

Til þeirra í Galatia sendur af Róma.
Formáli yfir S. Páls pistil til Efesios

Í þessum pistli kennir hinn heilagi Páll í fyrstu hvað evangelium er, að það
sé alleinasta af Guði fyrir eilífar aldir fyrirhugað og fyrir Kristum forþénað
og útgengið svo að allir þeir, sem þar á trúa, verði réttferðugir, frómir,
lifandi, hjálplegir og af lögmálinu, syndinni og dauðanum frjálsir. Þetta
gjörir hann nú fyrir þá þrjá hina fyrstu kapítula.

Eftir það kennir hann að forðast þá hjálæru og mannaboðorð, þau sem með
innfærð verða, upp það að vér blífum við eitt höfuð öruggir, réttfallnir og
verðum alleina fullkomnir í Kristo, af hverjum vér höfum það algjörlega svo að
vér þurfum einskis utan hans. Það gjörir hann í fjórða kapítula.

Síðan kennir hann að iðka trúna og auðsýna með góðum verkum og syndir að
forðast og með andlegum vopnum að berjast í gegn djöflinum upp á það vér gætum
fyrir krossinn stöðugir staðist í voninni.


S. Páls pistill til Efesio
Fyrsti kapítuli

Páll apostuli Jesú Kristi fyrir Guðs vilja þeim heilögum sem eru til Efeso og
trúuðum á Kristum Jesúm.

Náð sé með yður og friður af Guði vorum föður og Drottni Jesú Kristo.

Blessaður sé Guð og faðir vors Drottins Jesú Kristi, sá oss hefir blessað með
alls háttaðri andlegri blessan í himneskri auðlegð fyrir Kristum svo sem hann
útvaldi oss fyrir þann sama áður en veröldin var grundvölluð það vér
skyldum vera heilagir og óstraffanlegir fyrir honum í kærleikanum og hefir
fyrirhugað oss í sonarleifðina til sjálfs síns fyrir Jesúm Kristum eftir
þókknan síns vilja til lofs sinni dýrðarlegri náð, fyrir hverja hann hefir oss
þakknæma gjört í sínum elskulega syni.

Í hverjum vér höfum endurlausnina fyrir hans blóð sem er syndanna fyrirgefning
eftir ríkdómi hans náðar sem oss er gnóglegana út skipt í alls háttuðum
vísdómi og forsjáleik og hefir oss vita látið leyndan dóm síns vilja eftir
sinni þókknan og hefir þann sama hér fram flutt fyrir hann það hann yrði
predikaður þá uppfylling tímanna væri komin upp á það að hann upprétti alla
hluti í Kristo, bæði þá sem á himnum og á jörðu eru, fyrir hann sjálfan, fyrir
hvern vær erum einninn til arfskiptis komnir, vér sem erum áður fyrirfram
fyrirhugaðir eftir forsjó þess sem alla hluti verkar eftir ráði síns vilja upp
á það vér séum hans dýrð til lofs sem áður fyrirfram vonum upp á Kristum.

Fyrir hvern þér hafið heyrt sannleiksins orð sem er evangelium af yðvarri
sáluhjálp, fyrir hvert (ef þér trúið) eruð innsiglaðir með heilögum fyrir
heitsins anda, sá sem að er pantur vorrar arfleifðar til endurlausnar svo að
vér erum vorðnir hans fasta eign til lofs hans dýrðar.

Hvar fyrir eg einninn, eftir því að eg hefi heyrt hjá yður út af þeirri trú á
Drottin Jesúm og af yðrum kærleika til allra heilagra, þá læt eg eigi af
þakkir að gjöra fyrir yður og minnunst yðar í mínum bænum það Guð vors
Drottins Jesú Kristi, dýrðarinnar faðir, gefi yður vísdómsins og
uppbirtingaranda til hans eiginnar viðurkenningar og upplýsi augu yðvars
hugskots það þér megið vita hver þar sé von yðrar kallanar og hver þar sé
ríkdómur hans dýrðarfullrar arfleifðar til sinna heilagra og hver þar sé hin
yfirgnæfanlega stærð hans kraftar við oss, vér sem trúum, eftir verkan hans
volduga styrkleiks sem hann hefir verkað í Kristo þá hann uppvakti hann af
dauða og setti til sinnar hægri handar á himnum yfir allan höfðingskap,
valdsstétt, makt og herradóm og allt hvað nefnast má, eigi einasta í
þessari veröld, heldur jafnvel í tilkomandi. Og alla hluti hefir hann honum
undir fætur lagt og sett hann höfuð yfir allan söfnuðinn, hver að er hans
líkami og fylling hans sem alla hluti í öllum uppfyllir.


Annar kapítuli

Og einninn yður þá þér voruð dauðir fyrir afbrot og syndir, í hverjum þér
hafið forðum daga gengið eftir hætti þessarar veraldar og eftir þeim höfðingja
sem í loftinu drottnar sem er eftir þeim anda er á þessari tíð hefir sína
verkan í börnum vantrúarinnar, meðal hverra vér höfum allir forðum haft vort
athæfi í girndum vors holds, fremjandi holdsins og hugskotsins vilja og vorum
af náttúru börn reiðinnar líka svo sem hinir aðrir.

En Guð sá auðigur er af miskunn fyrir sína mikla elsku þar hann hefir oss með
elskað þá vér vorum dauðir í syndunum, hefir hann gjört oss lifandi meður
Kristi (því að af náðinni eru þér hjálplegir vorðnir) og uppvakt oss meður
honum og sett oss meður honum meðal himneskra í Kristo Jesú upp á það hann
auðsýndi í eftirkomandi öld yfirgnæfanlegan ríkdóm sinnar náðar fyrir sína
góðgirni viður oss í Kristo Jesú. Því að af náðinni eru þér hjálplegir vorðnir
fyrir trúna, og það ekki af yður. Guðs gáfa er það, eigi af verkunum svo að
enginn hrósi sér. Því að vér erum hans verk, skapaðir í Kristo Jesú til góðra
verka, til hverra að Guð hefir oss áður forðum fyrir búið það vér skyldum þar
inni ganga.

Hvar fyrir að verið þess minnugir það þér sem forðum daga voruð heiðnar þjóðir
eftir holdinu og yfirhúð kölluð af þeim sem kallaðir eru umskurn eftir holdinu
sem með hendinni sker það þér voruð í þann sama tíma án Krists framandi og
fráskildir borgarrétti Íraels og ókenndir af testamento fyrirheitsins af því
þér höfðuð ekkert hop og voruð án Guðs í þessum heimi. En þér sem í Kristo
Jesú eruð og forðum voruð í fjarska, þá eruð nú nálægir vorðnir fyrir
blóð Kristi.

Því að hann er vor friður, sá út af hvoru tveggja gjörir eitt og af hefir
brotið þann túngarð sem þar var milli í því það hann burt tók fyrir sitt hold
þann óvinskap sem fyrir lögmálið var í boðorðunum til settur svo að hann
skapaði af tveimur einn nýjan mann í sjálfum sér og gjörði svo frið það hann
forlíkti hvoru tveggju við Guð í einum líkama fyrir krossinn og deyddi svo
óvinskapinn fyrir sig sjálfan og er kominn og kunngjörði yður í evangelio þann
frið, yður sem voruð fjarri og hinum sem nærri voru. Því að fyrir hann höfum
vér hvorir tveggju aðgang í einum anda til föðursins.

Svo eru þér nú eigi meir gestir og framandi, heldur samborgarmenn heilagra og
Guðs heimamenn, uppbyggðir yfir grundvöll postula og spámanna þar Jesús
Kristus er hyrningarsteinninn, á hverjum öll uppbyggingin í eitt saman sett
vex til heilags mustéris í Drottni, upp á hvern þér verðið einninn með upp á
byggðir til Guðs íbúðar í andanum.


Þriðji kapítuli

Hvar fyrir eg, Páll, bandingi Kristi Jesú fyrir yður heiðingja, að því þér
hafið heyrt út af embætti Guðs náðar, þeirri mér er til yðar gefin, það mér er
kunnur vorðinn þessi leyndur dómur fyrir opinberan (eftir því eg hefi áður hið
allra stysta skrifað) það þér, ef þér læsuð það, kunnið að merkja minn
skilning í leyndum dómi Kristi, hver ekki er forðum mannanna sonum kunngjörður
svo sem nú er hann opinberaður hans heilögum postulum og spámönnum fyrir
andann það að hinir heiðnu eru samarfar og samlifaðir og hluttakendur hans
fyrirheits í Kristo fyrir evangelion, hvers þénari eg em vorðinn eftir gáfu
Guðs náðar sem mér er gefin eftir hans volduga krafti.

Mér, hinum síðsta meðal allra heilagra, er gefin þessi náð það eg kunngjörða
meðal heiðinna þjóða þann óútspyrjanlegan ríkdóm Kristi og upp að
birta hverjum manni hver þar sé sameign leyndardómsins sem af veraldar upphafi
er í Guði hulinn verið, sá alla hluti hefir skapað fyrir Jesúm Kristum upp á
það hann kunngjörðist nú höfðingjum og herradómum á himnunum fyrir söfnuðinn
þá margfalda speki Guðs eftir fyrirhyggjunni frá veraldar upphafi sem hann
hefir auðsýnt í Kristo Jesú vorum Drottni, fyrir hvern vér höfum djörfung og
aðgang í öllu trausti fyrir trúna á hann. Fyrir því bið eg það þér tregist
ekki vegna minnar hörmungar sem eg þoli fyrir yður, hver yðar dýrð er.

Hvar fyrir eg beygi mín kné fyrir föður vors Drottins Jesú Kristi, sá sem
réttur faðir er yfir allt, hvað faðir kallast á himnum og á jörðu, að hann
gefi yður kraft eftir ríkdómi sinnar dýrðar, að styrkjast fyrir hans anda í
hinum innra manni og láta Kristum fyrir trúna búa í yðrum hjörtum og fyrir
kærleikinn innrætast og grundvallast svo að þér mættuð höndla með öllum helgum
hver þar sé vídd og lengd, dýpt og hæð, og að vita einninn kærleika Krists sem
þó alla viðurkenning yfirgengur svo að þér uppfylltust með alls háttaðri Guðs
gnægð.

En honum sem máttugur er alla hluti yfirgnæfanlegar að gjöra heldur en vér
biðjum eður skiljum eftir þeim krafti sem í oss verkar, þeim sama sé dýrð í
safnaðinum, sá í Kristo Jesú er um allar aldir alda að eilífu. Amen. *


Fjórði kapítuli

Svo áminni eg yður nú, eg bandingi í Drottni, að þér gangið svo sem verðugt er
yðvarri kallan þar þér eruð inni kallaðir með öllu lítillæti og hógværi og með
þolinmæði og umlíðið hver annan í kærleika. Og verið kostgæfnir að halda
eindregni í andanum fyrir band friðarins. Einn líkami og einn andi svo sem að
þér eruð kallaðir upp á eina von yðrar kallanar. Einn Drottinn, ein trúa, ein
skírn, einn Guð og faðir allra, sá sem að er yfir yður öllum og fyrir
yður öllum og í yður öllum. *

En einum sérhverjum vorum er gefin náð eftir mæling gjafar Kristi, hvar fyrir
að hann segir: Hann er upp farinn í hæðina og hefir %herleiðingina
að herfangi tekið og mönnum gáfur gefið. En það
hann er upp farinn, hvað er það utan það hann er áður niður stiginn í hinar
yðstu álfur jarðar? Sá er niður er stiginn, það er, hann er sá sami sem upp er
farinn yfir alla himna upp á það hann alla hluti uppfyllti.

Og suma hefir hann sett til postula, en suma til spámanna, suma til
guðsspjallara, suma til hirðara og lærifeðra svo að hinir heilögu sé
fullkomnir í verk þess embættis þar sem líkami Krists verður upp á byggður þar
til vér komum allir í eindrægni trúarinnar og viðurkenningar Guðs sonar og
fullgjörður maður verðum, sá hann er í mæling fullkomins aldurs Kristi, svo að
vér séum eigi lengur börn og látum hræra oss og feykja af allsháttuðum vindi
lærdómsins fyrir prettskap og undirhyggju mannanna þar með þeir ástunda oss að
villa.

Verum heldur sannleiknum eftirfylgjandi í kærleikanum og vöxum í öllu á honum
sem að er höfuðið, Kristur, á hverjum allur líkaminn saman tengist og einn
limur á öðrum hengur fyrir alla liðu, hvar af hver öðrum hjálp veitir eftir
verki hvers sem eins lims í sinn máta og gjörir það að líkaminn vex til sinnar
eiginnar betrunar og það allt í kærleika.

Svo segi eg nú og vitna í Drottni að þér gangið eigi lengur svo sem að hinir
aðrir heiðingjar í hégómleik síns hugskots, hverra hugskot formyrkvað er og
eru annarlegir frá því lífi sem af Guði er fyrir þá fávisku sem í þeim er og
blindleik sjálfs þeirra hjarta, hverjir vonarlausir eru og sig gáfu í lausung
og frömdu allsháttaðan óhreinleik með ágirni. En þér hafið ekki svo numið
Kristum ef þér hafið annars af honum heyrt og eruð í honum lærðir hversu það
sannindin eru í Jesú.

Svo afleggið í frá yður eftir fornri breytni hinn gamla mann sem sig
fordjarfar í girndum villudómsins, en fornýið yður í anda yðvars hugskots og
klæðist þeim nýja manni sem eftir Guði er skapaður í sannarlegu
réttlæti og heilagleik. Hvar fyrir afleggið lygar og talið sannleik hver við
sinn náunga því að vér erum innbyrðis hver annars limur. Reiðist og syndgist
ekki. Látið eigi sólina undir ganga yfir yðvarri reiði. Gefið og ekkert rúm
fjandanum. Hver stolið hefir, sá steli nú eigi meir, heldur erfiði og afli með
höndunum hvað góðslegt er svo að hann hafi að gefa þeim sem þurftugir eru. *

Látið öngva vonda ræðu fram fara af yðrum munni, heldur hvað nytsamlegt er til
betrunar þar sem þörf gjörist að það sé þakknæmilegt að heyra. Og hryggvið
ekki heilagan anda Guðs þar þér eruð með innsiglaðir upp á dag
endurlausnarinnar. Allur beiskleiki og grimmd, r guðlastan sé langt í frá yður
samt allri illsku. En verið innbyrðis hver við annan vingjarnlegir og
ástúðlegir og fyrirgefið hver öðrum líka svo sem að Guð hefir fyrirgefið yður
í Kristo.


Fimmti kapítuli

Svo verið nú Guðs eftirfylgjarar svo sem kærustu börn og gangið í ástseminni
líka svo sem að Kristur hefir oss elskað og sig sjálfan útgefið fyrir oss til
fórnfæringar og offurs Guði í sætleiksilm. En frillulífi og allan óhreinleik
eður ágirni látið eigi af yður segjast svo sem að heilögum hæfir, skammarleg
orð og fíflslegt hjal eða keskni, hvað yður heyrir ekki, heldur miklu framar
þakkargjörð. Því það skulu þér vita það enginn frillulífismaður eður óhreinn
eða ágjarn (hver að er skurgoðaþénari) hefir arftöku í ríki Kristi o reiði
Guðs yfir börn vantrúarinnar. Af þv